Lögberg - 06.06.1907, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.06.1907, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1907 5 BETRI ■ AFGREIDSLU ^et eg nú lofað skiftavinum mínum en nokkuru sinni áður. Eg hefi nú flutt í stærri og þægilegri búð og get því haft á boðstólum, miklu meiri og margbreyttari vörur en áður, með ó- trúlega lágu verði. Búð- in er að 286 MAIN STR. á horni Main og Graham stræta, fjórum dyrum sunnar en búðin sem eg hafði áður. 5VIÐGERÐIR FLJÓTT og VEL af hendi leystar. TH. JOHNSON JEWELER QQC MAIN STREET U U horni Graham Ave. TELEPHONE 6606 Nýjar gufuskipaferðir. Mikilvægur árangur er þaö af nýlendumála fundinum nýafstaöna í Lundúnum, aö góöar horfur eru nú á því, aö samningar takist áö- ur langt um liöur milli Breta- stjórnar, Canada og Australíu um aö koma á fót nýju fastákveönu gufuskipa sambandi milli Eng- lands og Australíu um Canada. Er svo til ætlast, aö til þessara feröa veröi valin og notuð ein- göngu frábærlega hraöskreiö skip, er eigi standi á baki beztu milli- ferðaskipum, er nú ganga milli Evrópu og Ameríku. Er nú helzt í ráöi aö þessum gufuskipaferöum yfir Atlanzhafið verði hagað svo, aö skipin leggi á staö frá brezkri höfn og haldi beina leið vestur til Halifax á Nova Scotia, og enda- stöövar eimlesta, er standa i sam- bandi við þessa skipalínu, séu í Halifax og Vancouver. Erá Van- couver eiga skip svo aö ganga til Australíu og sömuleiðis til Japan og Kína. Eiga skip Þessarar nýju línu á Kyrrahafinu aö veröa mikl- um mun fljótari í feröum en þau, er nú eru höfö í milliferöum þar. Fyrir fjárframlögum til þessa fyrirtækis er mælt að Strathcona lávaröur og ýmsir fleiri auömenn muni líklegir til aö standa. Sir Wilfrid Laurier hreyföi þessum nýju samgöngubótum á nýlendufundinum í vor, og liefir máliö fengiö hinar vænlegustu undirtektir af ýmsum helztu máls- aðilum, svo all-líklegar horfur eru á aö því verði hrundið i fram- kvæmd vonum bráöar. Komist samgöngur þessar á er enginn efi á því aö Canada græöir stórmikiö á Þeim. Sérhverju ungu landi eins og Canada riöur á engu meira, en haganlcgum og nægum samgöngum. Samgöngubæturnar auka viöskiftin, koma á meiri sain- kepni i verzlunarmálum og breiöa út bygðir mantia um ónumin lönd. ,Þær skapa nýjar iðnaðargreinar, og nýja atvinnuvegi og auka veltu fé í landi. Stórt spor í Þá átt eru þessar væntanlegu, nýju gufuskipaferðir og þegar þær eru komnar á hlýtur Canada aö vænta sér mikils hagn- aðar af þeim í framtiðinni. Willlam T. Stead. ritstjóri enska tímaritsins Review of Reviews, er nú nýfarinn heim til sín aftur, héöan úr álfu. Hann var á friðarfundinum, sem Carne- gie stofnaði til t Pittsburg. Auk þess ferðaöist hann töluvert unt Bandaríkin, og hélt þar ræöur 't ýmsum borgum. Það lítur út fyr- ir.aö Bandaríkjamönnum hafi ekki þótt sérlega mikiö til hans koma. “Literary Digest” flytur nú í siö- asta hefti nokkuö langa grein um Mr. Stead, og tínir til ummæli ýmsra blaöa í Bandaríkjunum um hann. Þ’ykir þeim hann vera sjálf- hælinn fram úr hófi og yfirleitt mesti vindbelgur. Þar eru tilfærð eftir hann ýms orðatiltæki, sem ekki þóttu sérlega prúðmannleg eða viöeigandi. Meöal annars kvaö hann hafa sagt í miöri ræðu sinni, á prestaþingi einu i New York; “Eg kæri mig fjandann ekkert um öll yðar “atnen", nema þér gerið eitthvaö.” Einu Chicagoblaðinu farast orð á þessa leið: “Það er auösætt hverjum manni aö Stead finst hann sjálfur vera öllúm æöri og aö hann auösýni hverri sveit Bandaríkjanna, sem hann lætur svo litið að heimsækja, mikitin heiöur. Eini tilgangur lians er Þó að safna fé og auglýsa sjálfan sig og hina heimskulegu draumóra sína. Hann er algerlega óverður þeirrar gestrisni, sem honum er hvervetna sýnd.” Annaö blað (\ New YorkJ for um hann svofeldum oröum: “Enginn eíi er á því, að maður- inn er gæddur töluverðum gáfum, og ætti þaö skilið að komast í næstu útgáfu af bók Lombroso, sem fæst viö aö sanna þá setningu, að gáfur séu ein hlið brjá'-.en'; í þvt efrti yröi rit hans, RJvicw of Reviews, ómetanlégt s;‘nnunar- gagn....... “ÞM hefir veriö haldiö fram af mörgttm, sem hafa hlustaö á Mr. Stead, aö hann væri erindsrek brezktt stjórnarinnar. Henni til verðugs heiðurs getum vér sagt, aö það er ekki rétt. Líklega er Mr. Stead ekki sök i Þessum mis- skilningi. En á hinn bóginn er framkomu hans allri svo variö, aö ætla mætti aö hann væri sendi- herra allra þjóöa, og auk þess full- trúi helztu trúarbragðaflokka jaröarinnar.” Eitt blaöið segir, aö uppáhalds- orö Steads séu þessi: “Friðurinn og eg.” “Eg og friðurinn.” “Frið- urinn og eg skiljum mæta vel hvorn annan” o. s. frv. Current Literature fN. Y.) er einkar biturt í Steads garö, þaö segir svo: “Hann gerir sér ekki frekar far um, að láta bera litið á rnikil- mensktt sinni, en Najxjleon geröi. Sjálfselska hans er svo eölileg og óþvinguð, aö Þaö er hreinasta un- un aö henni.......... “William T. Stead skrifar ekki um William T. Stead af því, aö hann hafi ekkert annaö að rita um. Hann gerir Þaö vegna þess, að hann álítur að alt, sem hann snertir, sé einkar áríðandi fyrir velferö mannkynsins. í stuttu máli sagt, er Stead uppáhalds umtals- efni hans, sem hann kryddar viö og viö meö öðrum eins smá-atriö- um og friðarþinginu í Hague, Roosevelt forseta og jaröskjálft- anttm i San Francisco.” Loftskeytasamband viö járn- brautir á fleygiferö. Það eru nú nokkur ár síöan að ýmsir uppfundningamenn fóru að spreyta sig á Því mikilvæga hlut- verki, að koma á loftskeyta sam- bandi viö járnbrautalestir, sem brunuðu áfram meö fullri ferö. Eins og gefur aö skilja mundi margvislegur hagur verða aö því, ef tekist heföi aö konta slíkum loft skeyta samböndttm á, bæöi aö því er einstaklinga, er þyrftu aö skift- ast á skeytum, og járnbrautarliöiö alt snertir. Eins og ekki er aö furöa hefir konungur uppfundninganna Edi- son eigi leitt þetta hjá sér. Áriö 1885 fékk hann einkaleyfi fyrir þesskyns uppgötvun, og var hún reynd á járnbraut í Bandaríkjun- um og þótti gefast mætavel. Vat hún í því fólgin, að skeyti voru send nteö rafurmagnsleiðslu frá verkfæri, sem haft var ofan á etn- um vagninum, á járnbrautarlest, sem var í fljúgandi ferö, til þráða- kerfis þess, er meöfram brautinni lá. En sá ókostur var á uppgótv- un þessari, aö verkfæri þau, er viö hana voru notuð, voru of margbrotin, og lenti þvt í handa- skolum fyrir járnbrautarþjónun- um aö nota hana á réttan hátt. Bæði fyr og síðar hafa aörir vísindamenn reynt sig á þessu, og gert áþekkar tilraunir, en á þeim hafa verið svipaöir gallar aö ein- hverju leytij- En svo var loftritunin leiöslu- lattsa fundin upp og var þá um leiö stigiö stórt spor í áttina til aö greiða fyrir þessu máli, svo stórt jafnvel aö vísindamenn telja það næsta sennilegt, aö eigi muni líða tnörg ár þangaö til attðið verði aö senda og taka á móti skeytum hvar svo sem menn eru staddir á ferð meö járnbrautarlestum. Meðal framfara í þá átt má t. a. m. geta þess, a"ð járnbrautarfélag eitt í Bandarikjunum, “The New York Central Raihvay”, er nú far- iö aö nota eina Þesskonar upp- fundningu, þá, sem kend er viö Bandaríkjamanninn Forest, á hraö lestttm sínum. Sömuleiðis hafa ýmsar tilraunir verið gerðar í svip- aöa átt á Þýzkalandi, sérstaklega á umliðnum þrem til fjórum síö- ustu árum, meö vænlegum á- rangri. Slíkar tilraunir hófu þeir Þjóö- verjarnir Siemens & Halske á brautinni Marienfelde-Zossel, viö Berlín 1903, og notuöu viö þær útbúnaö þann, sent kendur er viö þrófessor Braun. Þjóöverjar þess- ir eru Islendingum sérstaklega kunnir orönir fyrir það, aö þeir gerðu alþingi tilboð um loftskeyta- samband milli Islands og Evrópu á þinginu 1905, þó að því væri ekki sint. Viö nefndar tilraunir þeirra á Þýzkalandi varö það ljóst aö auðið varö aö koma á sambandi nttlli járnbrautarlestar og tveggja næstu stööva viö hana, sitt hvoru megin, að minsta kosti. Fjöldinn allur af skeytum var sendur til og frá milli járnbrautarlestarinnar og þeirra stööva. Einu sinni hafði /,‘ossel stööin t. d. eigi gefið lest- mni, er var á leið þangaö, umtal- aö merki. Kom þá skeyti frá lest- irt.i þar sem spurt var hvernig á því stæöi. Stööin sendi þegar í ítaö loftskeyti aftur til lestarinn- ar svo hljóöandi: “Gleymt aö gefa nterki. Lestin getur haldið áfram inn á stööina.” Síðar hefir svo annaö loftritun- arfélag, sem heitir “Telefttnken”, gert tilraunir nteö áþekkar skeyta- rendingar milli Berlinar, Beelitz Heilstátten. Hafa því hepnast til- raunir sínar allvel, og eru þær nokkuö á annan veg en hingað til hefir veriö tíðkaö aö því er slík skeytasambönd snertir og enda lík- legt að tilraunir þær eigi meiri framtiöarvon, en flestar aörar sem enn eru kunnar í þá átt. Félag þetta hefir látiö gera mjög óbrotin verkfæri, er járnbrauta- þjónum er auðvelt aö stýra. Verk- færi þau eru sett á brautarlestirn- ar, sem á ferð eru, og með klukku gefa þau svo ákveðin merki, svo sem; hœtta, varlega ,opin braut. Þegar lestin nálgast einhverja stöö, er eitthvert slíkra merkja sent á móti henni. Skeyti Þessi eru send með raf- ttrmagnsöldum, en þær eru ntis- munandi eftir þvi, hverskonar boö eiga aö berast lestinni. Væri slíkri aöferö beitt alment á járnbrautum, mundu allflest önnur merki, sem nú eru tíðkuö til varúðar, svo sem veifurnar viö stöðvarnar, veröa óþörf, eða eigi notuð nema til sérstakrar varúöar. Vagnstjórinn mundi þá losna viö það ónota-erfiði aö mætta eftir merkinu er gefur til kynna, hvort óhætt sé eöa ekki að renna inn á stöðina, og fá í Þess staö glögga skipun og ótvíræða, er hann á að tnega reiða sig á. Og Þá er og um leið meö þessu loku fyrir þaö skotiö, aö hann geti haft neina af- sökun ef slys ber aö, aö hann hafi ekki séö eöa hafi misskilið innfar- ar-merkið. Eins og áöitr er sagt, hafa til- raunirnar hepnast mæta vel, en eigi hefir samt nein glögg grein veriö gerö fyrir þvi, hvernig hægt sé aö sjá viö þvi, aö rafurmagns- öldur frá öörttm stöðívum kmnni ekki aö verka á þessi verkfæri, ef svo stæöi á aö Þær næöu til Þeirra. Af því mundi vitanlega geta leitt hættulegan skeytarugling. Settni- legt er samt, aö hægt sé aö hindra Þaö, en óséö eigi aö siötir, nema til þess þurfi margbrotnari út- búnaö en þann, sem notaöur er við nefndar tilraunir. En þær eru i mestum metum fyrir þaö hve viöfangshæg verkiærin eru, sem viö þær eru notaðar, og væri þaö mikill skaði ef þaö spilti þeim. (Xattsl. þýtt.ý Fréttir frá lslandi. Reykjavík, 30. Apríl 1907. Islandsbanki. Hr. Schau bankastjóri er kom- inn úr utanferöinni og haföi hon- um gengið erindiö, en það var, aö fá hluthafa bankans til að apka hlutafé hans. Þeir hafa tjáð sig fúsa til, aö auka þaö um 2 miljón- ir króna, og veröur þaö sjálfsagt gert, svo framarlega sem til þess fæst leyfi þingsins; en ólíklegt er að á því þurfi að standa, því að engin ástæöa getur veriö fyrir þingið aö sporna á móti því að bætt sé úr þeningaleysinu í land- inu á sem hagkvæmastan hátt; en þaö er vitaskuld miklu hagkvæm- ara aö bankinn eigi sjálfur fé þaö sem hann starfar meö, heldur en hann Þurfi að taka Það aö láni, ekki sízt þegar vextir standa svo hátt eins og nú hefir veriö um hríð. Reykjavik. Guðmundur lœknir Hannesson, hinn vœntanlegi héraðslceknir Rcykvíkinga, er fæddttr á Éiðsstöðum í Blöndu- dal 9. September 1865, sonur Hannesar bónda á Eiðsstööum, Guðmundssonar bónda á Gunn- laugsstööum. Hann tók burtfarar- próf úr latinuskólanum 1887 og lauk prófi í læknisfræði viö Kaup- mannahafnarháskóla 1894. Varð hann þá læknir í Skagafirði, en voriö 1896 fluttist hann til Akur- eyrar og hefir verið þar siðan. Guðmundur læknir hefir hlotið mikiö frægðarorð fyrir skurlækn- ingar sinar, enda mun hann hafa gert fleiri holskurði en dæmi eru til um annan lækni á landinu. Að- sókn til hans hefir þvi ávalt veriö afarmikil og rná til dæmis geta þess, aö árið áður en hann kom til Akureyrar höfött veriö samtals 6 sjúklingar þar í sjúkrahúsinu en árið eftir urðu þeir 68 og fjölg- uöu þó mikið síöar. Þaö var eitt hiö fyrsta áhuga- mál Guðmundar aö koma upp nýju sjúkrahúsi á Akureyri. Sótti IMrdii iiokkurtiina Imgsad um hvaða mismunur er orðinn á þaegindum reiðhjólanna síðan THE HYGIENIC HANDLE BARS og THE COASTER BRAKE var innleitt. Við erum einkasalar í Canada á þessum tveimur ágætis umbótum. Paer eru á hjólunum okkar. CLEVELAND RAMBLER BRANTFORD MASSEY IMPERIAL PERFECT Fallegur verðlisti sendur ef um er beðið. Ávalt nægar birgðir af öllu.sem heyrir til reiðhjólum.Smátt og stórt. Ganada Gycle & Motor Co., Limited WINNIPEG ^^ ■%%%%%% %%%%%% 0 %%%%%% 0 %%%%%%%%%%%% %/j í The Enmire Sash & D«or Co„ Ltd. —VIÐUR—LATH —ÞAKSPÓNN— Allskonar innanhúsviöur—Eik. Birki. Fura. Huröir úr cedrusviö af öllum tegundum. Umboösmenn fyrir Paroid Rooflllg. Skrifstofa og vöruhús viö austurenda Henry avenue, Phone 2511. - - Winnipeg. Biðjið um verðlista. \ í í >.%%%%%%• %%%%%% 0 %%%%%% 0 %%^%%%%%%%%%%., IPIRJE TsTTTTISr hann það mál meö svo miklum dugnaöi, að brátt fékst nægilegt fé til hússins. Hann réð sjálfur einn öllu og sagöi fyrir um smið sjúkrahússins og skipulag. Er það aö öllu hiö vandaöasta og ber þess óræk vitni, hversu Guömundi er sýnt um húsagerð og verklega framkvæmd; sjálfur er hann og manna hagastur, hvað sem hann tekur sér fyrir hendur. Guðmundur er hinn mesti á- hugamaður um landsmál og hefir vakandi auga á öllu því, er við- víkur sjálfstæði Islendinga og þjóöarsæmd. Eru ritgerðir ltans í “Noröurlandi” bezt vitni þess. Hann er mæta vel ritfær, snjallur og einaröur í máli og hefir dug og áhuga til aö kynna sér rækilega þau mál, sem hann lætur til sín taka. Bók hans “I afturelding” sýnir, aö ísland á þar einhvern hinn ó- trauðasta og drengilegasta liös- mann í baráttunni fyrir sjálfstæöi landsins. Ingólfur. Stúdentar tóku upp þann siö fyrir nokkrum árum aö fagna sumrinu með dansleik og mann- fagnaöi og var svo enn.. Höfðu þeir samkomu mikla í Iðnaöar- mannahúsinu hinsta vetrarkveld og var skemtan hin bezta. Þar voru fluttarl margar ræöur og snjallar, söngvar sungnir og dans- ar stignir, < Á óskaspjaldi var þessi vísi skrautrituð. Sumarhug og sumarþrá sumar vakna lætur, sitmar í auga, sumar á brá, sumar viö hjartarætur. Þessir voru dansarnir: Fyrst ^ Hjarrandahlóö, þá Freyjugaman,! Friggjarspor, Gýgjarslagur, j Kvennadans, Rammislagur,, j Friggjarspor aftur, Faldareykir og síðast Draumabót. Salir allir voru tjaldaöir ís- lenzka fánanum og blakti hann á stöng yfir húsinu meðan á skemt- ’ aninni stóö. Ingólfur. Reykjavik, 26. Apríl 1907. Jóhannes Guðmundsson bóndi í Möörufelli í Eyjafirði datt af hestbaki á heimleiö af Akureyri aö kveldi 26. f. m. Fanst aö eins ó- j dauður skamt frá Stokkahlöðum inorguninn eftir og virtist hafa1 dregist í ístaöinu lengi, því að stígvéliö var af öörum fætinum, og ltefir hann losnað á þann hátt. í Læknir var þegar sóttur, en maö- j urinn andaðist samdæguvs 27. f.m.! alls konar gerö fljótt og vel, fyrir sanngjarna borgn n Próf í málaralist ('skrautmálninu húsaý hefir íslenzk stúlka, Ásta1 Árnadóttir úr Reykjavík, leyst af hendi í Kaupntannahöfn nýlega, meö svo góðum vitnisburði, aö hún fékk hjá prófnefndinni heiö- urspening úr bronce fyrir próf- smíö sina ('“Svendestykke”), en þá medalíu fengu aö eins 15 af 64 nemendum, er undir próf þetta gengu. Svo mikil nýjung þótti þetta, aö nokkur dönsk blöö ('t. d. “Aftenbladet” og “Extrabladet”! hafa flutt mynd af stúlkunni og getiö þess, aö þetta sé fyrsta skift- ið, er kvenmaður hafi levst af hendi próf í Þessari grein í Dan- mörku, og segja, aö nú geti Reyk- vikingar fengiö skreytt hús sín utan og innan eftir öllum íþróttar- innar reglum. Ásta þessi er dótt- ir Árna heitins Pálssonar, er bjó í Narfakoti í Njarövikum, og haföi áöur en hún sigldi numiö málara- list nokkra hriö hjá Bertelsen hús- málara hér í bænum, sem er einkar vel aö sér í iön sinni. fjóðólfur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.