Alþýðublaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 16
mMSUD 41. árg. — Miðvikudagur 6. júlí 1960 — 149. tbl. „ÞEIR Flóki sigldu vestr yfir Breiðafjörð ok tóku þar land, sem heitir Vatnsfjörðr við Barða- Strönd. Þá var f jörðr- inn fullr af veiðiskap, ok gáðu þeir eigi fyrir veið- um at fá heyjanna, ok dó allt kvikfé þeira um vetr- inn. Vár var heldr kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt ok sá norðr yfir fjöllin fjörð fullan af haf- ísum; því kölluðu þeir landit ísland, sem þat hefir síðan heitit“ Svo segir í Landnámu af komu Flóka Vilgerðarsonar í Vatnsfjörð. Og fleirum hefur illa gengið búskapurinn í Vatnsfirði en Flóka, því að engin byggð er þar um þessar mundir. Vatnsfjörður er vest- astur svonefndra Þverfjarða og blasir við, þegar komið er véstur af Þingmannaheiði. Inn af firðinum er Vatnsdal- ur og samnefnt vatn, en hlíð- ar eru skógi vaxnar milli fjalls og fjöru, Vestan Vatnsfjarðar, innar- lega, er Penná, þar sem skipt- ast leiðir. Út með firðinum liggur leiðin út Barðaströnd til Patreksf/jarðar, en upp með Penná, meðfram Þverdalsfirði og fyrir Hornatær liggur hin nýja Vestfjarðaleið, sem opn- uð var í vor Hornatær eru há- ir tindar, er Flóki mun hafa gengið á, þegar hann sá fjörð- inn fullan af hafísum og gaf landinu nafn. Því er hér fjölyrt um Vatns fjörð, að þar hefst ný leið, áð- ur ókunn ferðamönnum en hef ur nú tengt höfuðstað 'Vest- fjarða við akvegakerfi lands- ins. ísfírðingar geta nú brun- að á bílum sínum um landveg beint til Reykjavíkur, þó að leiðin sé löng og erfið. Einn helzti farartálminn er Þing- mannaheiði; sem verður ófær við fyrstu snjóa á haustin og opnast ekki fyrr en komið er langt fram á vor. Þá er Breiða dalsheiði með hæstu fjallveg- um landsins eða 610 m. Og varla var vegurinn til Isafjarðar opnaður fyrr en framtakssamir menn hófu þangað sérleyfisakstur. Vest- fjarðaleið h.f. hefur þegar ek- ið þangað í þrjár vikur, eina ferð í viku, og mun svo verða í sumar. Blaðamönnum og fleiri gestum var boðið í aðra ferðina, sem farin var í síð- ustu viku. Verður hér á eftir drepið á nokkur atriði úr þeirri ferð, sem öllum var til ánægju, einkum þeim, sem aldrei höfðu áður til ’Vest- fjarða komið. Farið var frá Bifreiðastöð íslands kl. 8 árdegis fyrra mánudag og er skemmst frá því að segja, að ferðin til ísa- fjarðar tók 20 klukkustundir. Þess má þó geta, að tveggja tíma töf varð við Búðardal, auk þess sem stanzað var á hæfilegum fresti til að farþeg- ar gætu satt hungur sitt. Of langt mál yrði að lýsa hér allrj leiðinni, sem er 538 km. löng. Sjón er líka sögu ríkari og víst er, að margir ferða- menn munu á næstunni leggja leið sína um Vestfirði eftir að vegur er greiður og regluleg- ar sérleyfisferðir komnar á. Flestum mun seint líða úr minni, að koma til ísafjarðar kl. 4 á sólbjartri júnínótt. Á vinstri hönd gnæfir Eyrar- fjall, en Skutulsfjörður til hægri handar, spegilsléttur í logninu, svo að fjöllin í kring speglast í sjónum. Bærinn er í fastasvefni, nema á stöku stað hefur einhver átt von á gesti með bílnum og vakað þessa náttlausu stund. Okkur, sem erum boðsgestir ferðar- innar, er ekið rakleitt að eina gistihúsi bæjarins, Herkast- alanum við Mánagötu, þar sem svefninn er ekki lengi að sigra komumenn. Daginn eftir notum við til að skoða okkur um á ísafirði. Atvinna er næg í bænum um þessar mundir, bátarnir farnir á síldina, en rækjuveiðarnar. ekki byrjaðar. ísafjörður er bær, þar sem hús eru í háu verði og ekki er unnt að í- mynda sér annað en þar muni á næstu árum fjölga fólki og atvinnulíf standa í blóma. Þarna hefur nýlega risið upp glæsilegt fiskiðjuver ísfirð- ings h.f., sem bæjarútgerðin á stærstan hlut í, og tveir tog- arar eru gerðir út við góðan orðstír. í skipasmíðastöð Marsellí- usar Bernharðssonar er fiski- bátur í smíðum og okkur gafst kostur á að skoða bát, sem skipasmíðastöðin hafði nýlok- ið við. Heitir sá Hjálmar NK 3, glæsilegasta fiskiskip, 82 tonna og mun leitun á vand- ' áðri bát hérlendis. Enda vaT gripurinn ekki gefinny bví að með öllum útbúnaði til síl<3, veiða mun Hjálmar hafa kost- að á sjöttu milljón króna. Von andi aflar slíkur dýrgripur vel í sumar. Skipasmíðastöð M. B. hefur auk Hjálmars smíðað tvo báta eftir sömu teikningu, Rán og Gunnhildi* sem gerðir eru út frá Hnífsdal og ísafirði. , Síðdegis á þriðjudag er skroppið til Bolungarvíkur, 15 km. leið frá ísafirði. Veg- „ urinn þangað er allhrikalegur á köflum, snarbrattar skriður á aðra hönd en hyldjúpt hafið hins vegar. En leigubílstjór- inn á í-450 ekur gætilega. Það Framhald á 14. síðu. MMmWMWHMWMIWMMW íl Mynditnar KORTIÐ efst á síðunni sýnir helztu þjóðvegi á Vestfjörðum; þó vantar vestasta hluta landsins, ná grenni Látrabjargs. Þettá er hluti af hinu nýja vega korti Vegagerðar ríkisins. Myndin neðst á síðunni sýnir Fagranes við bryggju á Melgraseyri. Langferðabifreið Vest- fjarðaleiðar h.f. bíður til- búin til brottfarar. MMtMMtWmMMWMUMIM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.