Lögberg - 18.05.1911, Blaðsíða 1
24. AR
WINNfPEG, MAN., Fimtudaginn 18. Maí 1911.
NR. 20
Dietz-málið,
Ofviðri í Norður Dakota.J 21
Kviðdómurinn dæmir hann
sekan.
Próíin í Dietz-málinu hafa sta'5-
iö yfir undanfarið og mikill mann-
fjöldi verið vi5 þau staddur. Dietz
haftSi ekki fengi® neinn lögmann
fýrir sína hönd, en varið mál sitt
sjálfur, og kvaS dómarinn hafa
sýnt honum ýmsa tillátsemi, • sem
annars er ekki vanalegt, og veitt
honum kost á að kalla sem allra
flest vitni að auSiS hefir verið
máli hans til stuðnings. Er það
almanna rótnur, að Dietz hafi var-
ið mál sitt mjög vel, en þó kvað
ekki laust við að hann hafi stund-
um hlaupið á sig og ekki séð við
lagakrókum hinna kænu lögfræð-
inga, þvi að sjálfur er hann ekki
lögfróður maður. — Dietz hefir
bygt vörn sína á því, að hann hafi
eigi skotið kúlunni sem varð Harp
‘sheriff’ að bana, heldur einhver
liðsmanna hans óviljandi. Að
þessu hefir hann verið að leitast
við að færa rökj, svo að kviðdóm-
urinn sæi sér ekki fært að kveða
upp sektardöm yfir honum, eða fá
kviðdómendur til að skiftast um
það atriði. En það brást þvi að
nú hefir kviðdómurinn kveðið upp
dóm sinn í málinu o gdæmir Dietz
í lifstíðar fangelsi. Sonur hans og
kona voru sýknuð. Sagt er að
Dietz ætlar að áfrýja dóminum og
er hinn vonbezti. Kveðst hann
ekki muni þurfa að vera lengur eu
eitt ár í fangelsinu.
Símtal 2000 mílna leið.
Á mánudaginn var telja menn
, að símtalað hafi verið lengsta vega
lengd er menn hafa haft sög-
ur af. T>á töluðust tveir menn við
um þvera Ameríku. Var~annar
staddur í New York en hinn í
Denver i Colorado, en það eru um
2,000 mílur vegar.
Fer Roosevelt til Grænlands?
Bartlett norðurísihafsfari heldur
því fram, að Roosevelt ofursta
muni vera nær skapi að fara norð-
ur í heimskautslönd að ári en að
standa í kosningastríðinu, sem þá
er væntanlegt. Að minsta kosti
segir hann að Roosevelt hafi þegið
boð um að taka þátt í leiðangri
Veiðimanna til Grænlands næsta
sumar. Langar hann til að fella
þar fáeina isbirni.
Loftskeytaútbúnaður Norð-
manna.
Norska stjórnin hefir fast-
ráðið að koma á loftskeyta útbún-
aði i stórum stíl um norðanverðan
Noreg. Aðalstöðvarnar eiga að
vera í Kristjaníu, Mandal, Berg-
en og Hammerfest, og má þaðan
senda skeyti víða vega. Að sunn-
an hafa Norðmenn loftskeytasam-
bönd við Danmörku^ Þýzkaland
og Holland, að vestan við England
og Skotland og að austan við
Rússland. — Það sem ef til vill
mestu varðar um þenna nýja loft-
skeyta útbúnað er þáð, að þegar
hann er kominn á, verður hægt að
fá skjótar og tíðar fréttir þar
norðan úr óbygðum frá loftskeyta
stöðum í Hammerfest og Spitz-
bergen, og er sennilegt, að hér
eftir komi flest allar fréttir norð-
an úr heimskautalöndum þá leið-
ina til hins mentaða heims.
Uppreisn á Hayti.
Óeirðir miklar eru enn á Haiti
og ekki séð fyrir endann á þeim.
Þykir Simon landstjóri harðdræg-
ur stjómari og óvandur að meðul-
um sínum. Hótar hánn uppreisn-
armönnum öllu illu. Mest kveð-
ur að öeirðunum í grend við Eort
Liberte. Þar hafa skærúr nokkr-
ar orðið nýskeð.
—Látinn er Thomas Wentworth
Higginson, nafnkunnur rithöfund-
ur og sagnfræðingur, 88 ára gam-
all.
— Wm. Booth, Sáluhjálparher-
foringi varð 82 ára 10. þ.m.
—Nýja Sjálandsmenn hafa sent
konungshjónunum brezku gull-
klump, mikinn, sem vegur 285
únzur. Þ'að er krýningargjöf.
—Ráðherraskifti hafa nýlega
orðið í Nicaragua rikinu. Diaz
verður forseti í stað Estrada, sem
við völd var næst á undan.
f fréttum fr áNorth Dakota er
sagt, áð feikna ofviðri hafi komið
þar um miðja fyrri viku, — regn,
með svo miklu afspyrningsveðri
að hús fuku og menn og skepnur
meiddust. Talsímar skemdust og
töluvert á ýmsum stöðum þar
syðra i þessu veðri. •
Næsthæsta bygging í
heimi.
Fimtíu og fimm lyft.
Feiknaháa byggingu er nú ver-
ið að reisa i New York, sem kend
er við Woodworth og á að vera
fimtíu og fimm lyft. Byggingin á
að vera gerð úr stáli og steini og
verður hæð hennar þegar hún er
fullgerð um einn sjöunda úr mílu.
Byggingin er feikna mikil ummáls
og verður hæsta starfsmálabygg-
ing i heimi. Eiffel turninn i París
einn er hærri en þessi himinbrjót-
ur New York manna.
Veikindi Alexöndru
drotningar.
Fresta kannske krýningunni.
Alexandra ekkjudHotning hefir
verið sjúk mjög undanfarið, og
hefir það þó farið leynt. Blöðin
hafa lítt minst á sjúkleik hennar,
en nú er hann orðinn á allra vit-
orði og hún talin hættulega veik.
Eru menn hræddir um, að þetta
muni ef til vill verða til þess að
fresta verði krýningu Georgs kon-
ungs eitthvað.
Skógareldar í Massa-
chvsetts.
$75,000,000 eignatjón.
Miklir og ægilegir skógareldar
hafa geysað um Massachusetts-
ríki og gert þar feiknamikinn
skaða. í grend við Millers Falls
voru eldarnir mestir. Þar brunnu
því nær til kaldra kola 11. þ.m.
skógar sem tóku yfir fimm fer-
mílur og nokkur hús. Eignatjón-
ið er metið um $75,000,000. —
Eldar hafa og geysað í Pennsyl-
vania í grend við olíunámurnar
þar, en ekki tjón orðið að svo
teljandi sé.
Fólkstal á Bretlands-
eyjim.
Mannfjöldinn tvöfaldast síðan
1831.
Síðustu skýrslur sýna, að fólks-
fjöldi á Bretlandseyjum hefir því
sem næst tvöfaldast síðan 1831.
Manndauði hefir farið sílækkandi
síðan árlega,- Hann var 255
af hverju þúsundi 1871, en var
síðastliðið ár 13.9. Á þeim tíma
fækkaði fæðinj^um frá 33.8 prct.
ofan í 24.7 prct.
Stjórnarlán Kínverja.
Járnbrautir um landið þvert
og endilangt.
Nýskeð hefir verið skýrt frá
því að Kínverjar hafi tekið stjólrn-
arlán alls $30,000,000 hjá Banda-
ríkjamönnum, Englendingum og
Frökkum og Þjóðverjum til að
byggja nýjar jámbrautir um þvert
og endilangt Kínaveldi. Þessar
ráðagerðir mælast misjafnt fyrir í
Kína, einkum í suðurfylkjunum,
sem andvíg eru keisaraættinni, er
nú situr að völdum, svo að sumir
óttast að uppreisn kunni að verð3.
En mikils vert þykir þetta ný-
mæli, þó að lengi hafi það legið á
döfinni, og hefir það mest hamlað.
að ekki hefir orðið úr því, að stór-
veldin hafa að þessu ekki getað
orðið einhuga um að veita Kir -
verjum hið mikla fé. sem þá :koiti
til járnbrautarbyggingar þessarar
sem að sjálfsögðu verður ia íg
stærsta framfara spor sem Kín-
verjar hafa stigið.
—Þeir ráðherramir, Sir Wil-
frid Laurier. Sir Frederick Bor-
den og Hon. L. P- Brodeur lögð a
af stað til England s á nýlend i
málafundinn á fimtudaginn var.
Kirkjumálin í
Portugal.
Páfinn andæfir aÖskilnaðinum.
Þau tíðindi berast frá Rómaborg
að páfi taki þunglega fréttunum
um aðskilnað rikis og kirkju i
Portúgal. Hann hefir nú kynt sér
lögin um það efni og andmælir
þeim harðlega. Þau eiga ekki að
ganga í gildi fyr en 1. Jsúlí og hef-
ir páfi því eigi enn gefið út að-
vörunarbréf sitt gagnvart þeim, en
býst við að mútspyrna klerkalýðs-
ins í Portýgal gegn lögunum og
þvermóðska þeirra í að þiggja til-
ætlaðar styrkveitingar verði til
þess að stjórnin sjái sér ekki ann-
að fært en að draga úr þeim
að einhverju leyti. Ef lögunum
verður framfylgt í þeirri mynd.
sem þau eru nú, er talið víst að
mörgum kirkjum verði lokað og
ýmsir prestar lendi í mestu fá-
tækt.
NORÐAN FRÁ, CHURCHILL RIVER
7 mán. dvöl ísl. veiÖimanna
norður í óbygðum.
í vikunni sem leið komu hingað
til bæjarins tveir íslenzkir veiði-
menn eftir rúmra 7 mánáða úti-
vist norður i Óbygðum. Það voru
þeir Snæbjörn S. Johnson úr Nýja
íslandi og Jóhann M. Gíslason frá
Minnewaukan, Man. Þeir lögðu
á stað norðvestur í land í öndverð
um Októbermánuði. Fóru þeir
fyrst með ‘ járnbraut til Pas Mis-
sion. Sask.. og þaðan norður til
Cumberland, sem er stöð Hudsons
flóa félagsins, um 90 mílur norð-
an við Pas. Frá Cumberland fóru
þeir um 40 milur í norðvestur og
byrjuðu þar dýraveiðar í haust.
Þar dvöldu þeir hálfan annan
mánuð, en af því að þeim varð
þar ekki jafngott til grávöru eins
og þeir höfðu búist við, réðu þeir
af að! fara lengra norður í óbygð-
ir. Fóru þeir þá enn í norður 160
milur og .komust alt norður að
Churchill River. Þar stunduðu
þeir veiðar til Febrúarloka. Þar
var engin bygð, en að eins fáeinir
Indíanar að veiðum á stangli. Eina
stöð litla átti Hudsonsfléa félagið
þar, og var fyrir henni Indíani.
Eftir það fóru þeir suður aftur og
fengust við veiðar skamt noiiian
við Cumberland þangað til þeir
lögðu af stað heimleiðis snemma i
þessum mánuði. — Landslag þar
nyrðra breyttist alt í einu eftir að
komið var tvær dagleiðir norður
fyrir Cumberland. Þangað til var
skógur mikill. en eftir það tók við
mjög hrjóstugt land klettótt og
þvinær skóglaust og sundurskorið
af vötnum og ám. — Afarmiklir
kuldar voru þar í Janúarmánuði,
jafnvel svo miklir, að steinolian
fraus. — Engan hvitan mann sáu
þeir félagar frá því að þeir fóru
frá Cumberland í haust og þangað
til þeir komu þangað aftur, og
engan heldur sem talaði ensku, svo
að þeir gætu skilið til nokkurrar
hlítar. Alt sem þeir áttu við Ind-
íana fór fram með bendingum.
Engu að síður létu þeir vel yfir
gestrisni Indiana og kváðu menn
ekkert ilt þurfa að óttast af þeirra
hendi að fyrra bragði. — Mikið
harðrétti urðu þeir félagar oft að
þola. Þeir lágu margar nætur úti
án þess að setja upp tjald, i grimd-
ar frosturrt. hjuggu undir sig greni
lim til að liggja á, og sofnuðu sið-
an innan í ábreiðum. Kváðu þeir
alvanalegt, að veiðimenn ferðuð-
ust þannig þar vestra, en það mun
fárra færi nema þeirra, sem
karlmenni eru eða aldir upp við
þetta frá blautu bamsbeini. —
Engin hættuleg dýr eru þar nyrðra
og litið af thniburúlfum. Allgott
sögðu þeir til dýraveiða þar nyrðra
en mjög erfitt yfirferðar. Helzta
dýrið, sem veitt er, er mink, og
tóur alla vega litar. Ofurlítið er
þar af otrum og bifrum. Rottur
veiddu þeir mest í vor norðan við
Öhmberland. — Hudsonsflóafélag-
ið hafði reynst þeim sérstaklega
vel og gefið þeim meðmæli til allra
stöðvaformanna sinna þar nyrðra
og borgað þeim félögum hærra
verð fyrir loðskinnin en nokkrir
aðrir.
Stjérnarhagir Egipta.
Sjálfstæðisþráin sefur.
. Sir Eldon Gorst, lands.tjóri
Breta á Egiptalandi, segir í árs-
skýrslu sinni, sem nýlega hefir
verið lögð fýrir brezka þingið, að
allar þær tilraunir, sem gerðar
hafi verið til þess að efla sjálf-
stjórnarhug hjá þjóðinni virðist
ætla að verða árangurslausar, og
“enginn vegur sýnist vera til að
stjórna þessu landi fF.giptalandiJ
svo nokkur mynd sé á með tilstilli
ráðgjafanna innfæddu. Það er
engihn sjálfstjórnarhugur í þjóð-
inni og fyr en hann vaknar er ekki
að vænta eftir neinum veridegum
framförum i stjórnmálum eða
öðrum greinum,’ 'segir liann.
Brezka þingið.
Frumvarpið um neitunarvald
lávarðanna samþ. við 3.
umræðu.
Baráttan um frumvarpið til ta <-
niörkunar á neitunarvaldi lávarð-
anna er nú lokið í neðri deiid
brezka þingsins, því að mánu-
daginn var íeldi deildin breyting-
artillögu um að fella alt frum-
várpið með 363 atkvæðum gegn
2~í3’ og rétt á eftir fór fram at-
kvæðagreiðslan um frum,Vaqiið
sjálft við þriðju umræðu og var
það samþykt nieð 362 atkvæðum
gvgn 241. Frumvarpið fer bráð-
lega til lávarðadeildarinnar.
Minnisvarði Victoríu drotn-
ingar.
Minnisvarði Victoriu dTotning-
ar var afhjtipaður með mikilli við
höfn í Lundúnum 16. þ.m. að við-
stöddu miklu fjölmenni. Georg
konungur V. afhjúpaði minnis-
varðann, sem er sagður hið mesta
hstaverk, og stendirr andspænis
Buchingham höliinni 1 Lundúnum.
Hefir verið unnið að smíði hans í
átta ár. Myndin sem þar er
steypt af Victoríu dortningu er
ta'in aðdáanlega lik henni.
Berlín 3. stærst borg í heimi.
Prússneska þingið samþyktl ný-
sktð lög um það að leggja skyldi
við Berlínarborg hverfin u:n-
hverfis hana svo að eftir það * 1 erð
ur ibúatalan í Berlín 3,500,000.
Verður Berlin eftir það þriðju 1-
búaflesta borg i heimi. Áður var
hún 6. í röðinni. London er f i’ks-
flest en New York þar næst.
NÝJAR KOSNINGAR í NOVA
SCOTIA,
Kosningardagur 14, Júní.
Þingið i Nova Scotia hefir ver-
ið leyst upp og er kosningadagur
ákveðinn 14. Júní. Útnefningar
fara fram 7. Júní. Fimm ára
kjörtímabilið nú á enda. Liberal-
ar hafa nú 33 fydgismenn á þingi
en conservatívar 5. Horfur eru
á, að lítil breyting verði á flokka-
skipaninni við þessar kosningar.
Murray stjómapformaðu'r, seral
þar er við völd, hefir reynzt góð-
ur og ötull stjórnari og hafa lib-
ehalar setið þar að völdum síðan
1882.
íslendingur hlýtur verðlaun
í Harvard.
Islendingurinn Thorrbfergur .
Thorvaldsson frá Ámes P.O. hér í
fylki, hefir fyrir fám dögum hlot-
ið verðlaun—Hooper fellowship—
við Harvard háskólanni, er nema
$1,500. Hann er sem kunnugt er
frábærlega góður námsmaður og
hefir verið þrjú undanfarin ár við
efnafræðinám í Harvard. “Hoop-
er”-styrkurinn er stærsti styrkur,
sem veittur er í Harvard og þykir
mest sæmd í að hljóta hann, og
gleðilegt, að íslendingur skuli
hafa orðið til þess.
óeirðirnar í Marokkó.
Oeirðunum i Marokkó heldur
áfram. Á sunnudaginn var varð
orusta milli uppreisnarmanna og
hersveita þeirra er Frakkar stýra
og eru á leið til að hjálpa soldáni
í Fez. Frakkar fengu mikinn
sigur í þeim viðskiftum og ráku
uppreisnarmenn á flcatta og feldu
roo þeirra, en særðu 200.
Standard Olíufélagið.
Hæstiréttur vill láta leysa það
upp.
Hæsti réttur Bandaríkja hefir
nú kveðið upp þann úrskurð, að
Standard oliufélagið sé svo hættu-
leg stofnun almennri værzlunar-
samkepni, að nauðsyn beri til
þess að það verði leyst upp, enn
fremur eru bornar þungar sakir-
á félagiö fyrir það að hafa i ýms-
um greinum rofið shermönsku
lögin. Er gert ráð fyrir, að leysa
félagið upp innati sex mánaða.
Séra Carl J. Olson.
Hvaðanœfa.
—25 konur hafa tekið að sér að
vittna að húsamálan í Fort W rth
í Texas. Þær fá sömu laun eins
og karlmenn og þykir farast verk-
ið vel úr hendi.
—Prófessor Willy Knekenthal,
dýrafræðingur frá Breslau háskó'a
hefir verið kvaddur til að
verða skiftikennari við Harvard
háskóla næsta ár.
—Selaveiðar við Newfoundland
hafa gengið lakara þessa síðustu
vertíð en í fyrra. 18 skip, sem
stunduðu selaveiði þar veiddu 305-
000 seli og veiði sú metin 493,000
dollara virði.
—Ráðgert er að slíta sambands
þinginu 19. þ.m.
—Hátíðahöldin í sambandi við
krýninguna eru nú byrjuð og
standa yfir í sex vikur.
—Tekjuafgangur af Intercol-
anial jámbrautinni síðastliðið ár
var $275,000.
—Bændur í Bandarikjum era
margir mjög andvígir viðskifta-
frumvarpinu, og hafa gefið Taft
forseta það í skyn, að hann muni
tapa fylgi þeirra ef hann fylgi
frumvarpinu eins fast og hann
hefir gert. En enginn bilbugur
kemur á forsetann að heldur.
Or bænum i
og grendinni.
Hr Elis Thorwaldson, kaup-
maður frá Mountain, N. Ð., var
hér á ferð um miðja þessa viku.
Hr. Sveinn Th. Gíslason, Garð-
ar, N.D., kom hingað til bæjar-
ins um miðja fyrri viku.
Séra Hörtur J. Leó hefir hlotið
meistara nafnbót fM. A.J við
Manitoba háskóla, fyrir ritgerð
um Jóbannesar guðspjall.
Fyrra mánudag gerði Dr. B. J.
Brandson uppskurð á hr. Árna
Gottskálkssyni frá Gimli, og hef-
ir honum heilsast bærilega síðan.
Hr. Finnur Finnsson úr Geys-
isbygð var skorinn upp á almenna
spítalanum nýskeð. Uppskurðinn
gerði. dr. B. J. Brandson. Sjúk-
lingurinn er nú á góðum batavegi.
Heilbrigðismála stjóm bæjarins
er að láta semja bækling í því skyni
að vara menn við sýkingarhættu
af flugum þegar hitarnir fara að
koma. Bæklingurinn verður með
myndum til skýringar.
Séra Rúnólfur Marteinson fór
suður til Pembina, N.D., í fyrri
viku og kom aftur s.l. mánudag.
Hann fór út i Álftavatnsbygð á
þriðjudaginn og býst við að dvelja
að Lundar P.Oj, nær þrjár vikur.
Jón Sigurðsson.
Tíu þúsund króna minningar-
sjóður Jóns Sigurðssonar frá Is-
lendingum í Vesturheimi, er nú
fenginn og meira þó, eins og verð-
ugt er.
Samskotanefndin hér í borg
finnur sér skylt að votta Vestur-
Islendingum alúðarfylstu þökk
fyrir örlæti þeirra og greiðar und-
irtektir þessa máls.
Sömuleiðis biður hún þess get-
ið, að eítir 20. þ.m. verði engum
frekari samskotum til sjóðsins
veitt móttaka, nema því, sem vera
kann þá í höndum fjársöfnunar-
manna í sveitum úti. Þeir hér i
borg, sem ekkert hafa lagt af
mörkum en vildu leggja í sjóðinn,
geta gert það fyrir lok þessarar
viku. Eftir það verður féð sent
iil íslands.
Til Þorst. Þorsteinssonar.
Þó skilningsleysi í höfuðskel’ ans
hafi
í háska ratað, sem þú valda átt,
Og eins þó mýið manni’ í hælum
lafi
Það meiðist hvorugt — bæði detta
lágt.
8-5-’II
Stephan G. Stephansson.
Munið eftir Steingrímskvöldinu
í Fyrstu lút. kirkju i kvöld.
Laugardagskvöldið 13. Maí s.l.
voru gefin saman í hjónaband
Guðmundur S. Snidal og Ingunn
Sigurðsson. Hjónavígslan fór
fram á heimili hr. Sigtryggs F.
Olafssonar og konu hans, 619
Agnes stræti. Dr. Jón Bjarnason
gaf þau saman.
Samsöngurinn í Fyrstu lútersku
kirkju, sem haldinn var fyrra
miðvikudagskvöld, var fremur vel
sóttur, þó að veður væri mjög
óhagstætt. Það pr með læztu
söngsamkomum, sem tslendingar
bafa stofnað til.
Þriðjudaginn 16. Maí kom hing-
aö til bæjarins ungfrii Solveig
Þorsteinsdóttir systir Mrs.' J. J.
Bildfell, og býst við að dvelja hér
í borginni fyrst um sinn. Hún
lagði af stað frá Kaupmannahöfn
1. Maí og gekk ferðin hingað á-
gætlega. Enn fremur er nýkom-
inn frá íslandi herra Jakob Guð-
mundsson, systursonur sra Bjarna
Þórarinssonar.
Það var missögn í síðasta blaði
að Friðrik O. Vopni hafi farið
vestur til Banff. Það átti að vera
Árni Vopni, sonur Olafs Vopna
trésmiðs á Home stræti hér í bæ.
Árni er mesti efnispiltur, en hefir
verið mjög heilsu.bilaður um æöi
langan tíma undanfarið. Er von-
andi að hann fái góðan bata við
böðin i Banff.
Hr. Stefán Sigurðsson hér í bæ
fór nýskeð suður til Chicago, og
ætlaði að vera nokkra daga að
heiman.
Nýskeð seldust hlutabréf stræt-
isvagnafélagsins í Winnipeg fyrir
$2.36 hvert dollars virði austur í
Montreal. Alíka hátt verð
hefir C. P. R. félagið fengið fyr-
ir hlutabréf sín.
Lögberg flytur í dag æfimínn-
ing Gríms Thordíarsonpq eirts-
merkasta landnámsmanns í Vest-
urheimi. Svo var til ætlast, að
mynd hans fylgdi æfiágripinu, en
hún var ekki búin í tæka tíð og
verður að bíða næsta blaðs.
Sterling banki ætlar að reisá
sér stóra og mikla bygging á Por-
tage ave. í sumar; bygging sú
verður nílyft, 118 feta há og eng-
in bygging á Portage ave hærri
nema McArthur byggingin.
Eftir 29. þ.m. fara rafaflsbraut-
arvagnarnir milli Winnipeg og
Selkirk sjö hringferðir á dag.
Frá Winnipeg kl. 8,05, 9,15, 10,20,
f. h. og kl. 1,10, 3,20, 5,30 og 6.35
e. h. Frá Selkirk: kl. 6,45, 7,45,
9,15 og 12 á hád., og kl. 2,15, 4 2S
og 5.30 e. h. Þetta birtir Lögberg
mönnum til hægðarauka, sem nota
þurfa lestirnar.
„Steingríms |kvöld“
Meðan verið var að safna til
minnisvarða Jónasar Hallgríms-
sonar, voru stundum haldnar sam-
komur á íslandi, sem kallaðar vora
“Jónasar kvöld”. Skáldsins var
þar minst á margan háttl, kvæði
hans sungin og lesin, ræður flutt-
ar o. s. frv.
Nú hefir verið efnt til samkomu
í kvöld hér í bænum, sem heita
mætti “Steingrims kvöld”. Lög-
berg vakti máls á því í seinasta
blaði, að skylt (væri að minnast
skáldsins á 80 ára aímæli hans, og
hefir sú tillaga fengið byr undir
báða vængi. Bandalag Fyrsta lút.
safnaðar gengst fyrir samkom-
unni og verður hún haldin í kvöld
— fimtudag 18. Maí — í sunnu-
dagsskólasal Fyrstu lút. kirkju.
Eins og sjá má af auglýsingu á
öðrarh stað í þessu blaði, ætlar Dr.
Jón Bjarnason að halda ræðu á
þessari samkomu, og nokkrir
ungir menn hafa Iofað að segja
nokkur orð.
Enn fremur verður skemt með
söng og hefir Dr. O. Stephensen
gengist fyrir því að fá helztu söng
menn þessa bæjar til að syngja
nokkur kvæði skáldsins. Verður
þetta ugglaust mj’kil fagnaðar-
samkoma og vel sótt, með því að
allir era boðnir og velkomnir.
En í sambandi við samkomuna
leyfir Iáigberg sér að vekja máls
á því, að nú er ekki nema mánuð-
ur til aldarafmælis Jóns Sigurðs-
sonar, og veitir ekki af að búast
við þeirri samkomu hið bráðasta.
17 Júní á að verða mikill hátíðis-
dagur allra íslendinga.
Fréttir frá Islandi.
^ Skarðsheiðarnáman.
Reykjavík, 23. April 1911. Hún
er ekkert smáræði náman í Skarðs
læiði. Nær frá Skorradalsvatni og
þvera heiðina. Æðin er um 40 feí
á þykt, sumstaðar nær 50 fetum.
Oft er. tilvinnandi að vinna kopar-
námur þar sem 2% til 3% er af
koparnum, en hér eru 30—40% af
kopar og silfur nokkurt að auk.
Fjöldi rnanns hefir þ^ð nú
fyrir atvinnu sína að ná í námu-
réttindi hvar sem nokkur von er
um að málmur eða kol finnist.
Þórður gamli á Leirá hefir verið
allmjög á undan sínurn tíma er
hann fór að hugsa til hagnaðar af
málmgrefti fyrir 38 árum. með
an fræðimenn vorir álitu, að hér
gætu engir málmar verið ýlanó>®:
væri of tingtL Björn Kristjáns-
son núverandi bankastjóri hefir
um allmörg ár verið að viða að sér
námuréttindum og hefir hann náð
þeim réttindum oft fyrir litið,
enda litið á þeim grætt til þessa.
En Chr. B. Eyjólfsson mun vera
ötulastur þeirra, er nú leita nánnt
réttinda, og er talið, að hann líti
einnig á hag jarðeigenda í samn-
ingum sínum, en ekki er kunnugt,
hvort hann festir réttindi þessi sér
til handa eða útlendingum.
Hann tók sér far til útlanda
með Sterling síðast og er væntan-
legur aftur í næsta mánuði og murr
hann þá hafa með sér útlenda
námumenn, og verður þegar farið
að vinna þarna upp frá.—Visir.
Fundur Bókmentafélagsins.
Fyrri aðalfundur var haldinn í
gær og stóð frá kl. 5—6 1-2.
Yar lagður fram ársreikningur
deildarinnar. Forseti fár. B. M.
Ólsen ) skýrði frá horfum í heim—
flutningsmálinu. Hafði hann
unnið það á er hann var erlendis í
vetur. að nefnd var kosin í Hafn-
ardeildinni 3 af hvorum flokki og
forseti (ár. Þ. Th.J oddamaður,
átti nefnd þessi að íhuga málið og
var von um góðan árangur.
Þá skýrði forseti frá því að
bréf Jóns Sigurðssonar. sem félag-
ið er að gefa út yrðu 40 arkir og
auk þess nokkrar myndir. Þetta
hin merkilegasta bók.
Kosinn dr. B. M. Ólsen til þess
að fara á 100 ára afmælishátið
háskólans í Kristjaníu.
Æskt var þess að þingið léti
háskóla tslands byrja 17. Júní í
ár, ef það trevsti sér til þess. fyr-
ir fjárskorti. — Vísir.
I