Lögberg - 09.08.1906, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.08.1906, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST 1906 Viltajálmur Tell og land hans. ("Niöurl. frá sítS. bl.j En Gessler hefir tekið eftir J>ví, að hann faldi aðra ör í barmi sín- um, og spyr, því hann hafi gert J>að. Tell gengst drengilega við (því, að hana hafi hann ætlað að senda í hjarta harðstjórans, hefði hitt skotið mishepnast, og kveður sig þá mundu hitt hafa. Eyrir Jxtta er hann tekinn fastur og ætl- Gessler að flytja hann til aðset- ursborgar sinnar og ætlar honum íþar æfilanga svartholsvist. Gessler fer nú með fangann í böndum út eftir Vierwaldstátter- vatninu, en þá hvessir ákaft á þá innan úr Reuss-dalnum og lenda |>eir í mestu hættu á vatninu og missa kjarkinn. Til þess að bjarga sér úr háskanum leysa þeir Tell og láta hann stýra bátnum. Tell læt- ur berast upp undir Axen-hamrana og þegar hann sér sér færi, þrifur hann boga sinn og örvar, sem liggja í bátnum, og stekkur með frábæru snarræði upp á klöpp und- ir hömrunum, um leið og báturinn flýgur fram hjá, en klífur svo upp hamarinn. Tell kemst þannig á undan Gessler i nánd við borg hans, situr J>ar fyrir honum við einstigi og skýtur hann til bana. — Við fall Gesslers eykst uppreistarmönnum hugur, og telja þeir Tell sem þjóð" hetju sina og frelsismann lands- ins. Um sama leyti er keisarinn myrtur af bróðursyni sinum, og talsverð innanríkissundrung í Austurriki, svo að litið verður af herferðum á hendur uppreistar- mönnum, en fleiri og fleiri fylki slást í lið með þeim, og landið lýs- ir sig óháð öllum erlendum yfir- ráðum. Auk þess efnis, sem hér er lýst, er í leiknum skýrt stuttlega en greinilega frá ýmsum öðrum af byltingarmönnunum og ýmsum at- burðum, sem gerast samtímis, og or þar öllu lýst með skýrum og snildarlegum dráttum,eins og vant er hjá Schiller. Leikritið er ekki langt, 5 frem- ur stuttir kaflar (þættir) ,sem komast fyrir á 124 bls. i 8 bl. broti, en það er frá upphafi til enda samfeldur lofsöngur ættjarðarást- ar, frelsis og fegurðar, þrungið af „rómantik“ og háum hugsjónum, manngildi og sjálfstæði; samstilt- ur, yndislegur óður alls þess, sem göfugast er í mannssálinni og feg- urst og tignarlegast í náttúrunni. Eg man varla eftir að nokkur leik- hússýning hafi tekið mig njeiri töfratökum en byrjun 5. þáttar í “William Tell“, þar sem bændurn- ir safnast saman í Altdorf, eftir að frézt hefir af vígi Gesslers, og á- hlaupum á ýmsar borgir konungs- manna. Söngur og fagnaðaróp og tónar veiðihorna og Alpahorna hljóma og endurróma í þessu bergmálsríka fjallalandi, meðan karlar og konur, börn og gamal- menni hjálpast að til aö rífa harð- stjórnarbælið niður.svo ekki standi þar steinn yfir steini; en; bálvitarn- ir á fjallahyrnunum bera þann fagnaðarboðskap út yfir héruðin, löndin, já, alla veröldina, að ætt- jörðin elskaða sé aftur orðin frjáls. Engin þjóð í heimi á skýr- ari og ógleymanlegri mynd af stærsta og dýrðlegasta augnablik- inu i sögu sinni. Enda svíkjast ekki Svisslendingar um að endur- nýja þessa mynd fyrir sér. Hvert einasta ár er “Wilhelm Tell“ leik- inn í Altdorf, ekki einungjs fyrir dalbúana,heldur fyrir alla þjóðina, ,sem sækir þangað til að sjá og taeyra þennan dýra ættjarðaróð- leik, og sýna hann og kenna börn- um sínum. — Aldrei þreytast þeir á að horfa á hann. Schiller reit “Wilhelm Tell” á árunum 1796—1804 þá tæplega hálffimtugur að aldri (fæddur 1759). Sex ár hafði hann ritið í smíðum, svo menn viti, og þrisvar ferðaðist hann um Sviss áður en hann lyki við það, og kynti sér ná- kvæmlega land og sögu. Hve.t einasta örnefni kring um Vier- vvaldstáttervatnið hefir hann þek':, og.alt, sem þar er til fagurt og einkennilegt — og það er margt — hefir hann tekið með, of’ð það saman við atburðina og sungið það ásamt sögunni sjálfri iun i hug og hjarta alls hein sms — sungið athygli fjarlægra þjóða að ^essum stöðvum, með slík 1 tóíra- afli, sem listin á hæsta stigi heíir t vængjum sínum og hörpu sinni. Hann hefir kent öllum heiminum að elska þessar stöðvar - og engar stöðvar í víðri vt.’llc eru Iiklega jafnmörgum kærar — En Schiller hefir ort meii.t um Alpafjöllin en þennan eina leik, þótt hann auðvitað sé það stærscta. Smákvæði hans urn fjöllin, svo sem „Bergslied", „der Alpenjá- ger“, „der Schutz“ o. fl., eru sannir gimsteinar og á vörum allra ljóðvina. Það mætti því með sanni kalla hann einn af feðrum Alpafrægðarinnar. Þ’essi hrika- fagra fjallanáttúra átti við anda hans. Það var eins og „útlaginn frá Stuttgart“, hinn fyrirlitni og félausi, fyndi ekki anda sinum frið og svölun, nema í sambúð við eitt- hvað það, sem hafið væri yfir það algenga, eins og þessi fjallanátt- úra, þar sem unaður og skelfing blandast saman,bros og glott mæta auganu i sömu andránni, og tign hins hæsta og fegursta ber ægis- hjálm yfir það kuldalega og skuggalega; þar sem drengskap- ur, frelsisþrá og föðurlandsást eru mönnum meðfæddar og lifið krefst karlmensku, áræðis, snarræðis og fyrirlitningar fyrir dauðanum. 1 slikum heimi dvaldi andi skáldsins langdvölum, og ef til vill hefir sú umgengni gefið honum vöxt, svo hann að lokum bæri höfuð og herð ar yfir aðra menn— yrði tröll með tröllum. Annað andans stór- menni, sem einnig hóf sig hæst, þegar hann kom í Alpaþrengslrn, var Byron.------- Þ’egar sólin fór að hækka á lofti, varð nógu heitt, — svo heitt, að eg að lokum blessaði sólseglið, sem var spent út yfir efra þilfarið framan og aftan við reykháfinn. Enginn vindblær bærðist, svo vatnsflöturinn var spegilsléttur og skínandi bjartur, og yfir honum og fjöllunum skein sumarhimininn hár og heiður, og maður andaði að sér hreinu og hressandi fjallalofti, hálf-suðrænu, hálf-norrænu. Iiá- sigldar skemtisnekkjur sigu hægt áfram undir mjallhvítum voðum, og spegluðu sig í vatninu, en ára- glam hevrðist upp undir ströndun- um hér og þar; glitraði þar á brot i landsskaganum, sem var báran út frá róðrarskelinni. Frá báðum bliðum ómuðu bjöllur hjaröanna, eins og hátíð'legt klukkuspil í fjar- lægð. — Það var morgunljóðiö ofan úr fjallahlíðunum. Báturinn, sem var með björtum, skrautleg- um sölum og stórum, vel skygðum gluggum bæði yfir og undir þilj -> um, buslaði áfram með hjólunum og spyrnti vatninu bvítfreyðandi í breiðri straumröst aftur undan sér. Farþegar voru fáir fyrst, en þeim fjölgaði smátt og smátt á hverri viðkomustöð. Við fórum fyrir framan fjörð þann, sem liggur úr vatninu inn að kapella, sem er bygð á klöppinni, sem Tel.l stökk upp á, þegar hann flúði úr bát landsstjórans j storm- inum; eru þar málaðar á veggina myndir af atburðum úr sögu Tells. Skamt inni í dalnum frá vatnsend- anum liggur Altdorl, þar sem „kraftaverkið“ skeði, þegar Tell skaut eplið af höfði sveinsins. Á miðtorgi þorpsins stendur stand- mynd af Tell með boga sinn og örvar, og leikhús hefir verið bygt þar, þvi nær eingöngu fyrir hið fræga skáldverk Schillers, sem þorpsbúar leika sjálfir — og lifa í alla sina æfi. ■ Eimskipið lagði að bryggjunni i Fluelen; þar komu ferðamenn sunnan af Italiu á móti okkur og tóku sér far með okkur aftur norður eftir. Á leiðinni til baka var tækifæri til að renna augunum aftur og enn þá einu sinni yfir þessar frægu og fögru stöðvar. En þegar kom norður fyrir Brunnen, lagði þunn árdegisþoka sig yfir vatnið og byrgði alla útsýn. Tjald- ið var fallið. Náttúran hafði ekki meira til að sýna mer að þessu sinni. Nú átti allur sá ríkdómur, sem eg hafði séð síðustu klukku- stundirnar af fögrum og þráðum myndum, að búa sér ógleymanleg- an bústað í huga minum. Eg gekk ofan í salinn undir þiljum niðri, lagði minn elskulega eigin-líkama upp á flauelssófa, lokaði augunum og reyndi að seiða fram í huga rnínurn myndir alls þess, sem eg hafði séð, en tókst það ekki þá eins vel og oft síðan.--- í héraði þessu sameinast þrent merkilegt. Það er náttúrufegurðin, mannvirkin og fortiðarminning- arnar. Náttúrufegurðin er alt af söm við sig. Hún er sameiginleg eign a.llra, sem vilja opna augun til að njóta hennar. Mannvirkin lúta aðallega að samgöngu, og það eru torfærurnar og samgöngu- þörfin, sem hefir knúð þau fram. Gotthard-brautin er eitthvert merkilegasta samgöngumannvirki heimsins, öll í heild sinni, en þó einkum göngin í gegnum St. Gott- hardt-fjallíð sjálft, sem eru fullar tvær danskar mílur á lengd, en liggja langt fyrir sunnan þessar stöðvar. Brautin er að vísu eign fleirj þjóða; en það eru Svisslend- ingar sem mest hafa til hennar lagt og mest að henni unnið, svo hún má með réttu kallast þjóðar- eign og þjóðarsómi. Fortíðarminningarnar eru þar á móti upprunaleg og arfgeng eign þjóðarinnar einnar, og það er fyr- ir sérstakar ástæður að þær eru orðnar fleiri manna eign, eða rétt- ara sagt, alþjóðaeign. Svisslend- ingar hafa einkis í mist fyrir það. Útlendingar geta að eins notið þeirra með þeim, en aldrei tekið þær frá þeim. En ekki er það að furða, þótt þeir haldi í heiðri minningu þess manns, sem hefir opnað augu þeirra og alls heims- ins fyrir því kærasta og dýrmæt- asta, sem þeir áttu til. ísland á nóg af fortíðarminn- ingum og söðustöðvum, sem við þekkjum og við unnum sem höf- um alist upp við sögurnar frá blautu barnsbeini, en sem ö.llum út- lendingum er enn þá grafinn fjár- sjóður eða skygðir gimsteinar, l.þó þeir eitthvað þekki til þeirra. nxen-vegur (Axenstrasse) eftir j 1>að kostar meira en nieðal þrek þeim miðjum, höggvinn inn í j og fyrirhöfn að læra svo mál okk- hamrana hátt yfir vatninu. Víða j ar og lesa svo fornbókmentir okk- slútir bergið fram yfir veginn og|ai’ útlendingur verði ástfang- sumstaðar standa bergsúlur fram- Kussnacht, þar sem aðsetursborg harðstjórans stóð og þar sem hann var veginn, og lögðum við að landi i Vitznau; þaðan liggur járnbraut- in upp á Rigí. Þegar þaðan. er farið, virðist svo sem maður stefni á samfelda strönd, þvi sundið inn i næsta hluta vatnsins opnast eins og leynidynþegar að því er komið, og skipið skríður milli fjalla, sem ganga fram að sundinu beggja megin. Eftir að inn kemur úr sundinu, rýmskast vatnið aftur og fögur héruð blasa við á báðar hendur. Bygðinni hallar allri nið- ur að vatninu og bændabýli gægj- ast allsstaðar fram úr þéttum skógum og grænum ekrum. Næsti viðkomustaður var á tanganum niður undan þorpinu Seelisberg. Þar sunnan á tanganum blasti við þingstaðurinn forni, Rutli, sem er fagur vangur með hömróttri hlíð fyrir ofan og þéttum skógi. Þar strengdu fulltrúar fylkjanna heit sin og þeir aðrir, sem fundinn sóttu, þegar uppreistin var hafin. Svisslendingum er sá staður álíka kær og Lögberg er okkur. Ár- lega er farið þangað með mörg hundruð skólabarna til að sýna þeim þessar sögulegu stöðvar, og skýra fyrir þeim hvað þar hafi gerst. Skamt frá Rutli er Schillersteinn- inn. Það er laus fjalladrangur, sem stendur frammi við vatnið og er framhliðin sléttuð dálitið af mannahöndum og höggvið 4 hana nafn skáldsins. Það var gert á 100 'ára fæðingardegi hans. Þessi nátt- úruminnisvarði er einkennilegur og vel valinn handa elskhuga fjallanáttúru, og dregur miklu meira að sér athygli manna en standmyndir Schillers, sem standa nú orðið i hverri stórborg um alt Þýzkaland, — og eru hver annari ólikar. Beint þar gagnvarr og hinumeg- in vatnsins er þorpið Brunnen, þar sem hin sameinuðu, frjálsu fylki héldu þing sin, eftir að skipulag fór að koniast á stjórn þeirra. Innan við Brunnen kemur mað- ur í þriðja og insta vatnshlutann, sem er lika hinum fyrri næsta ó- likur og stefnir öðruvisi en þeir. Sá vatnshluti er luktur geisiháum fjöllum á því nær alla vegu, sem ganga snarbrött niður að vatninu. Fyrir vatnsendanum gengur Reuss dalurinn upp á milli fjallanna og liggur St. Gotthard-vegurinn og járnbrautin, inn eftir honum endi- löngum. Að vestanverðu eru Úrí- alparnir, og er Úrí-Rothorn þar bæst og jökli þakið, en fleiri háir tindar i grendinni og sumir meðal hinna frægustu í Alpafjöllunum, t. d. Tödí og Wingállen o. fl. Allar tindaraðirnar stefna saman að St. Gotthard eins og miðdepli.. — Til vinstri handar, þegar inn 'eftir er farið, eru þverhniptir hamrar nið- ur að vatninu. Það eru Axen- flugin, og liggur hinn nafnfrægi Axen-vegur an við vegarbrúnina, sem ná upp í bergið fyrir ofan, og liggur þá vegurinn gegrí um hellinn, eins og í hinum fegurstu súlnagöngum (Arcade). Frá vegi þessum er af- bragðs útsýni yfir vatnið og til fjallanna hinum megin, og gera því margir sér ferð þangað að eins til að ganga eftir veginum milli Brumttn og Fluelen, sem stendur við vatnsendann. Neðar í hömrun- um liggur Gotthard-járnbrautin, mestmegnis i jarðgöngum, en kem- ur þó sumstaðar fram úr berginu. ar, að inn af þeim; enda eru dæmin fá til þessa dags, og verða það að likindum, unz þessar auðugu nám- ur verða gerðar þeim aðgengi- legri. Það er ekkert áhlaupaverk að semja söguleg skáldverk,syngja líf og anda í löngu liðnar aldir og töfra fram gleymda og hálf- gleymda atburði úr gröfum sínum með þvi lista afli, að allir lifandi menn taki þátt í sorg þeirri eða gleði, cr í þeim felst. Það er ekki heiglum hent að fá,st við slíkt, og það er ekki oft, varla nema einu sinni á æfi heimsins, sem útlendir snillingar vekjast upp til að gera það, eins og í Sviss. En einmitt á þann hátt verða þó augu manna Undir miðjum hömrunum er Tells- bezt opnuð. Walter Scott dró at- hygli alls heimsins að þjóðarminn- ingum og þjóðlífi Skotlands, um leið og hann opnaði augu Skota sjálfra fyrir þjóðerni sinu. Topelí- us hefir gert það sama fyrir Svía og Finna í „Sögum her,læknisins“, Zienkiewiczs hefir gert það fyrir allar kristnar þjóðir með „Quo vadis“ o. s. frv. Og Schiller gerði það fyrir Svisslendinga með Vil- hjálmi Tell. Enginn hefir enn þá orðið til þess að gera það fyrir íslendinga; það verk er enn þá óunnið. En það verður unnið fyr eða síðar — af íslendingum sjálf- um eða einhverjum öðrum. „Róm- antíkin“ er i útlegð nú sem stend- ur í heimi listarinnar ;en hún verð- ur aftur kölluð til valda áður langt líður — í einhverri mynd, því heimurinn getur ekki án henn- ar verið. Og þá leggur ísland til efnið í ný skáldleg stórvirki. Hversu innilega mundi ekki okkur þykja vænt um það, sem elskum Island, sögu þess og feg- urð, ef við vissum og sæum að all- ur heimurinn ynni þvi með okkur — ef við sæjum stóra^skara ferða- manna koma árlega i pílagríms- ferðir til héraðanna, þar sem Njála, Egla, Vatnsdæla, Laxdæla eða einhverjir katlar Sturlungu hefðu gerst? Og sæjum smátt og smátt rísa upþ minnismerki löngu liðinna atburða á sögustöðvunum fyrir auð, sem borist hefði inn í landið á höndum göfugra vina ut- an úr heiminum. Og mundi ekki ást okkar sjálfra á minningum okkar og rækt okkar við þær auk- ast um leið? Þjóðernistilfinningin glæðast? Þjóðarmetnaðurinn fær- ast í aukana? Mundi ekki geta farið svo að lokum, að þeir, sem heimsæktu okkur til að njóta gam- alla minninga, sem fagrar listir hefðu endurfætt, sæju annað um leið, sem þeir ekki áttu von á, og nýr orðstír Islendinga bærist út um heiminn ásamt hinum gamla. — Jú, því ekkert hefir annað eins undraafl til að halda þjóðum og kynbálkum saman og hvetja þær til að hefjast handa, eins og hinar sameiginlegu minningar. Framtíð- in er reikular vonir og háleitar hugsjónir. .Samtiðin er strit og stríð, sem misjafnlega gengur. En fortíðin er óraskanleg, óumbreyt- anleg, því hún byggir á hinu heil- aga fjalli sinna eigin dýrmætu minninga, — minninga, sem allir geta elskað og heiðrað, og sem eru sameign og óskiftur arfur. Rvik, i janúar 1096. ------o------- Magaveiki og harðlífi. Enginn þarf að búast við að geta haft góða meltingu ef innýfl- in eru í ólagi. Mrs. Chas Baldwin, Edwardsville, 111., segir: „Eg þjáðist af langvarandi hægðaleysi og magaveikindum í mörg ár, en Chamberlain’s Stomach and Liver Tablets læknuðu mig.“ Því skyldu menn ekki kaupa þetta meðal til þess aö lækna sig með að fullu. Verð 25C. Fæst hjá öllum lyfsöl- um. Thos. H. Johnson, Islenzkur lögíræBlngur og m&lfc- fsrelumatSur. Skrifstofa:— Room 83 Canada Ltftf Block, euCaustur homl Portage avenue og Maln st. Utan&skrift:—P. O. Box 1S«4. Telefön: 423. Wlnnipeg, Man. H. M. Hannesson, islenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstofa: ROOM 412 McINTYRE Block Telephone 441* Dr. O. Bjorn»on, | Office : 650 WILLIAM AVE. TEL. 89 £ Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. J House : 6ao McDermot Ave. Tel. 4300 wvO Office: 650 William ave. Tel, 89 * Hours : 3 to < & 7 10 8 P.M, Residehce : 6zo McDermot «ve. Tel.4300 ‘ WINNIPEG, MAN. Dr. G. J. Gislason, Meöala- og (Jppsknröa-Iœknlr, Wellington Block, GRAND FORKS, - N. Dak. Sérstakt athygli veitt augna, eyrna nef og kverka sjúkdómum. Dr. M. nalldorson, PARK RIVER. N. D. Er att hitta ft hverjum miðvlkudegi I Grafton, N.D., 8rá kl. 6—6 e.m. I. M. Cleghora, M D læknir og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfjabútSina ft Baldur, ogr heflr þvl sjálfur umsjðn ft öllum meB- ulum, sem hann lwtur frá sér. Elizabeth St., BAI.DUH, - MAN. P.S.—Islenzkur túlkur vlö hendlna hvenær sem þörf gerist. A. S. Bardal selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aOur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina Telephone 3o8 Páll M. Clemens, byffgingameistari. Baker Block. 468 Main St. WINNIPEG Phone 4887 M, Paulson, selur Giftingaleyflsbréf iHititiö eftir — þvi að — Eúdu’s Bugoíngapapplr neldur húsunum heitumj og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, LLR- áGENTS, WINNIPEG. Stærsta Skandinavaverzlunin í Canada. Vér óskum eftir viðskiftum vðar. Heildsala og smásala á innfluttum, lostaetun? raatartegundura. t. d.: norsk KKKogKKKK spiksíld, ansjósur, sardínur, fiskboll- ur, prímostur, Gautaborgar-bjúgu, gamalostur, rauö-sagó, kartöflumjöl og margskon- ar grocerie-vörur The GUSTAFSON—JONES Co. Limited, 325 Log-an Ave. 325

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.