Lögberg - 08.11.1906, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.11.1906, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTLDAGINN S. NOVEMBER 1906 DENVER^og HELGA e6a VIÐ RÚSSNESKU IIIRÐINA. SKÁLDSAGA . eftir ARTHUR W. MARCHMONT. En ekkert varö af áhlaup'inu Iþá strax, og meöan viö biöum og vonuðumst eftir því á hverri stundu, kom Boreski. „Viö erum búnir aö ganga frá þessum ,þremur,“ mælti hann. „Komið meö þá og skjótiö þá,“ svaraöi eg. „Fjandmenn okkar hafa náð mademoiselle og her- togafrúnn'i á sitt vald.“ „Eg held viö græöum ekkert á því.“ „Komið meö þá, eins og eg segi,“ svaraði eg fokvondur, og þegar hann hikaði við, hljóp eg sjálf- ur inn í herbergið. „Eg biö ykkur fyrir guös sakir aö drýgja ekki morö,“ hrópaði Boreski á eftir mér, og Ivan, því hann fór á eftir mér inn. Eg skeytti því engu en greip fyrsta manninn.sem fyrir mér varð og dró hann út, þó hann væri "bund- inn, og henti honum niöur hranalega. Þaö var eins og eg espaöist af þessu, og eg rauk inn aftur og sótti annan bandmgjann, sem eg lét sæta jafn ómtrv.i- úölegri meöferð. í reiði minni fór eg að eins pg hroðamenni og lydda. Þegar eg kom út í það sinn'i, heyröi eg aö Bor- eski var að tala við einhvern niðri. Eg beygöi mig áfram til að reyna aö sjá, þann sem var aö tala viö hann, og ef eg hefði getað séð hann, býst eg viö, aö eg hefð'i skotið hann niður samstundis. „Þiö vitiö að hverjum við eriun aö leita,“ sagði maðurinn niðri. „Fáið okkur hann í hendur, þá^ skulum viö fara.“ „Hver ert þú?“ spurði Boresk'i. „Þaö stendur á minstu hver eg er. Eg mæli þetta fyrir hönd stallbræöra minna allra.“ „Ekki allra,“ greip eg fram í og hló hæðilega. „Viö höfum þrjá þeirra hér i böndum, sem ekki er ólíklegt, aö vildu gjarnan leggja orð í belg meö þér. V'iltu ekki koma upp hingaö, og láta þá segja þér, hvers_vegna þeim mistókst aö kveikja í húsinu?“ Orð mín virtust aö hafa töluverðar verkanir. Menmrnir þögnuðu, drógu sig í hóp, og ráðguðust æði stund, en við heyröum ekkert nema óminn af röddum þeirra, þó þeir væru býsna háværir. Alt í cinu datt mér i hug orsökin. Eg hafði talaö til þe.rra á rússnesku, og höföu þeir auðsjáanlega þekt á hljóö- fallinu, að eg var útlendingur. Eg bjóst nú loksins við að geta greitt úr þess- um vandræðum, og þegar eg sá það, rann mér mesta reiðin. „Ætlið þið aö koma, herrar mínir?,‘ kallaði eg aftur. „Viö getum lofað ykkur því, aö þið skuluö eiga von á |>eim viðtökum, að þið munið að minsta kost'i ekki allir þurfa aö hafa ffyrir þvi aö fara ofan stigann aftur. Eða eruö þið þau ómenni, að þið fá- ist aðeins viö að handtaka varnarlausar konur, en þorið ekki að ráða að karlmönnum?“ Alt þetta sagöi eg á rússnesku og skeytti litt um réttar áherzlur. „Hver er þessi, sem talar, Boreski?'1 spurði loksins sama djúpa röddin, sem áöur hafði haft orð fyrir hintim. „Það er maðurinn, sem þið hafiö veriö nógu auðtrúa bjálfar að halda, aö væri Rússakeisarinn," svaraði eg hlæjandi. „Því svarar þú okkur ekki, Boreski?“ var kall- að tipp aftur. „Segiö þeirn eins og er, Mr. Boreski,“ sagöi eg nógu hátt til þess, aö þeir sem niðri væru gætu heyrt þaö. „Ef eg segi þeim það, munu þeir snúa hefnd sinni fyrir Vastic á hendur yðursvaráði hann lágt. „Þáð er betra en að þeir láti mademoiselle gjalda þess ranglega,“ svaraöi eg undir eins, jafn hátt og áður. „Eg hræðist þaö ekki, þó þeir fái aö vita sannleikann. Segið þeim að eg hafi lei.kið á ykkur engu síöur en þá.“ „Þéssi maöur er ekki sá, sem þið leitið að,“ svaraöi Boreski loksins. „Guð almáttugur hjálpi okkur!“ hrópáði mað- urinn sem talað haföi niðri. Þar sem eg sá ljóslega, hverjar verkanir þessi yfirlýsing hafði á mennina, og þar eð eg hefi sterka trú á gildi skjótra úrræða, hikaði eg ekki viö aö framkvæma þaö, sem mér datt næst í hug, og stökk fram fyrir skjólgarðinn ofan í miðjan stigann og staðnæmdist þar í ljósbirtunni. „Eg ætla aö lofa ykkur að sjá greinilega hver eg er,“ sagöi eg og leit ókvíðinn ofan til þeirra. Bæöi þaö, hvaö úrræðaskjótur eg var, og eins tæssi fífldirfska mín bjargaði mér í þetta s'inni. Mennirnir'gláptu á mig öldungis forviða, og enginn þeirra hreyföi legg né lið góða stund. Loksins var miðað á mig tveimur marghleypum. „Bí'ðið þið við fáein augnablik!“ hrópaöi eg í háum og skipandi rómi. „Ef þiö skjótið mig, und- irskrifiö þið um leið dauðadóm bandingjanna I þriggja, stallbræðra ykkar, sem eru þarna hinu megin við skjólgaröinn.“ Og um leið bent'i eg upp til félaga minna. „Þú veist hvaö þú átt að gera, Ivan.“ „Og gnð veit að eg skal líka gera þaö,“ svar- aði hann svo einbeittlega, að engum, sem til heyrði gat blandast hugur um að han stæði við orð sín. Þetta var eitt af þeim tilfellum, þar sem ó- skammfeilni og harka dugir, og ekkert annað. Foringi flokksins gaf mönnum sínum einhverj- ar fyrirskipanir í lágum nöldrunar og óánægjuróm’i, og þeir sem miöað höfðu á mig byssunum, stungu þeim á sig. Síðan sneri foringinn sér að mér og spuröi: „Hver ert þú?“ „Eg stend hér ekki fyrir rétti. Þú getur sjálf- ur séð hver eg er.“ „Það er maðurinn, sem myrti Vastic,“ heyrði eg einn þeirra segja, og vakti þáð þegar nýja gremju í öllum hópnum. Eg þóttist sjá, aö sá, sem frá þessu skýröi mundi vera maðurinn, sem hafði komið með Vastic, og sloppið undan. „Þú varst með honum, segðu hvað fram fór,‘“ kallaði eg til hans. „Eg sá þig skjóta hann niður éins og rakka.“ „Þú veist þú ferö með ósannindi,“ mœlti eg al- varlega. „Eg skaut hann ekki fyr, en hann var rétt að því kominn að skjóta mig. Hann viltist á mér og keisaranum, eins og þið allir hafiö gert. Þaö var um hans líf eða mitt að tefla.“ Orö mín vöktu óánægjuklið í flokknum, og eg bjóst á hverri stundu við, að foringinn mundi þá og þegar ntissa stjórn á mönnttm sínum, og þeir mundu rj'öjast upp og tæta mig í sundur. Eg hef minsta kosti aldrei v'erið jafn nærri dauða mínum og í það skifti. „Kondu niöur, svo við getum skoöað þig bet- ur,“ sagði foringinn því næst. „Þið getið séð mig fttllvel hér, þar sem eg stend, en eg skal þó gera þetta, ef ykkttr finst þáð varða nokkru. Mundu það, Ivan, að líf mitt kostar þrjú önnur,“ kallaði eg upp til félaga minna, og fór síð- an ofan stigann, og staðnæmdist frammi fyrir mörg- um, reiðiþrútnum og illilegum ofstopamönnum. ..Þetta cr ekki keisarinn; fari hann til fjárans,“ kallaði einn úr hópnttin. „Eg er jafnvel ekki Rússi,“ svaraði eg. „Hvað heitirðu?“ spurði foringinn alvarlega. „Þaö kemur þér ekkert við.“ „Eg vil fá að vita þaðmælti hann ógnandi. „Þó þú ógnir mér nnmt þú fvr verða hengdur á hæsta gálga á Rússlandi, en að eg segi þér það.“ Eg sagði þet'ta auðvitað af uppgeröarþráa. Það var þýðingarlaust í sjálfu sér, að dylja nafn mitt nú. I Helga sagði þetta í áheyrn félaga Vastics. En eg þorði ekki að láta undan hótun foringjans. Léti eg nokkurn bilbug á mér finna var að öllum lík'indum úti um mig. „Þú ert býsna djarfur náungi,“ sagði hann. „Eg hef þrefalda ástæðtt til þess þarna ttppi,“ svaraði eg harðneskjulega. „Þú gettir látið drepa mig, ef þér sýnist, og þú þorir það. Þið v'itið allir að það er ekki látið viðgangast, að útlendingar, eins og eg, séu myrtir með köldu blóði, án þess að full hefnd komi fvrir. Skjótið m'ig, ef þér þorið að sjá framan í rússneska böðulinn. Ef þið þorið það ekki, þá er ykkur best að hætta þessum rekstri.“ , „Þú hefir drepiö einn stallbróðir okkar.“ „Já, og þrír aðrir verða drepnir, ef þið drepið ’ mig.“ Þetta reið baggamuninn. Það l^yndi sér ekki. Hann hafði fussað við, þegar eg mintist á böðulinn, en nú þagöi hann alveg. Hann var bæði fokre'iður og ráðalaus. Hann var, eins og hinir aðrir félagar hans, fús á aö taka mig af lífi; en hann hélt aö hót- un mín yrði þá framkvæmd; og það eina sem haml- aði honum frá að leggja hönd á mig, var óttinn fyr- ir lífi íaxbræðra hans. „Neitarðu enn að segja til nafns þíns?“ spttröi hann ,og held eg helzt, aö hann hafi ekki vitað hvað hann átti aö gjöra eöa segja. „Eg neitaði því ekki vegna þess, að eg óttaöist ’ það, þó að þiö fengjuð að vita það. En h’itt er þaö, aö eg leyfi engum að ógna mér.“ „Ætlarðu þá aö segja mér það?“ „Já, þegar þú spyrð að því í þessum tón. Nafn mitt er Denver; og eg er Bandarikjamaöur." „Hvernig stendur á því áð þú ert hér?“ „Eg kom hingað í Þeim erindum, aö út leit fyr- ir, að eg væri keisarinn. Einn þe'irra, sem viltist á því, var spæjarinn Drexel, og hann hefir hleypt öll- öllum þessum eltingaleik á staö.“ „Hvar er hann?“ „Hann er lifandi nú sem stendur. En hvað lengi hann fær aö halda lífi, er undir vkkur kom'ið.“ Hon- um varö ekkert betur viö þetta, en fyrri hótun mína. „Þaö hefir verið gert frámunalega mikið glappa- skot,“ mælti hann. „Sem þú hefir fremur aukið viö en bætt úr.“ „Meðgengur þú aö hafa drepið Vastic?“ „Eg hefi ekki reynt að bera á móti því.“ „Til þess verðttr bæði þú og Þeir, sem þar'áttu hlut að máli, að svara.“ „Eg einn ber ábyrgðina. Þú hlýtur að vita það. Maðurinn, sem með honum var getur borið um það.“ „Þú ert grunsamlega mikiö áfram um að draga þá sem með þér voru undan hefndinni.“ „Eg segi sannléikann og ekkert annað. En við skulum snúa okkur aftur að aðalefninu,“ mælti eg í sarna skipunarróminum og áður. „Eigum við aö halda áfram bardaganum, eða ætlar þú að yfirgefa þetta hús ásamt mönnum þínum?“ „Ætlar þú að fara að gefa mér fyrirskipanir?“ spurði hann með nýjum þjósti. _ . „Já, vegna þess aö eg held á keyri, sem þú ert hræddur við,“ svaráði eg drembilega. „Gleymirðu því, að líf þitt hangir á bláþræði?“ „Bláþræðirnir eru fjórir, og það hangir sitt líf- iö á hverjum,“ svaraði eg; hann hrökk viö, beit á vörina og þagnaði. Eftir litla stund sagði hann aft- ttr: „Ef við förum burtu, verðtvr þú aö fara með okkur.“ „Lifandi fer eg ekki, og ekki heldur einn.“ Eg sagði þetta með áherzltt, sem hann gat ekki misskil- [ ið. „Viltu láta féiaga okkar lausa?“ Mér lá við að brosa, þegar hann sagöi þetta. Það var óræk sönnun fvrir því, að eg haföi unniðj bug á honttm. En eg svaraðt svo alvarlega, sent mér var auðið: „Það getur ekki komið til mála áð þú setjir mér neina skilmála. Láttu flytja mademoiselle og þá, sem með henni voru teknir, t’il hússins, og farðu svo bttrt meö flokk þinn. Þegar eg hefi gengtð úr skugga um að engin brögö búi undir, og þið eruð hættir á- rás þessari, fyrir fult og alt, skal bandingjunum þremur verða slept og fyr ekki.“ „Eg strengi þess heit, að þú skalt fá þetta borg- að,“ hrópaði hann afarretður. En eg skeytti því engu. Eg gat bóðið honum byrginn. Hann sá það. Illyrði hans og hótanir lágu mér í léttu rúmi. Hann stóð æðistund á báðum áttum. Reyndar auðsjáanlega til að hugsa upp nýtt undanbragö, en þegar honum tókst Það ekki sneri hann sér að fé- lögum sínum, til þess aö ráðfæra sig við þá. Þeir detldu lengi, og mjög æstir um hvað gera ætti, en öll mótmæli strönduðu á því, að ef Þeir gerðu mér eitthvert mein, mundu félagar þeirra sæta sömu kostum. Óbænum, hrakyrðum og hótunum rigndi yfir mig, og eg gat lesið það út úr andlitum þeirra allra, hve ákaft þeir hötuðu mig. Einu sinni leit út fyrir að þeir ætluðu ekki að standast freistinguna, til að i hefna sín á mér og svala gremju sinni, svo eg kall- a§i til Ivans og sagði: „Þú"sérð hvað þeir eru að búa sig i áð gera, vertu viðbúinn.“ „Eg er viðbúinn, monsieur,“ svaraöi hann. Það nægði. Það sljákkaöi í þeim, sem æstastir höfðu veriö, og sá hluti flokksins, sem vildi ná frið- samlegum samntngum, fékk aftur yfirhöndina. Loksins voru tveir menn sendir út, og kömu þeir aftur með Helgu, hertogafrúna og þjónustu- stúlkurnar. Það glaðnaði yfir Helgu þegar hún sá mig, um leið og flokkurinn veik sér frá svo þær kæmust að stiganum. „Er nokkur ykkar særð spurði eg?“ „Nei, engum svöðusárum. Vtð erum dálítiö stiröar undan böndttnum, og þar meö búið. En hvað hefir skeö hér?“ „Við hcr höfum veri'ð að þrátta um það, hve mikils viröi gisl væru, og hafa þessir herrar loksins fallist á skoðanir rnínar í þvi efnt. Það er komið á vopnahlé. Er því réttast fyrir yður, og hitt kven- fólkið, aö fara upp á loftið, meðan við erum að út- kljá síðustu atriðin í friðarsamningunum.“ Óvinirnir fóru svo áð tínast út úr húsintt, og kallaði eg þá til eins þeirra, sem var að fara út með þeim siðustu, og sk'ipaði honum að söðla hest handa, mér. „Eg ætla að fylgja ykkur fáeinar milur áleiðis/* sagði eg við foringjann. „Vantreystirðu mér þá?“ spuröi hann reiðu- lega. „í föðurlandi mínu er þáð algengur siður, að menn líti sjálfir eft'ir því, er miklu varðar, í staö þess að láta aðra gera þaö, eins og títt er hér og víð- ar. Hvað þetta atriöi snertir, ætla eg aö fylgja gömlu venjunni, sem viö höföum heima í Bandaríkj- unum. Ivan,“ — kallaði eg því næst, — „verði eg ekki kominn aftur, eftir liðuga klukkustund, máttu eiga þáð víst, aö ekki er alt meö feldu. Þá veistu líka hvað þú átt aö gera.“ „Já, monsieur, eg veit það.“ „Þú ætlar að þrautreyna þolinmæði mína,“ mælti foringinn. „Ónei, þetta er að éins nauðsynleg varasemi, eða fyrirhyggja,“ svaraði eg brosandi; og fylgdist síðan með honum út í hesthúsiö. „Mér gezt miðlungi vel að þessari varastmi þinni, þú gengur býsna langt hvaö þáð snertir,“ mælti hann. „í raun réttr'i langar mig til að tala við þig eins- lega, þvi að það, sem eg ætla aö ræða við þig um, er þannig vaxiö, að eg vil ekki að hinir heyri það. Þeg- ar við erunt komnir á stað skal eg segja þér frá því, strax og við getum orðið samsíða.“ Eg þtirfti aö spyrja hann ýmsra ártöandi spurn- inga. Þegar við vorum allir komnir á stað, drógumst við, eg og foringinn, dálítið aftur úr hópnum, og spurði eg hann þá strax að fyrstu spurningunni. „Mig langar þá fvrst til að v'ita,“ mælti eg, „á hverju eg megi eiga von af ykkar hendi, fyrir þaö sem gerst hefir hér í nótt.“ XV. KAPITULI. Hœttan eykst. Félagi minn var ekki fljótur á sér aö svara spurningunni, og riðum við góöan spöl áður en hann tók til máls. „Hversvegna gastu ekki talað um þetta við mig svo hinir heyröu. Eg á við félaga þína í Brabinsk- húsinu ?“ „Hversvegna ræðir flokkur þinn eigi öll mál sín opinberlega á götum úti, eða á álmannafæri? Eg býst við, að hann hliðri sér hjá þvi vegna þess, að hann vill eigi gera þau öll heyrum kttnn. Það stendur alveg eins á fyrir mér.“ ,.Hversvegna er þér svona ttmhugað um að lialda þessu leyndtt?“ „\ egna þess, að örvgð mín keniur mér einum við og engum öðrum.“ , „Ertu máske lögregluspæjari?“ „Nei, ef eg hefði verið það, hvernig geturðu þá ímyndað þér, að eg hefði verið aðalleiðtoginn í Bra- binsk ?“ „En hver ertu þá?“ „Eg hef sagt þér það. Eg er Bandaríkjamáður, Eg hefi flækst inn i Þetta vandamál, og langar nú til að sleppa úr þessum kröggum, sem allra fyrst aftur.“ „Þú drapst Mr. Vastic.“ „Eg veit að þú ert ekkl svo grunnhygginn, að ímynda þér, aö mig hafi fýst aö vinna það verk. Eg átti engar sakir við hann, og ekki við þig heldur. Alt valt á því, hvort hamn ætt'i að fá aö skjóta mig — ætlandi að eg væri keisarinn — eða að eg yrði, fyrri til, enda urðti þatt úrslitin." „Við erum ekki vanir að þola það, aö félagar okkar sétt drepnir, án þess að hefndir kom'i fyrir þá,“ svaraði hann og leit illilega til mín. Eg hikaði við, áður en eg svaraði, þvt eg hélt, aö hann mundi, segja eitthváð meira um þetta, en þegar það varð ekk'i, mælti eg hæglátlega: „Eg á líklega að skoða þetta á þá leið, að mér sé sagt strið á hendur. Að þiö hafið einsett ykkur að ráða mig af dögum fyrir þessar sakir. Þetta eru ekkert álitlegar horfur, — fyrir mig eða ykkur.“ Honum varð éins og hálfhverft við síðustu orðin, sem eg sagði. „Við hvað áttu?“ „Við Bandarikjamenn höfum orö fyrir að vera illvígir mótstööumenn, þegar búið er aö reita okkur til reiði. Eg þekki hvern e'inasta mann í flokki þín- um, og eg er einstaklega minnisgóður — minsta kosti þegar eg áset mér að muna eitthvað.“ „Eg ráðlegg þér að fara gætilega í þær sakir.“ „Ivan þekk'ir þá líka, hann er trygðavinur minn,“ svaraði eg rólega, án þess aö sinna þvx nokkru, sem hann hafði sagt. Þegar hann ansaöi því engu mælti eg ennfremur: „Þú hefir fengiö aö sjá dálítiö sýn- ishorn af þvi í kveld, hvernig mótstööumenn við vestan úr Bandaríkjunum erum, og geturðu því gert þér t hugarlund við hverju þú og félagar þín’ir meg- ið búast, ef nokkuð veröur úr þessari hefndarvið- leitni, sem þú mintist á áöan. Þú getur þá veriö viss um. áð mér dettur þá ekki i hug aö hlífa neinum ykkar.“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.