Lögberg - 21.06.1906, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.06.1906, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN .21. JÚNÍ 1906. 7 ^ Búnaðarbálkur. ^ MARKAÐSSK ÝRSLA. MarkaOsverO í Winnipeg 26. Maí 1906 Innkaupsverð.]: Hveiti, i Northern......$0.75^ ,, 2 ,, ..... 0.735/4 », ^ 3 ,* ...... 0-725/4 ,, ,„4 extra ,, .... 6914 ,, $ 4 ,, 5 ........ Hafrar..................39—400 Bygg, til malts....... 37—42 ,, til fóöurs............ 38c Hveitimjöl, nr. 1 söluverö $2.40 , ,, nr. 2.. “ .. .. 2.15 ,, S.B ...“----------1.70 ,, nr. 4.. “$1.20-1.40 Haframjöl 80 pd. “ .... 1.80 Ursigti, gróft (bran) ton... 15-5° ,, fínt (shorts) ton... 16. 50 Hey, bundiö, ton .. .. $7—8.00 ,, laust, .........$8.00—9.00 Smjör, mótaö pd..........17—18 ,, í kollum, pd........12—18 Ostur (Ontario)...........$2/4c ,, (Manitoba)........... Egg nýorpin............. ,, í kössum..................16 Nautakjöt, slátraö í bænum 7C- ,, slátraö hjá bændum... c. Kálfskjöt............. 8—8)4c. Sauöakjöt................ I2)4c. Lambakjöt.................. 15 Svínakjöt, nýtt(skrokka) .. 10y2 Hæns................... 11—12 Endur...................io—1 ic Gæsir.................. 10—nc Kalkúnar.................H—15 Svínslæri, reykt(ham)...... 15C Svínakjöt, ,, (bacon) i3/4c Svínsfeiti, hrein (20pd.fötur)$2.50 Nautgr. ,til slátr. á fæti 3—4/4 Sauöfé ,, ,, .... 5 —6 Lömb ,, ,, • • 6c Svín ,, ,, 6)4—7lA Mjólkurkýr(eftir gæöum) $35—$5 5 Kartöplur, bush........45—50C Kálhöfuö, pd................ 4C> Carrots, bush............ 2.00 Næpur, bush.................6oc. Blóöbetur, bush............. 75C Parsnips, pd.................. 3 Laukur, pd..............4—4j4c Pennsylv.kol(söluv-) $10. 50—$11 Bandar.ofnkol ,, ,, 8.50 CrowsNest-kol ,, 8.50 Souris-kol , ,, 5-2 5 Tamarac( car-hlcösl.) cord $5.00 Jack pine, (car-hl.) c.....4-2 5 Poplar, ,, cord .... $3-25 Birki, ,, cord .... $5.00 Eik, ,, cord $5.00-5.25 Húöir, pd........... 8>4c—9>4 Kálfskinn, pd............. 4—6 Gærur, hver.........6oc —$ 1.00 Meðferð á folaldsmcrutn og folöldum. Fyrir skömmu síöan stóö í einu búnaðarblaöinu hér í Canada grein eftir reyndan bónda, sem hefir a.l- menningsorð á sér fyrir jþekkingu á hestauppeldi. MeÖal annars segrr hann að það sé sín reynsla aö fyfullar hryssur, sem brúkaðar eru til hæfilegrar vinnu, verði betur til þess fallnar að geta af sér hraust og heilbrigð folöld en hinar hryssurnar, sem að eins eru haldnar og hafðar „uppá . stáss“, en ekki til vinnu. ,„Að láta fylfullar hryssur standa og verða spikaðar er blátt áfram skaðlegt,“ segir bóndi þessi. „Þangað til hryssan er komin aö köstum,“ segir hann, „má brúka hana til allrar algengrar vinnp henni að skaðlausu. Eftir að hún kastar skal gefa henni tiu til fim- tán daga hvíldartíma, áður en hún aftur er tekin til brúkunar,og forð- ast að leggja á hana þunga vinnu. „Margir hafa þann sið að taka folaldið frá hryssunni á meðan verið er að vinna með henni ái akr- inum. Þetta- er mjög óheppilegt bæði fyrir hryssuna og folaldið. Hvorugt þeirra þrífst vel með því / lagi að láta þau vera svo lengi aðskilin, og eðliskröfurnar heimta að folaldið skuli geta haft frjálsan aðgang að móðurmjólkinni, hve- nær sem er að deginum. „Sé folaldinu haldið frá móður- inni frá því á morgnana og til miðdegis verður mjólkin óeðlilega heit i júgrinu og óholl. Folaldið drekkur þá einnig i einu meira en það hefir gott af og skaðar það meltinguna. Júgurstæöi hryssunn- .ar er fremur lítið og offýUist flljótt af mjólkinni, sem veldur henni ó- þæginda- og sársauka. Þess vegna er það nauðsynlegt að folaldinu gefist kostur á að sjúga'eins oft og það hefir list og löngun til fyrsta mánuðinn eða sex vikurnar eftir að það er kastað. „Þegar folaldið er orðið rúm- lega mánaðar garnalt má byrja á að gefa því stórmalaöan mais eða hafra. Sé til útsáld, ti.l þess aö blanda saman við þetta þá er það gott og skal svo væta þetta fóður með undanrenningu. Ef erfitt veit- ir að fá folaldið til þess í fyrstu að eta þetta fóður þá skal taka lit- ið eitt af sírópi, blanda það með vatni og væta fóðrið í því. Tekst oftast á þann hátt að lokka folald- ið til þess að eta. Verður að byrja á þessari aðfe rðnokkrum tíma áð- ur en folaldið er tekið undan ef ekki tekst á annan hátt, eða án þess að kenna því átið. „Fremur flestum öörum skepn- um er hesturinn félagslyndur og þrífst ekki vel ef hann er einn í bithaga. Séu tveir eða fleiri sam- an taka þeir betur beit og fóðri. Að .loka ungviðið eitt inni í þröng- um bás eða lítilli girðingu verður því aldrei affarasælt. Það verður það hafi nægilegt pláss til þess að hreyfa sig. „Hirðingin þarf að vera að öllu leyti sérstaklega nákvæm fyrsta árið. Fái folaldið þá nægan merg í beinin er góð undirstaða lögð til æskilegra framfara síðar meir. Komi aftur á móti kyrkingur í þau undir eins í æskunni þá hefir það lítið að segja þó þau séu af góðu kyni komin. „Það er ekki skynsamleg aðferð að láta tryppi sjá um sig sjálf að vetrinum og verða mögur á úti- gangi. Þau safna ekki merg í bein- in með bví að híma úti að vetrin- um og krafsa fyrir sig í misjafn- lega tilhöföum strástökkum. Að slíkri aðferð búa þau alla æfi pg á þenna hátt hefir marg hestefnið verið eyðilagt. Það er mesti mis- skilningur að þessi aðferð og þessi meðferð geri skepnuna harða, þolgóða og seiga, eins og margir halda fram. Þvert á. móti níðir hún úr skepnunni alla kosti ag ’^nnur henni og eiganda hennar óbætan- legt tjón.“ eg var búin úr sex öskjum var mér mikið farið að batna. Hg hélt þó áfram meö pillurnar þangað til eg var búin úr þrettán öskjum, og eg liika eigi við að láta þá, skoðun í ljósi að „Dr. Williams’ Pink Pills '^liafi frelsað líf mitt.“ Dr. Williams’ Pink Pills lækn- uðu Mr. Ward á þann hátt að búa ti.l nýtt blóð, sem hún þurfti með. Slík eru áhrif Dr. Williams’ Pink Pills og engin önnur. Þær lækna ekki eingöngu sjúkdóms einkennin en uppræta orsök sjúkdómanna, sem liggur í blóðinu. Þess vegna lækna þær alla blóð- og taugasjúk- dóma, t. d. blóðleysi, kvenlega sjúkdóma meltingarleysi, gigt, höf- uðverk og bakverk, húðsjúkdóma, taugasjúkdóma og St. Vitas dans. Eftirlíkingar lækna engan, lireins- unar.lyf að eins skemma og verðið þér því að fá yður þær einu- ó- skeikulu pillur með fullu nafni: „Dr. Wiliams’ Pink Pills for Pale Peop.le” prentuðu á umbúðirnar um hverja öskju. Seldar hjá öllum lyfsölum eða sendar með pósti, á 50C. askjan, sex öskjur á $2.50, ef skrifað er beint til „The Dr. Willi- ams’ Medicine Co., Brockvil.le, Ont. Veikindi kvenna. Á öllum aldri þurfa þær með hins mkila rauða blóðs, sem Dr. WLlliams’ Pink Pills búa til. Kvenfólk þarfnast fremur með- ala en karlmenn. Líffæri þess eru fíngerðari og viðkvæmari. Af náttúrlegum orsökum er lieilsu hennaf oft hætta búin. Ef þessar náttúrlegu orsakir^mæta einhverri hindrun verður hún að þola ósegj- andi kvalir. Það er margsannað að heilbrigði líffæranna, heilsa hverrar konu, er komið undir því að blóðið sé nægilega mikið og blóðrásin í reglu. Af þessum ástæð- um eru Dr. Williams P’ink Pills meira virði en jafnvægi þeirra af gulli fyrir kvenfólk á öllum aldri. Þær búa til mikið og rautt blóð, sem kvenfólkið þrafnast. Mrs. Edwin Ward, Brooksdale, Ont., segir: „Arum saman lrafði eg þessa kvilla er gera svo marg- ar konur að aumingjum. Eg fbklc hörð veikindaköst og varð þá svo taugaveikluð að eg gat ekki hrært mig. Maginn var í óreglu og eg seldi upp öllu, sem eg nærðrst á. Eg hafði sífeldan höfuðverk og bakverk. Svo fékk eg þu*gt kvef og lungnabólgu, svo eg varð að láta flytja mig á spítala. Þar fór mjög vel um mig, en læknarnir gáfu ‘mér .litla von um bata. And- lit og útlimir bólgnuðu og eg fékk harðan og þvingandi hósta. Þar sem nú læknarnir gáfu mér svo litlar vonir úsetti eg mér að reyna Dr. Williams” Pink PiLls. Þegar Ein drápsvélin enn. Lewis Nixon, liinn lieimsfrægi herskipasmiður, er nýbúinn að láta smíða bát, sem hann segir geti eyðilagt hina voðalegu neðansjáv- ar spr^ngibáta. • „Mér væri sönn ánægja í því að lýsa þessum bát,*‘ segir Nixon, „ef eg ekki nú um þessar mundi væri að fá einkaleyfi (patent) fyrir honum um allan heirn. En svo mikið má eg segja, að hann verður elcki stærri en það, að það má hafa hann innan borðs á hverju her- skipi af fyrstu og annari stærð. En þegar hann er látinn á flot, get- ur hann farið 21 „knots“ (þ. e. 22ýí mílaj á kl.stund. Hann verð- ur svo sterkur, þó lítill sé, að hann er haffær og getur farið ferða sinna í hvaða sjógangi sem er. En fyrirkomulagi dráptóla lteld eg öllum leyndum fvrst um sinn, en þau þarf ekki að yggja, því þau hafa verið reynd og fundin full- komin.“ Þessi Lewis Nixon hefir verið fremstur allra herskipasmiða í Bandaríkjunum, og hefir verið fulltrúi frá hendi stjórnarinnar þegar smíðuð hafa verið hin frægu herskip hennar, hjá hinum ýmsu félögum. Það var hann, sem sá um smíöið á Oregon, sem fór frá San Francisco suður fyrir Ame- ríku og yfir til Cuba .í stríðinu við Spán á svo stuttum tíma, að undr- um sætti, og ekki bilaði svo mikið sent skrúfa. Skömmu þar á eftir bað Rússa- keisari liann að koma og heim- sækja sig, og sagði hann þá af sér stöðu sinni lijá Bandaríkjastjórn- inni og fór til Rússlands. Hann komst fljótt að því, að öLl herskipa smíði var þar með svikum gerð og var þá mörgum af hátt standandi ntönnum í sjóliði Rússa vikiö frá. En fyrir bænir Nikulásar keisara og mikil laun dvaldi hann í RÉss- landi unt Langan tíma, og sá um smíði á hinum beztu skipum sem Rojestvensky fór með, og Japanar söktu í Kóreusundi. Maður er nefndur Lake, sem líka er Bandarikjamaður. Hann fann upp fyrir nokkrum árum neð- ansjávar sprengibáta (vá-hnísur mætti nefna þá)« sem sagðir eru að vera þeir beztu, sem til eru. Jap- anar keyptu fimm af þeim, alt, sem til var smíðað um það leyti, er þeim og Rússum lenti sailian, og öl.lum ber saman um það, að það hafi verið váhnísur Lakes meira en nokkuð annað, sem söktu flota Rússa í síðasta og mesta sjóbar- daganum, og hin öflugu skip, sem Lewis Nixon hafði smíða látið fyr- ir Rússakeisara, stóðust þær alls ekki, en voru í sundur moluð eins og úr fúnum borðum væru. Þegar fregnin kom um bardag- ann, er mælt að Nixon liafi sagt:— „Það eru kafararnir hans Lakes, sem sökt hafa bryndrekum Rássa, en ekki fallbyssurnar hjá Togo, og ef eg lfi, þá skal eg finna upp ráð til að eyðileggja þá.“ ROBINSON »• S & eo I ----------------- I 25 tylftia af kventreyjum úr hvftu ,,lawn“, ýmislega útsaumaSar. Stærðir 32—44. Vanav. 85C.—$x.oo. Sérstakt verö mí 75c. BARNAFÖT úr ýmislega litu sirzi, handa 1—4 árá börnum. Verö , . 75c. BARNA-STRÁHATTAR.Vanal. á 25C, I Nú á . . 15c. IÖnnur tegund. vanal. á 35C. Nú á . . 25c. I ROBINSON ÍL22 IUIb St, Wlnnfpe*. TheCity Liquor Store, 314 McDermot Ave. — 'Paone 4584, Eg hefi nú flutt til 314 McDermot Ave , og er nú reiöubúinn að sinna mínum gömlu kunningjum, sem skiftu við mig i gömlu búðinni minni á Notre Dame Ave, Allar tegundir af ÖLFÖNGUM, VINDLUM og TÓBAKl. G. F. Smith, ÍYIARKET HOTEL 146 Prbxcess Street. & mótl markaðnum. Eigandi - - P. o. ConneU. WINNIPEG. Allar tegundir af vínföngum og vindlum. ViSkynning góS og húsiS esdurbaeU. ALLAH LINAN. Konungleg póstskip milli Liverpool og Montreal, Glasgow og Montreal. Fargjöld frá Reykjavík til Win- niPeg................$39-oo. Fargjöld frá Kaupmannahöfn og öllum hafnarstöðum á Norður- löndum til Winnipeg .... $47.00. Farbréf selá af undirrituðum frá Winnipeg til Leith. Fjögur rúm í hverjum svefn- klefa. Allar nauðsynjar fást án aukaborgunar. Allar nákvæmari upplýsingar, viðvikjandi því hve nær skipin leggja á stað frá Reykjavík o. s. frv., gefur H. S. BARDAL. Cor. Nena & Elgin Ave. Winnipeg. Tel. 3869. .íœtlanlr gcrðar. A.G.VINE, Plumbing, Heating & Gas- FITTING. Aögeröir afgreiddar fljótt og vel. Cor. Llgiu aud Isabd. WiBDipeeg, Man. Sé þér kalt þá er þaö þessi furnace þinn sem þarf aögeröar. Kostar ekkert að láta okkur skoöa hann og gefa yöur góö ráð. Öll vinna ágætlega af hendi leyst. J. R. MAY & CO. 91 Nena|st,, Winnipeg S. Anderson Nú lítur út fyrir, að Nixon hafi uppfylh heit sitt. En hvað skyldi þá Lake gera næst? S. J. A. ----o----- 0000000000000000 o o o EFTIRMÆLI. o o o o í næstl. Nóv. mánuði and- o o aðist að heimili sínu Kristín o o Jónsdóttir, kona HelgaSveins- o o sonar vélfræðings í Selkirk. o o Hún var fædd árið 1875 á o O Hofstöðum Stafholtstungum, o O dóttir Jóns Jónssonar frá o o Svarfhóli. Móðir hennar Sig- 7 o ríður Jónsdóttir frá Stapaseli. o o Þau lijón fluttust til Ame- o o riku 1878 og settust þá að á o o Grund í Mikley. Þar ólst o o Kristín sál. upp hjá foreldr- o o um' sínum þangað til hún o o giftist, eftir.lifandi ntanni sín- o o um Helga Sveinssyni árið o o 1895. En hann er norðlenzk- o o ur að ætt, hálfbróðir þeirra o o HaLldórs Jónssonar banka- o ö gjaldkera í Reykjav. og frú o o Valgerðar konu séra Þórhalls o o Bjarnarsonar lectors. o o Kristin sál var mikilhæf o o kona og vert að minnast henn- o o ar, enda þótt eg eigi iiafi séð o o getið um fráfall hennar í ís- o o lenzku blöðunum liér vestra o o enn þá. Knýr það mig til að o o skrifa þessar línur. — Hin o o látna var vel gefin kona í alla o o staði og flestum þeim kost- o o um búin, sem gera konuna að o o góðum ekta maka. liúsmóður o o og umhyggjusamri fyrir börn- J o um sínum. Kristín sál. var o o ekki ein af þeim, sem lét mik- o o vfir sér í heiminum, eða lang- o o aði til að sýnast meira en hún o o var, en alt um það hlutu allir o o þeir, sem áttu kost á að kvnn- o o ast sálartign liennar, persónu- o o fegurð og hjartans innileg- o o Leik að elska liana og virða. o o Þeim hjónum varð 5 barna o o auðið, lifa öl.l nema drengur, o o sem hét Edvarð Sigursveinn. o o Þeir sem á Hfi eru heita ALl- o o antýr Þorberg, Norðmann o o Percival, Edvárd Laurier og o o Christven yngstur. Drengirn- o o ir eru sérlega efnileg börn og o o þó að þeir verði að fara á o o mis við aðhlynningu og um- o o önnun sinnar ástríku, látnu o o móður, eru þeir nú í höndum o o svo góðra manna, sem fram- o o ast er auðið. o o Blessuð sé minning hinnar o o Látnu. o o R. Th. o o o 000000000 00 o © o 0 o SETMODH HOUSE Market Square, Wlnnipeg. Eltt af beztu veitingahúsum bæjar- Ins. MáltíSir seldar á 35c. hver., $1.50 á dag fyrir fæSi og gott her- bergi. Billiardstofa og sérlega vönd- uS vfnföng og vindlar. — ókeypis keyrsla til og frá JárnbrautastöSvum. JOHN BAIKD, eigandl. HEFIR Skínandi Yeggja- pappír. Eg leyfi mér að tilkynna, að nú hefi eg fengið meiri birgðir af| veggjapappír en nokkru sinni áð- ur, og sei eg hann með svo lágu verði, að slíks eru ekki dæmi íj sögunni. T. d. liefi eg ljómandi pappír fyrir 3>4c. strangann, og svo fjölmargar tegundir með ýmsu verði, alt að 80 c. strangann. j Verð á öllu hjá mér i ár er frá1 25—30 prct. lægra en nokkurn j tíma áður. Enn fremur er hér svo miklu úr að velja, að ekki er mér, neinn annar kunnur í borginni, erj meiri birgðir hefir. Komið og skoðið pappírinn, jafnvel þó þér. kaupið ekkert. Eg er sá eini íslendingur hér i! landi, sem verzla með þessa vörutegund. 103 Nena Street. ..5. ANDERSON. Mrs. G. T. GfíANT, hefir nú sett upp ágæta hattasölubúö aö ^ 145 Isabel St. $ Allir velkomnir að kom og skoöa vörurnar. Á- byrgð tekin á aö gera alla ánægöa. A. S. Bardal selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aöur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Telephone Telefónið Nr. 585 Ef þiö þurfiö aö kaupa kol eöa viö, bygginga-stein eöa mulin stein, kalk, sand, möl steinlím, Firebrick og Fire- day. Selt á staönum 'og flutt heim ef óskast, án tafar. CENTRAL Kola og VidarsoliþFelagid hefir skrifstofu sína að 904 R088 Avenœ, horninu á Brant St. sem D. D. Wood veitir forstööu The Winnipeg Laundry Co. Llmlted. DYERS, CLEANERS & SCOURERS. 261 Nena st. Efþér þurfiö aö láta lita eöa hreinsa ötin yöar eöa láta gera viö þau svo þau veröi eins og ný af nálinni^þá kalltö upp Tel. 9ÖÖ og biöjiö um aö láta sækja fatnaöinn. Þaö er sama hvaS fíngert efniö er. ORKAK MORRIS PIANO Sárir vöðvar. Margir verkamenn, víðsvegar í laudinu, cru nú komnir á þá skoð- un, að bezta lækningin við sárum og aumum vöðvum, eftir þunga erviðisvinnu, sé að Æ sér lieitt bað um leið og þeir hátta. Undir eins og komið er úr baðinu skal svo bera Chamberlain’s Pain Balm á og nudda því vd inn i liörundið. Þessi áburður læknar allan stirð- leika og sárindi og er nú mjög ai- ment notaður, þvi hann verkar fljótt og heldur vöðvunum í ágætu ásigkomulagi. Fæst hjá öllum lyf- sölum. Tónninn og tilflnnlngin er fram- leitt & hærra stig og meS meirl Ust heldur en ánokkru öSru. Þau eru seld meS góSum kjörum og ábyrgst um ðákveSlnn tílma. paS ættl aS vera & hverju helmili. S. L. BARROCI.OUGII & CO., 228 Portage ave., - Wlnnipeg. PRENTUN allskonar gerö á Lögbergi, fljótt, vel og rýmilega.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.