Lögberg - 21.06.1906, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.06.1906, Blaðsíða 4
LOGBERG fÍMTUDAGINN 21. JÚNÍ 1906 Sögbetg er geflB flt hvern fimtudag af The liögberg Printtng & Publisliing Co., (löggilt), aS Cor. William Ave og Nena St., Winnipeg, Man. — Kostar J2.00 um árið (á. lslandi 6 kr.) Borgist fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Printing and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.Wiiliam Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- scription price $2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 5 cts. S. BJÖRNSSON, 'Edltor. M. PAULSON, Bus. Manager. Auglýsingar. — Smáauglý'Singar 1 eitt skifti 25 cent fyrir 1 fml.. A etærri auglýsingum um lengri tlma, afsláttur eftir samningi. Bústaöaskifti kaupenda veröur aö tilkynna skriflega og geta um fyr- verandl bflstaö Jafnframt. Utanáskrift til afgrelöslust. blaös- ins er: The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. P. O. Box. 136, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjörans er: Editor Lögberg, P. O. Box 136. Wtnnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaöl ögild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.—- Ef kaupandi, sem er I skuld viö blaöiö, flytur vistferlum án þess aö tilkynna heimilisskiftin, þá ei1 þaö fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvíslegum tilgangi. Fjílrsíimskota athuganir. Svo er að sjá, af greinarstúf í 36. tbl Heimskringlu, eftir „Ung- an íslending“, aö hann sé undra armæddur vegna þess, að Lög- berg inti að því fyrir skömmu síðan, að þeir sem findu hjá sér köllun til þess, vildu góöfúslega styðja að því, að einhverju leyti, að framkvæmd yrði á missíónar- hússbyggingunni fyrirhuguðu í Reykjavík. Ungmenni þetta leggur mikla áherzlu á það, að þau meðmæ'i Lögbergs rmini spilla fyrir mann- sk,aða samskotunum, því að ó- , mögulegt sé að gefa tvennar gjaf- ir um líkt leyti, eða m. ö. o. gera tvö góðverk mcð stuttu millibili. Alveg á sama má.li er ritsjóri Heimskringlu. þ>að virðist fara fram hjá höf- undum þessara greina.aö Lögberg mælti fastlega fram með samskot- unum til þeirra, er mest mistu í við stórslysin. tittnefndu á ís- landi næstliðið vor. En þá var ætlast til að þau samskot yrðu fullgfeidd héðan í þessum mán- uði. Síðar bar Lögb .fram hina á- skoranina, og þar sem eigi er bú- ist við að þau samskot verði af- greidd heim fyr en með hausti kclnandi, virtist svo mikið svig- rúm þar á milli, að hvorugt þvrfti að ríða beint í bága við anrtað. I>ó að því sé kastað fram af nokkurri græsku, að si&ari sam- skotin séu beinlínis gerð til að spilla fvrir þvi, að ekkjur og munaðarlevsingjar í kringum Faxaflóa fái þann styrk.sem æski- legur væri, vita allir að sá er eigi tilgangurinn, enda getur hver,sem vill, lesið það út á milli línanna.að hvatameðalið til þess að þær nrðu til mun fremur, en umhyggja fyr- ir fátæklingunum, vera það að höfundarnir hafi þurft að létta á sér í þetta sinn og opinbera álit sitt á trúarlærdúmum kírkjunnar, en óþarft teljum vér að deila á trúarskoðanir þeirra að svo stöddu í Lögbergi. Hins vegar skulum vér leiðrétta þá röngu skvringu á stefnu missíótiarinnar, sem ritst. Hkr., má vera af ókunn- ugleika. er að reyna að smeygja inn i ltugi manna hér, þar sem hann segir á þá leið, að eigi beri að styrkja aö *einu byggmgu Jæssa missíónarhúss.sem eingöngu sé til þess, að berja meö ofstækis- fullum öfgakenningum vitistrúna inn í landa vora á íslandi. Of- mælt er það. Aðal þungamiðja kenningar missíónarinnar, hvar sem er í heiminum, er að styðja kristindóminn og efla,og að glæða hann sérstaklega þar, sent sljólega hefir verið unnið að útbreiðslu hans og styrkingu áður. Meðan vér viljum kristnir kall- ast, getur oss ekki sýnst neitt á- mælisvert í því, aö hlynna að út- breið&lu kristindómsins, og blómg- un hans heitna á íslandi, en valla mun nokkur draga það í efa aö bvgging áðurnefnds misstonarhúss er styrkur til framkvæmda missi- óninni, og þá um leið efling krist- indómsins á Fróni. En þar sem ritstj. segir svo, að fækkun fækkun prestakalla a ís- landi ,sé ,ljós vottur þess, aö þjóö- inni þyki alls engin þörf á auk- inni tölu trúarstofnana þar, skul- um vér til leiðbeiningar þeim, er eigi kynnu að hafa fylgst ná- kvæmlega með i þessu máli á ís- landi, og fyrir þá sök mynda sér ranga skoðun um að missíónarhús iö væri samkvæmt því ótímabær bygging, geta þess, að svo stend- ur á fækkun presta kalla, að launa hæð af ýmsum þeirra er svo rýr orðin, meðal annars sakir þess að cigi fást ábúendur á kirkjujarð- vegna þess að allur fjöldi vinnu- fólks eklan fer stööugt vaxandi, sakir þess að allur fjöldi vinnu- manna dregur sig að sjónum. Hefir því nú í seinni tíö rekið svo langt, að sakir hinna afar lágu tekna af ýmsum lélegri prestaköllunum, hefir eigi verið aiuðið fyrir kirkjustjórnina aö fá presta á þau, svo að orðið hefir að steypa sumum þeirra sarnan við þau næstu, og lata einn prest þjóna tveimur eða fleiri kirkjum. Hins vegar liefir hverventa verið forðast svo sent auðiö hefir ver- iö. að fcckkci kirkjunum þ. e. tru- arstofnunum, sakir þess að þær eru fremur of fáar en margar á Islandi, bæði aö áliti biskups og allrár kirkjustjórnarinnar. En þrátt fyrir það aö kirkju- stjórninni þar dyldist engan veg- inn, að l>örf væri á missíónarhúsi, er valla að búast við þvi að bisk- úfinn fari að senda gjafalista hingað í styrktarskyni slíkri bvggingu og tæpast svnoclus held- ur, en þó aö svo hefði orðið, mundi málefniö sjálft engan veg- inn hafa getað hreinkast eða helg- ast af því að fara í gegnum hend-- ur slikra valdsmanna., og þvt 1 raun réttri nauðsyn byggingar- innar hvorki aukist eða minkað fyrir það hver flutningsmaður styrksins til hennar var.—Á sinn hált er sú mótbára gegn styrk- veitingu héðan, ekkert annaö en úrelt samtvinnan manns og mál- efnisins, sem áðurnefnt blað heftr enn ekki getað loisað sig. í sambandi við mannúðlega stefnu og starfsemi missíónar- flokksins á íslandi, er þaö full- kunnugt í Reykjavik að minsta kosti, að einmitt þessi flokkur manna, er nú gengst fyrir mtssi- ónarhússbyggingunni, heftr auk hinnar öflugu trúvakningarstefnu sinnar, leyst af hendi mikil mann- gæsku verk t. a. rru í Reykjavík- urbæ, nreðal annars með því, að halda uppi skipulegri starfsenn 1 því skyni að leiða fátæka fjöl- skyldumenn og fleiri, þá er mjög hafa verið hneigðir til ofdrykkju, frá því að sækja vínveitingahúsin þar í bæ og orðiö býsna vel a- gengt. — Enn fremur hefir það látið sig miklu skifta um kristiega fræðslu ungmetina, »g komið víða fram sem styrktarstoð tæirra er bágt áttu; og mundi hið fyrirhug- aða missíónarhús, að sjálfsögðu, á margan veg, notað einmitt til þess, að halda samkomur í þeim tilgangi, auk guðsþjónustu. Þar sem svo var fyllilega kunn- ugt utn hinn góða tilgang, sem þetta félag hefir í eðVi sínu, vild- um vér alls ekki láta hjá liða aö bera áð'urgreidar óskir þess upp fyrir almenning hér, enda þótt forkólfar þess kveði strangar að orði um ýmsa trúarlærdóma en stimstaðar annars staðar er látið tippi í lútersku kirkjunni. Alt um það standa þeir algerlega á sama grundvelli, eins og allir vita, sem nokktlð þekkja til þeirra stefnu. Oss er ánægja að heyra að sani- skotin, til þeirra, er mest mistu í við manntjónið i vor, hafa fengið góðan bvr hér vestra, og vonumst eftir, að þegar saman kemur féð héöan og að heiman, verði fjár- hagslega séð sæmilega fyrir nauð- þurftum þess fólks. íslandsblööin síðustu segja þar safnað nú, nokktlð á sjöunda þúsund króna. Eigi að síöur vitum vér aö þegar hafa ýmsir styrkt síöara fyrirtæk- ið hér vestra, og margir munu bætast viö áður sá listi fer heirn til íslands í haust, enda lætur slíkt að líklegu, þar eð margir eru svo vel efntim búnir af Isl. hér, og bera svo hlýtt þel til kristin- dómsins, að þeir telja það alls eigi óviðurkvæmilegt, þó þeir stvrki tvö góð' málefni á sama sumrinu, hafi þeir sjálfir ráö og vilja á þvi. ------o------- Engilsaxneski kynþátturinn. Stórveldin fæðast og líða undir lok. Að minsta kosti segir sagan það svo langt sem hún nær aftur í tímann. *Á umliðnum öldum hafa stórþjóðir risiö á legg, brotið und ir sig hinar valdaminni og orðið mikils metnar í augum umheimsins á sinni tíð, en að lokum hafa þrer horfið í straum tímans. Ofurefli margra ríkja hefir ver- ið svo mikið á blómatíð þeirra, að menn, er uppi voru á þeim tíma, mundu hafa hlegiö að þeirri hugs- un, að eins, að þær ættu það fyrir höndum að stíga nokkurt spor aft- tölu valdaþjóðanna. Samt sem áð- ur eru margar þessar þjóðir, sem urábak og því síður að hverfa úr fyt meir voru svona voldugar, horfnar alveg af sjónarsviðinu eða orðnir tómur skuggi fornrar frægðar. Enn fremur rnæla öll líkindi með því, að í hinni huldu fortíð hafi margar óviðjafnanleg- ar þjóðir og riki átt sína blómaöld, en sem vér, er nú lifum, höfum aldrei heyrt getið um. Rómverj- ar hinir voldugu alheimsdrotnar fornaldarinnar litu t. a. m. á Bret- land sem einhvern auðvirðilegasta landskikann, sem þeir höfðu yfir að ráða. En á. þeim tvö þúsund árum, sem liðin eru síðan, hefir þetta ríki, sem þá var bein fyrir- litning sýnd af aðal heimsþjóð- inni, er þá var uppi, hafist langt yfir allar þær vonir, sem Róm- verjar gátu nokkurn tíma gert sér um sjálfa sig. Nú bendir flest til bess, að eng- ilsaxneski kynbálkiirinn hafi náð svo föstum fótum á skákborði heimsins,- að hann sé fær um að standast og bera f.lest þau öflug- ustu 6kakkaföll, sem tíniinn og fallvelli allra hluta leggur nú að jafnaði t veg fvrir þjóðirnar á síð- ari öldum. Engilsaxnesku stór- þjóðirnar, brezka veldið og Banda ríkin eru nú á tímum miklu vold- ugri en fjöldi manna gerir sér um hina minstu hugmynd. — Þó ekki sé litið nema á fjárhagslegu hlið- 1 ina. að eins, bera Jwer ægishjálm ^ vfir öllum öðrum þjóðum í heim- ^ inum. | Helztu hagfræðingar, sem nú eru uppi, segja svo, að bæði þessi ríki séu auðugri en allar aðrar þjóðir á hnettinum til samans, og auður Þjóðverja og Frakka muni 1 eigi vera meira en liðlega einn þriðji hluti af eignum Breta. Þar sem slikar skýringar sýna glögglega. þjóðarveldi þessiara ríkja, þvi að „auðurinn er afl þeirra hluta, sem gera skal“, þá 1 mætti svo sýnast sem valdafor- ^ ræði engiísaxneskja k^nþáttarins væri trygt og örugt um ókominn tíma. En hverfulleiki og síbreyt- ing allra hluta mælir á móti því, að þessi riki, jafn auðug og yfir- /áðasæl og þau eru, geti þannig 1 skipað þann háa sess, er þau nu 'hafa rúeðal stórþjóða heimsins, ■ nema þjóðlíf, verzlun og stjórn- 1 mál séu í heilnæmu ástandi. En 1 til þess útheimtist heilbrigð stjórn 1 er sé sem rnest í höndum þjóðanna ‘sjálfra, án allrar kúgunar af hálfu auðvalds og skriffinna, en ' sameigjrtlegyim áuðæfum hvors rikisins fyrir sig sé stjórnað með hyggindum sem í hag koma hvor- umtveggju ríkjunum. I Að því er snertir viðhald og valdaforræði engilsaxneska kyn- þáttarins má með réttu -benda á Vestur-Canada sem einn þann hluta brezka veldisins, er öðrum fremur rnuni styðja að langgæðri framtiö hans. Á hinum feikilega J viölendu og frjósönru sléttum i Vesturlandsins, hafa Bretar og : Bandaríkjamenn þúsimdum sam- ! an tekið sér bólfestu í sameining við Canadabúana, seiir fyrir voru. í Canada er eitthvert hið frjáls- lyndasta og heppilegasta stjórnar- fvrirkomulag, sem til er í nokkurri brezkri nýlendu. Þjoðin sjalf er krngóð, nrestmegnis sambland Bretanna handan af Englandi, Skotlandi og írlandi, og. Banda- ’ríkjamanna, en hinir aörir þjóð- flokkar, sem fyrir eru í landinu, blandast varla svo nokkru nerni saman við Engil-Saxana, enda eru þeir og miklu færri og lifa fremtir aðgreindir frá hinum ensku úti í ný.lendunum sérstak- lega. j Þetta sambland nýlendubúanna og lýðveldisniðjanna að sunnan hlýtur að skapa öfluga og þrótt- góða þjóð, þar sem áræðið annars vegar og innrætt frelsisþrá hins vegar steypast saman í eitt mót. J Canada hefir flest þau skilyrði ti.l að bera, er geri það líklegt að þar megi engilsaxneski kynflokk- urinn blómgast og viðþaldast á ó- komnum öldum framar en víðast hvar annars staðar. Ræöa Mr. Brown’s. (Framh.) Talsímastefnan krufin. j • Mr. Brovvn hélt nú áfram að tal® um tillögur stjórnarinn^r viðvíkj- andi talsínrunum og benti þar á ’ýrnsar veikar hliðar. Hanu sýndi fram á að stjórnin hefði tekið sér vald til að koma á talsímasam- bandi í þremur borgunt i fylkinu, Winnipeg, Brandon og Portage la Prairie. „Hver á svo að borga fyrir þetta?“ spurði hann. Ko«tn- aðurinn ætti að borgast á þann hátt að gefa út skuldabréf er alt Manitoba fylki bæri ábyrgö á. Hverju einasta sveitarfélagi innan fy.lkisins yrði gert að skyldu að borga vissan hluta af þeint tveim- ttr miljónum dollara, sem áætlað væri að kocta mundi að koma á talsimasambandinu í þessum þrem ur áðurnefndu borgum,, í viðbót við skatta þá, er fyrir væru og sannarlega væru nógu þungir þó ekki yrði við bætt. Þaðan ættu peningamir að koma til þess að borga með meginhluta af kostn- aðinum, er af því leiddi að koma á talsíma-samkepni í þremur borg- um, er nú þegar væru vel byrgar af talsímasamböndum. Síðan þyrftu þessi sveitarfélög að leggja á sig nýja skatta til þess að koma á hjá sér talsímasambandi, ef þau óskuðu eftir að fá þaö, og það án nokkurs styrks eða hjálpar frá þessum þremur borgum, er þau væru að borga fyrir. Mr. Brown bar nú fram þá spurningu: hvort tilheyrendur sínir álitu þetta rétt- látt. hvort þessi tvöfaldi skattur á sveitarfélögunum gæti á.litist sann- gjarn? Sagði ltann að þetta væri, eftir sinni sannfæringu, fullnaðar sönnun fyrir óeinlægni stjórnar- innar, því ekki gæti hún komið á samkepninni, hvað talsímana snerti, í þessum þremur borgum fvr en þær óskuðu eftir henni og byiddu um hana. „Og nær mun það verða?“ spurði hann. Sagðist hann þess fullöruggur að langir tímar munclu liða þangað til Winn* peg, Brandon eða Portage la Prairie færu fram á það við stjórnina að koma á tvöföldu tal- síma-kerfi, með auknum kostnaði og óþægindum. Alt þetta talsíma- glamur stjórnarinnar væri ekkert annað en bersýnileg kosninga- brella. Málinu hefði verið kastað fram órannsökuðu og óundirbúnu að öllu leyti. Þegar Campbell dómsmálastjóri birti fyrst tal- síma-hugmynd stjórnarinnar á fundinum í Brandon í fyrra þá, hefði hann sagt bændunum að fylkið ætlaði að láta koma fyrir talssímum á heimilum þeirra fyrir ekki meira en tíu dollara ársgjald. Síðar hefði þaö komið í ljós að slík borgun væri langar leiðir frá því að vera nægileg, og enn. frem- ur að erfitt mundi veita nú að koma á slíkum sambönclum, fyrir jafnvel eins lága borgun og nú er goldin þar sem talsimar þegar eru komnir til sveita. Einmitt um þess- ar mundir væri fylkisstjórnin að biðja Dominioni-stjórnina að fá sér vald í hendur til þess að slá eign sinni á alla þá talsíma sem nú væru til í Manitoba. Þangað til á- rangurinn af þeirri beiðni yrði kunnur orðinn væri of snemt fyrir liberalflokkinn að auglýsa neina fast ákveðtta stefnu í þessu máli. En Mr. Brown lýsti, því fvrir jafn- framt, að frumatriðin, og jafnvel ýms hin mest áríðandi atriði þeirr- ar stefnu, værtt nú þegar samin og skrásett. Hann kvaðst því mið- ur ekki nú, sökum þess að fulln- aðar-ályktun stjórnarinnar enn ekki væri orðin heyrum kunnug, mega birta almenningi þessa stefnu liberal flokksins í talsíma- málinu, er mundi lögð verða undir úrskurð kjósendanna, en glöggur mismunur væri á henni og talsíma- htígmynd Campbells dómsmála- stjóra. Hann kvaðst samt sem áð- ur, geta farið svo langt að full- vissa menn um, að á sínum tíma yrði stefnan birt og borin upp til atkvæða.og aðalkjarni hennar væri að ekki þyrfti á neinurn skulda- bréfa-undirskriftúm að halda, hvorki hvaö sveitarfélög né fylk- ib suerti, .,Eg geri mér i hugar- lund," bætti Mr. Brown við, „að stefna vor i talsímamálinu, þegar hún verðttr lögð fyrir fylkisbtia, verði að öllu leyti aðgengileg og ákjósanlegri en sú, er hin núýer- and fylkisstjórn hefir á boðstól- um.“ Ejármálameðferð stjórnarinnar. Mr. Brown sneri því næst ræðu sinni að fjármálum fylkisins. Sagði hann að Roblin-stjórnin þættist eiga mikinn heiður skilið fyrir mecy ferð fjármála fylkisins. Hún hældi sér einkum í því efni af tvennu: að hún hefði aukið mjög tekjurn- ar, og að hún gæti hrósað sér af stöðugum og áframhaldandi tekju- afgangi. Þegar til þess kænti að álíta hvort stjórnin heíði ástæðu til þess eða ekki að hrósa sér af þessu, þá væri nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, hvort þessi tekju- auki og tekjuafgangur væri að þakka stefnu og tilraunum stjórn- arinnar. Ef nú t. d. tekjuaukinn væri innifalinn í stórkostlega' aukn- um sköttum og álögum á fylkisbúa, þá væri það mjög efasamt hvort stjórninni bæri nokkur þökk fyrir að tekjuaukinn ætti sér stað. Fyrir ýms atriði í hinurn auknu útgjö.’d- um kvaðst Mr. Brown ekki sjá að fylkisstjórnin ætti neinar þakkir skilið. Hvað tekjur af vínsölu- leyfum snerti þá hefðu þær aukist mjög mikið undir núverandi fylki5- stjórn. Enn fremur tók hann það fram, að beinar skuldir fylkisins hefðu töluvert aukist. Eitt af hin- um fyrstu verkum stjórnarinnar hefði verið að auka þær skuldir með fimm hundruð þúsund dollara lántöku. „Á því er enginn efi,“ sagð"i Mr. Brown, „að ef einhver ræðumaður conservatíva flokksins væri nú nærstaddur hér í kvöld þá mundi hann segja yður að þetta hálfrar miljón dollara lán hefði verið óhjákvæmileg nauðsyn sök- um skuldanna, sem undanfarnadi. stjórn hefði sökt fylkinu í. En nú hefði hin konunglega rannsók’nar- nefnd skýrt svo frá, i hinni opin- beru skýrslu sinni, að þær skuldir næmu tvö hundruð fjörutíu og átta þúsundum dollara. Núverandi fylkisstjórn hefði tekið fimm hundruð þúsund dollara lán, og þegar búið væri að borga af þeirri upphæð skuldir fylkisins,hefðu því verið eftir tvö hundruð fimtíu og tvær þúsundir dollara. Vitaskuld væri slík upphæð að eins smáræði eitt í augum annarra eins fjármála fræðinga og stjórnarinnar,en í sín- ura augum væri það algerlega heimildarlaust og óréttlætanlegt að auka þannig hinar beinu skuldir fylkisins. Mr. Brown tók því næst til at- hugunar og umræðu hversu^ógur- lega hinar óbeinu skuldir Manito- ba-fylkis hefðu vaxið undir stjórn flokksins er nú situr að völdum. Kvaðst hann ekki sjá betur, en hér væri alvarlegt íhugunarefni fyrir hendi, því ef gengið væri að fylk- inu með að borga upphæðir þær, sem það hefði tekið að sér ábyrgð á, þá væri þvi ómögulegt að full- nægja skuldbindingum sinum. Hélt hann því fram, að það væri engu að síður óviðurkvæmilegt fyrir fylkið, heldur en fyrir hvern ein- stakan mann, að taka að sér skuld- bindingar, sem það ekki væri fært um að standa straum af. „Hver einasti af áheyrendum mínum,“ sagöi Mr. Brown, „mundi hiklaust taka að sér fimm hundruð dollara sjálfskuldarábyrgð fyrir kunningja sinn, ef liann fengi gott veð fyrir þeirri upphæð, og slík/ væri í alla staði bæði skynsamlegt og löglegt. En ef einhver aftur á móti tæki að sér tuttugu þúsund dollara skuldbindingu, eða ein- hverja þá skuldbindingu, sem eng- in minstu líkindi væru fyrir að hann gæti fullnægt, þá gæti eng- um blandast lmgur um, að slíkt væri i mesta máta heimskiulegt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.