Lögberg - 23.02.1911, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.02.1911, Blaðsíða 1
24. AR WINNIPEG, MAN., Fimtudaginn 23. Febrúar 1911. FRUMVARP VIÐSKIFTASAMNINGA. Kongretsinn samþykkir fmmvarp viískiflafrnnicceria nreíj 221"at* kvæði gegn 92. — Frumvarpið fer til lenatsins. Demókratar fylgja því eindregið. Hinn 14. þ. m. fór fram at- kvæöagreiðsla um frumvarpið við- víkjandi viðskiftasamningunum í kongressinum. Frumvarpiðf var samþykt með 221 atkvæði gegn 92. Meiri hluti republicana greiddi atkvæði á móti því; 78 atkvæði með en 87 á móti. Demókratar hins vegar studdu frumvarpið ein dregið; af þeirra húlfu voru 143 atkvæði greidd með þvi, en 5 ein á móti. Frumvarpið fer nú til efrideild- arinnar, senatsins, og nokkur ó- vissa er á um örlög þess þar. Taft forseta er mjög ant um að frum- varpið nái samþykki senatsins og hann hefir fastráðið að láta ekki fresta málinu heldur sjá um, að senatið leggi úrskurð á það, ann- aðhvort felli frumvarpið eða sam- þykki það, að hann hótar að kalla saman aukaþing, ef senatið færist undan að bera frumvarpið undir atkvæði. Umræður urðu all-lang- ar og ákafar um frumvarpið áður en það var borið undir atkvæði í kongressinum; höfðu republicanar lengstaf orðið bæði með og móti, en úrslitin urðu þau sem fyr er getið. Brezka þingið. Rætt viðskiftafrumvarpið. Andstæðingar Asquith stjóm- arinnar urðu fyrst til aö ræða um viðskifta frumvarpið Canada og Bandaríkjamanna. Var Mr. Bal- four málshefjandi. Hann hélt því fram, að ef frumvarpið yrði sam- þykt mundi það verða brezka rík- inu til hins mesta tjóns og ó- happa. Mr. Asquith svaraði hon- um og kvaðst feginn hefði óskað, að þessu máli hefði ekki verið hreyft í brezka þinginu. Hann taldi það óviturlegt, aö Bretar færu að skifta sér af viðskifta- málum, sem Canadamenn og Bandaríkjamenn væri að semja sm á milli, upp á sitt eindæmi. Hann kvaðst samt aldrei hafa ef- ast um, að Bandaríkjastjóm mundi fyr eða síðar hafa neyðst til að rjúfa tollgarð þann (hinn mikla, er legið hefði milli Canada og Bandaríkja. — Brezk blöð hafa rætt mál þetta allítarlega. Liber- alar eru viðskiftasamningunum heldur hlyntir, og telja þá spor í fríverzlunaráttina, en uníonistar em þeim andvígir, finna þó það helzt að samningunum, að þeir muni verða til þess, að skerða ein- ing brezka veldisins. Peary ámælt. í umræðunum um flotamála- fmmvarpið i kongressinum var hafin snörp árás á Peary norður- fara. Þingmaður einn lét sér það um mimn fara, að hann væri “svikari ’ og '“óisa.snindamaður”, sem sjálfsagt væri að reka úr her- þjónustu. Vinir Peary’s fóm að bera hönd fyrir höfuð honum, og kölluðu hann hetju og mikilmenni, en það lét þingmaðurinn, sem tekið hafði að amæla Peary, Ma- eon frá Arkansas, sér ekki skiljast og var fastur á því, að reka ætti Peary úr sjóhernum. Þýzkalandskeisari. Vilhjálmur Þýzkalandskeisar hefir veríð sjúkur undanfarið, er er nú orðinn vel hress aftur. Hanr kvað hafa lýst því yfir, að hanr ætlaði sér aö ferðast til Englandí í vor og vera viðstaddur er af- hjúpaður verður í Maimánuð hinn skrautlegi minnisvarði, ei brezka þjóðin hefir nú látið reisj yfir Victoriu, hina ástsælu drotn- ingu sína. Landveitingabeiðni Saskatchewan-fylkis Mikilvægt nýmæli. Mikilvægt nýmæli var það, sen Turgeon dómsmálastjóri bar upj í fylkisþinginu 1 Saskatchewan n; lega. Nýmælið er það, að Sas katchewan stjórnin ætli að skon á sambandsstjórnina, að veitr fybkisstjóminni í Saskatchewan öll fylkíslönd, ásamt öllum málm- um og trjáviöi, sem á þeim er Dómsmálastjórinn gat /þess, a það væri ætlan fylkisstjórnarinna að áskoran þessi kæmi fyrir sarr bandsstjómina um það leyti, ser tekið væri til landamerkjamál Manitoba. Hundur bjargar heimilisfólki. Nýskeð bjargaði hundur fjöl- skyldu i Chatham, Ont, frá bráð- um bana. Hundurinn tók til að gelta að næturlagi, og rifa 1 hurð á svefnherbergisdyrum húsbónda sins, þangað til bóndinn fór á fæt- Brim brýtur flóð^arð. Frá Victoria, B. C., fréttist it var við Kyrrahafsströndina, hai brotnað flóðgarður við Ross Ba 200 yards að lengd. Flóðgarður inn hafði verið gerður til varna grafneit nokkrum þar við flóanr Gekk sjór yfir grafreitinn, rau legstaðina og sópaði nokkmm lík kistum á haf út. Nokkur hú hafa skemst af brimgangmum oj fleiri skemdir orðíí^ en eikk manntjón svo menn viti. Armleggur laganna. Nýskeð ritaði fylWisstjórinn Ontariofylki undir skipunarbré til að taka fastan í Torontobor mann nokkurn írskan, er frami Iiafði smáþjófnað austur á írland áður en hann flutti vestur. Ham hafði stolið $15 eða $16 af írskun ur, og fann þá að kviknað var í húsinu. I lann komst með naum- indum úr eldinum ásamt konu sinni og dóttur, en heimilið brann til kaldra kola. þykist maðurinn sem var kaúpmaður, i Chatham, eiga hundinum líf sitt að launa. Vatrisflóð í Iowa-dölum. Braðaþeyr rann á í Iowadölun- um í fyrri viku og snjó leysti svo skjótt, að vatnsflóð mikil urðu einkanlega í dölunum austanverð- um og hafa flóðin gert stórtjón allviða. Meðfram Wapsie og Maquoketa fljótunum er sagt að ladkfé, naut, sauðir og svm, hafi druknað svo hundruðum skiftir, og fólk orðið að flýja. úr híbýlum sinum a hærri staði. Tveirum ’ veiðimönnum varð mannbjörg úr flóðunum. Þeir höfðu engin úr- ræði haft önnur, en að klifra upp í tré, og höfðu setið þar í 24 kl- stundir þegar þeim varð bjargað. Menn muna ekki til aö jafnmikil flóð hafi komið þar austur í döl- unum síðan 1870. lögregluþjóni. Verður hann nú fluttur heim til írlands til að afplána glæp sinn. í þetta skifti hefir armleggur laganna orðið svo langur, að hann náði i sökudólg- inn um 4,000 mílna veg yfir láð og lög. Plágan í Kínp. Sýkin breiðist út. Nýjar og hræðilegar sögur ber- ast af plágunni miklu sem gengur í Kína. Tekist hefir að hefta sýk- ina nokkuð í Mukden sunnan- verðu, en i hinum öðrum hlutum Manchuriu geysar yeikin mjög ákaft. h'rá Harbin fréttist að þar deyi daglega 250 manns. Þar er jörð gaddfreðin og ekki hægt að jarða líkin og kistunum er rað- að hverri við hliðina á annari og likkisturöðin orðin hálfa mílu á lengd. Sýkin er heldur í rénun 1 stærstu bœjunum,, en breiðist óðum út um sveitimar 1 Kína. Nýtt deyííngarlyf. Frá Baltimore, Md., fréttist að við John Hopkins sjúkrahúsið þar syðra sé nú farið að nota volgt vatn að deyfingarlyfi við upp- skurði. Þegar uppslcurður er gerður við botnlangaveiki er volgu vatni dælt inn undir hör- undið þar er skurCmn skal gera, og þarf eigi að svæfa sjúklinginn því að nægilega mikið af volgu vatni deyfir sársaukann svo að sjúklingurinn hefir engar kvalir meðan á uppskurðinum stendur, en getur horft á alla athöfn lækn- isins. Sá þykir og kostur við þetta nýja deyfingarlyf, að sjúk- lingurinn kennir eigi eftir upp- skurðinn neinna þeirra óþæginda, er oft verður vart við eftir notkun ethers og annara svæfingarlyfja. Rússar og Kínverjar. Samningamir frá 1881. Rússar taka nú aö ýfast mjög við Kínverja og hafa tilkynt Bret- um, Þjóðvefjum og Frökkum að þeir^mundu halda her sínum að landamærum Kínverja, og er Kín- verjum gefið það að sök, að þeir hafi rofið samningana, sem gerð- ir voru í Pétursborg 1881. Aðal- ágreiningsefnin mi’li Rússa og Kmverja eru: fríverzlun í Mon- golíu, sérréttindi Rússa í Kína og stofnun konsúlsembœttis rúss- nesks í Koebdo 1 Mongolíu. Það er alkunnugt, að ágreiningur hef- ir verið um skilning á samningum þessum frá 1881. Samningstíminn er útrunninn í þessum mánuði, og heyrst, aS Kínverjar væru ófúsir til að endurnýja þá, nema þá að þeim væri breytt al'mikið, og orsökin til þess, að Rússar fylkja her sínum á landamærun- um mun aðallega vera sprottin af þvi, að Kínverjar hafa færst und- an að endumýja samningana. Kínverjar eru öldungis óviðbúnir að mæta Rússum í ófriði, og munu skjóta máli sínu til úrskurð ar stórveldanna, hvaða liðsinni sem þau veita þeim. Ur bænum og grendinni. Mr. og Mrs. Oliver hafa beðið Lögberg að flytja þakkir sinar til allra, er heiðruðu útför dóttur þeirra siðastl. þriðjudag. fsl. conrervativi klúbburinn býður ísl. liberal k’úbbnum í kappspil næstk. þriðjud.kv. í saln- um undir Únítarakirkjunni. Séra N. Stgr. Thorlakson mess- ar á Gimli næstk. sunnud. kl. 2. “Piano ricital” fór fram s.l. laugard. 1 skólasal Imperial Aca- demy of Music, og verða samskcm ar samkomur framvegis haldnar þar tvisvar í mánuði i vetur. Á- heyrendur luku lofsorði á nem- endur Dr. Homer, O.Donald, Mr. S. K. Hall og Mrs. Nickels. Þar voru 4 ísl. nemendur: Lára Blön- dal, Guðrún Jóhamison, Carolina Gunnlaugson og Alla Bardal, sem notið hafa kenslu hjá Mr. Hall. . .A öskudaginn—Giftar konur í stúkunni Skuld bjóða öllum^ ísl. Goodtemplurum heim til sín í G. T. húsið næsta miðvikudagskvöld (1. MarzJ. Veítingar: kaffi og pönnukökur. í ritgerð hr. J. J. Bildfells, sem út kom í blaðinu 16. þ.m. hefir misprentast: í 3. d. heilbrigð f. heilbrigt 1 4. d. sýki f. síki. í 4. d. en f. er. í 5. d. öheppilegt f. óheyrilega. Þann 17. þ.m. vuru þau Frið- ijörn Jósefsson og Guðný Elisa- bet Sigurðardóttir gefin saman í hjónaband aö heimili Baldvins Benediktssonar 622 Maryland str. hér í bænum. Dr. Jón Bjarnason gaf þau saman. f fyrri viku komu hingað til bæjar utan úr Alftavatssbygð Mr. og Mrs. Sig. Sigbjömsson ásamt ungri dóttur sinni og ennfremur Jónas og Valdimar Jónssynir. Þeir Sigurður, Valdimar og Jónas Uppreisn á Haiti. Grimmileg manndráp. Innanlands óeirðir hafa verið allmiklar á Haiti þenna mánuð og hefir Simon forseti bælt þær nið- ur allóvægilega. Byltingamar hóf- ust á því, að fylgismenn Le Conte hershöfðingja náðu á sitt vald tveimur eða þremur borgum í lýðveldinu norðanverðu. Le Con- te hershöfðingi var innanrikisráð- gjafi stjórnaríormannsins, sem næstur var á undan Simoni, og fyrir tveim árum voru að tilhlutan Le Conte tíu eða ellefu velmetnir ibúar á Port au Prince teknir af lífi; jafnskjótt og Simon forseti varð þess var, að uppreisnarmenn höfðu náð undir sig borgum þess- um sem fyr er getið, sendi hanu herhð norður í land. Biðu bylt- ingamenn hvern ósigurinn eftir annan og voru foringjar þeirra handteknir, herréttardómur upp- kveðinn yfir þeim skyndilega og þeir af lífi teknir. Eitthvað níu eða tíu herforingjar upprcisnar- manna hlutu þessi atdrif, flestir frægir menn og mikilsmetnir. En þegar hér var komið reis upp bisk- upinn ; norðanverðu lýðveldinu og mótmælti þessum aðförum. Simon lét þá stöðvast manndráp- in. Um sama leyti lýsti Banda- rikjastjórn yfir óánægju sinni yf- ir þeim grimmilegu refsingum, er uppreisnarmenn voru látnir sæta, og væri slikt atferli eigi samboðið siðuðxun mönnum. Upprcisnin er nú til lykta leidd. En þegar stjórn in gerði þá yfirlýsing heyrinkunna voru , allar sendiherrabyggingar fullar af flóttamönnum. Le Con- te hafði flúið á náðir þýzka sendi- herrans í Cape Haytien og komst því að eins lífs af, að sendiherr- ann skaut yfir hann skjólshúsi. hafa stundað fis.kveiði viö Long Point, Man., ásamt fjórða manni lengstaf, síðan í haust. Fiskveið- >n hefir gengið prýðilega. Þeir eru nýhættir veiðiskapnum og hafa síðan í haust veitt upp á $1,600 og þó rúmlega. Flutnings- kostnaðurinn hefir verið tölu- verður. En dáfallegur skildingur er þetta, sem þeir félagar hafa haft upp úr vetrinum, og þó voru þeir að eins þnr einn mánuðinn. Þau hjónin Mr. og Mrs. Sig- bjömsson lögða af stað vestur til Leslie á þriðjudaginn var. Þau eiga heimilisréttarland þar vestra. Bræðumir Jónas og Valdimar ætla vestur bráðlega og setjast að á heimilisréttarlöndum, sem þeir eiga skamt frá Leslie. Þann nk þ.m. urou þau hjónin Mr. og Mrs. Eggert Oliver að 675 Bannatyne Ave. fyrir þeirri miklu sorg, að missa dóttur sína Louise Margrét Oliver 17 ára gamla, ein- stakiega efnilega og góða stúlku. Hún hafði legið sjúk í hálfan fimta mánuð. Dr. Jón Bjarnason flutti húskveðju .að heimili for- eldranna og ltkræðu í Fyrstu lút. kirkju. Fjöldi fólks var viðsta id- ur jarðarförina og bar það ásamt hinu mikla blómskrúði og sveig- um sem líkkistuna prýddu, ljósast- an vottinn um þá innilegu hlut- tekningu sem fólk sýndi foreldr- unum i þessari þungbœm sorg, sem þeim bar að höndum. Líkið var flutt vestur til Baldur og jarð- að í grafreitnum við Brú P.O. Samkoma kvenfél. Fyrsta lút. safnaðar fór fram á þriðjudags- kvöldið var, svo sem auglýst hafði verið. Til skemtana voru ræður, söngur og hljóðfærasláttur. Miss Salome Halldórsson tlutti þar er- indi um kvenhetjur í skáldsögum Shakesp^ares, en séra Rúnólfur Marteinsson talaði um háskólamál Manitobafylkis. Samkoman fór mjög vel fram og var prýðdega vel sótt. Menn hafa fyrir löngu komist að raun um, að það borgar sig að sækja samkomur kvenfé- lags Fyrsta lút. safn, og ný sönn- un þess var þessi vandaða og skemtilega samkoma á þriðjudags kveldið var. Veitingar voru til- reiddar í sunnudagsskóla salnum. — Páfinn hefir verið sjúkur mjög undanfamar vikur, en er nú í afturbata og tekinn að gegna skyl<Justörfum sínum. Manitobaþingio. Umræðurnar um hásætisræðuna hófust fyrir alvöru um miðja fyrri viku. Foringi liberala, Mr. Norris, hleypti af fyrsta skotinu í þeirri orrahrið. Amælti hann stjórninni meðal annars fyrir út- ganginn á kjörskránum við síð- ustu fylkiskosningar, og hélt því fram, að kjörskrár þær, sem send- ar hefðu verið út hefðu ekki ver- ið staðfestar fcertified listsj, og á þeim nöfn um sextiu manna, sem dómari hefði áður úrskurðað aö ekki ættu þar heima. Verð á kjörskrám ætti samkvæmt gild- andi lögum að vera 20 cent, en í Morris hefðu þær fyllilega endur- skoðaðar ekki fengist fyrir minna en $6.30. Út af þessu atriði urðu orðahnyppingar töluverðar milli Mr. Norris og dómsmálastjórans einkanlega. DómsmáLstjórinn bar það á Norris, að hann væri að sneiða að dómurunum, en Norris neitaði þvi og kvaðst engum öðr- um um ólagið á kjörskránum kenna en Roblin stjórninni og hennar handlangurum. Linræðunum hefir verið haldið áfram með talsverðu fjöri, og all- margir tekið þátt í þeim bæði til sóknar og varnar. Fulltrúar binclindismanna eða •þeirrar hreyfingar, er lokað vill láta vinveitingahúsum 1 fylkinu, gengu fyrir Roblin stjórnarfor- mann á fimtudaginn var, og fluttu mál sitt við hann. Hann tók því vel eins og auðvitað var, en þó lítð á öllu, lofaði ‘einlægri íhugun’ máls- ins en vildi þó helzt friða nefnd- ina með þvi, að vinveitingalögin væru nægilega góð, og bindindis- menn þyrftu ekki beinlínis neinna umbóta í þeim efnum. Þeir gætu komið fram öllu, sem þeir vildu, með tilstyrk þeirra laga. Ekki virtust nefndarmenn geta látið sér skiljast það, að minsta kosti ekki sumir þeirra. Herra T. H. Johnson bar upp frumvarp til laga um það, að numið væri úr gildi það áicvæði, er óheimilar Winnipegborg, að ann- ast raflýsingarstarfrækslu upp á eigin býti. Hann hefir borið upp frumvarp þess efms á öllum þeim þingum, sem liann hefir setið, en aldrei hefir stjórnarinnar mönn- um þóknast að Ijá slíku lagafrum- varpi fylgi sitt. S. Hart. Greenj, þingmaður í Norður Winnipeg, hélt snjalla ræðu á fimtudaginn var. Hann talaði um málefni verkamanna, beina löggjöf og stefnu stjómar- innar viðvíkjandi ólöglegri vín- sölu á hinu svo nefnda einangraða svæði hér í bœnum. Hann benti á hve litið núverandi stjorn hefði hugsað um verkalýðinn og sagði meðal annars: “Stjomin kann að spyrja hvað hægt sé að gera fyrir verkalýðinn. Verkalýðurinn þarf betra lífsviðurværi, meiri og betri klæðnað, betri íbúðarhús, án þess að þurfa að vinna jafn hart fyrir æssum þægindum eins og hann gerir nú. Verkalýðurinn þarf meiri frístundir og lengri, til að auðga anda sinn, til aö njóta lífs- ins og til að lifa lífi sínu eins og skynsemi gæddar vemr. Verkalýö urinn getur ekki unað því að jurfa að vinna svo, að menn þurfi að “gera sitt sárasta”. Verkalýö- urinn æskir eftir hærra kaupi og styttri vinnutíma og betri vinnu- kjörum.” Eitthvað 19 frumvörp gængu i gegn um aðra umræðu á föstu- daginn og var vísað til nefnda. Á mánudaginn var sóttu full- trúar ýmsra kvenréttindafélaga á fund Roblins stjórnarformanns, til að ræða við hann áhugamál sin og beiðast aukinna réttinda til handa konum hér í fylki. Meðal annara voru þar fulltrúar frá hinu Fyrsta isl. kv. kvenfélagi í Ame- ríku þær: Mrs. B. Pétursson og Mrs. S. Pálmason. Konurnar fóru þess á leit, að lög yrðu safnin, sem óheimiluðu kvæntum manni, að selja eignir sínar og skilja konu sína eftir félausa með bömiri, og ýms fleiri réttindi viðvíkjandi erfðum til handa konum og börn- um beiddust konumar að fá lög- leidd. Stjórnarformaðurinn svar- aði því máli svo, aö ætlast væri til, að á þessu þingi yrði borið upp framvarp til aukinna kvenrétt- inda, og þegar það væri komið til lagabreytingarnefndarinnar þá skyldi kvenfélaga fulltrúunum gert aðvart, og fengju þær þá að bera fram tillögwr sínar við þá nefnd. Leiðtogi liberala í fylkisþing- inu bar upp svohljóðandi tillögu á mánudaginn var: “Þetta þing felst á frumvarpið til viðskiftasamninganna milli Canada og Bandríkja, er stjórnir þeirra landa hafa komið sér sam- an um, og leggur það til, að sam- bandsþingið samþykki frumvarp- ið. “Þetta þing leyfir sér og virð- ingarfylst, að leggja til, að sam- bandsstjórnin taki til nánari íhug- unar tollmálið, í því skyni að færa drjúgum niður toll á akuryrkju- verkfærum, eða koma á tollfríum viðskiftum á þeim milli Canada og Bandaríkja.” Um þessa tillögu urðu miklar umræður og mæltu ráðgjafarnir, einkum Rogers, fastlega á móti henni, og gerði við hana breyting- artillögu, margliðaða, þess efnis, að við&kiftasamningarnir fyrir- huguðu væm alls ekki æskilegir fyrir Canada hönd, en Canada- mönnum væru engar viðskiftaum- bætur jafn mikilvægar eins og verzlunarldunnindin við Breta. I svari sínu til Rogers benti Mr. Norris á það, að brezku verzlun- arhlunnindunum væri engan veg- inn hnekt með þvi að viðskifta- frumvarpið yrði samþykt, en hins vegar væri það gleðilegt tákn tím- anna, að conservatívar værti nú loks farnir að sjá það, að toll- hlunnindin brezku væra hagkvæm, en það hefðu þeir ekki getað látið sér skiljast fyrri, en barist á móti þeim með hnúum og hnefum, þeg- ar Iiberalar hefðu verið að fá þau lögleidd undir Laurierstjórninni. Hlœgilegt afvik. Óvenjulega hlægilegt atvik skeði í Ottawa þinginu 20. þ.m.— Hon. Frank Oliver dró athygli þing- manna að fréttagrein, sem birzt hefði í blaðinu Telegram í Winni- peg 18. þ.m., þar sem prentaður var útdráttur úr ræðu herra G. H. Bradbury’s, þingmanns Selkirk- kjördæmis, er hann átti að hafa haldið 1 Ottawa þinginu, um St. Peters Indiana svæðið, og við þá ræðu hafði blaðið hnýtt svari frá Oliver ráðgjafa. Sagðist blaðinu svo frá, að ræða ráðgjafans hefði Verið staðlaus skamma-vaðall 1 garð Bradbury’s og blákaldar neit- anir, en ekki minsta tilraun gerð til að færa fram rök fyrir neitun- unum. Mr. Oliver kvaðst ekkert hafa við það að athuga, þó að blöð flytti ræður, sem Bradbury hefði aldrei haldið, en hann kynni því illa, að Telegram væn að gera sér upp svör við slíkum ræðum. Mr. Bradbury tók þá til máls, og kvaðst miklum tálum tældur. Hann kvaðst hafa búist við því, að sér gæfist færi á að tala um St. Peters Indiana svæðið, og hefði hann gefið sögumanni Tele- grain’s útdrátt úr því, sem hann ætlaði að segja, og hefði það ver- ið birt fyr en skyldi. Mr. Bradbury sagði, að þetta, sem sagt væri um svar Mr. Oli- vers, ætti við ræöu þá, er ráð- gjafinn hefði haldið á seinasta þingi, og verið hefði skamma- vaðall. Hann vék að því, að hann væri ekki eini þingmaður, sem þetta hefði hent. Hann kvaðst hafa ástæðu til að ætla, að slikt hefði líka hent járnbrautarmála- ráðgjafann. fhlátur.J Mr. Oliver svaraði góðlátlega. kvað sér þó þykja óvarlega farið i sakirnar, þegar blöJSin léti sér ekki einasta nægja að bíVta það, sem Mr. Bradbury ætlaöi að segja, heldur og svör sín. Malinu lauk með a’mennum hlátrasköllum, svo að jafnvel Sir Wilfrid Laurier og R. L. Borden hlóu líka. Og það þarf varla að efa, að atburður þessi veki hlátur, svo víða sem hann spyrst. NR. 8 Safnaðafulitrúafnndur. 16. Febr. 1911 héldu fulltrúar þeirra safnaða, er gengu úr kirkjufélaginu íslenzka í Vestur- heimi árið 1909 og standa fyrir utan það, fund með sér í Tjald- búðinni í Winnipeg. Á fundinum vora 19 manns. Höfðu sex söfnuðir sent fulltrúa. Samþykt var aO hafa fundinn fyrir lokuðum dyrum. Forseti fundarins var kosinn séra Fr. J. Bergmann, en skrifari séra Lárus Thorarensen. A dagskrá var að ræða um það, hvernig svara skykli tilboði kirkjuþingsins siðástliðið sumar, þar sem það skorar á þá söfnuði, sem gengu úr kirkjufélaginu, og á hhitaðeigandi prest, að ganga inn i það aftur. Um það spunn- ust allmiklar umræður á fundin- um. Og var síðan nefnd kosin til að athuga málið. Kosningu (skrif- legaj i þá nefnd hlutu þessir: Friðrik Bjarnason, Gamalíel Þorleifsson, Lárus Thorarensen, Metúsalem Einarsjgon <og Sigfús Bergmann. Nefnd þessi lagði fram tillögur sínar daginn eftir á fundinum. Hafði hún komið sér saman um svo látandi svar til kirkjufélags- ins: “Viðvíkjandi því tilboði hina evangeliska 4úterska kirkjufélags ísledinga í Vesturheimi, siðastlið- liðiö sumar, að þeir söfnuöir gangi inn í það aftur, sem sögðu skiliö við kirkjufélagið og hafa gengið úr þvi fyrir samþyktir þess árið 1909, þá leyfum vér oss að fara þess á leit, að hið háttvirta kirkjufélag gefi oss svolátandi upplýsingar: Er tilboð þess um inntöku hlut- aðeigandi safnaða, innifalið í því, að þessir söfnuðir geti ver ð og starfað innan svæðis kirkjufélags- ins þó að söfnuðirnir haldi fast við þau málefni í framtíðinni, sem urðu að ágreiningsefni milli þess- ara safnaða og kirkjufélagsins, þegar söfnuðirnir gengu úr fé- laginu ? Til frekari skýringa skulum vér taka það fram, að vér getum ekki fallist á þær staðhæfingar hins háttv. kirkjuþings 1909, að trúar- játningar þess séu bindandi, því að kirkjulegar trúarjátningar era fremur leiðbeinandi en si-bind- andi; né heldur getum vér gengist undir það, að trúarmeðvitund mannsins megi ekki hafa úr- skurðarvald yfir heilagri ritningu, með því að oss væri þá ekki fylli- lega ljóst, livað það sé, er þá ætti að dæma um gildi ritningarinnar, ef það er ekki trúarmeðvitund hins frjálsa mannsanda; ennfrem- ur býður sannfæring vor oss að neita því, að öll ritningin sé bók- staflega innblásin af guði. Hins vegar viljum vér starfa að kirkju- °g trú-málum í evangeliskum, kristilegum anda og á trúar-grund velli heilagrar þrenningar. Þegar hið háttv. kirkjufélag er búið að svara . framangreindri fyrirspurn vorri og veitir oss full- komið jafnrétti í kirkju- og trú- málum, þá fyrst gæti það komiö til greina, að söfnuðir þeir, og prestar þeirra, sem hér eiga hlut að máli, gengju inn 1 kirkjufélag- ið aftur.” -Ml-snarpar uinræður urðu um {æssar tillögur nefndarinnar; og til að miðla ögn málum, bar for- seti fundarins upp breytingar- tillögu á þessa leið; “Svo framarlega sem kirkjufé- lagið vill leyfa söfnuðum þeim og prestum, sem hér eiga hlut að máli, að vera og starfa í kirkjufé- laginu með þeim skilningi á biblí- unni og trúarjátningum, sem fram hefir komið hjá þeim, með fullu jafnrétti og óskoruðu samvizku- og skoðana-frelsi, viljum vér mæla með því við söfnuði vora, að þeir gangi inn aftur í kirkjufékigið.” En breytingartillaga þessi var feld með 15 atkvæðum gegn 4. TilUgur nefndarinnar voru síðan samþyktar með sömu atkvæöa- tölu. Eftir stuttar umræður þar 4 eftir var fundi slitið. Láras Thorarensen, (skrifari fundarinsj.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.