Lögberg - 25.08.1910, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.08.1910, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGHSFN 25. ÁGÚST 1910. LÖGBERG g jfiö út hvern firatudag af The Lög- SERG PRINTING & PUBLI9HING Co. Cor. William Ave. & Nena St. Winnipeg, - Manitoba S. BJÖRNSSON, Editor. J. A. BLÖNDAL, Bus. Manager Utanáskrift: TVe Logberg Printing <te Pnblisliing ('o. 1\ O. Box 3084 WINNIPEG Utanáskrift ritstjórans: Editor Logkrg I* O. BOX 3081 WlNNIPKG PIIONEomain ^21 Verðhæk^iun varnings. Lesendum Lögbergs er ekki ó- kunnugt um þab, aö kongress Bandaríkja skipaði nefnd manna til þess atS íhuga hverjar orsakir væru til þess, að varningur hefir hækkaS svo tiltakanlega , verhi þar í landi á siöari árum. Áöur hefir veriö frá því skýrt hér í blaðinu, hverjar orsakir aö meiri hluti nefndar þessarar taldi valda aö verðhækkuninni, þo aö nefndin skiftist í tvent. En minni hlutinn virðist og hafa töluvert til síns máls og skal hér skýrt frá áliti hans í fám orðum. ‘Þrent er þaö einkum, sem hann telur valda verðhæikkuninni; þaö eru: 1. tolllögin, 2. samlög auöfélaga, 3. einokun. Nefndarmenn teljast ekki hafa nægileg skilríki til þess’ aö kveða nákvæmlega á um það, i hVaða hlutföllum veröhækkunin standi við hverja þessa orsök, en tvær þíær fyrstnefndu hyggur nefndin á- hrifamestar. Margt hafði minni hluti- nefnd- arinnar að athuga við Payne-Ald- rich tolllögin nýju og sýndi fram á, að tollur væri óhagkvæmlega lagður á ýmsan varning; tollur á kampavíni væri t. a. m. settur þar 54—66 prct, en tollur á ullarfatn- aði 80—92 prct. Þetta væri aö örfa kampav'ínsdrykkju en að gera mönnum ókleift aö ganga í ullar- fötum. Sama væri aö segja um margan annan nauðsynlegan varn- ing, t. a. m. hatta. Tollur á ódýr- um höttum væri 77 prct. á þeim sem væru $4.50 tylftin, en á dýr- ari höttum, sem virtir væru á $10 tylftin, væri tollurinn að eins 47 af hundraði. Þá fer minni hluti nefndarinnar ómjúkum orðum um vemdartoll- ana og segir að þeir séu mikil aiuðs uppspretta fyrir einstaka menn, en stórkostlegt tjón almenningi. Um þetta atriði segir svo í neíjndar- álitinu: “Vér erum þeirrar skoðunar, að jafngildi tollanna sé lagt við verð varningsins o galmenningur verði að greiða það; að ef enginn væri tollurinn mimdu vörur þær sem vér kaupium og á er lagt verða þeim mun ódýrari sem tollinum nemur; að ef vér kaupum ekki inn fluttu vörumar, þá leggi hinn toll- vemdaði verksmiðjueigandi nálega sama verð á innlendu vöruna sem 'hann býr til, eins og samskonar innflutt vara várð meö tollinum. Það er erfitt að gfizka á hvernig nokkur getur haldið með hátollum, nema hann trúi því einlæglega, að þeir muni hækka veröið sem verk- smiðiumenn fá fyrir vörur þær er þeir búa til og háðar eru verðhækk un samkepninnar, og aukist þannig útgjaldahyrði almúgamannsins. Þá vorum vér og margsinnis varaðir við því, að hée lítil tolllækkun sem gerð væri, mundi leiða til þess, að inn í landi vort yrði óðfluga flutt ógrynni af þýzkum vörum með lágu verði, og innan skamms mundi engi”i framar sjá reyk leggja til himins úr verksmiðjum Bamda- ríkjamanna. Nú er oss sagt, að tollarnir hafi ekiki valdið verö- hækkun á þessum varningi, sem kominn er inn á hvert heimili, og ræður heilbrigði og þægindum hverrar fjölskyldu.” Ljóst dæmi um hinar tjónsam- legu afleiöingar hátolla fargansins segja þeir aö sé sykurverðiö í New York og Lundúnum. Almenning- ur í New York verður að borga þeim mun meira fyrir sykur en Lundúnabúar, sem tóllmismuninum nemur, og 17 cent þar að auki á hver 100 pund. “Það er naumast þörf á aö benda á hinn geysiháa toll, sem hér er á ullarfatnaöi,” segir í nefndarálitinu. “Núgildandi tollur er svo hár á þessari nauð- synlegu varningstegund í Banda- rikjum, að öll erlend verzlunar- samkepni er fyrir borö borin, nema á þeim ullarvamingi sem hæst verð er á, og ekki kaupa aðrir en þeir sem ríkastir eru og hirða litt um verðlag á varningi.” Um samlög auðfélaga og verzl- unareinökun er langt og ítarlegt mál. Það er gerð grein fyrir því hvernig slik sambönd myndist og hverjar afleiðingar verði af þeim, og kveðast nefndarmenn ekki ef- ast um að flest auðfélaga samlög mundu slitna, ef lagtollastefna yrði ofan á i. Bandaríkjum, því að “auðfélaga samlögin þrífast aðeins í skjóli vemdartollanna.” Þýfinu skilað. Mikla ósvífni og bíræfni sýndi þjófur hér í bænum í fyrri viku. Hann kom inn í gimsteinabúð um hábjartan dag, og þegar hann sá sér færi, stal hann nokkrum dýr- gripum og gekk út eins og ekkert hefði í skorist. En þegar haun hafði gengið fáa faðma, kom til hans maður, sem bað hann að snúa við með sér og koma í gimsteina- búðina. Hinn var tregur til, en lét þó tilleiöast. Þegar þangað kom gat hann engum vörnum komið fyrir sig og skilaði þýfinu umvröalaust, í þeirri von, aö hann slyppi án hegningar. En hann var hneptur í fangelsi og bíður c.oms. — Svipaða ósvífni og bíræfni eins og þjófur þessi hafði í frammi, sýndu nokkrir afturhalds- menn í Russell kjördæmi, er þeir ónýttu atkvæöaseöla Valens þing- manns og stólu kjördæminu handa Bonnycastle afturhaldsmanni. Eins og menn muna komst dómarinn svo aö oröi um þetta mál, aö hann dæmdi Bonnycastle sætiö, en hann mætti skammast sín fyrir að taka við því. Hann tók þó við þýfinu fegins hendi og mun hafa ætlað að hagnýta sér þaö, en svo varð hann þess var, að allra augu horfðu á hann með undrun og lítilsvirðing og skorti hann þá þrek til að halda sætii.u, og svo fór að lokum, eftir mikið stímabrak, að hann brá sér til Winnipeg og skilaSi þýfinu þ. e. a. s. lagði niður þingmensku. Telegram finst mikið til um þetta viðvik og hefur Bonnycastle upp til skýjanna eins og hann væri fáheyrður “dánumaður”. Öðrum virðist þetta alls ekki þakkavert, heldur skyldugt og sjálfsagt. Hvaða rétt skyldi Bonnycastle bafa til þess að halda stolnum hlut? Á hann ekki að sjálfsögðu að fara að eins 0g gimsteinaþjóf- urinn og skila þýfinuf. Lagning G.T.P. brautar- innar. Þ'ó að fátt hafi verið sagt af lagningu G. T. Pacific jámbraut- arinríar um hríð hér í blaðinu, þá er það ekki fyrir þá sök, að því verki hafi lítið miðað áfram í seinni tið. Lögfberg getur þvert á móti fært lesendum sínum þær góðu fréttir, að á fimtudaginn kemur, 1. September næstkomandi, verður hægt að flytja hveiti og aðrar afurðir alla leið frá E<Enon- ton austur til Fort William. Enn- fremur éerður nokkur flutningur með þeim hlutá 'brautarinnar, sem búið er að leggja vestur fró Ed- monton. Þá er og búist við að i haust hefjist flutningar á 250 mílna svæði á austurhluta brautarinnar, þjóðeignahlutanum, á svæðinu frá Weymantachene til St. Lawrence River. Brautarlagningin er og sótt af miklu kappi allsstaðar á austur- hluta brautarinnar, þar sem ólagt er, sömuleiðis á vesturhlutanum, alt til Prince Rupert. Það er auð- séð að verið er að keppast við að ljúka við brautina á tilskildum tíma. Dominionstpórnin lætur sér mjög ant um það og yfir höfuð að tala geta íbúar Canada trautt ann- að en metið það við sambandstjóm ina, hve mikinn dugnað og ötul- leik hún hefir sýnt í að koma þessu mikla stórvirki í framkvlæmd. Eins og menn rnuna var þiað viðkvæðið hjá afturhaldsmönnum fyrir kosningarnar 1904 að ekkert væri að byggja á loforðum. Laurierstjómarinnar að því er þessa meginlandsbraut snertir. Það var sagt að hún kæmist aldrei upp, og loforðin væru ekkert annað en kænleg kosningabeita. En sú hrakspá hefir ekki gengið eftir sem betur fer. Lagning G. T. P. jám- brautarinnar reyndist ekki kosn- ingabeita. Hún er nú orðin áþreif- anlegur veruleiki, sem ekki verður móti mælt. Þessi þjóðcigna meg- inJandsbraut er nú svo vel á veg komin, að allar líkur eru til að benni verði lokið á ákveðnum tíma og þá munu íbúar þessa lands, sárstaklega kornyrkjumenn í Norð vesturlandinu, sjá gerla hvílíkt þarfa fyrirtæki G. T. P. járnbraut- in er, því að þegar hún er tekin til starfa fyrir alvöru, getur ekki hjá því farið að farmgjald fari lækkandi er flutningasamkepnin eykst og C. P. R. félagið getur ekki lengur verið eitt um hituna á sama hátt og það hefir verið, alla leið stranda milli hér í Canada. Taft safnar liði. Það hefir ekki farið leynt, að nokkur hluti republicana í Banda- rikjum hefir ekki verið sem á- nægðastur yfir stjórn Tafts, eink- anlega vegna þess trausts, sem suimir fornvánir hans, eins og t. a. m. Ballinger ráðgjafi o. fl. o. fl. hafa notið hjá honum. Hafa for- mælendur þessa flokkshluta repub- licana, fylkingararmsins í Vestur- ríkjunum, sem kallaður er, farið hýsna hörðum orðum um sam- bandsstjórnina, og voru því allar horfur á því um eitt skeið, að Taft mundi ekki hafa mikið fylgi í næstu forseta ko,sningum er flokkur hans var klofinn. En nú horfir til ibreytingar í þessum efnum. Það er sem sé mál manna syðra, þeirra er kunn- ugastir þykja, að Taft hafi fundið ráð til að draga saman fylkingar- arma republicana, og eyða klofn- ing þeirri, sem orðin var í liði hans. Og ráðið er það, að slíta vinfengi við Ballinger ráðgjafa og ýmsa fleiri fomkunningja sína er verst eru þokkaðir orðnir, og láta þá sigla sinn sjó. Nú kvað hann hafa fastráðið að vísa Ballinger úr ráðaneyti sínu og hætta öllu samneyti við hina fomu ráðunauta sína, þá senatorana Aldrich og Hale og Cannon þingfjorseta og ýmsa fleiri áburðarmenn sem re- publicanar í Vesturríkjunum hafa lítinn gáning á og hafa horn í síðu. Sá flokkshluti republicana, sem stjóm Tafts var andrigur, hefir tekið fréttum þessum feginshendi, og crti því horfur á að þetta bragð Tafts reynist homun örugt til lið- safnaðar svo sem hann ætlaðist til og væntir eftir. Það er jafnvel full yrt, að hann muni verða útnefnd- ur af floklcsbræðrum sínum< mót- stöðulítið til forseta 1912. Vita- skuld miundi Taft verða þtmgur róðurinn, ef Roosevelt yrði fáan- legur til útnefningar, en þess eru nú sagðar litlar líkur. Alt til þessa hefir Roosevelt að vísu aldrei lýst opinberlega yfir áliti sínu á stjórn Tafts, og hefir það kvisast að heldttr mundi vin- skapur þeirra vera að þverra. Taft kvað að minsta kosti hafa kunnað illa þeirri þögn fomvinar síns og þótt 'hún ills viti, einkan- lega þegar það bættist við, að flokkshluti repuhlicana, sá er móti Taft snerist, hafði við orð að nefna Roosevelt til forseta næst. En nú mttn Taft eigi framar kvíða því, er flokkur hans er í þann veginn að sameinast aftur og fylkja sér undir merki hans, og sennilegt er að þess muni nú ekki langt að bíða að Roosevelt geri það heyrinkunn- ugt. hvernig honum gezt að stjórn eftirmanns síns. Norðurför Amundsens. Roald Amund'sen, norðurfarinn frægi, sá er fann segulskautið, er á ný lagður af stað í leiðangur mikinn norður í höf. Nokkrar vikur ern nú liðnar siðan hann hóf för þessa. Skipið, semi hann kaus sér í leiðangurinn, er gamla Fram, er Friðþjófur Nansen hafði í heim skautaför sína. Skipið Var ágæt- lega vel húið og vandað til leið- angurs þessa svo sem framast var auðið. Að einu leyti verður hann og einstaklegur í sinni röð. Amund sen ætlar að hafa lengri útivist norður í höfum en dæmi eru til að nokkur hvítur maður hafi haft þar áður, því hann tók með sér vist- ir til sjö ára og gerði ráð fyrir að koma ekki aftur fyr en sumarið 1015 eöa 1916. Þá hýst hann við að lenda við austurströnd Græn- lands, ef alt gengur svec sem ráð er fyrir gert. Amundsen ætlar ekki beinlínis að Ieita heimskautsins, heldur að kanna strauma og dýralíf í Norð- uríshafinu. Hefir hann til þess margskvns vönduð tæki, og miklu hetri en þau sem Nansen átti völ á þegar hann fór í leiðangur sinn. Amundsen ætlar að láta berast með ísnum um hafið og vænta menn sér mikils vísindalegs árang- urs af þessari för hans, ef honum verður hamingjusamrar aftur- komu auðið. „Friðlendur.“ “Friðlendur” eða “hlutlaus lönd” hafa menn kallað þau lönd eða landshluta, sem stórveldi heimsins hafa komið sér saman um, að látin skuli með öllu hlutlaus á styrjald- artímum. íslenzk blöð hafa oft á tíðum gert lítið úr þessum hlut- leysis-samningum, talið sem þeir væri aðeins “á pappírnum” og væri mjöjg fátíðir og ómerkilegir. Mönn- um til fróðleiks í þessu efni viljum vér birta útdrátt úr grein um þetta efni, sem nýskeð var í hinu merka tímariti New York Independent. Tilefni greinarinnar er það, að um það er nú deilt í Bandaríkjun- um, hvort Panamaskurðurinn skuli “hlutlaus” í hernaði ,eða hvort þar skuli sett voldtig vígi á bæði lönd. Að líkindum verða vígi reist við skurðinn, hvemig sem fara kann síðar. En þó er því ekki að neita, að fr ðarhugurinn virðist óðum að eflast. Það væri engan veginn söguleg nýung, þó að Panamaskurðurinn yrði friðlýstur, segir í greininni. því aö til eru áður samskonar samu ingar. Hay-Pauncefote samning- urinn, sem gerður var 1901, er enganveginn fyrsti samniugair, ,sem friðað hefir lönd eða höf, og ekki er upptalið. þó að nefndur sé samn- ingurinn um Zuezskurðinn. Hav-Pauncefote samningurinn er tekinn nær orðréttur eftir samn- inginum, sem gerður var í Con- stantinopel um Zuezskurðinn; sá að eins munurinn, að viðvíkjandi Panamaskutðinum voru það að- eins Stórbretaland og Bandaríkin, sem samning gerðu til að tryggja frjálsa og óbindraða umferð um skurðinn, er ekki skyldi raskast á styrjaldartíimim,' en að því er snertir samninginn um Suezskurð- inn,, þá áttu helztu Evrópuþjóðir þar hlut að máli, en Bandaríkin komu þar ekki nærri. Tvennar stórstyrjaldir hafa staðið síðan Suezskurðurinn var fullger, styrjaldirnar milli Spán- ar og Bandaríkjanna og milli Rúss- lands og Japan. Og samningurinn var haldinn og flutningsldp og herskip fóru óhindruð um skurð- inn. Skurðurinn er varinn með samningi allrar Evrópu. Jafnvel áður en þessir tveir skurðir voru grafnir, eða árið 1850, þá var hinn svonefndi Clayton- Bulwer samningur gerður við Stórbretaland, þá er ráðgert var að samtengja úthöfin, en það fórst þá fyrir vegna þrælastyrjaldarinn- ar. En í þeim samningi var það fram tekið, að skurðurinn skyldi “ávalt vera opinn og frjáls” ftil umferðar) og enn fremur að hvorki Stórbretaland né Bandarík- in skyldi víggirða við skurðsend- ana. Jafnvel á ófriðartimum skyldi herskipum beggja þjóða heimil umferð um skurðinn. Þetta nægir um stórskurði þessa; en það er að eins hýrjun hinnar miklu sögu um alþjóðasamninga. er friða lönd og höf. Hvað höfin snertir, má nefna allsherjar samn- insr. sem gerður var 1856 milli allra stórþjóða Evrópu, þar á með- al Rússa og Tyrkja um hlutleysi Svartahafs og Dónár. Herfáninn var bannlýstur á Svartahafi, og engin liergagnabúr mátti reisa á ströndum þess. Nær samskonar samningar voru gerðir um Dóná, með því að hún væri landamerkja- fljót. Árið 1881 gerði Argentina- lýðveldið og Chili svipaðan samn- ing. er friðlýsti Magellan 'sundin, að svo miklu leyti, sem í þeirra valdi stóð. Svo mikilsverðir, sem þessir samningar eru um friðlýsing, þá verður þeim ekki líkt við samn- inga þá, sem snerta stöðui heilla landa- Það er nú nær öld síðan Austurríld, Frakkland. Stór- bretaland, Prússland og Rússland gerðu samning 1815 til að “tryggja æfinlegt hlntleysi Svisslands”. Þau “áhyrgðust að landeignir þess skyldi óskertar og áóreittar”, og þessi trygging náði til nokkurs hluta af Savoy. Árangurinn hefir verið friður og hagsæld Svisslands, sem ekki hefir nokkurt vígi, engan flota, engan verulegan her. heldur að eins þjóðlegt landvarnarlið. Það er varið sameiginlega af stór- veldum Evrópu. Mjög svipuð er staða Belgíu- ríkis. Árið 1839 var viður.kent á fundi stórveldanna að það væri “óháð og æfinlega 'hlutlaust ríki“, skyldugt “til að sýna öðrum ríkj- um samskonar hlutleysi'’. Engu að síður viðheldnr Belgía öflugum virkjum og nokkrum her, sem kostar $12,000,000 árlega, en hefir engan flota. Vér skulum að eins drepa á aðra samskonar samninga, sem gerðir voru 1863 og 1864, og trygðu hlut- leys' íónisku eyjanna grisku, og var þá rifið niður vígi það, er verið hafði á eynni Corfu. Árið 1S67 var stórhertogadæmið Luxem- hurg viðurkent “sí-hlutlaust riki”, og viggirðingar rifnar svo niður, að borgin mátti heita varnarlaus. Miklu merkari var samningurinn 1907, sem tryggir Noregi frelsi og Öskert yfirráð yfir öllu sínu landi, og þar næst má nefna samninginn 1908 um að viðhalda “status quo” á öllum löndum er vita að Eystra- salti og Norðursjónum. Loks árið 1907 hafa fimm lýðveldi í Mið- Ameríku orðið ásátt um að viður- kenna hlutleysi Honduras. Þessi dæmi nægja til að sanna, að stefnan um hlutleysi hefir engan veginn haft litla útbreiðslu meðal þjóðanna. Þetta eru alt samningar milli einstakra þjóða, er ekki binda aðrar þjóðir utan samninganna. En vanalega erui hlutaðeigendur svo voldugir, að þeir geta látið hlýða samningunum. Hvað Panamasamninginn snertir, gerum vér ráð fyrir að honum verði hlýtt, þó að ékki væri aðrar þjóðir en Bretar og Bandaríkja- menn viðriðnir.” Svo tarast "Indefændent'’ orð, og hætir því við, að hann vildi helzt að allar siglingaþjóðir vær: við riðnar Panamasamninginn. Blaðið leggur fasttega rnóti víg- girðingu skurðarins. Ef til vill getur grein þessi vak- ið menn tli umhugsunar um hlut- leysi fslands, sem stundum hefir verið hreyft þar heima. Það væri einkar æskilegt, að ísland gæti komist í tölu hlutlausra ríkja. Það er fávita-flónska, sem snmir hafa haldið fram, að hlutleysis við.ur- kenningin sé einskis virði og “að eins á pappímum.” The DOMMNION BANk SELKIKK I5T1BU1Ð. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjdösdeíldin. TekiP viö innlögum, frá $1.00 að upphaeP* og þar yfir Hæstu vextir borgaðir tvisvar sinnum á ári. Viöskiftum bænda og ann- arra sveitamanna sérstakur gauraur gefinL Bréfleg innlegg og úttektir aígreiddar. Ósk- a8 eftir bréfaviðskiftum. Greiddur höfuðstóll... $ 4,000,000 Varosjóðr og óskiftur gróði $ 5,400,000 Innlog almennings .........$44,000,000 Allar eignir.............$59,000,000 Innieignar skírteini (letter of credits) seléj sem eru greiðanleg um allan heim. J. GRISDALE, bankastjóri. jJ 7. Júní“ Merkur maður hér í fylkinu skrifar Lögbergi á þessa leið : “Mér hefir þótt vænt um grein- arnar, sem Lögberg flutti um JÓn Sigurðsson (16. Júní) og Þjóðminningardaginn. Þær vorti báðar svipaðs efnis, og fanst mér hvorttveggja orð í tíma töluð. Mér hefir alt af verið mjög kær minning Jóns Sigurðssonar, síðan eg kom til v,its og ára, og ait af hefi eg minst hans í hugamun hvern afmælisdag hans, og oft hefi eg óskað þess, að orðin “17. Júní” væri Islendiingum jafnkær eins og Norðmönnumi, frændum vorum, eru kær orðin “17. Maí”; því að þaö er frelsisdagur þeirra og þjóðhátíð, sem haldin hefir verið nær hundrað ár, ekjki ein- asta \ Noregi, heldur hvervetna þar sem Norðmenn hafast við, og hafa þessar 17-Maí samkomur átt mjög mikinn þátt í að glæða sam- hug og ættjaröarást Norðmanna. Eg efast um að nokkur þjóð eigi ser kærari þjoðhatiðardag en þeir. Allir , sem einhvem tíma hafa verið í Noregi 17. Maí ,eiga marg- ar Ijúfar endurminningar frá þeim degi, sem þeim munu seint úr minni Iíða. Við þessar þjóðhá- tíðir a norska þjóðin bundnar ó- íeDjandi endurminningar. Mörg hin fegurstu ættjarðarkvæði Norð- manna hafa orðið til vegna 17. Maí, og við söng þeirra hefir þjóðinni vaxið þróttur og gleði. Norðmenn í Ameríicu eru þegar famir að efla til mikilla samskota til senda Noregi mikilfenglega gjöf árið 1914, þegar 100 ár verða liðin frá skilnaði Noregs og Dan- merlcur. Mér verður alt af að hugsa um þessa tvo dága í einu, 17. Maí og iý- Júní, og finst mér eins og forsjónin hafi sent oss seinni dag- inn eins og heillagjöf, svo að vér gætum átt sameiginlegan þjóð- minningardag ein,s og Norðmenn. Það er satt, sem Lögherg segir, að vér höfum alls ekki sýnt minn- ,ng Jóns Sigu,rðssonar þann sóma sem skyldi. En hvað sem því lið- ur, vona eg allir verði á einu máli um, að halda aldarafmæli hans að ári með verulegum stórhátíðar- brag, og að minning hans verði vakin svo vel, að vdr minnumst hans árlega upp frá því.” Skilnaðarsamsæti. Hr. Sigurður Finnbogason kom síðastl. mánudag til borgarinnar frá Baldur, þar sem hann hefir verið við verzlunarstörf síðastliðin 5 ár. Laugardagskveldið var hon- um haldið skilnaðarsamsæti, sem handalag Immanuelssafn. og söng- flokkur safnaðarins gengust fyrir. Var við það tækifæri með þakk- læti minst á það, hve góðan þátt hann hefir tekið í öllu starfi Imma- núelssafnaðar, frá því er sá söfn- uður myndaðist. Hann hefir lengi verið skrifari sunnudagsskólans; forseti bandalagsins var hann lika siðastliðið ár, og i söngflokki safn aðarins hefir hann og verið frá byrjun. Honum var að skilnaði afhent vönduð ferðataska ,sem lít- ill vottur kærleika og þakklætis frá safnaðarmönnum. Fréttir frá íslandi- Reykjavík, 2. Ágúst 1910. Strandferðaskipið Vestri hljóp á grunn nálægt Haganesvik i Fljótum á þriðjudaginn var. Þoka var á. Skipið sakaði ekki og náð-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.