Lögberg - 09.08.1906, Síða 1

Lögberg - 09.08.1906, Síða 1
»10 prc. afsláttur a f öl lumfíss kápunutnj pen ingum út í hönd. Þeir eru úr bezta harB- vi8, fóöraðir með sínki og galv. járni. Verð Í7.00 og þar yfir. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. B38 Main Str. Teleptione S38. Brúðargjafir. Vér höfum mikið af silfruðum varingi, svo sem ávaxta-diska og könnur, sykurker og glasrhylki, borðhnífapör og brythníía. Þarfir munir og fallegir. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 Main St. Telephone 339. 19 AR. Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 9. Ágúst 1906. NR32 Fréttir. Um þaö var getiö 1 ,,Lögbergi“, í vikunni sem leiö, að finska setu- liðiö í herkastalanum „Sveaborg“ heföi hafið upppreist á móti Rúss- um. Uppreist bess* hefir alger- lega mishepnast fyrir þeim er til hennar stofnuðu, og kastalanum „Sveaborg“ hefir herlið keisarans algerlega náð í sínar hendur. öll- um ]>eim uppreistarmönnum sem hönd á festi var að sjálfsögðu varpað í fangelsi og bíða þeir nú ;þar dóms sins, dauðadóms efa- ilaust flestir, ef ekki allir, án minsta greinarmunar. Mannfallið í uppreist þessari í „Sveaborg" varð hátt á fimta hundrað manns, og er það meira en lítið þegar að því er gætt hversu stutt hún stóð yfir. Ekki tókst sósialistum á, Einnlandi að koma á almennu verkfal.li meðal járnbrautarþjóna og annara stétta, og styrkja með jþví uppreistarflokkinn, eins og fyrir var ætlað. En þó þ.essi til- raun á Finnlandi mistækist, og væri ekki nógu vel undirbúin, er langt frá að friðurinn í landinu sé að neinu leyti tryggari nú en áður. Þvert á móti eru upph,laup og óeirðir daglegt brauð víðsveg- ar um rússneska keisaradæmið, eins innan landhersins og sjóliðs- ins eins og á meðal borgaranna. Ætla þaö margir að ástandið eins og það nú er á Rússlandi sé ó- hugsandi til frambúðar, og ein- hver stórkostleg breyting sé ó- hjákvæmileg í nálægri framtíð. Sagt er að tuttugu hjúkrunar- konur við Bellevue spítalann í III., hafi veikst 4. þ. m. eftir að hafa neitt kveldverðar í sjúkra- húsinu þann dag. Niðursoðin uxatunga var þar á borðum og rotnunareitri i krás þeirri kent um þá sýki. Harðir jarðskjálfta kippir eru , sagðir að hafa orðið á Martinique- I eyjunum 4. þ. m. Þrjátíu og fimm mílur af Hud- son Bay brautinni, norðan við aðallínuna, eru nú, samkvæmt yf- irlýsing forstööumanns C. P. R., William MacKenzie, búnar undir . teina. Ógurlegt þrumuveður með af- taks stormi af suðvestri er sagt að hafi komið í Saskatchewan fylki, 1. þ. m., síðdegis. Skemdust hús nueira og nxinna ai veðrinu og hrundu sum, en önnur stærri þar á meöal ný baptista kirkja ekki fullgjör drógst af grunninum og fleygðist niður skamt frá. Nokkr- ir menn meiddust þar af elding- um. Simritað er frá Cartagena á Spáni 5. þ. m. svo hljóðandi frétt: Italska gufuskipið Sirio frá Genoa i Suður-Ameríku, með átta hundr- uð manns á, strandaði í nótt sem leið við Homingas ey, sem .liggur hér um bil hálfa þriðju milu aust- an við Polos höfða, er liggur suð- austan á Spáni. Þrjú hundruð farþegarnir, sem voru innflytj- endur til Suður-Ameríku, drukkn- uðu. Flestir þeirra voru Italir og Spánverjar. Þeir sem af komust björguðust á skipsbátunum eða voru dregnir á koðlum að landi. Fjölda margir fiskimenn, sem ætl- uðu að koma skipshöfninni til hjálpar, týndust sömuleiðis. Nakt- ir ,félausir og yfir höfuð alls laus- ir eru þeir skipsbrotsmenn sagðir flestir, er komust lifs af. Skipið hafði steytt á skeri, og sokkið fá- um minútum eftir að þaö rakst á. Skipstjóranum er að nokkru leyti kent um slvsið og er sagt að hann hafi fyrirfarið sér. . Verzlunarerindsreki Canada í Japan hefir ný.Iega sent mjög fróðlega: skýrslu um hveiti út- flutning þangað, héðan úr landi. Ber sú skýrsla með sér, að næst- liðið ár hafi verið flutt frá Van- couver alls kornvara fyrir sjötíu og sex þúsund dollara. Af þeirri upphæð nániu viðskiftin við Japan sextíu og tveim þúsrmdum. Auðmannafé.lag eitt í Duluth er i i þann veginn að láta smíða eitt j hið stærsta flutningsskip til að , nota á vötnunum. En/i fremur á að gera skip það svo úr garði, að það geti ekki sokkið. Skipið á að vera sex hundruð og fimtiu feta langt, og búrðarmagnið milli fimtán og seytján þúsund tonn. . Þrýstiloft verður notað til að halda skipinu jafnan ofan sjáfar. Kostnaðaráætlan talin sex hundr- uð þúsund dollara. Látinn er Edmund Rousse einn af meðlimum vísindafélagsins franska. Hann var maður frábær- lega vel að sér og þjóðkunnur, og fjörgamall, því nær tíræður. Steinprcntarar (lithographersj í New York gerðu verkfall í fyrri viku. Sagt er að um sextiu þús- und mans hafi tekið þátt í því. Heimta þeir fjörutiu og átta stunda vinnu á viku i stað fimtíu og þriggja. Vinnuveitendur, halda því fram, að þeim berist svo mik- ið verk i hendur að eigi sé auðið að koma því í verk, sé vinnutim- inn styttur, þar eð lærlinga talan er takmörkuð fyrir hvern vinnu- veitanda sem hefir „union menn“ í þjónustu sinni. Skrá hefir nýlega veriö gefin út af sjóliðsdeild Bandaríkjanna vfir -al.lar helztu stöðvar þeirra landa er loftskeyti nota um víða veröld. Tala loftskeytastöðvanna er þar sögð þessi: I Danmörku 4, Þýzkalandi 13, Frakklandi 6, Bretlandseyjum 43, Hollandi 7, Spáni 4, ítalíu 18, löndum Rússa i Evrópu 8, Svíþjóð 3, Tyrklandi 6, Argentina 5, Braziliu 5, Can- ada 5, Bandaríkjunum 88, af þeim 15 á Alaska 8 eyjunum þeim, er Bandaríkin eiga, Kina 5, Japan 2, Austur-Indlandi 5. Enn fremur greinir skýrsla þessi frá nöfnum og tölu allra þeirra skipa er loft- skevtaáhöld hafa meðferðis. Ný fundin er kolanáma skamt frá Battleford í Sask. Segja sér- fróðir menn, er séð hafa sýnis- horn þaðan, að þau munu vera af góðri tegund. Smá uppþot varð í herliðinu í Halifax, Nova Scotia næstliðinn fimtudag, út af líti.lfjörlegri mis- klið. Endaði uppþotið með því að sextán hermenn voru teknir höndum og settir í varðfiald. Hæsta verð, sem menn vita af, þegar um kaup á listaverkum er að ræða, gaf auðmaður nokkur í London fyrir málverkasafn ann- ars manns, núna fyrir skemstu. Verðið var hálf þriðja rniljón; dollara. Því fáhcyrðara er þetta, þar sem sagt er að í safni þessu liafi engin forntíðar listaverk ver- ið, heldur nýtízku listaverk ein, flest eítir hollenzka snillinga. Leyft var af Bandarikja þing- inu í sumar, að gera skipgenga leið milli stórvatnanna og Ohio árinnár. Einstakir menn standa fyrir þessu verki, aðallega auð- menn í Pittsburg, og búast þeir við að eimskip geti farið um hann að fimm árum liðnum. Er ætlasf til að hann verði þrjátíu og fimm núlna langur, átta feta djúpur og fimtiu fet á breidd. Skurðurinn á að ná frá vötnunum til Pittsburg og aö sjálfsögðu þeim bæ til mik- ils hagnaðar, sérstaklega. Frá Spitsbergen segir nýkomið hraðskeyti um Wellmainns leið- angurinn svo: Fjörutíu menn vinna að þvi i óða önn að loftfar Wellmanns geti lagt af stað þaðan sem fyrst áleiðis til heimskauts- ins. Innan fárra vikna verður loft- báturinn reiðubúinn til að sigla á stað, að líkindum seint í Ágúst- mánuði. Liklegt er talið að slátraraauð- félagið Armour & Co. láti reisa stórt slátrunar og niðursuðullús i Minneapolis. Er kostnaðurinn á- ætlaður um fimm miljónir doll. Samkvæmt skýrslum um elds- voðatjónið mikla í San Francisco í sambandi við jarðskjálftana, er svo frá sagt að eitt hundrað sex- tíu og fjögur eldsábyrgðarfélög hafi orðið þar fyrir eigna tjóni. Er sá skaði metinn sem næst eitt Inindrað þrátiu og þrem núljónum dollara. Af því töpuðu eldsábyrgð- arfélög í Bandaríkjunum liðugum stjötiu og fjórum miljónum, en félög í öðrum ríkjum hinu. Skógareldar geisa nú á allmiklu svæði í Brit. Columbia og hafa þegar valdið stórkostlegu tjóni. Töluvert af bændabýlum sem orð- ið hafa á vegi eldsins hafa brunn- ið til ösku, og ein af járnbrautar- stöðvum Can. Pac. félagsins, með byggingum öllum, hefir eldurinn lagt í eyði. Brezka þinginu var slitið laug- ardaginn hinn 4. þ. m. Þingið af- greiddi hinn mesta fjölda af ,lög- um og lagabreytingum. I haust, eða semma vetrar kemur þingið saman aftur. All-alvarlegar þrætur eiga sér nú um þessar mundir stað milli Frakka og Tyrkja út af landa- merkjum í Norður-Afríku. Er jafvel talin nokkur hætta á að ó- friður geti ef til vill af hlotist, þó Tyrkjasoldán sé því reyndar van- astur að láta undan síga þegar til alvörunnar kemur í viðskiftum við Norðurálfu þjóðirnar. Síðastliðinn mánudag var hiti ákaflegur bæði í New York og Philadelphia. I fyrnefndum stað varð hitinn tuttugu marms að bana og þremur i hinum síðar- nefnda. I Boston veiktust menn þ'á, einnig af hita, en engum varð hann þar að fjörtjóni. Gjaldkeri banka nokkurs í Pittsburg í Bandarikjunum var handsamaður i Toronto á þriðju- daginn var. Et honum gefið að sök að hafa stolið eitt hundrað tuttugu og fimm þúsund dollurum af fé banka þess er hann var gjald keri fyrir. Baron Komura, sendiherra Jap- ansmanna, sem nú er á ferðinni til Bretlands, og fyrir skömmu síðan var staddur t Montreal, hefir látið aðal-konsú.l Japansmanna í Cana- da lýsa því yfir opinberlega fyrir sina hönd, að alt það sem fréttarit- arar blaðanna í Canada hafi birt á prenti og borið hann fyrir sé upp- spuni einn. Segir baróninn að aldrei hefði sér getað konúð til hugar, sem persónulegum sendi- herra Japanskeisara til Bretakon- ungs, að fara að láta nein blöð flytja álit sitt um ýms málefni. Segist baróninn meira að segja ekki hafa talað eitt einasta orð við neinn fréttaritara i Canada hvað þá heldur meira. I suðurhluta Texasríkisins hefir ílóö mikið í Coloradofljótinu vald- ið mannsköðum og eignatjóni nú fyrir skömmu síðan. Tuttugu og fimm manna er sagt að druknað hafi í flóðinu svo hundruðum skiftir mist hús sín og eigur allar, og er eignatjónið áætlað að minsta kosti fimm hundruð þúsund doll- ara virði. Enda þótt Simplon-göngin, sem ekki fyrir all-löngu siðan var lokið við að grafa gegnum Alpa- fjöllin, hafi mikið bætt úr sam- göngunum hafa Svisslendingar og Frakkar á orði að grafa ný göng í gegn um fjöllin, til þess að greiða samgöngurnar enn betur. Þau göng verða lögð gegn um Berner- alpana, svonefndu. Göng þessi verða rúmar átta mílur á lengd og er kostnaðurinn áætlaður hátt á átjándu núljón dollara. Búist er ^ð að hægt verði að ljúka við göngin á hálfu sjötta ári. Fréttirfrá Islandi. Akureyri 2. Júní 1906. Fiskiafli er nokkur kominn fyrir Ólafsfirði. Hafa menn fengið m:st 300 á skip af stútungi og kóðum, en stærri fiskur enginn. Ekki er þetta talinn ágöngufiskur af »ió- mönnum, en hitt líklegra, að hann hafi flögrað undan sel, því fisklaust sé úti fyrir. Hafnarbryggjan verður að öllum líkindum ekki fullgerð í sumar, því efni dður hefir ekki fengist til henn- ar í vor fyrir það verð sem áæt’.að var. Bryggjubyggingunni vciður því að fresta til næsta sumars. Leikhúsið hefir Sigtr. Jóusson timburmeistari keypt af Gleðileika- félaginu fyrir 6,000 kr. Er i ráði að ritsímastöð verði þar uppi á loftinu, þar sem bæjarþingstofan er nú enda er hún hvergi betur sett í bænum.— I þessu húsi ætti og póststofan að verða með tímanum. Færi vel 4 þv>. Veður hefir verið gott þessa sið- ustu viku og snjó hefir leyst svo aö öríst má heita á láglendi hér innan til, en mikil fönn enn í útsv^itum. Víða liggja þó fannir enn niður undir sjó og hafa sumir orðið ad moka hér ofan af görðum sínum úl þess að geta farið að stinga þá upp. —I fyrra dag brá snöggvast til sunnan áttar. 1 gærmorgun þoka, heiddi þegar á daginn leið og gekx aftur til suðurs með kveldinu. — I dag suðaustan þíða. Er vonaudi að sumarið sé nú loksins komið. Fellir hefir ekki orðið hér í nær- sveiitum að því er spurst hefir. AU- n argir hafa verið aflögu færir og svc hafa menn víða gefið botn r- spart til þess að bjarga skepmnn sínum. Auðvitað er fé sumstaðar orðið grant og lanmbadauði all-víða, jaftivel þar sem fé er i góðu standi. } Akureyri 9. Júní 1906. Dáin er hér í þessari viku frú Helga Helgadóttir, kona Björns Jónssonar prentara. Banameinið hjartskjúkdómur. —Norðurl. Reykjav. 20. Júní 1906. Leiðangursljóð nefnist ljóðaflokk- ur sá, sem séra Valdemar Briem hefir ort út af mannskaðanum mikla í vor og eru prentuð í síðasti tbl Nýja kirkjublaðsins, en sérpretitun af þeitn seld til ágóða fyrir mann- skaðasatnskotin . Það slys varð hér í fyrra dag, sð 16 vetra piltur drukknaði, er hattr. var að fara í sjó, niður undan 3e!i. Pilturinn var syndur vel, en hafði fengið sinardrátt. Hafði verið ó- hraustur undir. Bróðir hans var með honum yngri og þróttminni. Hann gat enga björg veitt. Reykjav. 23. Júní 1906. Aflast hefi r fyrirtakst vel í vor við ísafjarðardjúp, meira en dæmi eru til síðan mislingavorið (1882).* Þeir höfðu drýgt skepnufóður með ýmiskonar fiskifangi, Isfirðirtgar.og bjargast fyrir það þolanlega, þótt mjög væru orðnir heytæpir. Nýlega var farið að fást við stld við Djúp- ið í dráttarvörpur, og þvi taldar góðar horíur á, að sumarið verði aflasælt. — Hlaðafli var á Aust- fjörðum, er síðast fréttist, einkum á Seyðisfirði. Reykjavík, 27. Júní 1906. Veðrátta er allhagstæö orðin og hefir verið um tíma fyrir grasvöxt, enda er hann sagður vonurn framar og liklegur víða. Þó nijög tæpur á mýrlendi; mýrar hafa skrælþornað í hinum óvenjumiklu og langvinnu þurkum í vor. Náttíall hefir bætt úr á vallendi. Þar hefir því sprott- ið furðu fljótt og vel. — Isafold. Reykjavik, 22. Júní 1906. Mótorbáta kaupa Vestmanneying- ar í sumar fyrir 120 þús. kr. Tveim mótorbátum var haldið út þaðan sið astliðna vetrarvertíð, og annar þeirra aflaði um 25 þúsund af væn- um fiski. Séra Einar Þórðarson alþingis- maður er kominn heim til sín aftur eftir að hafa verið á brjóstveikra- hæli í Danmörku í vetur. Árangur hefir að sögn orðið góður. Jóhannes Jóhannesson sýslumað- ur er væntanlegur heim aftur síðar i sumar og látið vel af heilsu hans. hans. 1 Þorsteinn Jónsson, fyrv. héraðs- læknir í Vestmannaeyjum er alflutt- ur hingað til Reykjavíkur. Hann hafði verið læknir í eyjunum fast að 40 áruni og höfðingi svo mikill þar að hann var oft nefndur í gamni „Eyjajarlinn“. Reykjavik, 6. Júli 1906. Ungur drengur, eitthvað 8 ára, Haukur, sonur Ásgeirs Eyþórssonar kaupmanns, var 29. f. m. á ferð frá Borgarnesi út á Mýrar í kynnisför. Hann var bundinn í söðul. Hestur- inn fældist, söðullinn fór um hrygg og drengurinn rotaðist til bana, áð- ur en unt var að hjálpa.—Fjallk. Reykjavik, 30. Júní 1906. Laugardaginn 16. þ. m., kl. 8—9 um kveldið, kviknaði í húsi Bjarna Bárðarsonar i Bolungarvík. í hús- inu bjó eigandinn uppi á loftinu, en niðri leigðu önnur hjón. Eldurinn kviknaði á þann hátt, að Iogi hljóp niöur í oliuna i steinoliumaskínu niðri í húsinu. Bjargaðist því það fólk sem niðri var með góðri lukku. Uppi var ekki annað fólk, en hjónin og tvö börn þeirra. Hjónin björg- uðu sér þegar út með annað barnið, það eldra, en í ofboðinu sem á þau kom, urðu þau ekki þess vör aö hitt væri inni. Þegar þau komu út fóru þau að svipast eftir þvi. Konan sneri að vörmu spori inn aftur að leita þess. En þegar maðurinn kom að á eftir og ætlaöi inn, hafði eldur- inn gripið svo um sig, að ófært var inn. Þegar konan var komin inn fann hún barnið og lét það út utn glugga, en i þvi að hún ætlaði að flcygja sér út á eftir því, fann hún að gripið var i föt hennar. Var þá liitt barnið þar komið. Hafði farið inn á hæla henni. Hún lét það líka út, en þegar hún ætlaði að fleygja áér út, festi hún sig á nagla; sló þá eldinum út um gluggann, og féll hún þegar í ómegin. Maður hennar kom þá að og náði henni; var hún þá öll skaðBrend og var flutt hingað til Isafjarðar daginn eftir og hefir leg- ið hér síðan. Maðurinn og börnin brunnu líka talsvert, en þó eigi liættulega.— Allir munir, sem í hús- inu voru, brunnu inni. Húsið var vátrygt, en þó mjög lágt, en lausa- fé alt óvátrygt.—Vestri. Reykjavik, 4. Júlí 1906. Frá Noregi komu þrír menn á vél- arbáti til Vestmaiinaeyja 22. f. m., voru 10 daga frá Noregi til Seyðis- fjarðar, en 12 daga frá Seyðisfirði til eyjanna. Bátinn á Magnús Þórðarson í Sjólyst í eyjunum. Fræðimaðurinn Brynjólfur Jóns- son á Minna-Núpi var í ferð með hr. Poestion yfir Mosfellsheiði. Hann datt af baki og meiddist töluvert; ó- vist var hvort hann hefði viðbeins- brotnað, en jafnan eru „stirð gam- alla manna föll“. Læknirinn á Eyrarbakka, Ásgeir Blöndal, hefir fengið' lungnatæringu (í byrjun enn). Hann hefir nú sótt uin utanfararleyfi til þess að leita sér Iækningar á brjóstveikrahæli, og fengið fyrir sig á meðan Guðmund Tómasson, er tók fyrra hluta burt- fararprófs í læknaskólanum i vor. —Lögrétta. Reykjavík, 30. Júní 1906. Þetta ár verður sannnefnt slysa- árið mikla. Með Beskytteren, sem kont að kveldi 28. þ. m. að austan, fréttist, að á Seyðisfirði hefði það slys orðið á Vesta, að tveir menn slösuðust, er þeir voru að láta mó- torbát síga fyrir borð: stýrimaður og timburmaður skipsins. Stýri- maður misti hendina, og timburmað- ur stórmeiddist. Reykjavík, 7. Júli 1906. Hr. J. C. Poestion var haldið sam- sæti í heiðurs skyni föstud. 29. Júní f. m. í Iðnaðarmannahúsinu. Voru þar fullir 6 tugir manna. Fyrir minni heiðursgestsins mælti rektor Stgr. Thorsteinsson á þýzku; en sungið var kvæði á islenzku eftir Ben. Gröndal. Poestion svaraði skálinni og mælti fyrir minni ís- lands. Magister Ágúst Bjarnason flutti heiðursgestinum þökk • og kveðju innar ungu kynslóðar á ís- landi. Dr. Helgi Pétursson mælti fyrir minni íslcnzkrar tungu. Báðir mæltu þeir á þýzka tungu Ágúst og Helgi, og báðir óviðbúnir, en töluðu mæta-vel. Síðan skemtu menn sér með söng og samræðum. Að síðustu fylgdu menn heiöursgestinum heini aö bú- stað hans. Ur bænum. Síðan strætisvagnar fóru að ganga hér um á sunnudögum, hcf- ir aðsókn gesta að almenna sjúkra húsinu orðið margfalt meiri en áð- ur. Svo rnikill hefir fóllésstraum- urinn orðið þangað af ættingjum og vinum sjúklinganna, að spítala- nefndin hefir orðið aö setja sér- stakar ráðstafanir til að draga svo úr aðsókninni, að hún yrði veikri hcilsu sjúklinganna eigi að meini. —Ákveðið hefir því verið, að Jeyfa eigi öðrum aðgang að spítalanum á sunnudögum, en þeim er að- göngumiða hefðu fengið undan- farna viku. Enn fremur að tak- marka að útbýta aðgöngumiðum nokkuð í samanburði við þá tölu, sem gestir hafa fengið síðustu sunnudaga hér á undan, þannig að aðrir fái cigi inngöngu þar, en nánustu ættingjar sjúklinganna, og í þriðja lagi, að engum sé leyft sunnudaga að koma inn í sjúkra- húsið, að eins til að skoða það.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.