Lögberg - 17.09.1908, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.09.1908, Blaðsíða 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1908. RUPERT HENTZAU irriR INTHONY. HOPE. ■H-H-H-H 11111 Ii,I"I-H"H-H-I-H' •H-t"W-H-W-H Hún fylgdi honum inn í búningsherbergiS þar sem föt voru til handa honum. Þar næst leit hún eftir, aö kveldveröurinn væri fram reiddur, skipaöi ráðsmanninum að hafa til svefnherbergi handa gest- inum, og sagSi honum aS hún hefSi alvarlegt mál aS ræSa viS baróninn, og ráösmaSurinn þyrfti ekki aS bíSa eftir sér lengur en ÞangaS til klukkan ellefu. Svo sendi hún hann burtu og lét Rassendyll vita, aS honum væri óhætt aS koma fram í salinn og setjast aS snæSingi. Hann kom þá fram og hrósaSi henni fyrir kjarkinn og fyrirhyggjuna. Og eg leyfi mér aS halda því fram, aS hún hafi átt þaS skiliS. Hann hraSaSi sér aS borSa. Svo fór hann aS reykja og jþau ræddust viS. Klukkan varö ellefu. Enn var of snemt fyrir hann aS fara. Kona mín opnaSi dyrnar og leit út. FbrdyriS var lokað, og dimt í því. Ráös- maSurinn hafSi lyklana. Hún lét aftur hurSina á salnum og tvílæsti henni hljóSlega. Þegar klukkan sló tólf stóS Rúdolf upp og depraSi ljósiS á lampan- um. Svo opnaSi hann gluggahlerana hljóSlega, dró upp gluggann og leit út. “LokiS þeim 'aftur, þegar eg er farinn,” hvíslaði hann. “Ef eg kem aftur, þá ætla eg aS berja, svona, og þá opniS þér fyrir mér.” “Farið varlega, í guSs bænum,” sagöi hún lágt og greip um hönd hans. Hann kinkaSi kolli til samþykkiis, sté meS annan fótinn út yfir gluggakarminn og sat þar ofurlitla stund hlustandi. Það var sama hvassviSriS og eng- inn maður sást á götunni. Hann rendi sér svo niSur á gangstéttina og hafði byrgt fyrir andlit sér eins og áöur. Hún horfði á eftir honum þar sem hann fór hár og tignarlegur á velli, þangaS til bugSa kom á strætiS og hann hvarf henni sjónum. Því næst rendi hún niSur glugganum, lagSi hlerana fyrir aftur og settist nibur og fór aS biðja fyrir honum, fyrir mér og fyrir vinkonu sinni, drotningunni. Henni duldist þaö sem sé ekki, aö þaö var veriS að vinna hættuverk iþá um nóttina, og henni var þaS huliS hver eða hverj- ir mundu hættast komast eSa tortímast. Frá því að Mr. Rassendyll fór frá heimli mínu um miSnætti til að leita Rúperts Hentzau, skapaðist nýtt atriði á hverri klukkustund og jafnvel á hverju augnabliki í sorgarleik þeim, er gerði út um þetta stórmál okkar. Þaö er nú búiS aS skýra frá því, hvaS viS höfðumst aS; Rúpert sjálfur var nú á leiS til borgarinnar aftur, og drotningin var þreyjulaus og svefnlaus að ráöa það viö sig aS fara til Streslau. 'Þó aS Þögul nóttin grúfði yfir, þá var veriS að nota tímann. Því aö þó Rúdolf færi hyggilega aS og gætti allrar varkárni. þá hafSi hann viS andstæSing aS eiga, er ekkert færi lét ónotaS sér í hag, og sá and- stæSingur haföi náö í hagkvæmt og gagnlegt verk- færi þar sem Bauer var, en Bauer var eitthvert þaö lævísasta þrælmenni, sem eg hefi nokkurn tíma þekt. Og aSal yfirsjón okkar þegar frá upphafi var i því fólgin ihve lítiö viö skeyttum um aö vara okkur á þessum manni, enda varS okkur þaS gáleysi dýrkeypt að lokum. Bæði Rúdolf og konu minni haföi sýnst strætið alveg mannlaust þegar hann fór út. Samt hafði bæSi veriö tekiS eftir komu lians og eins þegar hann fór og gluggahlerunum var lokaö á eftir honurn. ViS báða enda á húsi mínu voru útbyggingar; það er veggbogi á gestasalnum og annar stærri á borðsalnum. Vegg- bogar þessir mynda skugga ööru megin við sig, og í öSrum skugganum þar, — eg veit ekki viS hvorn hús- endaain—leyndist maður og hafSi gát á öllu alt kveld- iö. Hvar annars staðar sem hann heföi veriS mundi Rúdolf haföi orðiö hans var. Ef viS hefSum ekki ver- iö svo önnum kafnir viS Þau verk, sem voru okkur á höndum, þá heföi okkur sjálfsagt dottiS í hug aö Rúpert mtmdi hafa skipaö Rischenheim eSa Bauer aö hafa auga á heimili mínu meðan hann var burtu; því þangaS var auðvitaö aö hver okkar sem væri mundi ieita, ef hann kæmi til_borgarinnar. Og Rúpert hafði okki gleymt þessu. Það var svo dimt aö njósnarinn, «r séö hafði konunginn einu sinni, en Mr. Rassendyll aldrei, -þekti ekki gestinn. En hann hugsaöi með sér. aS hann mundi gera lánardrotni sínum þægt verk meö því að njósna ttm ferðir Þessa hávaxna manns, er kom dularbúinn og fór burt svo óvænt og laumulega. Þess vegna kom stuttur maSur og samán rekinn út úr skugganum, þegar Rúdolf hvarf fyrir götuhornið og Helga hafði lokað hlerunum, og lagði á stað út í myrkriS og illviðrið á eftir Rúdolf Rassendyll. Þessir tveir, sá sem eltur var og sá sem elti. mættu engum nema lögregiuiþjónum hingað og þangað, er littt til þeirra heldur óvinsamlega. En þeir lögregluþjónar voru fáir, þ-ví að flestir þeirra höfðtt heldur kosið að standa í skjóTi undir einhverjtim ltúsveggnum til að reyna að hafa einhversstaSar þurran þráð á sér, en aS Iíta eftir vegfarendum. Og þeir héldu áfram þessir tveir, Nú sneri Rúdolf inn í Konungsstræti. Þá um leið hraðaði Bauer sér á eftir honum svo að ekki urðu á milli þeirra nema svo sem sjötiu skerf. Áöttr hafði hann veriö um hundrað skref á eftir. Hann ímyndaði sér aö þaS mundi vera nægilega langt millihil, um hánótt í öörti eins veðri, þegar vindurinn og regndunttrnar hjálpuðust að, til að dylja ganghljóö ntanns á stræt- unum. En Bauer haföi reiknaö þar á mælikvarSa bæjar- tpanna, en Rúdolf Rassendyll hafði þá næmu heyrn, sem er einkenni þeirra manna, er aldir eru upp til sveita og hafa reynt heyrn sína í skógum úti. Alt í einu hnykti hann höföinu tif ofurlítiö. Eg kannas.t eirtkar vel viS þá hreyfingu, þegar eitthvaS nýtt vakti atihygli ltans. Hann hvorki natn staöar eða liægði á sér, því ef hann hefði gert ÞaS, mundi grunur hafa vaknaö hjá þeim sem elti hann. En hann sneri yfir götuna og upp á gangstéttina sem fjær var húsinu, er ^trætistalan 19 var á. Um leið hægði hann ofurlítiö á sér. Maöurinn sem á eftir honum kom hægði strax á sér lika. Ganghljóö hans heyrSist engu gleggra. Hann vildi ekki ganga fram á þann sem á undan var. En, sá maöur sem er á sveimi á götum úti að nætur- lagi í ööru eins veðri, af Því aö maSur, sem á undan honum gengur, er nógu vitlaus til að vera þá úti, hlýt- ur að hafa einhverja aðra ástæðu til þess en þá eina. Það rann Rúdolf Rassendyll í hug og hann hugsaöi sér aS komast aö því hver sú ástæða væri. Þá kom honum nýtt í hug, og hann gleymdi var- kárni þeirri, er hann hafði áSur sýnt, og nam staöar á steinstéttinni, hugsandi af kappi. Var þaS Rúpert sjálfur þessi maöur, sem var að elta hann? Eíkt var það Rúpert aS elta hann, líkt var það honum að hefja atlögu meö þessum hætti, líkt var þaö Rúp- ert að vera þess jafnbúinn .að ganga framan aö manni og veita tilræöi með dirfskufullu áhlaupi, og laumast aft'an aS manni og skjóta mann niSingslega. Honum mundi alveg standa á sama hvora aöferðina hann veldi. Hann mundi kjósa þá sem hentari væri í þaS sinn. Mr. Rassendyll æskti einskis frelíar en aS fá aö eiga viS mótstöðumann sinn þarna úti. Þar gátu þeir barist svikalaust , og ef hann félli vissi hann aö Smpt eða eg mundum halda uppi merkinu í aSalstríö- inu, sem nú stóö yfir. Ef hann yrði hlutskarpari þarna myndi hann ná í bréfiö. BréfiS mátti þá eyði- leggja á svipstundu, og þá var drotningin leyst úr öUum vanda. Eg býst ekki viS að hann hafi variS neinum tíma í aS leggja það niður fyrir sér, hvernig hann ætti að sleppa við að verða settur í varðhald, því að lögreglan mundi sennilega veröa vör viS þenna bardaga. Ef hann hefir gert það, þá er liklegt aö hann hafi helzt ætlað að losna úr klípunni með því aS lýsa hreinskilnislega yfir því hver hann væri, hiæja aö þiví hve þá mundi furða á, hvaS líkur hann var konunginum, og treysta á að við mundum bjarga sér undan hegningu laganna. ■ En hvaö var um alt þetta að fást, ef að eins yröi tími til að eyölleggja bréfiö? Að minsta kosti sneri hann nú alveg við og gekk á móti Bauer. Hann hafSi aöra hendina í vasanum. á skammbyssunni. Bauer sá hann koma, og hlýtur að hafa vitaS að grunur var á sig kominn og aS eftir sér hefði verið tekið. Þessi slungni refur skaut höfðinú aftur á bak og tók á rás qír&m eftir strætinu, blístr- andi á hlaupunum. Rúdolf nam á staöar á miöri göt- unni og fór aö furða sig á hver Þessi maöur væri. Hann var í efa um hvort þetta væri Rúpert, og hann vildi eigi láta þekkja sig, eða ÞaS væri einn manna hans, eða það kynni aS vera eftir alt saman einhver saklaus maður, sem ekkert vissi um leyntarmál okk- ar og hirti ekkert um þau. Bauer færöist nær, blístr- aði lágt og sletti löppunum hæverskulaust ofan í for- ina. Nú var hann kominn rétt aS segja á móts viö Mr. Rassendyll. Rúdolf þóttist nú viss um, að mað- urinn hefði verið aS v,eita sér eftirför, en hann vildi þó fá frekari vissu um það. Hann hafði ætíð miklar mætur og ánægju af öllu því, er reyndi á dirfsku og áræði. ÞaS átti hann sammerkt viö Rúpert Hentzau, og einmitt af því ímynda eg mér aö sprottin hafi ver- ið sú virðing, sem hann hafði á mótstöðumanni sín- um. Hann gekk nú skyndilega í veg fyrir Bauer og ávarpaði hann i þeim rómi, sem honum var eiginleg- ur og um leiS svifti hann skýlunni alveg frá andliti sínu. “Þú ert býsna seint á ferli, piltur minn, i öðru eins veSri og nú er í nótt.” Þó aö Bauer kæmi þetta ávarp á óvænt, tapaöi liann sér samt ekki. Mér er ókunnugt um hvort liann þekti Rúdolf strax, en eg ímynda mér aS hann hafi samt grunað hvers kyns var. “Þeir sem húsviltir eru, og hvergi eiga höfSi sínu að aS halla verða að gera sér aS góðu að hafast við úti, seint og snemma, herra 'minn,” svaraöi hann, nam staðar í forinni og leit upp meS sama góðlátlega, bjálfalega augnaráðinu, er hann hafði leikiö á mig með. Eg hafði lýst honurn mjög vandlega fyrir Mr. Rassendyll. Ef Bauer vissi eða gat sér til hver sá var er til hans tala«i, þá var Mr. Rassendyll í engum efa um við hvern liann átti. * “Húsviltur! Átt hvergi höföi þánu að að halla!” hrópaSi Rúdolf í meðaumkvunarrómi. “Hvernig stendur á því?” En hvað sem því líSur, þá forði hamingjan þér, og hverjum öðrum sem er, frá aö hafast við á strætum úti í öðru eins veöri og nú er. Komdu, eg skal lána þér rúm. Komdu meö mér, ;g skal lána þér húsaskjól, piltur minn.” Bauer hrök aftur á bak. Honum kom á óvænt þessi greiðvikni, og auöséð var á augnaráöi hans, er hann-skimaði eftir strætinu til beggja hliöa, að hann langáði til að flýja. En Rassendyll gaf honum ekk- ert tóm til að láta verSa af því. Með kænlegri láta- lætis-góðvild smeygöi hann vinstri handleggnum utan um hægri handlegg Bauers og sagöi: “Eg er maður vel kristinn, og rúmi skaltu fá í mótt. eins og eg er lifandi, piltur minn. komdu með mér. ÞaS er ekki gerandi að standa lengi í sömu sporum í þessu hundaveðri.” Það var bannað í Streslau að bera vopn á sér. Bauer langaði ekkert til að lenda i klafrnar á lögregl- unni og þar að auki hafði hann ekki ætlaö .sér annaS en aS njósna í Þetta skifti. Hann var því vopnlaus og eins og barn í höndunum á RúdoR. Hann hafði ekkert undanfæri annaS, en aö láta Mr. Rassendyll leiða sig og þeir héldu því báöir áfram eftir Kon- ungsstræti. Bauer haföi hætt að blistra og byrjaöi ekki á þvi aftur. En Rúdolf raulaði öðru hvoru gamanvisur og “sló taktinn” með fingrunum á hand- leggnum á Bauer. Þeir beygSu svo alt i einu þvert yfir strætiS. Auðséö var á því hve Bauer varö þá tregur í spori að honum þótti ekkert vænt um þann krók. En hann gat enga mótstööu veitt. “Þú mátt til meS aö fylgjast meS mér, piltur minn,” sagöi Rúdalf hughreystandi, og gat ekki var- ist brosi þegar hann leit framan í félaga sinn. Þeir héldu áfram. Brátt komu þeir á móts viS smáhusin hjá járnbrautarstööinni við endann á Kon- ungsstræti. Rúdolf fór að veita búðunum þar ná- kvæma eftirtekt. “ÞaS er skrambi skuggsýnt,” sagði hann. “Held- urðu að Þú getir komið auga á nr. nitján fyrir mig, piltur minn?” í því aS hann sagði þetta glæddist brosið á and- liti hans. Örin hafSi hitt. Bauer var sniðugur þorp- ari, en nú misti hann taumhald á tilfinningum sínum; handleggurinn a honum skalf og nötraöi í höndunum á Mr. Rassendyll. “Nítján, herra minn?” tautaSi hann. “Já, nitján. Þangaö er það, aö við eigum leið báðir, þú og eg. Þar vona eg að viö finnum það, — sem við erum að leita jtð.” Bauer virtist vera orðinn alveg ruglaður. Hann hvorki skildi neitt í þessum djarflegu tiltekjum, né vissi hvernig átti aö verjast þeim. “Þarna lítur út fyrir aö [>aö sé,” sagöi Rúdolf, mjög ánægjulega, þegar þeir komu aS litlu búSinni hennar Mrs. Holf. Stendur þarna ekki einn og níu yfir dyrunum, piltur minn? Já, ogHolf! Já, það er nafnið! GerSu svo vel og hringdu bjöllunni, eg hefi í báðum höndum.” ÞaS var líka satt. MeS annari hendi hélt hann um handlegg Bauers, og ekki lengur vingjarnlega, lieldur heljartaki; en í hinni hendinni sá fanginn aS hann hólt á skamrrtbyssu, er hann hafði eigi áður orð- i5 var við. \'Þú sérð þiað," mælti Rúdolf góðlátlega, “að þú verður að hringja fyrir mig. Fólkinu mundi koma það á óvart, ef eg færi aS vekja þaö með skoti.” Bauer þóttist geta séð ÞaS á því, hvernig skammbyss- unni var haldið, hvar skotiö mundi lenda. “Hér er engin bjalla,” sagði Bauer vesældarlega. “O, jæja, þá verðurðu að berja.” “Eg býst við því.” “Á að berja með nokkuð vissurn hætti, vinur minn.” “Eg veit ekki,” tautaði Bauer. “Eg ekki heldur. Getur þú ekki getið þér til um það ?” “Nei, eg veit ekkert um þaS.” “Jæja, við verðum samt að reyna það. Þú berð, og —hlustaðu á, piltur minn. Þú verður að geta rétt til. Skilurðu ?” “Hvernig á eg að geta getiö rétt?” spurði Bauer og reyndi aS sýna á sér Þykkjusvip. “ÞaS veit eg reyndar ekki,” svaraði Rúdolf, “en mér er illa við alla bið, og ef dyrnar VerSa ekki opnaö- ar eftir tvær mínútur, þá verö eg að vekja aumingja fólkið með skoti. Þú sérS þetta. Þú hlýtur aö sjá þeita? Er ekki svo?” Aftur hófst skammbyssu- hlaupið upp og sýndi Bauer glögglega hvað í orðum Mr. Rassendylls lá. ViS þessar harðlegu fortölur lét Bauer undan. Hann hóf upp höndina og sló á huröina með hnefan- um, þungt högg fyrst og svo létt högg. Þetta gerði hann fimm sinnum. Auösætt var, að viS honum var búist því aS fariö var aS losa járnfestina án þess að nokkur heyrðist ganga til dyranna. Þvinæst heyrðist slagbrandur dreginn frá meS hægö, og samstundis opnaðist hurðin lítið eitt og í því slepti Rúdolf af hendleggnum á Bauer. Svo greip hann snögt í hnakk- ann á Bauer og fleygöi honum óÞyrmilega út á stræt- ið. Honum varð fótaskortur og hann lenti á grúfu ofan í forina og brauist þar um. Rúdolf fleygði sér á hurðina og hún laukst upp, og hann komst inn. Hann skelti hurðinni aftur umsvifalaust og rak slagbrandinn fyrir en skildi Bauer eftir úti í göturæsinu. Því næst sneri hann sér viö og hélt um gikkinn á skammbyssu sinni, þvi aS hann bjóst við að sjá framan í Rúpert Hentzau, svo sem eitt fet fram undan sér. En þar var hvorki fyrir honum Rúpert Hentzau eða Rischenheim, og jafnvel ekki gamla konan. En | þarna rakst hann á hávaxna, laglega, dökkhærða stúlku, sem hélt á olíulampa. Hann þekti hana ekki, en eg hefði getað frætt hann um, að þetta var yngsta barn Mrs. Holf og hét Rósa. Eg haföi oft séð hana, þiegar eg var að ríöa um borgina í Zenda meö konung- inum, áður en gamla konan flutti sig til Streslau. Satt að segja leit helzt út fyrir aö stúlkan heföi sókst eftir aö veröa á vegi konungsins, og hann haföi oft hent gaman að því, hvað o£t hún hafði reynt að láta hann taka eftir sér, og hve títt hún hafði mænt á eftir hon- um augum sínum stórum og dökkum. En þaS er hlut- skifti atkvæðamanna, aS vekja slíka undarlega velvild á sér, og konungurinn hafði ekki skeytt meira um þessa stúlkú en hverja aðra af þeim rómantísku stúlk- um, er höfðu barnalega ánægju af og fanst þaö tölu- verð vegtylla aö sýna honum velvildarmerki. En vel- vild sú var oftast sprottin af því, hve álitlegur kon- ungurinn hafði virst við krýninguna og hve hetjulega hann hafði komiö fram i. viðureigninni við Michael svarta, og sem betur fór var konungi ókunnugt um EINKUM Jbúnar til fyrir baeadur og gripiræ'itarmínn. Búnar til úr undnum gbrmvír Nr. 9, velgalvan- séraðar og auðvelt að setja þær upp út á víðavangi með eins mörgum vírum og þurfa þykir. Engir gaddar, sem geta raeitt gdða gripi’og þurfa ekki stbðugra viðgerða með. Kostar ekkert meira en jafnmargir,'þættir af gaddavír, og endast fjórum sinnum lengur. Nánari upplýsingar gefnar og verðlisti með rayndum og sýnishorn af girðingunum sent ef um er beðið. -s*Víriokavor. ÓSKAÐ EFTIR ÁREIÐANLEGUM UMBOÐSMÖNNUM. The Great West Wire Fence Go.f Ltd., ?e Lomb^dst: Winnipeg, Man. 61PS A VEGGI. Petta á aö minna yöur á aö gipsið sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstegundir vorar eru þessar: „Empire“ viðar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgerðar gips „Gold Dust“ íullgerðar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris „Ever Readj “ gips Skrifið eftir bók sem segir hvað fólk, sem fylgist með tímanum, er að gera. Manitobd Gypsum Go., Ltd. SkKIFSTOFA Olí IBVLHÍA WINNIPEG, MAN. þær orsakir, sem svo særingarlegar votu fyrir hann. Þetta velviljaSa fólk konungi stóð honum aldrei svo nærri að það fengi neina vitneskju um umskiftin sem urðu á átrúnaðargoöi þess. Velvildarhugur Rósu var því, að minsta kosti aö hálfu leyti sprottinn af þvi, hve vel henni hafði litist á sjálfan manninn, er nú stóð frammi fyrir henni, manninn, sem horfði nú á hana undrandi við daufa skiniö af rjúkandi olíulampanum. Eampinn hristist svo í hendinni á henni, að hún var rétt við að missa hann, þegar hún kom auga á þenna mann, því að skýlan huldi eigi framar andlit hans, og hún gat gerla séð framan í hann. Ótti, fögnuður og hrifning skift- ist á í hugskoti hennar. “Konungurinn!” sagöi hún lágt og fagnandi. “Nei, en —” og hún starði undrandi framan í hann. , “Furöarðu þig á að sjá ekki skeggið, ungfrú?” spurSi Rúdolf og strauk um hökuna. “Mega konung- ar ekki raka sig eins og aörir menn, þegar þeim sýn- ist?” Undrun og efi skein enn úr svip hennar. Hann beygði sig þá ofan að henni og hvíslaöi: “Og má vera, að mig hafi ekki langað til að láta þekkja mig þegar í stað.” Hún roönaSi af ánægju við traustiö, sem hann sýndi henni. “Eg mundi þekkja yður hvar sem væri,” hvíslaði hún og leit á han nstóru dökku augunum. “AllsstaS- ar. Yðar Háti/n.” “Þá viltu kannske hjálpa mér?” “Já, og leggja líf mitt í sölurnar til þess.” —■ ........................-.. ............ THE ,RED GR0SS‘ SANITARY CLOSET. Notað á þessum alþýðuskólum hér vestra; Neepawa, Killarney, Melita, Wolseley, McGregor og I hundruðum öðrura opinberum byggingnm og á heimilum. Hið eina ágæta salerni þar sem ekki er vatnsleiðsla, Einföld efnablöndun eyðir öllum saur Fást einnig með skáplagi og má þá taka hylkið undan. Skrifið eftir upplýsingum. Skólagögn. Vér getum lagt til alt sem þarf til skóla. Sýningin okkar á Louisiana Purchase Exposi- tion í St. Louis, hlaut aðal verðlaunin. Það helzta er vér sýndum á sýningu þessari var: HNATTBRÉF, BLAKKBORÐ, JARÐFRÆÐISAHÖLD, STROKLEÐUR, LANDABRÉF, TEIKNIKRÍT, SJÓKORT, GLUGGATJÖLd SKÓLAPAPPÍR, PENNAR, BLF.K, BLEKBITTUR og BLEKDŒLUR. Áður en þér kaupið annarstaðar sendið eftir verðskrá, ókeypis, og biðjið um sýnishorn af því sem þér viljið kaupa. Red Cross Sinitary Appliauce €o. C#r. PKIXCESS and DIcDERMOT AVE. I WINNIPEG, - MAN. Við þurfum góða umboðsmenn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.