Lögberg - 20.01.1910, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.01.1910, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGH4N 20. JANÚAR 1910. LÖGBERG gefið út hvern fimtudag af Thb Lög- 8KRG PRINTING & PUBLI9HING Co. Cor. William Ave. & Nena St. WlNNIPEG, - MaNItoba S. BJÖRNSSON, Editor. J. A. BLÖNDAL, Bus. Manager Utanáskrift Tfc* liOgbtrg PrintHig & l’iiblishing (!o. 1». o. Hu\ uom WINMFKCi Utaaáskrift ritstjórans Editor l/Ogbrrg 1» O llO\:«)K I WINNIPBH PHONE ma.n 221 Blöðin og C. P. R. I ■' 1 Kyrir rúrmmi tveim ántm gengn nokkur helztn blö8 i Vestur-Can- ada í félag til a8 vera sér út um fréttir í Canadi. Með því móti vildiu þau koma í veg fyrir þaö, að eiga fréttir sinar undir C. P. R. félaginu og þess móivnum. Eélag þetta nefndi sig The Western As- sociated Press, og hlaut strax viS- urkenningu af himvm ýmsu stm- skeytafélögum öörum en C. P. R. Það leit illum augum tiil þessa nýja félags og lét það vita haustið 1907, aö það fengi eigi fréttir send ar á snærtim C. P. ‘R. með niðotr- settu verði, eins og venja er að blöð um allan. heim fái hjá sím- skeytafélögum. Þessu mótmæltu blöðin um endilangt landið, en C. P. R. brá sér hvergi og þóttist hafa einveldi á fréttum sem það flytti eftir þráð um sínum og gæti það selt þær við hvaða verði sem því sýndist. Hefir staðið i miktlu þjarki um þetta milli C. P. R. og- W. A. P., þangað til járnbr.málanefndin lagði þanu úrskurð 11. þ. m. að félagin.Ui skyldi eigi heimilt að krefjast hærra gjalds fyrir að flytja fregnir óháðra félaga, en það greiðir fyrir símskeyti sjálfs sín. Þetta er vitanlega stór sigur fyrir vestræna blaðmannafélagið (W. A. P.) og er þarfur og rétt- látur úrskurður til afnáms frétta- sendinga einveldi því, er C. P. R. félagið beitti.st fyrir. Ef járnbr.málanefndin hefði úr- 'skurðað það, að hin ósanngjama einveldiskrafa C. P. R. væri rétt- mæt, þá var, um leið lýst yfir því, að félaginu væri heimilt að leggja okurverð á fréttir er það flytti fyrir blöð hér í Vestur-Canada, þegar það vildi það viðhafa. Því væri heimilt að beita þar hvaða ójafnaði um verðlag fréttasend- inganna, er þvi sýndist. Frétta- blöð komast ekki af án þess að fá fréttir, og þurfa þeirra dagl. sum. Ef C. P. R. félagjð hefði fengið samþyktar kröfur sínar viðvíkj- andi skeytaflutningnum, mundi það hafa getað beitt þeim ójöfn- uði sér að meinalausu að h eimta okurverð fyrir skeytaflutning af þeim bliiðum, scm jiví var í nöp við, eða neitað jieim um fréttirnar að öðrum kosti. Það þarf ekki að taka það fram, að slíkt einveldi er óviðurkvæmilegt, (ósanngjarnt og tjónisamlegt almenningi. Úrslkurður járnbr.málaneíndar- innar er einkar þarfur og mælist víðast hvar rnjög vei fyrir, svo sem margir fleiri úrskurðir Jieirr- ar nefndar frá ]>ví fyrsta að hún tók til starfa. ------o------- Tala lúterskra manna í Vesturheimi. (Atbugasemd við rangfærslu Breiðablika.) í Des.-hefti Breiðablik’a hár- togar ritstjórinn með venjulegri vísindalegri nákvæmni bréf mitt tll Garðar-safnaðar. Meðal ann- ars segir liann það vera ósatt. að til lúterskrar trúar teljist hér í tlandi um tólí miljónir sálna. Nú 1 1 I er ekki hangið á bókstafnum! En , |galli er, að bókstafirnir reyna>t j ritstjóranum ekki vel, þótt hanu I noti þá til að blekkja með. í Ritstjórinn segir, að samkvæmt I skýrslu Bandaríkjastjómar frá 190Ó yfir trúarbrögð þar í landi, sé tala lúterskra manna 2,122,49 Þ Hér ruglast nú strax bókstafiroi:' j Jhjá ritstj. Skýrsla sú, er um ræð-j |ir, telr ekki nema 2,112,494. (Re!-1 ■ igious Rodies 1906, Bulletin 103,. Ritstjórinn óttast vegna vísinda- I legrar nákvæmni sinnar, að líkind- | in séu miklu meiri til þesis, að hér ; ' kunni að vera of-talið en vantalið. I Þá ályktun byggir liann á því, aö I “bver einn einasti maður er sptirð- jur”! „Margur maður af lútersku I bergi brotinn telur sig lúteskan, þótt hann standi ekki í neinum söfnuði”, segir ritstj. einnig, og er það satt. Það eru meira að segja margar miljónir manna í landimi. sem telja sig lúterska, }>ótt þeir standi ekki í söfnuði. En það. að hver eínasti maðtir hafi verið spurður og taldir haf verið allir, sem telja sig Lút'is l trúar, er blátt áfram buill. Eins og nafn stjórnarskýrslun.nar fReligi- ous BodiesJ ber með sér, þá er það skýrsla eimtngis yfir kirkju- félögin í Bandaríkjunnm. Skýrsla sú á ckkert skvlt við binar a.- i mennu fólk'stals-skvrslur, sem • stjórnin safnar tiunda bver ár. Stjórnarskrifstofa sú, er skýrslu J>essa gefur út, heitir Thc Bureau of the Census og til heyrir stjóm- máladeildinni Department of Com mercc and Lahor. Skrifstofu þeírri veitti forstöðu, þegar ský'rsl an var samin. Mr. S. N. D. North. Kirkjuskýrslu þessari var safnað á þann hátt, að eyðublöð voru j send skrifurum eða öðrum em- 1 bættismön,num krrkjufélaganna á- samt prentuðum fyrirmælum um það, hvernig teAja ætti Þessir menn sendu isvo stjómarskrifstof- unni skýrslu um meðlimi félag- anna eftir safnaðaskránum. Tekið var fram, að telja ætti að eins fullorðna safncðarlimi fCommun- icantsj. Um þetta alt er mérktmn- ugt, því eg hefi baft eyöublöðin og skýrsluformið nieð höndum, J>ar sem mér var falið að gefa skýrsluna tmi meðlimatölu í iis- lenzku söfnuðumtm í Bandarikj- unum. í skýrslu stjórnarinnar er greinilega skýrt frá J>ví, að í skýrsl ttm yfir lúterskti kirkjuna og aðr- ar kirkjudeildir henni líkar, sé ein ungis taldir communicant memb- ers, en ekki börn og unglingar — og því síður lúterskir menn, sem ekki standa í söfnuðum. í skýrsl- unni er gerð grein fyrir commu-ni- cant á J>essa leið: “Persons who are entitled or privileged to parti- cipate in the C)i41inance of Com- munion of the Sacrament of the Lord’s Sttpper” fReligious Bod- ies, 1906, Bulletin 103, ]>. 13J. Þannig sést þá af stjórnar- skýrslunni sjálfri, að þar eru tald- ir einungis safnaðarmcnn og þeir safnaðarmenn einir, sem fermdir eru og teljast altarisgestir, og far- ið er eftir skýrslum frá kirkjufé- lögunum. Hvað á nú að segja um vísinda- lega nákvæmni Breiöabl.-ritstj., er hann segir, að hver maður í land- inu hafi verið spttrðurf'lj og marg ir sé hér taldir með, þótt þeir ekki standi í neinum söfttuðif'lj? Nú er að minnast á þattn mikla stærri flokk lúterskra manna hér í landi, sem enn þá standa ekki i Ineinum söfnuði. Hversu fjölmenn ur hann sé getur enginn með skýrslum sýnt nákvæmlega, en fróðir menn hafa gert áætlun twii það, nienn sem miklu nteiri þekk- ingu hafa á því efni en ritstj. Bnbl. (t. d. Wolf, Lenker, Teíl- een), og eftir þeim var talan höfð ‘í oftnefndu bréfi. Líka má aítur minna á l>að, að hvorki voru börn né unglingar áhangandi safnaðar- fiólki talið í stjórnarskýrslunni, en það eitt myndi hækka töluna nteir en um helming, sumstaðar (t. d. í stunum söfnuðum XorðmannaJ eru að eins taldir fjölskyldufeður. Nbkkur dæmi mætti færa til, svo það skýrðiist betur fyrir mönnttm, liversu fjölmennur. sé sá flokkur lúterskra rnanna, sem ekki er í söfnuðum. Vér gebunt hugsað ttm fslend- inga sjálfa og minst þess, hverstt fítið brot þeirra, er til lúterskrar trúar telja sig, er communicant members í söfnuðunum. Árið 1906 sama árið, sent skýrsla Bandaríkja stjómarinnar var samm, töldust fermdir meölifnir beggja lútersku safnaðanna í Winnipeg 1,021, en gizkað er á, að í borginni búi 4— 5 þúsund íslendinga. Myndi ekki þar verða nokkuð stór sá hópur, er telcli sig lúterskan ef “hver ein- asti maður væri spurður“? Þó er munurinn mikkv meiri í sumum borgum1 Bandaríkjanna t. d. Chicago og Minneapolis. Fyrir fáum árum var slík skýrsla samin í Minneapolis: hver maður spurð- ur, til hvaða trúar liann teldi sig. Kom þá í ljós, að lúterska kirkjan er þar lang fjölmennust allra kirkna. Ekki man eg, hvað brötið var sniátt af öllum þeint lúterska fjölda, sem forntlega tilheyrði söfn uðtim og teljast í skýrskim. Raunalega var það smátt og olli það umtali miklu. Naumast hafa allar ritgerðirnar,, sent um þetta stóðu í blöðum Skandinava (t. d. LutheranerenJ farið þá fram hjá ritstjóra Breiðablika. Nýlega skýrði ríkisstjórinn í Minnesota frá því, að 62 prct. af íbúum rikisins “teldist til" lút- erskrar kirkju. í ríkinu eru meir en tvær miljónir tbúa. Nökkuð á aða miljón lúterskra manna ætti þá að vera í þvi ríki einu. En i saínaðaskýrslunu/m til stjórnar- innar eru taldir einungis 267,322. ('Samb. Religious BodiesJ. Þeir, sem þekkja til nýbygðanna í N.-Dak., einkum vesturhluta rík- isins, vita, að af þeim aragrúa Lúters-trúarmanna, er tiltölulega að eins litið brot komið i söfnuði og á safnaðaskýrslur. Engir söfnuðir þar enn myndaðir á stór- um svæðuim. Kirkjan ekki kom- ist yfir það verk. Svona stendur nú á með Lúters- trúarmenn nálega um öll Banda- I ríki, og þá ekki síður í Canada. Það er svo skamt á veg komið enn að saman safna þeim marg dreifðum og af mörgum þjóðum, í formleg- an kirkjulegan félagsskap. Starf- ið enn svo að kalla í byrjun mjög viða. “ V itaskulcl ætti að vera ekki færri en tólf milj. lúterskra manna í Bandaríkjunum, með þeim afar mikla innflytjenda-strauin, sem þangað hefir runnið úr lúterskum löndum”, segir ritstjóri Breiðabl. Með þessum ummæhrm viðurkenn ir ritstj. ósjálfrátt, að svo sé, sem þeir hailda fram, er telja þá, er “teljast til” lútersku kirkjitnnar- um 12 milj. Því það skal engum haldast uppi. að bera það á lút- erska menn, að þeir hafi unnvörp- um kastað trú sinni; og þótt marg ir befði gert það, þá er gert fyrir því í þessari áætlun. Og svo vill lika vel til, að skýrsla Bandaríkja- stjórnarinnar, sem ritstj. Breiða- blikar vitnar til, brekur fuMkorn- lega illmæli hans um lútersku kirkjuna og ummæli bans um lít- inn framgang hennar. Skýrslan sýnir með tölum, að einmitt lút- erska kírkjan, sem Breiðabl.-ritst. segir að “hafi verið svo þröngsýn, eii^strengingsleg og kreddufull”, að þorri manna hefir snúið við henni baki, hefir á tímabiilinu sem skýrslan nær yfir, vaxið tiltölulega langt um meir en nokkur önnur aðal - deild Mótmcelenda kirkj- wnnar. Þar á inóti hafa “frjáls- | lyndu” kirkjuflokkarnir, t. d. Ún- ítarar, vaxið tiltölulega minst. Á áruniun 1890 til 1906 hefir lút- erska kirkjan vaxið 71.6 per cent, Baptistar 52.5 per cent, Presbýter- íanar 43.3 per cent, Kongregazí- i ónalistar 36.6 per cent, Methodist- ar 25.3 per cent, og Únítarar 4.1 per cent. (Sjá skýrslu Bandarikja stjórnarinnar, Bulletin 103, bls. 14J. Á þessum 16 árum hefir lúterska kirkjan í Bandaríkjunum nærri því tvöfaldað meðlianatölu sína, og er orðin þriðja í röðinni að stærð meðal kirkna Mótmæl- enda. Ef nokkuð má sin nú i heiminum lögmálið swrvival of the fittest, þá benda þessar slcýrslur á eitthvað annað en .það, sem hin svívirðilegti ummæli Breiðablika um lútersku kirkjuna áttu að sýna. Ekki er vísindalega nákvæmnin meiri hjá “Breiðablikum", er þam tala um sundrung og flokka lút- ersku kirkjunnar. Aðallega skift- ist lúterska kirkjan bér í landi vegna margskonar þjóðerna og tungumála og vegna landfræði- legrar afstöðu. Þó hefir hún stund-uim skifst vegna trúarágrein- ings, t. d. hjá Norðmönnium. En trúarágreiningur er n ú sára lítill milli kirkjudeildanna lútersku, og sanivinna og eining aldrei eins mikil og nú. Jafnvel Norðmenn eru að sameinast aftur, að minsta kosti i anda. Þeir eru skiftir í fjögur lútersk kirkjufélög. Nú eru þrjú þeirra að vinna að því, að sameinast. Nefnd helztu guö- fræðinganna úr þeim ölluim þrem- ur er í kyrrþey en með góðum á- rangri að semja um þau atriði, sem valdið hafa ágreiningi. Stór- deildirnar fjórar CGeneral bodiesj nálgast árlega hver aðra og þrjár þeirra bafa samvinnu og skiftast á bróðurkveðjum og fulltrúum á hverju þingi. Alt bendir i sam- Jcomiulags áttina. Að segja, að lúterska kirkjan sé aö “molna í s.undur” er fjarstæða svo mikil, að maður verður orðlaus yfir ann- ari eins óskammfeilni. Og að því er viðkemur deilunni um gildi ritn ingarinnar eru öll lútersku kirkju- félögin í landinu sammála. — Er það vegna þess að Breiöablik reyna nú á aJlar lundir að svivirða Iútersku kirkjuna? B. B. J. _______________ Vinsamleg bending. Samkvæmt gjörðabók siðasta kirkjuþings, var samþykt að næsta kirkjuþing skuli haldið í Winni- peg; og í sambandi við það tutt- ugu og fimm ára afmæli kirkju- félagsins; og enn fremur, að bjóða Þórlialli Bjarnarsyni, bisk- upi íslands, og herra S. Á. Gísla- syni, sem heiðursgestum við þá há- tíðlegu athöfn. Það virðist mjög tilhlýðilegt, að kirkjufélagið hjóði biskupi íslands sem fuilltrúa móð- urkirkjunnar, til þess að taka þátt ■ í hinni ákveðnu afmælishátíð; og er vonandi að þaö verði til þess: aö efla velvild og bróðurhug með Austur- og Vestur-íslendingnm. Og þar sem kirkjufélagið hefir boðið þessum háttvirtu guðfræð- ingum, mun það óefað gera það svo myndarlega að öllu leyti, að það verði því og Vestur-íslending um yfirleitt til sóma og ánægjti. En það virðist mér yfirsjón, að kirkjufélagið skyldi ekki bjóða hinu afkastamikla þg háflevga trúarskálcfi voru, séra V'aldemar Briem, sem í trúarlegu og bók- mentalegu tilliti mun hafa unnið meira gagn en nokkurt annað is- lenzkt skáld, með sínum hugnæmu og háfleygn ljóðum. Er það til- viljun, að í byrjun kirkjuþings síðastliðið sumar, minnist forseti hans í þingsetningar-ræðu sinni, frenntr en annara íslenzkra skálda, og' vitnar til biblíiuJjóða hans, og sálmsins nr. 127—“Þótt holdið liggi lágt, og læst í dróma, fær and inn hafist hátt í himinljóma”— og sem liann að verðugu nefnir einn allra fegursta sálminn í sálmabók- inni? Nei, það er alls ekki tilvilj- un; heldur eðlileg afleiðing þess, að hann hefir safnað og lagt fram svo mikinn og fullkominn andleg- an fori5a, til íslenzkra bókmenta, að þaðan má draga fögur dæmi og indælar liugsjónir nálega við óll tækifæri. Það virðist því mjög óviður- kvæmilegt, að vér Vestur-lslend- ingar göngum alveg þegjandi fram hjá þessum göfuga ágætis- manni við þetta hátíðlega tækifæri, og sýmvm honum ekki verðuga viðurkenning og þakkiketi, fyrir hans ógleymanlegui starfsemi í andans heimi, á svæði trúarinnar og bókmentanna. Það væri því mjög æskilegt, að embættismenn kirkjufélagsins vildu nú hafa sam tök til þess að bjóða honum sem heiðursgesti til hinnar ákveðnu afmælis hátíðar. ug um leið, að vér Vestur-Íslendíngar tækjum höndum saman og legðum fram nægilegt fé til þess að kosta ferð hans hingað vestur, og svo heim aftur — verði honum boðið og geti hann sint því. Og svo að sjálfsögöu styðj'um vér að því, að dvöJ- allra heiðursgestanna hér vestra verði þeim til gleði og á- nægju. Vilji embættismenn kirkjufé- lagsins og Islendingar yfirleitt taka þetta má! til íhugunar og koma því í framkvæmd, mun óhjá kvæmilegt að nefnd verði útnefnd í Winnipeg til þess að koma mál- inu í hreyfingu, og hafa fram- kvæmdir með höndum. Og eðli- lega vinni hún svo út frá sér með- al f'Silendinga, í hinum ýmsu bygð- arlögnm þeirra, svo að öllum gef- ist tækifæri til þess að votta hinui góðlfræga skáldi virðing sina og þakklæti. Mun óhætt að treysta því, að í flestum ef ekki öllum bygðum íslendinga, muni auðvelt að fá menn til þess að taka að sér fjársöfnun og á annan hátt styðja þetta málefni. I. Athugasemd.— Ofanaritaða grein höfum vér fengið frá merkum manni hér í fylkinu. Oss finst það mjög vel viðeigandi, að séra Valdemar Briem væri boðið hingað vestur til kirkjuþingsins 'að sumri; þg vér vitum að hann yrði öllum löndum vorum hér hinn kærkomnasti gest- 11 r. 1 Eins og kunnugt er, var for- seta kirkjufélagsins, ,séra Birni B. Jónssyni, falið aö bjóða heiöurs- gestunum til kirkjuþingsins, og vafalaust yrði hann að gangast fyrir boði þessu, enda teljum vér vist, að hann verði fúslega við því. Vér viljum geta þess hér, af því að mörgum mun ókunnugt um það, að heiðtirsgestir kirkjufélags ins verða sjálfir að bera allan kostnað af för sinnr til og frá, en veröa að sjálfsögðu gestir kirkju- félagsins meöan þeir standa hér við. — Ritstj. Lögbegrs. Ný heimilisréttarlönd. Dominionstjómin hefir gert ráð stafanir til þess að gera mönnum kost á víðáttumikLu landflæmi hér í Manitoba, til heimilisréttar og allnærri Winnipeg til þess aö gera. Nær það yfir 1,300 heimil- isréttarlönd og hefir eigi verið vö á því til heimilisréttar fram aö þessum tíma. En nú hefir verið fastráðið, að 15. Febr. skuli land- nemendum gerður kostur á öllu Thc DOMINION BANH SELKIRK UTIBUIO Alls konar bankastorf af hendi leyst. Sparisjóðsdeildin. TekiP yíB innlögura, frá íi.oo að upphnfl °g þar yfir Haestu vextir borgaðir tvisvar sinnum á ári. Viðslriftum bæada og ano- arra sveitaraanna sérstakur gauraur gefint, Bréfleg innleggeg úttektir afgreiddar. Ósk- að eftir bréfaviðskiftum. Greiddur höfuðstóll... $4,000,000 Varasjóðr og óskiftargróði $ 5,400,000 Innlög almennings ........$44,000,000 Allar eignir..............$59,000,000 J. GRISDALE, bankastjóri. ÓDÝRT Yður vanhagar ekki um lélegan við, heldur ódýran við. Vér höf- um hann, og hann er góður og þur. Hafið þér reynt $5.00 eldiviðinn frá oss? Ef svo er ekki — væri ekki ráð að gera það núna? J. & L. GUNN, Qaality Wood Deaiers, Horni Princess og Alexander are. Tals.: Main79i, Winnipeg. þessu landi með venjulegum skil- yröum um heimilisréttar landtöku. Það telst svo til, að þetta nýja heimilisréttarlandíflæmi sé eigi' nema um 100 mílur frá Winnipeg, og gefst mönnum nú hið bezta færi á að afla sér ábúðarlanda eigi allfjarri hinni fjölmennu miðstöð alls viðski ftalifs í Vesturlandinu. Heimilisréttarlöndin, þessi nýju eru á þeim stöðvum er hér segir: Öll tiltæk lönd í: Township 26 og 27, range 5 v. Township 27, range 6, vestur. Township 27, range 8 vestur. Township 11, range 13 austur. Townaship 3 og 8 ('inclj, range t6 austur. Margt af þessun) Iönckim kvað vera mjög völ fallið bæði til akur- yrkju og griparæktar, sérsstak- lega þau, sem liggja fyrir vestan fyrsta hádegisbaug. Á síöustu ár- um hefir bygð verið að smáfjerast norður eftir um Dog Lake og víð- ar eftir tanganum milli Manitoba- og Winnipeg-vatna. Eins og sjá má á landabréfinu liggur svæðið i townships 26 og 27, ranges 5, 6 og 8 vestur, noriSur og austur af Dog Lake og segist landkannendum svo frá, að þar sé mjög vænleg lönd til ábúðar. Má því vænta þess, aö nýju heimilis- réttarlöndin sem þar eru verði numin skjótt, eða á komandi vori og sumri valið úr þeim. % Fyrir landkosta sakir mun fýsi- legt að setjast að þar nyrðra, en samgölngubætur vjentanlegar, því að nú virðist sem varda geti orðið langur dráttur á því, að Oak Point brautin verði járnlögð norður eft- ir. FyLkisstjórnin ætti nú að sjá sóma sjnn í því aö draga bændur þar norður á milli vatnanna ekki lengur á þessari bráðnauðsynlegu samgöngubót, sem búið er að marg lofa þeim, en að vísu að marg- svíkja þá um. ------------ I Pinchot-málin. Innanríkisráöherra Bandaríkj- anna, Mr. Ballinger, hefir sætt mjög tniklum árásum í blöðum og timaritum undanfamar vikur, út af afskiftum stnum af kolanámum í Alaska og fossa-löndum í Banda ríkjunium, sein eru stjómareign. Forsetinnn lét lannsaka þær ákær- ur, og þegar ln.nn var kominn að raun um að Ballinger væri sýkn saka, lét hann víkja þeim tnanni úr embœtti, sem hafið hafði árás- irnar á Bailinger. Þessi maður heitir L- A. Glavis, og var umboðs maður á landskrífstofu Banda- ríkjanna. Árásimar á Ballinger hédu þá áfram, og vildi hann þá rannsaka mál sín frá upphafi, svo að alUr gætu séð, að hann væri saklaus. Fimta þ. m. voru tillög- ur bomar fram í senatinu og þing- inu i Washington, að hefja ítar- lega rannsókn í málum þessum. Ballinger hafði krafist þess, • að rannsökuð vrðtt störf þeirrar r

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.