Lögberg - 06.06.1907, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.06.1907, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1907 LÍFS EÐA LIÐINN “Geymdu þessa aSfengnu vizku handa sjálfum þér, Filippus. Þú hefir ekkert vit á málverkahst. En ef þig langar til aö sjá fyrirmyndar-málara, skal eg sýna þér hann á morgun.” Daginn eftir kom eg á tilteknum t,ma á mal- verkastofu Valentínusar og viS lögSum svo báðir á staS að sjá fyrirmyndar-málarann. Eftir að við höfðum gengiö góðan kipp námum við staðar framan við dásnoturt hús og spurðum eftir Mr. Baker. Eg mundi auðvitað ekki eftir því nafni á neinum nafn- kunnum þátiðar-málara í borginni, en trúði auðvit- að Valentinusi til þess, sem hann hafði sagt. Málar- inn kom að vörmu spori. Hann var sjaanlega ungur maður til þess að gera. Hann veitti Valentínusi vingjarnlegar og að þvi er mér sýndist nærri því auðmýktarlegar viðtökur. “Eg gat þess við yður hérna um daginn,” mælti Valentinus, “að eg væri að hugsa um að koma hing- að raeð yin minn með mér einhvern tima til að lofa honum að sjá málverk yðau , Menn af yðar tagi eru ætíð fúsir á að gefa byrjendum kost á nauðsyn- legum bendingum.” “Það er rétt, Mr. Estmere, hárrétt hjá yður. ÖÍlum listamönnum getur verið nauðsynlegt að fá leiðbeiningar. Andagiftina er auðvitað ekki hægt að kenna neinum. Hún verður að vera listamanninum meðfædd.“ “Eg er algerlega á yðar mali, ’ svaraði Estmere. “Eldurinn helgi, er brennur i hugskoti listamannsins, getur aldrei skinið i eftirlíkingunni hjá öðrum.” Málaranum geðjaðist auðsjáanlega einkarvel að þessu skjalli. “Gerið svo vel og komið með mér, herrar mínir,” sagði hann. Hann gekk siðan drembi- lega á undan okkur upp einn, tvo, Þrjá stiga. Est- mere lék við hvern sinn fingur, en mér var enn hulið í hverju gatnan þetta var fólgið. Svo vísaði Mr. Baker okkur inn í stórt herbergi upp á efsta lofti. í einu horninu á herberginu var stærðar hrúga af lit- mynd-lérefti og málara-áhöld lágu hingað og þang- að um herbergið. Á einum stað voru þrjár mál- verkagrindur með ómáluðu lérefti á, 1 röð, hver fast hjá annari. Tveir menn, næsta líkir förunaut okk- ar í sjón, stóðu hræringarlausir framan við þær. Undir eins og við komum inn tóku báðir mennirnir virðulega ofan fyrir Mr. Baker, og tók hann kveðju þeirra þurlega. “Þið komuð á hentugum tíma. Eg er rétt að byrja á nýju málverki núna,” sagði Mr. Baker. “Mr. Baker er höfuðsmiður listaverkanna,” hvíslaði Valentínus að mér með grunsamlegri kýmni. “Hann málar alt upp úr sér,” mælti hann enn frem- ur og hækkaði röddina. “Þig mun furða stórum, þegar þú sérð hve fágætum mátarahæfileikum hann er gæddur.” Eg varð líka öldungis hissa á því sem eg sa næst. Þessi listfengi málari dró upp á einni sjónhending takmarkalinu fjalla, trjáa og vatna á léreftið, og áður en fimm mínútur voru liðnar, var hann farinn að mála með bursta og litum. Hið einkennilegasta, að því er þetta málverk snerti, var það, að mennirnir tveir, er stóðu við málverkagrindurnar, sinn á hvora hönd honum, öpuðu hvern einasta drátt eftir honum, og þrjú eintök af sama málverkinu blöstu við okkur samstundis á veggnum. Eftir flýtinum, sem á þeim var, virtist helzt líta út fyrir, að þeir mundu ljúka við málverkin á svo sem fjórum klukkustundum. Eg veitti þeim nákvæma athygli æði stund, Þangað til forsprakkinn hætti að mála og sneri sér að okkur, til að meðtaka verðskuldað lof fyrir verk sitt. “Þetta er sannkallað furðuverk,” sagði Valen- tínus alvarlega. Mér var ómögulegt að finna annað heppilegra orð, til að láta álit mitt í ljósi, svo að eg hafði upp eftir honum sömu orðin. “Svona, gerið nú svo vel að sýna okkur eitthvað af fullgerðum myndum eftir yður,” sagði Valentinus. Mr. Baker sótti strax fulla tylft af stórum ný- máluðum Iitmyndum. Þær voru allar keimlíkar hver annari—af fjöllum, vötnum, fossum, trjám, af mönn- um, sem voru að veiða fiska, dýrum, sem voru að drekka, eða kúm, til tilbreytingar. Við þökkuðum honum fyrir huglátssemina, en allir munu geta í- myndað sér hve hverft mér varð við þegar Valentín- us alt í einu sagíf: “Vin minn langar til að eignast eina þ'essa mynd til menja ttm yður. Hverja ætlarðu að kjósa, Fil- ippus?” “Þ'að er bezt að þ úkjósir,” sagði eg heldur en ekki órólegur, þegar eg hugsaði til Þess, að Mr. Baker setti mér 15 til 20 pund fyrir mynd, er þannig var úr garði ger, að eg mundi stórskammast mín fyr- ir að hengja á vegg heima hjá mér. “Eg held að eg kjósi þá Þessa handa þér,” sagði Valentínus og benti á eina skikkanlegustu myndina i öllum bunkajium. “Það er eitthvað svo létt yfir henni þó að hún sé tiíkomumikil. Hvað kostar hún, Mr. Baker?” Eg fór að skjálfa. Myndin var að minsta kosti 48x36 þuml. á kant. Hvaða malari sem var, og metið hefði verk sin að nokkru, mundi sakir sjálfsvirðingar sinnar eigi hafa kveðið upp minna verð fyrir mynd af þeirri stærð, en 50 pund. “Þér hafið ágætan smekk, Mr. Estmere,” sagði Mr. Baker. “Eg hefi varið miklum tíma í að mála þessa mynd, og hafði mikið um hana hugsað áður. En auk þess hefi eg gert mér þaö að fastri reglu, að selja enga mynd eftir mig nema á vissu fastákveðnu verði. Eg get því ekki látið þessa mynd fyrir minna en tvær gíneur.” Mér létti svo mikið við að heyra Þetta ótrúlega lága verð, sem maðurinn setti upp, að það var meira virði en peningarnir, og dróg upp Þessar tvær gíneur í mesta flýti. “Á eg að láta setja hana í umgerð fyrir yður?” spurði Mr. Baker. “Nei, þakka yður fyrir,“ svaraði Valentínus með hægð, “eg held að þér þurfið ekki að hugsa urn það. Mr. Norris sendir eftir henni einhvern daginn.” En sá dagur er ekki runninn upp enn, og eg þori að segja að myndin hefir lent til annars kaupanda. “Hvernig gat þér komið til hugar að segja mér að þessi maður væri fyrirmyndar-málari?” spurði eg þegar við komum út fyrir dyrnar. “Fyrirmyndarmálari er hver sá, sem græðir stór- fé á myndum sínum. Þessi maður gerir það.“ “Hvernig getur það átt sér stað?” “Þessir menn mála vanalega fimtíu myndir á viku, sem þeir selja svo vissum viðskiftamanni á þrjátíu shillings hverja, en það verður samtals tutt- ugu og tvö pund á viku. Þ.að eru ekki svo slæmar tekjur!” “Hvaða mennu er þessir tveir, sem “stæla” hann,” “Þ’að er nú eiginlega það skringilegasta af Því öllu saman. Þeir eru bræður hans. Hann er höfuð- smiðurinri—maðurinn sem ber eldinn helga í brjósti, og þess vegna stendur hann þeim svo langtum ofar. Til hð sýna virðingu þá, er báðir bræðurnir bera fyr- ir verðleikum hans, sem þeir þó fá töluverða hlutdeild i, hefir það orðið að samningtim milli Þeirra, að þeir taki ofan fyrir honum, hvenær sem ókunnuga ber að garði, til að votta listamanninum lotningu sina.” “Hvernig stendur á því, að þú skulir hafa kom- ist í kynni við þetta undraverða fólk?” “Eg er nú búinn að gleyma Þvt; eg hitti hann einhversstaðar. Þ\i hefir orðið þess var, að eg tala við hvern sem er, og það er eins og allir hafi gaman af að kynnast mér.” Þ’að var satt, að Valentínus talaði við hvern sem var, háan og lágan, og gerði sér Þar engan manna- mun. Honum stóð hér um bil á sama hver maðurinn var. Fas hans svo undarlega aðlaðandi vann al- menningshylli. Þegar við gengum eftir New Bond strætinu, sá eg að maður, dökkjarpur á skegg, stóð við dyrnar á einu gistihúsirm þar. Maðurinn var tilkomumikill, þó að liann væri eigi klæddur allra síðasta nýtízku- búningi. Þó að nærri tíu ár væru liðin frá því að eg hafði séð hann síðast, Þekti eg hann þó undir eins. Það var Rothwell lávarður. Það var ekki mér að kenna þó að eg hefði ekki hitt hann fyr en þetta. Eg hafði spurt eftir honum strax Þegar eg kom til Lundúnaborgar i fyrsta sinn, en þá fengið það svar, að hann væri á öðrum heims- enda. LTm nokkur undanfarin ár hafði eg haldið fyrirspurnunum áfram, en þær höfðu engan annan árangur borið. Hann hafði aldrei verið í Lundún- um þegar eg spurði eftir honum. Loksins þreyttist eg á þessu og var alveg hættur að vona að eg fengi að sjá hann nokkurn tíma, og svo hélt eg líka, að það væri ekki ómaksins vert, því að hann hlyti nú að vera búinn að gleyma mér, og vildi Þá ekki fara að énáða hann. Hann hafði ekki séð mig síðan eg var dálitill drengur; og þá að eins í fáar klukkustundir, og sú viðkynning gat tæpast verið nægileg ástæða til að vænta sér mikils fagnaðar af eftir mörg ár, og eg ásetti mér því að sýna engin kunnugleikamerki að fyrrabragði. Eg held helzt, að eg hefðí gengið þegjandi fram hjá honum, hefði Valentínus ekki komið auga á hann. “Nei, nú er eg alveg hissa!” hrópaði hann, “þarna er þá Rothwell lávarður. Eg hafði enga hugmynd um að hann væri kominn til borgarinnar.” Og áður en eg gæti sagt eitt einasta orð var hann rokinn á stað, kominn yfir götuna og búinn að taka í hendina á lávarðinum og bjóða hann velkom- inn. Þ’egar mig bar að heyrði eg að Rothwell lá- varður sagði: “En hvað þér hafið stækkað siðan eg sá yður seinast, Yalentínus minn! Þér eruð orðinn fulltíða karlmaður, og lifandi eftirmynd hennar móður yðar. Mér þótti sérlega vænt um að sjá yður, ungi vinur minn.” Eg sá strax að Þeir voru gamlir kunningjar. Þegar eg nam staðar andspænis þeim, sneri Rothwell lávarður sér að mér og horfði á mig um stund með mestu athygli. “Er þetta einn af kunn- ingjum yðar, Valentínus?” spurði hann kurteislega. Eg fór að hlæja áður en Valentínus svaraði og sagði: “Eg sé að þér hafið gleymt mér, Roth'well lá- varður. Munið þér ekki eftir sjóveika kunningjan- um yðar, honum Mr. Dunstable, eða honum Mr. Stanton, eða drengnum sem ferjaði ykkur alla í land í kænunni sinni?” “Nei ,hvað er þetta? Eruð Það þér, Filippus skipstjóri,” hrópaði hann undrandi og rétti mér hönd- ina. “Þér hafið þroskast og breyzt líka. Það er varla mögulegt að búast við því að maður. þekki skeggjaðan mann, sem maður hefir ekki séð síðan hann var fjórtán ára unglingur. En eg hefði þó átt að þekkja augun í yður. En”, mælti hann enn frem- ur og horfði á okkur Estmere á víxl, “hvernig stend- ur á því, að eg skuli hitta ykkur báða saman hér? Hvað er langt síðan að þið kyntust?” Við fórum báðir að hlæja að spurningunni. “Þaö er ekki mjög langt síðan,” svaraði eg, “ekki nema nokkrar vikur minnir mig. Vinur okk- ar beggja gerði okkur kunnuga, eins og ekki er dæmalaust.” “Ef hann er einhver gallagripur, eða hann hefir gert sig sekan í einhverju, sem ekki þolir dagsljósið, þá ætla eg að biðja yður að segja mér það, Rothwell lávarður, svo að eg geti varað mig á honum í tíma,” sagði Valentinus með uppgerðar alvörusvip. “Eg krefst hins sanna,” sagði eg. Rothwell lávarður þagði um stund. Svo tók hann til mals með mestu alvörugefni eins og hann hefði verið að vega í huga sínum það, er mælti með og móti kunningsskap okkar, og sagði: “Nei, eg get ekkert séð því til fyrirstöðu, að þið bindið trygga vináttu,—það lítur hvort sem er út fyr- ir að ykkur geðjist vel hvorum að öðrum. Nei, það er ekkert á móti því.” '‘Eg er yður mjög þakklátur,” sagði Valentinus með einkennilega litlum þakklætishreim í rómnum. “Þetta var sannarlega vel gert af yður. Það létti víst Þungum steini af okkur Filippusi báðum.” Lávaröurinn tók spaugið ekki illa upp. “Jæja, gott og vel,” sagði hann, “nú skulum við koma inn og fá okkur kampavin og vindla. Komið þið strax.” Við fórum inn með honum og röbbuðum við hann i fulla klukkustund. Hann hafði ekki komið til Lundúna fyr en kveldið áður. Hann hafði verið á rannsóknarferð um hálendi Asíu og lét okkur nú vita að ferðum sínum væri lokið. Eins og að líkind- um réð ætlaði hann að gefa út bók um ferðina, fræð- andi og skemtilega, um hið helzta, er fyrir hann hafði komið á leiðinni. Hann ætlaði að minsta kosti að setjast nú um kyrt á Englandi um langan tima, og vonaðist eftir að við heimsæktum sig sem oftast. Þegar við stóðum upp og ætluðum að kveðja hann, tók hann i hönd Valentínusar og sagði: “Já, yður er nú bezt að fara, Valentínus, en eg þarf að tefja ofurlítið lengur fyrir Filippusi. — Eg þarf að tala dálitið frekara við hann.” ,Nýir vendir sópa bezt', en eg er vaxinn upp úr Þvi að vera öfundssjúkur,” sagði Valentínus og fór. Mér þotti einkar vænt um það, hve vingjarnlega Rothwell lávarður tók mér. Þ’að var auðséð á því hve ljúfmannlega hann talaði við mig, og nefndi mig skírnarnafninu, að hann leit ekki svo á, að eg hefði veriö að troða upp á hann kunningskap mínum þeg- ar eg mintí hann á hvcr eg væri. Ilann kveikti a öðrum vindli, og spuröi mig1 ýmislegs um sjálfan mig. Eg skýrði honum frá því að eg hefði í huga að leggja fyrir mig lögfræðisstarf- ann. Enda þótt honum virtist ant um framtíð mína, hvatti hann mig hvorki né latti, að því er þetta atriði snerti. “Og hvað getið Þér sagt mér um föður yðar?” spurði hann að síðustu. “Dvelur hann enn þá á sama útkjálkanum og hann var síðast þegar eg sá hann ?” Eg fór að hlæja. “Nei, honum datt t hug að fara að ferðast. Nú er hann á leiðinni kringum hnöttinn.” “Hvenær kemur hann aftur?” “Ekki fyr en eftir tvö ár, ímynda eg mér. Það litur útf fyrir, að hann sé farinn að reyna sig við yður í Iangferðalögum.” Eg fór svo að tala um eitthvað annað, því að rnér gat ekki hugsast, að Þeim manni gæti verið hugðnæmt að ræða um föður minn, sem að eins hafði séð hann einu sinni, og það fyrir átta árum síðan. Hafið þér séð móður Valentínusar?” spurði hann. , “Nei, ekki enn þá. Hún hefir dvalið í Malvern um tíma, en Valentínus hefir lofað að gera mig henni kunnugan, þegar hún kemur heim aftur”. “Það er ágætt. Farið þér heim til Valentínusar og kynnist frú Estmere. Þér munuð brátt komast að raun um að hún er afbragðs kona. “Valentínus sér ekki sólina fyrir henni.” Vður mun ekki undra á því, Þegar þér farið að kynnast henni.” Af hljómnum í rödd lávarðsins þóttist eg geta ráðið það, að annaðhvort elskaði hann Lu Estmere, eða hafði unnað henni áður fyrri. Hann þagnaði nú um stund, og datt mér þá ýmislegt í hug um samband þeirra á milli, og þar á meðal það, að skeð gæti að þessi ferðalög hans—svo árum skifti,__ væru aö einhverju leyti af þeim rótum runnin. Eg ætla nú að fara að finna lögfræðing minn,” sagði hann því næst og stóð upp. “Þér sjáið, að eg fer með yður eins og gamlan kunningja. Verið þér sælir; eg sé yður vonandi bráðum aftur. Innan fárra daga ætla eg að halda dálitið samsæti heima hjá mér. Látið \ alentínus bjóða yður heim svo þér getið feng- ið að sjá frú Estmere, undir eins og hún kemur frá Malvern. — Og verið þér svo aftur sælir!” Mig var nú farið að sárlanga til að sjá frú Est- mere. Eg skildi við Rothwell lávarð, og var það Ijóst, að þar hafði eg eignast skemtilegan kunningja, og átti annars bráðlega von, ef eg fyndi náð í augum frú Estmere. VII. KAPITULI. Hálfum mánuði eftir að fundum okkar Roth- well lávarðar bar saman ók eg til St. John’s Wood, forvitinn næsta um að sjá og kynnast móður Valen- tínusar. Samt gerði eg mér alls ekki neitt tiltakan- lega miklar vonir um árangurinn af þeim fundi. Viðkynning manna verður með svo ýmsum hætti, og atvikin ráða þar tíðum svo miklu, að mér hefir ávalt reynst það heppilegast, Þegar eg hefi farið í kveld- heimboð, og átt von á að hitta Þar ókunnugt merkis- fólk, að vera við því búinn að ekki gengi alt að óskum. Frú Estmere hafði komið fyr heim úr ferð sinni, en Válentínus hafði búist við. Tveim dögum eftir að hún kom til Lundúna bauð hann mér að heimsækja þau, og snæða með þeim miðdegisverð, al- veg formálalaust. Hann hafði boðið Rothwell lá- varði lika, en hann gat ekki komið, því að hann þurfti aö hitta kunningja sinn í grend við borgina þann dag. Eg átti að verða eini gestúrinn, svo eg tók boðinu þakksamlega. “Þ]að lítur út fyrir að Þú og tiginborni ferða- langurinn séuð orðnir mestu trygðavinir,” sagði Val- entínus. ‘ Hann var heima hjá okkur i gærdag, og gat þá ekki um annað talað en þína óviðjafnanlegu hæfileika. Móðir mín er vön að láta sér fátt ’um finnast um ókunnugt fólk, en eftir lofræðurnar, sem lávarðurinn hélt um þig, er hana farið að dauðlanga til að kynnast þér, svo að þú mátt ekki láta okkur bregðast Það, að þú komir.” Eg lofaði að gera það ekki, og klukkan sjö um kveldið var eg kominn inn í gestasal frú Estmere i húsi hennar í St. John’s Wood. Valentínus, sem vanalega var síðbúinn að klæða sig til miðdegisverðar og skeytingarlaus um að halda kurteisisreglur í smærri stíl, var ekki inni þegar eg kom. En er tíguleg kona stóð upp og rétti mér hönd sína til að bjóða mig velkominn, vissi eg að eg stóð frammi fyrir frú Estmere. Þó að frú Estmere væri há vexti og fasprúð eins og sonur hennar,—því að þeim svipaði mikið saman, nema hvað hún var kvenlegri, — þá var það fegurð hennar, sem hreif mig fyrst af öllu. Hún var björt yfirlitum og grannvaxin eins og ung stúlka. í fljótu bragði virtist það hálfskrítið að ímynda sér að hlún væri móðir hins vöxtulega vinar míns; en er betur var aö gáð, mátti sjá að æsku-yfirbragð hennar gat ekki samsvarað aldrinum, en átti fremur rót sína að rekja til hæverskar framgöngu, og Þess, hve vel hún bar sig. Ef mér hefði ekki verið kunnugt um aldur Valentínusar, mundi eg hafa getið mér þess til, að hún væri liðlega fertug. Hún var föl í andliti, sviphrein, andlitið reglulegt og fríðskapað, og að hún var handfríð og Jiandnett sá eg strax, þegar hún heilsaði mér. Úr augum hennar skein laðandi blíða, sem eg get bezt lýst með því að vísa til mynda af ýmsum fögrum konum, eftir Romney málara. Samt sem áður horfði hún á mann festulega og djarflega, og mér liggur við að segja eins og hún findi nokkuð til sín. Það sem eg tel síðast og einkendi frú Est- mere öðru fremur, var hárið. Það hafði sjáanlega verið dökt og mikið, og annaðhvort höfðu hin svip- óttu örlög eða sjúkdómar haft litaskifti á því, því að nú var það orðið snjóhvítt, þó það annars héldi itur- vexti æskuáranna. Þar eð hún hafði enga ekkju- húfu né nokkurn annan höfuðbúning, hlaut maður strax að taka eftir þessu einkennilega hári. Og þá var um leið eins og hvíslað væri að manni, að ekkert gæti verið fegra, óvanalegra, en þó í meira samræmi við andlitsfall hennar, en þessi mjallhviti hárskrans. Svona kom frú Estmere mér fyrir sjónir, og jafnað- ist andlegt atgerfi hennar við ytri ásýnd, þá var ekk- ert ofmælt í lýsingu Valentíusar, Þegar hann hafði sagt, að hún væri “fyrirmynd allra indælla og göf- ugra kvenna."

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.