Lögberg - 24.01.1907, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JANUAR 1907
5
eftir örfáa aö eins.. Loksins komu
leitarmenn, sem sendir höfðu veriö
til að svipast um eftir vísundum,
aftur, og skýröu þeir frá því, aö
geisimikil vísundahjörö væri á
beit, eigi meira en tvær mílur þaö-
an, sem flokkurinn var. Af hæð
nokkurri, kippkorn frá okkur,
mátti sjá hjöröina, er breiddi sig
út um mikiö sléttuflæmi. Þegar
svo stóö á, var það brot gegn veiöi
ve.ijum flokksins, ef nokkur lagöi
á staö til aö hefja atlögu á dýrin
fyr en allir voru tilbúnir til aö
taka þátt í henni. Var nú mikill
handagangur i hópi veiðimann-
anna, er allir voru að búa sig.
Hver veiöimaöur lierti á hnakk-
gjörðum sínum, hlóö riffil sinn og
fylti munninn meö byssukúlum, til
þess að eiga hægra með aö ‘hlaða’
á sprettinum. Göpilu veiöimenn-
irnir aövöruöu hina yngri og
lögðu þeim ýmsar þarflegar lífs-
reglur. Að því búnu gaf foring-
inn merki. Var þá riðið af staö,
fót fyrir fót. Komust veiðimenn-
irnir svo nærri hjöröinni, áður en
vísundarnir sáu þá, að færið var
eigi meira en tvö hundruð “yards”.
En er dýrin uröu vör viö hættuna
geistust þau á stað með háum öskr
um og klaufnasparki, og hófust nú
veiðarnar fyrir alvöru. Hér um
bil að tuttugu mínútum liðnum
voru veiðimennirnir komnir inn í
miðjan hjaröarhópinn. Keyrðu
þeir hestana afskaplega og skutu
hverju skotinu á fætur öðru á ör-
skömmu færi. í hvert sinn, er vis-
undur var feldur að jöröu, kastaði
sá, er feldi hann, einhverju á hræ-
iö, vetling, húfu, bandi eða öðru
smávegis, er meðferöis var haft í
Þessu skjuii, til þess áð lielga sér
veiðina. Síðan hlóð hann aftur
byssu sína eða riffil, án þess að
hægja ferðina minstu vitund,
hrækti kúlu út úr sér ofan í byssu-
hlaupið og miðaði og skaut aftur.
Þetta var ógurlega tryllingsleg
veiðiaöferð, svo æsandi, aö blóðiö
hlaut áð hitna, jafnvel í hinum
nllra dauflyndasta manni. I hjörð
þessari voru á að gizka fimm þús-
und vísundar. Það voru ljómandi
fallegar skepnur, alt saman bolar.
Eg sá enga einustu kú í öllum hópn
um. Á einum klukkutima voru
feldir eigi færri en fimm hundruð
visundar af þessum hóp.”
Kane tók þátt í veiðunum. Og
skaut hann einn vísund, en særði
annan. LTm það atriði segist hon-
um sjálfum svo frá: “Eg komst í
færi viö gríðarstóran vísund, og
var svo heppinn að geta felt hann
í fyrsta skoti. Eg réö mér ekki
fyrir veiðihug eftir þenna sigur;
fleygöi húfunni minni til þess að
helga mér dýrið, óg skaut á ann-
að litlu síðar. Þaö féll samt ekki
við skotið, en stanzaði og leit til
mín illilega, rótaði upp jörðinni
með framfótunum, og grenjaði af-
skaplega. Blóðiö streymdi út úr
munninum á því, og eg hélt að það
mundi detta dautt niður eftir fáar
minútur. Vísundurinn var svo
tignarlegur, þar sem hann stóð
þarna og var að berjast við dauð-
ann, að eg gat ekki á mér setið að
draga upp mynd af honum.
Eg sté því af baki og byrjáði á
myndinni, en þá tók dýrið undir
sig stökk og æddi á móti mér. Eg
fékk naumast tíma til að henda
mér á bak á hestinum, og forða
mér undan, en varð að skilja eftir
teikniáhöldin og byssuna.”
Samt tókst Kane aftur að ná í
dót sitt og riffiliún og skjóta vís-
undinn. Myndin af þessu dýri
kvað vera í málverkasafni því, er
hann hefir látið eftir sig. Sýnir
þ^ssi atburður, að Kane lét fæst
fyrir brjósti brenna til þess aö fá
því augnamiði framgengt, er hann
hafði sett sér á ferðum sínum um
landið.
Á leiðinni til tjaldstaðarins reið
Kane fram á nokkra veiðimennina,
er þvældu á undan sér fáeinum
særðum vísundum áleiðis heim.
Gerðu þeir það til þess að greiða
fyrir flutningnum, sem var allerf-
j iður. Um veiðiskapinn segir Kane
; svo, áð hann hyggi, að árlega hafi
j Kynblendingar einir drepið eigi
færri en þrjátíu þúsundir vísunda.
Kveðst hann hyggja, að þeir hafi
notað mest af þeim.að minsta kosti
skinn og kjöt.
Eftir að vísundaveiðarnar voru
afstaðnar, sneri Kane aftur með
íylgdarmanni sínum til FortGarry.
j Voiru þeir á leiðinni þangað hálf-
smeykir við, áð Sioux Indíánarnir
mundu gera árás á þá, eftir það
sem á undan var gengið. En eigi
er svo að sjá, að þeir hafi samt
lent í neinar skærur á þessari leið.
Aftur á móti gekk þeim ferðin
seint, því að fylgdarmaðurinn var
mjög veikur og dó hann áður en
Kane kom til virkisins. Segir Kane
að mislingar muni hafa orðið hon-
um aö bana, og hafi sú veiki um
þær mundir verið allskæð meðal
Indíána og Kynb’endinga.
Frá Eort Garry hélt Kane vest-
ur á bóginii til Saskatshewan
Feiðaðist hann fyrst með báta-
flota Hudsons Bay félagsins upp
eftir Saskatchewan-fljóti. Getur
hann þess, eins og til skemtunar og
fróðleiks, að meðal flutnings þess,
er á þeim bátaflota var, hafi verið
grávöruskattur , er Hudsons Bay
félagið hafi greitt og sent Rússa-
I stjórn, sem endurgja'd fyrir að
í hafa veiðileyfi og bólstöðvar í Al-
j aska. En skatturinn var fimm þús-
I und oturskinn, þau völ 1 ísti'. og
beztu, er auðið var að fá við Mac-
kenziefljót, og voru þau Lutt vatna
j leiðina og afhent í Sitka.
Kane þótti alldauflegt að ferð-
ast með bátunum og sté því í land,
er hann átti fáar dagleiðir eftir til
Edmonton, og ferðaðist þangað
landveg méð fylgdarmanni. Um
þá landferð fer hann svo feldum
orðum:
„Síðustu dagana, sem við vorum
á leiðinni til Edmonton, voru allar
slétturnar,sem við fórum um, krök-
ar af vísundum. Varð okkur meira
að segja erfitt áð komast áfram
fvrir dýrunum, og lá stundum við
köfnun af rykmekkinum, er hjarð-
irnar þyrluðu upp alt í kring um
okkur.” Samt ber frásögn Kanes
það með sér, að hann hafi eigi
gengið áð því gruflandi, að vís-
undarnir mundu á skömmum tíma
verða upprættir, enda ganga ýms-
ar sögur um eyðilegging þeirra
hér glæp næst. Kynblendingar
segir hann að drepið hafi mikið af
dýrum þessum, en hafi þó notað
mest af þeim, sem þeir veiddu.
Aftur á móti ber Kane Indíánum
ver sÖguna. Segir hann að þeir
hafi felt ógrynni af þessum dýrum
beinlínis sér til gamans.. Bæ'öi hafi
vísundarnir verið veiddir miskun-
arlaust á sléttunum og víða með
frarn Saskatchewanfljóti hafi ver-
ið stórar krár fullar af visunda-
beinum. Þangað höfðu Indíánar
flæmt stóra hópa af dýrunum og
drepiö, en muni minst af þcirri
vefði hafa notað.
Koman Hl Bdmonton
Daginn sem Kane kom til Ed-
monton, komst hann og fylgdar-
maður hans í mikla hættu af skóg-
areldi. Áttu þeir í það skifti frá-
leik hesta sinna fjör að launa.
Engar vænlegar framtíðarspár
'ætur Kane í ljósi um Edmonton.
Það var þá eitt virki Hudson Bay j
ídagsins og lýsir Kane því árið
3846 á þessa leið:
‘T Edmonton eru töluverðar
brggirgar, og er það ekki nema
eölilegt, þar eð föng eru sótt þang-
ftð allviða að, og þarf því að geyma
þar töluverðar vörubirgðir. Þar er
forðabúr fyrir ýms matvæli, þurk-
að kjöt, tungur og “pemmican"
ókæfuj. Meðal íbúanna má telja
yfirumbo'ðsmanninn, skrifara lians
og fjörutiu til fimtíu aðra karl-
menn. Ásaiíit konum þeirra og
börnum eru íbúar þar um hundr-
að og þrjátíu manns. Atvinnuveg-
ir, sem þar eru stundáðir, eru að-
allega bátasmíðar, og að saga við.
Starf kvenmanna þar, sem því nær
allar eru annaðhvort Indíánakonur
eða Kynblendingar, er að sauma
“:uoccasins”, fatnáð handa karl-
mónnunum, og búa til “pennican”
úr þurkuðu kjöti.”
Eigi stóð Kane nema stutt við i
Edmonton á vesturleið og beið þar
að eins til að ná í bátaflota, er fór
upp eftir Athabascaánni, vestur til
Klettafjallanna. Feröaðist hann
með flotanum upp eftir þeirri á,
og fór fram hjá Jasper House, er
stendur skamt frá upptökum ár-
innar í Klettafjöllunum. \ estur
hélt Kane yfir fjöllin og síðan báta
leiðina suður eftir Columbia fljót-
inu. Tólf hundruð mílurnar niður
til mynnis Columbiafljótsins fór
hann á fimtán dögum. En sömu
leiðina til baka komst hann samt
eigi á skemri tíma en fjórum mán-
uðum. Síðasti áfangastaður báta-
flotans var Fort Vancouver í Ore-
gon (sem eigi má blanda saman
við borgina. Vancouver í British
ColumbiaJ. Er það örskamt frá
mynni Columbiafljótsns. Kane
dvaldi þar mánaðartíma. Eftir
það hélt hann norður til Camosum,
eða Fort Victoria, sem þá var far-
ið að kalla þann stáð á Vancouver-
ey, og hefir það nafn haldist síðan.
Þ a.r dvaldi Kane í tvo mánuði
hjá manni þeim, er Finleyson hét,
og var umboðsmaöur Hudson Bay
félagsins. Eigi var fleira fólk þá
í Victoria en tíu menn hvitir og
fjörutíu Indíánar. Kane lagði það-
an í landkönnunarferð um sundin i
grend við þan nstað, er Vancouv-
erborg stendur nú, en brátt varö
hann að hverfa aftur úr þeirri
ferð, sakir áreitni Indiánanna.
Meðal kjörgripa þeirra, er Kane
fénaðist hjá Indíánunum í þessari
ferð, var ábreiða ein, gerð úr ull
af fjallafénu, og höfðu Indíánar
verið svo árum skifti að búa hana
til. Eins og gefur að skilja, var
eigandinn tregur til að láta þenna
kjörgrip af henidi, en þó gat hann
eigi staðist kostaboð þau, er Kane
bauð honum; en það voru fimm
pund af tóbaki, tíu sköthylki, ein
ábreiða, tvö talnabönd, tvær köfl-
óttar skyrtur, og síðast en ekki
sízt, tvö lóð af rauðum lit. Ef
Kane hefði ekki verið málari, eru
lítil líkindi til að kaupin liefðu
gerst. En þegar hann tæmdi tnál-
krukku sína og seldi ábreiðueig-
andanum rauða litinn í hendur, gat
hann ekki staðist mátið. Samt var
Kane svo hræddur um að seljandi
myndi von bráðar rifta kaupunum,
að hann hráðaði sér brott með á-
breiðuna, strax og hann var búinn
að taka á móti henni.
Öðrum Indíána, gömlum for-
ingja, varð hann að gefa heila tó-
baksplötu, til að mega draga upp
mynd af honum; en Kane þótti
það kjarakaup. vegna þess, að sá
Indíáni var svo afskaplega ljótur
ásýndum, að varla átti hann sinn
líka meðal kynflokks síns.
Annars segir Kane svö frá, að
honum hafi gengið tregt að fá
Indíána til að lofa sér að mála þá.
En með því að hann var djarfur
máður og einbeittur, tókst honum
oftast að ná myndum af þeim
rauðskinnum, er hann reyndi til
við. Dálítið sýnishorn af því má
sjá af þessum orðum hans sjálfs:
“Einu sinni fór Bandáríkjamað-
urinn dr. Whiteman, í Oregon,
með mér til híbýla Indíána nokk-
urs, sem hét Soma-kus. Ætlaðist
Whiteman til þess, að eg málaði
mynd af honum. Við fundum In-:
díánann i kofa sínum. Sat hann
þar allsnakinn. Aldrei hafði eg
séð grimmúðugra andlit á nokkr-
um manni, heldur en á honum, né
illilegra augnatillit. Hann varð
þess eigi var, hvað eg var að gera,
fyr en eg var rétt að segja búinn
méð myndina. Kom liann þá til
mín og leit á hana, og spurði mig,
hvað eg ætlaði að gera við hana.
Hvort eg ætlaði að gefa Banda-
rikjamönnum hana. Leyndi það
sér ekki, að honurn var meira en
lítið þungt í skapi til þeirra. —Svo
ætlaði hann að fleygja myndinni í
eldinn, en eg gat þó hrifsað hana
af honum áður en hann gat komið
því við. Hann hvesti á mig augun
og var sem eldur brynni úr þeim,
en áður en hann kom sér fyrir me'ð
að ráðast á mig, vorum við White-
man komnir út og á bak hestum
okkar. Hleyptum við svo á burt
frá kofanum svo hart sem hestarn-
ir komust, því að við bjuggumst
við örfadrífu á eftir okkur frá
rauðskinnanum, sem við höfðum
móðgað með því að taka mynd af
honum.
Þegar eg málaði myndir af Indi-
ánum, var eg vanur að ganga rak-
leiðis inn í kofa þeirra, og byrja á
myndunum án þess aö segja eitt
einasta or'ð, því að venja Indíána
er þá að þegja líka og láta sem
þeir sjái eigi komumann, ef eigi er
til þeirra talað að fyrrabragði. Ef
þeim gazt illa að því, sem eg var
að gera, voru þeir vanir að standa
upp og ganga burt. Bæði eg þá áð
bíða og fara eigi ,neituðu þeir því
vanalega, og var sem þeim þætti
það niðurlæging fyrir sig, að taka
slíkar óskir til greina.”
Einkennilegur póstflutningur.
Meðal hinna einkennilegu sið-
venja á vesturströndinni,sem Kane
lýsir, er póstflutningurinn á þess-
| um tímum. Er lýsingin þannig:
“Umboðsmenn þeir, sem höfðu
yfir hinum ýmsu virkjum Hudson
Bay félagsins í Norðvesturlandinu
j að ráða, þurftu oftsinnis, eins og
lög gera ráð fyrir, að senda skrif-
uð skeyti hver til annars, og’ ó-
j sjaldan býsna langar leiðir. Var
þá tíðast vænja áð fá bréfið í hend-
j ur einhverjum Indíána, er lofaðist
til að koma því eins langt og hann
treysti sér til eða vildi. Þegar
hann var kominn á þann stað, er
um var samið við hann, seldi hann
bréfið ö'ðrum Indíána, sem bar það
þangað til hann gat aftur selt öðr-
um Indíána það; þannig var hald-
ið áfram að kaupa og selja bréfið
þangað til þáð var komið á ákvörð-
unarstað sinn, en alt af jókst verð
þess (flutningskostnaðurinn), eft-
ir því, sem bréfið komst lengra á-
leiðis. Síðasti bréfberinn tók svo
vi'ð laununum fyrir flutninginn af
bréfseiganda. Á þenna hátt bár-
ust bréf manna á milli, furðu skil-
víslega og miklu greiðar, en þá
var hægt að koma við með nokkru
öðru móti.”
Það var í Októbermánuði 1846
sem Kane lagði á stað frá Edmon-
ton í ferð sína vestur að hafi, en
ekki fyr en í Nóvembermánuði ár-
ið eftir komst hann austur fyrir
Búðin þægilega.
^48 Ellice Ave.
Hinar miklu vörubirgðir vorar
seljum vér nú langt undir nafn-
verði. Vér þurfum rúm fyrir vor-
vörurnar. Munið eftir fimtudags-
kjörkaupunum hér í hverri viku.
Hér á eftir er upp talið fátt eitt af
kjörkaupunum:
Stór grá blankets, ágætlega góð,
vanal. á $2.75—$4.25. Nú á $1.99.
Cotton flannels, sérstaklega góð,
fyrir hálfvirði. Kvenblouses, ýms-
ir litir. fyrir minna en hálfvirði. —
Munið eftir að koma og skoða
vörumar.
Allir hlutir i búðinni rrteð niður-
settu verði.
Munið eftir fimtudags kjörkauj>-
unumb.
Hér eru heimkjmni kjörkaup-
anna.
Klettafjöllin til Jasper House.
Þáðan hélt hann áfram ferð sinni
austur eftir ásamt nokkrum ferða-
mönnum, og sakir snjóþyngsla,
sem komu þegar ' á öndverðum
þeim vetri, urðu þeir að ganga á
j þrúgum alla leið austur til Edmon-
ton. Var Kane óvanur að ferðast
me'ð þeim hætti og þoldi illa að
ganga á þrúgunum, enda var ferð-
in hin erfiðasta, ófærð mikil, vistir
af skornum skamti og tíð óvenju-
lega köld. Eftir miklar þrautir
I komust þeir loks til Fort Assini-
) boine, og skömmu áður en þeir
j náðu þangað voru þeir orðnir svo
j aðþrengdir, að við sjálft lá, að
I þeir slátruðu tveimur hundum, sem
j þeim fylgdu, og legðu sér til
j munns kjötið af þeim.
Rétt fyrir jólin komust þeir til
Edmonton, og sátu þar í allgóðum
fagnaði fram yfir hátíðina. Mál-
aði Kane þar mynd af fallegustu
Kynblendingastúlkunni í Edmon-
ton. Setur hann þá mynd fremsta
í bók sinni.
Á leiðinni austur eftir Saskat-
chewanánni hitti Kane þá Sir John
Richardson og dr. McRae, er voru
! þar á tveimur bátum, og ætluðu til
Mackenzie-fljótsins áð leita að Sir
, John Franklin.
Munu þessir tveir nýnefndu
menn hafa verið einhverjir hinir
j fyrstu, er sendir voru til að leita
I norðurfarans, en þá voru tæplega
jþrjú ár liðin frá því hann hafði
lagt á stað frá Englandi i leiðang-
ur sinn.
Þáð, sem eftir var ferðarinnar
; austur eftir, gekk óhappa- og stór-
j viöburða-laust að kalla mátti, og
kom Kane til Sault Ste Marie, við
sundið milli Lake Superior og
Lake Huron eftir hæfilega langa
ferð frá Edmonton.
Lýsir hann siðasta áfanganum.
j sem þá var eftir heim, þannig:
“í Sault Ste. Marie er óhætt að
j segja, áð lokið hafi verið ferðalagi
mínu meðal Indíána, því að þaðan
! af ferðaðist eg með gufuskipi aust-
j ur til Toronto, og það eina, sem
mér varð til ama á þeirri leið var
það, hve erfitt mér féll að sofa í
hinum mjúku sængum, er farþeg-
unum voru búnar á skipinu.”
Hér meö auglýsist að vér höf-
j um byrjað verzlun að 597 Notre
j Dame Ave. og seljum þar góðan,
brúkaðan fatnað. Sýnishorn af
verðlaginu: Karlm. buxur frá 25C.
°g þar yfir. Kvenpils frá 20C.
Kventreyjur frá ioc. Þetta er að
eins örlitið sýnishorn. Allir vel-
komnir til að skoða vörurnar þó
ekkert sé keypt.
The Wpeg High Class
Second-hand Ward-
robe Company.
597 N. Dame Ave.
Phone 6539.
beint á móti Langside.
Lán út á fasteignir.
Eg er nú reiðubúinn að lána
bæði peninga og lífsnauðsynjar öll-
um þeim, sem vilja gefa nægilega
tryggingu, svo sem verðmæt lönd.
Þetta fæst gegn átta prct. rentu,
sem er sú lægsta renta er hægt er
að fá peninga fyrir í öllu landinu.
Undir þessum kringumstæðum
geta engir sagt, að þeim sé neitað
um lán ,nema þeir, er enga trygg-
ingu vilja gefa, en sem >þó klaga
kaupmenn fyrir að vilja ekki góð-
fúslega lána hverjum það sem hafa
vill, án þess að hafa nokkum staf
éða nokkra tryggingu fyrir.
Alla þá, sem hafa borgað mér að
fullu einu sinni á hinu liðna ári, á-
lit eg góða viðskiftavini mina, og
vil eg þakka þeim fyrir öll okkar
viðskifti.
Stefán SigurSsson,
Hnausa, Man., 14. Jan. 1907.
Caitns, Sajlor Co.
Eftirmenn
J. F. FUMERTON & CO-
GLENBORO, MAN.
Mikið niðursett verð á öllum
vörum. Margra dollara sparnaður
ef þér notið tækifærið. Þetta er
kjörkaupatiö. Vér hyggjum, að
allir muni viðurkenna að vér höf-
um bætt verzlunina síðan vér kom-
um til Glenboro. Nú getið þér
sparað yður peninga, i hvert skifti
sem þér komið til Glenboro, með
því að verzla hér í búðinni. Vér
ábyrgjumst að vörurnar séu af
beztu tegund.
Wagstaffs Jam*— Þetta er eitt
hvert það bezta jam, sem fáanlegt
er í Canada, búið til úr beztu
Canada ávöxtum eftir enskri fyrir-
sögn. Selt i tinfötum. Kosta þær
vanal. 75C.
Söluverð nú 10 cent.
Bezta tegund af döðlum, 8c. pd.
Döðlurnar eru i pökkum, er vanal.
eru seldir á ioc.
Kosta nú 8 c.
Fikjur.—Beztu borðfíkjur, i tíu
punda kössum. Vanal. verð 12JÚ
c. pundið.
Söluverð nú 10 c.
vj - '
Græn epli—Bezt að ná i eina
tunnu af þessum eplum, Baldwins
og Ben Davis tegundir, á $3.95
tunnan.
Rúsínur—Valencia rúsinur, —
betri tegund en nokkurn tíma áður.
Vér erum búnir að selja 1,000 pd.
af þeim undanfarna daga. Þær
kosta vanalega 15C. pundið.
Söluver'ð nú 8 c. pd.
Niðursoðnar pumpkins — Bezta
tegund af niðursoðnum pumpkins.
Vanal. á I2j4c. pundið.
Söluverð nú 10 c. pd.
Sirz og Wrapperettes. — Bezt
að nota tækifærið á méðan verðið
er lágt. Þau eru falleg og af beztu
tegund. Vanal. veið 15C.
Útsöluverð nú ioc.
1
Kvenpils—Betri tegundir en áð-
ur hafa nokkru sinni verið seldar
hér í bæ. Búin til úr ágætu Friez
og Tweed. Af ýmsum stærðum.
Kosta vanal. $5, $6 og $7.
Nú seld á $3.00.
Kjólaefni fyrir hálfviröi. —Mik-
íö af kjólaefnum ljósleitum og
dökkleitum.
Nú fyrir hálfvirði.
Karlmanna og drengja fatnaður
með 20% afslætti. Sleppið ekki
þessu tækifæri. Nóg úr áð velja.
t&m*- ■
Loðfóðraðar karlm. yfirhafnir—
Hvergi betri kaup. Ýfirhafnirnar
eru fóðraðar með dökku Canada
rottuskinni og méð oturskinns
krögum. Að eins þrjár eftir.
Sérstakt verð $40.
Karlm. flókaskór — 25% sparn-
aður að kaupa þá hér.
Vanal. verð $3, nú $2.
Vanal. verð $3.50, nú $2.75.
CAIRNS, NAYLORCO
GLENBORO, MAK.