Lögberg - 16.05.1907, Page 6

Lögberg - 16.05.1907, Page 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. MAÍ 1907 LlFS EÐA LIÐINN EFTIR HUGH CONWAY. Og ekki leið nú löngu áður en eg var búinn að skoða alt hið markverðasta í Lundúnaborg. Ýmist fylgdu Gtace-hjónin mér eða synir þeirra, en oftast fór eg þó efnn míns liðs. Jafnvel þó að mér þætti gaman að hafa einhvern förunaut með mér á því ferðalagi, var eg engu síður hæst ánægður með að vera einn. Eg var orðínn einverunni svo alvanur áður. Mest af öllu fanst mér koma til mannfjöldans, sem fyrir augun bar. Til þessa sírennandi straums af konum og körlum, þar sem hver og einn hélt sína leið, og stefndi að sínu markmiði, sem auðvitað voru jafn-margskonar og mennirnir sjálfir. Og það kom þá stundum fyrir, þegar eg hélt einhvers staðar kyrru fyrir, og horfði á mörg þúsund manns fara fram hjá, án þess að sjá þess merki, að eg ætti þar nokkurn skoðanabróður, að þá fanst mér jafnvel að eg vera enn einstæðari heldur en þegar eg var einn á bát á víkinni í föðurheimkynni mínu. Eg sannfærð- ist þá um, að faðir minn hafði breytt hyggilega er hann sendi mig til Lundúna. Eigi er ólíkt að eg hefði orðið þunglyndur grúsk ari og hallast að þeirri lifsskoðun, að heimurinn væri samsafn eininga, og farsæld hverrar einingar væri hið eina nauðsynlega. Sakir þess ætti það að vera aðal-markmið sérhvers manns, að hugsa um það eitt að láta sjálfum sér eingöngu líða sem allra bezt, og á þann hátt leggja sinn skerf til hinnar almennu vel- líðunar. En eg var of ungur Þegar eg fór að heim- an, til þess að slíkar skoðanir gætu fest rætur hjá mér. Nú var búið að ákveða að eg skyldi fara Harrow-skólann, og Mr. Grace útvegaði mér aðgang að honum. Og í lok Septembermánaðar byrjaði eg á náminu. Þar sá eg öldungis nýja og áður óþekta hlið á lífinu. Eg yngdist, þar í stað þess að eldast. Nýtt aðhald, nýjar óskir, eftirlanganir og hugmyndir voknuðu nú hjá mér. Eg eignaðist þar marga vini og stallbræður. Eg átti það þeirri alúð að þakka, sem faðir minn hafði lagt á að kenna mér, að eg stóð engum jafnöldrum minum þar á baki í þekk- ingu. Þó að eg væri óvanur þeim líkamlegu íþrótt- um, sem kendar voru við Harrow-skóla, þá var eg þolnari til hlaupa, djarfari að klifra og fullkomnari að afli, en flestir skólabræður mínir þar jafn-gamlir. Leið því eigi á löngu að eg varð snarpur “cricket"- spilari og fótboltamaður, og ef hlaup átti að þreyta, var eg viss með fyrstu verðlaun. En þó eg sé nú farinn að verða býsna langorð- ur um sjálfan mig, þá verður frásaga þessi ekki eig- inlega æfisaga mín, heldur annara þeirra manna þó, er snerta mig og lífsferil minn 6vo náið, að sama sag- an lýsir hvorumtveggju. Ætla eg því að vera stutt- orður um skólavist mína, og láta mér nægja að geta þess, að eg var vinsæll hjá skólabræðrum mínum, og kennararnir allir saman höfðu mesta uppihald á mér. En allir, sem gengið hafa á almennan skóla, vita, að slíkt er mikilsvirði og framtíðarvænlegt. í öllttm fríum mínum á Harrow-skólanum dvaldi eg heima hjá föður mínum, nema rétt ef það kom fyrir, að eg brá mér snögga ferð til einhvers skóla- bróður míns. Eg taldi það helga skyldu, að dvelja hjá föður mínutn öllum stundum þegar eg kom því við, þvi að mér var fullkunnugt ttm að honum var það fyrir öllu. Hann var rólegur og hversdagsgæf- ur að vanda, þegar eg dvaldi hjá honum. Þess ; anilli sökti hann sér enn meir en áður niður í bók lestur og vísindalegar rannsóknir, og hafði engin af- skifti af ttmheiminum önnur en þau, að hann skrif aðist annað slagið á við ýms vísindaleg félög; en eg vissi að hann taldi dagana þangað til eg kæmi, þegar eg var fjarverandi, og hrygðist jafnan sárt þegar eg varð að yfirgefa hann og fara aftur í skólann. — En eftir þvt sem eg eltist skildist mér æ betur að sá tími mundi koma eitt sinn, er við yrðum að slíta samvistum jafnvel ttm miklu lengri tíma heldur en enn þá hafði átt sér stað, svo að eg dvaldi nú eins oft hjá honum og mér var mögulegt, og taldi það ekki eftir mér. Eins og nú var komið var eg líka orðinn miklu ánægðari með að dvelja í afskektu átt- högunum. Eins og eg hefi áður minst á litu ná- grannar okkar á mig sem mjög einkennilega og dul- arfulla persónu, sakir þess hve litla samblendni við feðgar höfðum við annað fólk, en nú Þegar eg var farinn að ganga á almennan skóla eins og aðrir ung- lingar, hvarf brátt það ógeðfelda álit sem nágranna-1 komlega sem jafningja sinn. Nú átti eg hest og gat riðið langar leiðir hve nær sem eg vildi. Hafði eg oft mikla skemtun af því, sérstaklega þegar eg gat farið á veiðar með öðrum unglingum í nágrenninu. En þegar eg var heima dvaldi eg þó lengst af inni við hjá föður mínum áþekt því, sem eg var vanur áður fyrri. Við lásum saman, feðgarnir, gengum stundum úti okkur til skemtunar, og alt líf okkar bar enn að mest sama svip og á uppvaxtarárum mínum, áður en eg fór í skóla. Eg sigldi á bátnum mínum, baðaði mig í sjónum, veiddi fiska og dreymdi dag- drauma um ókomna tímann eins og í fyrri daga. Þegar hér var komið hygg eg að eg hafi farið að Ieggja mig enn meira en áður eftir því, að kynna mér lundareinkenni föður míns, enda er það ekkert óeðlilegt, þar eð eg átti nú kost á að gera samanburð á honum og fjölmörgum öðrum mönnum, er eg hafði nú kynst. En við þann samanburð varð mér það ljóst, að hann var næsta ólíkur flestum öðrum, er ee hafði séð. Hann var þunglyndur og virtist ekk- ert hirða um það, sem fram fór i heiminum. Alla jafna var hann mjög alvörugefinn og stundum alt annað en mjúkur á manninn; en mest undraði mig þó á því, að hann, sem gæddur var jafn-góðum liæfi- legleikum og var jafn-hámentaður, skyldi draga sig út úr heiminum eins og hann gerði, og setja ljós sitt undir mæliker. Alt þetta hugleiddi eg vandlega og gat ekkert í því skilið, og fór því að vakna hjá mér sterk löngun til að kynnast lxfsjkjörum hans áður fyrri, heyra helztu þættina í æfisögu hans. Mundi fráfall móður minnar, er hann varð á bak að sjá eft- ir skammar samvistir, valda því, að hamí kaus að búa þannig einn út af fyrir sig, og snúa baki við öllu og öllum ? Eigi var það beinlínis líklegt, því að hann hafði aldrei minst á hana með nafni. Heldur eigi hafði eg séð, eða vissi til að liann ætti neina mynd af henhi. Mundi hann hafa orðið fyrir einhverju skakkafalli af heimsins hálfu? Mundu honum hafa brugðist einhverjar vonir, er honum þóttu miklu skifta? Mér fanst það býsna óliklegt, því að hann hafði flest þau skilyrði til að bera, er gera manninn líklegan til að ganga sigrihrósandi af hólmi í hinum ýmislegu kappraunum, er metnaðargjarnir menn þreyta tíðast um. Eigi að síður hafði hann svo að segja falið sig þarna á Devon ströndinni fyrir öllu fólki, og virtist helzt ætla sér að eyða þar því, sém hann átti eftir ólifað vinasnauður og ein- mana, og var hann þó erkki nema vel miðaldra mað- ur enn þá. í hvert sinn, er eg kom heim í skólafrí- tinum, sá eg mun á því, hvað honum hafði farið aft- ur, og jók það enn meir á undrun mina yfir því að hann skyldi geta haldist þarna við. frá einum vina minna, þar sem fjöldinn allur' af Það var einu sinni, þegar eg kom úr heimboði frá einum vina minna, þar sem fjöldinn allur af frændum hans og frændkonum var viðstaddur, að mér varð fyrst fyllilega ljóst hve undarlega einkenni- legt það var, að eg skyldi ekkert frændfólk eiga. Þetta var að vetrarlagi. \ ið feðgarnir vorum báðir að Iesa, eða hann öllu heldur að skoða og velja bæk- ur úr stórum bókahlaða, sem eg hafði komið með heirn með mér. Sumum þeirra ýtti hann frá, nærri þvý_með fyrirlitningarsvip, en nokkrar valdi hann úr til að lesa, er hann hefði tíma til. Þegar hann var búinn að skoða allar bækurnar, og virtist í efa um á hverri þeirra, er hann hafði valið, hann ætti að byrja, lagði eg niður bókina, er eg var að lesa, og sagði: “Veiztu það, að það var nærri húsfyllir hjá Ben- net vini mínum. Eg hefi aldrei séð fleira frændfólk sarnan komið hjá einum manni.” “Einmitt það,” svaraði faðir minn, og sýndist veita þessu litla eftirtekt, “en skemtirðu þér ekki vel ?” “Jú, ágætlega! En mig langaði til að spyrja þig, faðir minn, að því hvort við ættum ekkert frænd fólk, enga nána kunningja.” “Nei, við eigum enga, nga, sem vert er um að tala, Filippus.” “Attu þá engin systkini?” “Nei. Eg er einbirni eins og þú, og nú er langt siðan að eg hefi mist sjónar á öllum fjarskyldari ætt- ingjum mínum.” “En móðir mín?” sagði eg hikandi. “Átti hún enga ættingja?” Hann leit til mín með ‘spyrjandi augnaráði og nærri því önuglega. Mér fór að líða illa af því, hvernig hann horfði á mig. “Eg álit óþarft að ræða um ættingja móður þinnar, Filippus,” svaraði hann kuldalega. “Þ’eir eru ekki ættingjar minir. Og eg held helzt að þú verðir að láta þér nægja þá vini, sem þú kant að eignast eftirleiðis. Eg er hvort sem er viss um, að þú kemst að raun um, að þeir valda manni minni óþægindum en skyldmennin.” , Eg þóttist ráða af orðum hans, að móðir mín og sveinamlr höfðu haft á mér og þeir skoðuðu mig full- hann hefðu ekki átt saman að einhverju leyti, en mig langaði samt til að vita eitthvað meira um hana. “Mér finst það eitthvað svo undarlegt, að eg skuli engan eiga að i veröldinni, nema þig, faðir minn,” sagði eg. “Segðu mér frá móður minni. Ssgðu mér alt um hana.” “Hvað á eg að segja þér um hana ” spurði hann þunglyndislega. “Alt, alt sem þú getur. Er eg líkur henni?” “Nei, Filippus. Sem betur fer ert þú líkari mér, og likari í mína ætt.” “Var hún fríð sýnum? Þótti henni vænt um mig? Hvar dó hún?” spurði eg og varð nú djarf- mæltari en áður. “Hún var yndisfögur. Hún unni þér ^mikið. Hún dó á fjarlægum stað í Norður-Englandi, þegar þú varst á fjórða árinu.” “Og unnir þú henni ekki mikið, og sástu ekki fjarskalega eftir henni þegar þú mistir hana?” spurði eg hálf-óánægður yfir því, hve einkennilega stutt hann svaraði spurningum mínttm. “Jú, það veit guð, að eg unni henni mikið,” hrópaði hann með meiri ákafa, en eg nokkurn tíma fyr hafði orðið var við hjá honum. “Eg bæði unni henni og sá ógurlega mikið eftir henni eins og þú gast til.” “Og eftir lát hennar fluttist þú hingað og settist hér að, býst eg við?” “Já, eg flutti hingað strax eftir að eg misti hana. Nú er eg búinn að segja þér alt.” En eg var ekki ánægður. Eg þagði samt litla stund, til að vita hvert hann segði ekkert meira, en þegar hann gerði það ekki, spurði eg: “Áttu enga mynd af henni?” “Nei, enga, sem eg kæri mig um að sýna þér, Filippus,” svaraði hann rólega og stillilega eins og hann var vanur. Af undanfarandi reynslu vissi eg að þýðingar- laust var fyrir mig að herða neitt meira að honum, svo að eg tók aftur bókina og lézt fara að lesa, en sat íæyndar að eins og hugsaði sorglegar hugsanir. Mér fanst það svo ranglátlega hart, að eg skyldi ekki geta fengið að vita neitt um móður mína, sem dáin var fyrir mörgum árum og hafði verið hrifin burt frá sínum nánustu í blóma lífsins. Eg gat mér þess til, af því hve mikið föður. mínum varð um þegar við mintumst á hana, að hann vildi leiða hjá sér að minnast á hana, til þess að ýfa ekki um gömul sár— eða gamlar sorglegar endurminningar ef til vildi. Það gat vel verið, að hann kynni að hafa blygðast sín fyrir konu sína, en eg, sonur hennar, mundi hafa geymt minningu hennar í huga með ómengaðri i-ækt- arsemi, hver svo sem kjör hennar hefðu áður verið. Eg braut ekki aftur upp á þessu umtalsefni við föð- ur minn, en eg ásetti mér þegar eg væri orðinn full- orðinn að krefjast ítarlegrar útskýringar af honum í þessu efni. Eg fann það með sjálfum mér, að eg hafði rétt til þess. Nú leið og beið þangað til að þvi kom að eg lyki mér af í skólanum. Skólabræður mínir fóru að ræða um framtíðarhorfur sínar við mig og væntan- lega háskólavist, og eg sá sjálfur að óðum nálgaðist sá tími, er eg yrði að ráða það af, hvað eg ætlaðist fyrir síðar meir. Áður en eg lagði á stað að heiman til síðustu skólaársvistar á Harrow, mintist eg framtíðar-fyrirætlanir minar við föður minn. “Eg held það sé rétt af þér,” sagði hann — og virtist sem honum þætti það þó ekki miklu skifta — “að kjósa þér einhverja lífsstöðu. Eg býst við þú ætlir að fara í háskólann?” spurði hann því næst, eins og eg ætti sjálfur eingöngu að ráða því. “Einu sinni langaði mig mest af öllu til að vei'ða hermaður,” sagði eg—“fyrst ætlaði eg að fara í sjó- herinn, svo í landherinn, en nú er eg hættur við hvort- tveggja. Eg held að eg vildi nú helzt fara í háskól- ann í Oxford.” “Já, blessaðttr gerðu það þá — og hvað ætlarðu að lesa?” “Ætlar þú þá ekki að stinga upp á neinu?” spurði eg. “Nei, þú átt að velja lífsstöðu þína sjálfur.” “Jæja, þá ætla eg að lesa lögfræði.” “Látum svo vera —ef þú ert metnaðargjarn, þá er þar tækifæri fyrir þig að afla þér frama, eg held líka einmitt, að þú sért nægum hæfilegleikum búinn, til þess, að verða góður lögmaður. Þú ert einarður, dável máli farinn, myndarlegur í framgöngu, og þú rökræðir skýrt og skipulega; ; jú, eg held það sé alveg rétt af þér að lesa lögfræði.” Og svo fór eg til Oxford. Það er óþarft að lýsa lífi mínu þar. Eg las eins og hestur og gekk námið vel. Eg eignaðist marga vini og öðlaðist mikla *heimsþekkingu, að þvi er mér fanst sjálfum. Að skólanáminu loknu bjóst eg að fara að vinna, og afla mér fjár og frægðar. Áþekt öðrum ungmennum með heiðarlegum hugsunarhætti hafði mér aldrei komið til hugar að leggjast í leti og ómensku. Eg hafði enga hugmynd um það hve miklar eignir faðir minn átti. Eftir því sem eg komst næst átti hann engar landeignir eða stórhýsi, er hægt væri að benda á og segja: “JÉessar eignir á Norris.” Varla gat það aftur átt sér stað, að hann væri fátækur maður, því eg hafði verið rnjög sómasamlega útbúinn með peninga á námsár- um mínum, og þó eg hefði aldrei verið hvattud til neinnar óþarfa eyðslu, og við hefðum lifað næsta sparlega i Torwood, þá virtist enginn hörgull vera á peningum hjá fööur mínum, ef einhvers þurfti við. En þó hafði eg aldrei haldið að faðir minn væri rík- ur maður, svo að eg fann mér skylt að vinna sjálfur fyrir mér. Eg ferðaðist í nokkra mánuði um meginland Ev- rópu, og skoðaði merkustu staðina þar, sem mig fýsti að sjá; að því búnu sneri eg aftur til Devonshire, og eftir að hafa hvílt mig þar um hálfsmánaðar tíma, hélt eg til Lundúna albúinn þess að fara að vinna fyrir mér. Eg fór auðvitað á fund Mr. Grace til að fá hjá honum leiðbeiningar, og varð hann harla glaður við, er hann vissi að eg hafði í hyggju að gefa mig bein- línis við málafærslustörfum. “Þetta er uppgangsvegur, Mr. Filippus,” sagði hann, “og með uppgangsVegi á eg við braut, sem Iiggur upp á móti. Sé meira um málaferli nú, en í fyrri daga, þá eru líka miklu fleiri nú um hituna, en þá. En yður verður eitthvað til.” Og svo settist eg að á skrifstofu hans, og nam lögspeki við fætur hins lögkæna Gamalíels, unz eg hafði dvalið þar svo lengi, að eg var talinn fær um að flytja mál upp á eigin spýtur. Eg lagði þá enn einu sinni að föður mínum að segja skilið við einsetulífið, fylgja mér til borgarinn- ar og setjast þar að. En það dugði ekkert. Hann sat fast við sinn keip. “Eg held það væri réttast fyrir þig að leigja þér sjálfur herbergi,“ sagði hann við mig, “og útbúa þau með húsbúnaði eins og þér líkar. Sömuleiðis ættir þú að ganga í einhvern álitlegan klúbb. Grace getur leiðbeint þér i því efni.” “Slík herbergi kosta mikið,” svaraði eg hikandi, því að eg sá satt að segja engan veg til þess að eg gæti nokkurs staðar fengið fé til að borga þá leigu. “Mr. Grace mun greiða sérhverja sanngjarna á- vísan frá þér hljóðandi upp á mitt nafn. Ef honum þykir þú ekki kunna þér hóf í fjáreyðslu, mun hann spyrna við fótum. “Geturðu staðist þenna kostnað, faðir minn?” Hann fór að brosa. “Já, eg get það vel, Filipp- us minn. Eg hefi verið að draga saman í all-mörg ár, svo að þú þarft ekki að óttast í því efni. Og eg ætla engum öðrum það sem eg á, en þér, elsku dreng- urinn minn.” Og eg sneri aftur til borgarinnar. V. KAPITULI. Herbergin, sem mér geðjaðist bezt að, voru í stórhýsi einu á Albemarle-stræti, en leigan á þeim a var sjo há, að eg hugði réttara að ráðgast við Mr. Grace áður en eg festi þau. Eg sagði honum hvað leigan væri og varð hálf-hissa á að ekki var á honum að heyra, að honum þætti hún há. Eg varð þá djarf- ari og fór að tala um húsbúnaðinn. “Þessi herbergi verða nokkuð dýr, ef eg á að fá mér húsbúnað í þau eins og mér líkar,” sagði eg til að þreifa fyrir mér. “Ungir menn hafa eyðslusamari eftirlanganir nú en í mínu ungdæmi,“ sagði Mr. Grace. “Hvað hárri upphæð haldið þér að eg megi eyða í þetta?” spurði eg til að komast nú að efninu. “Mr. Norris hefir eigi tiltekið neina upphæð.” “Nei, hann sagði mér að þér greidduð allar sanngjarnar skuldir mínar. Hvaða skilning leggið þér í það, Mr. Grace?” Hann virtist fyrst vera í stökustu vandræðum, en hann áttaði sig brátt. “Eg mundi líta svo á,“— sagði hann með hægð og lagði áherzlu áhvert orð — “eg mundi líta svo á, að sanngjörn fjáreyðsla væri upphæð, sem ekki væri ósanngjörn. Eg mundi t. d. neita að borga tuttugu þúsund pund fyrir yður.” Eg gat ekki annað en hlegið að skýringunni. “Eg er hér í töiuverðum vanda staddur,” hélt hann áfram. “Ummæli föður yðar eru nokkuð ó- nákvæmari um þetta efni en endar nær. En þar eð þér virðist ekki vita neitt um efnahag hans, held eg að eg verði að fara dálítið á bak við hann, í þetta sinn, og segja yður, að hann er allvel fjáður, og eyð- ir ekki nándar nærri tekjum sínum, svo að eg held, að yður sé því óhætt, Mr. Filippus, að velja yður hús- búnað öldungis eftir yðar höfði.”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.