Lögberg


Lögberg - 18.04.1912, Qupperneq 5

Lögberg - 18.04.1912, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN i8. APRÍL 1912. 5- i I •*< ♦ t + •f< ♦ ■f -f ■í< f 4« -f 4< -f (9® SetjiB trjávið jafngóðan okkar á nauðsynja skrá yðar, ef þér viljið að afleiðingar verði góðar og til þess að vera viss um að fá góðan við, þá komið til vor. Vér seljum að eins þaer tegundur, sem reynast v«l. Vér seljum svo ódýrt eigi að síður, að allir v ndrast. , .Komið til vor. Vér seljum vöruna The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE., E. PHONE M. 2510 Equitable Trust k Loan —Cnmpanv. I.iinitpil——— Hér ineb auglysist aö ankafundur hluthafa þtssa félags veröur haldinn á skrifstofu minni, stofu nr. 204 Mclntyre Block, í Winnipeg-borg, á föstudagskveld þann 26. dag Aprílmánaöar 1912, stundvíslega klukk- an 8 e.m , til þess meöal annars aö gera ráðstafanir um þessi efni : 1. Kjósa stjórnarnefnd. 2. Heimila aö stjórnarnefndin gefi út og selji ný hlutabréf. y. Skera úr hvort ráölegt sé aö selja nokkuö af fasteignum félagsins eða allar. 4. íhuga og ræöa hvort og aö' hve miklu leyti sé ráðlegt fyrir félagiö aö ráöast í meiri kaup og reka þau störf, sem félagiö var stofnaö til að reka, með meira kappi nú þegar ogframvegis, heldur en gert hefir verið um undanfarin ár. 5. Ransaka skýrslu um hag félagsins, er hinir frá- farandi stjórnarmenn hafa lagt fram. 6. Breyta samþyktum félagsins, einkum þeirri er mælir fyrir um boöun hluthafafundar og hvern- ig hann skuli auglýsa hluthöfum. Dagsett í Winnipeg hinn fyrsta dag Aprílmánaö- ar, áriö eftir Krists burö 1912. ÁRNI EGGERTSSON, skrifari og ráðsmaður. Frá íslandi. Reykjavík, 21. Febr. 19x2. Verkfalliö í Hafnarfiröi stend- ur enn. Verkafólkiö hefir valiö 3 fulltrúa til þess að semja viö vinnuveitendur, en samningar eru ekki komnir á. Vinnuveitendur segja, aö ef þeir færi lágmark tíma kaups kvenfólksins upp í 18 aura, þá sé gamalt kvenfólk útilokaö frá vinnunni og eins unglingar. Auk þess stendur þræta um kaup fyrir aukavinnu og sunnudagavinnu, og þar eru karlmennirnir líka með í kröfunum. En vinnu hafa þeir ekki lagt niöur. Á SeyÖisfirði féll snjóflóð úr Bjólfinum 3. þ. m. á Fjarðaröldu utanverða, náði lítið eitt utar en snjóflóðið mikla sem kom þar fyr- ir tæpum 30 árum. Þetta snjóflóö tók vörugeymsluhús, sem Fram- tíöarverzlunin átti, og fjárhús með 13 kindum. I snjóflóðum 'hafa tveir menn farist nýlega nyröra, annar á leið yfir Siglufjarðarskarö, hinn í svo nefndum Þorvaldsdal og var hann þar á rjúpnaveiðum. — Lögrétta. Mánudagsmorguninn 12. þ. m. lögðu 2 motorbátar á stað frá ísa- firði, áleiðis til Vestmanneyja, til að stunda þar fiskiveiðar. Komu þeir vi'ð á Bildudal til þess að taka þar beitu,' en fóru þaðan sama kveldið. Fengu þeir bezta veður til þess er þeir komu á Faxaflóa; tók þá að hvessa á austan og á þriðjudagskvöldið var komið rok, þegar fulldimt var oröið, Klukk- an 10 og hálf voru bátamir skamt hvor frá öðrum, en þá dó Ijósið á öðrum þeirra og gátu þeir eftir það ekki haldið saman. Um kl. 11 svo, aö 3 menn höfðu ekki við að dæla með 2 dælum, og virtist þá lítil von afkomu. Sex menn vora á bátnum og lagði hver sitt. fram til þess að halda honum á floti. Nál. klukkan 2 um nóttina sást ljós á botnvörpung skamt frá. Var þá brugðið upp olíukyndli á bátn- um til þess að vekja athygli botn- vörpungsins. Tókst það, og komst báturinn aö honum á hléborða. Vél arrúmið' var þá orðið hálffult af sjó og vélin þvi stönzuð. Komust bátsmenn með naumindum og alls- lausir upp í skipið og fengu þar beztu viðtökur. Skip þetta var frá Grimsby. Fór það með bátsmenn b’l Keflavíkur og setti þá þar á land á fimtudagsmorguninn ('is. EebrJ; þaðan gengu þeir til Rvík- Ur- Komu þeir við á Auðnum og náðu til Hafnarfjarðar um kvöld- ið. Höfðu þeir þá ekki bragðað mat frá því ikveldið áður á skipinu þvi peninga sína höfðu þeir mist ineð bátnum eins og annað. Báturinn var eign Jóhannesar Péturssonar á ísafirði. Form. á honum var Hreggviður M. Hans- son, en hásetar Jón Kristjánsson, Sigurgeir Sigurðsson, Knut Jak- obsen ("NorðmaðurJ, Guðm. Krist- jánsson og Páll B. Pálsson. Allir frá Isafirði. Úr Húsavík er skrifað, að ráð- gerð sé mikil breyting á Kaupfé- lagi Þingeyinga. Var í ráði að fá formanni meiri ráð og störf í j hendur, veita honum 3000 króna j árslaun og hafa hann búsettan í j Húsavík. Þó eru ýmsir félags^ j menn mjög andvígir þessari breyt-, ingu. Agúst Flygenring kaupmaður í | Hafnarfirði misti nýlega mjög efnilegan son (10 áraj Olaf Hauk j að nafni, úr heilabólgu. Reykjavík, 6. Marz 1912. Nýlega hefir orðið mikið mann- tjón á 2 skipum í þilskipaflota Reykjavíkur — 6 menn tekið út af þeim og hafa þeir allir druknaö. Þetta gerðist í aftakaveðri aðfara- nótt 23. f. mán—út af Eyrarbakka eða Selvogi. Þilskipið Haffari Eign Sigurðar í Görðunum, misti út stýrimann sinn: Þórð Erlends- son, kvæntan barnamann héðan úr Rvík. Er það annar maður, sem ekkja hans missir í sjóinn. Hitt skipið var “Langanes” eign Miljónafélagsins. Það misti út 5 nianns. Þessir 5 menn voru: 1. Guðjón Jónsson frá Ána- naustum í Reykjavík, ekkjumaður, er misti konu sína síðastl. vetur, en átti 1 bam. 2. Jón Pálsson úr Reykjavík, 28 ára gamall, kvæntur og átti ðörn. 3. Kristján Magnússon frá Pat- reksfirði, ókvæntur. 4. Sigurg Olafsson. frá Bjama- borg í Reykjavík, kvæntur, átti 1 bam. 5. Sigurður Jónsson frá Syðra- velli í Gaulverjabæjarsókn, ókv., 28 ára gamall. Skúli S. Sivertsen, fyrram óö- alsbóndi í Hrappsey, lézt hér í bænum aðfaranótt 28. f.m. í hárri elli. Hann hafði dvalist 15 árin síðustu hjá dóttur sinni, frú Katr- ínu Magnússon, og litla fótavist haft lengi. 1 » 1- • l.t- A. t Í..I L I A.l A. A. I. A. t. A t. A A A t II A t A I. A T T TT Tt TT TT TTtT YttTTTTT YT YTTTTTTTTTTTTTTTtTTt TTTTtT ± I Vér viljum selja yður vorhattinn! <4- ■ 1 ......$ 4. Um tvær vikurnar síðustu hafa margar konur ogstúlk- £ X ur sem þér þekkið, komið hér og þótti vænt að fá hér + ! FALLEGA HATTA FYRIR LÁGT VERD I 4 prísar $3.50 ^ $5.00 Í $7.50 $10.00 4prisar $3.50 $5.00 $7.50 $10.00 J Vér seljum aðeins þrýdda hatta. Veljið þaðn sem yð- ♦ ur líkar. Þér vitið upp á hár hvað þér fáið og hvernig yður £ fer hatturinn. Sjáið hattana hjá oss áður en þér kaupið. Stór borgunar- dags sala Jbjá OVER-LAND House Furnishing Co., ýs ! THE NEW YORK HAT SHOP t | 496 Portage Ave. coloSTV* balm'Öral I 580 MAIN ST. 580 MAIN ST. A Hæli í Gnúpverjahreppi lézt á fyrra fimtudag Sigríður Melsteð, dóttir Páls heitins Melsteð sagna- ritara, komin um sjötugt. Um Snæfellsnessýslu hafa þeg- ar sótt þessir menn: Bjöm Bjam- arson sýslumaður Dalamanna, Halldór Júlíusson sýslum. Stranda manna, Páll Bjarnason á Sauðár- árkrók, Marínó Hafstein fyrv. sýslumaður og kandídatamir Ari Jönsson og Kr. Linnet. — Settur sýslumaður um stundarsakir frá 1. Marz er Magnús Blöndahl hrepp- stjóri í Stykkishólmi. — Isafold. í haust var Jón Jónsson Gauti á Héðinshöfða í Þingeyjarsýslu sendur til Danmerkur í kjötsölu- erindum fyrir Sambandskaupfélag íslands. Hann seldi Larsen kaupmanni í Esbjerg 218 tunnur af norðlensku saltkjöti og lét kaupmaðurinn hann hafa tvo víxla á sig. Nam annar 3,238 krónum, hinn 8,460 krónum. Áttu þeir að borgast í Desember og Janúar. Með það fór Jón Gauti heim, erindi feginn. En frá kaupmanninum Larsen er það að segja, að hann kom kjöt inu í lóg — en hvarf 5. Des. og hefir ekki sézt síðan. Búið er gjaldþrota og tekið til skiftameðferðar. Hafði maðurinn verið í botnlausum skuldum. Var í fyrstu taliö líklegt, að skuldeig- endur mundu fá 5 prct. upp í skuldir sínar, en síðan hefir komið ný skuldakrafa í búið. er nemur 20 þúsundum króna. Það era því litlar líkur til að kaupfélögin fái nokkurn eyri fyrir kjötið. Verða að hafa þetta sem annað hundsbit. Kjötsalinn var í hárri lífsábyrgð en óvíst með öllu, að hún verði útgoldin, þar sem engin sönnun er fyrir því, að maðurinn sé dauð- ur. “Sunanfari” kemur út endur- vakinn næstu daga. Ritstjórar Guðbrandur Jónsson og dr. Jón Þorkelsson. — Vísir. * Ur bænum, Manitoba-stjórnin hefir skipað Cumberland dómara í Public Ctili- ty nefndina, eins-manns nefndina margumræddu, sem sköpuð var á síðasta þingi. Samkoman, sem Goodtemplarar héldu á fimtudagskveldið var tókst mæta vel. Skemtiskráin var bæði vönduð og áheyrileg. Mjög ítar- leg erindi um bindindismálið fluttu þeir Dr. O. Stephensen og séra F. J. Bergmann. Samkomur eins og þessi hljóta að verða bindindis- starfseminni vor á meðal til styrkt- ar og eflingar. Þann 4. f.m. gaf séra F. J. Bergmann saman í hjónaband þau Edwin Armstrong og Alice Al- bury. Hjónavígslan' fór fram að heimili prestsins, 259 Spence St. Vor-skór karlmanna Himr beztu skór til vor og sumar brúkunar mjóir og breiðir, með háa tákappa, Tans, Gunmetals og Pa- tents. $4, $4.50, $5 Sideboards á $15 Stofuborð sem draga má sundur og saman, eru nú seld á $10 Borðstofustólar á - $1.00 Þetta eru ágætir eikar-málaðir stólar. Járnrúm $3, Fjaðrabotnar $2.50. Og Rúmdýnur á aðeins - $3.00 Kommóður með speglum á - $10.50 Bezta Linoleum, yarðið á 45c Stórt úrval af gólfteppum. Gluggatjöld og gardínur. Alt sem með þarf til þess að prýða með innanhúss á þessum húshreinsunar tíma. Munið hvar búðin er: Komið hingað eftir skóm yðar. Quebec Shoe Store Wm. C. Allan, eirandi 639 Main St. Austanverðu. í þeirri litlu töflu, sem hér fylgir, er sýnt á hvaða mánaðar- dag páska hefir borið uppá, 28 ár- um eftir fæðingu Krists og nokk- ur árin næstu. Sömuleiðis er sýnt hvenær páskatungl hafi verið fult pau árin. Gamall maður, herra O. Th„ sem nú er á níræðisaldri, gerði það sér og oss til gamans, að reikna þetta út eftir fingrarimi, og var ekki lengi að því heldur. Hon- um er auðvelt að finna þetta sama á hverju ári sem vera skal, liðnu og ókomnu. Af þessu sézt, að fingrarímis kunnáttan er ekki með öllu útdauð meðal vor og hitt ekki j síður, hversu em þessi öldungur | OVER-LAND HOUSE FURNISHING CO., Ltd. Horni MAIN ST. og ALEXANDER Ave. Nýskeð kom heiman af Islandi Mrs. Pálína Einarsson, móðir Karls Einarssonar sýslumanns, og Ingimundur sonur hennar, sem hefir verið skipstjóri á norskum skipum um hríð. Mrs. Einarsson fór heim í fyrra vor, en sest nú aftur að hjá dóttur sinni, Mrs. Mooney á Manitoba Hotel. Ingi- mundur sonur hennar kom með henni skemtiferð vestur, en mun hverfa austur um haf aftur bráð- lega. er. Artal 28 29 30 31- 32 33 34- 35- Páskar 9. Apr. 25. Mar. 14. Apr. 6. Apr. 28. Mar. 10. Ar. 2. Apr. 22. Apr. Tunglfylling 4, Apr. 24. Mar. 12. Apr. 1. Mar. 22. Mar. 9. Apr. 29. Mar. 17. Apr. Sumarpáskar og sumarauki 17. Ap. Á sunnudagskveldið var komu þeir Sveinn Brynjólfsson konsúll og Brynjólfur sonur hans vestan frá Kyrrahafi. Þeír lögðu af stað í þá ferð í öndverðum Febrúar- mánuði suður til Chicago og þaðan vestur um Bandaríki, um New Mexico, Arizona og Calfomíu. Mr. Brynjólfsson dvaldi um hríð við Arrow Head böðin við St. Ber- nardino, sem er fallegur bær suð- austur af Los Angeles. Þaðan fóra þeir feðgar suður með strönd til San Diego og suður í Mexico. Á leiðinni norður komu þeir við í San Francsco og fleiri stórbæjum. San Francisco er óðum að byggj- ast, en mikið má sjá þar enn af menjurn branans mikla. 1 Van- couver og grendinni voru þeir eitthvað hálfan mánuð, fundu Sig. Christopherson, Araa Friðriksson og fleiri landa. Á leiðinni austur var konsúllinn eitthvað vikutima við böðin i Banff. Þeir feðgar láta vel yfir ferðinni og hafa skemt sér hið bezta. Tals. Carry 2520 CANADAS FIMEST THEATRE 3 kvöld byrjar Fimtud. 18. Apríl Matinee á laugard. Mort. H, Singer presents Chicago's mikla söngleik Miss Nobody from Ntarland með OLIVA VAIL og hina sömu leikend— ur sem voru síöast hér. Verð Í1.50 til 25C og Mat. f 1 til-<25c. 2 kvöld byrjar 22. Apríl Gilbert og Sullivan’s gaman leíksöngur H.M.S. PINAFORE 50 leikendur Agætis Orchestra Verð: $1.50, $í.oo, 75C. 50C. og 25C Fimtud., Föstud. og Laugard. 25., 26. og 27. Apríl • German-French Musical Farce ALMA, WHERE DO YOU LIVE? Kemur beina leiö frá New York þar setn þaö var letkiö í Weber’s leikhúsi fyrir lengri tíma. C. A. Murray, aðalmaður í leiknum “Alma , where do you live?” Leikhúsin. BMPRBSS. Mjög frægur leikur verður leik- inn alla næstu viku i Empress- leikhúsi útaf fornulm æfintýram í Seville á Spáni. 1 þeim leik leika fimm manns, þrjár fagrar konur og tveir karlmenn. Spænsku búningarnir, sem þetta fólk ber, era mjög fagrir og viöhafnar- miklir. Ýmislegt fleira verður til skemtunar. WALKER. Mi=s Nobodv from Starland” er ágætur og frægur söngleikur, sem kominn er til Walkcr frá Princess leikhúsi i Chicago og sýndur allan seinni part næstu viku. Laugardags matinee eins og vant er. Olive Veil er í broddi fylkingar þess mikla flokks, sem leikinn sýnir, og leikur og syngur aiæta vel. “Pinafore” verður sýndur á ný á mánudag og þriðjudag 22. og 23. Apríl. Sá söngleikur þarf ekki iofsorða við, því að orð og lög og samsetning er frábær. “Alma, where do you live?” er fransk-þýzkur gamanleikur með söng, sem gerði mikla lukku í N.- York og verður sýndur í fyrsta sinn á Walker þann 26. Apríl að kveldi og siðan þrjú kvöld og Matinee á 1 augardag. Charles Murray hinn vel þekti gamanleik- ari og Mariette Flack, hin róm- þýða söngmær, sýna leikinn með r.iörgum öðram. —Holstein Hleiðrugreifi var kat- ólskur ,hinn nýlátni danski stjóm- málamaður, og fylgdi sínu kirkju- félagi kappsamlega í ræðu og riti. Hann lét vígja háan hól til leg- staðar sins, í hallargarm á greifa- setri sínu, og þar var hann haug- lagður, en greftranarathöfn haldin hátíðleg í Hallarkirkju í Kaup- mannahöfn.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.