Lögberg - 23.02.1911, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.02.1911, Blaðsíða 4
4- LÖGBERG, FIMTUPAGINN 23. FEBRÚAR 1911. LÖGBERG GefiB út hvern fimtadag af I'he Löo- BERO PrIHTING & PUBLISHIMG CO. Coraer Williara Ave. & Neua át. Winnipbg, - - Man topa. STEF. BJÖRNSSON. Editor. J. A. BLÖNDAL, Business Manager. UTANXsKRIPI': Tlu* li#sbp,n; PrintiiKi & Pnblishin? t«- P. O. Box 3084, Winnipeg, Man. UTANASK RIFT RlTSTJÓRANs: EDITOR LÖGBERG P. O. Box 3084, Winnipeg, Manitoba. TELEPHONE Garry 2156 Verð blaðsins: $2.00 um árið. Jón Sigurðsson. fFramh.J Eins og átSur er frá skýrt, voru tiHögur Þ jóöfundarins aö engu hafðar hjá dönsku stjórn- inni og réttur íslands til sjálf- stjórnar litils virtur. Einhver helzti Iögfræðingur Dana, sem þá var uppi, prófessor Larsen, ritaði fárið 1855J um stjórnarfarslegan rétt íslands gagnvart Danmörku, og taldi land- ið löngii innlimað danska rikinu samkvæmt sögulegum og lagaleg- um rétti. Enginn íslenzkra lög- fræðinga varð til þess að svara honuin, enda var það engan veg- inn árennilegt, þar sem við svo frægan mann var að etja. En þá sannaðist það á Jóni Sigurðssyni, sem Eirikur Briem segir um hann, að “hann talaði þá, þegar allir aðrir þögðu”; þá samdi hann hið merka rit sitt um “landsréttindi íslands,” þar sem hann mótmælir einarölega og með ljósum rökum, þeim skoðunum, er Larsen hafði haldið fram, og var þeirri ritgerð hans aldrei hrundið. Þeir, sem ritað hafa af mestri þekking um sama málefni á seinustu árum, eru á sama máli sem hann var í aðal- atriðunum. Alþing hélt jafnan fast við stefnu Þjóðfundarins, og þeg- ar fram liðu stundir tóku Danir að líta með meiri sanngirni en áður á íslands mál og bjóða betri kosti, en aldrei fékk þingið þó kröfum sínum framgengt í stjórnarskrármálinu. Þjóðhátíð- ararið veitti konungur loks stjórn- arskrána, sem kunnugt er, og var hún að vísu til mikilla bóta, þó að Jón Sigurðsson og aðrir sæi á iienni marga galla. En það var bót í máli, að alþingi var heimilt að “endurskoða” hana, og hefir hefini síðan verið breytt, og verð- ur að likindum enn breytt allmik- ið áfui langt uni líður. Verzlunannálið var eitthvert mesta nauðsynjamál, sem Jón Sigurðson barðist fyrir. Það á sér langa og þungbæra sögu, og skal hér drepið á helztu atriðin. Verzlun landsins var frá upp- hafi að nokkru leyti í höndum Norðmanna. Að vrsu áttu ís- lendingar skip í förum fyrst fram- an af, en þegar fram bðu stundir dróst verzlunin úr höndum þeirra, og er iandið var komið undir Noreg, tóku konungar að leggja ýmiskonar höft á vérzlunina, og þar kom að lokum, löngu síðar, eða árið 1602, að Kxistján IV. Danakonungur leigði íbúum Kaup- manahafnar alla verzlun á íslandi, og hi’jfst þá hin illræmda einokun, er vann þjóðinni meira tjón, en metið verði til fjár. Gekk svo ár af ári, að hin og þessi verzlunar- félög höfðu einokun á íslandi, og sugu merg og blóð úr þjóðinni. Árið 1886 var verzlun gefin frjáls við alla þegna Datiakonungs, en öllum öðrum þjóðum harðlega bannað að reka verzlun við lands- menn. Þó var þessi breyting til mikilla Ixita, eif þó sáu menn, að hér mátti ekki staðar nema, og mun Magnús Stephensen í Viðey fyrstur manna ihafa hreyft því, að æskilegt væri, að öllum þjóðum væri leyfð verzlun 1 landinu. En slikt j)ótti þá hin mesta ofdirfska og heimska. Hann barðist ötul- lega fyrir rýmkun á verzlunar- frelsinu og átti í höggi við kaup- menn út af því, en ekki lifði hann að sjá þaö mál til lykta leitt. A hinum fyrstu alþingum var farið fram á fulLkomið verzlunar- frelsi og eins á Þjóðfundinum, og ritaði Jón Sigurðsson ágætar rit- gerðír um það mál í Ný Félagsrit. Öll alþýða manna fylgdi því máli fast fram, en hins vegar var við raman reip að draga, þar sem kaupmenn voru, þetta ægilega ‘stórveldi”, sem þá réð mestu á íslandi. Kaupmenn þessir voru flestir danskir, og héldu dauða- haldi í einokunar-verzlunina, eins og við var að búast, en mótbárur þeirra gegn frjálsri verzlun voru þó nokkuð sundurleitar og ekki á marga fiska. Flestir kaupmenn þóttust bera velferð landsins fyrir brjósti, og þess vegna vera móti frjálsri verzlun, og höfðu þeir þetta eink- um til síns máls: Verzlunarfre’.sið viö aörar þjóð- ir er óþarft, sögðu þeir, af því að engir vilja verzla við íslendinga ntrua Danir. Aðrir sögðu það skaðlegt, af þvi, að fyrsta árð sem verzlun yrði gefin frjáls, mundu margar þjóðir flykkjast til landsins og flytja þangað meiri varning en unt væri að selja. Þeir biðu stór- skaða, færi ceiðir heimleiðis, kæmi aldrei aftur, og landsmenn yrðu hungurmorða. • Þriðji flokkurinn var svo hrein skilinn að segja, að Danir einir ættu að njóta ágóðans af verzlun við íslendinga, en ef hún yrði gef- in öllum þjóðum frjáls, gengi hún úr greipum þeirra af því að þeir gætu ekki kept við Englendinga. Ef menn bera þessar staðhæf- ingar saman, þd skilst mönnum hve hlægilegar þær voru og einsk- is nýtar, og þarf ekki frá því að segja, að Jóni Sigurðssyni varð ekki mikið fyrir að rífa þær niður og knésetja kaupmenn þá, er voru svo ósvífnir að halda þeim fram. Loks kom þar, að mál þetta var rætt á þingi Dana, og urðu þar um pað langar og merkilegar umræð- ur, sem prentaðar eru í Nýjum Félagsritum. Hallaði þar mjög á einokunarmenn, sem vænta mátti, því að hinir töluðu af mjög mikilli þekkingu, og það fyrir þá sök, að Jón lét þeim 1 té allar nauðsynleg- ar skýrslur, og svo lauk þessu máli, að lögin um aigert verzlun- arfrelsi náðu fram að ganga vor- ið 1854 og hlutu konungs stað- festing 15. Apríl það ár, en ööluð- ust gildi 1. Apríl 1855. Má nærri geta, að glaðnað hafi yfir mörgum ís’endingi er þessi gleðitiðindí spurðust til landsins sumarið 1854, því að varla hefir þjóðinni öðru sinni borist önnur eins hamingjufregn. Og margur mun þá Iiafa nefnt nafn Jóns Sig- urðssonar með þakklátum hug og vonargleði, því að honum var það manna mest að þakka, að þessu þungbæra oki var létt af þjóðinni. Þ'á sálu menn sýnilegan árangur af samhuga framsókn, og urðu vonbetri en áður og fúsari til nýrra starfa undir forustu hins göfuga og mikla leiðtoga síns. fFramh.J Bindindi. (Ræða eftir Jón Ámason, flutt á mælsku-samkepni Stúdenta- fél. 13. Febr. 1911.J Frjálsir menn r irjálsu landi eflast nú, þroskasr og augðast, hinir ötulu og framtakssömu Is- lendingar Winnipeg-bæjar. Auð- urinn lileðst að peim. Mentun. þekking og reynsla , er þeim áður var varnað, beina nú braut þeirra og vísa þeim veg til réttlætis og framfara. Nú eru þeir íbúar einn- ar öflugustu og fegurstu borgar Canadaríkis, þar sem rétturinn ræður lögum og lofum, en óréttur og rangsleitni eru útlæg gjör. Verndarengilifrelsisins og lag- anna — brezki fáninn, blaktir yf- ir höfðum þeirra, og gínandi fall- bysuhvoftar stálvarinna bryn- dreka ógna hverjum þeim, sem dirfist að skerða eitt hár á höfð- um þeirra. Vissulega skyldu þeir vera ánægðir og búa sælir við kjör sín. Á þcssa leið hugsa margir Vest- ur-Islendingar, og því er lika að nokkru leyti svo varið. En þrátt fyrir þetta eru margir meðal l>eirra, sem eiga við erfið kjör að búa. Fátækt og skortur hefir fylgt mörgum þeirra ár eftir ár, frá því þeir fyrst stigu fæti á þetta land. ()g breiskleikar mannanna hafa hér, sem annarstaðar, t . láitið tsil sín taka. Svo bar við eigi alls íyrir löngu að tveir menn* börðu að dyrum á litlu og fátæklegu húsi í einum af útjörðum borgarinnar. Og er dyr- anna var vitjað, beiddust þeir aö fá að sjá húsmuni þá og eigur er væru innanhúss. Er það var veitt Ieituðu þeir um alt hús, en fundu hvergi neitt. Það var gjörsneitt húsgögnum þeim og þægindum, er venjulega er að finna 1 híbýlum manna. Einn grip fundu þeir þó — grip, sem konunni hafði verið gefinn í brúðargjöf á giftingar- degi hennar. Hann tóku þeir og höfðu á burt með sér ásamt nokkru af sængurfötum, er þeir fundu. Fjögur fátæklega búin smábörn störðu undrandi á komu- menn, og húsfreyjan horfði á að- farimar þögul og stilt. Ekki eitt æðruorð hraut af vörum hennar. Kona drykkjumannsins er and-1 streymi vön og verfiur að bera ok j sitt með þögn og þolinmæði. Steyttur hnefi s'arkarans hefir hre’t þá sem þrekmeiri eru en varnarlaus móðir. Þetta dæmi sýnir glögt hve hryl.ilegar og sorglegar afleiðing- ar áhrif vínsins hafa í för með sér. Ekki svo að skilja, að með þessu sé gerð grein fyrir öllum illum afleiðingum áfengis. Það er öðru nær. Stórfengilegri og hryllilegri eftirköst koma dag- lega fyrir meðal mestu menta- þjóða heimsins, sem bein afleið- ing drykkjuskapar. Glæpir eru iðulega framdir í ölæði, og þús- undir manna þjást daglega bein- línis fyrir áhrif og aðgerðir brennivínsins. Þetta þarf engrar sönnunar við, þvi að allir vita það og viðurkenna. Jafnvel drykkju- maðurinn sjálfur, þó að hann sé undir áhrifum víns, finnur glögi; til þess, hve skaðlegt áfengið er. En það er ekki einungis of- drykkjumaðurinn, sem færir böl og eymd yfir sjálfan sig og þá, sem honum eru tengdir. Hóf- drykkjumenn, sem svo eru kallað- ir, eiga einnig sinn þátt í afleið- ingpim ofdrykkjunnar; og áhrif þeirra eru viðtækaxi og koma meira illu til leiðar en menn al- ment gera sér grein fyrir. Þeir eru mennirnir, sern mest styðja að útbreiðslu V'ínnautnarinnar og halda henni þannig við. Óstyrkri hendi drukkins manns, sem ber bikarinn að vörum þess, er aldr- ei hefir orðið fyrir áhrifum víns- ins eða fundið keim þess, hikar enginn að hrinda frá sér. En þeg- 1882 STOFNUÐ FYRIR 29 ÁRUM 1911 Gæðavarnings-búðin Nýju vorfatnaðirnir OG YFIRHAFNIRNAR eru kamnar til vor, og eru öll- um til sýnis. Gæði, snið og áferð eru aðal einkenni á klæðnaði vorum. Verðið er í samræmi við einkareglu vora: Bezti varningur við lægsta verði. GeriÖ yöur að venju aö lara til WHITE AND MANAHAN LTD. 500 MAIN STREET, _ WINJHPEC. sem hafa liðið fyrir eyðileggingu vínsins, gætu ekki afmáð. En það eru fleiri en vínsalar einir, sem beita áhrifum sínum gegn bindindi. Með föðurlegri vandlætingu hefir v’erið bent á einkisnýti og ’kák' bindindis- manna, eins og einn landi vor komst að orði hérna um dag nn. “Hverju hafa bindindismenn kom ið til leiðar þessi 23 ár, sem þeir hafa verið að þvættast næð þessar stúkur sínar?” spyr hann. “Hvað stundir, og svo eiga þeir líka oft og einatt 1 vök að verjast fyrir fá- tækt og peningaleysi. Samt trúa þeir og viðurkenna að æðsta og fullkomnasta imynd mannlegrar tilveru sé sú, að efla vellíðan annara, styrkja litilmagn- ann og rétta þeim hjálparhönd, sem í nauðum eru staddir. En trú þeirra er dauð og sannfæringin sofandi. Enginn er svo fátækur, að hann gæti ekki tilheyrt bindind isreglunni; enginn á svo annríkt, dollara skiftir til stuðnings mál- ar vel þekt glæsimenni hittir ung-í^efni, sem þeir berjast fyrir. Þeir an vin smn, leiðir hann á afvikinn stað, þar sem enginn sér til, og sýnir honum vel búið vasaglas, þá er vínið fagurt á að líta og girni- legt. Þegar svo stendur á, er liart að neita. “Einn lítill sopi gerir engum mein”, hvíslar vinurinn um j leið og hann otar pelanum að ung menninu, “þú þarft ekki nema að eins að dreypa, rétt að finna hvernig það er á bragðið.” Þýð- legt, sannfærandi klapp á öxl ung- lingsins ríður baggamuninn, ög örvandi remma eitursins læsist um hverja taug hans í fyrsta sinni. —En fyrsta sporið í áttina til gæfuleysis og glötunar er oft stigið með þessum eina sopa. — Næsta skifti þegar vinirnir hittast þarf engar fortölur.—Enginn veú neitt. Og þessu sinni kemur drjúgum stærra borð á glasið en hið fyrra sinnið. A þenna hátt Ieiða hófdrykkju- mennirnir oft og einatt óspilt, í- stöðulitil ungmenni á braut freist- inga og kæruleysis; kynna þá j vonduin félagskap, er þeir hafa ekki táp eður vitsinuni til að sneiða bjá, og verða tíðum orsök þess að aðrir gefa sig á vald víns- ins, glata sjálfstæði sínu og verða ! taumlausum ástríðum ofdrykkju- j unnar að bráð. — Að hæta kjör þeirra, sem líða j fyrir áhrif og eyðileggingu áfeng- isins; að reist þá við, sem fallið hafa fyrir þeim freistingum, er banvænt eitur vínandans leggur fyrír þá, sem það hefir vafið viðjum spillingar og ósjálfstæðis; að berjast fyrir því að sú eymd, það volæði og sú spilling, sem eru óaðskiljanlegir förunautar vín- nautnarinnar, Iíði undir lok með öllu—, það er stefna bindindis- manna. Þótt undarlegt megi virðast, eru ekki einungis margir réttsýnir og reyndir menn, sem láta þetta mál algerlega afskiftalaust, heldur beyjast allmargir gegn því með oddi og egg. Enn eru nokkrir, sem að visu segjast hlyntir bind- indi, en vilja þó alls engan þátt taka i félagskap bindindismanna. Og í fjórða lagi eru þeir, sem um stundarsakir virðast snortnir af áhuga fyrir málefni ibindindis- manna, fylla flokk þeirra eitt ár eða svo, stundum jafnvel skemur, og fara að því búnu sína leið. Þeir sem mest og sterkast berj- ast á móti bindindinu eru þeir, er hafa peningalegan hagnað af því að aðrir drekki, svo sem vínsölu- mennirnir. Það er eklki trú’egt, en samt er það satt, að þessir menn, þótt kristnir sé og oft og tíðum hátt standandi og mikils metnir í félags og mentalífi þjó*ö- anna, gera sitt ítrasta til að raka saman fjármunum með því að nota það ósjálfstæði og þá spill- ing, sem ríkir á meðal mannanna, til þess að efla sína eigin tíman- legu velferð. Þó vita þeir meö vissu og horfa á það sínum eigin augum, að með þessu, eru þeir aö steypa öðrum í glötun. Þeir vita að mennirnir, sem þeir selja, eru ekki eingöngu að kaupa þeim pen- ingum, sem þeir oft og tíðum hafa engan rétt til að lóta af hendi, heldur eru þeir einnig að kasta sínu eigin sjálfstæði og vilja- þreki á glæ. Jafnvel þegar eitur vínsins hef- ir blindað skynsemi drykkju- liggur eftir þá?” Hinir fátæku og að hann hafi ekki tíma til að lyfta undir bagga með bindindisvinum. Einlægur áhugi fyrir hverju góðu málefni sem er, gefur öllum tíma ög veitir þeim þrek og staðfestu; og vilji, sem brennur af lifandi trú og óbilandi .sannfæring aflar fámennu meðlimir íslenzku stúkn- anna í Winnipeg — einir 600 menn — hafa í þessi 23 ár safnað og gefið svo mörgum þúsundum 'hafa ásamt öðrum bindindismönn- um landsins sett á stofn 355 stúk- ur, sem nú vinna í þarfir bindind- isins í landinu, og þeir hafa stutt að þvi að koma á fót 72 barna- stúkum, sem nú em starfandi víðs vegar um Canada. Enn fremur hafa þeir átt þátt í því að sú skoð- un hefir rutt sér til rúms, ekki einungis um gjörvalt Canada, heldur og um hinn mentaða heim, að vínnautn og ofdrykkja sé öll- um til hnekkis og vanvirðu, og ó- sæmileg hverjum h^iðvirðoim margfalt meira auðs en þarf til að fylla flokk ‘templara’. Loks vil eg minnast þeirra, sem um stundarsakir hafa verið bind- indismenn, en horfið frá aftur, og sagt skiliö öllu sambandi við bind- indi. Margir templarar láta sér mjög ant um að koma sem flest- uin 1 stúkur, jafnvel þeim, sem sjálfir hafa enga sannfæringu eða áhuga fyrir málefninu. j>eir hafa oft með þessu móti aflað sér fylg- is duglegra og ötulla manna, sem síöar hafa orðið góðir bindindis- manni. Þetta hafa þeir gjört. Og j menn. En þannig hafa þeir einn- ig oft leitt menn inn í stúkurnar, sem skömmu siðar hafa yfirgefið þær,— ekki séð neitt nýtilegt eð- ur aðlaðandi við félagskapinn, og enga skemtun haft, og svo síðar unnið félaginu mein með því að fárast um það út á við hve ógur- lega þreytandi og gagnslaust sé þetta bindindi. Sumum mönnum er þannig far- ið, að þeir eru altaf að leita sjálf- um sér ánægju og skemtana, og gera sér í hugarlund að þeir geti öðlast þetta einungis frá öðrum. Ef þeir bindast einhverjum fé- lagsböndum og borga til þess vist gjald, ætlast þeir til að sér verði þeir hafa gjört meira, því þéir hafa gengiS að sínum dag’.egu störfum eins og aðrir og unnið sér fyrir daglegu ibrauði. Ein- ungis í frístundum sínum hafa þeir unnið að bindindismálum — fristundum, sem aðrír hafa oft og einatt varið sér til hvíldar eður skemtunar. Allur þorri manna, lætur bánd- indismálið algerlega afskiftalaust. Þeir geta eklci séör að bindindi komi þeim neitt við; finst ekki að þeir séu í nokkurri hættu fyrir á- hrifum vínsins, af því að þeir drekka ekki áfengi sjálfir, ’ og virðast alls ekki finna til þess, að þeir séu á nokkurn hátt skyldir j veitt svo og svo mikil skemtun að retta þeim hjálparhönd, sem {)ein borgun fyrir þá peninga. orðið hafa fyrir þeirri ógæfu að falla í klær áfengisnautnarinnar. Enn síður dettur þeim í hug að á- líta, að þeir séu aö nokkru leyti skuldbundnir til að koma i veg N0RTHERN CR0WN BANK AÐALBKRIFSTOr'A í WINNIPEG HöfnSstóH (bffiltw) . . . $€,000,009 HöfnOstéH (greitWnr) . . . $2,200,000 STJÓRNENDUR: Formaður.................Sir D. H McMillan, K. C. M. G. Vara-formaBur ------- Capt. Wm. Robinson Jas, H. Ashdown H T. Champion Frederick Nation D. C. Cameron W. C. Leistikow Hon. R P. Koblin AðalráBsraaður: Robt. Campbeli. Umsj.m. útibúa L. M. McCarthy. Alskonar oan ■fuqa sint í öllum útibúum.—Lán veitt einstaklingum. Firraum, bornar- og sveítar-félögum og fólogum einstakra maona, með hentugum skilmdum. -*<érstakurgaumur getran að sparisjóðs innlögum. Útibú hvevetna um Canada. T. E. THORSTEINSON, Ráösmaður. Corner William Ave. og Nena St. Winnipeg. Man. Hagnýtið kostaboð Lögbergs sem auglýst eru á öðrum stað. Thc DOHINION BANft SELKIKK BTiatUB AU* konar bankastörf af hendi I«y*t. Spttrisjöösídeildin. Tekið við iunlogum, frá *i.«o aB t»pph» og þar yfir Harstu vextir borgnðir tvisvR' sinnum á ári. ViðsMftnm ba>ada og ann arm sveitamanna sérstakur gaomur gefini. tírétíeg innlegg og úttektir afgreiddar. Osl 30 eftir bré4av«*kiftum. Greiddnr höénðstiHl * 4.000,000 Vw-uijóAr og óskifmrgróði * 5,300,0« Alhr eignir..........*6a,600,000 InDÍetgnar skírteini (letter of credits) seR sem ern greifianleg um alLan heira. J. GRISDALE, bankastjóri. Hrá loðskmn og húðir Eg borga hnsta verð fyrir hvorttv«ggja, Sendið mér postspjald og eg sendi yður ókeyp- is verðlista. F. W. Kuhn 456 Sherbrooke St. P. O. Box991. Winnipeg, Man. Og þeir líta ekki svo á, að þeir séu skyldir að taka neinn þátt íj störfum félagsins. Þeir finna allsj eigi til þess, að þeim beri aö vinnaj að heill og framförum þess sam-1 fyrir það, að aðrir, jafnvel þeirra : bands. Ef þeir syo ekki fá þeim S afÍ.°m!"dUr_’ TI0' Vnj’;U a* löngunum fullnægt, sem þeir bráð. En víst eru þeir skyldir til þess. Af frjálsum vilja hafa þeir játast undir þá skuldbindingu, og j>eir kannast opinberlega við gildi og réttmæti jveirra kenninga, halda þessu fram. Það er fjöldi manns, sem álítur að þeir séu sjálfir ekki í nokk- urri hættu fyrir vininu, og vilja fyrir þá sök ekki hafa neitt sam- an við bindindi að sælda. En hver einasti drykkjumaður hefir einhverntíma getað barið sér á brjóst og sagt að ekki drykki hann brennivín. Það er of seint að ætla sér að snúast gegn víninu þcgar áhrif þess eru farin að verka. Brennandi tár og innileg- ustu bænir þeirra, sem hann elsk- ar bezt og heiíast, geta ekki hald- ið drykkjumanninum frá knæp- unni. Ekki einn maður af hundr- aði hefir viljaþrek til að veita mótstööu þvi heljarafli, sem eitur vinandans hefir í sér fólgið. Allmargir drykkjumenn láta bindindi algerlega afskiftaJaust. Þeir geta ef til vill ekki hjálpað sjálfum sér þó þeir vildu. Feður þeirra hafa reikað ( um hossandi þilfar fiskiskútunnar 1 stórsjóum Atlanzhafsins við strendur Is- lands. Sjálfir aka þeir um götur Win.iipegboigar í lokuðum vögn- um, ef ástæðúr þeirra leyfa, t|il þess þeir skuli ekki sjást. Það vita Jæir. Og þeir ættu at5 geta skilið, að synir þeirra, hvar sem þeir eiga fyrir höndum að ala aldur sinn, muni hafa sömu breisk leika við að stríða og þeir sjálfir og forfeður þeirra hafa haft. Hvers vegna reyna þeir ekki að koma i veg fyrir að börnin þeirra verði harmkvæliun vínnnautnar- arinnar að bráð? Þá eru þeir, sem í orði eru hlyntir bindindi, en vilja 'þó engan þátt taka í baráttu bindindismanna mannsins og svæft samvizku hans, hverfa blóðpeningarnir, og það gegn áhrifum vínsins. örar en áður, 1 vasa vínsa’ans. En Þeim finst þeir engan hendur hans eru drifnar blóði, sem jafnvel brennandi tár þeirra, sem gerSu sér vonir um, hverfa þeir oft til }>ess að láta aldrei sjá sig framar. Svo benda þeir á gagns- leysi og deyfð félagskaparins er er • }>eir eru gengnir úr honum. Þeim fanst þeir ekkert ihafa upp úr því! sjálfir að vera þar og geta fyrir þá orsök ekki séð að félagið sé að nokkru nýtt. Margir tugir manna hafa árlega komið þannig fram við íslenzku stúkurnar í Winní- Peg. En þeir hafa aldrei verið bind- indisinenn þó þeir hafi um stund- arsakir tilheyrt stúkunum; aldrei hafa þeir orðið snortnir af þeirri sannfæringu, þeirri trú, og þeirri sælu sem göfugt málefni vermir og glæðir i brjósti hvers þess, er berst fyrir framgangi þess. Það þrek og sú festa sem slík barátta vekur hjá hverjum góðum dreng, er þeim ókunn. Þeir hrinda frá sér þeim unaði, sem kærleikur og göfuglyndi hafa óskeikanlega í för meö sér. ' Samt vitum vér öll1 að þessar dygðir eru ímynd mann-| legrar fullkomnunar, og vér lítum með aðdáun og lotningu til þeirra1 manna, sem hafa varið öllum sín-) um lífs og sálar kröftum til að auka ánægju og vellí'ðan annara, en gengið sjálfir tötrum búnir ail grafarinnar. Hugsið til mannanna, sem hafa veriö sviftir viljaþreki og sjálf- stæði. Járngreypar áfengisins læsast að beinum þeirra, magn- þrota og bjargarvana. Hugsið til ungmennanna, sem 1 blindni rétta út hendurnar eftir freyðapdi drykkjarhominu, sem ef til vill steypir þeim í glötun. Httgsið til mæöranna, sem þjást af kviða fyrir velferð barnanna sinna, og eru sjálfar píslarvottar rangsleitni og grimdar. Heyrið ekki hvernig hjörtu þeirra berj- Þorrablóts-kvæði flutt á miðsvetrarsamkomu klúbbsins Helga magra. Minni íslands. Hvar er það, sem hraustir drengir heyja stríð við unnar-dans? Hvar er það, sem sterkir stormar stæla krafta búandans? Þar sem berst viö mótstraum margan —marga eldraun fámenn þjóð; það er okkar œttarlandi, er eg helga þetta ljóð. Mörg er stundin hlýjust heima, hríð þó sendist stundum kalt undan vinda-vængjum Þorra; vermir Harpa þúsundfalt fjörð og hlíð, er fjalls í dölum fuglar vorsins kveða snjalt; söm og jöfn á sumar-leiðum, sólin blessuð kætir alt. Ilugur leitar yfir æginn — eins þó hér sé glatt í kveld—; norðurljós, við brattar brúnir, bylgjast fram um himintjöld yfir hljóðum æskudölum. —ísland! þó að sértu fjær, }>ú ert kært, um þig vér tölum, þú crt sifelt hjarta nær! Þin er, ættjörð! okkar vagga, æskulif og feðra gröf. — Vina-þel, sem verkin sýni, verði bama þinna gjöf! Þroskist hvert, til gagns og gæ'öa, gróðrar-blóm — við hjarta þér! Sjálfur gaf þér sjóli hæða sólbrosið, sem aldrei þver. L. Tti.. ast af angist og kvíða fyrir ógn- tima ium og hrottaskap svallarans? nafa; daglegt annríki og störf , Er það ekki skylda vor aö rétta gefa þeim enga fivíld eða frí-þeim hjálparhönd? Minni Jóns Sigurðssonar. Hann var einsog vormögnin högu, sem vaka’ yfir gróandans blæ, en utan um sjálfra okkar sögu llá sveigur úr klaka og snæ. En beint gegnum ískuldans eyöur með ylinn hann til okkar braust, svo ítur og yfirlits heiður, að eldmóði’ í þjóðina laust. 1 dyngju úr sögnum og sögum hún sofin í skamdegi lá. Hann hneigði’ ’ana að hjarta sins slögum, hún hrökk upp og vaknaði þá. Sú hugsun, sem hratt af sér möru, varð himinlyft stórvon og þrá, svo sveit milli fjalla og fjöru sitt framtíðar ljósheiði sá. Vér settumst að víni og vistum og veizluglaum bar yfir höf, og flatir við kóngssporin kystum —vér kölluðum þetta hans gjöf! En þeini, sem að þar átti heima og þreytuna fyrir oss bar, var sumum það sjálfrátt að gleyma— hver sat utan dyranna þar? &Ml/m CANflWQ riNEST THEATRE Caa&da’s Most Bcantiful and Costly Playho«9c 3 kvöld byriar Fimtud. 23, Feb. matineeá langarJag Jefferson de angklis f gaman sðngleiknum The Beauty Spot 6 Mán., 27 Feb. Matinees Wed. and Sat. MARY MANNERING í leiknum „A Man’s World“ eftir Kachel Crothers góðir leikendur Verð EVENINGS, $2.00 til 25c; MATINEES $1.50 til 25c. £0<=>00«:=>00<=r>0(><r2«0<=>0<)<=>0í? | Skilyrði þess V aB. br uðin verði góð, eru gæöi h'eitisins. — hefir gæðin til að bera. — Margir bestu b karar no a það, ot brauðin úr því verða ávah góð — 7[ LEITCII Brothers, FLOL’R MILL8. X Oak Lake, - - - Manltoba. /V Winnipeií skrifstofa II TALSÍvlI, MAIN4326 *o<=>oo<=>oo<=>oo<=>0t<=>oo<c=>o}5 Ef langar oss lofkrans að sveigja við leitum upp grafirnar þá. Svo fyrst þarftu’ að falla og deyja en fær þú oss sæmdina hjá. Það liggur við berara, beinna og ber okkar hugsana lag, að sjá það þá öldinni seinna, er sáum vér alls ekki’ í dag. Kr. Stefánsson. Minni kvenna. “Meðhjálp”, sagSi Drottinn ár á öldum, er hann konu skóp og manni gaf. Ást, sitt skærsta ljós, þér, víf, að völdum valdi, gaf hann, speki sinni af. Hún er andans dýrsta djásn og gróöi— dagrenning þess lífs, sem koma á. Hæst og dýpst i sögu, list og ljóði ljómar þér um eilífð demant sá. Fegurð ytri flestir munu skilja, færri þá, sem dýpi sálar á: Þögult afl hins undra djúpa vilja elsku þinnar, sælla heimi frá. Likt og von, sem verður aldrei svikin, vakir hún og raungreind lengra sér. — Oft við dags og nætur drauma blikin, dulmynd sanna fyrir andann ber. Hjá þér bjó sá helgi kærleiks neisti hitnni frá, sem brendi alda gróm. Ástarhönd þin mann úr læðing leysti, lét hann hefjast upp frá villudóm. “Meðhjálp” varstu, verndardísin. ertu, veik, en styrk, í hlekkjum, en þó frjáls. Fyrir starf þitt skrýdd af satmiS sértu sigur-meni, í klafa stað, um háls. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.