Lögberg - 31.01.1907, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.01.1907, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FiMTUDAGlNiN 31. JANÚAR 1907 DENVER og HELGA eSa VIÐ ROSSNESKU 'IIRÐINA. SKÁLDSAGA eftir ARTHUR W. MARCHMONT. Þegar til Koona kom átti eg honum víst mikið að þakka, hve greiðlega mér gckk og hve litlar hindr- anir voru lagðar í veg minn. Ilann gekk sjalfur með mér yfir að járngrindahliði landamæranna; eft- irlitsmennirnir og hann gutu augunum hvor til annars og hafði honum þá víst tekist að fullvissa þá um áð mig væri ekkert að óttast; þeir skoðuðu að eins vega- bréfið mitt vandlega, og hlevptu mér síðan þegjandi íít um hliðið, og út úr Rússlandi. Eg hafði alt að þessu ekki vogað að litast neitt um eftir Siegel og Helgu, en þegar eg var sloppinn fór eg að svipast um eftir þeim. og þótti mér nóg um það sem mér bar þá fyrir sjónir Eg sá strax að mikill munur var á eftirlitinu á konum og körlum, sem fara ætluðu yfir landamærin. Fæstir karlmennirnir mættu nokkrum hindrunum. Eftirlitsmennirnir litu hvast á suma þeirra, spurðu þá nokkurra spurninga, og þar nieð var öllu lokið. En allar konur, frá tvítugaaldri og upp að fimtimu voru leiddar afsíðis til frekari rannsókna. Eg sá Helgu koma yfir að hliðinu, og rétta fram vegabréf sitt; og sýndi hún aðdáanlega dirfsku og óþolinmæði í að komast áfram. er eftirlitsmennirnir voru að virða hann fyrir sér. En það dugði ekki. Hún var leidd afsíðis eins og margar fleiri konur til frekari prófunar. Meðan eg beið milli vonar og ótta eftir þvi að sjá Helgu koma aftur, kom Siegel. Hann var all- skrirgilegur ásýndum. Hann hafði brett upp krag- anum á kápu sinni, teygt húfuna ofan fyrir augu, svo að sem allra minst sæi i andlit honum. Og er hann nálgaðist hliðið, gaut hann augunum flóttalega í allar áttir. Látbragð hans var svo hlægilega afkára- legt, áð varla gat manni blandast hugur um að það væri uppgerð. — En rússnesku embættismennirnir eru einkennilega auðtrúa stundum, cg þegar Siegel var á leiðinni upp að hliðinu, sá eg að þeir fóru að hvíslast á,eins og su'ðandi býflugur yfir nýútsprungn- um fífli. „Gerið svo vel að sýna vegabréf yðar, monsieur," mælti einn þeirra er við grindurnar stóð, þegar Siegel bar þar að. “Vegabréf ? Við hvað eigið l>ér?” spurði hann á einhverju alþjóða-blendingsmáli. “Komið með vegabréf yðar undir eins. Þér hljótið að vita hváð það er,” sagði eftirlitsmaðurinn nú á frönsku. „Eg hefi ekkert vegabréf," sagði Siegel og ýgldi sig. Hann sagði mér síðar, að hann hefði rifið vega- bréf mitt í sundur, því að honum kefði þótt það viss- ara að eftirláta eftirlitsmönnununr sjálfum að gkep- ast á því, að hann væri sá Harper C. Denver, sem þá langaði nú mest til að klófesta. „Við Bandaríkja- menn erum undanþegnir því, að þurfa að sýpa vega- bréf á landamærum býst eg við,“ hreytti hann út úr sér mikilmenskulega. “Hvert er nafn yðar, monsieur?” “Mér kemur ekki til hugar að fara að gera yður það uppskátt. Eg er Bandarikjamaður. Það ætti að nægja. Eg ráðiegg ykkur að móðga mig ekki,” bætti hann við í hótunarrómi og bretti brýrnar framan í eftirlitsmennina, og lét sem hann ætlaði iað rvðjast fram hjá þeim. Samstundis voru margar hendur á lofti til að stööva hann. Einn eftirlitsmaðurinn reyndi að sjá sem bezt framan í Siegel, og var uiyi leið að lesa eitt- hvað á skrifuðu skjali, er hann hélt á. Sá maður hvíslaði einhverju að einum félaga sínum'. Hann veik sér að Síegel og sagði: “Lyftið húfunni yðar upp frá augunum svO við getum séð framan í yður!” “Eg neita því,” svaraði Siegel. “Þá verður yður ekki hleypt í gegn um landa- mærahliðið.” “Eg sktil sýna ykkur það,” hrópaði hann, og steytti hnefana. Eg var sannast að segja hræddur um að hann ætlaði að fara i handalögmál við þá. “Viljið þér gjöra svo vel og koma með mér?” sagði aldraður maður er gekk fram úr hópnum. Virtist hann vera einn yfirmannanna. “Hversvegna ?” spurði Siegel bistur. \ egna þess að það er ekki fyllilega formlegt, að þér yfirgefið Rússland að svo komnu, en eg vona, eftir að hafa átt tal við yður, að þér getið haldið á- fra mferð yðar tafarlaust.” “Látum svo vera,” svaraði Siegel þóttalega, og íylgdi manninum eftir. “H’eldurðu að þetta sé sá rétti?” heyrði eg einn eftirlitSmanninn segja viö félaga sinn. “Já, eg er ekki í neinum efa um þjtaö," svaraði hinn. “Sá fær að halda áfram feröinni, auðvitaö samt í gagnstæða átt, ’ bætti liann við brosandi. Rétt á eftir fór kvenfólkið að koma aftur út úr biðsal þeim, er þær höfðu verið prófaðar í, en ekki sá eg Helgu á meðal þeirra. Minkaði von mín um að hún ætti afturkvæmt þaðan, til að halda áfram ferð- inni út yfir landamœrin, eftir því sem fleiri konurnar komu út þaðan. Sumar þeirra sem út komu voru að tala um prófi'ð sin á milli, og mér til lítillar hugarhægðar heyrði eg að rannsóknirnar höfðu verið óvenjulega ítanlegar. Voru sumar konurnar bálreiðar yfir að- ferð þeirri, sem beitt hafði verið. “Mér var skipað að rífa af mér hárkollunia, til að sýna þeim hvort eghefði ekki annað hár öðru visi litt innan undir,” sagði þýzk kona við vinstúlku sína. "Eg kalla þetta blátt áfram skammarlega meðferð.” Enn sást ekkert til ferða Helgu, og þó að mér væri mjög umhugað um að frétta af henni, áður en lestin legði á stað, þorði eg þó ekki að doka lengur við, vegna þess að eg bjóst við að tekið yrði eftir þvi. Siðustu íninúturnar, er cg stóð í vagndyrunum og mæn'di, eftirvæntingarfullur, árangurslaust eftir Helgu, leið mér ver en með orðum verði lýst. Loksins sá eg spæjarann koma, sem orðið hafði mér samferða síðasta áfangann til Kovna. Svipur hans bar þess vott, að hann hefði miklar og honu'mi á- nægjulegar fréttir að færa. Hann stansaði við vagn- dyrnar og sagði: “Eg óska yður góðrar ferðar, monsieur. Þér ætlið þá ekki að snúa aftur til PétursI>orgar ?” “Eg er enn þá á báðum áttum. Eg held samt, j að litið yrði á þvi að græða.” Eg reyndi að tala svo stillilega, sem mér var mögulegt. “Og eg veit ekki. Eg get samt sagt yður býsna mik’lvægar fréttir,” svaraði hann, "Fréttir eru mér ætið jafn-kærkomnar,” svaraði eg og brosti ismeygiléga, “Eg er leynilögregluþiónn,” sagði hann með mikilmenskusvip. eins og hann byggist við, að gera mig öldungis forviða. Eg lét lika, sem mér yrði mjög hverft við þetta. “Þér!” hrópaði eg. “Það er ómögulegt. Ilvað er þetta, eg hélt—” svo þagnaði eg og lét hann geta sérfci eyðurnar, hvað eg hefði ímyndað mér. “Hvað hélduð þér að eg væri?” spurði hann hlæj- andi. “Eg gerði mér í hugarlund, að þér væruð kaup- maður, eða erindsreki einhvers félags, en eg hefði fyrir svarið. að þér væruð leynilögregluþjónn! Eg hefi auðvitað hevrt því viðbrug'ðið áður, hve sniðug- ir rússnesku spæjararnir væru. Nú hefi eg sjálfur fengið færi á að sjá það með eigin augum. Qg þér skulið vera lögregluþjónn! Eg er svo sem öldungis hissa.” “Vitið þér hver eg ímvndaði mér fyrst að þér væruð ?” spurði hann. “Þér hafið þó ekki haldið að eg væri starfisbróð- ir yðar?” spurði eg aftur eins og í spaugi. “Ónei, eg hélt Þér væruð níhilisti.” “Níhilisti! Nei, nú er eg hissa. Bandaríkja- maður, níhilisti!” „Þeir þyrpast hingað úr öllum -áttum heims, monsieur. Eg var einmitt áð leita að samlanda yðiar, Mr. Damper. nei Denver, er hann víst kallaður.” “Hamingjan góða. F.r þetta alvara yðar?” “Já, en við erum búnir að ná í fuglinn. Hann %Tar á sömu lestinni og þér; og þar var líka kvenmað- ur — kvenmaður. sem er einhver hin skæðasta níhil- istakona á öllu Rússlandi.” “Kvenmaður? Þi'ð lögregluþjónar eruð undar- legir menn! En að ykkur skuli geta dottið annað eins í hug um kvenfólk?” “Kvenfólkið er óft hættulegra hér í Rússlandi, en karlmennirnir. En þessi kona er jafn-hættuleg og hún er falleg. Nú er yður bezt að fara inn í vagninn, monsieur, það er verið áð gefa brautfarar- merkið—, nema þér séuð að hugsa um að snúa aftur til höfuðborgar vorrar.” “Hvenær fer næsta lest?” “Hún leggur á stað eftir eina klukkustund. En þér getið líka komið mteð aðallestinni til baka frá Insterbnrg.” “Það yrði líldega þægilegra fyrir mig. Þa get eg náð í farangur minn og látið hann fylgja mér aftur til Rússlands. Ef eg sný aftur, langar mig til að hitta yður," sagði eg um leið og eg fór inn i vagn- inn. “Eg sný undir eins aftur til ViJna,” sagði hann. “Gó'ða ferð, monsieur.” “í guðsfriði. Já, þér sögðuð, að nihilistakonan hefði verið falleg. Skyldi hún verða látin sæta þungri refsingu?” spurði eg um leið og lestin lagði á stað. Hann hristi höfuðið og svaraði: “Hún verður send 'til námanna, ef hún reynist sönn að sök.” Það kom alveg heim við það, sem gamli Kalkov, illyrmið, hafði sagt. Það var svo> sem auðséð, að liann ætlaði að standa við orð sin. Sem betur fór, hafði hún verið hygnari en eg; þar eð það var fyrirhyggju hennar að þakka, að eg var nú frjáls maður og fær iám að reyna að losa hana úr klóm lögreglunnar. Ef eg hefði staðið í sporum Siegels nú, mundi j allar bjargir hafa verið bannaðar. Þegar mér datt Siegel í hug, gat eg, þrátt fyrir alt, ekki að mér gert, að brosa að leik þ’eim, er hann hafði ieikið síð- asta klukkutímann. XXIV. KAPITULI. » 1 Eg sný aftur til Pétursborgar. Það var sannarlega heppilegt fyrir roig, jafn- æstur og eg var i skapi, eftir að Helga hafði veriö tekin föst, að eg skyldi ekki vita um öll þau þræls- brögð, sem rússneska lögregLan beitir við fanga þar í landi. Ef mér hefði verið eins kunnugt um það þá, og mér er nú, þykir mér líklegt að eg hefði stytt mér stundir út úr gremju og hugarangri. Það, sem Helgu var gefið að sök, voru engir smámunir. Kalkov prinz var einhver sá lang-hættu-i legasti maður, sem til var í öllu keisaradæminu, -cf hann fjandskapaðist gegn einhverjum; sjálfur lxaföi eg heyrt á honum, aö þaðan átti Helga engrar vægð- ar að vænta. Honum var það fullljóst, að hún æskti einskis framar, en að steypa honumi úr valdasessinum, sein hann me'ð svikum og undirferli hafði rænt föður htennar. Var fjandskapur hans gegn henni nokk- j urs konar sjálfsvörn, og máttr því ganga að þvi vísu að ckki mundi af dregið. Þegar eg í huganum fór yfir síðustu fundi okk- j ar sá eg, að hann hafði búið alt þannig undir, að eg | skyldi falJa í þá gildru, sem eg kæmist ekki úr lif- andi. Einmitt þess vegna hafði hann ekki svifist að tala jafn-cpinskátt um Helgu, og refsingu þá, er hún ætti í vænduro, og hann gerði. Að mér mundi takast að sleppa undan mönnun- um, sem fyrir mér sátu utan við hailargarðinn og að- vara Helgu, hafði honum ekki getað komið til hugar. En að þvi er eg ímyndaöi roér hafði hann ekki látið sér þetta nægja. Hann hafði ekki vílað fyrir sér að nota bræðráfélagið sér til hagsmuna í ofsókn- unum gegn Helgu, en þegar hann var búinn að hafa alt það gagn af þeim meðlimum þess, er tekist höfðu á hendur að ráðast að mér og henni, hafði hann að öllum líkindum látið spæjara sína taka þá höndumi, til þess að þurfa ekkert að eiga á hættu síðarmeir, ef þessi verkfæri hans kynnu opinberlega að snúast á mótihonum. Eftir að þeir höfðu verið handteknir kornst hann auðvitáð strax að því, að Helga hafði sloppið undan og haft skjö.in nteð sér. Sjálfsagt hafði Drexel líka skýrt honum frá því, að eg hefði komið tii hússins ög hitt hana. Enn fremur mundi honum nú hafa verið tilkynt, að lögregluspæjararnir hefðu náð í nihilistakonuná hættulegu, og sömuleiðis að hendur hefðu verið hafð- ar í hári mínu, því að allir héldu að Siegel væri H. C. Denver, Bandarikjamorðinginn. Eg efaðist ekki um', að Kalkov væri nú hinn ró- legasti og í allra bezta skapi, vegna þess hve vel hafði veiðst í netið, sem hann lagði fyrir okkur. Eiginlega höfðu honum hepnast allar fyrirætlan- ir hans, okkur viðvíkjandi, að einni undanskilinni. Honum hafði enn eigi tekist að ná í skjölin, enda þótt bann hefði beitt öllum brögðum til þess; reið rnér því á að vta, hváð hann mundi ætlast fyrir, í því efni._ Sennilegast fanst mér, að hann mundi snúa sér persónulega til Helgu, og spyrja hana; en eg bjóst naiunast við, áð hann færi að ómaka sig til Siegels, fyrst um sinn. Síðast Þegar prinzinn átti tal við mig, hafði han nhótað mér því, að láta íikæra mig fyrir dráp Vastics. Eg hafði ekki sint því neinu. Nú var svo sem auðvitað, að þær sakir roundu verða bornar á Siegel. Vitanlega var honum engin hætta b'úin af þeirri kæru. Hann gat* smeykt sér út úr þeim cándræ’ðum, undir eins og honum þóknaðist að opna munninn, og segja hver hann væri; en vegna þess að hann langaði til að fá náin kynni af fangavistinni russnesku, voru lítil likindi til, að hann léti uppi hið létta nafn sitt fyr en eftir nokkra daga. Sokum þess hafði eg nægan tíima til starfa, og var eg ekki lengi að ráða við mig, hvað eg ætti að gera. Eg varð að ná fundi keisarans, og segja hon- uni' sögu mina, áður en Kaikov prinz fengi nokkurn grun um að eg Iéki Iausum hala. Ef hann fengi nokkra vitneskju um það„ mundi hann eins og áður fyrri leggja þær hindranir í veg fyrir mig, að eg næði aldrei fundi keisarans. Eg fór undir eins út úr lestinni, þegar hún nam staðar í Insterburg, 0fr lagði litlu síðar á stað með aðaJlestinni, er rann til Pétursborgar. Engar krögg- l,r komst eg i á þeirri leið. Eftirlitsmennirnir í Kov- na þektu mig aftur; en engar óþarfaspurningar lögðu þeir fyrir mig. Vinur minn, Ieynlögregluþjónninn, haföi sagt tveimur eftirlitsmönnunum öll deili á mér, og mun alt það, er hann sagði, hafa verið mér lieldur í vil. Em- bættismaðurinn, sem eg hafði séð Ieiða Siegel burt frá landamærunum, var sérlega kompánlegur við mig. Eftir að hinum formlegu spurnin'gum var lok- ið, mæ!ti hann: “Var Bandaríkjamaðurinn, sem við tókum hér fastan, vinur yðar, monsieur?” “Já, auðvitað var hann vinur minn, á sama hátt og allir aðrir Bandaríkjamenn vfir höfuð ð tala.” “\ itið þér hvað hann heitir?” “Bandarikjamenn eru býsna margir, á að gizka sextiu miljónir,” svaraði eg hlæjandi. “En vitið þér nú fvrir víst að hann hafi verið Bandaríkjamaður ?” spurði eg ennfremur. “Hann lét ekkert uppi, ekki einu sinni nafn sitt.” " “Gæti eg fengið aö sjá hann? Það væri ekki ó- mögulegt að eg þekti hann. Fréttaritarar kynnast jafnáðarlega fleiri mönnum, en aðrir.” “Það er búið að senda hann til Pétursborgar. — Ef eg mætti ráðleggja yður nokkuð mundi eg—” Hann þagnaði. “Eg tek hollttm ráðum, hvaðan sem þau koma,” svaraði eg. “Jæja. þá mundi eg ráðleggja yður, að gefa yð- ur ekkert í tæri við þenna náunga. Við vitum auð- vitað lítið um hann, en það lítið, sem’ við vitum, er þess eðlis, að enginn heiðarlegur maður ætti að hafa nokkur mök við hann. Kæran, sem hann er undir, er mjög alvarleg.” Eg hló. “Einmitt það? Eg trúi þvi, sem þér segið. Þvi er jafnaðarlegast þannig varið með okkur Banda- ríkjamenn, að þegar við leggjum eitthvað fyrir okk- ur, ilt eða gott, þá er einhver mynd í þvi, sem við gerum. En eg á bágt með að trúa því, að nakkur Bandarikjamaður hafi gerst níhilisti.” “Samt sem áður eru níhilistar til í ykkar eigin landi. Eg veit ekki betur, en að níhilistar hafi ráðið suma af forsetum ykkar af dögum. Berið þér á móti því ?” > “Já. Þeir sem hafa unnið þau illvirki hafa ver- ið dæmalausustu flækings nrþvætti, þangað kominir frá Evrópu.. Enginn heiðvirður Bandaríkjaborgari mundi drýgja aðra eins óhæfu.” Hann hóf augabrýmar, brosti og liristi höfuðið. “Níhilista-pestin geisar um öll lönd. Þessi sam- landi yðar, sem við vorum að tala um, er morðingi,” svaraði hann rólega og lagði þunga áherzlu á hvert orð. „Hann vár að reyna að forða sér undan hegn- ingunni.” Aumingja Siegel! Mér lá við að reka upp hlát- ur, en eg stilti mig þó. Þessar fregnir voru hins vegar mér sjálfum töluvert umhugsunareíni, “Þetta er aumt að heyra,” sagði eg ræunalega. “Enginn heiðvirður maður æskir eftir að bjarga morðingja, jafnvel þó samlandi sé.“—Þvi næst skild- um við. , í Eg hafði grætt það á samtalinu, að eg vissi, að farið hafði verið með fangana til Pétursbotrgar; og rneðan eg var á leiðinni Þangað hafði eg nægan tíma til að ráða ráðum mínum. Hafði eg Iíka komist að ákveðinni niðurstöðu, þegar til höfuðborgarinnar kom. Eg valdi mér rólegt gistihús í tiorginni, til nátt- staðar. Ritaði nafn mitt sem Frank Siegel frá San Francisco á gestaskrána, og eftir að eg hafði fengið kveldmatinn upp í herbergi mitt þar, lagðist eg strax til svefns. Eg gætti þannig allrar varasemi, til þess að þekkjast ekki, vegna þess að eg vissi, að eg hafði bæði við bræðrafélagslimunum og spæjurum Kalkovs prinz að sjá. Undir eins og lýsti af degi tók eg til starfa. Eg ók þá fyrst til skrifstofu sendiherra Bandaríkjanna. Þegar eg kom þangað sendi eg inn nafnspjald Sieg- els til Haraldar Mervins. Mér var fylgt inn til hans, og strax þegar eg kom inn i dyrnar spratj hann upp frá skrifborði sínu og gekk á móti mér og rétti fram hönd sína til að bjóða mig velkominn. En áður en við heilsuðumst nam hann staðar og sagði: “En mér var fært nafnspjald Mr. Siegels. Hvern- ig stendur á þessu?” “Þekkirðu mig ekki?” spurði eg. “Jú. Það ert þú, Denver. Kondu blessaður og c-nll »

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.