Lögberg - 18.05.1911, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.05.1911, Blaðsíða 2
2. LÖGBERG. FIMTUDAjGIHN 18. MAÍ 1911. Þrifnaður. Þrifnaður eða ,1ireinl<æti 'þjrtkir einn hinn mesti kostur hverrar Jijóðar, og sýnilegi tákn sannrar menningar. Þegar Grikkir voru öndvegisþjóð heims báru ]>eir eins og gull af eiri af öðrum þjóðum 1 þrifnaði, og hafa að líkindum aldrei átt sinn líka í þeim efnum. Og enn eru það mestu menning- arþjóðirnar, sem ganga á undan! öðrum með góðu eftirdæmi í hrein | læti. Allir hafa veitt því eftirtekt, að menn eru misjafnlega þrifnir, j misjafnlega snyrtilegir og eins er j um þjóðirnar, þær eru ekki allar j jafnlangt á veg komnar í hrc.in-j iæti. Og í sama landim' getur hreinlæti verið stórum meira i i einum landshluta en öðrum. Því | geta valdið ýmislegar ástæður, svo sem veðrátta, landslag, efna- hagur og fleira. Það er t. d. verra að halda húsum hreinum þar sem oft eru rignmgar, he'dur en '• þurviðraplássum, eða þar sem láglent er og litið afrensli. j Fátækt getur hamlað mönnum fráj nauðsynlegum umbótum. “En mikið má ef vill,” segir máltækið, og sannast það í fvrir- tæki borgarbúa i bœnum New Britain í Connecticut ríki, er þeir tóku sig til fyrir nokkrum vikum cg “gerðu hreint fyrir sínurn dvrum”, í sannarlegri merking Upptök þeirrar starfsemi voru þau, að nokkrir safnaðarme-'1 þar i borginni vildu vinna eitthvert þarflegt fyrirtæki, sem gæti orð- ið almenningi til heilla, og i því skyni fengu þeir prófessor Willi- am B. Bailey frá Yale háskóla til að flytja fyrirlestra um “Borg í Ba daríkjunum.” Margir komu til að hlýða á þessi erindi, sem voru um núverandi fyrirkomulag borga, og vöktu mikla eftintekt og umræður í blöðum. Árangurinn var sá, að kosin var nefnd manna til að ráðgast um, hvort hyggilegt vær að hefja “þrifnaðar starf- semi” í bænum. Nefndina sátu 5 menn, sinn úr hverri stétt, og var skýrsla þeirra bæði ítarleg, gætileg og ráðleggjandi. tÞ'eir voru sammála um, að lireinlæti á strætum og í húsagörðum í New Britain væri ekki minna en í öðr- um Bandaríkjaborgum, en þó væri þar margt, sem betur mætti fara. Að því búnu var stefnt til almenns fundar, sem borgarstjórinn stýrði, en margir embœttismenn tóku til máls. Nokkrar skuggamyndir voru sýndar um leið af óþrifaleg- um húsagörðum, sem nefndarmenn höfðu látið taka myndir af. Á- rangurinn af þessum fundi var allsherjar páska-hreingerning. Fvrirtækið var nefnt “Barátta flekklausrar borgar.” Nafnið vakti eftirtekt og var á allra vörum. Allir bæjarmenn voru að husgau um nýtt fyrirtæki. þ. e. að hreinsa hæ- inn. Póskavikan var valin til þessa starfs, Bæjarmenn settu/ sér að hreinsa og fága bæinn fyrir páskana, svo að hann yrði í sam- ræmi við hátíðaföt fólksins. Og þeir létu ekki lenda við orðin ein, tóku Kka til starfa. Fyrst var kosin framkvæmdar- nefnd. Þetta var ekki gert í þeim tilgangi að lítilsvirða heilbrigðis- málanefnd bæjarins, heldur var það sjálfíboðin þjónusta til að hjálpa henni með því að nefndar- menn höfðu gert alt, sem í þeirra valdi stóð til að halda bænum hreinum, og í samraði við þá var þessi hreyfing hafin. Samvinnu- þýðleiki er affarasælli þegar til lengdar lætur, heldur en úlfúð og tortrygni. Borgarstjórinn rvar1, heiðursfor- seti hreyfingarinnar, en heilbrigð- isstjórinn aðal framkvæmdarmað- ur. Áskorun var birt í blöðunum, þar sem óskað var samvinnu góðra borgara til að gera New Britain hreinlegustu borg í Nýja Hnglandi. Bréf þetta var prent- að á ensku, en það var ófullnægj- andi, þar eð fjórir fimtu allra j bæjarbúa eru annars þjóðérnis. j Þess vegna þurfti að leita annara ráða, og þá var baráttan hafin á mörgum tungum og varð hún að! því leyti mjög nýstárleg. Auglýsing um þetta efni var i birt á sex tungumálum, og unnu J margir að þeim þýðingum, sem! annars höfðu ekki átt við bók- mentastörf um dagana. Auglýs- ingin var prentuð á >gulan pappír, til þess að vekja meiri eftirtekt, | og með þessum hætti taldist svo j til, að 40 þúsundir bæjarbúa (af 1 45 þúsundum alls) hefði lesið á-, skorunina. Auglýsingunum var útbýtt um borgina með þeim hætti, að skóla- börnin voru látin flytja þær heim til sín. Þau voru líka tekin í tölu þeirra, sem unnu að hreinsun bæjarins. Hver félagsmaður fékk bláan hnapp með hvítum stöfum, sem á var letrað nafn félagsins og bæjarins. Kennararnir brýndu fyrir börn- unum að hreinsa kring um hús sín og hlynna að hreinlæti á strætunum. Einkunnarorð !voru valin, borgin átti að vera ‘Hrcin eins og vorblóm.” Vísa var ort um þetta, sem allir sungu, og miðum var úthýtt meðal borgarmanna með Jiessum 10 fyr- irskipunum: 1. Fleygið engu á gangstéttir eða stræti. Látið alt rusl í sorpkassa. 2. Rífið ekki sundur bréf ogj þevtið í allar áttir. 3. Látið ekki öskuhrúgur eða j rusl liggja umhvErfis húsin. | 4. Látið ekki ösku og matarleif-! ar í sama sorpkassann. Grís-1 ir geta ekki etið kol eða gjall. 5. Offyllið ekki sorpkassana. 6. Kritið ekki a gangstéttir, girðingar, hús eða steingólf. 7. Krotið ekki á bekki í skemti- görðum, hú^gögn í skólum né nokkra aðra opinbera eign. i 8. Gleymið ekki, að hestum geðj j ast banana/s-hýði og þeim verður gott af þvi. 9. Aðhafist ekkert, sem kemur! óorði á liæ yðar. 10. Þér megið ekki búast við, að bærinn verði hreinn og lýta- laus á einu augnabliki. Hann verður þvi að eins fyr irmyndar l«ær, að liver að- hafist eitthvað það hvern dag, sem horii til bóta. Til þess a ðauka áhuga borgar- anna í þessu efní. var skrifleg samkepni háð og verðlaunum út- ! býtt fyrir beztu ritgerð. sem birt- ist um þessi efni; Raráttu flekklausrar borgar. Fyrirmyndar húsagerð, Lýsing á fullkominni borg, Hvers þarfnast New Britain? Hvað geta stúlkur og dfrengir gert til að styðja þetta fyrirtæki? Hvað getum vér numið af Ev- j rópúborgum? Hvernig segir yður hugur um New Britain 2011? Ritgerðir, kvæði og sögur j strEymdu inn, svo að það var eng- inn hægðarleikur að dæma, hver hljóta skyldi verðlaunin. Það var ! eins og allir hefði hug og sál við þetta, allir vildu eitthvað leggja fram. Ljósmyndir áttu góðan þátt í j að vekja menn til íhugunar á j ]iessu efni. En eigendur óþrifa- sa’æðanna þyktust ákaflega, er ! þeir sáu myndir af heimkynnum ! sínum, og einn ljósmyndari slapp ; með naumindum Undan sorp- | skrinu, sem kastað var að honum úr einum hú^glugganum. Bftir þessum ljósmyndum voru gerðar skuggamyndir og sýndar yíðsveg- ar, og voru ]>ær á/hrifameiri en margar ræður. Árangurinn af þessu starfi var sá. að borg þessi var miklu þrifa- legri á páskunum en hún hafði nokkru sinni verið áður. Um- skiftin voru mjög auðsæ, Ixeði ! umhverfis heimili manna og á j götunum. Ruslið, sem flutt var úr bænum. var látið á einn stað í keldu eða foræði, sem áður var að engu nýtt, en nú er þar hér um ! bil bálfrar ekru svæði þurkað við j ofaníbtirðinn, og er orðið að verð mætri eign. ——------------ Þö að dæmi þetta sé úr fjar- ' lægum stað, þá má mikið af því nema. Blaðið Free Press hér í ' lwenum sendi menn til að taka myndir af óþrifalegumi húsagörð- j um í vor, og þótti þá víða skorta I mikið á þrifnaðinn. Þeir sem hafa ekki “gert hreint fyrir sín- j um dyrum” ennþá, ætti að gera j ]iað sem fyrst, því áð nú er tíminn : til þess hentugastur. Fyrst er að J safna saman öllu rusli og láta flytja það burt, en að því búnu j geta menn gert margt til að prýða j kring um hús sin, einkum ef girt er kring um lóðina. Ef góður : jarðvegur er umhveríis húsin, þá er mikil prýði i að sá grasfræi eða 1 einhverju í hann. Hér má einnig fá allsíkonar blómsturtegundjir, sem koma fljótt upp og þrífast vel, og eru til mikillar prýði. — Þetta tekur ekki einasta til þeirra, sem búa i bæjum, heldur alt eins til manna út um land. Þrifnaði getur verið þar ábótavant eins og i bæjunum, en hentugleikar hins- vægar meiri til að prýða um- hverfis heimihn, þar sem land- rými er nóg á alla vegu.. — Það væri óskandi, að sem flestir heim- ilisfeður vildu hugleiða þetta og fara að dæmi borgaranna i Newj Britain. Þar sem unglingar eða! börn eru á heimilum, væri þetta j þetta hentugt starf harjda þeimj með umsjón og aðstoð fullorðna fólksins. Grímnr Thordarson. Á Þ riðjudagskvöld 23. Apríl 1911 dó að heimili sínu í Garðar- bygð bóndinn Grímur Tíhordar- son.. Hafði hann i nokkur ár verið heilsulítill og í rúminu var hann næstum allan þennan síðast- liðinn vetur. Chronic Gasterites varð dauðamEÍn hans. Grimur Thordlartson var fædd- ur 16. Júní 1856 að Bjarnastöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði. Faðir hans var Þórður Arnason, uppal- inn á Bjamastöðum í Hvítársíðu á Suðurlandi. Móðir Gríms var Guðrún dóttir Gríms bónda Steinólfssonar sem lengi bjó á Grímsstöðum í Reyk- holtsdal í Borgarf jarðarsýslu. Grímur ólst upp hjá foreldrum sínum á Bjarnastöðum og síðar flutti hann með foreldrum sínum aö Stað í Hrútafirði í Húnavatns- i sýslu. 1873 fluttist hann með þeim J og systkinum sTíium til Ameríku.! Yar þá fyrst sezt að í Milwaukee í Wisconsin og þar eftir einn mán- uð í hinu nýja landi dó faðir Gríms. Var Grímur elztur syst- kina sinna og honum hvíldi því að sjá fyrir allri fjölskyldunni þó hann væri að eins 17 ára gamall 0g bæði peningalaus og mállaus í nýju landi. Fluttust þau þá fyrst út á land í Dane County nálægt Madison, Wis. Var Grímur þar í húsmensku hjá norskum bændum yfir veturinn, en flutti um vorið til Shawano County norðaustur í Wisconsin og nam þar land. Var þar þá dálítil íslendingabygð, en ! erfitt var uppdráttar. Landið var skógi vaxið og hart að vinna. Markaður var lítill fyrir það, sem liœndur gátu selt. Arið 1879 fhittist Grímur til j Dakota og nam lancf þar sem hann siðan lifði til dauðadags. Var þá ! fátt um peninga og hafði Grimur að eins nóg til að Ixirga fargjald móður sinnar og yngsta bróður, ! Árna, með járnbraut. Sjálfur J j gekk hann alla leið og rak gripi sína. Komu þá i sama sinn flest- ! ir íslendingar frá Sliawano Coi. og j gengu karlmennirnir flestir og ráku skepnur sínar, sem voru all- ar eignirnar. í þeirri geinguferð voru þeir: Stephan G. Stephans- son. Jón Jonsson, Hallgrimur Gíslason og fleiri. Yngstur göngu mannanna var Hjörtur bróðir Grims, sem þá var aðeins 12 ára gamall. Þegar í Garöarbvgð kom. var fyrst bvgt litið bjálkahús, sem allir höfðust við í. Siðan hjálp- 1 uðust menn að og komu sér upp j,nisi :'1 hverju landi. Var Gríms 1 hús bygt um vorið 1880 og' i það vai flutt aður en |>akið var alveg komið á. Þó hórð væru fvrstu árin. var Grimur ætið vongóður og þolinmóður. Hann sá betri tíma fram undan og hann hafði rétt fyrir sér. f þá daga ráðlagði hann frændfólki sínu heima á íslandi að koma til þessa lands hvenær sem ráða lians var Ieitað. Hann sá að hetri mundi framtíðin hér. Flutti þá margt frændfólk hans til þessa lands og var þá ætíð ferð inni heitið til Grims, enda var hann því hjálpsamur og lá aldrei á liði sinu að koma þvi áfram. Eiga því margir ættmenn Grims honum að þakka að hann braut isinn í hinu nýja landi og kom kjarkinum í frændfólk sitt að koma hingað i framtíðarinnar land. . Árið 1889 giftist Grimur Ingi- jhjorgu dóttur Snæbjöms Hannes- sonar frá Krisum í Snæfellsnes- svslu og Solveigar Guðmundsdótt- ur konu hans. Þau eignuðust átta born; eitt dó i æsku; elzta barn ]>eirra. SolvEÍg Sigríður, er út- skrifuð af kennaraskólanum i Val- ley city i Dak. Hún er nú á skóla 1 Park River, N.D., en sum eru heinia. Grímur var ágætur eigin- maður og faðir; kom snemma upp agætu húsi sem er enn í dag með jbeztu húsum Garðar-bvgðar. Hann sá konti sinni og börnum ætið fyr- jir þvi bezta. Fimm systkini Gríms eru á fífi: Dr. Thordur, læknir i Minneota, Hjörtur rafmagnsfræðingur i Chi- !cago; Árni kaupmaður í Califor- ; niu og tvær systur, Guðrún og Tngibjörg, sem báðar búa i Garð-j | arbygð. Öll systkini hans, nema | j Árni, sem átti of langt að, voru j við jarðarförina. Grimur var jarðsettur í grafreitj Garðar bygðar laugardaginn 29. j Apríl. Hann var jarðsunginn af séra Kristni K. Olafssyni og séra hans P>. Thorgrímsen. Fjöldi vina og nágranna fylgdi honum til grafar. Grimur var ágætur bóndi og sýndi frá því fyrsta hagsýni og framsýni í öllu. Hann var vel greindur maður eins og það fólk alt. Hann las mikið og fylgdist ætíð með málum bæði hér og heima. Frjálslyndur var hann, en lét ekki skoðanir sínar snúast með hverjum vindi. Heldur var Grím- ur dulur, en góður og tryggur vinur var hann þeim, sem vinskap hans náðu. Hann var ætíð hægur og stiltur í viðmóti og allri fram- komu. Hann var skemtinn í við- ræðum og mörg var fjörug sam- koman í húsi Gríms áður bæir og aðrar skemtanir komu á hverja síðu. Hinn langa sjúkdóm sinn bar Grimur mikilli þolinmæði Hann skilur eftir bjarta minningu í hjörtum konu sinnar og barna, ættingja og vina; af þeim verður hans ætíð minst með söknuði, virðing og á.st. Fáir hafa betur gert undir mjög erfiðum Ikringumstæðum í nýjU HUDSON’S BAY COMPANY • 5 You’ll Enjoy a Look at the New Spring Styles Thyy have been so CLEARLY illustrated that they will appeal to you with all the eharm and beauty that it was possible for the artist to reproduce. The gar- ments themselves alone could be more true, more actual than the pictures we sliow. You’ll quickly note that THE PRICES ARE MUCH LOWER than you liave been accustomed to pay, while unusual attention has been given to the SELECTION of materials and styles. The newest weaves, the latest touch of fashion has been added to the cut and trimming of the garments—altogether a strong invitation to you TO MAKE a choiée for yourself. But the fashions are not the only inducement to please yourself that can be found in this Big New Catalogue. From page to page as you examine the prices and the goods offered, you’ll no doubt find so MANY articles you need about the house that you will be compelled by your habit of saving on all your purchases to ORDER a great many. THE “SEAL OF QUALITY” GUARANTEE 1S YOUR PROTECTION The Grocery Catalogue for April Will Save You Money-lt’s Free Have you ordered a copy of our New Grocery Catalogue issued April lst ? The prices in it will interest every woman who buys groceries. Adhering to our long standing reputation for high quality goods, you will find the prices lower for the same grade of groceries that we have been used to supplving. We invite vou to put our statements to the test. Send for this money-saving Grocery Catalogue to-day. Make out an order for the things you need and send it to us. We guarantee to please you or give your money back. THE HUDSON’S BAY COMPANY, MAN. d 1670 HERBERT E. BURBIDGE. Stores Commissioner og ókunnu landi en Grímur. Hann hefir sannarlega skrifað góðán þátt í landnámssögu íslendinga í Ameríku—þeirri sögu, sem fljót er að gleymast en sýnir meira hug- rekki og er ríkari í góðu eftirdæmi fyrir unga manninn sem er að vaxa upp, heldur en nokkuð, sem hann getur lesið. Það hugrekki, sem Grímur og aðrir landnámsmenn sýndu í að yfirgefa frændfólk, vini og ættland og flytja til lands sem enginn vissi mikið um og sagt var fult af dýrum og villimönn- um, og þar sem alt hlaut að vera upp á aðra visu en á íslandi og 'hvað vel þeim gekk í himt nýja landi, undir svo erfiðum kringum stæðum—alt þetta og margt fleira ætti að vera mikil hvöt til þeirra, sem eftir eru og njóta afurðanna af stríði þeirra, að lifa feðrum sínum til heiðurs. Það er saga, sem vel ætti að skrifa. Lengi lifi minning Gríms Thordarsonar og allra íslEnzkra landnámsmanna. Vintir hins lótnci. Haraldur Sigurðsson (Gillies) fæddur. 22. Okt. 1890, dáinn io. Apríl 1911. Vorgyðjan heilsar nú hljóð harmdrunga raust, næðandi andvöku-óð ómklökt sem haust. DóTnsorðin döpur og sár dynmála-hljóð flytur, og titrancfi tár tregandi slóð. Herðir að hjartanu sviðinn: Haraldur liðimi! Hnípir því hugur í dag húmklædd er lund, ymur það óþreyju-lag æfinnar stund, útfarar-sönginn í sál sorgmæddum róm. Helgasta hugvonamál hneig við þarm dóm. Vorgróðinn verður að sárum— vonin að tárum. Foreldri horfa í húm, hljóðnuð er lund, autt er nú ástvinar rúm árdegisstund. Hann var þeim leiðandi ljós lífsþratita-dag.— vakti þeim vonir og rós —vermandi hag. Liðið er líf.sglaða vorið,— ljósgeisla-sporið. Móðirin sorgþögul, sár, svift er nú von, tregar um æfinnar ár ástrikan son. Heilsulaus hnípir nú köld, haustföl, sem gnein, ljósvana kveður hvert kvöld kærastan svein. Systur, með sorgdapri móður, syrgja nú bróður. Faðirinn, aflþrota, er, — einn á sín tár, einstæður, einmana Iber ólífissár. Ástdrauma alla hann fól elskuðum sort, að eins þar átti sér skjól örmagna von. Hnigin er sótin í sjáinn; sonurinn dáinn! Haraldur, hugprúður sveinn,— hugljúfi í senn, hann vann sér orðstírinn einn, sem atorku menn. Skyldunum verkin sín vann, viljaföst sál, ættmönnum hElgaði hann hugsun og mál. íslandi æskaðúr var hann, ■—ættgöfgi bar hann. Sifjalið harmar nú hljótt hann, sem er nár. Lauga hans lífsminning ótt logandi tár. Hug svalar minningin mær mæðunnar stund, brautin hans brosir eins skær og blómfögur grund. Það harmanna helþunga græðir þá hjartanu blæðir. Kveðja nú hjartans vin hljóðir harmandi,—faðir og móðir, ástmálum ljúfum, Með lamaðan þrótt! Ljúfasti frændi minn! Góða nótt! H. Þ. B SUMARFATNAÐUR TIL 24. MAI KÉR ÆTTUÐ AÐ SJÁ BIRGÐ- * ir þœr, af sumarfatnaði, sem nú eru sýndar í Fit-Rite klæða- búðinni. Verðið geðjast öllum: $15.00 og þar yfir. Hattar og annar karlmanna varningur sem þér þarfnist líka. Gefið yður örfáar mínútur til að skoða þetta. Komið við hjá oss. TILES & 261 Portage Ave. UMPHRIES LIMITED 480i Main Street. Snyrtimannabúðin í Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.