Lögberg - 06.06.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.06.1907, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1907 Píslarvottar stjórnar- byltingarinnar. eftir Ivan Okuntsoff. [Um höfund Þenna farast rit- stjóra ‘Tndependents”, er eftirfar- andi ritgeríS er tekin eftir, svo orS: Ivan Okuntsoff, byltingamaöur af Kósakka ættum, fæddist fyrir þrjátíu árum síSan í grend við Baikal-stöðuvatniö (\ sunnanverðri Síberíu austarlegaj. Faðir hans var um nokkur ár foringi Kósakk- anna í héraSi sínu, en hann var framfaramaður og sendi son sinn til náms á guðfræðiskennaraskól- ann í Kazan. Árið eftir aö hann útskrifaðist þaðan, var hann skip- aður skólaumsjónarmaöur á við- áttumiklu svæði austan við Baikal- vatnið. Okuntsoff setti marga nýja skóla á stofn Jþar eystra, og vann allmikið að því að uppfræða og menta hina fákunnandi alþýðu, sérstaklega í trúarefnum. Þegar skipunarbréf Rússakeisara í Októ- ber 1905 um ,J)jóðréttindin, reynd- ist tál eitt, þá tók Okuntsoff í fyrsta sinn taum byltingamanna opinberlega. Hann kom þá á stofn blað í Verchneudinsk, og hvatti Kósakkana til að grípa til vopna og gera stjórnarbylting, því að hann taldi þá eina leið liggja Rúss- landi til frelsis, frá sinu sjónar- miði. Fyrir útgáfu blaðs ,þessa var hann dæmdur dauöasekur í Febrúarmánuði 1906, og kvað Rennenkampf herforingi t>ann dóm upp yfir honum. Ýmsir rúss- neskir blaðamenn, með Vladimir Korolenko og Peter Weinberg í broddi fylkingar, hétu á fulltingi Witte greifa Okuntsoff til hjálpar og var þó dóminum breytt í lifstið- arfangelsi í Akatuy - námunum. Þar tókst Okuntsoff og öðrum manni að yfirbuga gæzlumennina og sleppa burt úr fangavistinni. Komst Okuntsoff austur til Japan og þaðan til Ameriku. Nú dvelur hann í New York, og ætlar að fara að gefa þar út rússneskt dagblað. Hefir hann þegar fengið ýmsa fræga rússneska rithöfunda sér til aðstoöar]. Hefir einn þeirra snúið eftirfarandi grein eftir Okuntsoff á enska tungu, er nú birtist hér í íslenzkri Þýðing. Brjóst okkar fyltust af bitrum kvíða daginn sem fjórir eða fimm af föngunum, er sátu í sömu myrkvastofunni og við, voru leidd- ir til aftökustaðarins. Það kom hálfgert æði á okkur. Við þutum til og frá um fangaklefann, eða fórnuðum höndum í dauðans ang ist. Við höfðum ekki þrek til að hafa orð á því hver við annan, er við vissum að mundi ske. Einn fanginn hét Pashinsky. Hann hafði veriö “náðaður”, og hann bæði grét nú og formælti. Innan skamms vissum við að röðin mundi koma að einhverjum okkar hinna. Að við mundum verða kallaðir fyr- ir réttinn, þaðan farið með okkur að staurnum*J og svo látnir falla ofan í gröfina. Hver okkar um sig hélt að hann yrði sá nœsti. Þaö var orðiö skuggsýnt í fangaklefan- um. En í myrkrinu sáum við myndir af hryllilegum útbúnaði. Á þverslám er negldar voru á háa staura, þóttumst við sjá vini okk- ar banga. OPar voru líka auðir staurar, sem biðu eftir sekum mönnum. Rétt framan við staur- *) Rússneskir byltingamenn eru tíðum bundnir við staura og skotn- ir þar. Og jarðaðir í holum, sem grafnar eru framan við staurana. ana, var röð af svörtum holum égröfumý. Okkur fanst við ætla að missa vitið. Hver skyldi verða sá næsti? Eg hélt að það yröi eg. Eg þóttist viss um, að þeir mundu koma, taka mig og myrða mig. Næturskugg- arnir mundu hylja glæpi böölanna, og árdagssólin mundi aldrei fram- ar steypa geislum sínum yfir mig í lifanda lífi. Klukkan rétt átta um kveldiö var lyklinum snúið í skránni á fangelsishurðinni, og dyrnar á klefanum okkar voru opnaðar. Sex hermenn komu inn. “Okuntsoff! ÚÉú átt að koma meö okkur inn í réttarsalinn!” tautaði fangavörðurinn. Vanalega fór fangavöröurinn þangað með okkur sjálfur. Nú hafði hann hermannahóp með sér. Þeir röSuðu sér í hring utan um mig, og leiddu mig út. Fyrst var fariö með mig til eins undirherfor- ingjans. Þar var eg stuttlega yf- irheyrður og svo sendur til vagns- ins, sem Rennenkampf herforingi hafði aðsetur i. Þ’að var hrollkalt og niðamyrkur á Þegar við komum út úr fangelsinu. Kuldinn virtist hleypa í ifiig nýjum kjarki. Við gengum hratt gegnum skóginn, og fram hjá mörgum húsum, beint til járnbrautarstöövarinnar. Eldar sáust kyntir til vinstri handar, yfir gröfum félaga okkar, sem höfðu verið aflifaðir. Mér fanst eins og þessir eldar væru að seiða mig aS sér. Rétt hjá þeim voru staurarn- ir og eg gat hæglega séö holurnar, sem grafnar höföu verið í jöröina framan við þá. Skelfing fanst mér það mundi vera gott, að mega leggjast niður í eina þeirra, og falla í eilífan svefn,kvala- og þján- ingalaust. “En eg vil samt heldur lifa,” sagði eg við sjálfan mig. Fram undan mér sá eg hús. Átti eg að reyna að komast undan? Eg vissi, að áður en eg væri kom- inn tíu skref, mundi skot hafa rið- ið að baki mér, kúla mundi fljúga í gegn um mig, og svifta mig líf- inu á einu vetfangi. En ef mér skyldi nú takast aS sleppa undan? Dæmalaust mundi eg þá veröa glaður. En mér var ómögulegt aö sleppa. Tólf dátar og tveir her- foringjar umkringdu mig. Báðir hinir síðarnefndu voru vopnaðir. Alt í einu heyröist skrækróma blísturshljóð; það var endurtekiö hvað eftir annað. Skamt frá cí<k- ur voru menn að gegna daglegum störfum sínum. Þjeir voru aö vinna í ró og makindum, og ef til vill hirtu þeir ekki meira um þaS, sem var að gerast í kring um þá, en tindrandi smástirnin á himinhvelf ingunni, sem mér sýndust leiftra svo afskiftaleysislega þetta kveld. Því nær, sem við komum vagni Rennenkampfs herforingja, því fleiri dátar urðu á leiö okkar. Alls staðar voru byssur á lofti. Loftið var þrungiö af formælingum. Það var hræðilegh Eg var aleinn inn- an um þessa hugsanasljóu, tilfinn- ingarlausu menn, sem voru í g.rá- um stökkum með hettur á höfði. Þeir voru á stöSugri ferð fram og aftur—njósnandi. Um hvern voru þeir að njósna? íÞ.eir vissu það ekki sjálfir. Við námum stað- ar framan við skrautlegan vagn. Hann var lýstur fjöldamörgum ljósum. Þar inni sátu menn að lostætum krásum og drukku dýr vín. Þeir voru orönir ölvaðir og háværir. Þ.eir voru búnir aö gleyma aftöku fimm félaga okkar. Nú hlógu þeir hátt og léku á als- oddi. Eg var aleinn. Hvert sem eg sneri mér sá eg dátana. Eg taldi þá. Þeir voru fjörutíu og tveir. Mér fór að Verða ákaflega kalt, og ónota- hryllingur fór um mig. Foringi flokksins, sem með mig kom, sté inn í skrautlega vagninn og sagSi í auðmýktarrómi: “Við erum komnir með hann.” Liðsforingi einn kom 'út í dyrnar; nam þar staöar og stangaöi matarleifar úr tönnum sér með vísifingursnögl- inni. “Bíðið þið við,” kallaði hann, “og gætið hans vandlega.” Eftir drykklanga stund kom hann aftur út' í dyrnar og skipaði dátunum að fara með mig yfir í fangavagninn. Þeir leiddu mig þangað, og settu þrjá varðmenn til að gæta mín þar inni, en tíu úti fyrir. Eg settist þar út í eitt horn- ið og beiö. Eg beiö dauöans. Eg átti það vist að hermennirnir mundu koma á hverri stundu, lesa yfir mér dauöadóminn og fara með mig að einum mannlausa staurn- um. Þ'annig sat eg í tvo klukku- tíma; beið og þjáðist. Klukkan ellefu voru félagar mínir, Shinkman og Mirsky leidd- ir inn í angavagninn. Það leit út fyrir að Rennenkampf herforingi hefSi ásett sér að hafa okkur með sér, til tryggingar. Hann hafði gefið út þá skipun, að ef ráðist yrði á lestina, skyldi þegar í stað ganga milli bols og höfuðs á þeim Okuntsoff,Shinkman og Mirsky. Þessi yfirlýsing hwforingjans stóð letruð á tvær járnbrautarlest- irnar. í annari vorum við fang- arnir og hermennirnir, í hinni Rennenkampf sjálfur og hirð- gæöingar hans. • Við biöum í fimm daga á braut- arstööinni í Khilsk. 1 þessum sama bæ hafSi Meller Zakomelsky her- foringi látið varpa fimtíu verka- mönnum í fangelsi og drepa sjö þeirra. Herréttarvaldið lét til sin taka þessa fimm daga, sem við stóðum viS í Khilok. Þjrjátíu. og sex menn voru ákærðir og prófaðir og átján þeirra dæmdir til dauða. En Rennenkampf var svo miskunn- samur að lata ei strax skjótanema átta af þeim. Hinir tíu, sem dauða dæmdir voru leiddu hermennirnir inn í fangavagninn til okkar. Þ’etta voru alt ungir menn, sem sendir höfðu veriö frá Rússlandi meðan á ófriðnum stóð, til Khilok í ýms- um erindum. í staö þess að veita þessum mönnum réttmæt laun fyr- ir þaö, hve dugnaöarlega þeir höföu leyst af hendi starf það, er þeim hafði veriS falið þar austur frá, voru þeir nú dæmdir til dauða. í staS þess að vera sendir aftur heim til sín, voru þeir dysjaSir í ókunnu landi, út í skógum og ó- bygðum. Foreldrar þessara ungu manna, vissu vitanlega ekkert um dóm Rennenkampfs, og liklegast er líka, að þeir viti jafnvel ekkert um hann enn þá. Sennilegast er, að þessir aldur- hnignu foreldar sakfeldu mann- anna biði enn með óþreyju eftir heimkomu sona sinna, en þefssir ungu frjálslyndu niSjar þeirra liggja Þá í hinstu ró undir grænum sveröi við rætur furutrjánna í Sí- óeríu, með rússneska kúlu í hjart- í staöinn hjá keisaranum.” Það var kalt 0g ónotalegt í vagninum. Þar var skuggsýnt inni, því að þéttu járnslárnar fyrir gluggunum hömluðu dagsbirtunni aS komast inn. Nú var um fjöru- tu: manns komiS 1 þann vagn. Átján þeirra, sem inni voru höföu veriö dæmdir til dauða. ÞaS stóð ekki lengi á úrskurði herréttardómsins. Flann var jafn- vigur á nóttu og degi, og fjöldi manna var dæmdur til dauða á hverjum sólarhring. Félagar okkar höfðu komiS frá herréttardóminum þegar þeir voru leiddir inn í fangavagninn til okk- Náföl. Dr. Williams’ Pink Pills henni aftur sælleik og brigði. anu. ‘Undir eins og þeir eru búnir að drepa mig, þá ætla eg að biSja >ig aö senda þetta bréf til for- eldra minna aldurhniginna í Oryl- héraöinu,” sagði einn dæmdi mað- urinn við mig. Hann hét Belya- yew. “Þetta er hinsta ósk mín,” mælti hann enn fremur. “Eg hefi úthelt blóði mínu í þjónustu ríkis- ins. Eg vil að foreldrar mínir fái að vita, hvaða laun eg hefi fengið ar. “Hver er dómurinn?” spurðum við þá í dauðans ofboði þegar þair komu inn í vagninn. “Hver skyldi hann vera annar en sá vanalegi. Dæmdir til að vera skotnir.” Herrétturinn var ekkert sérlcga viðkvæmur í dómum sínum. Hann dæmdi fjóra unglinga til dauða, á aldrinum; seytján, átján og nitján ára, að eins fyrir það, að þeir höföu 1 ölæði barið a lögreglu- stjóra nokkrum illræmdum. Rennenkampf “náðaði” þá þó á þann hátt, að breyta dóminum í tíu ára þrælavinnu í Síberíu. March- insky vélastjóri var dæmdur til dauöa fyrir að hafa látið það viS- gangast, aö sloknaði undir gufu- vél þeirri, er hann hafði átt að annast. Þetta var og í ölæði gert. Mekertichev var dauða dæmdur fyrir að hafa tekið á móti samskot um handa verkamönnum, er verk- fall höfðu gert. Þ’eir voru allir á kærSir fyrir að hafa unnið afbrot- in í vil uppreistarmönnum, er koll varpa vildu núverandi stjórn Rússlandi. Ungu mennirnir létu harm sinn í Ijósi á ýmsan veg, áöur en þeir voru teknir af. Belyayev söng með hljómþýðri rödd uppáhalds- söng sinn: “Hví treystiröu vorís veikum?” Marchinsky hló kuldahlátur. Sá hlátur mundi hafa runniö hverjum meðalmanni til rifja. “Menn segja að maðurinn sé ekkert nema van- inn, tautaði hann. “Það væri bet- ur að hægt væri að venja hann á að gera sér að góðu að deyja.” Rosenfeld var fölur, varirnar honum blánuðu af skelfingu þess, er hann átti fyrir höndum; hann skimaði alt í kringum sig með upp- glentum augum, leitandi árangurs- laust eftir færi til að sleppa út úr vagninum. Hinir voru flest allir háværir, og létu tilfinningar sínar hikunarlaust í ljósi. Margir and- vörpuðu þess á milli en sumir grétu eins og börn. Stundum lá við sjálft að við ætluöum að missa alla stjórn á okkur, sakir harms og skelfingar. Dauðinn var í nánd. Hann færöist nær vagninum okkar með hverri minútu sem leið. Her- menn voru að grafa grafir og reka niSur nýja staura. Nú var öll von úti fyrir þeim átta mönnum, sem dæmdir voru til dauða. ('Framh.ý. Þúsundir ungra, uppvaxandi stúlkna eru fölar og gráar í útliti, þær hafa líka kveljandi höfuöverk, bakverk og tak undir síöunni. Og stundum geta Þær ekki sofiS, því taugarnar eru svo slappar. Þær verða daufar í bragði og eiga bágt með að draga andann. Þær fá hjartslátt viS hvað litla hreyf- ingu sem er. — Þctta er blóðleysi. —sem getur snúist upp í tæringu sé það ei tekið fyrir í tíma. Dr. Williams’ Pink Pills búa til hreint rautt blóð—það er lykillinn að frægð þeirra. Miss Winnie Allen, Montreal, Que., segir:—“Eg var svo máttvana og af mér gengin, að vinafólk mitt hélt að eg væri að fá tæringu. Eg var náföl, hafði alls enga matarlyst og átti bágt meö að sofna. Hin minsta áreynsla þreytti mig og ef eg gekk nokkra faöma stóð eg á öndinni af mæði. Systir mín ráðlagði mér aS brúka Dr. Williams’ Pink PiIIs, og þegar eg var búin aö brúka þær í nokkrar vikur, var eg oröin vei trísk og rjóð í framan. Mér finstf allar máttlitlar og veiklulegar stúlkur ættu að brúka Dr. Williams’ Pink Pills.” Dr. Williams’ Pink Pills búa til nýtt og mikiö blóS. Þess vegna taka þær fyrir ræturnar á öðrum eins kvillum og blóöleysi, slæmri melting, gigt, riSu, duldum sjúk- dómum stúlkna og kvenna, og fjölda annarra vanalegra meina og lækna þau. En þær þurfa að vera ósviknar með fullu nafni: “Dr. Williams’ Pink Pills for Pale People” á umbúöunum utan um hverja öskju. Stælingar hafa aldr- ei læknaö nokkurn mann, en stund um gera þær mikið ilt. Ef kaupmaöurinn ySar hefir ekki hinar ekta pillur, þá veröa Þær sendar með pósti, á 50C. askj- an, sex öskjur fyrir $2.50, frá The Dr.Williams’ Medicine Co., Brock ville, Ont. ' Thos. H. Johnson, gáfu Islenzkur lögfræBlngur og m&la- heil-1 íœrslumaCur. | Skrlfstofa:— Room SS Canada Llft Block, euðaustur homl Portagt avenue og Maln 8t. Utanáskrift:—p. o. Box 18«4. Telefðn: 423. Winnlpeg, Man. Hannesson & White ' lögfræðingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ROOM 12 Bank ofj HamiltoD Chamb. Telephone 4716 Dr. O. Bjorn»ony I OFnce: 660 WILLIAM AVE. tel. S9 L. Ofpice-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. House: 6ao McDermot Ave. Tel. 4300 wj Dr. B. J. Brand»on. Office: 650 Wllllam ave. Tel 80 Hours:^ to« &I7 to 8 p.m, Residence : 620 McDermot ave. Tel.4300 WINNIPEG. MAN. I. M. Clegborn, M D læknlr og jíirsctnmaður. Hellr keypt lyfJabúCtna & Baldur, og henr þvl sj&lfur umsjón & öllum með- ulum, sem hann lwtur fr& eér. Ellzabeth St., BAIiDUR, . MA.\. P.S.—lslenzkur túlkur vlð hendlna hvenœr aem þörf geriet. PETKE & KROMBEIN selja í smáskömtum beztu teg- undir af nýju, söltuðu og reyktu KJÖTI og KJÖTBJÚGUM, smjöri, jarðarávöxtum og eggjum Sanngjarnt verð. 161 Nena st., nálægt Elgin ave. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minuisvaröa og Iegsteina Telephone 3or M, Paulson. selur GiftingaleyflHbréf KAUPID BQRGID DREWRY’S fREDWOOD LAGER Gæðabjór. —- Ómengaður og hollur. Píanó 0g Qrgel enn dviSjafnanleE. Bezta tegund- ín sem læst í Canada. Seld með aíborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. Biðjiö kaupmanninn yðar um hann. Bréfkafli fsá Kristnes, Sask. 18. Maí 1907. .... “Tíðin er köld og stirð hér um slóðir. Sáning byrjaði fyrstu dagana í Maí en sjaldan hægt að vinna allan daginn fyrir frosti í jörðu. Plæging er líka byrjuð, en það gengur alt fremur seint. Segja sumir, að vorið sé eins og á Is- landi þegar varla er meðal ár.” ------------------o-------- millenery. Vor- og sumarhattar af nýjustu gerö fyr- ir og þar yfir. Strútsfjaörir hreinsaðar, litaðar og Iiðað- ar. Gamlir hattar endurnýjaðir og skreyttir fyrir mjög Iágt verð. COMMONWEALTH BLOGK, 524 MAIN ST, JHmtib úftir því að —| Eútlu’sBMlngapapplr úeldur húsunum heituml og varnar kulda. Skrifið eftir sýnishorr,- um og verðskrá til TEES & PERSSE, LIP- A-Oents, WINNIPEO.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.