Lögberg - 06.08.1908, Page 6

Lögberg - 06.08.1908, Page 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. ÁGÚST 1908. 41 I M 1 ■ ■ M' ■ I■ RUPERT HENTZAU xrriR INTHONY HOPE. »H I I I H I I-l-H-H iÞaö var oröiö nokkuö íramoröiö um morguninn og áhættan aí dvöl Rúdolfs í kastalanum for nú vax- andi á hverju augnabliki. Samt hafði hann fast- ráöiö aö hitta drotninguna áöur en hann færi. En á M voru ekki svo miklar bægöir vegna þess, aö drotningin var vön aö fara til herbergja borgarstjór- ans til að spyrja hann ráöa um ýmislegt. Mestur vandinn var á jþví aö koma Mr. R,assendyll á brott eftir á svo aö ekki yröi vart við. En til að gera hægra fyrir um það, haföi borgarstjórinn skipað svo fyrir, aö hermannaflokkurinn, sem til varnar var haföur í kastalarnum, skyldi halda heræfingar kl. t um daginn í skemtigarðinum, og aö öllum (þjónum i kastalanum skyldi veitt leyfi til aö fara út í garðinn eftir miödegisverð og horfa á æfingarnar. Á þenna bátt bjóst hann við aö koma í veg fyrir þaö, aö for- vitnir náungar fengju séö ferö Rúdolfs til skógarins. Þeir mæltu sér mót á hentugum og afskektum staö. Þaö uröu þ.eir aö eiga á hættu, aö Rúdolf tækist aö sleppa viö það aö hitta nokkurn meöan hann biöi. Mr. Rassendyll þóttist fyrir sitt leyti viss um aö geta dul- ist, eöa ef til þess kæmi að einhver yröi hans var, þá aö hylja andlit sitt svo aö engar fregnir færu aö ber- ast um þaö til kastalans eöa borgarinnar, aö konung- urinn heföi sézt einn á gangi og skegglaus í skogin- um. Meöan Sapt var aö gera ráðstafanir sínar fór drotningin inn í herbergiö. sem Rúdolf Rassendyll var í. Rlukkan var þá rétt að segja tólf, og Bernen- stein var lagöur á staö fyrir hálfri klukkustund. Sapt hafði fylgt henni til dyranna, sett vörö viö endann á ganginum og lagt ríkt á við hann aö sjá tim aö drotn- ingunni yröi ekki gert ónæöi, og sagöi henni í heyr- anda hljóöi, aö hann skyldi koma svo fljótt aftur, sem hann gæti, og lokaöi dyrunum á eftir henni. Bor^- arstjóranum var það vel ljóst, aö iþegar, um leyndar- mál var aö ræða, þá hefir iþaö mikiö aö segja í því sambandi aö láta tað óhikaö uppi, sem opinskátt ma veröa. Ekki veit eg um þaö, sem þeim fór á milli, drotn- ingunni og Rúdolf, annaö en þaö, sem Flavía drotn- ing sagði mér sjálf, eöa ölki. heldur Helgu, konu minni. Drotningin haföi ætlast svo til, að eg engi að heyra þaö, þó aö hún gæti ekki komið sér aö því aö segja mér það sjálf, af því aö eg var karlmaöur. Mr. Rassendyll hafði þá fyrst sagt henni frá fyrir- ætlunum þ,eim, sem gerðar höfðu veriö, og þó að hún skelfdist af hættunni,' sem hann hlaut aö stofna sér í, |>egar hann hitti Rúpert Hentzau, 'þá bar hún svo mikið og innilegt traust til hans, að hún efaðist ekki um að hann bæri hærri hlut. Aftur á móti fór hún að ásaka sig fyrir að hafa skrifað bréfiö og stofnaö honum í þessa hættu fyrir þá sök. Þá tók hann upp úr vasa sínum eftirritið af bréfinu, sem Rischenheim haföi komiö meö. Hann haföi fengið færi á aö lesa þaö, og nú kyssti hann á bréfiö aö henni sjáandi. “Ef eg ætti jafnmörg líf og oröin eru i þessu bréfi, drotning mín,” mælti hann blíðlega, “þá mundi eg láta líf fyrir hvert orö í því.” “En nú áttu aö eins eitt líf til, Rúdolf, og eg tel mér það jafnvel meir en þér. Kom þér til hugar, aö viö mundum nokkurn tíma sjást aftur?” “Eg veit varla,” sagði hann; þ;au stóöu iþá and- spænis hvort ööru. “En eg vissi þaö,” sagöi hún og glampi kom i augun. “Eg var þess alt af fullvis, aö viö mundum sjást einu sinni aftur. Eg haföi enga hugmynd um hvar eða hvenær, en eg vissi aö eins að þaö mundi verða. Þess vegna gat eg lifað, Rúdolf.” “Guð blessi þig!” sagði hann. “Já, eg gat lifað, þ,rátt fyrir alt.” Hann þrýsti aö hönd hennar og þagöi, því að hann. vissi, við hvað hún átti. “Skyldi það verða svona alla tíö?” spurði hún alt í einu og tók þétt um hrmd hans. Litlu stöar tók hún aftur til máls og sagði: “Nei, nei, eg má ekki gera þig óthamingjusamsyi, Rúdolf. Mér þykir hálft í hvoru vænf um brýfið, og eins það að þeir stálu því. Það er svo ánægjulegt að vita þig vera aö berjast fyrir mig—, í þetta sinn fyrir mig eingöngu — Rúdolf — ékki fyrir konunginn, heldur fyrir mig!” “Já, vist er þpð ánægjulegt, frú mín. sem mér er kærust allra. Vertu óhrædd. Eg mun sigra.” “Já, eg veit að þú sigrar. Og þá ætlarðu vist ’burt ?” Hún kysti á hönd hans og huldi andlitið í hönd- um sér. , “Eg má ekki kyssa þig á andlitið,” sagöi hann, “en 'hendur Jijnar má eg kyssa,” og það geröi hann, meðan hún hélt þeim fyrir andlitirnu. “Þu berð hringinn minn,” sagði hún lágt. “Berðu hann alt af?” S„-.paum faðilþárt, fer.hþað anu zuðg-ö‘d ? í z Já, auðvitaö, svaraöi liann urKlrandi yfir spurningunni. “Og berðu engan — annan ?’’ “Hvernig spyröu, drotning?” s-agöi hann og h!ó ' aftur. “Nei, eg vissi það reyndar, Rúdolf, eg vissi það Teyndar,” mœlti hún og rétti honum um leið báðar hendurnar, til að biðja hann fyrirgefningar. Svo fór hún aö tala rólega og sagöi: “Eg skal segja þér eitt, Rúdolf. Mig dreymdi draum í nótt. Hann var urn þig, og mig dreymdi undarlega. Mér fanst eg vera í Streslau ogþar voru allir >að tala um konunginn. Og menn áttu viö þig; þú varst konungurinn. Loksins varst þú oröinn konungur og eg drotning þín. En eg gat ekki séö þig nerna mjög óljóst; þú varst ein- hversstaöar, en eg vissi ekki hvar, eg sá aö eins fram- an í þig annað slagið. Svo var farið að segja þér, að þújærir konungurinn — og þaö gerðu jafnvel þeir Sapt ofursti og Fritz; lýðurinn geröi það líka. Hann kallaði upp og sagði þig vera konunginn. Hvernig stóö á þessu? En þegar eg sá framan í þig, komu engin svipbrigði á þigj þú varst mjög fölur, og virt- ist ekki iheyra Það, sem þeir vonu aö segja, og jafnvel ekki til min heldun. Það leit helzt út fyrir að þú værir andaður, en sarnt varstu konungur. Æ! þú mátt ekki deyja, jafnvel ekki til a.ö veröa konungur,” sagöi hún og lagði höndina á öxl honum. “Elskan mín,” sagöi hann blíðlega, “í draumum blandast saman eftirlangan og ótti, ^vo .aö úr verða furðulegar sýnir. Þess vegna virtist þér eg vera bæöi konungur og dauður maöur. En eins og þú veizt er eg enginn konungur, og eg er maöur stálhraustur. En samt þakka eg drotningunni minni elskulegu fyrir •aö hafa dreymt um mig.” ‘En Ihvað helduröu annars að þetta boði?” spurði hún aftur. “Hvaö heldurðu aö þaö boði, að mig dreymir þig alt af, annað en það, að eg ann þér alla tíö?” “Helduröu að þetta boöi þ^ ekkert annað?” spuröi hún og var enn efablandin. Hvað þeim fór svo frekar á milli veit eg ekki. Eg ímynda mér aö drotningin liafi sagt konu minni fleira, en konur leyna stundum leyndarmálum annara kvenna jafnvel fyrir mönnum sínum; þó að þeim þyki vænt um okkur, þá erum viö ætíð aö vissu leyti sá sameiginlegi óvinur, er þær fylkja sér í móti. Jæja, eg ætla ekki að fara lengra út í þessa sálma, því aö eg býst viö aö vitneskjan veröi til álasts, og hver er svo sýkn saka; að hann mundi ekki kjósa að vera látinn umtalslaus þegar svo á stendur? En ekkert þaö gat gerst, er miklum tíðindum sætti, því að rétt um það aö þau hættu að tala um drauminn kom Sapt ofursti, og lét þess getiö að her- mennirnir væru búnir að skipa sér í raðir, og að alt kvenfólk væri streymt burt til að horfa á þá, en karl- mennirnir ekki mátt annað en fylgja kvenfólkiniv eft- ir, því aö þeir ótuðust aö þeim kynni annars að verða gleymt fyrir allri einkennisbúninga-dýrðinni úi í skemtigaröinum. Og víst var um það, að mikil kyrð var komin yfir gamla kastalann, og þögnina rauf ekk- ert annaö en hörkulegi rómurinn hans Sapts, er hann skipaði Rúdolf að fylgja sér aö húsabaki til hesthús- anna og .stíga þar á bak hesti sínum. “Nú má engum tíma eyöa,“ sagði Sapt, og hann leit svo önuglega til drotningarinnar, aö svo virtist senv hann ætlaði engan kost aö veita henni á því aö segja nokkurt orö frekar viö manninn, sem hún unni. En Rúdolf var ekki á því aö hraöa sér á brott frá henni þá strax. Hann klappaði á öxlina á borg- arstjóranum hlæjandi og baö hann aö hugsa um hvað sem honum þóknaðist svo sem andartak; því næst sneri hann aftur til drotningarinnar, og hefði sjálf- sagt fallið á kné fyrir henni, ef hún heföi leyft honum það. En þaö vildi hún ekki, svo aö þau stóðu þarna hvort hjá öðru og héldust í hendur um stund. Loks hallaði hún sér að honum, kysti hann á ennið og sagði: “Guö fylgi 1 ér, Rúdolf, hugrakki riddarinn minn.” Svo sneri hún sér frá honum, og leyfði honum aö fara. Hann gekk til dyranna, en þá heyrðist fóta- tak svo aö hann nam staöar, og beiö inni í herberginu, og hafði augun á huröinni. Gamli Sapt saaraðist til dyranna, og hafði dregiö sverð sitt til hálfs úr sliðr- um. Þaö var gengíð eftir ganginum og nurnið staðar við dyrnar þarna. ‘*Er það konungurinn.” “Eg veit |>að ekki," sagöi Sapt. “Nei, þaö er ekki konungurinn,” sagði Flavía drotning hiklaust. Þau biðu. Svo var drepið laust á*dyr. Þau biðu enn stundarkorn. Þá var barið aftur og fastar. “Viö megum til aö oppa,” sagöi Sapt. “Hlauptu bak við gluggatjöldin, Rúdolf.” Drotningin settist niður og Sapt fleygði til henn- ar stórri *hrúgu af skjölum, svo að sýnast mætti aö þau hefðu verið að tata um einhver starfsmál. En meða.n hann var að þessu var kallaö harkalega en á- kaft, og í Hálfum hljóöum: “Fljótt! Fljótt! í guös nafni!” / Þau þektu rödd Bernensteins. Drotningin spratt upp, Rúdolf kom gt undan gluggafjöldunum og Sapt sneri lyklinum í skránni. Liösforinginn kom inn meö hraða. Hann var fölur og stóð nærri á öndinni. “Hvaö er aö frétta?” spurði Sapt. “Er hann sloppinn?” spuröi Rúdolf, því aö hann 1 gat sér strax til um aö Það slys ylli því aö Bernen- stein var kominn aftur. • “Já, liann er sloppinn. Rétt þegar viö vorum komnir út úr bænum og vegurinn lá beinn fyrir okkur til Tarlenheim, sagði hann: ‘Eigum viö aö ríöa þessa förukerlingarleiö alla l^iöina?’ Eg ihaföi ekkert áj móti því að fara dálítið hraöara, svo aö viö fórum að j láta klárana brokka. Tá, eg var ljóti bjálfinn!” “Gerir ekkert til — hvernig fór svo?” “Eg var að lmgsa um hann og hlutverk mitt, og að hafa byssuna á reiðum höndum til aö skjóta bann, og—” “Alt annað en hestinn þinn?” tautaði Sapt gamli ygldur á svipinn. “Já; klárinn rak i tána og datt, og eg hentist fram á makkann á honum. Eg hrifsaöi aftur fyrir mig til að rétta mig við aftur. og misti þá niöur skamrmbyssuna.“ “Og sá hann þaö ?” “Já, fjandinn hafi hann, liann sá það og hægöi ferðina ofurlítiö; svo brosti hann, sneri viö, rak spor- taumunum og strauk ensrð t,í urlítið himuyia .rttno ana í síðurnar á hesti sínum og þeysti á stað í harða spretti í áttina til Streslau. Eg stök kaf baki undir eins og skaut á eftir homum þrem skotum.” “Og hittuð þér?” spurði Rúdolf. “Já, eg held það. Hann hafði handaskifti á taumunum, og strauk handlegginn. Eg stökk á bak og reið eftir honum, en hestur hans var betri en minn, svo aö sumdur dró meö okkur. Menn fóru nú aö veröa á vegi okkar, svo að eg þorði ekki aö skjóta aftur. Eg lét hanm því eiga sig og reið hingaö til að láta ykkur vita um málalokin. Eg ætla aö biöja þig, borgarstjóri að skipa mér aldrei nokkurt verk framar,” s*agöi ungi maðurinn stúrinn mjög á svipinn, og hann gleymdi því að drotningin var viðstödd og fleygði sér niður á stól. Sapt skeytti ekkert um samvizkuibit Bernensteins. En Rúdolf gekk til hans, lagði höndina á öxl honum og mælti: “Þetta* var slysni ein. Yður er hér ekki um neitt að kenna.” I því stóð drotningin upp og gekk til þeirra. Bernenstein spratt á fætur. “Herra minn,’ mælti hún, “þaö er ekki verkhepn- in heldur viðleitnin, sem þakklæti á skiliö; um leið og hún sagöi þetta rétti hún honum böndina. Hann var ungur að aldri, og ekki dettur mér í hug að litilsvirða hann þó að grátstafur kæmi í kverk- ar honum, er hann svaraði drotningunni, og sagði innilega: “Reynið mig á eimhverju öðru.” “Mr. Rassendyll,” tók drotningin til máls, “mér þætti vænt um ef þú fælir þessum unga manni einhver verk að vinna í mína þjónustu. Eg er komin í stór- skukl við hann og hefi ekkert á móti því *aö hækka hana.” Svo varð stumdarþögn. “Jæj.a, hvað á nú aö gera?” spurði Sapt ofursti. “Hann er víst kominn til Streslau. “Getur veriö og ekki.” “öll likindi eru á að hann hafi farið þangað.” “Viö verðum að gera ráð fyrir hvorutveggja.” Þeir litu hvor framan í annan, Sapt og Rúdolf. “Verður þú að vera hér?” spurði Rúdolf borgar- stjórarjn. “Eg ætTa að fara til Streslau.” Svo brosti hann, leit til lífvarðarforingjans og sagöi: “Það er að scgja, ef Bernenstein vill lána mér eitthvað á höf- uðið.” Drotningin fagði ekkert til rnála, en hún gekk til hans og lagði höndina á öxl honum. Hann leit til hennar, hélt áfram að brosa og sagði: S “Já, eg ætla að fara til Streslau, já, og eg ætla að hitta Rúpert, og Rischenheim lika, ef þeir eru í borg- inni.” “Hafið mig með yður,” hrópaði Bernenstein með ákefð. Rúdolf leit til Sapts. Hann hristi höfuðið. Brenenstein hrygðist við. “Það er ekki svo að skilja, að við treystum þér ekki,” sagöi Sapt önuglega. “Þín þarf meö hér. Setjum svo að Rúpert og Rischenheim kæmu hingað.” Engum haíði komiö þetta í hug áöur, en það var engan veginn ólíklegt. “En þú verður hér, börgarstjóri,” mælti Bernen- stein, “og Fritz von Tarlenheim kemur hingaö að klukkustund liðinni.” “En þú mátt vita, drengur minn,” svaraði Sapt og kinkaði kolli, “að mér dettur ekki annað í hug, en að hafa tmann til vara, þegar eg á í 'höggi við Rúpert Hentzau,” og svo hló hann kuldahlátur og lét sér á sama standa hvað Bernenstein kynni að hugsa um hugrekki hams. “Farðu nú og útvegaðu honum eitt- hvað á höfuöið,” mælti hann enn fremur og lifvarðar- foringinn hljóp á stað að boði hans. F,n þá tók drottiingin til mál^ og sagöi: “Ætlið þér að semcla Rúdólf einan — aleinan á móti tveimur?” 1 “Já, frú mín, ef eg á að ráða atlögunni,” svaraði Sapt. “Eg býst viö aö hann sé maður fyrir því.” Hann átti ekki hægt með að þekkja til fullnustu tilfinningan þær, sem henni bjuggu í brjósti. Hún tók höfidum fyrir andlitið og sneri sér biðjandi til Rúdölf Rassendyll. “Eg verð að fara,” sagði hann blíðlega. “Við getum ekki mist Bernensteim, og eg má ekki vera hér.” Hún sagði þá ekki tmeira. Rúdolf gekk yfir til Sapts. , “Fylgdu mér út í hesthúsið. Hafiö Iþið góðan hest handa mér? Eg þori ekki aö fara með lestinni. Gott, þarna kemur lífvarðarforinginn með hatt handa mér.” “Þú kemst þangað á hestinum í kveld,” sagði Sapt. “Komdtt nú. Bernenstein, þú lítur eftir drotn- ingunni.” Rúdolf nam staðar í dyrunum og leit um öxl til Flavíu drotnnigar, er stóö grafkyr eins og líkneski og horföi á eftir honum. Svo hélt Rúdolf áfram á eftir borgarstjóranum, er fylgdi honum (þangaö sem hest- urinn var. Ráðstafanir Sapts um þaö aö dylja brott- för Rúdolfs tókust vel, og enginn varö var um þegar hann sté á hest sinn. “Hatturinn er mér ekki sem mátulegastur,” sagöi Rúdolf. ____ “Þér mundi falla betur kórónan. Er ekki svo?” mælti ofurstinn. Rúdolf fór aö *hlæja og spuröi: “Hvað ætlarðu mér að gera?” “Ríddu yfir fyrir sýkið og á veginn, sem liggur I að baki kastalanum; haltu áfram eftir honum gegn I um skóginn til Hofbau. Þaðan rataröu. Þú ættir 6IPS A TEG6I. Þetta á aö minna yöur á aö gipsið sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstegundir vorar eru þessar: „Empire“ viöar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgerðar gips „Gold Dust“ fullgerðar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris „Ever Ready“ gips Skrifið eftir bók sem segii hvað fólk, sem fylgist með tímanum, er að gera. Manitoba Gypsum Co., Ltd. SkKIFSTOFA 06 JIVLXA WINNIPEG, MAN. ekki aö koma til Streslau fyr en dimt er orðiö. Og ef þig vantar fylgsni—” “Þá get eg íarið til Tarlenheims, ójá! Þaöan ætla eg beint til Holfs.” “Já. Og—Rúdolf!” “Já.” “Láttu nú skríðai til skarar með ykkur.” “Já, þaö veit hamingjan. En ef hann skyldi nú vera farinn til skothússins? Hann hefir fariö þang- aö nema Rischenheim hafi komiö í veg fyrir þaö.” “Eg verö þar, ef svo yröi. En eg ímynda mér, aö Rischenheim komi í veg fyrir aö hann fari.” “En ©f hann skyldi koma hingaö ?” “Rernenstein lætur fyr lífiö, en aö hann láti hann ná fundi konungsins.” “Sapt.” “Já.” “Vertu henni góöur.” “Já, vitanlega verð eg það, maður.” “Vertu sæll.“ “Og farnist þér vel.” Að svo mæltu hleypti Rúdolf á staö yfir akveg- inn, sem lá frá hesthúsinu, beygöi fyrir sýkiö og stefndi til skógarins á bak viö það; að fimm mínútum liðnum var hann kominn inn í skuggann af trjánum, og hélt votigóður áfram ferðinni án þess að aðrir yröu á vegi hans en einstöku bændamenn meö akneyti viö jarðyrkju, og sintu þeir því engu, þó að maöur hleypti fram hjá þeim, öðru en þvi, að óska að þeir mættu þeysa svo fljótt yfir foldina í stað þess aö vera fastir við vinnu sína. Þannig hélt Rúdolf áfram gegn um Zenda-skóginn áleiðis til Sterslau. En á undan hon- um svo sem einni klukkustund fyr hafði Luzau Risch- enheim greifi farið þessa leið, hryggur og reiður og brennandi áf hefndarlöngun. x . Stríöið var hafið. Hvernig skyldi því ljúka? THE ,RED GROSS' SANITARY CLOSET. Notað á þessum alþýðuskólum hér vestra; Neepawa, Killarney, Melita, Wolseley, McGregor og í hundruðum öðrum opinberum byggingum og á heimilum. Hið eina ágæta salerni þar sem ekki er vatnsleiðsla. Einföld efnablöndun eyðir öllum saur. Fást einnig með skáplagi og má þá taka hylkið undan. Skrifið eftir upplýsingum. Skólagögn. Vér getum lagt tíl alt sem þarf til skóla. Sýningin okkar á Louisiana Purchase Exposi- tion í St. Louis, hlaut aöal verölaunin. Þaö helzta er vér sýndum á sýningu þessari var: HNATTBRÉF, BLAKKBORÐ, JARÐFRÆÐISAHÖLD, S^ROKLEÐUR, LANDABRÉF, TEIKMKRÍT, SJÓKORT, GLUGGATJÖLd SKÓLAPAPPÍR, PENNAR, BLEK, BLEKBITTUR og BLEKDŒLUR. Áöur en þér kaupið annarstaöar sendið eftir veröskrá, ókeypis, og biðjið um sýnishorn af því sem þér viljið kaupa. Rel Cms, S Applfanee Co. Cor. I'IIIXCESS and IdlERMOT AVE, WINNIPEG, - IVIAN. Við þurfum góða umboðsmenn. EINKUM jbúnar til fyrir bændur og griparæktarmenn. Búnar til úr undnum gormvír Nr. 9, vel galvá^- séraðar og auðvelt að setja þær upp út á víðavangi með eins mörgum vírum og þurfa þykir. Engir gaddar, sem geta meitt góða gripi ’og þurfa ekki stöðugra viðgerða með. Kostar ekkert meira en jafnmargir þættir af gaddavír, og endast fjórum sinnum lengur. Náúari upplýsingar gefnar og verðlisti með myndum og sýnishorn af girðingunum sent ef um er beðið. •ú«'Víriokavor. ÓSKAÐ EFTIR ÁREIÐANLEGUM UMBOÐS.MÖNNUM. The Great West Wire Fence Co., Ltd., ?e Lombardst. Winnipeg, Man. REIÐHJOL Preci Sliaw „PERFECT“ og „IMPERIAL" Eru bezt. Vér höfum líka mikið af brúkuðum reiðhjólum. Viðgerðum sérstakur gaumur gefinn. 311 DozmldL St, k móti Dominion Auto Co.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.