Lögberg - 06.06.1907, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.06.1907, Blaðsíða 1
Þakklæti! Vér þökkum öllum okkar íslenzku viöskifta- vinum fyrir góð viðskifti síðastliðið ár og óskum eftir framhaldi fyrir komandi ár. Anderson <fc Thomas, Hardware & Sporting Goods. S38Maln Str Telepf)one 338, Vér heitstreng’ium að gera betur vi8 viSskiftavini vora á þessu ári en á árinu sem lei8, svo framarlega a8 þa8 sé hægt. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 MainSt. Telephone 339 20 AR. II Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 6. Júní 1907. NR. 23 Fréttir. Óeiröunum í Kína heldur áfram og þær færast út. Segja svo frétt- ir Þaöan aö austan, aö uppreist þessi sé eigi gerö gegn útlending- um eöa trúboöum þar, heldur gegn stjórninni sjálfri og vilji byltinga- menn fyrir hvern mun velta henni úr sessi. Nýlega hefir frézt frá . Lund- únaborg, aö Bretastjórn hafi skip- að Methuen herforingja yfirmann yfir herliði Breta í Suöur-Afríku. Ýms ensk blöö telja þetta óvæntan heiður, því að framganga hans í Búastríðinu hafi eigi veröskuldaö slíkt, þar eö hann hafi beðið mik- inn ósigur viö Magerfontein í Desembermánuöi 1899. Þar barö- ist hann Þó hraustlega og af ýms- um var sá ósigur kendur eigi hon- um beinlínis heldur yfirstjórn hersins. En heim var hann kallaö- ur árið eftir frá Kimberley, þegar hann vann þar ekki á. Því er enn haldið leyndu hvaöa stefnu Japanar ætla að halda fram á friöarþinginu í Hague, og því enn eigi hægt aö skýra frá jþví, en í Tokio, höfuðborg Japans, er þannig um fundinn rætt, sem hann muni hafa litla þýðingu og sagt aö Japanar yfir leitt láti sér fátt um hann finnast. Iiungursneyöinni, sem staðið hefir í Kína um margar vikur, og hefir kostað svo mörg- mannslíf og valdið svo miklu böli þar, er nú létt af rétt nýlega. Uppskeran er auö- vitaö rýr þar enn þá, en þó hefir hiö hagstæða tíöarfar er Þar hefir veriö siöast liðinn mánuö, flýtt fyrir henni. — Vesturheimsmenn hafa Iagt fram mikiö fé til styrkt- ar hinum bágstöddu og hefir oröiö nokkur afgangur af þvi, og hann verið afhentur ”Red Cross” félag- inu til afnota, ef á Þarf aö halda síðarmeir, handa Þeim er bágt kunna aö eiga þar eystra. Mikiö er nú látiö bæöi af verk- föllum og vinnuskorti i San Franc- isco. Ógurlegur fjöldi fólks hefir þyrpst þangaö i von um aö fá þar góða atvinnu viö byggingar og ýmislegt fleira, en nú er sagt aö mörg þúsund verkamanna er fást viö ýmsar atvinnugreinar gangi þar iðjulausir og geti enga at- vinnu fengið. Fimm þúsund dollara skaðabæt- ur fékk verkamaður í.Vancouver byggingafélag eitt þar dæmt til aö greiða sér fyrir meiðsl, er hann haföi orðið fyrir i Þjónustu þess. Kvað svo mikið aö Þeim meiöslum aö hann er talinn ófær til aö vinna fyrir sér eftirleiðis. Um síðastliöin mánaöamót gerðu franskir sjómenn verkfall þvi nær í öllum hafnarbæjum á Frakklandi. Er mælt aö óvænlega horfi því meö rekstur verzlunarviðskifta og skipagöngur þar meðan þessu fer fram, því bæði eru skipfermslu- menn og skipshafnir kaupskipa viö verkfall þetta bendlaöir eigi síður en ýmsir þeir, er við herskipin vinna. Verkfall þetta er talið aö hafa risið af nýium lagaákvæðum landstjórnarinnar er sjómönnum Þyki ósanngjörn í sinn garö. Áður hefir veriö minst á Það hér í blaðinu, að lýðhollir menn á Rússlandi, þeir er dúmunni til- heyra, hafi krafist rannsóknar á þeirri grimmilegu meöferð og pyndingum er hermenn Rússakeis- ara beittu við fAiga þá, er riönir voru uppreistina í borginni Riga í fyrra. Stjórnin og fylgis- menn hennar hafa lýst yfir því á þinginu, að of mikið sé gert úr þessum kærum viövikjandi illri meöferð á föngunum. Það hafi ekki neinni tiltakanlegri hörku verið beitt við þá og hermennirnir hafi ekki gert nema skyldu sína. Þessu mótmælir dúman nú, og lýsir yfir Þvi í ávarpsformi, aö yf- irlýsing stjórnarinnar í þessu efni sé öldungis ófullnægjandi. Undir eins og heimilisréttarlönd- in í Saskatchewan, sem getið var um í síðasta blaöi, hafa veriö opn- uð, hefir sífeldur landnemastraum- ur verið til bæjanna þar sem h’.ut- aðeigandi landskrifstofur eru. Þar hefir fólkið í hópum beðið heilar nætur úti fyrir landskrifstofunum, þangaö til opnaö hefir verið að morgni, og þá ekki nema fáeinir náð í lönd, Því enn er ekki búiö að veita nema fá af landleyfunum. Frétt frá Houston í Texas getur þess, aö þar í grend hafi miklar skemdir orðiö af vatnsflóöum og stór landsvæöi svo mílum skiftir séu hulin vatni. Hefir járnbrauta rekstur allur stöðvast þar og sömu leiðis umferð í bæjum, og húsin enda sumsstaðar lyfst af grunnum og ólagast. Slys þau hin miklu er veröa nú daglega i Lethbridge nánuinum kenna verkstjórar þar þeim fjölda óvanra námamann, er þar vinna nú. Fleiri parturinn af náma- mönnunum er sagöur útlendingar sem aldrei hafa áöur fengist við námavinnu, en æföir námamenn ó- fáanlegir nógu margir. Jaröskjálfta varö vart í Ottawa 1. þ. m. Þaö er að segja að jarö- skjálftamælar sögðu til þeirra, en eigi fundu menn þó neinn jarð- hristing í þeirri borg. Mælarnir, eöa verkfærin, sem gefa til kynna jarðskjálftann, sem auðvitað hefir veriö í nokkurri fjarlægö, sýndu að hann stóö yfir í þrjú kortér. Píus páfi tíundi varö sjötíu og tveggja ára 2. þ. m. Var afmælis- dagur hans hátiðlegur haldinn meö viðhafnar messugerð í Péturskirkj utmi og cörum kaþólskum kirkj- um í Rómaborg. Nú er sagt að páfinn sé hinn heilsuhraustasti, og hafi fyllilega náö sér eftir sjúk- leik þann, sem hann þjáðist af i fyrra, og Þá var haldið aö mundi verða honum að bana. Sagt er aö Conried sönghallar- stjóri í New York hafi nýlega gert samning við hinn nafnfræga söng- mann Enrice Caruso um að syngja fyrir sig í fjögur ár, og boðið hon- um að launum þá feikimiklu upp- hæö fjórar miljónir franka fyrir fjögur árin, eöa eina miljón á ári. Samningarnir gilda frá 1. þ.m. til sama mánaöardags 1911. Veröur Caruso Þann tíma að syngja að eins þar og þá, er leikhússtjórinn til tekur. Nýlega var olíuverzlunarfélag eitt sektað um hátt á aöra miljón dollara fyrir aö hafa óleyfilega verzlun í Texas og rekið brott þaðan með starfrekstur sinn. Þ’rátt fyrir hagstæða uppskeru- tíð, sem nú síðast hefir veriö i Rússlandi, er svo aö sjá, af frétt- um víðsvegar aö úr Evrópu, að búist sé viö að uppskera muni verða þar miklu minni en i fyrra, en Það ár var hún þó eitt hundrað miljónum bushela minni en 1905. ----------5S Frá Edmonton berast þær frétt- ir 2. þ. m. að trjáviöur hafi stígið. mikiö í verði hjá öllum viðatsölum í borginni. Allar trjáviöartegund- ir á veröskránum hafa stígið um | tvo til þrjá dollara eftir gæðum. Verksmiöjumennirnir höföu hækk- ! að viöarveröið fyrir nokkru síöan, en trjáviöarsalar í bænum höföu þá fyrirliggjandi töluveröar birgö- : ir, er Þeir seldu á óuppsettu verði' þangað til núna fyrst i þessum mánuöi aö þeir færöu verðið upp. | Um síöustu helgi hélt Friörik j Danakonungur brottfararveizlu í j viröingarskyni við O’Brién, amer- ! iska sendiherrann, og konu hans, er um hríö hafa dvalið í Kaitp- mannahöfn, og lögöu þá á stað þaöan. O’Brien er eins og kunn- ugt er orðinn sendiherra Banda- ríkja í höfuðborg Japana, Tokio. . Fréttir frá San Francisco bera þaö meö sér, að horfurnar þar lagast litið. Striðiö milli auöfélag- anna og verkalýðsins heldur enn áfram. Fjölmargir auömenn og embættismenn bæjarins eru nú undir kærum. Þnnnig hefir nú siöast formaður strætisvagnafé- lagsins þar veriö kæröur um aö hafa reynt að múta bæjarstjórn- inni til aö fá einkaleyfi fyrir félög sín, og ýmsar fleiri brellur, og áö- ur hafði hið opinbera borið ýmsar kærúr á bæjarráðsmennina eins og þegar hefir verið minst á fyrir nokkru síðan. Meðal hinna á-. kærðu er fyrverandi borgarstjóri | Schmitz. Var hann ákærður fyrir j afskaplegan fjárdrátt og mútur.! Þær kváðu vera átján talsins kær- urnar, sem komið hafa fram gegn honum síðan í fyrra. Fjórtán gegn Abraham Ruef, aðstoðarmanni hans, er játaö hefir glæpi sína og fjölmargar kærur gegn ýmsum öörunt, er viö bæjarstjórnina og bæjarmálin voru og eru riðnir. Yfir höfuö viröast ýmsir síöustu borgarfu’dtrúarnir í San Francisco varla hafa átt sína líka, hvað glæp- samleg fjárglæfrabrögö snertir. Loks hefir tekist aö fá nægilega marga menn í kviödóminn í Idaho, sem áöur hefir verið getið hér í blaöinu og er nú byrjað á prófun- um. Svo sem getið var um í næsta blaði hér á undan hefir fruntvarp- iö urn rvmkun stjórnfrelsis Ir- anna verið svæft í breska þinginu, sakir mótspyrnu þeirrar er það mætti af fulltrúum Irlands, er heldur vildu hafna þ\á en sinna. Fréttakafli frá Ballard 28. Mai 1907. .... Tíðarfar hefir verið gott hér í vor. Þaö má heita að stöðug góðviöri og supiarbliöa hafi verið síðan í Marzmánuði. Nú hættir Ballard bráðum aö yera sérstakur bær. Það á að leggja hann við Seattle. En eins og gengur eru skiftar skoðanir um þaö hve happasæl sú sameining sé fyrir okkur. Kaupgjald er hér gott og tals- vert mikið um vinnu, en á hinn bóginn er nokkuð dýrt að lifa,svo menn veröa aö vinna vel hér engu síður en austur frá. Loftslagið gerir þó allan mun. Árni Eggertsson og kona hans voru hér á ferð fyrir nokkru. Væntanlega segja þau blaðinu frá ferð sinni og hvernig þeim leyst á sig hjá löndum hér vestra......... Hughes og atiðfélögin. Hughes rikisstjóri í New York- ríki hefir háð harða baráttu við þingið þar syðra. Þ'egar hann var valinn í haust, sem leið, hét hann kjósendum sínum að koma á ýms- um umbótum. Þessu snerust auð- vitað auðfélögin öndverð í gegn. Þau komu svo ár sinni fyrir borö, aö um tíma var útlit fyrir þvi, aö endurbótalöggjöf Hughes rnundi ekki ná fram aö ganga. Auðmenn og auöfélög senda jafnaöarlega menn til að vera á verði í þinghús- inu, og sjá um að engin lög nái fram að ganga, sem þeim eru í ó- hag. Þaö geta þeir gert vegna þess að bæði eru á þinginu menn, sem auðfélögin eiga með húö og hári og svo er ekki sparaö aö bera fé í þingið. I þetta skifti varö mönnum þessum ekki kápa úr því klæðinu. Hughes ríkisstjóri tók það ráö, að skýra í ræöu og riti þarfaverk Það, sem hann væri að gera. Blöðin, hin óháðu, tóku drengilega í strenginn með honum. Eftir nokkurra mánaöa þóf er nú svo komiö, að þingiö liefir orðiö að Iáta undan hinum knýjandi þjóöarvilja. I síðasta mánuöi sam- þykti það lög um takmörkun eöa skorður viö yfirgang ýmsra auð- félaga. Þaö er sagt svo frá, að daglega hafi borist fjöldi bréfa og áskorana frá kjósendum til þingmanna þeirra, sem mótspyrn- una veittu. Loks sáu Þeir sér ekki annað fært en að láta undan. Þaö er ekki nema á einstakra manna færi, að koma þannig fram máli sínu. En Hughes er líka talinn einn með mestu ágætismönnum Bandaríkjanna nú sem stendur. Úr bænum. og grendinni. Til íslands fóru á mánudaginn Siggeir Stefánsson frá Selkirk og Þóra Þ'orvarðardóttir, Winnipeg. Sagt er aö Clemens & Árnason matvörusalar ætli aö taka þriðja mann, Svein Pálmason, í félag með sér, þegar hið nýja verzlun- arhús þeirra er fullgert. ----o---- Tveggja ára gamall drengur dó hér í bænum á sunnudaginn var. Hann hafði verið að sjúgja púð- urkerlingu, en púðurefnið verið eitraö. Þ'að er óvarlegt að láta slik leikföng liggja á glámbekk. Séra Jón Bjarnason gaf saman í hjónaband á heimili Jóns Ólafsson- ar að 770 Simcoe St., á þriðjudags kveldið 28. Maí, Þau Sigmar Dal- mann og Guðríði Guömundsdótt- ur, bæði héðan úr bænum. Þrátt fyrir sterk mótmæli Elm- woodbúa hefir Riverview-hótelið fengið aftur vinveitingaleyfi. Þar var þaö, sem Sviinn Karl Olsen dó í vetur. Féll niöur í kjallarann aö því er sagt var. Roblinstjórn- in heldur áfram að hlaöa sér minn- isvarðana. Enginn leiguliði hér í bæ verður á næstu kjörskrá nema hann komi nafninu sínu sjálfur á skrá. Þaö geta þeir gert með því aö snúa sér á næstu slökkviliðsstöð. Þeir, sem hafa nýlega keypt eignir, og hafa “agreement of sale”, geta komist á skrá ef þeir gefa sig fram. Jóhann Jónsson, bróöir Alberts Jónssonar og þeirra systkina, kom hingaö til bæjarins á laugarclaginn. Hann hefir veriö í Alaska í vetur, en á heimilisréttarland nálægt Kristnes P. O., Sask. Þangað ætl- ar hann bráðlega, og fer móðir hans þá með honum. Skrásetning kjóscnda í bæjar- málum stendur yfir. Munið að koma nafninu yðar á kjörskrá. Drengur, sem vill læra prent- iðn, getur fengið vinnu hjá Lög- bergi. Helgi Sigurðsson og sonur hans, Guöni, fóru vestur til Vancouver, B. C., á þriðjudagskveldiö var. Snemma í f. m. voru gefin sam- an i hjónaband Anna dóttir séra Magnúsar Skaftasonar og W. IT. Adams, málaflutningsmaður í Bot- tineau Co., N.D. Brúökaupiö stóð aö heimili dr. M. B. Halldórssonar og konu hans, systur brúöurinnar. Dr. Ó. Björnsson brá sér snögga ferð til Souris, N. Dak., núna um helgina, aö heimsækja dr. M,- B. Halldórsson. Kom aft- ur á þriðjudaginn. Hann sagði útlit, þar um slóðir, með hveiti- sáningu gott. Menn segja, aö litlu minna hafi verið sáð þar í vor, en undanfarin ár. Séra Hans B. Thorgrímsen frá Akra og Elis Thorwaldson kaup- maöur frá Mountain, N. D., komu hingað á þriöjudaginn. Þ’eir eru aö undirbúa samsönginn, sem á að halda hér í þessum mánuöi og vér ætlum aö minnast frekar á í næsta blaði. Jón Sigfússon bóndi frá Clark- leigh, kom til bæjarins laust eftir síðustu helgi meö tvö vagnhlöss af i nautgripum og svínum. Gripina hefir hann fitað og selt svo hér. Fimtiu og fjóra dollara til jafnað- aöar fékk hann fyrir hvern naut- grip. Voru það flest þriggja vetra uxar og fáeinir eldri. Eina kú sér- lega væna hafði hann í gripahópn- um, sem hann seldi. Hún vóg fimtán hundruð pund. Þaö borg- ar sig griparæktin þegar hægt er að reka hana eins og Jón Sigfús- son gerir. Um helgina sem leið komu hing- að til bæjarins sunnan úr Dakota Jónas Hall og Páll Jónsson. Páll hefir tekiö sér heimilisréttarland nálægt Sleipnir, Sask., og þangaö er hann aö flytja sig meö fjöl- skyldu sína. Jónas fór með honum vestur þangaö, og bjóst við aö koma hér til bæjarins aftur um næstu helgi. Þeir töldu nokkra tvísýnu á að járnbrautin fyrirhug- aða frá Edinburg, sem minst hefir verið á áöur hér í blaðinu, muni veröa lögð i sumar. Bændur höföu þegar skrifaö sig fyrir einum fjórða hluta fjárfrantlaganna, og ær það taliö svo rnikiö sem hægt er að vonast eftir af þeim. En nú vill sementsnámafélagiö, sent sér- staklega er viö brautarlagninguna riöið, að bændur vinni nú að því aö undirbúa brautarstæðið, en það hafa þeir hvorki tíma eða tök á um þetta leyti, og er því óvíst hvernig þessu lvkur. Af liðan manna létu Þeir vel syðra, en sögðu tíðarfar- iö svipað og hér. Úr bréfum frá íslandi höfum vér frétt lát Sigríðar Jónsdóttur. Hún var dóttir séra Jóns Hávarðs- sonar síðast prests í Eyclölum í Breiðclal. Hún var gift Magnúsi Magnússyni bróöur Eiriks meist- ara Magnússonar í Cambridge. Sonnr hennar hér vestra er Magn- ús Magnússon prófessor í St. Peter, Minn. Nú er sumarið komiö, og þá fara þeir, sem eiga sumarbústaöi út á landi, að hugsa til ferða. Ar- inbjörn Bardal var niðri á Gimli í síðustu viku, aö laga ti! kring um hús sitt þar. Fjölskvlda hans kvað bráðlega ætla aö flytja þangað. Sömuleiðis höfurn vér heyrt að kona Alberts Jónssonar sé aö týgja sig til ferða þangað ofan eftir. Lögbergi hafa veriö sendir lið- ugir fjörutíu dollarar í þessari viku áleiöis í heilsuhælissjóðinn á íslandi. Þessu fé hafa þeir Jón Jónsson (frá SleðbrjótJ á Rabbit Point og Snæbjörn Einarsson kaupmaður á Lundar safnað meðal landa sinna í Álftavatnsbygð og grendinni. Nöfn gefenda veröa auglýst í næsta blaði. Baker bæjarráösmaður kvaö ætla að koma meö þá tillögu bráðlega, að strætisvagnar veröi látnir stað- næmast áður en farið er fram hjá þverstrætum, í stað þess, sem nú tíðkast, að þeir stanza á fjærhliö- inni. Þetta er þarfleg tillaga, það er jafnvel undarlegt að það skuli ekki hafa hafa verið komiö fvr fram meö hana. Slyshættan mundi, aö voru áliti, verða miklu minni. Blaöiö “Minneota Mascot” seg- ir, að fjórir landar hafi lagt á staö frá Minneota, áleiöis til Islands, síöastliðinn föstudag. Þ.aö voru: Joseph Josephson, S. S. Hofteig, Sigmundur Jónatansson og Jó- hannes Pétursson. Ferðinni er fyrst heitið til Englands og þaðan til Danmerkur, og svo til íslands. Þar ætla þeir aö dvelja nokkra mánuði og snúa svo allir heim aftur nema Jóhannes Pétursson, sem líklega verður þar ár um kyrt. Þaö kváöu vera þrjátiu ár síöan þeir komu til þessa lands, og þetta fyrsta heimsókn þeirra til átthag- anna fornu. Séra Friörik Hallgrimsson kom hingaö til bæjarins snöggva ferð fyrir helgina. Hann sagöi alt gott aö frétta úr Argyle. Meöal nýj- unga þaðan má telja, aö Frikirkju- og Frelsissöfnuðirnir, þar i bygð- inni, ætla að hafa sumarskóla í kirkju sinni 11., 12. og 13 Júní n. komandi. Séra Kr. K. Ólafsson heldur þar fimm fyrirlestra. Um lútersku kirkjuna í Ameríku,Breta í Egyptalandi, Uppruna trúar- bragðanna, H. M. Muhlenberg og Bókmentir. Séra Friörik Hall- grimsson heldur þrjá fyrirlestra. Um Upphaf klausturlifnaöarins, Landið helga og Hvaö á aö lesa? Auk þessa verður þar tvisvar biblíusamtöl og trúmálsumræður. Sigfús Pálsson expressmaöur fór fyrir skömmu út í Shoal Lake bygðina aö vitja um gripi, sem hann haföi selt tveim enskum bændum þar á leigu. Heldur þótti honum slæm aðkoman þar. Annar bóndinn haföi mist 9 gripi Sigfús- ar, en hinn fimm. Þá gripina, sem eftirlifðu, tók hann flesta af l ændunum og kom Þeim fyrir annarstaðar, en taldi þó mestu tví- sýnu á, að Þeir mundu lifa. Yfir- leitt varö Sigfús alveg hissa á þeirri vanhiröiwg og illu meðmerð, sem skepnurnar verða aö þola hjá enskunt bændtttn. Taldi hattn þaö mikinn mun að sjá gripi ísl. bændanna. Þeir hefðu verið í góöu staydi eöa vel færir hjá öll- unt, sem hann kom til. Einkum þótti honum fallegir gripir þeirra Þorst. HelTasonar, Árna Freeman o. fl. Margir voru samt orðnir heytæpir, en mest vegna þess hve drengilega þeir höfðu hlaupið imdir bagga nteö öðrum. Þeir gripir Sigfifcar, sent voru hjá ís- lerfdingum vortt allir í góðu standi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.