Lögberg - 24.10.1907, Síða 6

Lögberg - 24.10.1907, Síða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. OKT^BER 1907 Jón leigöi sér léttvagn og ók með okkur til næstu járnbrautarstöðvar, Skilnaður þeirra hjóna var hinn innilegasti — þaö var engu líkara en hún hefði verið aö fara til Ástralíu í staS Somersetshire. Og þrátt fyrir þaS Þó eg lofaSist til aS láta hana ekkert skorta, var hann ekki í rónni fyr en hún tók meS sér svo miklar matarbirgSir aS Þær mundu hafa enzt henni alla leiS suSur til miSjarSarlíriu, ef hóglega hefSi veriS á haldiS. Vafalaust leit hann svo á, aS jafn- ungum manni og mér væri vart, trúandi fyrir kon- ‘Eg er alls ekki aS gera aS gamni mínu. Eg unni hans, því aS hann lagSi “kellu” sinni, svo nefndi hefi nú gert mér ferS tvö hundruS mílur eingöngu i | hann hana, ýms heilræSi og varaSi hana einkanlega þeim erindum, og nú Þarf eg aS fá ySur til aS fara; þó viS vasaþjófunum. Þó aS hún virtist láta sér fátt LÍFS EÐA LIÐINN EFTIR HUGH CONWAY. Tneö mér til baka á morgun.’: finnast um ráS hans, gat eg þó séS á henni aS henni Hún sá aS mér var alvara. Enginn vafi var á! þótti ferS Þessi hvorki lítilmótleg eða ábyrgSarlaus. því aS hún hafSi eigi vitaS til hvers eg hafSi komiö til , Er þaö heldur eigi óskiljanlegt meS Því aS þetta var slotsins. v*st * fyr^ta sinni, sem hún fór nokkuð burt úr bygö- “Eg mundi fara hvort heldur væri tvö hundruS arlaginu, þar sem hún hafSi dvalið allan sinn aldur. eSa tvö þúsund mílur, ef eg héldi aS frúnni yrSi þaS til einhvers góös. Mikil ágætiskona var þaS. Mér hlýnar ætíð um hjartaræturnar Þegar eg. hugsa til hennar.” “ÞaS er gott aS heyra. Þá verðið Þér aS búa yöur undir að leggja á stað í fyrramáliö svo snemma, I sem þér getiö. Eg get ekki sagt yður alt eins og þaS | hafs! la&t svo fyrir, aö herbergi væru til reiöu handa er, en eg held aS mér muni takast aS komast fyrir um svikabrögS Cheshams kafteins. Eg vona aö maöur yöar gefi þaö eftir aS Þér fariö,” sagöi eg og mintist þess Þá fyrst að hann var viöstaddur. “ÞaS gerir hann. Heyrðu, Jón minn. Eg ætla á staö í langferö með þessum herramanni á morgun. Eg kem aftur — hve nær get eg veriö komin heim aftur ?” “Eftir tvo eöa í mesta lagi þrjá daga.” væntanlegum gesti, ásamt öðrum þægindum. Gat Mrs. Payne hvílt sig eftir vild, og var hún óþreyttari eftir ferS þessa en hún hafSi búist við. ViS snæddum saman morgunverS daginn eftir og fórum síöan til dagstofu minnar. Hún hafði enn eigi spurt mig um hversvegna eg heföi beöiS hana aö koma. Hún var ein af þeim gæðamanneskjum, sem gera bænir manna án þess aö vita um orsakirnar til þeirra. Eg Iét hana setjast niður á stólinn móti “Látum svo vera, kelli mín,” sagði Jón. “Ef þú | glugganum. heldur, aö þaS sé rétt af þér að fara, þá er ÞaS rétt, segi eg.” Meö þessum hætti var feröin ráöin. MeS Því aS Estmere-slotiö lá fjarri öllum gisti- húsum, varð eg aS þiggja boö Mrs. Payne um aö vera Þar um nóttina. Mér geðjaðist ekki sem bezt að því aS dvelja undir Þaki Sir Laurence Estmere, en þegar á alt var litiö, var eg eiginlega ekki gestur Sir Laurence Estmere, heldur ráöskonunnar æru- verðu og manns heúnar, og Þau höfSu vitanlega full ráS á aö hýsa mig, og meö því friöaöi eg samvizku mína. Eg varöi all-löngum tíma til að ráfa um auðu salina í slotinu og skoða forfeður Valentínusar á ný, þá um kveldiö. Mér lá viö aö öfunda hann þegar eg bar saman ættir okkar. Ekkert myndasafn gjörfu- legra karlmanna og fagurhærðra kvenna var til í ætt minni, er eg gæti bent á og sagt: “þetta eru forfeöur mínir“. Um ætt móöur minnar vissi eg ekkert, en eg haföi ímyndað mér, og þaö fyrir löngu síöan, aö hún heföi veriö af mjög lágum sigum. Undarlegt var þaö samt, aö faðir minn mintist aldrei á ætt sína. En þrátt fyrir það þóttist eg viss um, aö hann væri af góðu bergi brotinn. BæSi framkoma hans öll og mentun, bar nægilega vitni um ÞaS, aS hann hlyti að vera af góöum ættum. En eigi aö síSur hófst saga ættar minnar meö honum, aS því er eg frekast vissi. Eg verö aö játa Þaö, aö eg óskaöi þess aö ætt mín væri önnur en hún var, þó eigi væri til annars en aö geta bent Claudínu á aö hún tæki aö þvi leyti ekki niöur fyrir sig, eg óskaSi þess, segi eg, þegar eg reikaöi fram með rööum þessara látnu og gröfnu Estmera, og eg ásetti mér þá, aS Þegar eg hitti fööur minn í næsta sinn, skyldi eg benda honum á, aS nú væri sá tími kominn, að eg heföi rétt til aö vita eitt- hvaö um ætt mína. Jafnframt var mér þaö samt ljóst, aS eg mundi enn einskis verða vísari, nema honum þóknaöist aö vilja fræöa mig um það. Þegar eg var búinn að skoSa forfeöur Valen- tínusar eins og mig lysti, þá fór eg út, og Mr. Payne, eöa réttara sagt, maöurinn hennar Mrs. Payne, meö mér. Gengum viö um garöana, sem nú voru í órækt, og eg hlýddi þá á langar sögur um hina fornu frægö og rikidæmi Estmereættarinnar. LeiSsögumaöur minn sagði mér nú aö eignirnar þær mundu gefa af sér um tuttugu þúsund pund á ári, að minsta kosti, og kvaöst hann hafa heyrt aö feiknamikið fé heföi hrúgast saman öll þessi ár, sem Sir Laurence hefSi veriö fjarverandi. Umboösmaöur hans og lögmaöur í Lundunum önnuSust Þaö alt saman. Þeir hlytu aS vita hvar hann væri. Þeir væru líka einu mennirnir, sem vissu það. ÞaS yrði mikill gleöidagur fyrir alt nágrennið, þegar Sir Laurence settist aS á slotinu og tæki upp rausn sína aftur. Ýmsa ríka menn kvað hann hafa langað til aö leigja það, en Sir Laurence mundi vera stærri upp á sig en svo, aö hann geröi þaö, þó aS hann vildi ekki búa Þar sjálfur. Sumar- bústaöinn í Dower heföi hann jafnvel aldrei leigt heldur. Enginn hefði búiö þar síðan frú Estmere fór þaðan, nema hirðingarmaöurinn. Morguninn eftir .lögSum viS Mrs. Payne á staö. i ‘Hafið þér skarpa sjón, Mrs. Payne?” spurSi eg. “Já, eg sé afbragðsvel. Enginn mér skyldur hefir nokkurn tíma gengið með gleraugu fyr en eftir sextugt.” “Þér eruð Iangt innan viö þann aldur. Jæja, mig langar Þá.til að biðja yöur aö hafa auga á hús- inu hérna á móti, og reyna aö ryfja upp fyrir yöur hvort Þér kannist nokkuö viS konuna, sem koma mun aö glugganum og horfa út um hann.” “Hefi eg séö hana áöur?” Það get eg ekki sagt yður, en mig langar til að komast aö því. Eg býst viö aö þér hafið ekki séö liana í tuttugu ár, eöa vel það.” “Tuttugu ár depra minni margra og flestir breyt ast töluvert á þeim tíma,” sagöi Mrs. Payne og stundi viö. ÞaS lítur ekki út fyrir að þér hafiö breyzt mik iS. Sveitafólkið heldur sér miklu betur en annaS fólk, eins og þér vitiö.” Mrs. Payne hló. Engin kona er svo gömul, aS hún vilji ekki Iáta hrósa sér. Hún fór aö horfa húsið hinu megin götunnar og beið þess aö Mrs. Mer- t°n léti sjá sig. Loksins virtist hún vera orSin Þreytt á aö horfa út um gluggann og fór aö líta í kring um sig 1 herberginu, og hleypti brúnum. “HvaS er aö?” spuröi eg. “Rykiö! Mér er ómögulegt aö sitja inni ryki. Eg er viss um að ráöskonan yöar er hreinasta ómynd.” “Þér getiö sagt henni þaö bráöum. GefiS gætur að húsinu hinu megin við götuna. Sjáiö þér til Þarna er hún.” Mrs. Merton var þá komin út aö glugganum og farin aS vökva blómin eins og hún var vön. Mrs. Payne horföi á hana lengi og alvarlega Hún stóð upp úr sæti sínu og færöi sig nær gluggan- um og lángaöi sjáanlega til aö horfa yfir gluggaskýl una. Eg aftraði henni frá því. “Látið ekki sjá yöur. Færiö yöur svo nærri glugganum, sem yður sýnist, en horfiö ekki yfir gluggaskýluna." Svo dró eg borðiö frá glugganum. Hún kraup niður og gægöist undir gluggaskýlnua. “Þekkið þér hana?” spurði eg meS ákefS. “Já, eg þekki hana. Eg man eftir þessu andliti, en eg get ekki komið því fyrir mig hvar eg sá hana, eða hvað hún heitir.” “ASgætiö hana betur!” Ég kraup niöur við hliöina á henni. | þeirri svip- an sneri Mrs. Merton sér við til aS tala viö einhvern inni í herberginu, svo aö hún sneri hliðinni aö okkur. “Ójá,” sagði Mrs. Payne og létti viö. “Nú Þekki eg hana. Herra minn trúr! en hvað manneskj- an getur breyzt á tuttugu árum. Ekki var mót von þó eg þekti hana ekki.” “Hver er hún? H’aupið ekki á ySur. SegiS mér það ekki nema þér séuö öldungis vissar. ÞaS getur staöið á miklu, stór-miklu.” “Eg er nú ekki framar í neinum efa,” sagöi hún og færði sig frá glugganum eins og hún væri búin aö sjá alt þaö sem hún þyrfti. “Eg skil ekki i hvaða glópska var í mér.” “Jæja, hver er hún þá?” “Mary Williams, fyrrverandi herbergisþerna frú Estmere.” Lestin gaf snögg brautfararmerki og þaut svo á stað suður á bóginn með okkur. ÞaS var orSiö fram- orðið um kveldið, þegar við komum til Surbury. ins \ arla hefði eg getað ákveöið Þann tíma haganlegri. Nú var mér hægt að koma Mrs. Payne heim í hús /nitt án þess að nágrannarnir yrðu varir viö. Eg XXII. KAPITULI. Nú fór að versna. Það, aö Mrs. Merton var sama manneskjan og Mary Williams fyrverandi her- bergisþerna frú Estmere einmitt þegar ósamlyndiS kom upp, sýndi Ijóslega aö eg var á réttri leiS. Spurn- ingin var aö eins um það hvernig ætti aS rekja svika- vefinn. HiS fyrsta, sem gera Þuríti, var aS losna viö Mrs. Payne. Ef Mrs. Merton sæi hana voru allar líkur til að hún þekti hana, og grunur sá, sem vaknaSi hjá henni, yrði mér til tjóns. Þessvegna hélt eg Mrs. Payne heima hjá mér þaö, sem eftir var dags- Eg býst ekki við, að henni hafi þótt vistin svo sérlega leiðinleg, því að hún varði mestum tímanum til þess, aö ganga um húsiS og benda ráðskonunni á hirðuleysi hennar og óþrifnað í ýmsum greinum. Vafalaust hefir hún tekið býsna hart á henni, því aö þegar Mrs. Payne hafði snúið við henni bakinu, lét hún mig vita, aö ef þessi kona ætti að verða ráðs- kona hér, þá væri mér bezt aS svipast um eftir annari vinnukonu. Eg býst viö aS hin skjóta burtför Mrs. Payne hafi samt friSað ráöskonuna svo aö hún erföi þetta ekki, því aö aldrei ympraði hún á því að skilja við mig eftir þetta, en eigi að síður datt mér Mrs. Payne oft í hug síöar, þegar rykmökkur rauk upp, ef eg hreyfði við einhverjum hlut inni. Morguninn æftir sendi eg Mrs. Payne aftur á stað til Jóns hennar meö fyrstu lest. Eg bauð að þægja henni fyrir fyrirhöfnina, en hún vildi ekki heyra það nefnt. Hún sagöi aS þaö yröi gleðidagur fyrir sig, ef einhvern tíma kynni að vilja svo til, aö hún heföi getaö gert gömlu frúnni og Valentínusi greiða. Eg útvegaSi henni fylgdarmann, sem lofaöi að sjá um aö hún fengi keyrslu frá Bristol og norö- ur, og mér þykir vænt um aö geta þess, aö henni gekk feröin aö óskum. Nú víkur sögunni aftur til Mrs. Merton. Hvern- ig átti eg aö geta fengiö nokkra játningu af henni? Átti eg að reyna að neySa hana til sagna, veiSa upp úr henni hið sanna eöa múta henni til aö segja mér þaö. Eg hvarflaði frá mútu-aSferöinni, því að jafn- an loðir eitthvað óhreint viS slík fjárútlát. Hvernig svo sem óvinum Sir Laurencc heföi tekist aS villa honum sjónir, þá var sjálfsagt aö sjá um aö rýra á engan hátt vitnisburö þess, er játaöi þaö. Þrjár aöferSir var um aS gera—aS hræöa kon- una, aö skírskota til mannúðar hennar, ef hún var nokkur, og aS slá á strengi ástar hennar. Eg féll frá hinu síðasttalda, því aö slíkt átti eigi viö nema sem örþrifaráS. En áöur en eg gæti valiö um hitt tvent, varð eg aS kynnast eitthvað lundarfari Mrs. Merton. Eg varö aö komast í góðan kunningsskap viö hana. Eg revndi þá fyrst til aö kynnast drengnum hennar, sem gekk á skóla. Sjaldan er erfitt aS kom- ast í kunningsskap við slíka pilta. ViS fórum aö tala saman um “cricket”. HvaS þaö væri dýrBlegur leik- ur. Fórum í knattleik. Svo bauð eg honum aö skoöa bækurnar mínar og ýmislegt fleira. Þetta nægöi til þess aö viö yröum mestu mátar. Hann var vel gefinn og efnilegur drengur. Jafn- röskur til lærdóms sem kappleika. Mér geðjaöist vel aö kunningsskap hans, og þó aö hann hefði verið allra mesti deyfingi, þá heföi eg samt leitað eftir að kynnast honum, til aS geta leyst hlutverk mitt af hendi. Enn sem komiS var hafSi eg engan annan hag af kumringsskapnum, en þann, að eg gat leyft mer aS kinka kolli til Mrs. Merton, og Þegar eg mætti henni og dótfiur hennar þóttist eg geta séö aö þær vildu gjarnan tala eitthvað við mig. Dag einn að morgni mætti eg Charley Merton á götu. Hann var þá stúrinn og daufur í bragSi, svo aö eg spuröi hann hvaö aö honum gengi. “Mamma var aö sneypa mig. Hún sagöi aö eg ætti aö halda áfram aS lesa latínu og grísku, í skóla- fríinu. Hún ætlar aö átvega mér kennara.” “Það er rétt: af h«nni. Þú ættir ekki að vera stúrinn af því.” “Eg veit aö eg ætti ekki að vera þaö,” sagði drengurinn bljúgur. “En þaö er svo dauðans IeiSin- legt, að Þurfa “aö sveitast inni viö lestur“ í svona góöu veöri” Eg brosti, þegar eg mintist skólapilta-ummæl- anna gömlu, “aö sveitast við lesturinn”,—“Mömmu þína langar náttúrlega til aö þér gangi vel í skólan- um,” sagöi eg. Drengurinn roSnaöi: "Sannleikurinn er sá, Mr. Norris,” sagöi hann, “aö viS erum svo fátæk, aö fái eg ekki verðlaunastyrk,. þá-segir mamma aö eg verSi að fara aS gegna störfum vikadrengja eöa einhverju þess háttar.” Mér flaug strax ráö í hug. Nú sá eg færi á aö vingast við andbýliskonu mína. “Vildir þ'ú fá mig fyrir kennara, Charley.” spurði eg. “YSur, Mr. Norris? Þér eruð háttvirtur maö- ur.” “ViljiS þiS þá ekki háttvirtan mann?” “Jú,” stamaði drengurinn, “en viö verSum aö velja einhvern fátækling fyrir kennara, mann, sem gerir sig ánægöan meö lítiö kaup.” “Eg er ekkert að tala um kaupið. Eg skal minn- ast á þetta viö móður Þína. Komdu nú meS mér.” Pilturinn fór á undan feiminn og kvíöafullur. Hann vísaði mér inn í dagstofuna og fór svo aS kalla á móður sína. Hún kom eftir litla stund, og bauS mér góöan dag, heldur þurlega þó. “Eg Þykist viss um að sonur yöar hefir sagt yö- ur í hvaöa erindum eg er kominn,’ ’sagSi eg. “Eitthvað var hann að segja mér, en eg skildi hann varla.” “Eg heyri sagt, aS ySur vanti kennara handa honum. Eg er kominn til að bjóöa tilsögn mína.” ÞaS kom hik á hana. “Þér eruö ókunnugur hér,” sagði hún. “Já, eg er ókunnugur yður, en ekki latínu og grísku.” Eg tók fremur gott próf í þeim málum viö Oxfordskóla. Eg er fullkomlega fær um aS kenna ungum piltum þær námsgreinir.” “En eg get ekki borgað nema sárlítiö kenslu- kaup.” “ÞaS gerir ekkert til, Mrs. Merton. Kaupiö verður okkur ekki að ágreiningsefni. Mér er farið aö Þykja vænt um piltinn, og ef þér eruö ekki beinlín- is mótfallnar því aS eg kenni honum, þá lít eg svo á, sem þetta sé ráðiö.” Hún haföi þá engin fleiri orð, nema hvaS hún þakkaði mér eitthvaS fyrir, og morguninn eftir fór eg yfir götuna til að fara aö segja nýja lærisveinin- um til. Eftir að svo langt var komiö, leiS ekki á löngu þar til eg gat kynst Mrs. Merton betur. Og þegar vikan var á enda sat eg þar heilt kveld og mörg fleiri síöar. En hvað var þá aS segja um andbýliskonu mína? Vitanlega var hún engin hefðarkona, enda þótt hún hefði lært það að geta komiö heldur Vel fyrir. Margt mátti finna að konu þessari. Og eg held ekki hafi veriö hægt að hrósa henni fyrir neitt, nema þaö, hve vænt henni þótti um börnin sín. Hvernig svo sem lífi hennar haföi verið háttaö eftir aö hún fór frá frú Estmere, þá var vist um það, aö Það haföi snúist ttm þessi börn hennar. Og ÞaS var eingöngu vegna þess, aS eg hrósaði gáfum drengsins hennar, —• og þ’að geröi eg í fullri alvöru—, að hún fór aö gefa sig nokkuð að mér. Eftir því, sem eg komst næst, þá var kona þessi hégómagjörn og lundleið ffianneskja, síkviöandi fyrir því, aö uppskátt yfði, hve iíía ættuö hún væri. Hvort að hún hafi sagt þ'aÖ satt, aö hún hafi gifst, um það skal eg ekkert segja, og hefi aldrei reynt aS komast eftir því, og langaöi heldúf ekkert til þess. Hún -virtist fremur forvitin aö fá a'S vita eitthvað um hagi mína, og vegna Þess aö eg þtírfti þar engu aö leyna, sagöi eg henni satt og rétt frá því hvaöan eg kæmi og sömuleiöis ÞaS lítið, sem eg vissi um ætt mína. Mér þótti gaman aö því, sá þaö á ýmsum smáatriSum, aS þessa haföi hún spurt vegna þess, að henni haföi flogiö i hug,—en það var alls ekkert ónáttúrlegt,—aö fegurö dóttur hennar heföi hrifið mig svo að eg sæktist eftir kunningsskap viö hana. Stúlkan var Iagleg, tildurslaus og mannvænleg. Hún söng og lék íaglega á hljóöfæri, en eg stóöst alÞ an yndisleik hennar, og Mrs. Merton hlýtur aö hafa fullvissast um þaö fnjög skjótt, aö heintsóknimar voru ekki af þeim rótum runnar. Þá hygg eg, aö henni hafi ekki þótt ósennilegt, aö eg kæmi sjálfrar hennar vegna. Nóg átti gamla herbergisþernan eftir af hégóffiagirni og ástleitni til þess. Reyndar var hún e'kkí mjög gömul, og enn Ieyndu sér ekki menjar um fornan fríöleik, er hún haföi haft til aö bera. En eg hygg aö sú ætlun henn- ar hafi veriö skammvinn og hún hafi aö lokum hall- ast aö því, aö það væri eingöngu vegna velvildar á Charley, aö eg kæmi í húsiö. Nýir kaupendur Lögbergs, sem borga $2.00 fyrir- fram, fá blaöiö frá þessum tíma til 1. Janúar 1909 og tvær af sögum þeim, sem auglýstar eru hér aö neðan: SáSmennirnir, HöfuSglæpurinn, Hefndin, Rudloff greifi, Svikamylnan, Gulleyjan, RániS, Páll sjóræningi, Denver og Helga, Lifs eöa liðinn, þegar hún kemur út.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.