Lögberg - 19.04.1906, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.04.1906, Blaðsíða 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN 19. APRÍL 1906 S'ógberg er gefitS öt hvem flmtudag af The Logberg Prlnting & Publishing Co.( (löggilt), aB Cor. William Ave og Nena St., Wlnnipeg, Man. — Kostar $2.00 um áriti (á íslandi 6 kr.) Borgist fyrirfram. EinstÖk nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Prlnting and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.William Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- scription price $2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 5 cts. S. BJÖRNSSON, Editor. M. PAXXLSON, Bns. Manager. Auglýslngar. — Smáauglýsingar í eitt skifti 25 cent fyrlr 1 þml.. A stærri auglýsingum um lengri tlma, afsláttur eftir samningi. BústaCaskifti kaupenda vertSur at5 tilkynna skriflega og geta um fyr- verandi bústaö jafnframt. Utanáskrift til afgreiöslust. bia)5s- ins er: Th6 LÖGBERG PRTG. & PCBL. Co. P. O. Box. 136, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjörans er: Editor Xxjgberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ögild nema hann sé skuldlaus þegar hann seglr upp.— Ef kaupandi, sem er I skuld viti blatSíö, flytur vistferlum án þess að tilkynna heimillsskiftin, þá er þaö fyrir dömstölunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvtslegum tilgangi. Sumarkomu hugrenningar. í dag stöndum vér á tímamarks- mótum kuldans og hitans, skugg- ans og ljóssins. Að baki oss er veturinn með frostin og snjóinn, skortinn og kvíðann. Fram undan oss er sum- arið með yl og b'ómdaggir, gnægt- ir og nýjar vonir. Vér vitum, að þetta hlýtur svo að vera, það er regla, sem í aðal- eðli sínu aldrei hefir brugðist, og mun aldrei bregðast meðan heim- urinn er til. — Er þá ekki ástæða fyrir oss að lyfta upp höfði og brosa fagnandi mót blessaðri sól- unni, sem enn einu sinni, björt og dvrðleg býður öllum börnum mannanna gleðilegt sumar? Jú, sannarlega! Enginn, nema sá,sem ber á sér andleg dauðamörk, eða er andlegur steingjörvingurí raun og veru, getur komist hjá þvi að verða snortinn af viðkvæmni og innileik, þegar hinn glóandi sendi- boði hinnar blíðu árshelftar, sól fyrsta sumardagsins, færir honum morgunkossinn,signandi láð og lög, um leið og náttúr^n og öll börnin hennar hrista af sér vetrarhöfgann oí* vakna til nýs lífs. Þessi lifsvakning nær og til mannanna, sérstaklega að því er verklegu framkvæmdirnar snertir. Hér í þessu starfseminnar landi, er vinna úti við sótt allan veturinn að meira eða minna leyti, af ýms- um verkfiokkum manna, en margar starfsgreinar hafa þó ver- ið lagðar á hylluna köldustu mán- uði vetrarins, og þær hefjast nú um þessar mundir með nýju fjöri, þegar hlýju dagarnir koma undir blíðskini hinnar allífgandi sumar- sólar. Með sumarkomunni hefjast ný og fjölbreyttari störf fyrir alla at- vinnurekendur í bæjunum. í sveitunum kallar jarðræktin og önnur vorverk bændalýðinn til starfa, og mörgu hefir — þegar liér er komið á tíma — sá bóndinn að sinna, sem gat tt'kið sér lífið létt og rólega um vetrarmánuðina, þar sem ekki lá annað fyrir, en sjá um það, sem búið var að afla. Nú byrjar nýr starfstimi fyrir hann, það þarf að gera meira en gæta fengins fjár, það þarf að auka við stofninn, sein fyrir er, ef vel á að fara, og sumarið er tíminn til þess. 'Það er sagt um íbúa Vestur- heims, að þeim sé dollarinn alt. En hvar er meiru komið í frarné kvæmd en einmitt í Vesturheimi? Nú eru allir að líkindum. á $ama máli um það, að ekkert verði gert af verklegum fyrirtækjum án pen- inganna, og er því ekki nema eðli- legt, að mönnum, sem búa í mesta starfslandi heimsins, verði öðrum fremur ljóst, að attðurinn er afl þeirra hluta hluta, sem gjöra skal, og óhjákvæmilegt sé að ná í hann til þess að geta bætt nýjum hlekk í framkvæmdakeðjuna, þó í smáum stýl verði hjá ýmsum, alt eftir þvi hvernig högum hvers og eins er háttað. Veturinn, sem kveður oss i þetta sinn, hefir, að fróðra manna máJi, liðið fremur mjúkfættur yfir þetta land, og óhætt mun að fullyrða, að afkomá manna hér, íslendinga sem annarra, hafi verið með betra móti um liðið ár, og hefir stutt að því bæði góðærið i fyrra, vaxandi sam- göngubætur, og þar af leiðandi fjörugra viðskiftalíf innan lands og utan, ásamt ýmsu fleira. Vér höfum sterka trú á þessu Iandi, og væntum þess og óskum, að komandi sumar færi löridum vorum og öðrum íbúum þess, nýj- ar gnægtir, nýjar vonir og nýtt kapp til framtakssemi og sjálfstæð is, og eftir því sem árin liða grund- valli þetta farsæla framtíð þeirra, og leggi lán og blessun í hvert spor, sem þeir stiga hér. ------o------ Heimboö alþingismanna ís- lands til Danmerkur. Þess var minst fyrir skemstu í Lögb, að íslenzku alþingismönnun- tim hefði verið boðið til Khafnar á þessu sumri, pg nákvæmar hafa nú íslandsblöðin síðustu skýrt frá þvi. Kvað hinn nýi konungur Friðrik á.ttundi, í nafni ríkisstjórnar og ríkisþings Danaveldis, hafa sent nefnd tilmæli til íslands, og er svo til ætlast, að alþingismennirnir verði jafnt gestir konungs og rik- isþingsins. Vikutíma er ráðgert að þing- mennirnir dvelji i Kaupmanna- höfn og grendinni, en ferðin og dvölin utan lands kostnaðarlaus fyrir þá, eins og tíðkast þar, sem um heimboð þessu lík er að ræða. Heimboð i líka átt og þetta, eru farin að tíðkast í síðari tíð milli ýmsra stærri þjóða Evrópu, og eru nánast ytri vináttuteikn milli þjóð- anna, og að nokkru leyti gerð til frekari viðkynningar þeirra.hverr- ar á annari. Þar sem mikill umbrota andi og óánægja er hjá nokkrum hluta ís- lcnzku þjóðarinnar, bæði út af nú- verandi stjórnarfari þar í landi, sem og með framkvæmdir og gerð- ir dönsku stjórnarinnar í íslands garð að ýmsu leyti verður ekki betur séð,en að þetta hafi ver- ið mjög hyggilegt ráð af Dana- konungi, til þess að draga úr óá- nægjunni, spekja íslendinga undir stjórn sinni 'og stöðva ef unt væri alla frekari stjómbreytingar nýj- ungagirni þeirra. Tæpast er hægt að búast við því, að Danir öðlist mikla þekkingu af íslandi og högum, háttum og þörf- um manna þar, af utanför þessari. Til þess að það verði mega bæði þingmennirnir verja ágætavel þess um vikutíma, sem ætlast er til að þeir standi þar við, og Danir aftur að hinu leytinu hafa opnari eyru fyrir nauðsynjamálum íslendinga, en sjáanlegt hefir verið að þeir hafi haft hingað til. Fyrir íslendinga gæti þifigmmna för þessi aftur á móti haft nokkra þ . ðingu, ef áhrif þau af erlendri framfarastarfsemi, sem hvervetna mætir íslenzku auga, er fyrsta sinni kemur út fyrir pollinn, bær- ust aftur heim til íslands í hugum þeirra—því að margir af þeim munu aldrei áður hafa fariö brott af íslandi—og væru gróöursett aftur í brjósti alþýðunnar á Fróni, og enginn vafi er á því ,að þetta verður allra skemtilegast gaman- ferð fyrir þingmennina.og óskandi að þeir notuðu hana svo í hag lands síns, sem þeir mættu fram- ast. -------o------ Bindindiá Englandi og í Ameríku. Eitt af hinum gleðilegustu teikn- um hinna síðari tíma er óneitan- lega það, hversu mjög augu þjóð- anna hafa opnast fyrir böli því og andstreymi, andlegu og- líkamlegu, sem ofdrvkkjan leiðir yfir land og lýð, og þar af leiðandi minkað við sig vínnautnina. f allflestum þeim löndum, sem lengst eru komin álengdar á braut menningarinnar, hefir ofdrykkjan drjúgum farið minkandi á síðast- liðnum mannsaldri. Lítum vér t. d. á England og Ameríku, sjást þess ljós merki, á áfengisskýrslun- um, og til frekari skýringar viljum vér benda á hvað eitthvert merk- asta tímarit Bandarikjanna, „The Independent“, lætur í ljósi um mál þetta. Þar segir svo: „Enda þótt vér Amerikumenn höfum verið eftirbátar Englend- inga í ýmsum greinum, svo sem hvað afnám þrælahalds og framför í póstmálum snertir, þá stöndum vér þeim fullkomlega jafnfætis þegar um afnám ofdrykkjunnar er að ræða, og vér höfum stígið hraðari skrefum í hófsemdaráttina í seinni tið, en þeir. Vínnautnin hjá oss var svo yf- irgnæfandi fyrir rúmum hundrað árum síðan, að sá þótti ekki maður með mönnum, sem ekki fékk sér í staupinu. Að orðtæki er það haft t. d- í Lichfield, að allir heiðvirðir borgarar þar hafi drukkið vín á hverju kveldi, og var slíkt enginn blettur talinn á þeim. Jafnt drukku um það skeið hér í landi útlendingar og Englending- ar, að heita mátti. Prestarnir voru engu betri en aðrir. Þannig er það í frásögur fært, að í bænum Wrentham í Mass., hafi,fyrir tæpri öld síðan, prestur einn um hádeg- isbilið komið út til tjaldverka- manna, er unnu skamt frá húsi hans, klæddur prestshempu, með litla tinfötu fulla af rommi, og smá bolla til að skenkja verkamönnun- um drykkinn, og á eftir honum fylgdi annar maður með vatns- fötu og stærra drykkjarker t il að svala þeim, sem áfengið hitaði um of fvrir brjósti. Engum datt í hug á þeim tíma og undir þeirri siðvenju, sem þá var, að finnast þetta óviðfeldið á nokkurn hátt, því að prestarnir drukku sjálfir, bæði heima hjá sér og annars staðar, og annað eins og þetta var blátt áfram skoöað sem sérstakur vottur um góðgjörða- semi æskilegs sálusorgara. Lík þessu mátti mörg dæmi finna í Ameríku, alt þangað til barátta Dr. Lyman Beechers hófst gegn áfengisnautninni, sem síðar ruddi braut og greiddi fyrir hinni miklu washingtonsku bindindishreifingu. Á Englandi hefir blómgun bind- indisins stígið fram reglubundn- ari en smærri skrefum, og nú er svo langtkomið, að , noncomform- istar, sem taldir eru að vera fullur helm :ur ibúa Englands, halda fast fram afneitun alls áfengis, og liberalar hafa heitið því, að bæta þannig löggjöfina, að takmörkuð verði að miklum mun tala vínsölu- húsa í landinu. Af áfengisskýrslum eftir Daw- son Burns, birtum í Times, sést það, að undanfarin sex ár hefir vínnautnin stöðugt farið minkandi á Bretlandi, enda þótt íbúatalan hafi aukist eigi all-lítið á þessum tíma. Árð 1899 voru útgjöld þar í landi til áfengisdrykkja metin á $929,636,135. Síðan hefir þessi útgjaldaliður farið Iækkandi á ári hverju, minst um fimm miljónir dollara og alt upp í tuttugu og fimm, svo að samlögð lækkun á á- fengisskránni nemur í nefnd sex ár 108,796,430 doll. Sést þá, þegar litið er til þess að fólkinu hefir fjölgað um'6^2 per cent, að áfeng- isútgjöldin hafa minkað um nær- felt 12 per cent. á þessum tima. Athugi menn orsakir þær, sem liggja til þess að vínnautnin hefir farið minkandi, verður það skjótt auðsætt, að flestar eru þær þar hinar sömu og hér í Ameríku. — Bæði trúarlegar og siðferðislegar hvatningar hafa stutt mjög að því að bægja þessu böli brott frá þjóð- inni, svo og hinn vaxandi skilning- ur hennar sjálfrar á skaðsemi á- fengisins fyrir heilsufar manna yf- irleitt. Fyr meir var það viðkvæði búið að fá viðtæka hefð, bæði i því landi og annars staðar, að enginn væri hraustari en þeir,sem drvkkju í hófi. En nú eru læknarnir komn- ir á aðra skoðun. Nú banna allir aflraunameistarar t. d. lærlingum sínum að smakka áfengi eða æs- andi drykki, og járnbrautafélög heimta bindindi af þeim, sem yfir- menn eru á brautarlestunum, og bera ábyrgð á lífi fjölda manna. Alment er það álit og orðið nú á Englandi. að enginn, sem á annað borð er vínneytndi geti öðlast heppilegan árangur af starfi sínu, enda nái aldrei fullum t aldri. — Þannig hafa Bretar smátt og smátt þokast í áttina til að verða bind- indissöm þjóð, og bæði Englend- íngar, Skotar og írlendingar eiga þetta nafn með rentu. Á Skotlandi er whiskey mest drukkið, en ölið á Englandi, en hjá báðum þjóðun- um sýna áfengisskýrslurnar, eins og áður hefir verið minst á, mikla og lofsverða minkun í áfengis- nautninni. I Ameríku hafa lögin urti vín- sölubannið gert sérlega mikið gagn, og alt af vex það svæði, sem vínsölubannið nær yfir í landinu, og ánægjulegt er að sjá það, að allar kirkjudeildirnar, sem eru þó býsna margar talsins, taka höndum saman til stuðnings þessu máli. -------o------- Vesúvíus aðgjósa. Eins og vitanlegt er Iiggur hið forna eldfjall Vesúvíus skamt frá hinum nafnkunna merkisbæ Nea- pel. Umhverfis þá borg og fjallið er mjög frjósamt land, ó’g er þar fjöldi smærri og stærri bæja, og í- búatala í þeim frá tíu til hundrað þúsundir manna. Næstliðinn vetur hefir margt til þess bent, að Vesúvíus, þessi eyði- leggingar eldgnúpur ítalíu, væri í undirbúningi með að gera nýtt spell á landi og lífi manna um- hverfis sig. Svo langt sem sagan nær aftur í timann, hefir eldfj^Ilið verið sí- gjósandi öðruhvoru, en næstliðin þrjátíu ár hefir ekkert stórtjón orð ið af eldblástri hans, og var lands- ýður þar í^grendinni farinn að vona, að ekkert frekara mundi verða úr umbrotum þeim, sem smá bar á í honum meiri hluta næstlið- ins vetrar. Síðasta stórgosið næst hér á ttndan skeði 1872, og á þeim rúm- um brjátíu árum, sem liðin eru frá því, hafði bygðin færst upp eftir fjallinu og nærri fast upp undir eldgíginn, á toppinum á því. Við rætur þess, og upp eftir hlíðunum neðan verðum, teygðust blómlegir aldingarðar.þar sem ræktaðir voru suðrænir ávextir og vínviður. Snemma í þessum mánuði var það auðsætt, að alvarlegt eldgos var í nánd. Þykkur reykjarstólpi hangdi yfir gignum,og upp úr fjall- ir.u fór svo að gjósa eldur og aska. Áður en langt leið fór hraunflóðið að renna út yfir gígbarmana. Brennisteinsgufan varð Iítt þol- andi fyrir menn og skepnur þar t grendinni, og stórkostlegar þrum- ur og eldingar urðu, eins og vant er, þegar mikil eldgos eru í vænd- um. Með hverjum deginum sem leið ágerðist eldgosið, og mest kvað aö því um miðja vikuna næstliðnu, eins og lauslega var drepið á í næsta tölublaði hér á undan. Margir nýir eldgígar hafa opn- ast á hliðum fjallsins, einkum að sunnanverðu og'hraunflóðið vall út urn þá, rann niður á jafnsléttu, og eyðilagði fjölda þorpa. íbúar dvöldu í þeim alt þangað til flóðið rann að húsunum, því þeir væntu eftir að það tæki annað hvort aðra stefnu eða gosinu létti af, en svo varð eigi, og það hlaut að flýja, og yfirgefa bústaði sína og dýr- mætar landeignir, sem íbúarnir, með margra ára dugnaði og elju, höfðu gert mjög arðvænlegar. Yfir alt þetta Iagðist hið gjör- eyðandi hraunflóð, og gerði marg- ar þúsundir manna öreiga á fáum dögum. Meðan hraunflóðið var að eyði- leggja bygðir og ból á suðurhlið fjallsins, féllu feiknin öll af ösku yfir alt héraðið umhverfis fjalls- ræturnar. Var askan . blandin varmri leðju og sjóðandi vatni, er déyddi þegar allan jurtagróður, því allur jarðvegur varð þakinn þykkri skán af þessum ófögnuði, svo að þegar eldgosinu er lokið verða íbúarnir að byrja þar jarð- rækt algerlega á nýjan stofn. Sjöunda þessa mánaðar duldist fólkinu þar í grendinni ekki leng- ur að Iíf þeirra manna, er bjuggu í fjallshlíðinni þar sem hraunflóð- ið stefndi eftir, var t mikilli hættu statt, og hófst þá flóttinn fyrir al- vöru niður á sléttuna og inn til Neapel borgarinnar. Hraunflóðið var þá. komið alt niður til bæjarins Boscotrecase, og flýðu þaðan um tíu þúsundir íbúanna í mikilli skelf ingu. Bærinn var með öllu eyði- lagður af hraunflóðinu. Hraunflóðið rann áfram og alt til rústa fornbæjarins Pompeii, sem liggur í sömu átt frá eldgígnum og Boscotrecase, en svo lítur þó út, að þeir ómetanlegu fjársjóðir fornmenja, sem þar eru geymdir, hafi sloppið hjá eyðileggingunni, þar eð flóðið klofnaði um hæð þá, er rústirnar mvnda, og rann fram hjá þeim. Vissa fyrir þessu að öllu leyti kvað þó ófengin enn. Neðan við Pomþeii er Torre An- nunziata, íbúatala þar um 30,000, og flýði þaðan alt fólk, að undan- skildum tæpum tveim þúsundum. Aðal hraunflóðsstraumurinn var þaö sem skall á Torre Annunziata, en út frá honum runnu tvær minni kvíslar; stefndi önnur til austursv sem ógn stendur af fyrir oæinn Ottaino, en hin til vesturs og niður til hafs, og mundi sú granda bæn- um Torre Greco, ef hún héldi á- fram að renna niður til sjávar. Báðir þessir bæir hafa um 30.000 íbúá. Þar að auki er og fjöldi smærri bæja, sem geta orðið fyrir flóðinu, hvað Htið sem það breytir stefnu sinni, og eru íbúarnir hver- vetna fullir ótta við þessar yfirvof- andi hörmungar. . Stjömufræðis athugunarstöð stjórnarinnar, sem stóð ofarlega í fjallshlíðinni, og var meðfram reist þar til þess að gera fólki aðvart um þegar gos væru í nánd, eyði- lagðist af gosi þessu. Þangað til snemma i næstliðinni viku bárust engar fregnir af því, hversu margir menn létu lífið í þessum sorgaratburði. Þá fyrst fréttist um fjölda manns, sem far- ist liefði í San Guiseppe héraðinu. Svo er sagt, að þar hafi alls látist um fimm hundruð manna, af þeim full tvö hundruð.sem voru í kirkju einni við guðsþjónustugerð. — Brotnaði þar inn þakið og féll of- an á fólkið, og að ei'ns fimtiu lík var búið að grafa upp úr þeim rústum þegar síðast fréttist. — í Sorrentine fórust og um fjörutíu manns, með líkum ha^tti. Allt að þessu hefir verið mjög erfitt að veita hinum bágstöddu íbúum hér- aðs þessa næga hjálp, með því að öskulagið er svo þykt, að öll járn- brautarumferð er þar ómöguleg, og keyrsla með hestum sömuleiðis hin torveldasta, og hefir því eigi held- ur getað fengist fullnægjandi og ákveðin vissa um tölu þeirra, sem mist hafa lífið þar, en vafalaust skifta þeir hundruðum, eins og þegar hefir verið minst á. í Ottaino eru fimm kirkjur og tíu hús hrunin undir öskuþ,ungan- um, sem hlaðist hefir ofan á þau, og fjögra fet þykt kvað öskulagið vera þar hvarvetna í grend. Haf og hauður þar umhverfis gekk i bylgjum af ólgunni og um- brotunum neðanjarðar. Jarð- skjálftakippirnir kváðu vera hinir voðalegustu svo að alt leikur á reiðiskjálfi, þegar á þeim stendur, og svo er öldugangurinn og haf- rótið mikið í sambandi við umbrot þessi í eldfjallinu, að menn búast þá og þegar við að sjór flæði upp í Neapel, og kváðu menn þegar hafa yfirgefið húsin í þeim strætum, er næst Iiggja ströndinni, en skip öll, sem voru þar á höfninni, hafa eigi þorað að haldast þar við, en lagt á haf út. Fjöldi gesta er um þessar mundir árs í Néapel, og flýðu þeir allir til gistihúsanna í bænum, sem fjærst liggja sænuin. í siðasta Lögbergi var getið um hið mikla manntjón, sem varð þar í borginni fyrra þriðjudag, þegar þrsk sölutorgs eins hrundi ofan á fjölda manna, og um tvö hundruð urðu fyrir meiri og minni áverk- um. Lýsingarnar á þeim atburði eru einhverjar hinar hryllilegustu, sem hugsast geta. Mörg líkin voru svo afmynduð og sundurtætt, að þau voru með öllu óþekkjanleg. Útlitið í Neapel er hiö ískyggi- legasta. Suðaustan vindur hefir blásið þar undanfarið, og ber þangað öskuna frá eldfjallinu og sligar auðvitað fleiri byggingar og grandar lífi manna þar ef þessu fer fram. Myrkur og móða hvílir yfir borginni og öllu landinu umhverf- is, svo að öll umferð bæði á sjó og landi er litt möguleg. Konungshjónin ítölsku hafa dvalið í Neapel þessa siðustu daga og kváðu þau hafa ferðast um á milli bæjanna, kring um fjallið, áður en aðal eyðileggingin varð þar. Konungshjónin eru hin vin- sælustu af allri alþýðu og var tekið á móti þeim með miklum fögnuði, er þau heimsóttu fólkið í hinni yfir vofandi neyð, enda kváðu þau einskis hafa Iátið ófreistað til að fá þeim, sem bágast áttu, rétta hjálparhönd, eftir því sem kring- umstæðurnar frekast leyfðu. -------o----— Sendibréf til Árna próf. Jónssonar á Skútu- stöðum við Mývatn, frá Bene- dikt Magnússyni frá Skjöldólfsstöðum. Heiðraði vin! Það var nú svóna, prófastur minn, eins og þér munið, að eg lofaði yður að senda yður svolítinn miöa, cg stg a yður hverni^ mér

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.