Lögberg - 18.04.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.04.1912, Blaðsíða 1
 Graín Commission Merchants -- 201 GRAIN EXCHANGE BUILDING - Members Winnipeg Grain Exchange, Winnipeg I ISLENZKIR KORNYRKJUMENN Sendið hveiti yðar til Fort Willianr^ eða Port Arthur, og tilkynnið Alex Johnson £> Co. aol GKAIN EXCHANGE. WINNIPEG. Fyrsta og eina íslenzka kornfélag í Canada. 25. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 18. APRÍL 1912 i NUMER 16 MESTI MANNSKAÐI Á SJO. STÆRSTA SKIP í HEIMISEKKUR. UM 1500 MANNSFARA í SJÓINN. Skipið Titanic sökk kl. 2.20 á mánudags morguninn. Milli sex og sjö hundruð komust af, mest konur og börn. Margir frœgir menn fórust, þar á meðal C. M. Hays, forseti Grand Trunk, J. J. Astor o. fl. Nokkrir Winnipeg-menn meðal hinna látnu. Eignatjón um 1 3 miljónir. Skipiö Titanic, hiö stærsta sem nokkurn tíina hefir á sjó komiti, rakst á ísj'aka fyrir austan New- foundland á mánudagskvöld, og brotnaöi svo, aö þaö sökk nokkr- um stundum síöar. Á skipinu voru 1,310 farþegar og 860 sjó- menn. Alls 2,170 manns. Af þeim var bjargaö aö eins 870 kon- um og börniun í 20 bátum, ásamt því skipsfólki, sem til þurfti, aö róa bátunum, um 70 manns. Bát- unum var öllum bjargaö af skipi, sem heitir “Carpathia” og nú er á leiðinni til New York meö þá, sem í bátana komust. Skipiö rakst á jakann á mánu- dagskveld, hér um bil tveim stund- um fyrir miðnætti. Rúmum fjór- um stundum síöar sökk þaö. Eftir öllum líkindum hafa karl- menn, sem á skipinu voru, látið alt kvenfólk og börn sem voru innan- borðs, fara í bátana, og beöið dauöa síns er skipið sökk. Bátar voru ekki til handa fleirum. Mörg skip voru á sömu slóðum, en þeg- ar þau komu að þeim staö, þarsem slysið vildi til, var ekkert að sjá nema bátana og einstaita reköld af hinu sokkna skipi. Meðal þeirra 1,500 karlmanna, sem mistu lifið, eru margir alþekt- ir menn, svo sem C. M. Hays, for- seti Grand Trunk járnbrautarfé- lagsins og ti tugu aðrir úr Canada. Frá Winnipeg voru fjórir, þar á meðal Hugo Ross fasteignasali og Mark Fortune, gamall og velþekt- ur borgari i Winnipeg. Kona hans og þrjár dætur komust af. Auðmaðurinn J. J. Astor frá New York var með skipinu og lét lífiö og fjölda margir aðrir menn úr Bandarikjum, vel þektir. Þetta slys er eitt hið mesta, sem á sjó hefir orðið, frá því sögur hófust. Skipið var nýbygt, þetta var þess fyrsta íerö, og ;var svo látiö af eigendum, sem þaí" gæti ekki sokkið, þó að brotnaði á sjó. Menn geta sér til, að það hafi verið á fullri ferð í myrkrinu, þegar það rakst á jakann. Dýpið er sagt tvær enskar rnílur, þar sem það sökk og engin von um að bjargað verði þeim dýrgripum og verðmætum skjölum, sem á þvi voru. Veður var stilt og þokulaust og stilt i sjóinn, að sögn. Virðist þvi sem mannskaðinn sé því að kenna, að bátar voru of fáir til að taka alla farþega. Verður þvi ábyrgð skipseigenda þung, enaa er sagt, að í Fondon og New Yórk sé fólk svo æst, að lögreglumenn verði að gæta stöðva félagsins. Skipið Titanic var 882 fet á lengd og nálega 47,000 smálestir aö stærð. Hæðin var nálægt 100 fet; það hafði ellefu þilför úr stáli og kostaði 10 miljónir dollara. Ekkert hafði verið til sparað að gera það svo vel úr garði, sem mannlegu hyggjuviti var mögu- legt. Eftir síðustu fréttum er svo að isjá, sem skipiö hafi rent á isfjallið ; á fullri ferð og brotnað aftur á 1 söx. Stefnið og þilförin rifnuðu og fór alt í mola, bátar allir, sem fram á voru og jafnvel aftur á miðju. Skipiði rendi upp á jakann svo að nálega tókst upp úr sjó að framan og ofan af honum aftur, og fór þá nálega alt í sjó. Lá þá I við aö þvi hvolfdi. Þá rifnaði botninn úr því, frá miðju og fram Jað stefni og féll þar sjórinn inn. Dælurnar réðu ekki við neitt og tók skipið strax að sökkva að framan og leggjast á aðra hliðina og velta 1 mikilli lognöldu. Mikið af ís hafði ruðst á skipið og brun- uðu jakarnir fram og aftur með miklum skruðningum, svo að mik- il hætta var að vera á þilfari. Ivastið varð svo mikið, er skipið rakst á, að alt tréverk brotnaði undir þiljum. Eftir eina klukku- stund var vélarrúmið fult af sjó; þá stöðvuðust rafmagnsvélar og gerðist dimt um alt skipið. Eftir því sem hólfin fyltust, tók skipið veltur á ýmsar hliðar og brotnuðu þá margir bátarnir. ■ í myrkrinu sóttist seint að koma burtu bátun- en þó er sagt, a® allir hafi um, þeir lausir verið við skipið, þegar það að lokunum sökk í sína tveggja mílna djúpu gröf. Það má heita mikil furða, hversu aðdáanlega þeim mönnum fórst, sem voru staddir í þessum lífs- háska 'og voru svo vel stiltir, að þeir létu þá sem voru minni mátt- ar ganga fvrir að leita sér lifs, og biðu sjálfir dauðans. Heimastjórn á írlandi. Frumvarp < þar að lútandi hefir Asquith stjórnarformaður lagt fyrir neðri málstofu Bretaþings. Er svo mælt fyrir í frumvarpi þvi, að írland skuli fá hálfá þriðju miljón dollara tillag af rikissjóði, Aem smáminkar. írar fá að 'kjósa til þings í Dublin, er verða skal í tveim deildum. Til efri deildar kýs og stjórnin, en almenningur til hinnar neðri. Mörg mál eru und- anskilin valdi hins írska þings, en látið í veðri vaka, að sum þeirra vérði þinginu falin þegar timar líða. Fulltrúa á írland að hafa 42 á þingi Breta eftir sem áður. Heimastjórnarflokkur Ira lætur vel yfir frumvarpi þessu og þykir það frjálslegra en við mátti búast. Unionistar ganga sem harðast á móti þvi og er Balfour ætlaö það verk, að kryfja það á þingi. Lá- varðadeildin er talin vís að fella það tvivegis, sem henni er leyfi- legt samkvæmt lögum, og er það eina von conservatíva á Bretlandi, að Asquith verði farinn frá völd- um áður en neitunarfrestur lá- varðanna er útrunninn. Nýja þjóðveldið. Sú nýstárlega fregn er flutt frá Kina, að þeir sem þar ráða mestu hafi í hyggju, að innleiða ein- skattinn og afnema alla tolla og aðra skatta. Það er haft eftir Dr. Sun Yat Sen, sem var forseti um eitt skeið, að einskatturinn muni komast a mjög bráðlega, með því Búskapur Bretastjórnar Fjárlög eru nýlögð fyrir brezka þingið, af f jármálaráðherra Lloyd George. Tekjur reyndust vera tæpar 39 miljónir umfram útgjöld og er það meiri tekju afgangur en nokkur stjóm liefir nokkum tima getað sýnt i þvi landi. tJtgjöldin voru árið sem leið 28 miljónum dala hærri, heldur en nokkru sinni fyr, sem kom til af þvi, að stjómin leggur þriðjung til styrktarsjóða verkamanna, samkvæmt hinum nýju lögum og þar að auki keýpti hún alla talþræði á Bretlandi á þessu ári, og “rendi’ þeim með góðum arði, það sem af er árinu. Það er rétt álíka og búskapurinn í Manitoba, eða hitt þó heldur! að í Kína finnist engin öflug auð- félög til þess að standa i móti hon- um og öðrum umbótum til almenn- ings heilla, eins og í Ameríku ger- ist og Canada. Hann lét i veðri vaka, að sú mundi koma tíðin, að þjóðveldið eignaðist allar rikis- eignir, svo sem námur, jámbrautir og aðrar þjóðnytjar, sem einstakir menn og auðfélög hafa fyrir fé- þúfu í Canada og viðast hvar annarsstaðar. Mætti það undarlegt heita, ef hið forna, stirðnaða Kina veldi yrði fyrst til að taka upp þær framfarir, sem verið er að berjast fyrir í hinum “siðuðu’ löndum. — Að öðra leyti er ekki enn full- tryggur friður í Kína, einkum sunnan til. I Tibet er sagt, að til ófriðar dragi og blóðsúthellinga með þjóðveldismönnum og hinum hófsamari. Klórað neðanmáls. undir tœkifœrisvísur alþýðumanns í Óðni. Sé þeim óþökk, sem að gaf ‘Sendlings kvæða-nefi, Hjáræmi og hæsi af Heimastjórnar kvefi. 7.-4.-T2. Stephan G. Stephansson. Frá dögum bólunnar. Nú eru um 35 ár síðan landar vorir, sem hér komu fyrstir, voru svo aðfram komnir og illa haldnir, að tæplega mundi nolrkur önnur kynkvísl geta staðist þá eymd, sem að þeim þrengdi þá. Dálitla á- drepu þessu eymdar ástandi við- vikjandi, má sjá í blaðinu Free Press, er gefið var út þann 14. Apríl fyrir 35 árum síðan. Þar birtist bréf frá einum lækninum, sem sendur var norður að stunda hina bóluveiku, og má af því marka, hvernig löndum vorum nnini hafa vegnað í óbygðinni og veikindunum og vetrarhörkunum. Hann segir svo, þtssi Baldwin læknir, að hann fór frá Winnipeg um veturnætur og kom til Gimli eftir tveggja daga ferð. Þar var þá spítali upp settur, fullur af bóluveikum mönnum. Þar næst fór hanrí að heimsækja húsin í kring og segist aldrei • hafa séði eins auman útbúnað. Þau voru öll svo lág, að læknirlnn gat varla hvergi staðið uppréttur og skríða varð hann á höndum og fótum inn um sumar dyrnar. Óþrifnaður var þar óumræðilegur, segir hann, enda hafi hann búið sig undir það—: hafði með sér leðurúlpu skósíða og svaf 1 henni á nóttunni til þess að forðast lús. Húsin voru vitanlega óþiljuð í Sundur, og kýr víða hafð- ar innan um fólkið, sem var æva- margt í hverjum kofa, jafnvel 18 eða 19. Læknir þessi fór svo um bygðina þar til hann kom í Mikley. Þar tók fylgdarmaður hans bol- una og svaf hann hjá honum í margar nætur þar til hann gat fengið Indiána til að flytja sig í land. | Þrívegis fór hann til Mikleyjar um veturinn. Á þriðju ferðinni |Varð hann að taka af þrjá fætur af mönnum vegna kals. Hann var ^á sifeldu ferðalagi í þrjá mánuði ^að stunda þá bóluveiku. “Þegar , eg kom á suma bæi,” segir hann, ; “þá voru þar einir sex eða átta j sjúklingar, og sumir þeirra áttu ekki nema fáar stundir ólifaðar, | garnalt fólk og ungt og blessuð börnin, sem sárt var upp á að sjá. Fyrst þegar eg kom, þá héldu mæð- ur þeirra á þeim, en næst var ef til vill búið að leggja litla kroppinn til úti fyrir, þangað til næðist í timbur til að smiða stokkinn utan vun hann. í annað sinn, sem eg kom til Mikleyjar, fór eg út á Big Black Island, með því eg frétti, að eitt heimitj væri þar. Sú aðkoma verður mér minnisstæð. Konan var nýstaðin upp úr bólunni með barn á brjósti, komið að. dauða. Þar var ekkert til að færa það í. Eg gat ekki staðið uppréttur í kofan- um og ekkert var til að borða handa mér nema fiskur, ekkert rriél og ekkert annað af neinu tagi. Eg skildi eftir meðöl handa barn- inu, og verður mér minnisstæður gleðisvipurinn á foreldrunum, er vonin lifnaði hjá þeim um það, að barnið héldi lífi. Það var níu mán- ?ða gamalt og dó daginn eftir. Foreldramir urðu að geyma litla krcppinn uppi á þekju, þangað til hægt væri að smíða utan um hann. • Eg þóttist eiga bágt á minu ferða- lagi stundum, en þegar eg hugsa til þess hvað íslendingar máttu þola þennan vetur, þá verður lítið úr mínum svaðilförum.” Eftir þriggja mánaða tíma var laknir þessi kvaddur burt, settur í sóttvörn um hálfan mánuö, vegna þess að hann einn hafði ekki feng- ið veikina af þeim fjóram, sem sÞ nduðu þá sjúku, og settist síðan að við sina fyrri iðju í Winnipeg. Úr bænum Þeir prestarnir, séra N. Stgr. Thorláksson og séra Jóh. Bjama- son eru 'staddir hér í bænumi á fundi, sem þeir vom kvaddir til. Nýja heilsuhælið 1 Elmwood er nú þvi nær fullgert. Það mun kosta $100,000 og verður tekið til aínota í næsta mánuði. Heilnæm- ar uppsprettur hafa fundist þar í nánd, og er mikið látið af þeim. Miss Vilhelmína Vopni, dóttir Olafs Vopna, fór vestur að Kyrra- hafi á mánudagskveldið var. Hún ætlar að dvelja þar um hnð hjá föðurbróður síhum, F. Vopna í Bellingham. Herra Baldur Sveinsson, fyrr- um meðritstjóri Lögbergs, hefir nýskeð skrifað og lætur híð bezta af högum sínum. Hann kom til Reykjavíkur um miðjan Desem- bermánuð, og réðist i Febrúar- mánuði öndverðum til Miljónafé- lagsins svo nefnda og gerðist verk- stjóri þess í Viðey. Baldur biður Lögberg að færa vinum og kunn- ingjum hér vestra kærar kveðmr sínar. " Hans Niels Níelsson lézt að heimili sonar síns, Friðriks bónda í Árdalsbygð i Nýja íslandi, þ. 29. Jan. s.l. fult níræður að aldri. Bjó 'áður fyrram á Hallbjamarstööum á Tjömesi og síðan á Baugastöð- um í Kelduhverfi i Þingeyjarsýslu. Flutti vestur um haf 1875. Hans var fjörmaður og gleðimaður á yngri árum og var em vel þar til fyrir tveim árum, að sjónin bilaði. Hnignaði honum þá óðum og lá rúmfastur það sem eftir var æf- innar. Sjö börn Hans sál. eru á lífi, þar á meðal Friðrik bóndi, sem áður var nefndur, og Hans bóndi nálægt Akra, N. Dak. Hinn 1. þ. m. andaðist að heim- ili Mrs. Gíslason á Victor stræti hér í bæ, öldungurinn Benedikt Sigurðsson, 82 ára gamall. Bene- dikt sálugi var ættaður frá Heið- arseli í Hroarstungu i Norður- Múlasýslu. Hann fluttist vestur um haf 1889 °g dvaldi í Nýja Is- landi, Selkirk og Winnipeg. Konu sina misti hann 1904. Þau hjón áttu niu börn, og lifa tvö, ölveig Sigurlína Gíslason og Sigfús Bene- diktsson í Winnipeg. Benedikt var vel greindur maður, og fróður um margt; hann lagði stund á homo-pathíu lækningar og' þótti oft takast vel. Hann var stiltur maður, hóflyndur og vel látinn. Herra Þorsteinn Jónsson, banka þjónn frá Reykjavík, Iagði af stað á mánudagskvöld vestur á Kyrra- hafsströnd til Vancouver. Hann mun hafa átt von á að fá þar at- vinmi við bankastörf. ____________i_ Sex þumlunga djúpur snjór féll sumstaðar hér i Manitoba um sið- ustu helgi. Sáning var viða komin vel á veg, en varð að hætta við þetta áfelli. Annars þótti bændum viðahvar gott að fá úrkomu, þvi að jarðvegur var ákaflega þur eftir langstætt úrkomuleysi. Hinn 1. þ. m. andaðist að heim- ili dóttursonar sins Kristján í Bradburn, nálægt Hallson, N. D., Tómas Kristjánsson. Tomas heit- inn var með elztu Islendingum, fæddur 1818 í Dalasýslu á Islandi. Þar hafði hann búið. þangað til skömmu áður en en hann fór vest- ur um haf, til Canada, árið 1876. Hann eignaðist 15 böm með fyrri konu sinni. Af þeim lifa nú þrjú, S’griðttr Helga, Guðrun og Mar- grét. Hann átti 13 systkini, sem öll eru dáin nema Guðrún, vestur á Kyrrahafsströnd, háöldrað kona. -Tómas sálugi var mjög vel gef- inn maður, síglaður og öraggur, ákveðinn trúmaður og tryggur vin- ur. Hann var greftraður 3. þ.m. i grafreit Péturssafnaðar. Séra H. B. Thorgrímsen jarðsóng hann, flutti húskveðju og líkræðu á is- lenzku og ensku. Við útforina var fjöldi manns viðstaddur. Samferða Sveinsonls-fólkinu vestur að hafi á sunnudagskveldiö var urðu þau Mr. og Mrs. Matthí- as Metúsalemsson, ásamt syni sín um. Þau hafa lengi átt heima hér í bænum Þati setjast að í Vancouver. Miklar timræður eru um breyt- ingu þá á skólalöggjöfinni, sem gerð var á siðasía þingi. Skóla- nefndin kvað líta svo á, að sér beri ekki að hirða neitt um breytingar á lögunum fyr en kaþólskir krefj- ast að hún sinni þeim. Hópur íslendinga lagði af stað héðan úr bænum vestur á Kyrra- hafsströnd sunnudagskvöldið var. í þeim hópi vora þær mæðgur, Mrs. Ingibjörg Sveinsson og Anna dóttir hennar, saumakcma. Enn- fremur Sveinn Sveinsson sonur Ingibjargar, kona hans Vigdís og Þorsteinn fóstursonur þeirra. — A laugardagskveldið heimsóttu nokkrar íslenzkar konur Miss Sveinsson i húsi Guðm. Thordar- sonar bakara, og gáfu henni gullúr °g gullfesti að skilnaði. Miss Sveinsson hafði saumað fyrir þess- ar konur um mörg ár og var oröin þeim mj% kær, því að bæði er hún ágætlega vel að sér í sinni ment og frábærlega wönduö stúlka og viðkvnnisgóð. Móðir hennar var og i samsætinu og var henni ; gefin vönduð ferðataska.— Svein- sons-fólkið sezt að í Point Roberts. Þar á sonur Mrs. Ingib. Sveins- son, Jónas, heíma, og nóttir ’nenn- ar, gift kona. Ólafur bóndi Ólafsson í nesi í Mikley andaðist að Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar ætlar að halda samkomu í næstu viku til að fagna sumrinu eiiis og vant er. Samkoman yerður að kveldi næsta fimtudags, sumar- dagsins fvrsta, 25. þ. m. Fer fyrst fram mjög vandað prógram i kirkjunni uppi og á eftir veit- ingar niðri t sunnudagsskólasa’n- I um. Lögberg vill mæla sem bezt l fram me5 þessari samkomu, því Skógar-1 ag vér höftim heyrt það undir moti gestum smtmt. Með síðustu skeytum frá Árborg P. O., Man., berast þær fréttir, að íbúðarhús hr. S. J. Hliðdals í GeysÍrbygð i Bifrastarsveit, hafi brunnið nýlega ásamt mestöllum innanhússmunum; upptök eldsins út frá ofn- og eldavélar-pípum í þakinu. Mælt er að herra Hlíðdal muni byggja sér nýtt hús aftur á sama stað, svo fljótt sem þvi verð- ur við komið. heimili | væng, að vanda eigi býsna mikið smu þ. 19. Marz s. 1. eftir stutta 191 hennar. svo að enginn, sem leguj lungnabólgu, 72 ára gamall. sækir hana þarf ag kviga þvi> \ ar ættaður úr Bolungarvík við Ihann sjái eftir að hafa farið þang- Isafjarðardjúp. Var formaður þar|ag Kvenfélagskonur í Fvrsta við Djupið i mörg ár og lánaðist j tót söfm,ði kunna að taka vel á vel. Fluttist vestur um haf 1893. Lætur eftir sig sex börn, tvö í Is- landi, en fjögur hér vestra. Ólaf- ur sál. var eljumaður og dugnaðar þjiðjiulhginn voru stödd hér og drengur góður að dómi þeirra. ' bænum Iierra Þorleifur Jackson er hann þektu. frá Kristnes og Thorstina dóttir hans ásaVnt fósturdóttur ungri. Miss T horstína Jackson var á leið til Minnedosa. Þar hefir hún ver- ið kennari í vetur viö Collegiate, en var kvödd vestur til Kristnes er móðir hennar lagöist banaleg- une. Miss Jackson heldur áfram kenslustörfum i Minnedosa til loka skólaársins í Júni, en hverfur þá til föður sins, sem nýskeð hefir selt land sitt við Kristnes og sest að í Selkirk-bæ. Mánudaginn 25. f. m. andaðist aö heimili sínu í Kristnes, Sask., Guðrún Jackson, kona Þorleifs Jacksons, er þar hefir búið um hrið. Guðrún sáluga hafði legið veik tæpan mánuð, er hún lézt, 66 ára að aldri. Hún var mjög merk kona, vel gefin og vel að^ sér á alla lund. Verður hennar' sjálfsagt minst ítarlegar liér i blaðinu. - ' / ■ i. •; / ,.‘v v’ ' ' • I - •- rítVV'£r';.1,'*v______________________.47.».*_______. L, mm * ; Li .' .Í J’ . Í..V..V .tíM.. ''A/ vVá' ' 13» I usv'íy ><**■* *"*'v ■ :júul. h *»* ■Aý \ 9,.* vr;rf t A . ..... r-r-" - * * 9 •••.•««#» « « * v* « « !*'» •»««»« , c *__*_f. • * • * •* »-»«•» • • ""L '1 1 SavCV. V' • VV''Vv

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.