Lögberg - 25.08.1910, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.08.1910, Blaðsíða 1
23. AR. II WINNIPEG, MAN., Firatudaginn 25. Ágúst 1910. Nr 34 Fréttir. Margir 'jjjóö.höföingjar iieiin- sóttu Franz Jósef Austurrílciskeis ara 18. þ. m. á áttugasta afmæhs- dagi hans. Þar á meöal George Bretakonungfur, og Vilhjálmur Þýzkalandskeisari. Franz Jósef keisari er ern enn þá, þrátt fyrir hinn háa aldur. Hann hefir ver- iö sparneytinn mjög og reglu- samur í háttum sínuiu en átt við ýmislegt andstreymi að striða um sina daga og verið mikill mæðu- maður. flugvélin rann; fraþi hjá dúfna- flókkinum. Þegar Le Blanc lenti í Amiens voru dúfumar orðnar æði langt á eftir honum og komu þangað ekki fyr en 6 ogi-3 mín. seinna en hann. verið og sýnt víða díæmafáa karl- mensku og hugrekki, og margir látið líf sitt í þeirri eldvöm. Uppskeruhorfur eru sagðar lé- legar mjög á Frakklandi. Búist er við að hveiti uppskeran þar í ár verði ekki meir en 312 miljón- ir bushela. í fyrra var hún 370 miljónir og þótti þá með rýrara móti. Af þessu hefir hveiti hækk- að1 þar í verði svo að það er orðið tveim dollurum hærra pokinn nú en var i síðastL Janúarmán. og haldið að Frakkar verði að kaupa .að margar miljónir bushela. Það bætist og ofan á, að vínuppskeran hefir brugðist mjög í héruðunum Champagne og Burgundy. Veðr- átta hefir verið mjög köld og vætur tiðar, er því kent um upp- skerubrestinn, sem talinn er að tíaki l'andinu $400,000,cx>0| tjón. Það hefir verið fornt viökvæði að vínár yrði ætíð gott á Frakklandi þegar halastjarna sæist, en nú ætlar þar að bregða hönd á venju. Greifirin af Turin, frændi ítal- íukonungs, er fyrir skömmu kom- inn aftur úr hættulegu ferðalagi um Afríku. Hann lagði af stað 4. Nóv. 1908 og hóf ferð sína frá Mombassa og hélt þvert yfir álf- una fótgangandi og þvi næst lagði hann í aðra ferð frá Cape Town og norður og létti eigi fyr en hann kom til Kairo. Hann hafði með sér einn hvítan fylgdarmann, en annars tóma svarta burðarsveina A ferðalaginu um austanverða Afriku brúkaði hann fyrst litla hesta, en þeir uppgáfust skjótt svo að hann varð lengst af að fara fót- gangandi. Grand Trunk Pacific járnbraut- arfélagið býst við að hafa full- gerða aðal brautina til Prince Rupert árið 1912, eða í siðasta lagi árið 1913. Við væntanlegar kosningar i Bandaríkjum í Suöur Afriku er búist við að Botha stjórnarfor- maður hafi mikinn meiri hluta. Bæði Þýzkalandsstjórn og Aust urrikisstjórn hafa gert ítarlegar ráðstafanir til að stemrna stigu fyrir kólerunni sem nú geysar um Rússland. Mest kveður að henni i fylkjunum Tekaterinoslav, Ku- ban og Kherson. .Sumir segja að látist hafi um 40,000 úr sýkinni þetta sinni. Steingervingur af skelböku mikilli er nýfundinn í grend við Orkney Spring í Virginia. Hún vegur 400 pund og verður gefin safni í Washington. Þeir Mackenzie og Mann eru að leitast við að ná tangarhaldi á allri- fiskiveiðaútgerð við Kyrrahafs- strendur. Þeir hafa að sögn keypt útgerð ýmsra helztu fiskiveiðafé- laganna og eru nú að semja við New England Fish félagið, sem rekur alla heilagfiskisverzlun við ströndina. Mackenzie og mann fé- | lagið fæst við hvalaveiðar við Kyrrahafsstrendur og hefir í hug að láta gera i British Columbia feiknamikla sápugerðarverksmiðju, svo að hægt verði að nota hval- smjörið strax í stað þess að senda það til Glasgow svo sem áður hefir verið venja. Enn fremur ætlar það að láta reisa mikil íshús þar vestra. Dr. Crippen og Miss Le Neve, sem bæði eru undir kæru fyrir morð, eru nú komin á leið til Eng- lands aftur, til að ganga þar undir íannsókn. $1,250 verðlaúnin fyrir handtöku þeirra, hlýtur Kendall skipstjóri, sá er flutti þau vestur um haf og fyrstur gaf lögreglunni vitneskju um hvar þau væru mður komin eftir að þau hurfu af Eng- landi. fyrirmælum í erfðaskrá hinriar látnu, þar sem svo var á kveðið, að hana skyldi jarða viðhafnarlítið og á eigin kostnað. Fór jarðar- förin fram á laugardaginn var á þann hátt sem hin látna hafði myrir mælt og var hún jarðsett í Hampshire við hlið foreldra henn- ar. í Génf á Svisslandi er nýlátinn Gustav Moynion forseti milliríkja- nefndar félagsins Rauða krossins. Hafði hann verið forseti þeirrar nefndar frá því að hún var myndL uð árið 1863. Moynior var á sex- tugsaldri og var mikilsvirður mað- ur og víðkunnur. í fréttum frá Kaupmannahöfn er þess getið eftir símskeytum frá íslandi 22. þ. m., að eldfjallið Hekla sé í undirbúningi að gjósa. Revkjarstrókur stendur upp úr eldgígnum og búist við gosi þá og þegar. Jarðskjálftar hafi og verið öðru hvoru undan farna daga. Barónsfrú Vaughan, fylgikona ; Leopolds Belgíukonungs, sem nú er andaður, giftist nýskeð frönsk- | um kaupmanni í Neuilly-sur-Seine. | Það átti að halda giftingunni ! leyndri, en tókst ekki, og gerði! múgur manna aðsúg að brúðhjón- j unum svo að lá við veizluspjöllum. j Þýzkir læknar tveir, Klesler og Reid. eru að fást við tilraunir til að taka ljósmyndir af innri líffær- um manna. Þeir nota cinemato- graph við þær tilraunir. Innanlands óeirðnuum í Persíu heldur áfram. Herli^ stjórniar innar og nationalistar börðust ný- skeð á strætum höfutíborgarinn- ar, Teheran. Járnbrautarslys mikið varð ný- skeð á sunnanverðu .Frakklandji skamt frá Bordeaux. Farmlest og farþegalest rákust á. Sex vagnar mölbrotnjuðu, þrjátíu og sjö farþegar biðu bana, en fimitu og átta meiddust. Um þessar mundir er japanska j stjórnin að innlima Kóreu í ríki sitt og byggir á Portsmouth samn- ingunum; vitaskuld er þessi inn- limun nú ekki nema form eitt þvi j að það er alkunnugt að Japanar hafa haft öll yfirráð á Kóreu síðan ; ófriðinum milli þeirra og Rússa lauk. Kórea er allvíðáttumikið ! land, á við England, og íbúar um 12 miljónir. Þar hefir höfðingja j ætt ein ráðið ríkjum , Yi-ættin, í j rúm fimm hundruð ár. Síðastliðna sjö mánuði talið til Júlíloka, fluttust yfir haf til Can- atla 217,285. til Bandaríkja 172,000 og til Ástralíu 21,188 og til Suður Afriku 14,467. Fyrir þrem öldum stofnaði John Guy og flokkur nýlendumanna með honum frá Bristol á Englandi fyrstu nýlenduna í Nýfundnalandi. Til minningar um það landnám var 17. þ. m. haldinn hátíðlegur i ýmsum bæjum i Nýfundnalandi og afhjúpuð standmynd til minning- ar um landnámið. Sendinefnd frá Bristol var viðstödd hátiðarhaldið. Nafínfrægur austurrískur nátt- úrufræðingur, sem Alois Musil heitir, er nýkominn heim úr leið- angri er hann fór til Gyðinga- lands og Arabíu. Hann hefir s'kýrt frá þvi, að í tindinumi á Sínaifjalli sé eldgigur, er gosið hafi síðastliðin 3,000 til 4,000 ár öðru hvoru. Á leiðinni upp fjallið fann hann ýmsa staði sem mn er getið í heilagri ritningu, og enn- fremur margskonar sögulegar á- ritamr. Sýningin í Brussel verður opn- tið aftur eftir brunann jafn- skjótt og búið er að koma i lag því sem fór á tjá og tundúr i brunanum. Ríkið hefir veitt auka- lán til að bera kostnaðinn, sem af flýtur að nokkru leyti. Tjónið nú sagt frá 6 til 10 milj. doll. Tölu- vert kvað að ránum á sýningar- svæðinu um og rétt eftir brunann, en lögreglunni tókst skjótt að hefta þau., og er mjög rómuð framganga hennar i bruna þess um. ' 1 Sir Ernest Cassel, enskur auð- maður, hefir nýskeð gefiö eina miljón dollara í styrktarsjóð íianda fátækum verkamönnumi. Vöxtun- um af þessu fé skal verja til að styrkja fátæka þýzka menn, sem leita sér atvinnu á Englandli og sömuleiðis til að styrkja snauða menn enska er vilja fá atvinnu á Þýzkalandi. Styrk á að veita þeim þangað til þeir öðlast lífvænlega atvinnu. Styrktarsjóður þessi er stofnaður til minningar um Ed- ward konung því að með honum og Sir Emest var harla kær vin átta. Blaðið Free Press ihefir svo sem venja þess er aflað sér ítarlegra frétta af uppskeruhorfum hér í Norðvesturlandinu. Eftir þeim er sú áætlun gerð, að uppskeran í Manitoba verði sem hér segir; hveiti; 28,660,616 bushel, hafrar: 28.361,890 bushel; bygg: 657,520 bushel; hör; 4,100,200. í Saskat- chewan: hveiti: 65,250,000 blushel; hafrar; 63,090,000 bushel; bygg; 4,266,000 bushel; hör: 3,537,000 bushel; I Alberta: vorhveiti: 5,- 370,013 bushel; vetrarhveiti; 1,- 955»784 bushel ; hafrar; 16,849,200 bushel; bygg: 2,207,250 bush; og hör: 91.950 bushel. W. D. Scott, yfir innflutninga- stjóri sambandsstjórnarinnar, hef- ir nýskeð komið úr ferðalagi frá Evrópu og hefir síðan lýst yfir því að linað skuli aftur á innflutnings- skilvrðum þeim er sett voru í fyrra. Þá var þess krafist, að inn- flytjandi ætti að hafa $25 í pen- ingum er hann stigi hér á land. Þessu verður nú breytt svo til þess að gera fjölskylduim beggja megin hafsins hægra fyrir að ná saman, að ef sá hluti ættmennanna sem hér í landi er getur sýnt innflutn- ingsstjórum að hann hefir sæmi- legt lífsuppeldi hér og atvinnu, þá þurfa þeir ættingjar, sem hingað ætla að flytjast og hann býðst til að veita forsjá, ekki að sýna neina vissa fjárupphæð við land- göngu hér í Canada. Akvæðið það í fyrra hefir reynst svo óhagkvæmt að sjálfsagt þótti að breyta því. Stjórnarbreytingin á Finnlandi nálgast óðum og kemur fyrst fyrir alvöru til greina þegar þingið þar verður kallað sarnan. Það gerir ke’sarinn vitanlega, og á þar að kjósa sjö fulltrúa til að mæta í rússnesku dúmunni. Það kann vel að vera að finska þingið verði við tilskipunum keisara, en hitt getur og orðið að það sinni þeim ekki. Eru menn þá hræddir um að Rússar þröngvi enn meir kosti Finna en áður. Þessir fáu full- trúar, sem Finnar senda, á rúss- neska þingið, eru ekki líklegir að koma neinu til leiðar, fyrir hönd Finnlands; sú hlutdeild i þinginu er því að eins til málamynda og una Finnar illa við eins og von- iegt er. Þing þjeirra á að koma saman í Septemberlok, og þykir fróðlegt að vita hvort þar Verða kosnir fulltrúar á rússneska þingið eða ekki. íbúar í British Columbia eru að ráðgera að stofna til 'heimssýning- ar í Vancouver áður langt um líður. Helzt hefir komið til orða að hafa hana árið 19117. Það hefir þegar komið til orða að nota Hast- ings Park fyrir sýningarsvæði. Á- skoranir sendar um fjárstyrk bæði til fylkisstjómar og sambands- stjórnar. Gaynor borgarstjóri i New York er nú óðtvm að hressast, þó að hann sé ekki gróinn sára sinna, og haldið að hann verði ferðafær frá Hoboken spxtala eftir rúma viku, en ekki búist við að hannj verði fær til embættisstarfa fyr en eftir mánaðartíma. Flugsamkepni var hafin milli flugvélamanna og venjulegra fugla nýverið. Sú samkepni var háð á Frakklandi og biðu fugl- arnir ósigur. 1 sama mund og flugkappinn Le Blanc lagði af stað frá Douai var þar slept 47 bréfdúfum frá Amiens ,en þangað ætlaði Le Blanc að fara. Blæja- logn var og leið eigi á löngu áður Hryllilegir skógareldar hafa geysað í Montana og Idaho rikjuin- um undanfarið og er haldið að alt að því tvö hundmð manns hafi látið líf sitt í þessum eldum eða jafnvel fleiri. Eyddir bæimir Taft, St. Regis, Henderson, De- borgia, Vaughan og Buford. Eigna tjón skiftir mörgum miljónum. Hryllilegar sögur segja þeir sem af komust. Menn hafa reynt að stöðva eldana svo sem auðið hefir Hermála frumvarp nýtt ætlar þýzka stjómin að leggja fyrir þing á komandi hausti. Meðal annars verður t því gert ráð fyrir byggingu þriggja nýrra herstópa. Alt eiga það að vera stór orustu- skip. í nýbirtum skýrslum frá Wash- ington er sagt, að um 200 kristnir sundurgreindir trúarflokkar séu í Bandaríkjum, og þar fyrir utan i.okkrir heiðnir trúflokkar. Flest- ir þeirra eru kínverskir eða jap- anskir. Alls eiga Kínverjar þar í landi um 60 bænahús, en Japanar 12. Einn kínverskur Búddatrúar- prestur er sagður í Bandaríkjum. Bænahúsjn nota helzt einstakir menn, er þeir finna þörf hjá sér til að dýrka guði sína. Vinnustöðvun í Winni- peg. Fyrra mánudag vildi svo til hér í bæ, að 12 steinsmiðir Lyall-Mit- chefl byggingafél., hættu verki Höfðu þeir fengið skipun um það frá höfuðstöð allsherjar verka- mannafélagsins í Bandaríkjunum. Skipun þessa bygðu þessir for- kólfar verkamanna á því, að fyr- nefnt Lyall-Mitchell félag væri sama félagið eins ag það, sem kent er við Peter Lyall and Sons í Montreal. og ekki vill viðurknna r.einn félagskap rneðal steinsmiða. En það hefir aftur orðið til þess að steinsmiða verkfall varð í Montreal fyrir eitthvað sex vikum og stendur það enn yfir: Þegar þessir tólf menn hættu að vinna hjá Lyall-Mitchell félaginu hér í Winnipeg, áttu verkstjórar i “build ers exchange” fund með sér fþvi að Lyall hér i bæ er einn í því fé- lagi) og samþyktu þar að gefa þessum 12 verkfallsmönnum frest þangað til um miðjan dag á föstu- dag 19. þ.m. að taka til vinnu aft- ur. Ef þeir sintu þvi ekki mundu verkstjórar gera vinnustöðvun (lockoutJ og neituðu öllum stein- smiðum hér um atvinnu. Lyall- Mitohell mennirnir 12 létu ekki sjá sig á föstudaginn og skall þá á vinnustöðvunin, og hefir staðið siðan og engar horfur á að henni létti af fyrst um sinn. Um 800 steinsmiðir og múrarar eru sagðir f'bæmim og munu flestir þeirra vinnulausir, af því að allir verk- stjórar í “builders exchange” hafa sagt steinsmiðum sinum upp vinnu. Verkstjórar þykjast hafa fulla heimild til að gera þessa vinnu- stöðvun, því að bæði hafi verka- menn gengið á samningana, sem gerðir voru í vor, og það er í, að verkfall skuli ekki ihefja. heldúr leggja ágreiningsatriðið í gerðar- dóm, þar til kvaddra manna af háflu beggja málsaðila. Enn frem- ur halda verkstjórar því fram, að þvi hafi fyrir skemstu verið lýst yfir hiklaust af gerðardómsnefnd, er í voru bæði steinsmiðir og menn af hálfu verkstjóra, að Lyall-Mit- chell félagið i Winnipeg og Peter Lyall & Sons í Montreal værui tvö aðgreind félög og því ekkert vit í að láta verkfallsdeiluna í Montreal koma til greina hér i Winnipeg. Steinsmiðir þykjast verða að hlýða skipunum forkólfanna í Bandaríkj- | unum. Það sé og mikið i ihúfi ef hætta eigi við að viðurkenna fé- lagsskap þeirra. Eigi að síður virðast tólfmenningamir hér hafa farið nokkuð flast að ráði sínu og ekki annað sýnna en að þeir hafi gengið á gerða samninga. en við- búið að mikið tjón hljótist af, því að enn eru engar horfur á því að sætt komist á en sennilegt að fleiri iðnaðarfélög verði við verkfallið bendluð. Mrs. H. Sigurðsson með dóttur sinni. Tíðarfar hefir verið helduir kald ara undanfama daga, en ekki munu næturfrost hafa komið enn. Ovenjulega mikið mistur hefir verið í lofti suma undanfarna daga. Hr. Björn Blöndal smiðtur, sem verið hefir undanfarið norður á Gimli við smíðar var fluttur sjúk- ur hingað til hæjarins síðastliðinn mánudag. Bróðir hans, JI A. Blön- dal, fór þangað nocður'til að ann- ast hann á leiðinni. Föstudagskvöldið iq. þ. m. gaf séra Jón Bjarnason saman í hjóna- band þau Vilhjálm Guðmundsson frá Selkirk og Jóhönnu Elisabet Sveinsdóttur. Lesið tilboð um kenslu frá Lundi skóla, sem er á öðmm stað í blað- inu. Þar stóð: 1. eða 2. stigs kenn arapróf, en átti að vera: 2. eða 3.' stigs kennarapróf. Uppskera er sögð meiri sum,- staðar 1 Minnesotarí'ki en dæmi eru til áður, og verð hátt á öllum af- urðum. Landar vorir þar syðra njóta margir góðs af því. Dr. O. Stephensen fór snögga ferð norður til Nýja íslands á mánudaginn í lækniserindum. Sunnudaginn 7. þ. m. andaðist að Baldur stúlkan Lukka Sveinsson tæpra 26 ára gömul. Hún hafði verið biluð á heilsu nokkur undan- farin ár. Vönduð stúlka og vel látin. Jarðarför hennar fór fram mánudaginn 15. þ.m. Mr. Pétur Þorleiíson, bóndi í Lögbergsnýlendu, varð fyrir þeim skaða að missa öll hey sín. Orsak- aðist af því, að drengur á heimilinu hafði verið með eldspýtur nálægt heyjunum og óvart kveikt í. Or bænum. Þrátt fyrir verkfallið, sem hér er í bænum, og getið er á öðrum stað, hefir verki verið haldið áfram við Lögbergshúsið. Tvær loft,- hæðir hafa nú verið hlaðnar af veggjumim alt í kring og á sumum hliðunum nokkuð komið af þriðju lofthæð. Fyrra miðvikudagskveld Id. 5 voru þau' gefin saman í hjónaband í Fyrstu lút. kirkju, M!iss Þjóð- björg Swanson og Mr. Hinrik G. Hinriksson. Séra Jfón Bjarnason gaf þau saman, að viðstöddu miklu fjölmenni. Ungu hjónin héldu sama dag í skemtiför vestur til Banff, baðstaðsins í Klettafjöllum. og verða um hálfan mánuð að heiman. Mr. B. J. Borgfjörð, sem dvalið hefir undanfarið á Gimli, kom hingað til bæjarins á mánudaginn. Tlann var á leið vestur til Canda- har, Sask. Miss Ena Eyjólfsson frá Salt- coats, sem dvalið hefir hér í bæn- um, fór til Shoal Lake á fimtudag- inn var, að heimsækja föðurbróður sinn, Mr. S. Eyjólfsson. Hr. Olafur Olafsson, bygginga- meistari frá Brooklyn, N. Y., kom hingað til bæjarins i fyrri viku. Hann hefir verið um 20 ár þar syðra og kom nú til að sjá bróður sinn, Ingimund Ólafsson, við Wild Oak. Hann fór heimleiðis á rnánu- daginn. Þeir sem eiga að fá söguna sem seinast kom út í Lögbergi, verða enn að hafa biðlund. tJtkoma henn- ar hefir dregist vegna húsbygg- ingarinnar og þess, að Lögberg hefir enga prentsmiðju á meðan. Herra Kristinn skáld Stefánsson hefir sent Lögbergi einkar fagurt kvæði um vin sinn Magnús heitinn Brvnjólfsson. Blaðið var fullsett þegar kvæðið kom og verður þess vegna að bíða næsta blaðs. Dr. Brandson fór suður til Dak- ota í fyrri viku. Pau hjónin, Sigurður Holm og kona hans, að 671 Alverstone str. hér í bænum, urðu fyrir þeirri sorg að missa dreng á fyrsta ári fyrra miðvikudag. Hann hét Karl Emil. Mrs. S. Oddson fór héðan úr bænum fyrra mánudag, ásamt báð- um drengjum sínum, suður til Minneota, Minn. — Með henni fór Takið eftir auglýsingu Thomas í þessu blaði. frá G. Akrar hafa þegar verið slegnir mjög víða hér í fylkinu og þresk- ing byrjuð. Fjöldi manns hefir komið að austan undanfama daga til að leita sér atvinnu við þresk- ingu í Vesturlandinu. Hr. Chr. Hjálmarsson k;aupm. frá Candahar, Sask., var hér á ferð um síðustu helgi. Lögmönnum Florence sálugu Nightingale bárust tilboð um það af hálfu hins opinbera, að þjóðin annaðist um útför hennar. Lög- mennimir neituðu því samkvæmt BÚÐIN, SEM Alfatnaður, hattar og karlmanna klæðnaöur við lægsta __ „ „ _ verði í bænum. Gæðin, tízkan og nytsemin fara sam- ALDKIil HKbuZ I I an í öllum hlutum, sem vér seljum. Geriö yður að vam-að fara til WHITE £> MANAHAN, S00 Main St., Winnipeq. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.