Lögberg - 08.11.1906, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.11.1906, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER 1906 Of dýr sparsemi. (TÍftir Orison S. Marden.) Bankaþjónn nokkur í París á Frakklandi var á ferö þar um göt- urnar meö poka, er í voru gullpen- ingar. Að óvörum misti hann tíu franka pening úr pokanum, er valt út af gangstéttinni. Á meöan bankaþjónninn var aö reyna að ná peningnum aftur setti hann frá sér peningapokann á gangstéttina. Maður, sem fram hjá gekk, þreif hann og hljóp í burtu. Eg þekki sérstakan mann, sem er orðinn sá þræll sparnaðar-ástríð unnar, af tómum ávana frá þeim timum þegar hann var að draga saman auð sinn,að hann getur ekki nú orðið losað sig við þenna ávana og lagt hann niður. Hann eyðir mörgum sinnum dollars virði af dýrmætum tíma í það að reyna að spara sér tíu cent. Heima hjá sér lætur hann gas- Ijósin loga svo dauft, að ómögulegt er að sjá til að ganga um stofurnar og máður rekur sig á borð og stóla. Börnin hans hafa oft skað- meitt sig á því að reka sig á hús- munina í þessari hálfdimmu, og einu sinni þegar eg var staddur á heimili hans mart eg eftir því, að eitt þeirra alveg eyðilagði dýran gólfdúk. Það var sent í annað her- bergi til þess að sækja blekflösku, rak sig á í hálfdimmunni og braut hana. Þessi maður, þó hann nú sé orð- inn ríkur.notar enn óskrifaða parta af sendibréfum, sem hann fær, og uppskorin, brúkuð umslög til þess að skrifa á ýmsar athuganir sér til minnis, og er sí og æ að berjast við að spara smámuni, sem eru miklu minna virði en tíminn sem í það fer að halda þeim saman. Sömu nánasar-aðferðinni beitir hann við rekstur verzlunar sinnar. Hann líður ekki þjónum sínurn að fleygja snærisspottum utan af varn ingsströngunum, þó það kosti miklu meiri tímaeyðslu en snæris- spotfarnir eru verðir að leysa þá en skera. Þetta er ein af hinum röngu ávana-sparnaðarhugmynd- um þessa manns. Sönn sparsemi á ekkert skylt við nízku og nirfilshátt. Tiltölulega fáir menn hafa heil- brigðar skoðanir á því, i hverju sönn og veruleg sparsemi sé fólgin. Eg hefi séð fina frú eyðileggja dýra, alveg nýja hanzka á því að veiða fimm centa pening upp úr forarpolli. ÆíSi margir menn í New York verða á ári hverju und- ir strætisvögnum eða hestafótum af því þeir gleymdu öllu öðru yfir því að ná upp af strætunum ein- hverjum smámunum, lítils eða einkis virði. Eg þekki ungan mann, sem hef- ir mist af mörgum góðum tækifær- um til þess að komast áfram í heiminum af því hann hefir ekki tímt að ganga almennilega til fara. Hann heldur fast við þann sið að ganga í sömu fötunum og með sama hálsbindið þangað til hvoru- tveggja er orðið útslitið. Hann er búin að fá svo ilt orð á sig fyrir nirfilshátt að enginu vill neitt hafa saman við hann að sælda. Misskil- in sparsemi hefir orðið manni þessum dýrkeypt. Kjörkaupa-leitendunum verður oft hált á misskilinni sparsemi. IÞeir kaupa oft og tíðum ýmsa hluti eingöngu vegpia þess að þeir eru ódýrir og án þess að þeir þurfi þeirra með. Og svo eru þeir mjög hróðugir yfir því hvað þeir hafi getað sparað sér mikla peninga með slíkum hagnaðarkaupum. Ef þessir menn að eins vildu gera upp reikningana að ári liðnu þá mundu þeir komast að raun um að þessi sparnaðaraðferð þeirra hefir kost- að Þá meira en ef þeir að eins hefðu keypt það, sem þeir nauð- synlega þurftu með og borgað sannsýnilegt verð fyrir. Margt fólk, konur 'og karlar, sækjast ákaflega mikið eftir að kaupa á uppboðum allskonar hluti, sem það hefir ekki nokkra vitund með að gera. Sérstaklega á þetta sér stað þegar um húsmuni er að ræða og á því fólk þetta áldrei neinn nýjan búshlut í eigu sinni og oft eru þessir brúkuðu hlutir orðn- ir svo slitnir, að þeir þurfa sifeldra aðgerða við til þess að hægt sé að notast við þá og eru aldrei í viðun- anlegu lagi. Slikur heimskulegur kaupskapur er e'in hin lakasta teg- und af eyðsluserrý. Gæði og end- ing hlutanna sem maður ætlar að kaupa sér ætti að vera það fyrsta sem á er litið áður en kaupin eru gerð. í því er hin sannarlega spar- semi innifalin að athuga það hvoru tveggja. Og þó eru margir menn sífeldlega í kröggum af því þeir kaupa ódýrar vörur, sem eru alveg endingarlausar og sífelt þarf að endurnýja. Enginn vinnuveitandi svíkur sjálfan sig fremur en sá, er hyggur að sparnaður sé í því að ráða til sin þá menn, er lægst kaup taka. Sú aðferð að reyna að hafa sem lægstar upphæðir á kaupgjaldslist- anum, hefir eyðilagt margt fyrir- tækið. Starfsmenn þeir, sem bezt hefir gengið atvinnugrem sin hafa jannfærst um að beztu verkamenn- irnir, — á sinn hátt eins og bezta verkefnið, — verða ódýrastir þeg- ar til lengdar lætur, þó hærra kaup þurfi að borga þeim en hinum. Ó- dýr verkalaun þýða að öllum jafn- aði lélega af hendi leysta vinnu. Margt gestgjafahúsið hefir far- ið á höfuðið vegna þess að eigand- inn var að berjast við að spara fá ein þúsund dollara á ári með þ,ví móti að halda kauplága þjóna og matreiðslumenn og kaupa ódýrar matartegundir. Slíkur sparnaður borgar sig sárailla í þeirri atvinnu- grein engu siður en öðrum. • Sumir menn ná aldrei í dollarinn af því þeir eru sí og æ að eltast við centin. Þeir hugsa svo mikið um að spara centin að dollarinn geng- ur þeim úr greipum. Þeir missa sjónar á góðu tækifærunum af því hugurinn er fastur við smámun- ina. Hver sá, sem ætlar sér að leysa e'itthvert ætlunarverk vel af hendi verður að vera andlega og líkam- lega vel á sig kominn og vel undir- búinn. Þeir menn, Sem mestu afkasta, leysa verk sitt bezt af hendi og þola mesta áreynslu eru vanalegast þeir ein'ir, sem bezt fara með sig. Af því einmitt að þeir gæta þeirr- ar varúðarreglu eru þeir jafnan í góðu ásigkomulagi t'il að mæta því sem að höndum ber. Það er mis- skilin fcparsemi í því innifalin, sem eyðir lífsfjörinu og starfsþrekinu til ónýtis að draga við sig hitt og þetta, að óþörfu, að eins í þeim til- gangi að auka fáe'inum centum við i budduna sina. 4 Vitaskuld er langt frá því, að menn séu alment svo efnum búnir, að þeir geti ætíð veitt sér úrvals- tegundirnar, af hverju sem er. En hitt er líka jafnsatt, að meö óskyn- samJegum sparnaði skerða menn oft og mörgum sinnum efnahag sinn í stað þess að auka hann. Nú á tímum er mjög mikil á- herzla lögð á það hvernig menn ganga til fara. Að mönnum geng- ur vel að hafá sig áfram er langt frá því, oft og tíðum, að vej-a sakir verðleikanna. Hvernig þe'ir koma fyrir sjónir í ytra útliti er mjög oft næsta þýðingarmikið, sérstaklega í stórborgunum, þar sem persónu- legur kunningsskapur manna á milli er svo mjög takmarkaður. t smábæjunum, aftur á móti, má svo að orði kveða, að hver þekki ann- an og hæfileikar hvers og eins séu öllum kunnir. Og samt sem áður getur þar éinnig verið töluvert undir því komið, að hirða vel um sinn ytri mann. í hverri stétt eða stöðu sem mað- tirinn er, þá er honum það nauð- synlegt, ef hann skeytir nokkuð um timanlega velferð sina og lang- ar til að komast vel áfram,að reyna að afla sér álits meðbræðra sinna. Auðvitað er að það kostar minna að draga sig í hlé, vera hvergi með, eins og menn segja, en sú sparsemi getur, samt sem áður, orðið manni of dýrkeypt sparsemi. Allir ættu að láta sér umhugað um að forðast þröngsýnina, smá- sálarskapinn, nirfilsháttinn. Geri menn það ekki, þá óvirða þeir skapara sinn, sem setti þá í heim þenna til þess að þeir létu eitthvað markvert, eitthvað gott, eftir sig Hggja. Alt í kring um oss á lífsleiðinni sjáum vér heila hópana af mönn- um, réttnefndum nátt-tröllum, sem hafa dagað uppi af því þeir voru of lítilsigldir, hvað hugsunarhátt- inn snerti, til þess að tíma því að verja néinu til að stækka sjóndeild- arhringinn og afla sér andlegra fjársjóða. Þessir menn eiga ef til vill dálítið fé fyrirliggjandi á e’in- hverjum bankanum, en andlegi fjárhagurinn er í svo bágu ástandi, fyrir vanrækslu sakir, að marg'ir, margir, sem hugsuðu minna um óankabókina en meira um andlega gróðurlífið, eru nú komnir langt á undan í kapphlaupinu eftir ske’ið- velli lífsins. Þau „stóðu og urðu að stein'i“,andkgy nátt-tröllin, af þvi þau voru ekki undir það búin, að standast géisladýrðina.þegar ár- sól menningarinnar brunaði fram á himinhvolfið. Enginn ber virðingu fyrir né hefir álit á smásálinni, þröngsýna þurradrumbnum, sem engu tímir til að kosta, aldrei tímir að kaupa sér góða bók til að lesa né lyfta sér neitt upp og ekki virðist hafa neitt annað markm'ið í lífinu en að leggja cent við cent. , Slikir menn komast aldrei langt eða hátt í lífinu, í hinni sönnu og réttu merkingu Þeirra orða. Þeir halda centinu svo fast upp að aug- unum, að þéir sjá ekki dollarinn. Sparsemin getur gengið svo langt, að hún verði að nirfilshætti, hún getur orðið manninum að á- steytingarstein'i í stað þess að verða honum að lyftistöng í lífinu. Það er ekki hyggileg hagfræði fyr- ir bóndann, að vera of naumur á útsæðiskorniou. „Sá sem l'itlu sá- ir mun lítið upp skera.“ Sannur sparnaður getur oft ver- ið í því innifalinn að vera ekki naumur á tilkostnað’inum og skera hann ekki við neglur sér. Hundr- uðin, sem þannig er varið gefa margsinnis af sér þúsundir í aðra hönd þegar fram í sækir, eða með öðrum orðum: þegar uppskerutím- ’inn kemur. Læknarnir og striðin. Engin undur eru það þó lækn- arnfr.sem hafa á hendi ekki að eins það starf að ráða bót á meinum mannanna, heldur jafnframt að koma í veg fyrir Þau á þann hátt að kenna mönnum að þekkja or- sakirnar til ýmsra sjúkdóma, finni köllun hjá sér til þess að taka al- varlegan þátt í mótspyrnunn'i gegn stríðum og styrjöld með öllu því böli sem af ófriðnum jafnan leiðir. Hyggilegasta og mannúðlegasta aðferðin, sem læknum er unt að viðhafa, er sú að reyna til að vinna bug á upptökum eða orsökum þeim, er leitt geta af sér sjúkdóma og koma á þann hátt í veg fyrir þá. Og ekki er það nema eðlilegt í alla staði, þó hugsandi og hjarta- góður læknir, ler á ófriðartímum hefir það starf með höndum, að leitast við að græða sárin.sem and- stæðingarnir með margvíslegum kænlegum og áhrifamiklum morð- tólum veita hver öðrum, eða þegar hann sér stóra hópa af ungum og efnilegum mönnum hníga örenda í valinn, dag eftir dag, er það þá ekki eðl'ilegt, aegjum vér, þó lækn- irinn leggi fyrir sjálfan sig þessar og þvílíkar spurningar: „Að hverjum notum kemur þetta? Mundi ekki mega komast hjá þess- um ósköpum? Venjulegast gera menn sér það að skyldu að reyna sem allra lengst að halda lífinu í meðbræðruro sinutn. iafnvel þeim sem lengst eru le'iddir og helst af öllu óska eftir því að fá að deyja. En hér er öðru máli að gegna. Hér eru ungir og hraustir rnenn, fullir af lífsþrá og lífsfjörf*, bry|tjaðir niður í þúsundatali eða gerðir að æfilöngum örkumlamönnum. Stríðið milli Rússa og Japans- manna, einkum hin afar mann- skæða orusta við Mukden, varð til þess að í Marzmánuði 1905 rnynd- aðist alþjóða læknasamband.er hef- ir það að markmiði að vinna af öll- um kröftum að því að útrýma stríði og styrjöldum. Aðalból þessa sambands er í París á Frakk- land'i og eru meðlimir þess, víðs- vegar um heim, nú orðnir nálægt því eitt þúsund að tölu. Nýlega hélt samband þetta árs- fund sinn og var þar borín upp og samþykt sú tillaga frá formanni fé- lagsins, að reynt væri að koma því í framkvæmd, að með gjörðardóm- um yrði framvegis skorið úr deil- um á milli þjóðanna í stað þess að láta byssurnar og sverðin skera úr, og fórna til þess fjöri og blóði tuga þúsunda af efnilegum, hraustum og saklausum mönnum, en gera ó- teljandi fjölda kvenna og barna að sárt saknandi munaðarleysingjum. Hugmyndir læknafélagsins eru nú þegar farnar að ryðja sér braut, bæði inn í fundarsali löggjafa ýmsra þjóða og eins inn að rit- stjóra-borðum stórblaðanna. Árið 1907 ætlar félagið sér að safna saman á þing í París læknum um heim allan til þess að ráða ráðum sínum viðvíkjandi þessu ákaflega þýðingarmikla velferðarmáli, og hrinda því áfram. Eru forgöngu- mennirnir mjög vongóðir um, ef sáð er sæð'i friðarins út á meðal þjóðanna og með óþreytandi elju unnið og hlúð að því á allar lundir, þá muni engu ólíklegra að það geti náð að festa rætur í hugum og hjörtum manna, en ófriðar íllgres- ið, sem hingað til hefir svo háska- lega spilt ökrum þjóðfélaganna.Og víst er óhætt um þáð, að heitustu óskir um blessunarríkan vöxt og viðgangs þessa fagra fyrirtækis, munu hreyfa sér í brjóstum ótelj- andi fjöída fólks um heim allan. ------o------ Barnavinirnir. Kátína er einkenni á heilsugóð- um börnum. Nærri því allar sorg- ir þeirra eru einkisvirði þegar meltingin er í góðu lagi og þau eru laus við tanntökuveikindi. Ba- by’s Own Tablets lækna magasjúk- dóma, vindþembu, hitasótt, niður- gang og tanntökuveikindi. Hver einasta inntaka færir fjör og á- nægju, og mæðurnar hafa fylstu tryggingu fyrir aö þetta meðal hafi ekki inni að halda nein eitruð eða skaðleg deyfandi efni. Mrs. James Jewers, Beaver Harbor, N. S„ seg- ir: „£g hefi gefið barninu mínu Baby’s Own Tablets, hve nær sem eg hefi álitið þörf á, síðan það fæddist. Þær hafa ætið hjálpað, og nú er barnið hálfs annars árs gamalt og mjög vel hraust. Eg á- lit að hver einasta móðir ætíð ætti að hafa þessar Tablets við hend- ina.“ Þér getið fengið Baby’s Own Tablets í öllum lyfjabúðum, eða sendar með pósti, á 25C. öskjuna, ef þér skrifið til The Dr. Williams Medicine Co„ Brockville, Ont. IsUr Flniiibers, Stephenson & Staniforth 118 Nena St.. - WINNIPEG Rétt norðan viB FyrsLu lút. kirkju, Tel. 5780, : : : Koi o : eldiviður. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Banff harð-kol. Amerísk harö-kol. Hocking & Lethbridge * lin-kol. Eldiviður: Tamarac. Pine. Poplar. J ♦ ♦ Harstone Bros. j 433 Main St. : ♦ ’Phone 29. ♦ : : ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ : : Píanó og Orgel enn óviðjafnanleg. Ðezta tegund- in sem fæst í Canada. Seld með afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. Miss Louisa G. Thorlakso n, TEAOHER OF THE PIAJiO. 062 Langside St„ P. Th. Johnson, KENNIR PÍANÓ-SPIL og TÓNFRÆÐI Útskrifaður frá 1 Kenslustofur: Sandison músfk-deildinni .við T Ðlock, 304 Main St., og ,Gust,Adolphus Coll. t 701 Victor St. Thos. H. Johnson, tslenzkur lögfrœClnaur og m&la- færslumaBur. Skrifstofa:— Room 83 Canada Llfe Block, suCaustur hornl Portaga avenue og Maln st. Utaná-skrlft:—p. o. Box 1364. Telefón: 423. Wlnnlpeg, Man. H. M. Hannesson, íslenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstofa: ROOM 412 McINTYRE Block Telephone 4414 Dr. O. Bjornson, | Offick: 660 WILLIAM AVE. TEL. 89 Offick-tImar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. House: 9» McDermot Ave, Tel. 4300 Dr. 'NWAAAFVN son. < B. J. Brandson, Office: 630 Willlam ave. Tel, 89 1 Hours: 3 to 4 & 7 to 8 p.m, Residence: 630 McDermotave. Tel.4300 WINNIPEG, MAN. Dr. G. J. Gislason, MeOala- og Cppskuröa-læknlr, Wellington Block, GRAND FORKS, - N, Dak. Sérstakt athygli veitt augna, eyrna nef og kverka sjúkdómum. Dr. M. Halldorson, PARK KIVER. N. D. Er aC hitta & hverjum miCvlkudegl í Grafton, N.D., frá kl. 6—6 e.m. I. ff. Gleghorn, ff D læknir og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfjabúCina 6. Baldur, og heflr þvl sjálfur umsjðn & öllum meC- ulum, sem hann lwtur frú sér. Elizabeth St., BALDUR, - MAX. P.S.—Islenzkur tölkur viC hendlna hvenær sem þörf gerist. A. S. Bardal selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- ST aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minaisvarða og legsteina TelepUone 3o6 Páll M. Clemens, byggingameistari. 219 McDermot Ave. WINNIPEO Phone 4887 M, Paulson, - selur Giftingaleyflsbréf dtk — þvf að Edflu’s BuoDingapappir heldur húsunum heitumj og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishom- um og verðskrá til TEES & PERSSE, LIR- A.QBNTS, WINNIPEö, 'Stærsta Skandinavaverzlunin í Canada. Vér óskum eftir viðskiftum yðar. Heildsala ’og smásala á innfluttura, lostaetun? matartegundum. t. d.: norsk KKKogKKKK spiksfld, ansjósur, sardinur, fiskboll- nr, prímostur, Gautaborgar-bjúgu, gamalostur, rauð-sagó, kartöflumjöl og raargskon- ar grocerie-vörur The GUSTAFSON-JONES Co. Limited. 325 Logran Ave. 325 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.