Lögberg - 08.11.1906, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.11.1906, Blaðsíða 1
Ný eldavél. í haust erum við aö selja nýja stál elda- vél meö 6 eldholum, á $30.00. Viö hóf um selt mikiö af þeim og þær reynasl vel. Komiö og skoöiö þær. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. S38 Main Str. Telephone 339 Yeiðitíminn. Ætlaröu á veiöar í haust? Ef svo er þarftu byssu'og skotfæri. Hvorutveggja fæs* hér fyrir lágt verö. D. B. byssur $10 og þar yfir.^Hlaöin skothylki $1.90 hundr. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 Main St. Telephone 339. 19 AR. Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 8. Nóvember 1906. NR. 45 Fréttir af Bandaríkja kosningunum. Hearst fallinn í New York rik- inu. Republicaninn Charles E. Hughes valinn rikisstjóri þar, me'ö því nær fimtiu þúsund atkvæöuni fram yfir Hearst. — Hver flokk- urinn veröur liöfleiri í samb/þing. er enn óvist. Sem stendur hafa af republicana flokki veriö valdir hundraö og áttatíu þingmenn en hundrað og fjörutíu af demokröt- um. Fregnirnar ókomnar um sex- tíu og sex kjördæmin. Greinilegri fréttir viövikjandi kosningunum veröa aö biöa næsta blaös. -----o------ Fréttir. Símskeyti frá Kaupmannahöfn skýrir frá Því aö tveimur svensk- um verkfræðingum hafi fyrir skemstu hepnast að búa til stein- olíu úr tjöru með nijög óbrotinni efnafræðislegri aöferö. Mælt er áð olíukonungurirun ameríski, John Rockefeller, hafi stefnt þessum tveimur mönnum til móts við sig í Parísarborg. til að semja viö sig um kaupmála á uppgötvuninni. Standard olíufélagið í Ohio var nýlega dæmt í fimm þúsund doll. sekt fyrir lagbrot viðvíkjandi starfsemi sinni. Er taliö líklegt, aö ef fallið heföu á félajið öll sakar- ákvæöin, sem borin voru á þaö, mundi sektin hafa orðið eigi minni en sex miljónir dollara. í Persíu er nú komin á þing- bundin einveldisstjórn, með að „Shahinn“ hefir fyrir skemstu veitt þjóöinni rétt til aö kjósa sér full- trúa, er mæti fyrir hennar hönd á iandsþingi. Fyrsta persneska þjóö- þingið var sett fyrir litlu síöan af ,.Shahinum“, er flutti þar hásæt- isræöu eins og lög gera ráð fyrir. Gat hann þess þar, að um átta ára bil hefði hann stöðugt verið aö hugsa um aö veita þjóð sinni áö- urnefnd réttindi og slaka á ein- veldisböndunum, þó það heföi ekki komist í framkvæmd fyr en nú. [Þjóðþingið kemur saman í höfuð- borg Persíu, Teheran, og er þjóð- in sögö mjög fegin stjórnarbreyt- ingunni, sem þykir mjög nýstár- leg þar austur frá, því Asíuþjóð- irnar yfirleitt eiga ekki slíku frelsi að fagna. Frétt frá Pétursborg skv-rir frá stórkostlegu bankaráni sem þar er nýframið. Svo stóð á að féhiröir tollskrifstofu einnar þar í borg- inni hóf um þrú hundruö þús- und dollara á fjármálasknfstofu ríkísstjórnarinnar og var á leið með peningana til skrifstofu sinn- ar. Ók hann i vagni og fylgdu vagninu til tryggingar hermenn tveir. Þegar minst varði réðust 15 byltingamenn á vagninn.Voru það alt ungir menn, vopnáðir marg- hleypum og sprengikúlum. Hófu þeir atlöguna með því aö kasta einni sprengikúlunni undir vagn- inn. Flýði þá féhirðirinn en her- mennirnir héldu vöm uppi gegn ræningjunum. Vagninn sprakk all- ur í sundur og tveir ránsmann- anna létu lífið við þá sprengingu en fjöldi fólks safnaðist að, baeði j lögreglttmenn og byltingamenn og varö þar skæð orusta. Þegarí rimman stóð sem hæst og ræningj- j arnir voru aö leggja á flótta, hafði j kona ein komið hlaupandi út úr húsi þar i grend og klófest einn peningaböggulinn, og komist und- j an meö hann. Telst svo til að feng- ur hennar hafi numiö tvö hundr. þús, doll., og búist viö aö hún hafi verið í vitorði niéð byltingamönn- unim’ 'imm þeirra voru hand- tekn' en hinir sluppu undan. Þær fréttir berast frá Evrópu, að stórkostlegur skipskaði hafi orðið í Englandssundi 28. Októ- ber. Rakst þvzkt flutningaskip, er var á leið til Miöjarðarhafs, þar á annaö skip er mönnum er ó- kunnugt um hvaðan var, og sökk þýzka skipið samstundis, og fórst þar skipshöfnin öll tuttugu og þrír menn. Hjálpráðisherinn í Boston opn- aöi til afnota 1. þ. m. stórhýsi eitt mikið, þar i borginni. í því eru tvö hundruð áttatiu og sjö her- bergi og er þetta talið stærsta gistihús heimsins nú sem stendur. Gerschunin, rússneski níhilistinn alræmdi, hefir flúið úr fangavist- inni i Síberíu, og komist brott þáðann falinn í tómri vatnstunnu. Hann hafði veriö dæmdur til lífs- tíöar fangavinnu í námunum þar fyrir að vera í vitoröi um morð innanríkisráðgjafans rússneska, Sipiaguine, og ýmislegt fleira. Stendur mörgum stjórnarsinnum á Rússlandi mikill stuggur af því að hann er laus oröinn úr fanga- vistinni, því á sinum tíma var hann einn hinn áræðnasti og slungnasti níhilisti er sögur fara af á síðari tímum. * Ofviðri mikiö er sagt aö hafi verið við strendur Miðjarðarhafs 1. þ. m. Getið er um að miklir skaðar hafi orðið af fþvi í hafnar- borgum Frakklands, Toulon og Nice. Rak þar fjölda skipa að landi og skemdi, en sjór gekk upp i íbúðarhús og sölubúðir er næst stóðu ströndinni og gerði mikinn skaða. Bóluveiki, sem undanfarið hefir brytt töluvert á í New Brunswick, er sagt að sé nú óðum að breiðast út þar. í Southamton og York County nú taldir um hundrað bólu- sjúkir menn, og sjötíu í Kent Countv. Hundrað þúsund doll. eigna- tjón varð af eldi, sem kom upp í verksmiðju einni í New York 2. þ. m. og fjöldi fólks lenti þar í hinn mesta lifsháska. Fullnaðardómur hefir verið kveðinn upp, 5. þ. m., yfir Paul O. Stensland, fyrir fjárdrátt og skjalafölsun meðan hann var bankastjóri Milwaukee avs. bank- ans. Er dómurinn á þá leið, að Stensland er dæmdur í fangelsis- vist um óákveðinn tima fyrir glæp- sinn, en samkvæmt þarlendum lögum getur sá dómur eigi verið minni, en eitt ár og eigi farið fram úr tíu. Við aukakosninguna sem fram fór í North Bruce kjördæminu i Ontario 30. f. m. ldaut þing- mannsefni frjálslyndaflokksins, John Tolmie þrjú hundruð og fim- tíu atkvæði fram yfir gagnsækj- anda sinn McLellan, conservatív- ann. Ameríska konan alkunna,Emma Goldman í New York, var sett í fangelsi fyrir skömmu síðan á- samt mörgum níhilistum öðrum þar í borginni. Var þeim gefið að sök að þau æstu fólk til illverka, og var þetta fólk tekið hóndum á einum æsingafundinum, 30. f. m. Á þeim fundi kváðu anarkistar hafa komist svo að orði. áð drepa ætti lögregluliðið, því það væri enn grimmara í Bandarikjunum, en hermennirnir á Rússlandi. Þær fréttir bárust frá Zungeru í Nigeríu 31. f. m., að á franska hersveit, sextíu manns alls, hefði ver'ið ráðist seint i Agústmán. síð- astl. af innfæddum Afrikubúum, tvö hundruð rnílur norðvestur af Tcad-vatninu, í Mið-Afríku, skamt snnnan við eyðimörkina miklu, og hefði franska hersveit- in verið gjöreyðilögð og enginn úr henni komist lifs af. Nýkomin frétt frá eynni St. Helena, dánarstað Napóleons mikla, segir að nú sé evjan i fyrsta sinn hervörzlulaus, siðan hún komst undir yfirráð Breta. 1 sparnaðarskyni hefir breska stjórnin kallað heim setuliðið það- an, svo eyjan er nú varnarlaus. Er svo frá skýrt í fréttinni, að í- búarnir, sem auðvitað eru ekki nema örfáir, séu mjög óánægðir yfir brottsending setuliðsins, því að nokkru levti lifðu þeir á því, og hafa nú mist eina markaðinn, sem þar var, fyrir afurðir búa sinna. Frægan sigur vann fjárniála- ráðgjafinn Mr. Fielding við auka- kosningarnar, sem fram fóru 31. Okt. síðastl., og fekk hann eitt þúsund Og sextán atkvæði fram yfir gagnsækjanda sinn, dr. Wel- don. Alls greidd full fjögur þús- und atkvæða. Ætlan manna er að eigi færri en fimm hundruð con- servatívar hafi veitt Mr. Fielding atkvæði við þessar kosningar, og má af því marka álit hans og vin- sældir. Símskeyti frá Neapelborg á ít- aliu segir að eldfjallið Vesúvíus haldi enn stöðugt áfram að gjósa. Næstu tvo dagana áður en það skeyti var sent hafði óvanalega m'ikið ofviðri verið á Suður-ítaliu og bar stormurinn með sér ösku og eimyrju frá fjallsgnúpnum og þeytti niður um bygðina. Jukust gosin og um þær mundir og valt fram nýtt hraunflóð, er kaffærði járnbrautir utan í fjallinu, og spilti bygð og eignum manna. Jarðskjálftar höfðu og verið tölu- verðir á ítalíu þessa tvo daga. ------o------- Argyle-biíar kyeöja FriÖjón Friöriksson. Núna um mánaðamótin flutti Friðjón Friðriksson s'ig með fólk sitt til Winnipeg frá Glenboro, eftir 20 ára dvöl þar, og hafði hann rekið verzlun þar mestallan þann tima. Hann vann e'ins og kunnugt er, flestum feðrum fremur að félagsmálum íslendinga í Ar- gyle-bygð, og sat auk þess mörg ár í skólanefnd Glenborobæjar. Síðastliðin 2 ár veitti hann for- stöðu islenzka sunnudagsskólan- um í Glenboro. Er óhætt að segja að ekki hafa aðrir þótt nýtari og betri borgarar þar i bæ en hann. Tvö skilnaðar samsæti voru honum og fólk'i hans haldin. Hið fyrra hélt þeim íslenzka fólkið í Glenboro að kveldi dags 26 Okt. í lestrarfélagshúsinu, sem bygt var þar í fyrra haust, og Friðjón átti góðan þátt í að koma upp. Var húsið fallega prýtt, og ríkmann- legur kveldverður á borð borinn, og voru menn þar saman þangað til stundu eftir miðnætt'i. — Hitt samsætið var haldið 30. Okt. eítir miðjan dag í Good-Templara hús- inu og stóðu fulltrúar Fríkirkju- og frelsissafnaðar fyrir því. Voru þeim hjónum þar afhentir, sem þakklætistvottur fyrir langa og góða samvinnu og til minningar um hina mörgu vini þeirra hér, tveir vandað'ir stólar. — Á báðum þessum samkomum voru margar ræður haldnar. Var þá talað margt hlýlegt þakkarorð i garð þeirra hjóna fyrir hina rniklu og góðu hluttöku þeirra í safnaðar- og fé- lagsmálum bvgðarinnar, og hina ljúfmannlegu framkomu þeirra og hjálpsemi við alla þá mörgu, sem til þeirra hafa leitað þessi tuttugu ár. Skemtilegra og gestrisnara heimili var hér ekki til, en þeirra; og rnargur hér finnur til þess, að ráðhollari og trvggar'i vini en þau á hann ekki. Blessunaróskir Ar- eylebúa fvlgja þeim. F. H. ----o---- Ur bænum. Munið eftir consertinum i Fyrstu lút. kirkju kl. 8,30 i kveld, ('fimtudagj. Þritugasta og fvrsta næstliðins mánaðar andaðist að 518 McGoe stræti Arni Niels Kristjánsson Johnson, þrjátíu og sex ára að aldri. Hann var síðasta eftirlif- andi barnið, sem foreldrar hans, gömlu hjónin Kristján Johnson Geiteyingur, og Elinborg kona hans eiga nú á bak að sjá. Árn'i sálugi lætur eftir sig konu og fjögur börn. Hann var jarðsung- inn 3. þ. m., af sér Rúnólfi Mar- teinssyni. Halldóra Guðmundsdóttir, kona Sigurðar Anderson, málara hér í bænum, sem undanfarið hefir ver- ið mjög heilsulasin, var 6. þ. m. skorin upp á. almenna sjúkrahús- inu, af íslenzku læknunum Björns- son og Brandsson, kl. tíu árdegis. Sjúkdómurinn var botnlangar bólga, og getur bláðið flutt hinum mörgu vinum, ofannefndra hjóna, fjær og nær, þær gleðifréttir, að uppskurðurinn hepnaðist mjög vel, og konunni liður eftir öllum von- um. þegar þetta er ritað, (á þriðjudagskveldý. Þeim til fróðleiks, sem lífsá- byrgð hafa í New York Life, er vert að geta þess, að yfir sjö þús- undir og fimm hundruð manns sóttu um lífsábyrgð í félaginu í síðastliðnum Októbermánúði, og í sama mánúði greiddu yfir sjötiu og fimm þúsundir manna iðgjöld sín. Sýnir þetta það, að áttatíu og tvær þúsundir manna hafa á ein- um mánuði lýst trausti sínu á fé- laginu. Þess má ennfremur geta, að í þessum sama mánuði borgaði New York Life lifandi skírteins- höfum $1,092,202.49 og erfingj- um 563 látinna sírkteinshafa, $1,- 574,043.19. Af þeim hópi manna höfðu 46 trygt líf sitt innan eins árs og nam lífsábyrgð þeirra $149,745.98. Þessi litli útdráttur úr skýrslum yfir starf New York Life á einum einasta mánuði ætti vissulega í augum allra sann- gjarnra manna að vera meira en lítil meðmæli með félaginu og gild sönnun þess, að með því að tryggja þar líf sitt velur maður ekki af verri endanum. x. Sækið samkomu ungu stúlkn- anna í samkomusal Fyrstu lút. kirkjunnar á þriðjudagskveldið kemur. J. A. Blöndal var síðustu viku á ferð um bvgðir fslendinga vestan við Manitoba-vatn, í erindum fyr- ir Lögberg. Hann segir liðan landa vorra þar góða. Til skamms tíma hafa þeir að eins stundað griparækt,, en eru nú margir byrj- aðir á akuryrkju og hefir hún gef- ist vel. Mjög mikill skortur er þar á vatni bæði fyrir menn og skepn- ur. Nokkrir brunnar hafa verið boraðir, en þeir hafa reynst frem- ur illa. Ef nógu djúpt er borað fæst vfðast nægilegt vatn en .viða er þáð svo salt að naumast er not- andi nema fyrir skepnur. Járnbrautin sem Can. North. járnbrautaíélagið er að leggja norður með vatninu frá Delta- brautinni, legst mjög nálægt bygð- um íslendinga á Big Point og Big Grass. Hr. Böðvar Jónsson á Wild Oak, P. O., hefir tekið að sér fyrir fylkisstjórnina að grafa milu langan vatnsvéitingaskurð nálægt landi sinu. Er verkið vel á veg komið nú þegar. Munið eftir consertinum í Fvrstu lút kirkju kl. 8,30 í kveld, ffimtudagj. Um næstu mánaðamót heldur kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar sinn venjulega haust basar í sunnudags- skólasal kirkjunnar. Safnaðarkon- ur, giftar- og ógiftar, sem vilja rétta kvenfélaginu hjálparhönd, geta það með því að gefa smá- muni á basarinn. Verða allar slík- ar gjafir þakklátlega meðteknar. Mánaðarritið, barnablaðið „Unga ísland“, hefir nýlega verið sent Lögbergi, alt frá síðustu áramót- um. Útgefandi þess og ritstjóri er nú Einar Gunnarsson cand. phil. í Reykjavík, sonarsonur Einars Ás- mundssonar frá Nesi í Höfða- hverfi. I blaði þessu er margt, sem skemtun er að lesa, og mikill fróð- leikur í fyrir börnin og ungling- ana, svo og smákvæði öðruhvoru ýmislegs efnis. Eitt þeirra smá- kvæða úr Júníblaðinu, eftir Lárus Sigurjónsson prestaskóla kandí- dat, ættaðan úr Borgarfirði eystra, birtum vér hér á öðrum stað í Lög- bergi, sem dálítið sýnishorn af ljóðum Lárusar, er Unga ísland hefir flutt, en hann var ritstjóri þess til síðustu áramóta, og hefir Þó ritað ýmislegt í það síðan. Er Lárus skáld gott. jafn ungur mað- ur, rúmlega þrítugur. Unga ísland flytur myndir til skýringar ýmsu, er það ræðir. Námfúsir Íslendingar hér vestra ættu sem flestir að eignast ritið. AU STURLAND.* ('Brot.ý Frjálsa, gamla fósturbygð með fjörð og dali, himinbláum vafin víði, verði þér alt til gagns og prýði. Glóey um þig grænum vefji gróð- urlinda, loftgnæfandi láti um tinda ljósálfana gullhlað binda. Lifðu heil við unnaranda, elsku móðir, hressi og styrki ’hann þig og þína; þiggðu hjartans kveðju mina! Núna minnast Norðri og Suðri norðr í höfum, sól og nótt und sama trafi 1 sofa rótt á opnu hafi. Vorið klæðir haga og hæðir hlýj- um fötum, lífið græðir lundinn kalinn, ljósið flæðir yfir dalinn. Lóur syngja úti’ á engjum eggin kringum, undir taka ásar, fellin álftakvak og spóavellin. Sóley fífli situr hjá á sama beði, grundin fangi grösin nærir, gróðurangan lofti færir. i Lárus Sigurjónsson. —Unga Island. -------o------- Fréttirfrá Islandi. Af Vestfjörðum er nýkominn hingað úr 10 vikna feiðalagi Guð- jón Guðmundsson ráðanautur. — Hann fór fyrst Strandasýslu nær af enda og á„ þá úr Ófeigsfirði yf- ir á Langadalsströnd.inn fyrir ísa- fjörð og norður með Djúp’i að vest an, um alla firðina þar út á Skutuls- fjörð, þaðan Breiðadalsheiði og um þvera vestfirðina og út á Rauðasand, þá suður Barðastrand- arsýslu endilanga og um Dali. Áðalaerindið var a’ð undirbúa búnaðarfélagssaroband fyrir vest- urkjálkann allan, frá Gilsfirði og Bitru, allra búnaðarfélaga, sem þar eru, og að koma upp nýjum íélögum þar, sem þau eru engin. Það gekk vel, og á að halda stofn- unarfund að vori á ísafirði. — band þetta á að vera með sama sniði og Austfjarða búnaðaisam- bandið. Norðurland hefir þess í- gildi þar sem er Ræktunarfélagið. Tiðarfar segir hr. G. G. hafi verið gott í sumar um Vestfiröi, alt fram undir réttir, að Iagðist i rosa og rigningar, eins og hér syðra. Heyskapur í meðallagi. Nýting á- gæt. Tómar heiðríkjur allan Ág,- mánuð. Það nær þó ekki til end- anna beggja á Strandasýslu: par gengu hafísþokur með vætu- sudda. Verkafólksekl* tílfiimaiileg um heyannir þar vestra sem annars- stáðar, nema fremur sé, með því að nú er nýr landvinnuspillir þar sem eru vélarbátarnir, er ganga til fiskjar livað helzt um slátfinn og fólki þykir fýsilegra að sitja í en að standa við heyskapar stritvinnu, En mjög reyndist það misráðið í sumar, því bátarnir öfluðu nauða- lítið. KartöflugadSar brugðust mjög í sumar þar alsstaðar, nema á sjálfri Barðaströndinni. Eins var um Dali og Borgarfjörð. ÞVí valda kuldarnir, ekki sizt hretið mikla um miðjan Júlimánuð. Efnahag bænda segir hr .G. G allgóðan eða sæmilegan yfirleitt í þessum landsfjórðungi. Þar er og víðast stundaður sjór með land- búnaðinum, beinlinis eða óbein- línis: vinnumenn gerðir út i ver, þar sem langt er til. Skepnuhöld höfðu verið góð í vor þar víðast hvar; lambadauði enginn. — Sauðfé vænt á hold; rýrara á ull og mör. Vélarbát allvænan hafa Kjósar- sýslubúar haft hér í milliferðum í sumar. þa* e’r hlutafélag, sem á hann og heldur honum úti. Bátur- inn heitir „Búi’. Þeir eru í félags- stjórn, Jón Jónatansson bústjóri í Brautarholti, Eggert á Meðalfelli og Halldór á Álafossi. Báturinn hefir haft svo mikið að gera i sum- ar, að nú er verið að hugsa um að auka hlutaféð og fá sér stærri bát. Almennur fundur um það í Braut- arholti 13. þ. m. — Isdfold. *) Sjá aths. á öðrum stað i bl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.