Lögberg - 06.04.1911, Page 2

Lögberg - 06.04.1911, Page 2
2. LÖGBERG. FIMXUDAGINN 6. APRÍL 1911. Ættartölur Vestur-íslendinga. ÞaS hefir frá alda Ö5li veriS talið meðal œðstu kosta manns'að vera vél ættaður, og allmörgum er enn í dag alveg jafnsárt um að sá kostur sinn (virkilegur eða í- myndaðurj sé viðurkendur út í frá, eins og annað ágæti í fari sínu. Svo mjög sem fornöldin lagði rækt og lotning við hetju- skap og hugprýði þá lyfti þó ættar aðall þeim afburðum á æðra og göfugra stilg i áliti manna. Og kvað svo mjög að þessu, að framúr skarandi yfirburði þurfti oft og einatt fyrir ótigna menn til að brjótast fram til meta og mannvirðir^ga. |Þ|essu samfara var svo það, að jafnt og ein þjóð sótti fram fyrir aðra að mentun og mann- dáð þótti það mikilf sæmdarauki að heyra þeirri þjóð til og vera af henni fæddur. Þannig er það t. d. haft eftir hinum nafnkenda grísika speking Platon, að eitt af því þrennu sem hann þakkaði guð dóminum fyrir, væri það að hann væri fæddur grískur. Þessi ætt- göfgis og þjóðernis metnaður fet- ar svo niður eftir öllum öldum alt til vorra daga,—og rennur i raun inni saman við ættrækni og sjálfs- elsku annars vegar, en þjóðrækni og ættjarðarást hinsvegar. Það má án efa fullvel segja, þegar á þetta er litið, að of mikil áherzla hafi fyr á öldum verið k%ð á ætt- og þjóð-göfgina eina út af fyrir sig, án neins tillits til persónulegra kosta mannsins sjálfs í eiginlegiun skilningi. En jafnframt því virðist það þó ein- mitt hafa vakað ósjálfrátt fyrir þjóðum alt til þessa, að ekiki sé það einskisvert fyrir afkomand ann hvert og 'hvílíkt foreldri hans er, — sem einmitt nú er svo frek- lega að sannast af. athugunum vís- indanna á vorum dögum. Og er þetta atriði eitt af þeirn sem fylgt hefir eðliskynjum mannkynsis frá byrjun. En hins vegar: þó segja megi, -að ættarmetnaðurinn hafi óneitanlega á aðra hliðina leitt til oflætis og hégómlegs þótta, þá þá hefir það aðeins átt sér stað til jafns við hvern annan mannlegan kost, sem er þessi metnaðar til- finning fyrir þjóð ög ætterni hefir svo vakið þá fræðigrein sem nefnd hefir verið œttfrœffi; og höfum ver íslendingar staðið jafw framarlega í þeirri fræði eins og nókkur önnttr þjóð. Þö er ekki svó að skilja að aðrar þjóðir séu þar ekki teljandi til,—sem fáfræð,- ingar geta ef til vill, ímyndað sér. Einkum er það alkunna þeim sem nokkuð ihafa lesið um háttu annara þjóða að alt í frá fornöld hefir það verið altítt ofan til vorra daga, hjá hinum liœrri stjettum menta-landanna, að gæta sem bezt ætternis síns; meðfram að sjálf- sögðu vcgtia erfðafjár og ytri metorða, en jafnframt og með- ; fram vegna meðf:eddrar ætternis trygðar, sem náskyld er bæði föð- urlandsást og ættrækni, og talin hefir verið, af drengskapar mönn- um ein hin æðsta sæmd nianns og, ágæti. En til sönnunar þessari ' ættardýrkun meðal annara þjóða, bæði fyr og síðar á tímum, má j mörg og margvísleg dæmi til- færa; og býst eg við að allir fróð- j ir menn kannist vrð sitthvað þess ! efnis, að minsta kqsti við umhugs- un.— Að kynstórir ntenn haldi á ýmsr an hátt fram ætterni sínu, er ekki ( nema mjög svo eðlilegt og enda sjálfsagt, þar sem það er einn þáttur pærsónitgildisins, í hverri ; merkingu sem er. En í annan j stað er það og jafn eðlilegt ætt- | smáum mönnum að leyna upp- ; runa sínum, og eru þá slíkar for- eh'ra eða forfesra felur einn j þáttur þeirrar smæðar. íslendingar hafa, eins og eg [■ - drap á, verið miklir ættfræðis og | ættartölumenn, Jtæði að fornu cg nýju. Ekki hefi eg orðið þess var, að neinum þyki kynlegur ættametnaður íslendinga til forna, meðan þrek og þróttur þjóðarinn- j ar stóð í fullum íblóma. En að } hinu hefi cg heyrt vikið, að nú-1 tíðar íslendingar hugsi ekki um annað en að stæra sig af fomu ætterni sínu og láti þar við sitja; en hinum þættinum gleymi þeir, sem sannri ættartign og þjóðrækt sé samfara, aö framfylgja kyn- göfgi sinni í drengsikap og djarf- legum afrekum,—og nemi staðar við orðin tóm.— Þetta er sagt, og á sér ef til vill nokkurn stað; bæði hvað snertir dúmalegar misskilnings hugmyndir alþýð- unnar á seinni timum yfirleitt við víkjandi háttum og framgöngu fornmanna: og í annan stað orðabelgingar ýmissra (eink- um ungra mentamanna á vorum j dögum, um forn réttindi og forna I þjóðgöfgi samfara glitmiklum j glamuryrðum um frElsi, siálf- stæði, framsókn o. s. frv.ý alt að . einu hefir í ættartölum verið hylst til að rekja ættirnar upp til konungborinna manna helzt, hverja svo sem krókavegi vísinda manna til þess þarf að fara! Alt má þetta að visu til sanns vegar færa. En nú horfir við úr gagnstæðri átt sú þjóðræktarleysis stefna, sem einkum hér vestan hafs er gróðursett í akri útlends fjár- dráttar þótta, að einu gildi um ætt og uppruna; alt sé undir kom- ið afrekum einstaklingsins einum saman; og sé auður og persónuleg upliefð fyrir sig það eina sem hann á að berjast fyrir og vinna að. Aðrar hugsjónir allar séu reykur einn og rugl. Mætti manni finnast sem hér sé durnarskapur seinni tíma alþýðu af þjóð' vorri kominn fram í nýrri mynd. Og í annan stað er þessi lífsstefna svo lágrar ættar(!) serm verða má, þar sem hún fyrst og frernst dýrkar enskinn með þvi að taka upp alla hans hugsun og háttu, en afneitar þar með einnig sinni eig- in þjóð og hennar eðli. — Það er sagt svo, að ekki megi spyrja hvítan Ástralíumann um ætterni hans, og sé það honum mióðgun. því Ástralíuhúar yfirleitt eru komnir af sakamönnum sem flutt- ir varu þangað í hegningarskyni á 18. öldinni. Einhver svipuð til- finning virðist vaka fyrir þeim sem afneita ætt sinni og þjóðerni og elta annars lands hugsun og háttu. En að svo er, hváð ýmsar íslenzkar persónur snertir, eftir að til þessa lands kom, á því er enginn vafi,—og það í svo frekri mynd sem vera má. Svo langt getur einfeldni olg fordild farið með fólk. Svo að eg viki nú betnt að ætt- ; artölunum aftur, þá er meðal ann- ars þess að spyrja: Að hvaðá | haldi kemur mönnum að vita um I uppruna sinn og ætt? Þlví svara eg: Svo framarlega sem það er nokkurs virði fyrir nokkurn mann að þekkja sjálfan sig — sem að sjálfsögðu er eitt 'hið fyrsta og helzta framsóknar 9kilyrði hvers einasta manns, — þá er það og jafnhliða nauðsynlegt að þekkja ætt sína og uppruna. Því framar í ættinni kdma ef til vill fram ýms þau eðliseinkenni, stundlum á hærra og stundum á auðsærra stigi en hjá viðkomanda sjálfum. Sé hann af tignum ættum, þá er það hvöt fyrir hann til að halda uppi sóma ættarinnar með framkomu sinni ! og framkvæmdum. Sé hann aft- ur á móti smáéettaður er altað einu hvöt fyrir hann að jafna upp það j sem á skortir í ættinni, með eigin manndáð og atroku. En fyrir ætt sína ætti eníginn að fyrirverða sig, hver sem hún er; vegna þess frernur að bera af forfeðrum sín- um sem smærri eru. — Og enn er ]>ó ótalinn sá kostur ættfræði (og 1 ættartalnaj. að hún hvetur niðj- ana til þjóðrækni og þar ,með til 1 þjöðannfetoaðar; og verður vor kynslóð því fremur fyrirmynd komandi kynslóða í þessnm efn,- um, sem hún rekur hér rækilegar úr hlaði, og liggur þess meira við í þessu máli sem yngri kynslóðin hér uppald^ hefir engan hug né hneigingu til síns forna ættlands að neintt leyti svo framarlega sem j hún ekki fær sérstaka næma hvöt j frá eldri kynslóðinni. Og geti þeir meðal annars ekiki talið ættir sínar lengra en til einihvers Amer- íkufarans t. d. á fyrri öldinni, svo frantarlega sem þeir hafa engin gögn í höndum. Enn fremur verð ur allur litur á landnámssögum Vestur íslendinga ( munnlegum eða skriflegumý eða að minsta kosti samband þeirra við heima- landið þess frjórra og fetskarja sem fleiri ættfræðisgögn sem eru fyrir höndum. Hitt er annað mál að mikið fram að þessu hefir hagur flestra Vestur íslendinga staðið svo, að þeir hafa haft ann- að að hugsa um en ættfræði. ' En ’nú er hagur allmargra þeirra kom inn í þann blóma, að þeir geta farið að líta í kring um sig ögn, og sinna fleiru en slitalausu veg- broti fyrir lífsins þurftum. Og! sé eg meðal annars þá frelsis- j hvelfd í fegurstri og hugþekkastrj ; rnynd fram koma hjá þeim sem taka sér næði til að hverfa um stund heim til fósturjarðarinnar. Og sprettur þetta alt upp af ein- um meiði, og það sem eg hefi hér um rætt aðallega. Eg veit ekki til að hér vestan hafs séu nein veruleg gögn fyrir höndum til samstæðra og áreiðan- legra ættfræðis rannsókna og ætt- artalna. Býst við að heim til ís- landsj verði að snúa sér í þeim efnum, en mikil trygging er þar fyrir áreiðanleik þeirrar fræði- greinar. Héðan af safn alla finn- anlegra eldri heimilda í þeim efn- um sem öðrum til landsbóka og landskjalasafnsins — svo sem ministerial bækur, sem hafa fæð- ingar og dauða dægur manna inni að halda o. s. frv. Enn fremur eru og nú í Reykjavík sérstakir j fræðimenn í þeirri fræðigrein, með greiðari aðgang að heimildr um og meiri þekkingu en áður var vegna þess sérstaka hægðar- auka, sem þessu nýja safna fyrir- komulagi er að þakka. Og má því jafnframt að sjálfsögðu búast við að ódýrari séu nú einnig upplýs- irtgar allar í ættfræðisefnum held ur en nokkru sinni hefir áður verið. Að minsta kostií tiltölu við vaxandi tryggingu og áreiðan- leik. Þorsteinn Björnsson Ur Pipestone bygð. Bardal P. O., 18. Marz 1911. I>að er nú æði lamgt siðan Lög- ; berg hefir fært lesendum sínum ! nokkrar fréttir héðan úr þessari . bygð, og dettur mér því í hug hr. j ritstjóri, að senda fáeinar línur í ; yðar heiðraða blað, Lögberg. | Mér finst lika, að margir ættu 1 að skrifa meira úr landsbygðunum í til Lögíbergs, því það er nú orðið j svo stórt, að það rúrnar meira ' lesmál síðan um nýárið að það stækkaði, og er stór munur á því ! nú eða var fyrir 20 árum síðan, j þegar það var nýfætt, og átti þá í við fátækt og erfiðleika að | stríða. Og mikið mega nú aðj j standendur Lögbergs vera ánægð- ir yfir þeim framföram, að sjá nú ; blaðið vera komið í þá stærð er j það er nú í, ásamt því, að geta nú j sagt, að það eigi stórt og vandað j hús fyrir sjálft sig, og svo það, j aö geta leigt út af því pláss íil | margra annara afnota, sem aðrar bygg.rngar ekki geta, nema þær j séu af hinni 'beztu tegund. Heið- ur sé aðstandendum Lögbergs, og j óskandi að blaðið blessist vel í sinni veglegu byggingu í framtíð- ' inni. Til þess að fá eitthvert umtals- efni verð eg að fara nokkuð aftur I í tínrann. Og til þess að minna á j hið umliðna verð eg t.d. að nefna, j að árið 1909 var beldur þurka- j samt fyrir kornræktina yfir höf- : uð að tala; en samt fengu menn í hér meðal uppskeru, og gott verð j fyrir afurðir sínar, og mátti því kalla það ár heldur affarasælt; j veturinn milli 1909 og 1910 mátti j kalia heldur mildan, og snjóa lít- j inn, snjó tók af jörðu æði snemma | að vorinu til, en þó varð sáning j ekkert fyr um garð giengin en j venjulega, og gerði það kuldakast j er kom fyrir miðjan sáningartim- í ann; það hamlaði mönnum frá : akurvinnu á aðra vi'ku, en samt j mun það hafa verið álitið að alt I útsæði, er íbændur sáðu, hafi kom- ist óvengjulega vel í jörðu, og frá- j gangur hinn bezti hjá öllum; gerði I það hin hagstæða Veðrátta, sem kom eftir kuldakastið áðurnefnda; j öllum kom saman uirn, að aldrei hefðu fnenn séð korn koma upp eins jafnt og fallega. því að það virtist eins og hvert eitt einasta j korn er í jörð var látið,* kæm.i upp og þrifist eins vel og lmgsast; í gæti. Voru akrar því hinir feg- ! urstu yfir að líta, þar til síðast í ! Jútií of fyrst í Júlí að hitarnir ! urðu svo gífurlega miklir og lang- stæðir, að alt fór að ganga til j rirnunar. Mun það láta nærri, að í átta daga, meðan hitaaldan stóð sem hæst, hafi hitinn stöðugt sað- ið frá 95 til 108 gr. dag eftir dag. Munu þá flestir ekki hafa séð fram á annað en algerðan upp- skerubrest, því jörðin varð svo ó- venjulega heit og þur, svo að plantan upp af korninu brann og lá í legum á ökrunum. En alt fyrir það varð þó uppskera nokk- ur, og sumir fengu sem svaraði j hálfri uppskeru, eða meira,; en ■ samt var af öllum korntegundum rír uppskera; en hið góða verð er j bændur fengu fyrir hveiti sitt, þó> lítið væri, hjálpaði þeim undur j vel, og fyrir áikaflega hagstæða veðráttu að 'haustinu til hirtust j allar afurðir bóndans æskilega. Þó grasspretta væri með lak- ; asta móti síðastliðið sumar, þá mutiu flestir hafa náð í nokkurn veginn nóg hey handa skepnum síínum. En þó mun hálrrmr, eða strá, hafa verið brúkað meira til foðurs á þessum vetri alment, era nokkurn tíma áður; og sem eðli- leg afleiðing af hinum langa og stranga vetri, mun mest ef ekki al fóður verða uppgefið þegar sönn vorveðrátta kemur. Það má segja íslendingum í þessari bygð til hróss, að þeir munu standa flestum bændum framar hvað fóðurforða snertir, því þar mun engin undantEkning \eta; og aí langri reynd er mér ó- hætt að fullyrða, að íslendingar standa í fáu eða engu á baki ann- ara þjóða mönnum, þegar litið er á llan fjöldann, og mun vera eng- in undantekning heldur. Það mun þykja eftirtektarvert, að þegar um eitthvað er um að vera, eða ís- lendingurinn þarf að fá lánað e'íthvað, t. d. hjá verzlunarmönn- um, þá er það ávalt sjálfsagt og velkomið. Þegar annara þjnðaj menn annað hvort fá neitun, eða I það tekur langa umhugsun; eða í | þriðja lagi, að nákvæmlega er leit- að eftir kringumstæðum og mann- oygð hins þurfanda. I þessu munu vera fáar undantekningar. ef þær era nokkrar. Árvekni og um- hyggja íslendinga hér fyrir heim- ili og fjölskyldum sínum, er óef- að meiri og sterkari en fyrir öllum fjöldanttm af annara þjóða fólki. Þó er ekki hægt að neita því, að í'-'endingar eru á eftir hér í einu, og það er, að þgir hafa engan tnann eða menn í neinum opin- bentm stöðum. Ekki mun það vera skortur á viti hjá íslending- um, heldur Skortur á valdi á hér- lendu máli, að hafa gott vit og geta hugsað vel eða talað vel mál- ið á mannfundum, á opinberum stöðum, svo að æskilegt og áheyri legt sé. Það er ekki að búast við að menn, sem koma hingað á full- orðins aldri, þá mállausir hvað enskuna snertir, og með ekki aðra tnentun en þá, sem viðgengst heima á íslandi, geti lært málið svo vel, að þeir geti staðið jafn- vígir mönnum, sem læra málið á ungdómsárum og hajfa gengið á j enska skóla lengri eða skemmri j tíma, og þar að auki jafnhliða j því áð vera mállaus, að fara að berjast að stríða fyrir lífinu og heimilinu út í óbygðiim. og þar | við ibætist, að verk eða vinna hér j í þessu landi er alt öðru vísi en | vinna sú, er við sáum og lærðum j heima á gamla Fróni, og verðum í því að læra að brúka hérlenda aðferð við vinnuna; læra að skilja hana og árangur hennar, og læra að mörgu leyti nýtt líf, og skilja það til hlítar. Og auðvitað að læra tnálið jafnhliða hinu, sem þurfti að læra fyrst, en t mörgum tilfellum verður seinast, og veldur því strit og þungi dágsins, ásamt of mikilli fjarveru frá enskumæl- anrli fólki. En alt fyrir þetta, eins og eg sagði áðan, af langri reynslu má eg fullyrða, að íslendingar eru ekki á eftir. Þeir taka þátt í pólitískum niákim, og gefa att- kvæði sitt með eða mlóti; og þar er engu að ýta; þeir eru fastir fyrir, hver með sínum flokki, og það er ekki að lasta. Það er því langt frá mér að segja, að við ís- lendingar séum á sama máli ætíð; það getur ómögulega verið, þvi að “svo er tnargt sinnið sem skinn- ið”, og það breytist aldrei. Eg hefi nú tekið útúrdúr, sem máske ekki hefði átt að verá- og skal eg því snúa mér að því er eg 1 .daði, nefnljega að alt fóður mundi verða uppétið þegar VDrið kærrí. Nú eru menn í bæjum farn- ir að fá hey flutt að á járnbraut- tu.n, og er það orðið afar dýrt þegar það er komið hingað. Eg sá fyrir nokkru selt aðflutt bund- ið hey í Reston fyrir $14; og núno fyrir litlu síðan sá eg part af tonni selt í Sinclair fyrir sem svar" ar $17 tonnið; má það heyta afar- verð, og óheyrt hér fyrri. •Vetrar veðrátta var kcmin hér 20. Nóvember og suma daga í Desember voru miklar hörkgr. l.r. eftir að nýár ibyrjaði til fyrstu viku ■ Febrúar var óslitinn vetr- argaddur, og því snjóþyngsli mikil; engar ákaflegar frost' örk- Iiafa verið síðan í miðjum Eebrú- ar; það sem er af Marz hefir mátt heita góð veðrátta, og siðustu daga hefir verið sólbráð og góð- viðri og snjór sigið mikið, hæstu hólar komnir upp úr snjónum. Hér hafa nú orðið mörg og stór umskifti (hin síSustu ár 'til hins betra. Þegar við komum hér fyrst fyrir 19 árum, þá var hér engin járnbraut; en nú eru hér fjórar brautir komnar; allar liggja þær frá austri til vesturs. Reston cg Arcola brautin liggur í gegnum miðja bygðina, og er Sinclairbær á henni, og stendur í miðri íslendinga bygðinni. Þang- að hafa íslendingar sótt mest þarfir sínar, og dregið þangað hveiti sitt. Það er góður verzl- unarstaður, enda er þess þörf, því alt land þar er þétt bygt og alt akuryrkja. Þó hafa bændur tölu- vert af gripum og svínum, ásamt fuglarækt. í SincJair bœ eru 2 verkfærasölubúðir, 1 járnsmiður, 1 timbursölumaður,, pósthús, harð vörubúð, “livery stahle”, veitinga- ihús og 1 matvöruverzlun; og miun það nú þykja á vanta, að þar er engin samkepni i þeirri tegund. Það voru áður tvær matsölubúðir og þrifust vel, en annar maðurinn hætti og fór vestur til Edmonton, en kona hans og nokkuð af börn- um þeirra búa nú á landi, er hann keypti tvær mílur frá Sinclairþæ. Hann byrjaði fátækur, en fór með alla vasa fulla, en búðina hefir nú verandi matsölu kaupmaður keypt til þess' að enginn annar maður gæti byrjað þar neina verzlun í samkepni við hann. Hann græðir offjár, og hafa nú margir tekið það ráð, að sækja þarfir sinar til Reston eða Antler, Sask, þó að það sé lengra að fara. Reston er ákaflega góður verzlunarbær og framfarabær. Þaðan liggur Res- ton anrl Wolsley járnhrautin og fer östutt norðan til við nyrztu íslendingana í bygðinni;, á 1 enni stendur Ebor bær 3 cg hálfa mílu fro nyrztu íslenzku bændunum. I>að lítur út fyrir, að það verði góður verzlunarstaður. Þar eru 3 akuryrkjuverkfæra búðir, 2 mat- söluibúðir, einn timbursali, ei m járnsmiður, pósthús, veitingahús, “livery stable”, “poolroom” og kjötsali Frá Bbor til Sinclair er alt j>étt bygt Iand, og má það heita óslitinn hveitia'kur á sumrum. Um 2 til 3 mílur norð-austur af Ebor- bæ ligur C. N. R. brautiti; hún liggur eftir hæðum vestan til við Pipestone ána, þar stendur Cromer bær nokkuð austar betur, 6 mílur frá Ebor, niður í dalverpinu, að heita má á árbakkanum. Það mun mega segja að sá bær stendur í bezta hveitibeltinu sem hér er, og á allar hliðar eru stórefnaðir bænd ur og gömul bygð. Suður af Sin- clair liggur Bröomhill and Tillson brautin, og er rétt sunnan við syðstu íslendinga, og mun það vera um 14 til 15 mílur frá Sin- clair til Tillson bæjar, en þar er eg ókunnugri; en eg veit þó, að það svæði er óslitinn akur að ka'la tná, og gott og fallegt land; þar Iiefi eg heyrt að væri einokunar- verzlun. Þess má geta, að nú er talsími að heita má í hverju húsi hér norð j an til við Sinclair; en stutt fyrir sunnan Sinclair skiftist landið t annað sveitarfélag, og eru þeir þar á eftir tímanuin með talsímana, en sagt er að þaö lagist að sumri. $20 um árið verður bóndinn að borga fyrir símann, og þó að það sé mik- ið fé, munu fáir vilja án hans vera fyrir það verð, þvt að ómetanleg þægindi eru það som maður getur haft af honum. Á þessum síðustu árum hafa flestallar vörur hækkað í verði, er bóndinn þarf að kaupa; þó mun vera tilfinnanlagast fyrir bóndann verðhækkun á akuryrkjuvélum sem er afar mikil; t.cþ má geta þess, að nú eru vélar ekki eins endingargóðar og þær áður voru, en hærri í verdi. Eg fékk bindara fyrir 12 árum stðan fyrir $140; með honum hefi eg slegið og bund ið uppskera mína á hverju ári síð- an til síðasta hausts; þá var hann orðinn svo útslitinn að eg varð að fá annan, og hann kostaði $190, og vann bæði ver og slitnaði fljóþ- ara, og eg ímynda mér að hann verði útslitinn og til einskis nýtur eftir eins til tveggja ára vinnu til. Eg vil minnast þess, af því það er svo tilfinnanlegt fynr bændur, að á fyrstu áruni okkar hér gátum við fengið góðan vagnkassa fyrir $15.00 með sæti á, fyrir peningai út í hönd, en ’nú eru þeir sætis- lausir seldir á $27 til $32; og aðrar vélar munu hafa stígið í verði hlutfallslega. Þessi verðhækkun mun vera á- litin tolllögunum að kenna, og varla mun bændum hafa þótt Mr. Fielding hafa haff mikla með- aumkvun með iKindanutn þegar hann í Janúar gerði samningana við Baudarikja forsetann, um toll- lækkunina, afi hann skyldi ekki vilja taka nema 2]/2% af akur- yrkju verkfærum, en láta 15% standa; það er ekkert efunarmál fyrir bændum, að Mr. Fielding er þar einum um að kenna, því að Bandaríkjamenn vilja fá góðan markað fyrir vörtt sína ef auðiJS j er, og hvergi betri markaður en í Canada; en tolIjgarSurinn er til j fyrirstöðu. En sá tími er nú ekki langt í burtu að stjórnendur Iandsins | verða að gera eins og hóndinn vill, I og kom það berlega í ljós að svo j er á bændafundi 10. Marz þ.á, sem haldinn var á Sinclair, því að á 3 þingmenn var skorað að segja af sér þingmannsstöðunni, sökum Jiess að þeir brugðnst bændum al- gerlega í tollmálinu; tveir af þess- um mönnum eru fylkisþingmenn, báðir conservatívar, og eru báSir góðir menn og vel látnir; þessir tnenn eru Harvey Simpson frá Virden og A. M. Lale, þingmaður fyrir Melita. Þessir menn reyndust báðir niótstöðucnen^ nins mesta áhugamáls bænda, nefnil. samn- inganna á milli Canada og Banda- ríkjanna, og mega þeir vera vissir um, að fá ekkert atkvæði aftur t héraði sínu til þingsætis framvegj- is. Hinn þriðji er þingm. Bran- dons í Ottawaþinginu, Mr. Clif- ford Sifton, gamall Brandonbúi og Vestur-Canada maður, og vin- ur bænda áður meir; maður sem er mjög vel skynsamur og einn af mestu ræðuskörungum þessa lands. Hann þekkir þarfir bænda og Norðvesturlandsins og afstöðu þess í öllum málutn, betur en flest- ir aðrir menn. Hann var innan- ríkis ráðgjafi í mörg ár fyrir Cattr ada, og skildi verk sitt vel og vann það manna bezt, enda er gáfum hans og hæfileikum við brugðið; á fyrri árum sínum var hann fa- tækur maður, en með tímanum og forsjálni hefir hann auðgast mjög mikið. svo að hann mun nú vem í ríkra manna tölu í Canada, enda hefir hann n,ú skift stórkostlega um skoðanir, því að nú er hann orðinn meðmæltur auðmönnum, verksmiðjumönnum og einokun, ásamt því, að vera nú orðinn strangur tollverndar maður; og enginn maður hefir lofað 'hátíð- legra loforði en hann lofaði Mani- toba bændum, í ,hvert skifti er hann hélt fundi og ræður fyrir hverjar þingkosningar, er hann sótti tim og var kosinn í, viövíkj- andi fríverzlun eða tolllæklcun á allri þeirri nauðsynjavöru, er bændur þyrftu að £á handan yfir Bandaríkja landamærin. En hve brást nú ekki Mr. Sifton txend- rnn? Af því set eg hér sýnis- liorn. I vetur sendu bændur mörg hundrað manns austur tjl Ottawa til að bera fram áhugamál sín fyrir stjórninm, og var toll- málið eitt af þeim veigamestu. Þann dag sem sendinefndin (16 Jan.J mætti Sir Wilfrid Laurier, var Sifton hvergi sjáanlegur, né finnanlegur þó að hann vissi að nú voru bændur Vesturlandsins og vinir hans komnir, og vissi að þeir vonuðust eftir að hann mætti þeim, talaði máli þeirra, og að hann sýndi þeim alt það göfug- lyndi er þeir áður voru búnir að sýna honum. En slíkt brást al- gerlega. Hann forðaðist að láta þá sjá sig i þá 4 daga er sendi- nefndin stóð við i Ottawa. Hann hafði augsýnilega haldið sig í burtu af ásettu ráði, og verið í góðum felum þann tíma, er vinir hans þurftu hans með, og var það slæmur fyrirboði fyrir bændur. En strax og bændur voru komn- ir af stað heim til sín, þá var Mr. Sifton á sínuim “pósti”, og þegar nefnd sú er Sir Wiífrid Laurier sendi til Washington til að gera smninga um tollmálin við Taft forseta, kom til baka til Ottawa' óg gerði heyrin kunnugt hvernig samningamir voru, reis Mr. Sif- ton andvígur og öfugur á móti öllurn samningunum og vildi þá enga tolllækkun, heldur algerða tollverndun, og hélt þá eina af þessum “rífandi” ræðum, sem hon utn er svo eiginlegt, sem var öll í vil verksmiðjumönnum og auð- kýfingum og einokunar félögum', en algerlega í öfuga átt við stefnu bændanna. En nú er þess að gæta að nú er Mr. Sifton ekki fátækur maður lengur, heldur auðmaður og orðinn hlyntur þeim, og snýr því bakinu við bændum, og bœjar- lýð, og án efa 'hugsar sem svo: Eg þarf ykkar ekki við lengur. Eg er sjálfbjarga. En nú segja bænd- ur: “Við þurfum þin ekki við lengur. Þú hefir brugðist okkur, og segðu af þér starfa þeim, sem við trúðum þér fyrir. Þú ert ekki hans verður.” Tilfinningar þær og skoðanir, sem eg bst hér í ljós að framan, eru mínar eigin, og eru þær i sanv ræmi við skoðanir bænda er komu í ljós á fundum bænda er haldnir eru 'hér stöðugt, nema hvað eg reyni að koma þeim í mildari róm án æsinga eða otsa. Bændum er heitt til þeirra þingmanna, sem eru á móti þeim velferðarmálum ,-eni þeir eru að berjast fyrir. Þótt ekki væri hér stór upp- skera í sumar sem leið, þá er hér þó almenn velliðan fólks á meðal; engir skaðar eða hnekkir orðið á árinu af náttúrunnar hálfu, nema einn landi okkár, Kristján Bardal, varð fyrir þeirn skaða á síðasta sumri, að missa fjós sitt í eldi, og fóru þar með tvö hross og nokkuð af nautgripum, ásamt ýmsum nyt- samlegum hlutum er í því voru; fjósið var timburbygging og því tilfinnanlegt tap í byggingunni, því að viður er dýr og byggingar kostbærar þegar þær eru albúnar eins og það var, íyrir utan hross- in ,sem liggur hin mesta peninga- upphæð í á bændabýlum, því að gott hestapar mun nú trauðlega fást fyrir neðan $600; tapið er því rnjög tilfinnanlegt.. Við höfum nú mist einn af frumbyggjum þessarar bygðar til hinnar löngu hvílu, nefnil. Kristj- án Abrahamsson, er lézt í Winni- peg fyrir skömmu síðan. Hann var einn af þeim sem, leomu hingað allra fyrst, og barðist í gegn um súrt og sætt, oggafst al- drei upp við erfiðleika er frurn- býlingsárin höfðu í för með sér, fyr en heilsa hans bilaði; þá varð hann að hætta búskap og tók sér aðra stöðu léttari til að geta hald- ið viðunanlegri heilsu. Hann var kominn i góð efni þegar hann varð að yfirgefa búskapinn. Hann var sómamaður, góðhjartaður, eð- allundaður, gat ekkert aumt séð, án þess að víkja góðu að í orði og verki; f jöíhæfur maður var hann meir en almenit gerist. Kærteik og manndiygð var ætíð að finna þar sem Kristján var. Blessuð veri minning hans, Það hafa engir dáið hér síðan að kona Bergvins dó 1909, og Sigurbjörg dóttir Carolínu yfir- setuikonu; en nokkuð af börnum hafa fæðsfc Sumir eru nú komnir í nokkuð góð efni, sumir í minni, og aðrir mæta ýmsum mótgangi í lífinu, og má mest af gömlu vísunni sannast hér við: ‘Sumir fætðast, sumir klæðast helju, sumir vaða sorgardý, sumir baða rósum i. Þó munu rósirnar fáar, er ibaða híð daglega líf hjá bondanum. Bið eg svo Lögberg velvirð- ingar, á öllu sem eg hefi skrifað. Með vinsemd, Hinrik Johnso«. Stórfengileg loftför frá íslandi. Nokkrir þýzkir yísindpmenn hafa hugsað sér að fara yfir At- landshafið í loftfari sem stýra má. Þeir ráðgera að leggja upp frá nágrenni Reýkjavíkur og lenda í Canada. Þessir fara förina: Joseph Brúcker frá New York, Doctor Hans Fabrice forstöður tnaður her-flugskólans í Múnoh- en, Professor Halt við veður- rannsóknastöðina i Múnohen, verkfræðingurinn M. Muller og ör nafngreindur flotaliðsforingi. Aðal örðugleikinn við þessa löngu leið, er að komast hjá of miklum gas-missi, vegna sólar- hita. Professor Halt og Brúcker hugsa sér að ráða bót á þessum örðugleikum með því að væta yff- irborð loftfarsins með þar til gerðri dælu sem dreifi vatni yfir belginn. Til þess að komast hjá slysum verður farþegarúmið bátur, 10 stikur að lengd og 3 að breidd, með tveimur bifvélum, er hafa 100 hesta afl. Princessa Heinriche verður við- stödd þá er þessi loftbátnr “hleyp- ur af stokkunum” í Kiel. Það er stór þýzk cacaoverk- smiðja, sem ber allan kostnað við för þessa og á loftfarið að heita eftir henni. — Vístr. Borgþór Jósefsson. 11. Jan. þ. á. voru liðin 25 ár frá því bæjargjaldkeri Borgþór Jósefssoií gekk inn i stúkuna Ein- ingin nr. 14 (í RvíkJ; allan þann langa tíma befir hann starfað hlífðarlaust jafnt fyrir stúku stna sem Góðtemplararegluna í heild sinni, og mun ekki ofmælt að eng- inn maður hér á landi ihafi starf- að í þarfir bindindismálsins með jafnmikilli festu og ósérplæjni sem þessi maður, enda lipurð hans við brugðið. í tilefni af þessum 25. ára af- mælisdegi héldu nokkrir samc erka- ntenn hans úr Einingunni honum samsæti á “Hotel Island” og af- hentu bonum að gjöf mjög vand- aö skrifborð rneð amerísku lagi, úr mahogani, með ágrafinni silf- urplötu eftir Árna Gíslason, sem á stendur: “Til minningar um 11. Janúar 1911”. Samsæti þetta fór mjög vel fram, og sást það hér glögt. hversu miki'la vinsælda Borgþór nýtur meðal almennings. Kona hans, leikkonan Stefanía Guðmundsdóttir, sat samsætið með manni sínum og er ekki ofmælt, að hún hefir frá fyrstu verið manni sínum samhent x því, að vinna hindindismáltnu gagn. Að samsætinu loknu fylgdu gestirnir hjónunum heim til sín.—Lögrétta. Máttleysi í öxl orsajkast nær alt af af vöðvagigt, sem læknast ef Chamberlain’s áburður fChamber lain’s Liniment) er duglega bor- inn á. Seldur hjá öllum lyfsölum. <cnx Þegar um er ræða PAPPÍRS-BIRGÐIR og ELDSPYTUR Þa höfatn vér úrvals tegundirnar. Pappfr og eldspýtur eru atfal varningur vor. LátiS oss vita um þarfir yöar,—vér önn- ttcnst alt anaaS. The E. B. Eddy Go. Ltd. HULL, CANADA TEE8E & PERSSE, LIMITED, Umboflsmcnn. Winnipoæ, Calgary, Edmonton, Rcgina, Fort William og Port Arthur.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.