Lögberg - 25.07.1907, Blaðsíða 4
LOGBERG FIMTUDAGINN 25. JÚLl 1907
U'oflbets
•r **fl5 flt hvara flmtuda* af The
LöCberg Prtntín* * PnbUahing Co.,
(löggllt), afl Cor. Wllllam Ava og
Nena St., Wlnnlpeg, Idan. — Koetar
91.00 um flrlfl (a lalandi 6 kr.) —
Borglat fjrrlrfram. Etnstök nr. » cts.
Publlabed every Thuraday by The
Lögberg Prlntin* and Publiahlng Co.
(Incorporated), at Cor.Wllliam Ave.
St Nena St., Wlnnlpeg, Man. — Sub-
ecrlptlon prlce $1.00 per year, pay-
able ln advance. Slngle copiea 5 cta.
S. BJÖKNSSON, Editor.
H. PAULSON, Bua. Manager.
Anglýsingar. — Sinfiauglýalngar 1
eltt akiftl 25 cent fyrir 1 fml.. A
atærrl auglýaingum um lengri tima,
afsláttur eftir samningi.
Bústaðaskifti kaupenda verður að
tllkynna skriflega og geta um fyr-
verandl bústað Jafníramt.
Utanáskrlft tli aígrelðalust. blaðs-
ins er:
The LÖGBERG PRTG. * PCBL. Co.
P. O. Box. 136, Winnipeg, Man.
Telephoue 231.
Utan&akrlft til ritstjörans er:
Editor Lögberg,
P. O. Box 136. Winnipeg, Man.
Samkvæmt landslögum er uppsögn
kaupanda 4 blaði ögild nema hann
Bé skuldlaus í-egar hann segir upp.—
Ef kaupandi, sem er 1 skuld við
biaðið, flytur vtstíerlum 4n þess að
tllkynna helmillsskiftin, Þ4 er það
fyrir dömstöiunum 41itin sýnlleg
■önnun fyrir prettvlslegum tilgangi.
Meinlegur misskiln-
ingur.
“Der Nordwesten”, þýzkt blað
hér í bænum, flytur þá frétt t síð-
asta tölublaði, að veðurathugunar-
menn frá Kiel á Þýzkalandi hafi
lagt á stað til íslands “dönsku
eyjarinnar rétt fyrir sunnan heim-
skautabauginn.”
Það er engin nýjung að blöð
telji Island og íslendinga danskt
og danska, og er það meinlegur
misskilningur og ilt til hans að
vita, því að hvorki landið eða þjóð-
in er enn danskt orðið, hvort' sem
sem litið er á það frá þjóðernis-,
sögu- eða stjórnarfarslegu sjónar-
miði. íslendingar eru afkomendur
Norðmanna hinna fornu og Ira að
nokkru leyti, og Noregskonungi
gengu þeir á hönd um miðbik þrett
ándu aldar; þá frjálst sambands-
land við Noreg. Eins og nú standa
sakir hafa stöðulögin, eða innlim-
unarlögin valdboðnu, aldrei verið
löglega samþykt af íslendingum.
Samband landanna — íslands og
Danmerkur, — er nú ekki óáþekt
sambandinu milli Austurríkis og
Ungverjalands, og því, sem var
milli Noregs og Svíþjóðar fyrir
tveimur árum síðan, og dettur þó
engum til hugar að blanda þeim
þjóðum saman.
Það er að vísu satt, að Danir
linna ekki á þvt að kalla Danmörku
“móðurland” íslands, og hafa svo
blöð annara þjóða tekið þá villu
upp, af fáfræði tómri.
Það er ekki með jafnaði, að vér
sjáum slíkt ranghermi og háskalega
villu leiðrétta í útle«dum blöðum. i
Oss var það því næsta mikið gleði-!
efni er vér sáum flð “Minneotai
Mascot” setti myndarlega ofan í
við eitt Bandaríkjablaðið, “Pioneer!
Press”, fyrir að nefna Danmörkul
“mother country” íslands.
Betur vér ættum fleiri slik
blöð meðal enskumælandi manna.
Skrípanafna höfðing-*
inn.
B.L.Baldwinsori, með nafnið óaf-
bakaða en “vaffið að eins tvöfald-l
að” er enn þá að Þusa út af því, að j
nemendur íslenzkir hafi stytt nöfnj
sín. Hann nefnir þau skrípanöfn,!
þó sagt hafi honum verið að svoj
væri ekki, og urgurnar í lionum eru!
alveg eins fruntalegar og áður.
Hann áskar nú helzt íslenzkukenn-
arann við Wesley um að láta slíkar
nafnafalsanir viðgangast. Hann um
það. En hvernig í dauðanúm get-
ur honum .komið til hugar að gefa
kennararium sök á þessu, þvi nem-
endur þeir', sem hann hefir tilnefnt
hafa ekki einu sinni gengið á Wes-
leyskólann.?
Það stendur að minni hyggju
foreldrunum.næst, séu þeir ekki
“vitgrannir og ails óupplýstir”, að
sjá um að heiti barna þeirra séu
rett skrásett á skólaskýrslunum,
og væri bezt fyrir ritstj. Heims-
kringlu að Vita hvort hann fyndi
ekkert t skýrslum alþýðuskólannao.
hérna í bænum, sém honum kæmi
•við að leiðrétta, áöur en hann fer
að vanda um við aðra i þessu efni,
og það með hörðum orðum.
Liðlátlega hefir hann tekið að-
finningum mínum um málið á blað-
inu. Leitt hjá sér málleysurnar og
ambögurnar, sem eg tindi til, og
samsint með þögninni. En. ofboð
kátbroslegt er að heyra hann
stynja því upp á eftir, “að málið á
blaðinu væri yfirleitt sæmilegt, létt
og auðskilið, og svo nálægt því,
sem alment er talað, að ekki væri
ástæða til að misskilja það er sagt
væri. Og oss er óhætt að fullyrða,
að málið á Heimskringlu þolir sam-
anburð CsicHý við það, sem gerist
á íslenzkum blöðum yfirleitt, hvort
heldur hér eða á íslandi.”
Séð hefi eg köttinn syngja á bók,
selinn spinna hör á rokk,
skötuna elta skinn í brók,
skúminn prjóna smábandssokk
eru ekki meiri öfugmæli en þessi
vitnisburður blaðsins um sjálft sig.
Ritstjórinn hefir sýnilega gert
! sér far um að vanda málið á þess-
ari liðlega dálkslöngu grein, enda
ánægjulegt að sjá, að hann hefir
fært sér i nyt bendingar mínar og
sé eg Þá, að eg hefi ekki alveg
unnið fyrif gýg. En þó morar
greinin af málvillum, ambögum,
torskildum málsgreinum eða rugli,
Það er áreiðanlega rétt og hvergi
vefengt af ritstj. að íslenzk tunga
heimili mýkingar nafna, svo sem
Bjarni af Björn, Palli af Páll o. s.
frv., og eg fæ ekki séð hvernig það
er “flónslegt” eða “fráhverft þjóð-
ernislegu velsæmi”. Það ér engu
líkara en að greinarhöfundurinn
hafi hraflað þessum orðum saman
úr islenzkum oröabókum,—þvi öll
eru orðin íslenzk—, og skipað þeim
svo af handa hófi í málsgreinar, án
þess að hirða nokkra minstu vitund
um hvað út kæmi.
Heimskringlu “þætti það allsvarð-
an-di, að sérstök mentastofnun væri
stofnsett”, og “með Því auglýsa
fyrir öllum mannheimi”, “menta-
lega menning” með “málfræðis-
legri fullkomnun”. Þetta er harla
óljóst mál, en ekki eru þessar máls-
‘greinir hóti auðskildari þar. sem
þær koma fyrir í greininni, en í
því sambandi, sefn þær eru settar
hér. Orðin eru íslenzk en ekkert
hirt um, hvort Þau eiga við. Grein-
arhöfundinum fer alveg eins og
páfagauknum, sem hreytir úr sér
í tíma og ótima Því, sem í liann
hefir verið troðið.
Ef satt skal segja, þá er ni’klu
meiri þörf á, að lykill fylgdi
Heimskringlu, með skýringu á
“vexatstöðum”*J í blaðinti, heldur
en fregnlyklinum, sem hún stakk
upp á fyrir skemstu.
Þrátt fyrir allar ambögurnar,
mállýtin og rannnskakka setninga-
skipun, sem eg hefi enn þá leitt hjá
mér að minnast á, vegna þess að
það yrði oflangt mál, veigrar blað-
ið sér ekki við að jafna sér
við önnur íslenzk blöð og telja sig
þeim jafnsnjalt. Manni dettur ó-
sjálfrátt í hug sagan um hrossa-
taðskögglana: “Vér eplin með.”
Baldwin, höfðinginn, er æði
drjúgur yfir því,að vestur-íslenzkri
menning muni ekki tilfinnanlegt
tjón að því þó að eg segi ekki til
nafns míns og býst eg við að svo sé.
Það veltur ekki á nafninu, heldur
því, sem ritað er. En hitt er víst,
að ritsmíðar B. L. Baldwinsonar,
frá upphafi til þessa dags, hafa
verið verulegt tjón vestur-íslenzkri
menning og svartur blettur á ís-
lenzkum bókmentum.
Ursus.
og er vandalaust að runa upp dæm-
um til sýnis qúl þetta.
“Uppgerð skripanöfn” er vit-
leysa. Uppgerð reipi er t. d. rétt,
því menn gera upp reipi, en ekki
nöfn. Að “gera aðfinslur” er am-
baga í st. f. að “finna að“. “Ó-
upplýstur” er argasta danska f.
“fáfróður” eða “ómentaður”.
“Mætti fólki ekki líðast” f. ^
“mætti fólki ekki haldast uppi.”|
Að “ganga undir nöfnum” er engin (
íslenzka. Menn nefnast nöfnum eða
bera heiti. Að “gefa því gildi” erj
rangt eins og það stendur í st. f. j
að “koma þvi á". Að gefa því
gildi merkir að halda . þvi veizlu..
Að “saka e—n fyrir e—ð" er ekki
I
rétt. Menn saka e—n um e—ð”.1
Að “ná svo strangri fyrirlitningu” \
á e—u, er rammasta málleysa,1
tvöföld í roðinu, í st. f. að “fá svo
megna (eða sterka) fyrirlítningu” ,
á e—u. Skömm eða viðbjóður er
þó betra orð þarna. Að “beita
nafni” er ein vitleysan enn. Menn
beita bragði, slægð, vitsmunum og
verkfærum, eins og hníf o. s. frv.
Menn beita jörð, og menn beita|
gripum, og menn beita líka, —
ef eg má nefna það,—sild. En rit-
stjóri Heimskringlu er víst eini
ritstjórinn islenzki, sem beitir
nafni.
Blaðið'Stærir sig af því að rita
“létt og auðskilið” mál, en það sem
hér er tínt til á eftir, er harla
strembið og torsklið. Hvað er t.
d. “glæpaflokkur karla”? Það verð
ur ekki skilið á neinn veg. En
flokkur glæpatnanna er auðskilið
mál. Sama er að segja um “laus-
ungar flokktsr kvenna". Eg leiöi
hest minn alveg frá að skilja þessa
grein, sem hér fer á eftir:
“Annars vildum vér «egja “Urs-
us”, að þessi “mýkingar” yfir-j
skyns-kenning hans er eins flónsku-
leg eins og hún er þ jóðernislegu
velsæmi fráhverf.”
Jóns Sigurössonar
atmælið.
Stúdentafélagið i Reykjavík
gekst fyrir Því, að afmæli forsetans
fræga, Jóns Sigurðssonar, yrði há-
tíðlegt haldið þar i bæ 17. Júní sið-
astliðinn, eins og vér höfðum áður
getið um að til stæði. Þá var nýi
íslenzki fáninn dreginn alment þar
á stöng í fyrsta sinni.
Um fimm þúsundir manna söfn-
uðust saman fyrir framan alþingis-
húsið- kl. 8 að kveldinu og voru þar
ræður haldnar af svölum alþingis-
hússins fyrir minni Jóns Sigurðs-
sonar, minni Islands og minni fán-
ans nýja. Ræðumennirnir voru
Björn Jónsson ritstj., Bjarni Jóns-
son frá Vogi og Benedikt Sveins-
son ritstjóri, og prentum vér hér á
eftir ágrip af ræðu Björns Jóns-
sonar, sem vér vitum að hverjum
góðum Islendingi hér vestra muni
hugþekk verða, bæði sakir efnis og
Wúnings. Að ræðunum loknum
liófst skrúðganga frá alþingishús-
inu norður í kirkjugarð og þar j
Iagður pálmaviðarsveigur á leiði
þjóðskörungsins mikla.
Hátíðabrigði þessi og önnur j
þeirn sviplik nú fyrir skemstu, eru J
gleðilegur vottur um það, að nú er j
óðum að vakna hjá íslendingum á j
Fróni ljós meðvitund um, hve mik-:
ilsvarðandi sé fyrir alda og óborna
að haldið sé á lofti minningu lands- |
ins bafctu sona. Og um þessar
mundír horfa stjórnmál íslands svo
við, að aldrei heffr verið brýnni
þörf á því en einmitt nú að glæða
minningu Jóns Sigurðssonar í
brjóstum landsmanna, svo að hún
verði þeim öflug hvatning til ó-
detgrar framgöngu í sjálfstæðis-
haráttunni.
Staðfesta hans, kjarkur og ein-
'■’) Vexatstaðir eru þeis staðir
nefndir, sem erfitt er að uáða fram'
úr, vegna þess að orð hafa fallið
úr eða setningaskipun raskast.
læg ættjarðarást ætti að kenna
þeim það, að láta ekki náðarsólina
konunglegu, er rennur þeim upp i
sumar, glepja þeim svo sýn, að þeir
falli frá réttmætum sjálfsforræðis-
kröfum sínum eða slaki til um þær
á nokkurn veg, af þeim sökum.
Drengilegra miklu væri þeim að
koma fyrir konung með fullri ein-
urð svo sem sæmir mönnum þeim,
sem komnir eru af Skallagrími og
Agli.
Minninst Jóns Sigurðs-
sonar.
Ræðuágrip 17. Júní 1907.
Það var einn góðan veðurdag,
betri en nú, fyrir 42 árum (1865J,
einmitt um þetta leyti árs, að
mannþyrping óvenjumikil var
stödd hér niður við sjó, við
Bryggjuhúsið, vegna póstskips-
komu. sem þá voru fátíðari en nú.
Fremstur farþega upp bryggjuna
gekk maður, sem þeim varð star-
sýnt á, er ekki höfðu séð hann áð-
ur, mér og öðrum. Hann hafði
loðfeld yfir sér,—hér var kalt vor-
ið það eins og nú—, gildur meðal-
maðttr á vöxt og limaður vel, kvik-
ur á fæti og göngulagið einkenni-
lega prúðmannlegt, hvítur fyrir
hærum, ennibreiður, móeygður og
snareygur, mikilleitur við hóf og
hinn höfðinglegasti ásýndum. Það
bar þó mest frá, hve svipurinn var
fjörlegur, góðgjarnlegur og Ijúf-
mannlegur, og þó karlmannlegptr.
“Tígulegur í yfirbragði og allra
manna góðgjarnastur” — svo er
Gizuri biskupi Isleifssyni lýst.
Maðurinn, sem hér segir frá, er
sá hinn sami, er vér minnumst í
dag, fæddur þá fyrir rúrnri hálfri
öld, en nú fyrir 96 árum, á höfð-
ingjasetri RafnsSveinbjarnarsonar,
Eyri við Arnarfjörð (RafnseyriJ.
Hann hafði ekki komið til þings þá
sex ár samfleytt.
Þá gerðist Það eða því líkt, sem
tíöast mun vera með hirðfólki, er
höfðingja þess ber að garði, kon-
ung eða keisara. En hirðsiða kunnu
Reykvíkingar lítt til þá og kunna
enn, ef að likindum lætur. Þ«ir
eiga ef til vill fyrir sér að nema þái
í sumar. Mannþyrpingin sveigðist |
á tvær hliðar, og raðaði sér sjálf-j
krafa og svo sem ósjálfrátt í tvær
skipulegar fylkingar upp eftir öllu |
strætinu, Aðalstræti, alt að bústað
Jóns Sigurðssonar eða venjulegum
dvalarstað hans hér þingsumurin, |
Biskupsstofunni, sem þá var köll-,
uð, Aðalstræti nr. 10; þar bjó þá[
og lengi síðan bróðir hans, Jens
Sigurðsson, er síðar varð rektor. j
Þar sat hann löngum á palli undirj
glugga við suðurgaflinn, og var að (
rita liðlangan daginn utan þings, (
forn skjöl af söfnum hér og annað.
Því meiri iðjumann við ritstörf
höfurn vér aldrei átt.—Sic sedebat
(svona sat hannj stendur undir
marmaramynd Walter Scotts í Ed-
inborg; annað ekki. Svona sat
Iiann, þegar hann var að skrásetja
sínar heimsfrægu skáldsögur—það
merkir hér um bil sú áletran, er'
Skotar hafa sett s í n u m þjóðsnill- j
ing. Það vildi eg láta standa und-j
ir mynd Jóns Sigurðssonar, hinni,
næstu eftir fyrirhugaða og sjálf-
sagða standmynd hans.
Eigi hneigði mannþyrpingin í
Aðalstræti sig hálfa leið að jörðu 1
niður, sem hirðmanna er siður. En
berhöfðuð stóð hún, og ást og lotn- j
ing skein úr hvers manns ásjónu,,
ungra og gamalla. — '
Hvað bar til? (Og hvað bar til
þess, að ungur mentalýður höfuð- j
staðarins flutti manni þessum,
skömmu síðar tvítugan flokk þannj
hinn fræga, eftir Matthías skáld, j
er svo byrjar: “Snillingur snjalli,
snild þína skyldi” o. s. frv.?J.
Gizur biskup,sá er fyr nefndi eg,'
er sagður hafa verið “algjör að sér j
um alla hluti, þá er karlmaðtir átti!
að sér að hafa.” y Napoleon mikli
sagði svo, er hann átti tal við Gó-1
ethe, að þar hefði hann mann fyr-
ir hittan; hans mestu menn, hers-
höfðingjar og aðrir afreksmenn,
voru í hans augum á við búpening,
í augum stórbónda, lítið annað en j
lifandi, skynlaus verkfæri. Sjálfan
hann, Napoleon, nefndu landar
hans og þegnar sín á milli, almúg-
inn, ekki keisaranafninu, heldur
manninn, og son hans, er faðir
hans gaf konungsnafn í vöggunni,
nefndu þeir ekki því nafni ('Róma-
konungj, heldur son mannsins.
Mikil maður og göfugur, fríður
sýnum og tígulegur býður jafnan
af sér þann þokka, er vekur lotn-
ing og aðdáun þeirra, sem hann
líta, og kveikir jafnframt ást í
brjóstum þeirra, ef hann er mikill
mannvinur eða velgerðamaður
lands síns.
Svo var um þeanan mann, er hér
segir frá.
Heyrum 1 fám orðum, hvað hann
hafði þá afrekað fyrir þjóð sína og
afrekaði síðan.
Umkomulaus stúdent suður í
Khöfn milli tvítugs og þrítugs
hafði hann gerst frumkvöðull og
forgöngumaður þeirrar málaleitun-
ar við nýjan konung í Danmörku,
einvaldskonung, Kristján áttunda,
—einn hinn bezta allra Danakon-
unga í vorn garð íslendinga,—er
leiddi beint til þess konungsúr-
skurðar fám mánuðum eftir("i840j
að alþingi skyldi endurreist. Það
var og hans verk öllum mönnum
framar, að Reykjavík var gerð að
þingstað þjóðarinnar,en ekki Þing-
vellir, er þjóðin nær öll og flestir
hennar ágætismenn í þá tíð vildu
hafa tiI þess kjörna, þeirra á með-
al afreksmaður sá, er vér mintumst
hér fyrir 10 dögum, á aldarafmæli
hans; hann kvað svo ríkt að orði,
að heldur vildi hann að ekkert yrði
úr endurreisn alþingis, en að það
yrði annarstaðar háð en á Þingvelli
\ið Öxará. Það var honum tilfinn-
mgamál og hans félögum. Skyn-
scmin sagði: Reykjavík; og hennar
merki bar Jón Sigurðsson — þá
sem endranær, svo vitur maður sem
har 11 var og framsýnn. Reykjavik
r að verða miðstöð þjóðmenningar
crrar, mælti hann, andlegrar og
Iíkamlegrar; og sé hún óþjóðleg
að svo komnu, þá er þetta einmitt
ráðið til að gera hana þjóðlega, —
það, og hitt. að mentastofnanir
landsins flytjist þangað.
Samtímis hóf hann máls á við-
reisn hins lærða skóla og flutning
hans til Reykjavíkur, stofnun
prestaskólans, læknaskóla og 4 bún-
aðarskóla, barnaskóla í sjóþorpum
m. fl. Það fékk alt framgang fyr
eða síðar, sumt furðufljótt, lang-
mest fyrir hans vasklegt fylgi.
Og svo mikið álit hlaut hann fyrir
tillögur sínar um þau mál, að
ýmsir helztu menn þjóðarinnar
vildu setja hann yfir Iærða skólann,
er hann fluttist til Reykjavíkur,
embættisprófslausan mann lítið yf-
ir þrítugt O844J. Nokkrum árum
síðar, eftir skóíaupphlaupið 1851,
vildu stiftsyfirvöld landsins láta
fela honum stjórn skólans, sögðu
hann vera eina manninn, er þau
vissu færari um að koma skólanum
í gott lag og halda honum í góðu
horfi.
Hann hafði útvégað landinu
verzlunarfrelsi það (^ 1854J, er vér
mintumst með hálfaldar afmælishá-
tíð hér fyrir fám missirum.
Hann hafði gert svo stórfelda og
gagngerða leiðrétting á reiknings-
málum milli vor og Dana, að í stað
30 Þús. kr. árlegs reikningshalla á
oss fjórðung aldar áður eftir
þeirra frásögn, þrátt fyrir mjög
naumlega úti látinn tilkostnað til
embætta hér og litils sem engis
annars, urðu Danir að kannast við,
að í þess stað hallaðist annað eins
á bá og meira þó; það var fám
árum eftir gert 60,000 kr. og stend-
ur enn, þótt ekki sé nema Þess,.
sem J. S. hafði einmitt um þær
mundir sannað að vér ættum hjá
ríkissjóði að réttu lagi í árlegum
vöxtum aí þangað ranglega runnu
fé frá oss.
Hann hafði haldið uppi þjóð-
réttindabaráttu og stjórnfrelsi við
Dani hálfan mannsaldur,.með þeim
skörungsskap, að lítið vantaði á
sæmilegan sigur, í stað þess að
Danir höfðu hugað oss fulla inn-
limun, .með sveitarstjórnarvaldi
einu yfir vorum málum. Sú viður-
eign var hörðust á þjóðfundinum
1851, er þingi þrí var hleypt upp í
miðjum klíðum, af því að það vildi
ekki ganga að þeim kostum. En
hermannasveit send hingað frá
Khöfn til friðgæzlu, að kallað var,
á hendur þjóð, sem eigi hafði vopn
borið margar aldir, en í rauninni
sjálfsagt fremur til að ógna þing-
mönnum. Þá gerðist Það, er kon-
Thc DOMINIONBANK
SELKIRK tíTIBÖH).
AUs kooar bankastörf af hendi leyst.
Sparisjóðsdeildin.
TekiO við innlögum, frá$i.ooa8 npphæB
og þar yfir. Hæstu vextir borgaBir fjórum
siunum á ári. Viðskiftum bænda og ann
arra sveitamanna sérstakur gaumurjgefinn.
Bréfleg innlegg og úttektir afgreiddar. ósk-
a8 eftir bréfaviðskiftum.
Nétur ínnkaliaðar fyrir bændur fyrir
sanngjörn umboðslaun.
Við skifti við kaupmenn, sveitarféiög,
kólahéruð og einstaklinga með hagfeldum
kjörum.
J. GRfSDALE,
bankwtjórl.
ungsfulltrúi sagði þingi slitið í
“nafni konungs”, að Jón Sigurðs-
son stóð upp og mótmælti þeirri
aðferð í “nafni konungs og þjóð-
ar‘‘ og áskildi þinginu rétt til að
kæra slíka lögleysu fyrir konungi.
En þingheimur tók undir og mælti:
Vér mótmælum allir!
Hann hafði verið ráðunautur og
leiðtogi þjóðar sinnar hátt upp í
mannsaldur, eins og Perikles með
Grikkjum, valdalaus alla tíð, eins
og hann futan hernaðarj, en hverj-
um manni voldugri þó, sakir óbif-
anlegs trúnaðartrausts þess , er
hann naut hjá þjóð sinni, fyrir
vitsmuna sakir, skörungsskapar,
staðfestu og einlægni, ósérplægni
og drengskapar. Um hann vissu
Það allir, að enginn hlutur þokaði
honum af réttri braut, þeirri er
hann hugði landi og lýð til mestra
heilla horfa, hvorki gjöf né gjald,
vild né óvild valdhafa né það ann-
að, er oft glepur horska hali .
Hann átti tvent að vinna í senn,
er á leið stjórnarfrelsisleiðangur-
inn: að sækja vasklega bardagann
á hendur óvinaliðinu, og að blása
sínum mönnum í brjóst þvi áræði,
þeirri staðfestu og því þol-
gæði, er til þess þurfti að gefast
ekki upp. Hann var það, sem kom
þeim skildaga að, er uppgjöfiii var
ráðin, sú er af sér fæddi stjórnar-
skrána frá 1874, að hana skyldi
endurskoða á 4. þingi. Hann var
kominn undir græna torfu, er þar
að kom, enda varð þá lítið um
efndir. — —
Um Gizur biskup tsleifsson kvað
Haraldi konungi Sigurðssyni “sér
sýnast svo til, að hann mundi bezt
til fallinn að bera hvert tignarnafn,
er hann hlyti'. Það er kunnugt
um Jón Sigurðsson, að svo mikill
þjóðmálaskörungur sem hann var
og framkvæmdamaður,þá var hann
og einn með mestu vísindamönnum
vorum á öldinni sem leið. Honum
mundi og naumast hafa verið ella
ætlæð hvað eftir annað eitt helzta
vísindamannsembætti hér á landi.
Ilann vann nær eingöngu fyrir sér
með vísindastörfum sínum — vann
þar með Þeirri elju og þeim af-
burðum, að hann klauf fram úr því
að halda uppi fágætri risnu og
höfðingsskap, og að eignast hiö
stórfenglega safn merkilegra
handrita og fágætra prentaðra
bóka ('margraj, er landið eignaðist
eftir hans dag og við hann er kent.
Hvers vegna minnumst vér af-
reksmanna þjóðar vorrar, slíkra
sem J. S. var? •*»
Af þjóðarmetnaði gerum vér
það vitaskuld, — óaðfinnanlegum
metnaði yfir því, að þessi þjóð.eigi
meiri háttar, hefir alið slíkan
mann, er mundi hafa veriB kallað-
ur afreksmaður hvar sem var. Því
fylgir og sú von, að fleiri fæðist
oss slíkir.
Vér minnumst þeirra því næst
-akír fyrirmyndardæmis þess, er
þc:r veita oss við að keppa, eigi sízt
askulýðnum. Fátt mundi og gleðja
J. S. meira, ef upp mætti líta úr
gr f sinni á þessari stundu, en að
sjá hér hina fríðu fylkingu mann-
vænlegra ungmenna, Ungmennerfé-
lag höfuðstaðarins, undir hinum
•i;. ja, fagra og svipmikla, alíslenzka
þ jóðarfána vorum, þetta félag, sem
er einhver hinn ánægjulegasti og
vænlegafeti framtíðarvísir þessa
’ands, — hann, sem var æskunnar
atrúnaðargoð fram á elliár, liann,
sem um var kveðfð af stórskáldi
yont einu ('Stgr. ThJ.
Undir alhvítri skör ber þú æsk-
unnar fjör,
jafnvel ungum þú Hfs glæðir hyr,
og með afli og dug og með ást-
glöðum hug
Þú ert æskunnar hetja sem fyr.