Lögberg - 20.01.1910, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.01.1910, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JANÚAR 1910. 3 Suðurför viðskiftaráða- nautsins. Þá er eg kom frá Svíþjóö sem íyr var ritaö, varð eg aö dvelja nokkra daga í Kaupmannahöfn fyrir þá sök, aö ýmsir menn leit- nöu fræöslu til mín. Þar á meöal var maður einn aö nafni Peter Andersen. Hann á félagsskap við íslenzkan mann, Chr. Nielsen að nafni, þann er verzlun átti í Kirkjustræti (\ næsta húsi viö SkjaldbreiðJ. Hyggja þeir á að veröa nokkurs konar milligöngu- menn fyrir íslenzka verzlun í Hamborg. Eg læt þessa getið, ef vera kynni að landstjórnin vildi láta menn vita um þaö til hvatn- ingar eöa varnaðar. Þess vil eg og geta, að bæöi þessir menn og Thomsen, kaupraföismaöur Þ'jóö- verja ætla sér aö fá niöursett flutn ingsgjald frá Hamborg tit Kaup- mannahafnar fþeir nefna það ‘ ‘Geninenigangs f ragt” J. — Þjetta m'ætti vel veröa stundar hagur, ef fram gengi. En i raun réttri er það að vinna móti beinu sambandi milli Íslands og Hamborgar, sem þingið veitti fé til og ætlaöi að veröa skyldi liður í þeirri festi, er knýta skyldi ísland í eðlileg við- skiftasambönd við önnur lönd. Hygg eg að stjórn landsins þurfi hér til að gæta og finna mótleik nokkurn, svo að eigi saki upptek- in sambönd vor við Þýzkaland. Mun eg hafa gætur á, hvað fram fer í þessu, og láta jafnskjótt uppi við stjórnina, ef eg verð nokkurs var, er máli megi skifta. Þessir menn, er fyr nefndi eg, sýndu mér n í ð g re i n um ísland, er staðið liafði í Hamburger- Fremdenblatt. Hún var útdráttur úr grein einni, er staðið hafði í Norsk Sjöfartstidende og eg hafði svarað þar. Eigi veit eg, hvernig hún er þangað komin; en næst mér væri að lialda, að einhver danskur maður hefði komið henni á framfæri. Eg mun grenslast eft ir því áður en eg kem til Ham- borgar. Tulinius kom og að máli við mig um þessa grein og taldi hana mundti spilla þar tiitrú til íslendinga. Eg reit síðan svar og sendi blaðinu frá Berlin, en eigi veit eg.enn, hvort iblaðið hefir tek- ið hana. Ef svo er eigi, mun eg nú bráðlega gera gangskör a,ð því, að reka af oss það illmæli. Svo þótti mér og öðrum sem hætta mætti stafa af þvi, að eitt fg lag hefði í hendi sér alla steinolíu- verzlun á íslandi. Eg spurðist því nokkuð fyrir um það mál í Kaup- mannahöfn, en fékk eigi svo nána vitneskju, um það, að eg geti að sinni gefið áreiðanlega skýrslu um málið. Eg mun rannsaka það ít- arlega nú, er eg hefi lokið ítalíu- ferð mínni. Þess vw eg þó geta, að til mín kom í Kaupmannahöfn formaðurinn fyrir Skandinavisk- Amerikansk Petroleumsselskab, og kvaðst ætla sér að keppa við fé- lag það, er selur olíu heima. Eg réð honum til að auglýsa þetta í blöðtim heima og hét honum að Játa hans getið i skýrslu, minni. Hinn 3. Nóvember hóf eg suð- urför mina. Eg lagði leiðina suð- ur um Dresden og Miinchen. I þeim borgum og yfir höfuð á Þýzkalandi sunnanverðu er matur afardýr, kjöt og fiskur. Mætti vafalaust selja þangað ísienzkar afurðir með mikLutn hagnaði, ef eigi væri flutningsgjald mjög hátt á járnibrautum. Þó er Dresden undanþegin þeim meinbug, því að skip ganga upp Saxelfi alla leið þangað, og mætti- vel láta þau flytja bæði kjöt og ull og aðra vöru, sem geyma má. Eg drep að eins á þetta hér, en mun senda grejnilega skýrslu am þessa hluti óðara en eg hefi fengið næði til að vinna úr því efni, sem eg hefi sáfnað mér á leiðinni. — Síðan hélt eg suður um Brennerskarð yfir Alpafjöll og kom til Verona. Þar virtist mér lítil viðskiftavon og hélt þaðan til MiLano. Sú borg er ein af stærstu borgum ítalíu og hygg eg þar mætti takast margvís- leg viðskifti við þá borg. Eg nefni í svip ull frá okkur og silki þaðan. Þar eru feikimiklar tóvinnuvélar og dúkagerð mikil úr ull. Þær gefa 5—6 franka fyrir .ullartví- pundið (vesturheimsk ull og tyrk- nesk) og mundu að líkindum gjalda 5 fr. fyrir tvípund af góðri íslenzkri ull. Þaðan hélt eg svo til Genua. Þar hafði eg rnikla hjálp af dönskimi manni, er Valde mar Jenssen heitir og búið hefir tvö ár þar í grendinni. Hann fór með mér um bæinn og var túh<ur ininn, því eg mátti eigi mæU it- alska tungu og eigi skilja lands- menn latinu. En eg skil svo mik- ið í málinu. er eg heyri það, aö eg má vel greina, hvort hrekklaust er túlkað. Það sé eg með vissu á þvi er okkur var sagt, að mikla og arðvænlega verzlun megum v:ö reka við Genua og nágrennið þar, bæði með hesta, kjöt og fisk og allskonar og nálega allar íslenzkar vörur. Til varúðar og san.anburö ar fékk eg svo til ungan mann að spyrjast fyrir um verðl«g á vor- um, og hygg eg því, að áreiö.uilegt sé verðlagið, því að honuu. ber að mestu saman við okkur Tenssen. Nú er það alkunna, að rnjög margir ferðamenn sækja til Róma borgar og er því mikið um akstur þar. Þótti mér þvx réttast að sjá þar með eigin augum, hversu til hagaði, og fór því þangað. Tel eg engin tvímæli á, að þar væri íslenzkir hestar ágæt vara. Og yfir höfuð var verðlag þar hið sama sem á Norður-ítalíu. Mat- væli öll mundu og eiga þar góðan markað. / Þessa bráðabirgðaskýrslu rita eg í Basel á norðurleið. Mun eg leita hér fræðslu um verðlag á samskonar vörum senx vér flytj- um út, og síðan fá vitneskj.u um farmgjald á járnbrautum. En samfast og ítarlegt yfirlit yfir alla þessa hluti þarf eg enn nokkurn tima til að semja og fylla upp í þar sem enn vantar vitneskju. Þá er eg kem til Hamborgar mun eg sernja ítarlega skýrslu um ítaliuför mína og mun þá mega bera saman við skýrslu mína úr Noregi og sjá, hvert helzt beri að beina verzlunarstrauinmun. Vona eg að geta sent þennan ritling ineð næstu ferð. Basel (i SvissJ 2/12 1909, Bjarni Jónsson, (irá Vogi.j Heiinili viðskiftaráðunapts, Bj. Jónssonar frá Vogi er að sinni, — líklega vetrarlangt; — Jungferm- stieg 25, Hantburg. — ísafold. Heiw.ilið. Flesta langar til að eignast gott heimili. Máttarstoðirnar, sem það verður að hvíla á, eru kærleiki og velvildarhugur heimilismanna sím á milli, er sé svo ríkur, að engrar eigingimi eða sérplægni geti orðið þar vart. Mikið og göfugt lífisstarf er það, að lcggja fram krafta sína til þess að heimilið geti orðið fögur fyrirmynd, til þess að það geti orð ið friðarheimkynni og fýsilegur dvalai'sta&iir allri f jölpkyldunni, þar sem hún sé ánægð og vilji helzt vera öllum stundum. Heim- ilið er ofurlhill heimur út af fyrir sig, og ef ekkert ilt eða ljótt á þar griðland, verður það bjartur og unaðslegur heimur. Það er oss öllutn kunnugt, að þaui frækom, er sáð var í sálir vorar í föðurhúsum,lifa þar lengst og’hafa oft orðið oss freistinga- vari síðarmeir á lífsleiðinni. Fyr- ir því er afarmikil nauðsyn á, þeg ar heimili er istofnað. að það sé gott lxeimili. Sá maður má ham- ingjusamur heita, er litið getur aftur til bemsku áranna er hann dvaldi í föðurhúsum og sagt við sjálfan sig með fullri sannfæring: Eg ólst upp á góðui og ánægjulegu heimili.” Til heimilis er stofnað af karli og konu. Þá ríður á, að samvinn an geti orðið sem bezt og alúðleg- ust. Það ríður á, að isamvinnan eflist að alúðleik me'ð árafjölda, og að börnin verði alin upp til að taka þátt i henni að sinu leyti. Heimilislánið er komið undir því, að samvinnan sé góð og sam- úðin innileg. Húsfreyjan má ekki telja það eftir sér, að leggja á sig töLuvert ómak til að gera heimilið ánægjulegt manni sínum, er hann kemur þreyttur heim til að njóta hvíldar og hressingar eftir hita og þunga dagisins. Daglegu störfin eru oft og tið- um mjög erfið, og margar þraut- ir við að striða. Fyrir því þurfa menn að kosta kapps um að temja sér þolinmæði og umburðarlyndi. Það er mikils um vert, að geta lært slikt, og ávextirnir af þvi verða.jafnan hinir fegurstu. Alt sem er önnirlegt cg ónydis- legt verður að þoka af því heimili þar er foreldrarnir vinna samhent og samúðarrik og ibera hugglöö byrði lífsins sameiginlega. Ef þau gera það, þá bera þau rétt- inæta virðing og óbrigðult traust hvort til annars, en það eru þau bönd er tryggast tengja hverja fjöl skyddu saman og vænlegust eru til •uppeldis öflugrar og nýtrar þjóð- ar. Það veröur að gæta og við- halda góðu heimilunum og bæta þau^ sem lakari eru; sjálfstæði og þjóðarheill byggist á heilbrigðu heimilislífi; þaðan spretta heillir cg vanheillir bæði einstaklinga og þjóða. Óhóf og eyðslusemi eru þær ytri ástæður sem að jafnaði er.ui skjótastar til að kollvarpa hverju heimili. Fyrir þvi verður bæði húsfreyja og húsbóndi að leita lags um að sneiða hjá þeim skerj- um. Eigi er um það eitt að hugsa, að afla sem mests fjár. Það rið- ur eins mikið á aö gæta fengins fjár, og fara vel meö lítil efni og reyna að láta þau, hrökkva til. að bæta úr þörfunum. Erfiðleikar lífsins kenna mönnum slíkt allra bezt. Við þvi verða flestir heimil- isfeður og mæður að vera búin, en ef samvinnan er eins og hún á að vera og vonin um betri tíma nógu rík, þá rætiist hún venjulega. Stórmikið gott mundi af því leiða ef fjölskyldur, eigi síður karlar en konur á hverju himili létu sér skijast það, að starfsemi, þreyta og hvild er nátengt eðli alls lífs og er undirrót ánægju og vellíöunar. Það er sitt hvaö að fara vel með efni, eða vera sinkur eða nirf ill, og nauðsynleigt er að fara vel með efni til þess að heimilið geti orðið varanlegur dvalarstaður fjöl skyldu hverri, og hún þurfi ekki að vera upp á aðra komin, heldur sé efnalega sjálfstæð. Þetta, að gæta fengins fjár er að mörgu leyti hlutverk konunnar á heimil- inu. Húsbóndans er það, að vinna fyrir fjölskyldu sinni með dugn- aöi og samvizkusemi, leggja til heimilisins, en konunnar að fara vel með það. En nú er það eigi öllum gefið. að vera hagsýnum, ert þó n: glæða hagsýni manna á ýmsan hátt bæði sparnað í meðferð fæðis og klæðis, en jafnframt því er mikið undir því komið um etnalega vel- gengni á hverju heimili, að tí’inaniuim sé vel varið, og að störf- in sé bundin nákvæmri reglu. Sparnaðurinn er undir áliti kom- inn. Það er ekki heppilegt að spara eyririnn en eyða krónuniii. Með öðrum orðum, sparsemin verður að vera hyggileg, en ekki (ihyggileg. Húsbónda og húsmóður má vel nefna vættir heimilisins, og góðu heimilin eru aftur vættir þjóð- anna. En húsmæðrunum á að bera sæmdin af að vera lífið og sálin á heimilunum. Hvað sem um störf húsmæðra er að segja, að öðru leyti, þá verður því aldrei neitað, að heimilisstörf þeirra eru svo mikill, að þau eru undirstaði undir efnalegri og siðferðislegri hamingju hverrar þjóðar. Heim- ilið er starfsvið lúvsmóðurinnar, og það er starfsvið, sem konan get ur verið upp með sér af að hafa öðlast. Á því starfsviði getur hún beitt öllu þreki sínu, sérstöku hæfileikum og kærleika. Konur mega vera glaðar yfir því, að al- menningur er að isannfærast- bet- ur og betur um það, hve staöa þeirra fkvennannaj er mikilvæg, og að nauðsynin á því, að hafa þær með í ráðum um ýms félags- mál, er að verða síbrýnni og enn- fremur að æ meiri og rneiri rækt er farið að leggja við uppeldi þeirra og menning, til þess að þær verði hæfar til að gegna lífstsarfi sínu. Og sjálfar verða þær að gera sitt til að glæða meövitundina uin þá þörf, í ahnennings huga, svo að enn bjartara geti oröiö yfir heimilunum víðsvegar út um lönd- in, heldur en nú er. Húsmóðirin þarf vitanlega að kunna öll algeng heimilisstörf, þegar hún giftir sig, hvort sem hún þarf að gera þau sjálf, eð 1 ekki. Sömuleiðis allar algengar heilbrigðisreglur. Það er ekki einhlítt að kenna væntanlegu Iuismæðrumim að búa til mat; ungar stúlkur verða að öðlast hollar leiðbeiningar, er miða i þá átt. að gera þær færar um að istjórna heimili. AS sjálfsögðu þarf að kenn.. ungum stúlkum aö fara með þaf. sem til húss er lagt, og afla þeim nauðsynlegrar mentunar til munr.s og Liandar; en eigi er það nægi- íegt; það þarf að glæða í brjóstum þeirra ást og velvild til heimilisins. Kenna þeim að láta sér þykja vænt um þaö; gera þeim vistina þar ánægjulega, og sýna þeinx fram á hve mikilvægt og göfugt og stór-þarflegt til al- mennra þjóðþrifa hlutverk kon- unnar getur verið á heimilinu, þar sem stjómin innanhúss, blær heimilisbragsins og bama-uppeld- ið hvílir mjög svo mikiö á 'henn- ar herðum. Því miður, sem hver kona er íallin til að taka þátt í félagsmál- um, þvi sjálfsagöara er henni að glæða hjá sér áhuga fyrir hinum mikilvægu störfum á lieimilinu. —Skandinaven. Vinsamleg bending. Eigi vil eg illmæla þér, Helga Jónsson. Vel get eg skilið harma þina, og ekki meinti eg að meiða þig með grein minni. En rang- lega slettir þú til mín i Ixigbergi 13. Janúar síðastl. Þú neitar ekki staðhæfing minni, að Páli heitnum syni þinum hafi verið slept á af- rétt í Winnipeg. 'Að þú hafir fund ið til af þvi að verða að skilja hann svo við þig, var eðlilegt, en það gagnaði Páli ekkert, né breytti kjörum hans í neinu. Sann leikur er sannleikur, hvað sem hver líður fyrir hann. Sjálfsagt hafa kringumstæðu.r gert þenna skiLnað' pkkar óbjákvæmilegan. Margs mætti hér geta er sýndi, að vinir þeir er þú trúðir fyrir hon- um, reynd'ust honum ekki vinir, hv’orki seint né snemma, og sízt er honum lá mest á og íeiddist út í það er ef til vill hefir hjálpað til að stytta honurn aldur — fyr- ir eðlis þrekleysi eða ístöðuleysi, eins og þú drepur á. En þá varð hann fjarri mér og mínum áhrif- um. Aftur á móti vortt það tnínar— ekki þínar hendur, er þerðu angist arsvitann af andliti hans, þegar hann lagöist hér i taugaveiki. Mitt hús — okkar Sigfúsar B. Benedictsonar, sent stóð hontun opið þegar hann kom út af sjúkra húsimn, en hvorki þitt né þeirra vina, sent þú hafðir valið honum og beöið fyrir hann. — Okkar hús, sem æfinlega stóð honum opiö þegar hann var peningalaus og vinnulaus og átti hvergi höfði sínu að aö halla. Sigfús B. Bene- diktsson er engi óreglumað'tvr; af honum eða á mínu heimili gat Páll því ekkert þess konar lært. Aft- ur gerði S. B. Benedicstson hon- um ásamt nokkrum öðrum mönn- um þann mesta greiða, sem hægt er að gera manni — ef þú veizt ekki í hverju hann var innifalmn, vita ntargir það, og þú getur feng- ið að vita það ef þú vilt — þó eg Páls heitins vegna hreyfi því ekki 'ótilneydd. Þá hafði hann þó lát- ið ferma sig að tiTmælum þmum, og var aldrei eftir þaS undir áhrif um míns heimilis eða hjá okkur. nema þegar hann liafði hvorki fæði né húsaskjól annarsstaðar. Mér er nauöugt að þurfa aö gera þesisa yfirlýsingu, og enn nauS- ugra að þurfa að fara lengra. En haldir þú betra að gera það, get- urðu fengið það, þó að eg vilji gjarnan hlífa minningu munaöar- lausa drengsins. Urn bréfaviðskifti þeirra Páls heitins og S. B. B. er mér að mestu ókunnugt Þó hygg er að S. B. B. hafi veriö einn af þeim fáu, sem geröu honum stundirnar bærilegar, þegar flestir vinir og ættingjar gleyindu honum. En bréf þatt, sem Jveim fóru á milli gengti öll i gegn um hendur enskra rnanna og voru rituð á ensku, — tnanna, isem Páll heitinn þá var háðtir. og geta þvi tæplega hafa verið hættuleg. Hvað þeirra liefir farið á milli, eftir að Páll hettinn varð sjálfráðttr, veit eg ekki. Skoðun min er enn sem fyr, að hefði Páll átt gott heimili, sem hefði fleytt honum yfir unglings- árin — en ekki þurft að hrekjast stað úr stað, verða fyrir ýmsurn á- hrifum — væri hann enn lifandi. Og betra mannsefni, að því er gáf- ttr snertir, hefi eg ekki þekt á hans reki. Réttlátari mtvniui dómar almenn- ings verða um persónuleg afskifti okkar af Páli, en þinir, og rétt- látastir þeirra, er bezt til þektu. Við það sætti eg mig. Viröingarfylst, M. J. Benediotson. Dr. Sofia Herzog. Dr. Sofia ÍTerzog frá Brasoría \ Texas er sögð eina konan, sem gefur sig við sáralækningum á járnbrautuin í Bandaríkjunum. Þessum vandasanta og rnerki- íega starfa hefir hún gegnt við St. Eouis, Brownsville & Mexico jám brautina um möng ár, eða síöan sú braut var lögð fyrst. Auk þess fasta læknisembættis hefir hún gegnt öðrum læknisstörfum. Eins og geftir aö skilja, hefir Dr. Herzog oft þurit að istunda sjúklinga hættulega særða, er stór- fengileg jánibrautarslys hafa orð ið. Hefir hún öðlast mikið lof fyrir það hve vel henni hafi oft tekist. Fædd er hún í Wien í Austur- ríki og kom ti! Bandaríkjanna .á.r- ið 1886. Hún nam læknisfræöi jtar í landi, bæði meðalalækningar og handlækningar og eftir að hún hafði lokið prtófi stundaði hún lækningar fyrst upp á eigin spýt- ur i Bandarikjunum eitthvað í níu ár. Siðan fluttist hún til Brazor- ia og hefir átt þar aðsetur 'síðan. Svo vildi til, er verið var að byggja St. Louis, Brownsville og Mexico brautina, að Dr. Herzog var kvödd til að lækna verkamann nokk.ttrn, er skaðast hafði við brautarlagninguna. Henni tókst svo myndarlega lækningin, aö hún var til kvödd aftur siðar, er nýtt slys vildi til, og svo hvað af hverju unz til hennar var allra helzt leit- að er starfsmenn brautarinnar meiddust. Iaxks var hún ráðin til aö taka að sér sáralæknis embætt- ið þar við brautina og heldur því enn. Lækning á höggorma- biti. Það er rúmlega eitt ár síðan læknirintt Dr. Calmette var sendur til IndlancLs, af stéttarbræðrum hans við Pasteur stofnunina í Paris. Markmið farar hans var að reyna að affh lyfja til lækning- ar á hcggormabiti, einkum lyf til lækningar á biti gleraugna slöng- unnar. Nú er Dr. Calmette kom- inn heim aftur. Honum hefir tek- ist að ná í lyf .það, er hann var sendur til að afla. í þvi er meðal annans eitur úr gleraugnaslöng- unni. Lyfið er nokkurs kona: blóðvatn (serum), og er því dælt inn í líkama þess, er orðið hefir fyrir höggormsT)itinu. Kváðu læk i ingar með þvi hafa gefist mjög vel. Dr. Calmette þakkar sér það þó e'gi, að hafa fundið upp lyfið. Hatin segir að læknar á Indlandi hafi verið búnir að finna það upp áöur og hafi notaö þati uni langan tíma til aö lækna höggormabit. En indversku læknarnir viðhafa grimmilega aðferð til að afla sér eitursins. Þegar þeitn hefir hepnast að ná í lifandi gleraugnaislöngu láta þeir liana ofan í leirker og hjá henni bananas ávöxt. Síöan er látið þungt lok ofan á leirpottinn og hann settur yfir eld. Höggonnur- inn tekur þá að kveljast voðalega, og bítur hvað eftir anuað í kvöl- unum utan uin bananas ávöxtinn og spýtist þá eitriö inn í hann (á- vöxtitin). Þegar höggonnurinn er daitður er ávöxturinn mulinn í smátt og duft af höniim gefið þeim, er orðið hefir fyrir högg- ormsbiti. Dr. Cahnette hugnaði eigi þessi grimdarfulla meðferð á skepnunum. Hann drepur högg- ormana, tekur brott eiturlcrtlaina út úr hausn.um og tæmir úr þeim eiturvökvann, er hann notar siðati í lyf sitt. Hörundskvilli laeknaSur þegar blóðíð læknaðist nteð tilstyrk Dr. IVilliams' Pink Pills, — hitnt ttnduriiXnnAy’a styrkingarlxfi. Sjúkdómur sá, sem læknar kalla “Eczema", er hörundskvilli, og ertt einkenni hans litlar, rauðar, vatniskendar bólur eða tipphlatip, sem hjaðna niö:.r, en eftir verðttr hreistur, sem strjúka má af með hendinni. Sjúklinginn klæjar á- kaflega í útbrotimi og |x)lir engin föt eöa umbúöir um þau. Sjúkdómurinn orsakast af spiltu blóði og læknast ekki, nema blcVð- ið sé læknað. Dr. Williams' Pink Pills ltafa oft læknað "Eczema", vegtta þess að |)ær eru^eina nieðal- ið. sem hefir tullkomin áhrif á blóðið. Mrs. Cltas. Davidson, frá Amherst, X. S.. er ein þeirra, er pillur þessar hafa læknað. Hentti farast orð á þessa leið: — “Eg þjáöist ákaflega af hörundskvilla þeitu, setu eczema heitir, og hend- ur ínínar vortt illa farnar. h’g freistaði margra ráða en alt koni fyrir ekki. Mér var ráðlagt að reyna Dr. Williams' Pink Pills, og hafði aö eins notað þær ttm nokkra dag þegar sýkin hvarf, og hendur ntínar urSu a'gerlega heilar. Eg er mjög þakklát fyrir þá lækning. ■sem pillur þessar hafa veitt inér, og vil ráða öðrútn að reyna þær, ef þeir þjást af sjúkdómi þess- uin.” Dr. Williams’ Pink Pills hafa reynst mörgum eins \)g Mrs. Dav- idson, ekki einasta við bólu útörot unt, þrálátri heimakonui, kirtla- veiki og öðruni sjúkdómunt, sem orsakast af spiltu blóði. Þrer lækna þessa sjúkdónta vegtta þess, að þær hreinsa öll óhrein efni úr blóðinu, og gera það rautt. ríku- legt og heilsnsatnlegt. Píllurnar eru seldar hjá öllum lyfsölunt fvr- ir 50C. askjan, eða sex öskjttr fyr- ir $2.50, eða sendar meö pósti frá The Dr. Williams’ Medicine Co., Brockville, Ont. W. J.Sharman, 7 266 Portage Ave. WINNIPEG Talsimi 127‘2 Allarltegundir af áfengi Akavíti, flaskan $i keyptur er kassinn Punch (Löitens) h. $ .25 ef kejptur er kassinn (12 fl.) $13 26G Portage Ave. Ábyrgst. ;: Löggilt. Hveiti, Hafrar, Bygg, Flax. Til islenzkra bænda. skiftavina votra. áFhc^rain ©rotncrs, ®ram i£o., er félag bændanna sem koma vilja korn- tegundum sínum á heimsmarkaðinn, meO sem atlra minstum tilkestnaði Starfsemi vor. Árslok Nýir Greiddur Seldar 30. júní. hluth. höfuðstóll. kornteg. 1907 653 *n,i95 2jmilj.bus. 1908 io79 »46,942 5 1909 4624 175,000 7J* Hlutabréf vor eru $25 00 hvert. Vér önnumst flokkun og seljum viö allra hæsta veröi. Sendiö oss, nú korn yöar og hjálpiö bændafélaginu í baráttu þess til frjálsrar kornsölu. Vér borgum nokkuö fyrirfram þegar vér höf- um fengiö farmskrána Sendiö korniö og skrifiö eítir upplýsing- um til bændafélagsins. The Grain Growers Grain Co. Ltd. Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.