Lögberg - 23.02.1911, Blaðsíða 2
a.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. FEBRÚAR 1911.
Buick Midway brunnurinn fyllist; úr honum streyma i,5oo til 3,000 tunnur.
Þess vegna eru Buick eignirnar 2 til 3 miljón dollara meira virði en áður.
Þetta símskeyti segir frá málavöxtum:
MARON, CALIFORNIA, 17. Febr. 1911
Buick Oil Co., Room 420 Marquette Bldg., Chicago, 111.
Buick Midway brunnurinn nr. I komst í gott lag klukkan hálftvö í dag. Olíufræðingar áætla að fimtán hundruð til þrjú þúsund tunnur streymi úr brunninum
daglega. Erum að smiða tvær tvö-þúsund tunnu olíu-þrór. Erum að semja við Associated félagið um notkun a þró þeirra sem tekur fimtíu og fimm þúsund tunnur.
Olían streymir um tvær pípur, sem eru fimm sextándu þumlunga í þvermál. Gasþrýsting mikil.
D. D. BUICK
Loks getum vér þá fært almenningi ákveSnar og
greinilegar fréttir. Vér höfum hitt á fyrstu steinol-
íulindina, og liún á varla sinn líka á þessum stö"övum.
VitiíS þér hvaö það táknar? Vitiö þér, þaö svarar
öllum árásum, og þeim, sem boriö hafa út skop og
lygar um Buick Oil? Þaö færir hluthöfum vorum
heim sanninn um, aö dómur þeirra var réttur. Meira
að segja, þaö skýrir greinikga hvers viröi Buick Mid-
way eignimar eru.
Hugsið yður olíubrunn, sem framleiðir i dag 1,500
til 3,000 tunnur. Ef miöaö er við núverandi olíu-
værð, er það $750 til $1,500 virði daglega. Þetta er
þó ekki aðal atriðið. Aðal kosturinn viö þessa lind
vora er sá, að Midway eignimar eru nú aö góðu,
reyndar. Vér getum grafið tíu, já meira að segja
fimtán brunna á ekrunni. Vér höfum f jörutíu þess-
ar ekrur, og er það lítill hluti allra eigna vorra á
þessum stöðvum. Vér ætlum ekki aö láta staðar
numiö viö þenna eina brunn — No. 1; heldur færa
oss um set og taka til viö Buick Midway No. 2, en
aðrir flokkar munu taka til viö Buick No. 3, No. 4
og No. 5, svo fljótt sem auðiö verður.
Eins og yöur er kunnugt, liggja oliupipurnar rétt
viö eignir vorar. Vér þurfum enga fyrirhöfn aö hafa
af því. Olía vor, sem streymir úr lindinni, rennur
úr þróm vorum og kerum inn í ohupípurnar miklu
rétt við, og þaðan rakleitt til ’Frisco eöa vestur til
Kyrrahafs strandar, þar sem hún verður látin í tunn-
ur eða járnbrautarvagna og send á markaðinn.
Vér höfum margsinnis sagt almenningi, aö vér
ætluðum að ná til þessarar lindar, og hún yrði stór.
Vér höfum staðið við loforö vor. Símskeytið hér að
ofan segir að eins, að náöst hafi til lindarinnar.
Siðar fáum vér greinilega og fullkomna sikýrslu frá
D. D. Buick, sem er þar á slóðum, og skulum vér
sérstaklega senda þá skýrslu til hluthafa vorra, og
verður hún prentuð í Buick Oil News. Vér viljum
og fúslega láta þtá skýrslu í té hverjum er þess æskir
bréflega. Að viku liðinni skulum vér og birta skýrslu
með seinustu nýjungum viðvikjandi brunninum No.
1 og öðrum eignum vorum; birtist-hún í öllum blöð-
um landsins. Þúsundir þúsunda hafa tjáö oss í bréf-
um að þeir iðrist er þeir keyptu ekki hluti, siöan vér
hittum á olíuna. Þegar þessi skýrsla birtist mun hún
sanna verðmæti hlutabréfa Buick Oil félagsins, og
hlutir þeir, sem félagið hefir nú þegar selt, veröa
hverfandi í samanfcurði viö alla þá hluti, sem þeir
munu selja næstu sex til sjö dagana. ^
Vér höfum margsinnis skoraö á almenning að
kaupa Buick Oil. Vér buðutn yöur það meðan hlut-
iinir kostuðu 50 cent, og þúsundir þúsunda gerðu
það. Vér skorum nú á yður aö kaupa þá fyrir 75
cent, þvi að hlutimir stiga vissulega enn í verði.
'Tekjurnar, sem vér fáum við að selja olíu úr þess-
ari fyrstu lind, gera félaginu ekki einasta unt að
grafa aðra brunna með meiri hraða, heldur hefir
þessi eina lind getað sýnt og sannað, að Buick Oil
hlutirnir eru nú ekki framar arðlaus eign; þeir eru
komnir í tölu arðberandi hlutabréfa. Vér ætlum nú
ekki að leggja árar i bát, heldur fullyrðuon vér, að
brunnurinn No. 1 sýni það og sanni, aö landeignir
Buick Oil, þessar 640 ekrur, sé verömæt eign.
Innan skamms verður byrjað að vinna á eignum
vorum á SunsetSecurity svæðinu, sem er 560 ekrur,
og þvi næst hefjum vér brunngröft á teigunum, sem
er á Maricopa Sunset völlunum, 40 ekrur að stærö.
Vér höfum áður sagt yður frá Buick Midway eign-
unum; en nú ætlum vér aö lýsa hinum landeignunum,
sem eru 560 ekrur og 40 ekrur. Olíu starfsmenn-
imir í Midway em fjöömm fengnir yfir oliulindinni
sem þeir hittu á í brunninum No. 1 t Buick Midway.
Seinustu tíu dagana hafa menn ekki getað haft
hugann við annað en þessa lind, og fréttir vorar frtáJ
steinolíusvæðinu ltafa fært oss heim sanninn um það,
aö landeigendur þar 1 nánd hafa tekið fréttunum með
mikilli eftirvæntingu. Það er sagt, að Southern Paci-
fic hafi keypt landspildu á eina hlið við oss fyrir
þrjár miljónir dollara. Á aöra hliö er California
Midway, sem þegar hefir náö til olíu í einum brunnj,
og á ekki nema fá hundruð fet niður að olíunni á
öðrum stað. Þegar olían fanst í Buick Midway
brunninum, óx landverð á öllu svæðinu í kring. Ekki
að unclra þó að alt sé í uppnámi. Þeir sem eru svo
hepnir að eiga landeignir þarna í grendinni, geta
treyst því, að hver ekra færir þeirn þúsundir þúsunda
1 arð daglega.
Bandaríkjamenn hafa treyst D. D. Buick, sem fann
upp og bjó til Buick bifreiðina. Það er þeim að
þakka að unt hefir verið að grafa eftir oKu í Buictk
Midway brunninum; þeir hafa keypt Buick Midway
hlutabréf vegna trausts til D. D. Buick. Með því
að spár Mr. Buicks hafa ræzt í einu atriði, þá mun
þetta félag ekki einasta njóta hinna mestu vinsælda
að þvt er snertir sölu á hlutabréfunum, heldur getur
það og meö þessum gleðilegu fréttum þaggað niöur
að fullu ]tær níðslegu greinir, sem ritaöar hafa verið
um Buick Oil, til þess að gera hluthafa óánægöa.
Hvað haldið þér verði mikill ágóði Buick Od fé-
lagsins, þegar það á 10 brunna á Buick Midway forty
sem allir gefa af sér 1,500 til 3,000 tunnur oltu dag-
lega? Ef vér seljum tunnuna á 50C, þá fáum vér
$750 til $1,500 tekjur daglega fyrir hverja lind, sem
gefur af sér 1,500 til 3,000 tunnur. Það er samaj
sem vér höfum $7,500 til $15,020 tekjur af ekrunni
daglega, eða $2,742,500 til $5,488,000 árlega. Ef nú
slíkar tekjur fást af einni ekru, hvaö mun þá fást af
fjörutíu ekrutn; og nú er hver ekra á Midway svæð-
inu að vorum dómi, jafngóð því landi, sem Buick
Midway brunnurinn No. 1 er á. Enginn lifandi
maður getur gizkað á þau auðæfi, sem felast í Buick
olíu. Þau eru svo afskapleg. __
Vér finnurn, að Buick Oil hlutabréf hljóta að marg
faldast , verði þegar stundir hða og vér búumst við
að verða færir um að láta hluthöfum vorum í té mik-
inn ágóða af fé þeirra, meö hárri rentu, meðan að
eins næst í fáar þessar lindir. Þegar tekið verður
að vinna á 560 ekra svæðinu öllu, og 40 ekra svæöinu
við Maricopa Sunset, og þegar náöst hefir í nokkrar
fleiri lindir á Midway völlunum, þá veröa tekjumar
af Buick Oil gtfurlegar.
Nú gefst mönnum færi á að eignast §uick hluti
fyrir 75C; bíðið ekki deginum lengur. Bíðið ekki
heldur kaupið svo mikið af þessum hlutabréfum, sem
efni og ástæður leyfa. Það er skoðun vor, að þetta
félag þurfi ekki að selja mikið meira af hlutaJbréfum
sinum, og áður en langt um líður búumst vér við að
hafa selt alla hluti vora, svo gífurleg hefir eftirspurn
eftir þeim verið og er enn hvaðanæfa.
Brunnurinn No. 2, sem tekið verður að grafa taf-
arlaust, ætti að ná til olíu eftir svo sem 120 daga,
og brunnurinn, No. 3 skömmu þar á eftir. Það
er von vor og ásetningur, að vér eigum þrjá stein-
oliubrunna í Buick Midway fortty fyrir mitt sumar,
og það er trú vor, að þegar þessir brunnar eru orðnir
arðberandi, ]>á verði hlutir félagsins ekki seldir fyrir
minna en tvöfalt eða þrefalt verð viö það, sem þcir
fást nú fyrir, því að þá ætti þeir að gefa mjög unkíð
af sér.
Öllum tilraunum er nú lokið. Framtíð þessa fé-
lags sýnir sig sjálf; það má leysa úr henni eins og
reikningsdæmi.
Félag þetta gefur út Iítið blað, sem heitir “Buick
Oil News’’, og kemur út tvisvar t mánuði. Næsta
blað þess kemur út að viku liðinni, og verður þar
skýrt frá, hvernig farið var að grafa eftir olíunni í
fyrsta brunninum. Vér vonum að geta þar sýnt ljós-
myndir af lindinni, þegar hún gaus upp, og oss er á-
nægja að þvi, að láta alla hluthafa og aðra sem vilja,
fá eintak af blaöinu. Það fæst með því að senda oss
eyðublaðiö hér neðan við. Vér þekkjum nákvæmlega
fet fyrir fet jarðlögin, sem vér þurfum að láta grafa
gegnum í næsta Midway brunni. Vér höfum allar
þær skýrslur á reiðum höndum, og þess vegna getur
brunngröfturinn unnist helmingi fljótara og haft
helmingi minni kostnað i för með sér.
Eg ræð hverjum manni og konu, sem les þessa aug-
lýsing, að kynna sér betur Buick Oil, ef þér eruð ekki
þegar sanníærðir um, að tími sé til kominn að kaupa
hluti í þessu félagi.
Vér höfum gefið út stóra bók, sem heitir “The
Land Where Oil is King’,’ og sjáið þér þar hinar
merkilegustu frásagnir um olíuvelli Californiu, sem
sem þér liafiö nokkru sinni lesið. Þar er lýst viö-
burðum og áætlunum, sem þér getið varla trúað, en
eru þó dagsannar, eins og hvert barnið veit 1 Cali-
forníu. Þaö sem mönnum virðist ganga undrum
næst í austur-fylkjunum, eru hversdagslegir viðburö-
ir og öllum mönnum kunnir á olíusvæðinu mikla i
Californíu.
Menn, sem unnu daglaunavinnu fyrir fáum mán-
uðtun eða árum, eru nú orðnir stórauðugir af því aö
þeir vörðu eignum sínum til aö kaupa hluti í ohufé-
lögunt Californiu. Að eins fá hundruð dollara hafa
gefið hluthöfum þúsundir dollara í aðra hönd á ári,
og eg hefi ætlað mér að sanna það frammi fyrir öll-
um heimi, áður en mjög langt líður, að eigmr Buick
Oil félagsins sé einhverjar verðmætustu i Bandarikj-
unum.
Stóra bókiit) sem vér ætlum áð sfetida ókeypís,
skýrir öll þessi átriði fyrir yður, og vér sendum einn-
ig eintak af ofurlitlu timariti, sem kemur út hálfs-
mánaðarlega, og heitir “The Buick Oil News”, og
eru þar ekki einasta fréttir um alt, sem gerist hjá
Buick Oil félaginu, heldur og fréttir hvaðanæfa, sem
snerta oliu-iðnaðinn.
Drag ekki að kaupa hlutabréf þessa félags nú i
dag, á þessu augnabliki. Sendið os eyðublaðið og
tiltakið, hve mörg hlutabréf þér óskið að kaupa.
Neðangreind tafla sýnir yður, hvað þér þurfið að
borga mikið, ef þér viljið sæta lánskjörunum.
En ef yður leikur hugur á að vita rrveira um þet'a
félag áður en þér kaupið, þá sendiö oss fyrirspumar
eyðublaðið hér fyrir neðan, og vér skulum senda yð
ur blöð og bækur tafarlaust.
SÖLUVERÐ ÞESSARA HLUTA ER 75 CENTS—ÁKVŒÐISVERÐ $1.00
7.50 niðurborgun Og $ 10.00 mánaðarlega í 3 mánuði borga 50 hlutabréf
1 5.00 (4 44 20.00 4 i 3 «4 44 100 44
30.oo 44 44 40.oo 44 3 <4 44 200 44
50.oo 44 44 58.33 44 3 44 44 300 44
7 5.oo 44 44 75 00 44 3 44 44 400 44
1 OO.00 44 44 91.66 n 3 44 44 500 ii
250.oo ii ii 166.67 ii 3 H U 1000 ii
Afsláttur, 5 af hundraíi, fæst einungis ef keypt er
gegn peningim út i hönd.
Munið, vér áskiljum oss rétt til að hafna sérhverri
pöntun og endursenda borgun á hvaða tíma sem er,
áður en 24 stundir eru liðnar frá þvt er pöntunin
barst á skrifstofu vora. Sendið nú eftir bókum vor-
um, og þér hafið meiri ánægju af lestri þeirra en
nokkru öðru, sem þér hafið nokkurn tíma lesið, því
að það skýrir margt fyrir þeim, sem ekkert vita um
þess,i miklu olíulönd. Ef þér eruð í efa, sendið sím-
skeyti og biðjið að geytna yður hlutabréf, og sendíð
svo eftir bókunum.
Upplýsinga óskað.
K. K. ALBERT. U>gb.
708 McArthur Block, Winnipeg, Man.
Herrar, — Gerið svo vel að senda mér hina stóru
bók: “The Land Where Oil is King”, er lýsir Buick
olíulöndununt, og hefir að geyma myndir, stjórnar-
skýrslur og önnur sannindi og hagskýrslur um
stærstu oliuvelli 1 lieitni, Kern Countty, Cal. Eg lofa
ekki að kaupa hluti, en skal lesa bókina vandlega.
Nafn................*....................
Heimili ................................
Þorp, ................ Fylki............
vmfmsas
Símritið og biðjið að geyma hluti. Sendið bréf og skeyti til
K. K. ALBERT,
UMBOÐSMAÐUR I CANADA
70S McArthur Bldg., Winnipeg, Man. ; eða
Ðuick Oil co.,
420 Marquette Building-, Chicagro, III.
Umsókn um hlntabréf.
K. K. ALBERT. Lögb.
708 'McArthur Block, Winnipeg, Man.
Herrar, — Hér með óska eg að fá.................
hlutabréf í Buic,k Oil Company, sem eru með dollars
(,$i.Ooj ákvæðisverði, fyrir 75C. hlutabréfið, og lofa
að gnsiða ttpphæðina í fjórum (4) jöfnum mánaðar
afborguntim.
Hér með fylgja $ ..............................
Nafn ......................................
Heimili ...................................
Þorp ............... Fylki.................