Lögberg - 06.06.1907, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.06.1907, Blaðsíða 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1907 iL’Ögbcrg •r geflB út hvern flmtud»* af The Lögber* Prbulng & PnbilsUlng Co., (lögRllt), aö Cor. Willlam Ave og Nena St., Winnlpeg, Man. — Kostar g2.00 um &riö (á. lslandl 6 kr.) — Borgist fyrlríram. Elnstök nr. 5 cts. Pubilshed every Thursday by The Lbgberg Printlng and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.Willlam Ave. A Nena SL, Winnipeg, Man. — Sub- •criptlon price J2.00 per year, pay- able ln advance. Slngle copies B cts. S. BJÖRNSSON, Editor. M. PACLSON, Bus. Manager. Aoglýsingar. — Smáauglýslngar i eltt skifti 25 cent fyrir 1 t>ml.. A stærri auglýsingum um lengri tima, afsláttur eftir samningi. Bústaðaskifti kaupenda verSur a5 tilkynna skriflega og geta um fyr- verandl bústaÖ Jafnframt. Utanáskrift U1 afgreiðslust. blaðs- lns er: TUe LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. P. O. Box. 136, Winnlpeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjðrans er: Etlitor Lögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði óglld nema hann •é skuldlaus Isegar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er 1 skuld við blaðið, flytur vlstferlum án þess að tilkynna heímilissklftin, þá er það fyrir dómstúlunum álitin sýnlleg sönnun fyrir prettvlslegum tilgangi. Veðurbatinn. Það er nú víst óhætt að segja aö sumariö sé komiö, komið fyrir fult og alt. Það er eiginlega hálf- ur mánuður síðan tilfinnnanleg veðrabrigði urðu, en veruleg sum- arveðrátta er þó nýbyrjuð. Skift- ast nú á jarðsvalandi gróðrarskúr- ir og skínandi sólskinsdagar. Vér bæjarbúar tökum þessum vænlegu veðrabrigðum tveim hönd um, því að lengi var búið að Þrá þau. Hér fagna menn nú yfir því að veturinn langi og strangi, með eldiviðarskortinn, vinnuleysið og deyfðina, skuli nú loksins vera horfinn, og sumarblíðan, og með henni ný atvinna og nýtt viðskifta- fjör komið í staðinn. En hafi bæjarbúar ástæðu til að gleðjast yfir því að nó sé um síðir komið sumar með sól og blíðviðri, þá hafa sveitamennirnir, land- bændurnir og skyldulið þeirra það eigi síður. Hafi oss bæjarbúum þótt veturinn harður, hvað mun bændunum þá ekki hafa fundist, er út um sléttur og skóga hafa verið að berjast fyrir gripum sín- um og lífinu? Og svo að síðustu vorið svona þrákalt. Víst munu þeir hafa fagnað veðurbreyting- unni enn þá meira en bæjarfólkið, er fóðurtæpir voru orðnir fyrir fcústofninn sinn og frá Apríl byrj- un höfðu horft með mikilli eftir væntingu eftir sumarbatanum dag eftir dag og viku eftir viku árang- urslaust. Þeir sem vissu að með hverjum kuldadeginum, sem næst bar að hendi ,mitikaði forðinn sem ;eír höfðu fyrir gripina sína svo að búast mátti við bjargarskorti ef ekki batnaði vonum bráðar, auk þess, að því lengra, sem á leið og kitldárnir héldust, því óvænlegri urðu horfurnar um fóðurfeng fyr- ir komandi vetur. Alt þetta, og mörg fleiri óþæg- indi hafa ýmsir landbændanna orð- ið að reyna á þessum vetri og vori. En þó að bæjafólkið hafi komist hjá ýmsum Þeim erfiðleikum, get ur það þó eigi að síður gert sér i hugarlund vandkvæði þau, er ný byggjarar og aðrir sveitamenn hafa átt við að búa á umliðnum vetri og vori sakir hinns óblíða veðráttufars. Enda hafa þeir líka gert það. En bæjarbúinn hefir og getað getið þvi nærri, hve brúnin hefir skjótt hækkað á landbóndan- um, þegar gróðrarskúrirnar fóru að steypast ofan yfir slétturnar og breyttu á svipstundu hélugráa sinu-hýungnum í skrúðgrænt beit- arland. Þegar bóndinn sá næga björg komna fyrir bústofninn sinn og nýjar vonir fóru að vakna hjá honum um væntanlegan sumar- feng. Að sínu leyti hefir akuryrkju- bóndinn eigi síður þráð veðra- brigðin. Hann stendur auðvitað ekki eins illa að vígi og gripa- ræktarmaðurinn, því að bæði stendur búið hans oftast á fornum merg, og stofninum er þar óhætt- ara þó síðla vori heldur en hjá griparæktarmanninum, en enginn akuryrkjumaður horfir þó með köldu blóði fram á væntanlegan uppskeru brest. En nú eru búend- ur búnir að sá í akra sína, og verði hagfeld tíð, telja sveitabændur tímann, að minsta kosti nógu langan til Þess að uppskera verði i meðallagi. Það sem alt á' ríöur nú fyrir landbændurna, og auðvitað bæja- fólkið og alt landið um leið. er það, að veðurbatinn verði góöur og hagstæður, að sumarið verði hentugt fyrir jarðargróðurinn,sem nú þolir svo lítið missmíði , svo að uppskeran hepnist. Ef svo yrði fyrnast óþægindi harðindanna á þessum síðasta vetri allskjótt, nema að Því leyti, sem auðvitað er mjög heppilegt að menn munu kappkosta að vera eftirleiðis bet- ur við þeim búnir bæði til bæja og sveita, en að undanförnu. Með góðri uppskeru glæðist og viðskiftalífið .aftur. Það kemur nýr fjörkippur í landið og nýr á- hugi til framfara vaknar hjá ein- staklingunum, sem vetrarkuldinn og vorharðindin höfðu deyft og bugað. ----0------ Fagur leikur? I byrjun síðasta heftis Breiða- blika velur ritstjórinn sér að um- talsefni: “Fagran leik.” Ritgerö sú er prýðilega skrifuð og sam- svarar búningur fyllilega efninu. Þar er brýnd fyrir mönnum sú fagra regla, að reynast aldrei ó- drengur í leik, hvorki í andlegum né líkamlegum efnum. Að ætla hvor öðrum aldrei ilt. Að vekja aldrei upp draug tortrygninnar. Að láta ætíð drenglyndi, sanngirni og bróðurhug ráða gerðum vcrum. Sérstaklega er sanngirnin fyrir oss Lrýnd. Hennar eigum vér að gæta umfram alt. Gæta hennar í dóm- um, tali kaupum og sölum og öll- um viðskiftum. Gæta þess að sú vogarskálin verði eigi ávalt neðar er kaupmanninum kemur betur, o. s. frv. Þ.etta eiga allir að leggja stund á og sýna Það með hegðun sinni og breytni hver við annan. Sérhver sá er þetta les, hlýtur að segja: Fagrar eru þessar kenning- ar og víst væri það nytsamlegt og gott að geta breytt eftir þeim. Nokkrum blaðsíðum siðar í sama hefti er grein með fyrirsögninni: “Háskóladagurinn.” Er þar lýst þeirri athöfn, sem á íslandi er nefnd skólauppsögn, og hér í álfu "Convocation” eða “Commence- ment.” Þá fá nemendur þeir, sem fullnaðarpróf leysa af hendi, út- skriftarvottorð sitt frá skólanum. Fylgir því vanalega einskonar til- hald eða hátíðabrigði. Ritstjórinn lýsir í áminstri grein einkanlega at- höfn þessari hér, er fór fram í Walker leikhúsinu þ. 9. f. m. í niðurlagi þessa máls fer hann nokkrum orðum um þann mikla mun, sem honum fanst vera á há- tíðleik þessarar athafnar 0g skóla- vík, sem hann var viðstaddur fyrir nokkrum árum síðan. Fanst hon- verða í skólanum. Því næst snýr hann máli sínu til stúdentanna og um þar gæta svo mikils kulda og j flytur þeim huglátlegt kveðjuer- indi og leggur þeim fagrar lifs- reglur, þegar þeir eru að leggja út af hinni skjólgóðu höfn, skóla- heimilinu, út á hinn ókunna og hvikula ólgusjó lífsins. Þá les hann upp einkunnir stúdentanna og kallar þá í röð upp að ræðu- stólnum. Þar taka þeir við próf- skírteini sínu og ganga svo aftur í sæti sín. Ekkert orð er þar mælt á latínu eða aðra Þá tungu, sem al- þýða manna fær ekki skiliö. Gerir hluttökuleysis, að líkast hefði verið að sú athöfn hefði engum komið við, en hér alt gert til þess að hún yrði sem minnisstæðust og at- kvæðamest. Við að bera báðar þessar þessar athafnir saman kom honum svo í hug mynd af sofandi og vakandi Þjóð, og hann hngaði til að hylja .ásjónu sína og fara í felur. Mér varð nokkuð starsýnt á nið- urlag þetta og datt í hug: Er hér verið að leika fagran leik? Er j Það, að’mínu áliti, athöfnina engu skólauppsögnin heima óhátiðlegri óhátíðlegri. Þar er lieldur ekki og hluttökusnauðari að sínu leyti, sé tillit tekið til allra ástæðna heima fyrir, og um málið rætt með þeirri sanngirni og bróðurhug, sem hver og einn ætti að temjai sér, og allar nauðsynlegar halla-! mælingar réttsýninnar við hafðar? Vera má að ókunnugir kunni að líta svo á. En eg, sem er skólan- um kunnugur, get Það ekki. Eg vil nú með fám orðum gera grein íyrir Því, og ætla því fyrst að minnast stuttlega á, hvernig skóla- uppsögn fer tíðast fram í latínu- skólanum í Reykjavík. eftir því sem eg veit sannast og réttast, Vestur-íslendingum þeim til leið- beiningar, er eigi Þekkja þá athöfn af öðru en lýsingunni í síðustu Breiðablikum. Þritugasta dag Júnimánaðar ár hvert, er latínuskólanum sagt upp. Athöfn sú fer fram í skólahúsinu [ sjálfu, í hátíðasal skólans, alþing- issalnum gamla. Hann er að vísu ekki skrautlegur innan, eða mikið í húsgögnin borið. Hvorki eru þar ábreiður á gólfi eða fjaðrasæti, svo sem tiðkast i leikhúsum hér. ís- land er fátækt land sem kunnugt er og í latínuskólanum gera menn sér aö góðu að sitja á tréstólum og tré- bekkjum, jafnt við þetta tækifæri sem endra nær. En í skólanum og í þeim sal hafa piltarnir, sem eiga að útskrifast, átt heimili síðustu sex árin. Hann er þeim harla kæi oröinn. Þar hafa þeir lifað feg- urstu og beztu ár æfinnar, árin sem heimur mentunarinnar var að opnast fyrir þeim. Þangað koma þeir þá í síðasta sinn að kveðja skólaheimili sitt og menn þá, sem þeir hafa orðið fyrir mestum á- hrifum af, kennara skólans. Þarna eru líka viðstaddir foreldrar og aðstandendur piltanna, þeir, sem því geta yið komið. Allir náms- sveinar úr neðri bekkjum, skóla bræður þeirra og vinir. Þangað koma líka eldri stúdeiltar, ýmsir helztu borgarar bæjarins og margt annaö stórmenni. Jafnaðarlegast er salurinn troðfullur, og oft verða menn frá að hverfa sakir rúm- leysis. Slikt finst mér ekki bera vott um kulda eða hluttökuleysi. Fyrir stafni eru sæti kennara og yfirstjórnenda skólans. Þ’angað er og boðið gestum eftir því sem rúm leyfir. Þar í miðju andspænis dyrum stendur ræðustóll rektors skólans. Þar stóð fyrrum forseta- stóll Jóns Sigurðssonar. Allir eru kennararnir og rektor prúðbúnir, svo og gestirnir. Á Norðurlönd- um er enginn sérstakur háskóta- búningur tiðkaður. Eina klæðnað- areinkennið er húfan, og hana bera menn vanalega ekki að loknu embættisprófi. Á miðju gólfi er sérstakur bekkur ætlaður stúdenta- efnunum. Þ'eir eru allir klæddir samkvæmisbúningi með blómvendi í kjólbarminum. Athöfnin hefst með því, að söng- flokkur skólapilta syngur sálm. Að því búnu les rektor skólans lófaklapp. Við ýms tækifæri finst mönnum það skerðing hátíðleikans að sýna svo gáskaleg Þátttöku- merki. Sú mun vera orsökin til þess, að það er ekki tiðkað við þessa athöfn á íslandi, og má á margt benda slíkri venju til stuðn- ings, svo sem það, að það hefir löngum þótt ótilhlýðilegt að vera með lófaklapp í kirkjum ('ísl.ý, þó einhvers staðar kunni það að eiga sér stað. Að lokum býður rektor nýju stú- dentunum og öllum gestum til her- bergja sinna og slær þar upp fyrir þeim myndarlegri veizlu. Árna þar allir stúdentunum ham- ingju og keppast við, af fremsta tnegni, að votta þeim samúð sina, og gera þeim þessa stund sem ánægjulegasta. Sömu cru viðtök- urnar og sama er þátttakan af hálfu bæjarbúa, þegar stúdentarn- ir koma úr veizlu rektors. Og ber j miklu meira á því tiltölulega í jafn I fámennum bæ og Reykjavík er, ! þar sem heita má að hver þekki annan, heldur en í hundrað þús- unda margmenninu hér í Winni- peg. Að þetta sé kuldi og hlut- tökuleysi sofandi þjóðar finst mér ekki sanngjarnlega mælt. Á þessa leið hefir skólaupp- sögninni verið varið heima, að því er eg veit frekast. Og þó að rit- stjóri Br.bl. hafi veriö svo óhepp- inn að vera viðstaddur þessa at- liöfn það ár, sem talsverðs kala kendi milli rektors og nemenda, þá hefði eg getað vænst þess af hon- um, að hann dæmdi ekki skólaupp- sögnina eftir þessari einu við- kynningu, sérstaklega þar sem eg vissi, að honum voru allar ástæður fullkunnugar. Og finst mér hann hér ekki gæta allra nauðsynlegra hallamælinga sanngirninnar. En hvernig ritstj. getur dottið í hug mynd af vakandi og sofandi þjóð í bessu sambandi er mér hul- in ráðgáta. Og enn furðulegri finst mér þó sú löngun hans að vilja “hylja ásjónu sína og fara í felur.” Varla getur það verið af því að hann er af íslenzku fcergi brotinn. Stúdent frá latínuskóldnum í Reykjavík. Leikfimisfélagið Týr. Þ!að er ungt félag hérna í bæn- um, sem heitir þessu nafni. Ýms- ir meðlimir stúknanna Heklu og Skuldar stofnuðu það í vetur sem leið. Aldrei hefir það sýnt sig almenningi fyr en á fimtudagskv. var. Þá hélt það fyrstu samkomu sína í Good-Templara salnum nýja á Sargent stræti. Á aðsókninni var ekki svo að sjá að fólkið byggist við miklu. Hér var þó auglýst alveg ný ís- lenzk samkomuskemtun, þ’ar s.m leikfimin var. En vera má að menn hafi viljað frétta af þessari fyrstu samkotnu félagsins áðUr en þeir Aðal-skemtanirnar þarna voru leikfimsæfingarnar. Þar voru sýndir hnefaleikar. Léku þá í- þrótt tveir ungir Týrverjar, þeir Sigurður Björnsson og Stefán Johnson. Svo sýndi leikfimisflokk- urinn ýmsar byrjunaræfingar í leikfimi. Þar á meðal hástökk, kapphlaup á kaðli, róluæfingar o. s. frv. Fimm fet og fjóra þumlunga stökk Pétur Anderson. Hann stökk hæst. Ymsir fleiri stukku og býsna laglega. í róluæfingun- um voru þeir Stefán Johnson og Halldór Gíslason fimastir. Keilu- æfingar ("Indian Club Swingingý gerðu þeir Ásbjörn Eggertsscn og Halldór Gíslason. Síðast fóru fram glímur. Reynd- ust þeir Sveinn Björnsson og Stefán Árnason snjallastir. Að glímunum var það helzt að finna að glímumenn „sóttu of ótt“, svro við lá að fremur yrði úr fálm, en vel lögð brögð. Minst kvað að þeim galla hjá Sveini. Björnssyni. íslenzka glíman tapar fegurðar- gildi sínu, ef fremur er glímt af kröftum og metnaði en mýkt og listfengi, Vonum vér að Týrverj- ar hugsi eftir því og sýni oss fall- egri glímur næst. | Annars fóru æfingar þær, er fé- lagsmenn sýndu nú í fyrsta sinni eftir öllum vonum úr hendi, Þeg- ar þess er gætt hve lítinn tíma fé- lagið hefir til æfinga; ekki nema frístundir félagsmanna á kveldin, sem flestir aðrir hér verja til að hvíla sig, eftir erfiði dagsins.. Og sannarlega er það lofsvert, og nyt- samlegt af þessum ungu mönnum að nota þessar stundir til að æfa líkama sinn herða, og stæla vöðv- sína, og gera hann að hraustum og haldgóðum bústað andans, eins og Skafti Brynjólfsson 'drap á í erindi því, er hann flutti á sam- komu þessari. Að voru áliti er það rétt af löndum vorum að styðja þenna unga og eina ísl. leikfimisflokk,sem til er hér í bænum, með því að sækja betur næstu samkomur hans en þessa fyrstu. Hann er að afla sér nýrra áhalda til að geta æft fleiri íþróttir, en hann hefir enn þá haft tök á, og hann hefir heil- brigt og heilsusamlegt markmið fyrir augum, og hefir þess kyns skemtanir á boðstólum, sem frem- ur getur orðið áhorfendunum til bóta en skaða. Væntanlega verð- ur meira gaman að sjá til Týs næst. Hann fór fremur laglega á stað, ekki nema veturgamall. Demantar. Það er kunnugra en frá, þurfi að segja, að demantar Þykja ein- hverjir hinir mestu kjörgripir, sem völ er á. Dýrir eru þeir og að sama skapi. Fegurð þeirra er annáluð. Það er jafnvel haft að orðtaki um það, sem er gljáfag- urt, að það glitri eins og demant. Fágætir eru þeir líka. Finnast enda ekki nema á einstöku stöðum í heiminum. Frægastir allra de- mantsnáma eru Kimberley nám- arnir í Transvaal í Suður-Afríku. Út af þeim má, að nokkru leyti, segja að Búastríðið hafi staðið. Lengi vel vissu menn ekki hvaða efni voru í demantinum. Um það voru margar og skringilegar get- gátur, eins og oft' vildi verða á þeim timum, meðan efnafræðin var enn í bernsku. Nú á síðari ár- um hefir Það verið sannað, að í demantinum er ekkert annað en hreint kolefni. I>að efni finst víða í jörðu og á, en vanalega blandað öðrum efnum. Kolin, sem vér uppsagnar latínuskólans í Reykja- ttpp vitnisburði piltanna, sem eftir um. fjölmentu þangað, því að í þetta skifti voru mör& sæti auð í saln- brennunTeru' meTtoegnis8''‘kolefni blönduð ýmsum gastegundum. ‘fhe DOHINIÓN BÁNK SELKIRK CTIBClÐ. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóösdeildin. Tekið við innlögum, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Hæstu vextir borgaðir fjórum sinnumáári. Viðskiftum bænda og ann- arra sveitamanna sérstakur gaumurlgefinn. Bréfleg innlegg og úttektir afgreiddar. Ósk- að eftir bréfaviðskiftum. Nótur innkallaðar fyrir bændur fyrir sanngjörn umboðslaun. Við skifti við kaupmenn, sveitarfélög, skólahéruð og einstaklinga með hagfeldum kjörum. J. GRISDALE, bankastjúri. Graphit, sem meðal annars er haft í blýanta, er því nær ómengað kol- efni. Sót af olíulömpum er líka því sem næst hreint kolefni. Nú vaknar sú spurning hjá mönnum. Hvernig stendur á því að þetta efni skuli vera í svo breytilegum myndum ? Demantinn er, sem kunnugt er, mjög frá- brugðinn kolum og graphit að öllu ytra útliti. Demantar eru hvítir að lit, tærir og gagnsæir. Kol og graphit aftur á móti svört eða dökkleit. Demantinn er svo harð- ur að vér þekkjum engan hlut honum jafn-harðan eða harðari. Graphit og einkum sótið er mjúkt og lint. Eins óg áður er á vikið hefir það verið sannað að í demantinum væri ekki annað en kolefni. Það var gert með því að hita demant feikna mikið. Við það bólgnaði hann allur og varð að lokum að svörtu dufti, sem svo reyndist vera hreint kolefni. Að ekkert annað efni hafði verið í demant- inum, sást á því, að duftið, sem eftir varð, vóg nákvæmlega jafn- mikið og demantinn, áður en hann var Iátinn í deigluna. En merkari þótti þó sú upp- götvun, að búa mátti til demant úr kolefni. Ef grahpit er hitað í rafmagnsofni, myndast í því smá agnir, sem við nánari athugun, sést að eru örlitlir demantar. í rafurmagnsofni má framieiða miklu meiri hita, en vér, með lnersdags reynslu vorri, getum gert oss í hugarlund. Svo er sagt, að því meiri, sem hitinn er hafður, því stærri verði demantarnir. Með þessari uppgötvun þótti sannað til hlítar efnisskyldleikur demant- anna og kolanna. En hvernig á því standi að kol- efni skuli finnast í demantslíki á sumum stöðum hafa visindin enn ekki getað svarað til fulls. Þó hafa ýmsir fræðimenn gefið skýr- ingar á því, sem varla er hægt að kalla annað en getgátur einar. Sú er ein, að þá er jörðin var að kólna hafi á þeim stöðum, sem nú finn- ast demantar á, verið skilyrði fyr- ir hendi, sem framleiddu þann hinn mikla hita, sem þarf til að mynda demant úr kolefni. Nokkur góð gróðafyrirtæki. Við höfum til sölu eftirfylgj- andi byggingarlóðir, sem allar væru fyrirtaks gott pláss að byggja á búðir og “tenement Blocks”. Þ.ær eru óefað billegri en nokkuð, sem selt hefir verið þar í grend. 27/ó fet á Notre Dame, rétt hjá Victor, á $110 fetið. Lot á Notre Dame, með húsi á, rétt hjá Young st., á $225 fetið. 54lA fet á Notre Dame, rétt hjá Spence st., á $225 fetið. Góðir borgunarskilmálar. flie Manitoba Realty Co. Offiee Phone 7032 | Room 23 Stanley Blk. House Phone 324 | 621 j Main Str. B. Pétursson, Manager, K. B. Skagfjord, agent.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.