Lögberg - 02.07.1908, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.07.1908, Blaðsíða 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGIN-N 2. JÚLÍ 1908. RUPERT HENTZAU ÍNTHONY HOPE. »M»M»I"M-M-M-M-M-M-M-M-M-M-M-M-H-I “Vertu tilbúinn þegar eg hringi,” sagöi Rúdolf. Svo sneri hann sér að mér og spuröi: “Líður þér betur, Fritz ” “Eg get hlustað á þaö, sem þú hefir að segja,” sagði eg. “Eg sé hvað þeir ætla sér,” sagði. hann. “Annar hvor þeirra, Rúpert eða Rischenheim, munu reyna að koma bréfinu tii konungs.” Eg spratt á fætur. “Það má þeim ekki takas.t,” sagði eg, og hné aft- ur niður í stólinn, því að mér fanst eins og glóandi eldskörungur hefði verið rekinn í höfuðið á mér. “Þú ert nú líka fremur liklegur til að koma í veg fyrir það, gamli kunningi,” sagði Rúdolf bros- andi og tók um hönd mína; svo hélt hann áfram og sagði: “Þeir trúa nú ekki póstinum, vertu viss. Annar hvor þeirra fer sjálfur. Hvor heldur þú?” Han nstóð fyrir framan mig og hugsaði af kappi. Eg vissi það ekki, en eg bjóít við að Rischen- heim færi. Það var svo mikil áhætta fyrir Rúpert að fara inn í konungsríkið, og hann vissi gerla að erfitt mundi að fá konunginn til að veita honum viðtöku, jafnvel iþó erindið væri mikifvægt,. sem hann teldist hafa að flytja. Hins vegar var ekkert misjafnt kunn- ugt orðið um Rischenheim, og tignarstaða hans mundi veita honum, og meira að segja heimila hon- um viðtalsleyfi við konung undandráttarlaust. Fyrir því taldi eg það sjálfsagt, að Rischenheim mundi fara tneð bréfið, eða fregnina um það, ef Rúpert vildi ekki skilja það við sig. “Eða eftirrit af því,” sagði Rúdolf. “Þeir verða komnir á stað, Rischenheim eða Rúpert á morgun, eða jafnvel kannske í. kveld.” Eg reynd'i til að rísa upp aftur, því að mér var afarhughaldið að koma í veg fyrir þessar hættulegu/ afleiðingar af heimsku minni. Rúdolf ýtti mér aftur niður í stólinn og sagði: “Nei, nei!” Því næst sett- ist hann niður við borðið og tók upp símskeyta eyðu- blöðin. X“Hafið þið Sapt ekki komið ykkur saman um dulletur?” spurði hann. “Jú. Skrifa þú skeytið; eg skal dulletra það.” “Eg hefi skrifað þetta: “Skjölin töpuð. Láttu engan sjá hann, ef mögulegt er.” Mér er ekki um að tala ljósara. Þú veizt, að hægt er að lesa flest dullet- ur.” “Ekki okkar,” sagði eg. “Jæja, en dugir þetta?” spurði Rúdolf brosandi. “Já, eg held að hann skilji þetta.’ ’ Svo dulritaði eg skeytið, og það var rétt svo að eg gat haldið á pennanum. Hann hringdi svo bjöllunni, og James kom inn undir eins. “Farðu með þetta,” sagði Rúdolf. “Skrifstofunum er lokað, herra.” “James, James.” “Jæja, herra minn, en það gengur heil klukku- stund í að fá einhverja þeirra opnaða.” “Eg ska! gefa þér hálfa klukkustund til þess. HefirðU peninga?” “Já, herra.” ^ “En nú er bezt fyrir þig að fara að hátta,” sagði Rúdolf og sneri sér að mér. Eg veit varla hverju eg svaraði, þvi að mér lá við að líða þá aftur í ómegin og eg man það að eins, að Rúdblf bar mig-, í rúm sitt. Eg sofnaði, en eg held að hann hafi jafnvel ekki lagt sig fyrir í legubekkinn,* því tvisvar sinnum þegar eg rumskaðist heyrði eg að hann var að ganga um gólf. En þegar leið undir morguninn sofnaði eg fast, og vissi þá ekki hvað hann hafðist að. Klukkan átta kom James inn og vakti mig. Hann sagði að læknirinn kæmi til gisti- hússins eftir hálfa klukkirstund, en nú Iangaði Mr. Rassendyll að tala við mig fáein orð, ef eg treysti mér til þess. Eg 'bað James að kalla strax á húsbónda sinn. Það varð að sitja við það, hvort eg treysti mér tiJ þess eða ekki. Rúdolf kom rólegur og stillilegur. Hættan og erfiðfeikarnir verkuðu á hann eins og gott vín á gaml- an drykkjumann. Þá naut hann sin. Hæfilegleikar hans komu þá bezt í Ijós, og afskiftaleysið, er ein- kendi hann annars, hvarf þá. En í dag þá varð eg var við annað meira; mér verður helzt að nefna það eins konar geislaibjarma. Eg hefi séð hann svífa um andlit tingra ásthrifinna yngisstveina, þegar stúlkurn- ar, sem þeir unÉiui, komu inn um dyrnar á danssaln- um, og eg hefi lika séð þetta geislablik, þó daufara hafi verið," í augum ungra stúlkna, þegar piltar, er mér virtust reyndar ekkert nema rótt í meðallagi, buðu þeim í dans. Þæssi undarlegi bjarmi hvíldi yfir andliti Rúdolfs þar sem hann stóð hjá mér við rúm- stokkinn. Eg þori að segja, að eitfihvað þvílíkt hefir mátt sjá á svip mínum, þegar eg var að biðla til kon- unnar minnar. “Fritz, gamli vinur minn,” sagði hann, “það er komið svar frá Sapt. Eg þori að segja, að símrit- arar hafa orðið fyrir óþægindum í Zenda, eins og hér í Vintenberg þegar Jarnes fór að láta opna. Og eg skal segja þér nokkuð. Rischenheim hafði beðið konunginn um viðtalsleyfi áður en hann fór frá Streslau.” *• Eg reis upp á olnboga í rúminu. “Skilur þú ?” mælti hann ennfremur. “Hann fór á mánudag. I dag er miðvikudagur. Konung- urinn hefir veitt houum viðtalsleyfi kl. 4 á föstudag. Sérðu tíl—” “Já, þeir hafa búlst við heppilegum úrslitum,” hrópaði eg, “og Rischenheim tekið við bréfinui!” “Eftirriti af því, ef eg þekki Rúpert Hentzau rétt. Já, þetta var klóklega að farið. Þeir sáu um, að allir léttivagnar væru leigðirl Hvað eru ‘ þeir langt á undan nú?” Eg vissi það ekki, en eg efaðist ekki um það frekar en Rúdolf, að vagnaskorturinn var af þeirra völdum. “Jæja,” mælti hann ennfremur, “eg ætla nú að síma Sapt um að tefja fyrir Rischenheim í tólf klukku stundir, ef hann getur; hepnist það ekki, þá að ko na konunginum burt frá Zenda.” “En RÍ6chenIieim hlýtur að fá viðtalsleyfið fyr eða síðar,” sagði eg andmælandi. “Fyr eða.síðar — það gerir allan muninn!” hróp- aði Rúdolf Rassendyll. Hann settist á rúmstokkinn hjá mér, og sagði skýrt og snjalt: “Þú ^etur ekki hreyft þig héðan í einn eða tvo daga. Sendu Sapt kveðju mína. Biddui hann að láta þig vita um alt, sem gerist. Strax og þú ert orðinn feröafær þá farðu til Streslau, og láttu Sapt vita greinilega um hvenær þú kemur . Við þurfum á hjálp þinni að halda.” “En hvað ætlar Þú að gera?” spurði eg og ein- blíndi á hann. Hann horfði á mig stundarkorn, og eg sa á svip- breytingunsni á andliti hans, að gagnólíkar tilfinning- ar skiítust á í huga hans. Eg sá þar votta fyrir fastri ákvörðun, mótþróa, fyrirlitning á hættu; sömu- leiðis kæti og ánægju; og loks sá eg bregða fyrir sama bjarmanum, sem eg mintist á fyr. Ilann Irafði verið að reykja vindling. Nú fleygði hann endanum af honum inn í oíninn og reis upp af rúmstoklcnum. “Eg ætla að fara til Zenda,” sagði hann. “Til Zenda!” hrópaði eg forviða. “Já,” svaraði Rúdolf. “Já, eg ætla til Zenda, Fritz vinur. Eg segi þér það satt að eg bjóst Við, að að því kæmi. Nú hefir það ræzt.” “En hvað ætlarðu að gera Þangað?’ ’ “Eg ætla að ná í Rischenheim áður en hann kemst þangað, eða vera þar rétt á hælunum á honum. Ef hann verður fyrri ,Þá hugsa eg að Sapt tefji fyrir honum þangað til eg kem. Og ef eg kemst þangað, skal hann aldrei sjá konunginn. Betur að eg að eins lcæmist þangað í tæka tið. En heyrðu! Hefi eg breyzt frá því, sem eg var áður? Get eg ekki enn leikið konunginn? Ja, ef eg kem í tæka tíð, þá skal Rischenheim fá að tala við konunginn í Zenda, og konungurinn mun taka honum mjög feginsamlega, 0g veita bréfinu viðtöku! Já, Risohenheim skal fá að tala við Rúdolf konung i kastalanum í Zenda; það skal ekki bregðast.” Hann stóð þarna hjá mér og starði á mig til að vita hvernig mér geðjaðist að fyrirwtlun sinni; en eg var svo forviða á því, hve ofdirfskufuill hún var, að eg lá kyr og Þagði. Ákafinn, sem komið hafði í Rúdolf, hvarf jafn- skjótt og hann hafði komið í hann; hann var aftur orðinn sami, rólegi, athuguli, óhlutsami ðnglending- urinn, þegar hann kveikti í nwsta 'vindlingi og tók aftur til máls og sagði: ,“Þú sérð ,að þeir fylgjast báðir að málum, Rúp- ert og Rischenheim. Næstu tvo daga getur þú ekk- ert hreyft Þig héðan; það er öldungis vist. En tveir okkar manna verða þá að vera í Rúritaníu. Rischen- heim1 á víst að leita hófanna fyrst; en ef honnm mis- hepnast, þá mun Rúpert leggja sig í hvaða hættu sem er til að ná fundi konungsins. Ef honum tekst að fá að tala við konunginn i fimm mínútur, þá er óham- ingjan vis. En til að looma i veg fyrir þetta, þá verð- ur Sapt að tefja fyrir Rúpert meðan eg á við Risch- enheim. Undir eins og þú getur hreyft þig, þá skaltu fara til Streslau og láta Sapt vita um komu þína. “En ef að > ú sæist, ef að þú skyldir þekkjast?” “Það er betra að eg sjáist, en bréfið drotningar- innar,” svaraði hann. Því næst tók hann um hand- legginn á mér og sagði með Jiægð: “Ef bréfið’ skyldi komast í hendur konungsins, þá er eg sá eini, sem gef gert Það, sem gera þarf.” Eg vissi ekki hvað hann átti við; vera má að hann mundi hafa tekið drotninguna brott með sér heldur en láta hana vera kyrra ,eftir að bréfið var orðið heyrinkunnugt; en hægt var og að leggja ann- an skilning í þetta, sem eg, tryggur þjónn konungs- ins, þorði ekki að spyrja um. En eg svaraði þessu engu, því að hvað sem öðru leið var eg öllu öðru fremur þjónn drotningarinnar. Samt sem áður á eg J>ágt með að trúa því„ að hann hafi ætlað sér að vinna konunginum nokkurt mein. “Vertu hughraustur, Fritz, og ekki svona daufur í bragði,” mælti hann; “þetta er ekki annað eins stór- mál og hitt, sera við réðum farsællega til lykta.” En eg býst við að litið hafi létt yfir mér, því að hann hélt áfram og sagði óþolinmóðlega. “Jæja, eg 'fer, hvað 'sem öðru líður. Geturðu imyndað þér, maður, að eg sitji hér kyrr, meðan verið er að koma þessu bréfi í hendur konungsins ?” Eg gat auðveldlega getið því nærri, hvernig hon- um var innanbrjósts, 0g eg vissi að hann mat lífið lít- ils á borð við það, ef opinbert yrði um bréf Flavíu drotningar. Eg hætti þvi að telja harrn af að fara. Þegar eg félst á tilmæli hans glaðnaði strax yfir hon- um og hann fór að tala í fáum og Ijósum orðum um öll aukaatriði þessarar fyrirætlunar. “Eg ætla að skilja James eftir hjá þér,” sagði Rúdolf. “Hann getur orðið þér mjög þarfur, eg þú mátt full-treysta honum. Þú skalt fel-a honum að fara mieð öll þau síkeyti, sem þú Þorir ekki að eiga undir neinuim öðrum. Hann mun koma þeim til skila. Hann er lika góð skytta. Eg skal líta aftur inn til þín áður en eg fer,” sagði hann og stóð á fætur um leið, “og vita hvað ’æknirinn sfegir um Þig.” Eg lá þarna og fyltist kvíða yfir háskanum og áhættunum ægilegu, eins og mönnum er títt, sem sjúk- ir eru á sálu og líkama. Hjá mér gat nú ekki vaknað sú von, er dirfslcan blæs hraustum manni og með full- um sönsum í brjóst. Eg þorði ekki að treysta álykt- unum þeirn, sem Rúdolf hafði dregið af símiskeyti Sapts, og fanst að þær mundu bygðar á helzt til veik- um grundvelli. En þar skjátlaðist mér, og mér þykir vænt um að geta nú látið hann njóta þeirrar skarp- skygni sinnar. Rúdolf hafði getið rétt til um fyrsta þátt fyrirætlana Rúperts. Meðan eg lá þarna hafði Rischenheim lagt á stað til Zenda, og hafði meðferðis eftirrit af bréfi drotningarinnar og ætlaði að nota sér viðtalsleyfið við konung til að koma því á framfæri. Að þessu Ieyti höfðum við getið rétt til; en að því er annað snerti vorum við i óvissu, því að við gátum alls ekki gizkað á hvar Rúpert mundi bíða úrslita þessa tiltækis, eða tii hverra ráða hann mundi grípa, ef þetta miisJiepnaðist. En þó að eg hefði enga hug- mynd um fyrirætlanir hans eftirleiðis, þá hafði eg rent grun í hvað hann hafði síðast haft fyrir stafni, og reynd varð síðar á því, að eg hafði getið mér rétt til um það. Bauer var verkfæri hans. Pikar þeir sem vagnana leigðu á járnbrautarstöðinni höfðu ver- ið keyptir til þess fyrir fáeina skildinga hver, og hald- ið að það væri að eins saklauis hrekkur. Rúpert hafði farið nærri um það, að eg mundi hinkra við eftir þjóni rmnum og farangri og fyrir þá sök missa af vögnunum sem eftir voru. En þó að mér hefði tekist að ná í einhvern vagn, átti að ráðast á mig eigi að síð- ur, þó að það yrði þá vitanJega erfiðara. Siðast er þess að geta — en það fekk eg ekki að vita fyr en löngu seinna — að grípa átti til annara ráða, ef mér tækist að sleppa úr greipum þeirra með sendinguna, og skila henni af mér. Þá ætlaði Rúpert að snúa sér beint að Rúdolf. Rúpert gerði ráð fyrir, að ástin yrði hygninni yfitsterkari og Mr. Rassendyll mundi ekki eyðileggja bréfið frá drotningunni, og hafði hann því gert ráðstafanir til að veita Rassendyll eftirför, þangað til að færi gæfist á að ræna frá honum bréf- inú. Tii að koma þessari fyrirætlun fram, sem mér er nú kunnugt um, þurfti á dirfskufulJri ráðkænsku að halda. Rúpert sjálfur lagði á ráðin, en féð átti hann að þakka frænda sínum og undirtyllu, Luzau- Risöhenheim greifa1. Eg varð að hætta að hugsa um þetta, því að nú kom læknirinn. Hann bretti brýr og blés mæðilega yfir mér, en spurði mig alls ekkert um það hvemig eg hefði orðið fyrir þessu sJysi og furðaði mig mfkið á Þvi. Hann fór þess ekki heldur á Ieit að lögreglunni væri tilkynt þetta, en fyrir því hafði eg kviðiö. Þ’vert á rnóti skildi eg það á honum einu sinni eða tvisvar, að mér væri óhætt að treysta því að hann ætlaði ekki að flrka því neitt, að þetta slys hefði komið fyrir mig. “Þér getið ekki hugsað til að hreyfa yður neitt næstu tvo daga,” sagði hann, “en þá vonast eg til að Þér veröið orðinn svo frískur, að þér getið komist á stað héðan.” Eg þakkaði honum; hann lofaði að Kta inn til mín ClfS A YEC6I. Þetta á að minna yður á að gipsið sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstegundir vorar eru þessar: „Empire“ viðar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgerðar gips „Gold Dust“ íullgerðar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris „Ever Readý“ gips Skrifið eftir bók sem segir hvað fólk, sem fylgist með tímanum, er að gera. Manitoba Gypsum Go„ Ltd. SkRIFSTOFA OG 9IYLNA WINNIPEG, MAN. aftur; eg fór þá að minnast eitthvað á borgun við hann. , ; “Þakka yður fyrir. Eg hefi fengið greitt fyrir ómak mitt. Vinur yðar, herra Schmitih, hefir séð um það. Við erum líka góðkunningjar.” Hann var nauimast horfinn út úr dyrunum þégar “vinur minn, herra Schmith“, öðru nafni Rúdolf Rassendyll, kom inn. Hann brosti þfegar eg sagði honum hve læknirixm hefði verið óhlutsamur. “En gáðu að því,” svaraði Rúdolf, “að hann heldur að þú hafir verið hlutsamur i meira lagi. Eg neyddist til, Fritz minn góður, að varpa ofurlitlum skugga á mannorð þitt. En þetta gerir þó lítiö til á við það, að konan þín hefði komist að þvi. “En hefðum við ekki getað látið taka bófana fasta ?” i “Og Rúpert með bréfið á sér? Þú ert býsna lasinn, kunningi.” Eg hió að sjálfum mér, og fyrirgaf Rúdolf Þenna hrekk, þó að mér sýndist að haUn hefði getað sagt þessa ástargyðju, sem hann bjó til handa mér, vera e.itthvað af skárra tagi en bakaralconu. Þjað kost- aði hann ekkert meira, þó að hann hefði látið hana vera greifafrú, og eg hefði vaxið í augum læknisina við það. En Rúdolf hafði sagt, að bakarinn hefði barið mig á höfuðið með kökukefli sínu, og annað veit læknirinn ekki alt til þessa dags. “Jæja, eg fer þá,” sagði Rúdolf. “En hvert ?” “Til sömu stöðvanna, sem tveir vinir mínir kvöddu mig á einu sinni áður fyrri. En hvert held- urðu, Fritz, að Rúpert hafi farið?” “Eg vildi að eg vissi það.” “Eg þori að, segja, að hann er ekki langt undan.” “Ertu vopnaður?” “Með sexhleypui. Jú, með' hníf lika, ef þig lang- ar til að vita um það, en eg gríp ekki til hans, nema barist verði við mig með því vopni. Þú Iætur Sapt vita hvenær þú kemur.” “Já; eg kem strax og eg get staðið.” “Það þurftirðu ekki að segja mér, gamli vinur.” “Hvaða leið ætlarðu frá járnbrautarstöðinni ?” “Gegnum skóginn til Zenda,” svaraði hann. ”Eg ætla að verða kominn á stöðina kl. níu annað lcveld, á fimtudaginn. Eg verð þvi kominn í tæka tíð, ef Rischenhéim fær ekki fyr viðtalsleyfið en ákveðið var.” ! 1 [ “Hvemig ætlarðu að ná í Sapt?” “Um það hugsa eg ekki óðar en á dettur.” “Guð fylgi þér, Rúdolf.” Svo varð ofúrlítil þögn og við tókumst í hendur. í>á kom bliðlegi glampinn aftur í augu hans. Hann brosti þegar hann tók eftir því hve fast eg horfði á hann. ! f “Eg hélt, að eg mundi aldrei fá að sjá hana aft- ur,” sagði hann. “Nú býst eg við að það verði, Fritz. Það er vert að stofna sér í dálitla hættu fyrir það að fá að eiga við þrælmennið og sjá hana aftur.” “Hvemig býstu við að sjá hana?” Rúdolf hló og eg hló líka. Hann greip aftur um hönd mína. Eg held að hann ha'fi langað til að blása mér í brjóst gleði þeirri og góðum vonum, sem fyltu hug hans. En það tókst honum ekki. f brjósti hans hreyfðu sér tilfinningar, sem eg varð allis ekíd var við —það var sterk þrá, og eftirvæntingin eða vonin um uppfyllingu hennar gerði það að verkum, að hann leit smáum augum á hættuna og örvænting kom h’onum alls ekki í hug. Hann sá að eg hafði orðið var við þetta1 og lesið i Huga hans. EINKUM.búnar til fyrir bæadur og griparæktarmenn. Búnar til úr undnum gormvír Nr. 9, vel galvan- séraðar og auðvelt að setja þær upp út á víðavangi með eins mörgum vírum og þurfa þykir. Engir gaddar, sem geta meitt góða gripijog þurfa ekki stöðugra viðgerða með. Kostar ekkert meira en jafnmargirjþættir af gaddavír, og endast fjórum sinnum lengur. "TSiffiBI (■ Nánari upplýsingar gefnar og verðlisti með myndum og sýnishorn af girðingunum sent ef nm er beðið. -wjvíriokavor. ’ ÓSKAÐ EFTIR ÁREIÐANLEGUM UMBOÐSMÖNNUM. The Great West Wire Fence Co., Ltd., 78 Lomb^dst: Winnipeg, Man. REIÐHJOL Fred Slxaw „PERFECT“ og „IMPERIAL“ 311 Donald St. Eru bezt. Vér höfum líka mikið af brúkuöum reiðhjdium. Á móti Dominion Auto Co. Viðgerðum sérstakur gaumur gefinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.