Lögberg - 09.08.1906, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.08.1906, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FjMTUDAGINN 9. ÁGÚST 1906 5 sem verið er að undirbúa á íslandi til að koma í framkvæmd, og sem vonandi kemst í framkvæmd bráð- lega, sem sýnir að hugmyndin „ís- land fyrir íslendinga** er að byrja að komast í framkvæmd. Þér standið héma frammi fyrir mér, fleiri og færri úr nær öllum sveitum Islands. Munið þér ekki enn sveitina yðar, hliðarnar og dalina? Munduð þér ei gleðjast eins og böm, ef sveitin yðar batn- aði af því fólkið þroskaðist? Þér, sem eruð uppalin í Fljótshlíðinni fögru, hafið séð „hólmann, þar sem Gunnar sneri aftur“, hafið með söknuði séð árnar brjóta ið- græna jörðina, og sandfokið setja grasið í kaf. Munduð þér ei gleðj- ast af að sjá það grætt upp aftur? Það er búið að senda unga efni- lega menn út úr landinu til þess að læra að græða upp sandauðn- irnar . Það er verið að vinna að því að veita vötnunum í nýjan far- veg, svo þau brjóti ei landið. Það er verið að vinna í sömu áttina og „hinn huldi verndarkraftur, sem hlífir hólmanum þar sem Gunnar sneri aftur.“ Þér, sem eruð uppalin á stóru sléttunni í Árnessýslu, — sem út lendur hagfræðingur sagði um, að þar gæti lifað og þroskast alt það fólk, sem nú er á íslandi, ef þessi slétta væri ræktuð, munduð þér ekki vilja sjá hana verða að frjóvu °g fögru flæðiengi Það er ver- ið að mæla þessa sléttu og gera á- ætlun um, hvað það muni kosta að veita þar yfir vatni. Mundi ekki verða fagurt að sjá þar rísa upp bvli við býli fyrir það að ,'andið batnaði af því að þjóðin batnaði, svo hún sá hvað gera þurfti? Þér sem verið hafið í höfuðstað íslands, bæ Ingólfs Arnarsonar, munið þér ekki eftir fagra út- svninu þaðan? Hafið þér aldrei staðið hjá Skólavörðunni eða Landakoti, á fögru sumarkveldi og horft á fjallahringinn, gyltum af kvöldsólinni, horft á Hengla- fjöllin, horft á Esjuna og Akra- fjallið, með skrúðgræna undir- lendinu, horft á Faxaflóann speg- il sléttann framundan og Snæfells- jökulinn gnæfa upp úr hafinu gulli roðinn af geislum kveldsól- Islendingar hafa sýnt í verkinu í því máli að þeir unna íslandi. Samskotin til munaðarleysingj- ar.na eru þess gleðilegur vottur. Vér höfum allir verið börn, oft óþekk börn. En atnunið þér ekki þegar þér voruð börn, þegar þér gerðuð eitthvað fallegt, þegar ástrík móðir sagði við yður: „Þið .eruð góð börn.“ Er ekki endur- minningin um þessi orð frá móð- urhjartanu ykkar dýrmætari en allur annar heiður, sem þér hafið orðið fyrir á lifsleiðinni? Og kviknaði ekki við þessi móðurorð sú löngun í brjósti ykkar að verða enn þá betri börn? Sem eitt af eldri börnunum langar mig til að segja við yður í nafni Fjallkon- unnar gömlu, ástkræu móður okk- ar: „Þið hafið verið góð börn.“ Eg get ekki sagt það eins hlýtt og móðurröddin. En eg vildi óska að það hefði þau áhrif á yður, að verða enn þá betri börn. Það er á þennan hátt sem vér eigum að minnast Islands. Áður en eg sezt niður langar mig að minna yður á eitt hið feg- ursta á Islandi: Það er miðnætur- sólin, sem menn úr fjarlægum löndum koma til að sjá og dást að. Vér kunnum ekki að meta hana. Það er svo oft að vér kunn- um ei að meta það sem næst oss er. Eg eyddi fimtíu árum af æfi minni á íslandi, ekki allfjarri þeim stöðum, sem miðnætursólin sést. En eg sá hana ei í allrh sinni dýrð fyr en síðasta árið sem eg var heima. Eg var þá á ferð með einum vini minum, sem stendur hér frammi fyrir mér núna. Við komum upp úr djúpurn dal um miðnættið. En þegar við komum upp á heiðarbrúnina þá blasti við okkttr miðnætursólin í allri sinni dýrð. Hún flaut eins og hnöttur úr rauðagulli við sjóndeildar- hringinn yfir hafinu, og kastaði gullroðnum geislum yfir himin og haf. Það var dýrðleg sjón! íslenzkir menn og konur! Vér skulum óska þess og vona að sól- in íslenzka, sumarsólin t heiði, miðnætursólin og morgunsólin upprennandi, verði fagurt tákn, fögur ímynd hins islenzka þjóð- lífs, hins íslenzka þjóðernis. Þjóð- arinnar.'' Fanst yður það ekki in okkar átti einu sinni heiðan og dýrðleg sjón? Munduð þér ei óska bjartan þjóðlífsdag á söguöldinni að sjá Reykjavik raflýsta og sjá okkar, gullöldinni. En svo kom myndarlega skipakví þar fram- niðurlægingar tímabilið; þjóðin ttndan? Hvortveggja þetta er féll niðttr á láglendi vonleysisins, byrjað að undirbúa að komist í niður í dali amlóðaskaparins. framkvæmd. — Mundi ei landið Henni fanst sól þjóðlífsins sígin batna ef þjóðin batnar svo að hún í ægi. En það voru samt alt af fá- korni þesstt í verk? Vér skulum ei einir menn, sem hófu sig upp t efa að það verði. j hliðarnar, sáu að sól þjóðernisins Eg gæti haldið svona áfram ílaut yfir öldur tímans við sjón- ttmhverfis alt landið en eg sé að deildarhringinn. Og loks kom fólkið er farið að ókyrrast og vil þjóðhetjan okkar, Jón Sigurðsson, því ei tefja tímann lengur. jmeð sínu fríöa fylgiliði, og hann Vér minnumst í dag Islands og hóf sig upp á tinda andlegs víð- hitmar íslenzku' þjóðar. En vér sýnis. Og hann lét ekki þar við eigum að minnast þess oftar en í sitja. Hann fór niður á slétturnar, Klag. Vér eigum að minnált þess og niður í dali vonleysisins og við hvert fótmál, minnast þess vakti fjöldann, sýndi honum að með því að vera stoltir af og við- miðnætitrsól íslenzks þjóðernis urkenna ætíð að vér séum íslend- ^ hafði alt af lifað, og að hún væri ingar, setjast á bekkinn hjá þess- J nú að verða að upprennandi ari stórstigu þjóð og láta það morgunsól. Og þjóðin rumskaðist, sjást að vér viljum verða nýtir t skreiddist upp í hlíðarnar og sá canadiskir borgarar, vinna hér, geisla morgunsólarinnar. Og þeir oss og íslandi til sæmdar. Það er eru alt af aö verða fleiri og fleiri, þannig að vér eigitnt að minnast'sem sjá þá. Eg vona þið óskið öll íslands. \'ér eigum að minnast af hjarta með mér að morgttnsól þess með því að halda við gull- íslenzks þjóðernis megi skína sem perlunni okkar, móðurmálinu. Vér skærast, að þjóðin fái að lifa aft- eigum að minnast þess með því ur sólheiðan sttmardag íslenzks að styðja íslenzk rnál með riði og þjóðlífs. dáð. \ ér minnumst nteð sorg og | \ ér skulttm öll taka undir með samtilfinning hinna miklu mann- J ásthlýja íslenzka skáldinu Jóni skaða, sem ísland varð fvrir á Thoroddsen, sem kvað: þessu ári„ og mér er stór gleði að | „Þú fösturjörðin fríð og kær, se&ja það hér i dag, að Vestur-| sem feðra hlúar beinum, þar lífið unga fróvi fær hjá fornum bautasteinum. Ó, blessuð vertu fagra fold! og fjöldinn þinna barna, á meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjarna/ GuS blessi gatnla ísland! ..o------ Lögbergs vísur. ("Eftir merkisbónda í Hítnavatns- sýslu.) Lögberg lætur mörgum ljóðagerð og fróðleik ljúft í té, og lyftir » lönd of hug, fréttvöndum. Letraðan þar lítum lífshring þjóðmæringa; þörf er þreyta störfin • þegnfélagsins vegna. Þ'rátt finst þar um getið þjófa’ og illa bófa, er frá blessun bara bægja mannfélagi; slys og háski húsa hafa oft frá, því stafað, það og Iiætt,—því miður,— þrengi kjörin lengi. Enn þá hringahlynir hlusta’ á fólkorustu þar sem rekkar ríra rönd í Austurlöndum; skot, sem brandar bitrir búka rjúfa’ og lúka æfi manna, og ýfa und á sverða-fundum. Þá má líka þegi þeim dálkunum gleyma ljóss er lundum fossa Lögberg ritar sögur. Vild á vetrarkvöldum veita þær til sveita; gumum fær þó gremju gjört að eru’ i pörtum. Lögberg leiðindum fargar Lögberg fáa því ergir. Lögberg leiðbeinir mö^gum, Lögberg kryfur til mergjar. Lögberg lestina tjargar, Lögberg ýkir þó hvergi. Lögberg lina vill sorgir, Lögberg góðverkin fjörgar. —P. Mikil eftirspurn. Eftirspurnin hér eftir Chamber lain’s Colic, Cholera and Diarr hoea Remedy hefir verið svo mik il að eg hefi sjaldnast getað haft nægilegar birgðir. Það hefir lækn að hér blóðsótt þegar önnur með ul ekkert gátu hjálpað. — Frank Jones, Pikeville, Ind. — Þetta meðal fæst hjá öllum lyfsölum. Mrs. G. T. GRANT. $ 745 /sabe/ St. Allir albúnir og óbún- ir hattar með niðursettu veröi, til þess að rýma fyrir haustvörunum. A. S. BAHDAL, hefir fengið vagnhleðslu af Granite Lefísteinum alls konar stærðir, og á von ; annarri vagnhleðslu í uæstu viku Þeir sem ætla sér að kaupa LEGSTEINA geta því fengið j?á með mjög rýmilegu verði hjá A. S. BARDAL Winnipeg. Man. LOKUÐUM tilboðum stíluðum til und- irskrifaðs og kölluð: ,, Tender for Lock and Dam, St. Andrew's Rapids, Red River, Man." verður veitt móttaka hér á skrif- stofunni þangað til á mánudaginn hinn 10. September 1906 að þeim degi meðtöldum, um að byggja stýflugarð og ílóðlokur t St. Andrew s strengina í Rauðá í Manitoba úr cementsteypu samkvæmt uppdráttum og á- ætlun sem er til sýnis hér á skrifstofunni og hjá verkstjóra stjórnardeildarinnar f VVinnipeg í Ashdown-byggingunni, Mr. J, G. Sing verkstjóra, Confederation Life Building Toronto; Mr. Desjardins, Clerk of Works, Post Office, Montreal, Mr. Ph. Béland, Clerk of Works, Post Office, Que- bec. Eiðublöð undir umsóknirnar fást á öllum stöðunum. Þeir sem tilboð ætla að senda, eru hér með látnir vita, að þau verða ekki tekin til greina nema þau séu gerð á hin prentuðu eyðublöð og undirrituð með bjóðandans rétta nafni Verkstjóri verður skuldbundinn til að fylgja reglum þeim er ..Governor General in Council'' setur viðvíkjandi aðbúnaði, læknishjálp og heilsuvernd verkamann- anna er verkið vinna. Hverju tilboði verður að fylgja viður- kend bankaávísun. á löglegan banka. stíluð til: ,,The Honorable the Minister of Pub- lic Works", er hljóði t)pp á sextíu og fimm þúsund dollara ((165,000). Bjóðandi fyrirgerir tilkalli til þe»s ef hann neitar að vinna verkið eftir að honum hefir verið veitt það, eða fullgerir það ekki, sam- kvæmt samningi. Sé tilboðinu hafnað, þá verður ávísunin endursend. Deildin skuldbindur sig ekki til að taka lægsta boði eða neinu þeirra, Samkvæmt skipun FRED GELINAS, Secretary. Department of Public Works, Ottawa, 27. Júlí 1906. Fréttablöð sem birta þessa auglýsngu án heimildar frá stjóminni fá enga borgun fyrir slfkt. íslands saga á ensku, „Concise History of Iceland”, er til sölu hjá undirrituSum. Sagaíi byrjar 861 og endar 1903. Með nokkrum myndum af merkustu mönnum, sem við söguna koma.ásamt nokk- uð stóru korti meS fjórum litum, og gömlu fjórSungaskiftunum, sem brotiS er inn í bókina. Einnig ágrip af verzlunar og landshags- skýrslum, ásamt fólkstali á Is- landi.— Hver sem sendir $1.00 til undirritaBs, ásamt utanáskrift sinni, fær bt5kina senda meS pósti sér aS kostnaSarlausu /. G. Páhnason. 475 Sussex st., Ottawa., Ont. Yikulegar fréttir frá Fumerton, Málshátturinn segir: „Margt smátt gerir eitt stórt“, og er þaS sannleikur, aS minsta kosti hvaS fatnaSinn snertir. En víst er um þaS, aS hægt er aS skemma öll á- hrifin meS þvi aS velja ekki eitt- hvaS sérstakt af því er til fatnaS arins heyrir. Skyrtan þarf aS vera mátuleg, flibbinn eins, og hvort tveggja þarf aS vera meS nýjasta sniSi. Ef fatnaðurinn er keyptur hér er ekkert að óttast, hvort sem dýrari eSa ódýrari tegundir eru keyptar. ViS höfum allar nýjustu tegundir og mikiS úr aS velja nú MeS sömu vandvirkni og aS und anförnu höfum viS nú valiS allan þann klæSnaS, sem í búSinni er, Fötin okkar líta eins vel út og þau eru endingargóS og endast eins vel og þau líta fallega út. FataSurinn hér á $12, $15, $18 og $20 jafnast fullkomlega á viS öll föt sem áSur hefir veriS unt aS fá fyrir þaS verS og meira. Þeg ar þér hafiS skoSaS þau, munuS þér leggja þann dóm á, aS þau séu betri en föt gerast vanalega meS þvi verSi. De A lífstykkin.—Nýjasta sniS Nýkomin. Þau eru eins fullkom lega af hendi leyst, aS efni og frá- gangi og frekast er unt aS hugsa sér og verSiS á þeim er mjög sann gjarnt. VerS 75C., $1, $1.25, $1.50 og $1.75. öll fara þau dæmalaust vel. Skór og stígvél handa verka mönnum. Kar.lm. Chrome Calf Bluchers eru skór, sem allir eru á nægöir meS. VerS $3.00. Fyrir $3.50 fást karlm. Kangaroo Bals skór, til hversdags brúkunar, og borgar þaS sig vel a5 skoSa þá, Sérstakt verS er nú á öllum sum arvörum. KomiS, sjáiS og sann færist. Grocery-vörur. — Ný straw berries í könnum á 25C. ReyniS einn 5 pd. kassa af Cev- lon and Assam teinu okkar, sem kostar $2.00. YSur mun þvkja þa5 öllum tegundum betra. \rerzli5 fyrr i hluta dagsins, e:: liægt er. Þá er svalast og þægi legas í búSinni. J. F FDMEBT0N& CO Glenboro, Man, Auglýsing. Verúln’s cor. Toronto 4 wellington St. Nýjar kartöflur ....io pd. á 25C. Ný epli..........6 pd. á 25C. Sykur,...........20 pd. á $1.00 Tomatoes .......2 könnur á 25C Peas................3 könnur á 25C Pears, Plums og Greengages , .........2 könnur á 250 Steik,...........10 c. pundiS fití. R. Diiuil 548 Ellice Ave. Sumar-útsalan byrjar á laugar- iaginn, hinn 11. Ágúst. Vér ætl- um aS enda happasæla sumarverzl- un meS sérstakri kjörkaupasölu í heila viku. Afgangur af sumar- vörum scldur fyrir hálfvirSi. — PlássiS leyfir ekki aS minnast á ncma fátt eitt, er aS eins gefur hugmynd um kjörkaupin. Prints, Ginghams og Musslins í kjóla. — Allar tegundirnar, sem vanal. hafa veriS seldar á 10, 12^ og 15 cents, fást nú fyrir aS eins 8 cents ardiS. Sokkar á 23 c. pariS. — Svartir go mórauSir sokkar, vanal. . 35C. og 40C. ÚtsöluverS 23C. pariS. Bamakápur á 69C. — Vanalega kosta þær $1.50 og $2.00. VerSa nú látnar fara fyrir 69C. Hvít bómullarléreft, Flannel- ette og Lawn. VanaverSiS er I2j^ cent. ÚtsoluverS er nú8c. yds. Hvítir vasaklútar, 30C. tylftin.— Ágætir hvítir vasaklútar,, vanal. á 6oc. tylftin. ÚtsöluverS 2 fyrir 5 cents, eöa 30 cents tylftin. Karlm. skyrtur á 79C. — Þ'ær kostuSu $1, og var gjafverð. Nú fáið þér þær á 79C. e Af því svo mörg fölsk kjör- kaupatilboð eru nú auglýst hér í bænum, býð eg öllum að koma hér og sjá sjálfum hvaS í boði er hjá mer. KaupiS í þægilegu búöinni. í Tlie Rat Portage Lunilier Co. !> LIMITED. ;[ P AÐALSTAÐURINN til aö kaupa trjáviö, boröviö, múrlang- r l bönd,- glugga, huröir, dyrumbúninga, *1 á rent og útsagaö byggingaskraut, kassa j, f og laupa til flutninga. J Bezta „Maple Flooring“ ætíð til. í Pöntunum á rjávið úr pine, spruce og tamarac nákvaemur gaumur gefinn. ! Skrifstofnr og myloor i \orwood. T“'j{« M I The Alex. Black Lumber Co„ Ltd. Verzla meö allskonar VIÐARTEGUNDIR: Pine, Furu, Cedar, Spruce, Harövið. Allskonar boröviöur, shiplap, gólfborö loftborö, klæöning, glugga- og dyraum- búningar og alt semtil húsageröar heyrir. Pantanir afgreiddar fljótt. íel. 59ð. Higgins & Gladstone st. Winnipeg 1 The John Arbuthnot Co. Ltd. HÚSAVIÐUR, HARÐVARA, GLUGGAR og HURÐIR, innviöir í hús og alls konar efni til bygginga. — Áöur en þér festiö kaup annars staöar ættuö þér aö fá aö vita um verð hér. Aöalskrifstofa: Cor. PRINCESS & LOGAN. Phone 588 Útibú: “ ROSS & TECUMSEH. “ 3700 “ “ ROSSER & PEMBINA, Ft R. “ 1591 Rederick A. Burnham, forseti, Gko. D. Eldridge, varaforseti og matsmaður Lifsábyrgðartélagið, Innborgað fyrir nýjar ábyrgðir 1905 ................... #14,426,325.00 Aukning tekjuafgangs 1905.................................. 33,204,29 Vextir og leignr (eftir að borgaður var allur tilkostnaður og skatt- ar) 4.15 prócent af hreinui innstæðu....... ......... Minkaður tilkostnaður árið 1904................................a'00,00 Borgað ábyrgðarhöfum og erfingjum 1905.................. 3,388,707,00 Allar borganir til ábyrgðarhafa og erflogja frá byrjun.. 64,400,000,00 Færir menn, með eða án æfingar, geta fengið góða atvinnu. Skrifið til Agency Departmeut—Mutual Reserve Building, 305, 307, 309 Broadway, N, Y ALEX. JAMIESON, ráðsmaður í Manitoba, 41 1 Mclntyre Blk.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.