Lögberg - 21.06.1906, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.06.1906, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚNÍ 1906 GULLEYJAN skáldsaga eftir ROBERT LOUIS STEVENSON. Um leið og hann sagði þetta, kastaði hann papp- írsblaði á gólfiö, sem eg þekti strax — það var hvorki meira né minna en uppdrátturinn af eynni, með þrem ur rauðu krossunum á, sá sem eg hafði fundið í segl- dúksstranganum, á botninum í kistu Billy Bones, á veitingahúsinu á Benboga. Hvers vegna Aæknirinn hafði fengið Silfra. uppdráttinn í þendur, var mér ó- mögulegt að átta mig á. Fleirum kom þetta undarlega fyrir en mér. Sjó- ræningjahópurinn stóð lika sem þrumu lostinn við að sjá þetta. Þeir hentust að blaðsnipsinu eins og kettir að mús. Það gekk hönd úr hendi, og þeir ætluðu nærri því að svifta því sundur á milli sín af ákefðinni. Og af oísakætisópunum og ánægjunni af að sjá þetta, hefði helzt mátt hugsa, ekki að eins að þeir væru bún- ir að finna gulliðj heldur að þeir hefðu þegar komið því út á skip og væru á brottsiglingarleið með það. „Já/ sagði einn þeirra, „það er enginn efi á því, að þetta er rithönd Elints; J. F. og gamla strykið aft- ur úr „effinu“, eg held eg muni glögglega eftir því. Það er hönd Flints og einskis annars.“ „Þetta getur alt verið gott og blessað,“ sagði Georg, „en hvernig eigum við að komast burt með gullið skiplausir?“ Nú stökk Silfri skyndilega á fætur, studdi sig upp við vegginn með annari hendinni og hrópaði: „Eg aðvrara þig einu slnni fyrir alt, Georg! Ef þú ekki heldur þér saman eftirleiðis, skora eg þig á hólm, og drep þig. Fyrir ykkar eigin asnaskap höf- um við tapað skipinu. Þið vitið það sjálfir. Eg hefi enn ekki fundið neitt ákveðið ráð til að komast á brott, en þar sem skipsmissirinn er ykkur að kenna, en eg hefi aftur á móti náð í uppdráttinn, og að ö.llu sjálfráðu gtdlið lika, þá er það minsta, sem eg get krafist af ykkur, kurteisi.“ „Það er ekki nema sanngjarnt," svaraði gamli sjóræninginn, sem hét Morgan. ' „Sanngjarnt!“ mælti Silfri; „eg hefði nú haldið að það væri sanngjarnt. Þið tapið skipinu. Eg finn fjársjóðinn. Hverjir gera betur? Og nú segi eg af mér kafteinsstöðunni. Þið getið valið einhvern ykk- ar hinna, eg vil ekkert liafa fratnar með þann starfa að sýs!a.“ • „Silfri!“ hrópuðu þeir. „Silfri sé kaíteinn og enginn annar.“ „Nú er komið annað hljóð í strokkinn," mælti Jón. „Þ.að lítur út fyrir að þú verðir að bíða enn nokkurn tíma eftir að komast í kafteinsstöðuna, Ge- org sæll, en hepni er það ekki litil fyrir þig, að eg er óhefnigjarn maður. Þá fítur og út fyrir að úttalað sé um þetta svartrandaða blað. Dick hefir skemt biblruna sína til að útvega það, og þar með er búið.“ „Er ekki hægt að kyssa biblíuna eða vinna eið formlega jafnt eftir sem áður, þó blaðið vanti,“ svar- aði Dick, sem v'ldi sem minst um þau spjöll tala. „Nei, þar skjátlast þér, Dick“, sagði Silfri. „Biblía, sem blað er skorið úr er jafn ógild til þeirra hluta og gamalt almanak. „En hérna er menjagrip- ur handa þér, Jim,“ mælti Silfri enn fremur og rétti mér blaðsnepilinn. ^ Það var kringlótt pappirssnipsi, hér um bil á stærð við sleginn dollar. Öðru megin á því var prent letur, og þar á meðal þessi orð úr Opinberunarbók- iinn: „Hundar og manndráparar..............skulu úti gista.“ Svört hringrönd var dregin á. blaðið, og til þess notuð kolaasaka, sem sverti ,á mér fingurna. Hinu megin á blaðinu var ekkert prentletur, en þar var ritað með kolaöskunni orðið: ,,Afsettur“. Eg hefi þennan menjagrip við hendina núna, þegar eg er að skrifa þetta; en nú sjást engin ritmerki á blaðinu, en að eins óljósir stafadrættir eins og þeir hefðu ver- ið markaðir með naglarönd. Þannig endaði þessi næturrimma í bjálkahúsinu, cg við lögðumst allir til svefns eftir að Silfri hafði hótað Georg öllu illu, ef hann reyndi að sýna nokk- urn mótþróa eða sviksemi framvegis. Það var komið langt fram á nótt, þegar mér kom fyrst dúr á auga. Eg hafði nægilegt umhugsunarefni til þess að verða andvaka af. Fyrst hin hryllilegu atvik, sem gerst höfðu á Hispaniola, þar sem eg hafði þó í neyðarvörn væri tekið lif eins meðbróður míns, og síðan hættan. sem eg komst í, er eg fáll í hendur ó- vina minna i bjálkahúsinu. . Undarlegur næsta leizt mér og sá leikur, sem Silfri hafði nú með höndum, þar sem hann annars vegar drap niður uppþoti sjó- ræningjanna með kænlegum brögðum, en greip hins vegar hvert hálmstrá , er hann náði í. til þess að tryggja sér frið, og sjá hinu aumkvunarverða lífi sínu borgið. Nú svaf hann r.ólega við hliðina á mér og hraut hátt. Mér lá við að kenna í brjósti um hann, jafnillur og hann var, þvi smánarfullur dauðdagi, virtist óhjákvæmileg endalok hans, ef hann lifði það að sjá England nokkurn tíma aftur. XXX. KAPITULI. Freistnin. / Eg vaknaði morguninn eftir við hátt og glað- mannlegt óp utan við húsið. Sjóræningjarnir höfðu líka risið á fætur. „Halló, bjálkahúss búar, læknir ætlar að sjá ykkur,“ var kallað úti fyrir. Jafnvel þó mér þætti vænt um að heyra þetta, var það eigi að sjður beiskjublandin ánægja fyrir mig. Eg mintist þá um leið, hversu óviðurkvæmilega eg hafði skilið við félaga mína, og þegar eg hugleiddi hver úrslit höfðu orðið á því ferðalagi mínu, þar sem eg var nú fangi í höndum óvinanna—blygðaðist eg mín fyrir að láta læknirinn sjá mig. Hann hafði hlotið að leggja á stað fyrir birt- ingu, þvl nú var rétt ný farið aö roða fyrir clegi. Þegar eg leit út um eitt skotaugað, sá eg hann standa á sandflötinni, líkt og Silfra einu sinni áður, og gráu gufuna úr votlendinu vefjast um fætur hans. „Heill og sæll, læknir!“ hrópaði Silfri. „Við' bjuggumst ekki við þér svona snemma morguns.. Komdu strax inn til okkar, við höftun óvæntar írétt- ir að færa þér. Við höfum handsamað ungan tar- fugl, sem þú hefir sjálfsagt gaman að sjá. Eg hefi geymt hann dyggilega, látið hann sofa fast hjá mér í nótt.“ Um leið og Silfri sagði þetta tór hann út úr ciyrunum til móts við læknirinn. Þegar þe r fundtist heyrði eg að Livesey sagði: „Það er þó líklega ekki Jim?“ „Jú, það er hann og enginn annar, nerra lækn- ir,“ sagði Silfri. Læknirinn stóð um stund undrandi yfir.fregn- inni og þagði. Loksins sagði hann: „Jæja, hvað sem öðrtt líður verða skylduverkin að sitja í fyrir rúmi, og ánægjan á hakanum, eins og þú mundir hafa komist að orði. Það er bezt eg líti á sjúklingana þína strax.“ Að svo mæltu fóru þeir báðir inn í bjálkahúsið. Læknirinn leit kýmilega til min.hneigði sig og byrjaði síðan á starfi sínu, við sjúklingana. Ekki var hægt að sjá nein ótta eða geðshrær- ingar merki á honum, enda þótt hann hlyti að vita, að líf hans lék á veikum þræði innan um þessi illmenni; hann reikaði eins frjálsmannlega á milli þessara þropara eins og hann hefði verið að rækja starf sitt i aðahnanns stórhýsi í Lundúnaborg. Li^- legt er, að hin djarfmannlega framkoma hans, hafi mjög aukið álitið á honum í auguin sjóræningjanna, því að þeir sýndu honum alla þá kurteisi, sem þeir höfðu ráð á, eins og ekkert hefði í skórist, og hann væri skipslæknir, en þeir trúir og dyggir hásetar, hjálparþurfandi. „Þú ert á góðum batavegi,“ mælti lækniri 1,1, við manninn, sem hafði blóðstorkna bindið um böf- uðið; „og hafi nokkur maður staðið á heljarþ-jm- inni þá varst það þú. Mér er nær að halda að jarn- skel sé utan um heilann á þér. Og hvernig líður þér. Georg. Lifrin í þér er alt annað en í góðu !.\gi. Tókstu inn meðalið sem eg gaf þér?“ „Jú, jú, herra lælfnir, það gerði hann,,“ svar.vði Morgan. „Þar eð eg er læknir uppreistar manna, c 'sa fangalæknir, eins og mér finst betur viðeigandi að nefna mig nú,“ mælti Livesey, „lít eg svó á, að það sé bindandi skylda mín, að bjarga sérhverju mams- iífi, sem mér er auðið, enda þótt gálginn bíði ]»ess sama manns.“ Illmennin litu mjög einkennilega hvert til ann- ars, en sögðu ekki neitt. „Dick er ekki vel frískur," sagði einn þeirra nokkru síðar. „Það er svo,“ svaraði læknirinn. „Komdu hing- að Dick og lofaðu mér að sjá tunguna í þér. Mig sky.ldi ekki undra þó þú fyndir einhvers staðar til. Þa»ð er annað .hitasóttar tilfellið á þessari pestarey.“ „Þarna kemur það,“ mælti Morgan, æsttir. „Þetta hefir þú haft upp úr því að spilla biblíunni.“ „Þarna kemur það, sem hlýst af því að vera svo grunnbygginn, að hafa ekki vit á að gera greinaamun á hreÍHti og pestnæimu lofti,“ sagði læknirinn, „að irafa setið og sofið í mýrunum í staðinn fyrir að halda sig á þurlendintt. Eg er hissa á þérf Silfri. Þú ert þó minstur atriinn af þessum mönnum, þegar alls er gætt„ en ekki lítur þó út fyrir að þú hafir nokkra þekkingu á alvanalegustu heilbrigðisreglum. „Þetta verður að nægja í dag,“ sagði læknirinn, eftir að hann hafði fengið sérhverjum, sem eitthvað gekk að, meðal eða gefið þeim ráðleggingtt. Þeir tóku við því méð nærri barnalegum ákafa, og engum skyldi þá hafa dottið í hug„ aö þetta væru gamlir, manndráparar og sjóræningjar. Þegar læknirinn hafði lokið stari sínu sagði hann við Silfra: • „Nú ætla eg að fá að tala nokkur orð við dreng- inn.“ Georg Merry var fram við dyrnar, þegar lækn- -irinn sagði þetta, og ræksti sig í gríð, eftir að hafa tekið inn eitthvert bragðslæmt meðal, sem honum hafði verið fengið. Þegar hann heyrði orð læknis- ins, hrópa&i liann öskuvondur: „Við neitum þvi!“ En þá sló Silfri þungt högg á tunnuna sem hann stóð við og hrópaði: , „Þögn,“ það sauð í honum bræðin og hann rendi J.eiftrandi attgum til félaga sinna, eins og ljón i lamba hóp. „Eg var einmitt að hugsa um þetta, herra læknir, þvi eg vissi, að þér þykir vænt um drenginn. Við erum allir innilega þakklátir við þig, og treystum þér fullkomlega, eins og þú hefir sjálf- ur komist að raun um. Eg held að eg hafi fundið ráð, til að gera alla ánægða í þessu efni. Vilt þú Hawkins leggja við drengskaparorð þitt, sem ungur „gentlemaður“—því þú ert gentlemaður þó þú sért fæddur af fátæku foreldri—viltu leggja við dreng- skaparorð þitt, að þú svíkir okkur ekki?“ Eg gerði strax það sem um var beöið. „Gott og vel, herra læknir," mælti Silfri þá. Geröu svo vel og gaktu út fyrir bjálkahússgirðing- una, og þcgar þú ert kominn þangað, skal eg strax koma með drenginn, að girðingarhliðinni innan- verðri, og þar getið þið síðan ræðst við í ftæði í gegnum rimlana. í guðsfriði, herra læknir, og flyttu þeim Smollett og friðdómaranum kæra kveðju mína.“ Andmælin gegn þessu viðtalsleyfi Silfra, sem ekkert annað en reiðisvipur hans, hafði þaggað ntð- ur í bráðina, hófust strax og læknirinn var kominn ut úr dyrunum, Tóktt hinir þá þegar að ámæla honum harðlega fyrir það, að hann væri tveggja handa jdrn og drægi taum óvinanna engu síður en þeirra, 'íklega nteð það á bak við evrað að fá saka uppgjöf sjáífu.*, gegn því að selja þá til lífláts. Bjóst eg við liinu versta, því eg sá ekkert færi fyrir Silfra, til að hrinda af sér ákærunni. En brátt komst eg að raun ttm áð hann átti þar í öllum höndum við þá, og sig- urinn nóttina áður hafði hjálpað honum eigi alUitið. llann kallaði þá alla bjálfa og svikara og öðrt tn smánaryrðum sem óþarft er upp að telja. Sagði að bráönauðsynlegt væri, að eg ætti tal við læknir'.nu, og það gæti orðið okkur til mikils hagnaðar, • il ,vð fyggja okkur aðstoð hans og hjálpsemi; hampröi framan í þá uppdrættinum, og spttrði þá hvort þeir ætluðu að dirfast þess aö rjúfa samningana sama dag- inn, og þeir hefðu i hyggju, að hefja gullsleitina. „Sú mesta fásinna, sem hugsast getur, er að rjúfa samningana nú,“ mælti hann, „það er tiss fyrirboði þess að við finnum aldrei gullið. Þegar aftur á móti tækur tími er korninn til þess, og v ð þurfum ekki Jengttr á aðstoð læknisins að halda, get- ið þið gert eins og ykkttr sýnist.“ Að svo mæltu skipaði hann þeim að kveikja ui>p eldinn, greip hækjuna, lagði hendina á öxl mér eg bauð mér að fylgja sér út. Við skildum við sjóra-i- íngjana bálreiða, og þeir þögnuðu fyrir Silfra, fre.n- ur af mótmælaskorti, en sannfæringu. „Farðu hægt,“ hvíslaði hann að mér, „skeð get- ur að þeir gruni ckkttr um græsku, ef þeir sjá nokk urn asa á okkur, og þá er úti.um okkur." Við fórum mjög gætilega yfir sandflötina, og þangað stauragirðingunni, sem læknirinn var úti ■fyrir, og þegar við vorum kornnir í hljóðmál stanz- aði Silfri og mælti: „Eg vil nú láta þig vita, herra læknir, að eg hefi bjargað lífi þessa pilts, eins og eg býst við, aö liann segi þér sjálfur. Þegar eg gerði það stofnaði fg lífi mínu í mikla hættu, þvi félagar mínir ætluðu strax að svifta mig formannsstöðunni og síðan að taka mig af lífi. Finnist þér að eg eigi það skilið að þú leggir mér liösyrði, ef á liggur, vonast eg til að þú gerir það? Líf mitt og drerígsins er hér eftir i iö.nu hættunni, geti eg bjargað honum, reiði eg mig á að þú látir ekki þitt eftir liggja að gera mér sömu skil, i launa skyni, ef þú vilt heldur hafa það svo.“ Það virtist svo sem alger breyting hefði oroið á Silfra, eftir að hann yfirgaf félaga sína í bjálkahús- inu og var kominn þarna út á sandflötina. Hann var orðimn skjálfraddaður og virtist ákaflega sogin- kinna, og útlitið alt svo dauðan* eymdarlegt, að mér gekst hugur við. „Hvað gengur að þér, Jón,“ mælti læk-upn.i, „heftrðu mist kjarkinn?" „Eg er engin skræfa, Livesey .læknir," sagði Silfri, „og eg óttast engan ykkar, sem hafa verið mótstöðumenn minir hér á eynni. Gerði eg það skyldi eg gangast við því nú. En eg skal játa hitt hreinskilnislega, að eg er hálfsmeikur við gálgann. Þú ert góður maður og trygglyndur, bezti maður, sem eg hefi nokkurn tíma hitt fyrir! Og eg vonast eftir að þú g.leymir ekki, því sem eg hefi vel gert n 1; minsta kosti að þú minnist jafnt þess, sem eg hefi gert vel og illa. Eg er viss um það. Nú geng eg af- síðis—líttu á—til að lofa ykkur Jim að ta’ast við s næði. Eg vænti þess að þú bregðist mér ekki.“ Að svo mæltu, gekk hann aftur á bak, þangað ti.l hann var kominn úr hljóðmáli, settist nið.ir á tré- stofn og fór að blístra, en gaf ýmist okkur læknin- um eða félögum sínum hornauga. „Jim,“ sagði læknirinn raunalega, eftir að við vorum tveir einir. „Þá ertu hér kominn. Maður sýpur ætið seyðið af þeim miði, er maður byrlar. En hamingjan veit að eg kem ekki hingað til að ásaka big sérstaklega. Samt sem áður get ekki orða bund- ist, um það, að þú hefðir aldrei dyrfst að fara, ef Smollett kafteinn hefði verið á fótum, og eins og á stóð var aðferð þin blátt áfram bleyðimannleg!“ Eg verð aö játa það, að eg fór að gráta. „Herra læknir,“ sagði eg, „eg grátbæni þig um að hlífa mér við átölum. Eg hefi nagað mig nægilega i hand- arbökin sjálfur yfir ódrengskap mínum, og afleiöing- unum af honum. Líf mitt er einkis virði og eg hefði verið dauður nú, ef Silfri hefði ekki snúist í lið með mér; en þú mátt trúa því, Livesey læknir, að eg þori að gánga móti dauða minum—og eg þori að segja að eg á skilið líflát—en það sem eg óttast eru pynd- ipgarnar. Ef þeir fara að pynda mig—“ „Jim,“ greip læknirinn fram í, og eg heyrði glögglega breytingarhreiminn í röddinni.—„Jim, eg þoli ckki að heyra þetta. Stöktu yfir girðinguna út til mín; við skulum revna að hlaupa undan.“ „Eg hefi lagt drengskaparorð mitt við því að gera það ekkií herra læknir,‘ ‘svaraði eg. „Eg veit það, eg veit það!“ hrópaði hann æstur í máli. „En okkur er ómögulegt að taka tillit ti.l þess nú. Eg skal gjarnan Ijaka þá ábyrgð á mitt bak, alla skömmina, Jim, heyrirðu það! Mér er ekki mögulegt að hugsa til þess, að skilja þig hér eftir. Komdu, hoppaðu yfir girðinguna. Þú þarft ekki nema að taka undir þig eitt stökk, og þá ertu kom- inn til min, og svo hlaupum við á stað harðara en fóthvötustu antilópar.“ „Nei eg geri það ekki,“ svaraði eg. „Það er ekkl rétt gert af þér, Livesey læknir, að freista mín þannig. Þú veist að sjálfur mundir þú aldrei hafa látið til leiðast að gera t>aö, sem þú fer nú fram á við mig. Ekki hefði friðdómarinn eða kafteinninn heldur rofið þannig orð sín, og eg er einráðinn í að lialda loforð rnitt. Þú lofaðir mér ekki að ljúka við alt, sem eg ætlaði að segja áðan. Ef til þess kemur að þeir fara aðpynda mig, þá gæti það farið svo, að eg neyddist til segja þeim eitthvað, um það, hvar skipið er. Því eg náði skipinu að nokkrtu leyti fyrir lánlega tilviljun, og að nokkru leyti fyrir áræði og á- hættu, og nú liggur það í Norður-sundinu, sunnan verðu, því þar rendi eg því á land með flóðinu. Það íjarar alveg út að því svo þá má ganga þurrum fót- ím út á það.“ „Bjargaðirðu skipinu,“ hrópa'ði læknirinn for- viða. „Ó, Jim. þú hefir frelsað líf okkar allra!“ Eg sagði honum í svo fám orðum sem eg gat alla söguna. en hann hlvddi til þegjandi. , „Ljóslega virðist örlagahöndin vera hér starf- andi, að einhverju leyti,“ sagði læknirinn, „Hvað eft- ir annað hefir þú orðið til þess, að hrífa okkur úr heljar greipum. Geturðu nú ímyndað þér að við lát- um það gott heita að sleppa tækifæri, sem kemur upp í hendtirnar á okkur, til að hjálpa þér úr nauðum. Það væri ekki vænlegt endurgjald, ef- vér sleptum nú af þér hendinni og yfirgæfum þig hér meðal ó- vina þinna. Þú komst að samsærinu fyrstur manna, þú hafðir upp á Ben Gunn—og það eitt er nægilegt til að gera okkur alla skuldbundna þér, meðan við lifum. — En þarna kemur Silfri,“ mælti Livesey enn fremur; „Silfri;“ hrópaði hann, „eg ætla að gefa þér dálitla bendingu áður en við skiljum. Eg ætla að ráðleggja þér að hraða ekki of mikið gulls- eftirleitinni." „Eg fer hægt að öllu enn, herra læknir. Eg kom ekki til að tala um það, heldur til að biðja þig og vini þína fyrirgefningar, og fá ykkur til að bjarga lifi mínu og drengsins þarna, því að eg veit fyrir víst, að við komumst í mikla hæftu, ef gullsleitin mistekst að einhverju' leyti.“ „Hafi sú verið ætlan þín,“ mælti læknirinn, ætla eg að.ganga feti framar og sega: Þegar þið heyrið óvænt hróp skuluð þið gæta að ykkur.“ „Þeíta er óskiljanlegt rósamál fyrir mig herra læknir.“ svaraði Silfri, „eins og öll framkoma ykkar hefir verið í mínum augum upp á síðkastið. Eg veit alls ekki, hvað þið ætlist fyrir. Hversvegpia þið fór- uð úr bjálkahúsinu, né hversveg^na þið fenguð mér uppdráttinn í hendur. Eg hefi gengið að öllum kost- tum ykkar í blindni, bara til að þóknast ykkur, þvt að eg sá strax og skipiS var íariö, að engin undan- komu von var fyrir okkvtr hina. Eg vildi fá að vita hreint og beint, hvað jMÖ hafið í hyggju; vil.jirðu segja mér það, skal eg óðar gaaga í lið ykkar opin- berlega.“ „J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.