Lögberg - 26.06.1913, Page 4
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 26. Júní 1913.
LÖGBERG
Gefiö út hvernfimtudag a£ The
COLUMBIA PrBSS LimITED
Corner William Ave. &
StierbrooWe Street
WlNNIPEG, — MaNITOFA.
STEFÁN BJÖRNSSON,
EDITOR
J. a. BLÖNDAL,
business managp:r
UTANASKRIPTTIL BLAÐSINS:
TheColumbiaPress.Ltd.
P. O. Box 3172, Winnipeg, Man.
UTANÍSKRIFT RITSTJÓRANS:
EDITOR ^LÖGBERG,
P. O. Box 3172. Winnipeg,
Manitoba.
TALSÍMI: GARKY 2156
VerS blaðsins $2.00 um árið.
Kirkjuþingið.
Tuttugasta og níunda ársþing
hins evengelíska lúterska kirkjufé-
lags Islendinga í Vesturheimi var
sett í kirkju VíkursafnaSar að
Mountain N. Dak. fimtudaginn 19.
Júní þ. á. kl. 1 ol/2 f. h.
Voru þar sainan komnir 12
prestar kirkjufélagsins, 37 erind-
rekar safnaðanna fyrir utan'mik-
inn fjölda gesta er sóttu til þing-
setningarinnar.
Séra Björn B. Jónsson, forseti
kirkjufélagsins, flutti þingsetning-
arprédikun. Lagði hann út af 2.
Mós. 3. kap. 1—6 versi, og talaði
um lotning fyrir guöi og lotningar-
leysi. Var það mjög timabært er-
indi og skorinort deilt á vægðar-
leysi í ræðu og riti gagnvart trú-
arskoðunum manna, og því sem
öðrum er heilagt i þeim efnum.
Ræðan var skörulega flutt, og mun
alment hafa þótt mikið til hennar
koma.
Á eftir prédikun voru prestar
og kirkjuþingsmenn til altaris.
Setti forseti því næst þingið með
þeim ummælum sem venja er til.
Þessir prestar mættu á þinginu:
Dr. Jón Bjarnason
sr. St. Steingr. .Thorláksson
sr. Björn B. Jónsson
sr. R. Marteinsson
sr. F. Hallgrimsson
sr. K. K. Ólafsson
sr. Jóhann Bjarnason
sr. H. J. Leó
sr. G. Guttormsson
sr. S- S. Christophersson
sr. C. J. Olson
sr. H. Sigmar.
Erindrekar frá hinum ýmsu
söfnuðum voru þessir:
Frá St. Páls söfn.:
Bjarni Jones
Gunnar B. Björnssun
Vesturheimssöfn;
Kristján Árnason
Lincoln söfn.:
John A. Johnson
S. J. Isfeld
Pembina söfn.:
Kristbjörn S. Eymundsson
Vidalíns söfn.:
Guðm. Einarsson
Helgi Thorlaksswii
Víkursöfn.:
H. G. Guðmundsson
Thomas Halldórsson
Þingvallasöfn.:
Sigurbjörn Guðmundsson
Lúterssöfn.:
Vigfús Johnson
Stefán Eyjólfsson
Fjallasöfn.:
Ólafur Einarsson
W. G. Hillman
Melanktonsöfn.:
Sigurður Johnson
Fyrsta lút. söfn.:
Stefán Björnsson
Jón J. Bildfell
Jónas JÓhannesson
H. S. Bardal
Selkirk söfn.;
Þprleifur Jacksson
Guðleifur Dalmann
Víðinessöfn.:
Ketill Valgarðsson
Benedikt Freemannsson
Breiðuvíkursöfn.:
Bjarni Marteinsson '
Geysissöfn.:
Tómas Björnsson
Árdalssöfn. r
Eiríkur Jóhannsson
Sigurjón Sigurðsson
Bræðrasöfn.:
Jóhann Briem
Fríkirkjusöfn.;
Páll Anderson
Frelsissöfn.:
Olgeir Frederickson
Immanuelsöfn.:
Hjörtur Davíðsson
Lundarsöfn.;
Jón Halldórsson
Konkordíusöfn:
Sveinbjörn Loftsson
Kristnessöfn.;
W. H. Paulson
Immanuelsöfn. að Wynyard:
Steingr. Johnson.
Á þingi mætti ennfremur Dr. G.
H. Gerberding fyrir hönd General
Councils.
Fyrsta þingdaginn var tekið á
móti skýrslum embættismanna cg
milliþinganefnda, og verður þeirra
nánar minst síðar.
Eftir að skýrslum þessum hafði
verið veitt viðtaka af þinginu, var
gengið til embættismanna kosninga.
Voru allir embættismenn kirkju-
félagsins endurkosnir í einu hljóði.
Forseti séra Björn B. Jónsson.
Skrifari séra F. Hallgrímsson.
Féhirðir Jón J. Vopni.
Varaforseti séra N. Steingr.
Thorlakson.
Vara skrifari séra K. K. Ólafson
Varaféhirðir Friðjón Friðriks-
son.
Séra F. Hallgrímsson gat þess
að þingsetningardagurinn 19. Júní
væri afmælisdagur forseta, og
hinn 24. s. m. er þingi skyldi slita
væri 20 ára prestskapar afmælis-
dagur hans, og árnaði honum ham-
ingju á ókomnum æfidögum, ásamt
þingmönnum öllum.
Til að íhuga skýrslu forseta og
raða málum á dagskrá, voru kosn-
ir Stefán Björnsson og Kristbjörn
S. Eymundsson. Lögðu þeir fram
þessa skýrslu á kveld-fundi fimtu-
dagsins:
1. Séra Björn B. Jónsson hefir
á umliðnu ári gegnt forseta em-
bætti kirkjufélagsins með dugnaði,
skörungskap og forsjá, sem sjálf-
sagt er að veita honum réttmæta
viðurkenningu fyrir. Hann hefir
staðið í fylkingar brjósti sem ár-
vakur, öruggur og traustur foringi.
Starf mikið hefir hann á sig lagt,
sérstaklega á síðastliðnu hausti er
hann ferðaðist um sex vikna tíma
meðal safnaða kirkjufélagsins, átti
við þá bróðurlegt samtal, og flutti
viða hjá þeim guðsþjónustur. Fyr-
ir alt þetta leggjum við til að
kirkjufélagið tjái honum alúðar
þakkir sinar og biðji blessunar
drottins yfir hann og starfi hans á
ókomnum tima.
2. Við mælum með þvi að
kirkjufélagið samþykki þá $300,00
sem óskað er eftir í skýrslu for-
seta til safnaðanna á Kyrrahafs-
strönd.
3. Við leggjum til, út af sorg-
inni þungbæru, er séra K. K.
Ólafssyni bar að höndum síðastlið-
ið vor, í missi hans göfugu og
góðu eiginkonu — frú Sigrúnar —
að kirkjufélagið votti honum, og
öörum aðstandendum, sína hjartan-
legustu hluttekningu.
4. Við leggjum til að kirkju-
þingið samþykki það $75,00 lán
úr heimatrúboðssjóði, sem herra
Halldóri Jónssyni, væntanlegum
guðfræði nema vestur á Strönd,
hefir þegar verið veitt. S<>muleið-
is að sama manni verði veitt |ioo,o0
lán á þessu ári.
Ennfremur mælum vér með því
að kirkjufélagið veiti ísl. guð-
fræðinemánum, Sigurði Ólafssyni,
í Portland Oregon, þann styrk,
sem það sér sér fært á þessu ári,
gegn því, að kirkjufélaginu sé
trygð, svo sem verða má, þjónusta
beggja þessara manna, að afloknu
námi.
Við leggjum til að þessi mál
verði tekin á dagskrá þingsins:
1. Heimatrúboð
2. Heiðingjatrúboð
3. Kirkjubyggingarsjóður
4. Sameiningin
5. Útgáfumál
6. Sunnudagaskólamál
7. Skólamálið
8. Kennara-embættið við Wesley
9. Fjárstyrkur til Þingvallasafn.
10. Tillögur fjársöfnunarmanns
11. Gamalmenna-hælið
12. Social piorne Reform-málið.
Allmiklar umræður urðu um þá
Iiði nefndarskýrslunnar, sem fjár-
málin snerta, en að lyktum var
nefndarálitið alt samþykt.
Á föstudaginn kl. 2, flutti séra
F. Hallgrímsson fyrirlestur um
Leikmannastarfann í kristindómm-
um, sagði sögu hennar og mæltist
vel. Var fyrirlesaranum greitt
þakklætis atkvæði að lokum fyrir
lesturinn.
Þá flutti Dr. G. H. Geberding
þinginu kveðju frá General Coun-
cil, skýrði frá stefnu pess félags,
og bauð kirkjufélaginu inngöngu í
það. Séra Runólfur Marteinsson
svaraði því erindi, og var sam-
þykt að bæta því máli: Sambandi
kirkjufél. við General Council. á
dagskrá og verður það rætt síðar
á þinginu.
Samkvæmt tillögu þingnefndar
sem skipuð hafði verið til að ihuga
inngöngu beiðnir safnaða í kirkju-
félagið, var þessúm söfnuðum inn-
taka veitt: Blaine-söfnuði í Blaine,
Wash., Þirenningar-söfnuði í Point
Roberts, Wash., Vancouversöfn-
uði í Vancouver, B. C., Vestfoldar-
söfnuði í Shoal Lake, Man.
Grunnavatnssöfnuði í sömu bvgð,
og Skjaldborgarsöfnuði í Winni-
peg.
Kirkjubyggingar sjóðmálið.
Það var rætt nokkuð og að lok-
um samþykt, svohljóðandi tillaga
frá séra F. Hallgrímssyni:
“Þingið þakkar Jjóni J. Vopna
fyrir það góða verk er hann hefir
unnið í þessu máli, svo og þeim
mönnum er fé hafa gefið í sjóðinn
— og endurnýjar umboð hans á
komandi ári.’r Tillagan var sam-
THE DOMINION BANK
Slr EUJICND B. OSLER, M. P., Pre» W. D. MATTHEWS ,Vice-Pre».
C. A. BOGERT, General Manager.
Höfuðstóll boi'gaður . . . . .$5,360,000
Varasjóður
Allar eigulr . . .$79,000,000
I'eKar yííur innlieimtast nokkrir dnllarur elia liumlruS. þp legKift þaS
Rtrax í spariajöe í Ilomininn hankanum, ot draRÍS þc ekki út nema brýn
nauSnyn krefji. ÞaS er liu.Rra aS Npura peninKa þannix en xex'ina ’bá
1 xoNunum, þxi þaSan vilja þeir hverfa, en í bankanum eru þeir 'úhiiltir
nii nvii hietiiNl vextir viS.
NOTKE DAME BBANCH: Mr. C. M. DENTSON, Manager.
SEI.KiHK BRANCH: J. GRISDALE, Mauager.
gestirnir sem til þessa kirkjuþings
sóttu, munu hlotið að hafa orðið
varir við þetta, og hvað helzt þeir,
sem ekki var fullkúnnugt um slíkt
áður, fyrir utan gestrisnina og hlý-
leikann, sem hvervetna andaði
móti aðkomumönnum, vermandi
eins og sólskinið, og hressandi eins
og gróðrarilmurinn, sem andvarinn
flytur manni frá laufguðum lund-
um Pembinafjallanna.
fFramh.J.
Gimli kosningin og
Methodistar.
Útaf þeirri yfirlýsing, sem gerð
var á fundi Metódista i Brandon,
og gétið var i síðasta blaði, farast
blaðinu Free Press orð á þá leið,
að tillagan sýni þó það, sem fleiri
merki sjáist til, að almennings álit-
ið í Manitoba sé að vakna úr
dauða dvala og sé farið að veita
eftirtekt kosninga tilhögun í Mani-
toba. Tillagan glæði þá von, þó
veik sé, að þeim hugsunarhætti
verði hnekt, sem lengi hafi rikt í
fylki voru, að ekkert geri til hverj-
þykt í einu hljóði. Nú þegar hefir um ráðum sé beitt, ef niðurstaðan
í sjóð þenna safnast $1025,00.
Þiar af hafa þeir J. J. Bildfell, J.
J. Vopni, T. H. Johnson og Árni
Eggertsson gefið sína $200,00 hver,
en ónefndur í Minneota $225.00.
Sameiningin.
Um útgáfu Sameiningarínnar
urðu alllangar umræður. Allir,
sem tóku til máls, létu að einhverju
leyti i ljósi ánægju sína með rit-
stjórnina.
Að loknum umræðum var sam-
þykt tillaga frá séra F- Hallgrims-
syni um að endurkjósa Dr. Jón
Bjarnason ritstjóra “Sam.” en séra
B. B. Jónsson meðritstjóra. Ráðs-
maður var endurkosinn herra Jón
J. Vopni. Var öllum þessum
starfsmönnum greitt þakklætis at-
kvæði af þingi fyrir verk þeirra í
“Sam.” þarfir á umliðnu ári.
Á laugardaginn kl. 2 hélt séra
G. Guttormsson fyrirlestur, um
fyrirheitna landið. Var sá fyrir-
lestur rnjög vel sóttur eins og allir
fundir, og erindi sem haldin hafa
verið á þessu kirkjuþingi. Fyrir-
verði að óskum, og að i stað hans
komi það, að báðir flokkar verði
neyddir til að beita sæmilegum ráð-
um í kosningum eftirleiðis.
Þarnæst tekur blaðið upp aftur
í stuttu málij það sem það hafði
áður sagt um aðferð conservativa
i kosningu Mr. Taylors, á þessa
Ieið:
“Vér höfum sagt, að Gimli
kosningin sé hin óhæfilegasta sem
fram hefir farið í þessu fylki; að
þar hafi þorparaskapur og alls-
konar svívirðingar í kosningum
náð hámarki sínu; að hótanir,
lokkanir, og mútur voru hafðar í
frammi við kjósendur; að kosn-
ingasnatar fóru yfir kjördæmið
hundruðum saman, margir hverjir
mjög svo óvænlegir borgarar; svo
og að vínföngum var hampað á
lofti um alt kjördæmið til þess að
spilla siðferði kjósenda. Vér höf-
um sagt, að þó að blaðið vildi ekki
taka að sér að segja til um Iöglega
ábyrgð Mr. Taylors, þá beri hann
þó siðferðislega ábyrgð á þessu at-
ferli, með því að hann hlaut að vita
nokkuð af þvi, hverjum aðferðum
var beitt í kosningarbaráttu hans.
Það er allajafna viðkvæði con-
servativa við þessum áburði, bæði
þeirra sem vita að bann er sannur,
og hinna, seni álíta hann illgirnis
lesturinn var hákristilegt erindi, j leg brígzli ab sá f|0kkurinn sem
prýðlega rökstutt og snildargóður
frágangur á. Komst einn prest-
urinn svo að orði um það á eftir,
að það væri “bezti evangeliski fyr-
irlestur sem hann hefði heyrt flutt-
an á kirkjuþingi.” Fyrirlesaran-
um var greitt þakklætis atkvæði
að loknu máli.
Á sunnudaginn voru guðsþjón-
ustur í öllum kirkjum safnaða
kirkjufélagsins í bygðinni. Yngri
prestarnir prédikuðu.
I kirkju Víkutsafnaðar messaði
séra Runólfur Marteinsson,
kirkju Lúterssafnaðar að Garðar,
séra Carl J. Olson, í kirkju Pét-
urssafnaðar, séra H. J. Leú, í
kirkju Vídalínssafnaðar, séra H.
Sigmar, í kirkju Hallson-safnaðar,
séra Sigurður Christophersson og
í kirkju Fjallasafnaðar, séra Jó-
hann Bjarnason. Allar guðsþjón-
usturnar hófust kl. 11 f. h. og var
fjölment við allar kirkjurnar.
Klukkan 3 e. h. hófst trúmála-
fundur að Mountain, og var séra
N. Steingrímur Thorlaksson máls-
hefjandi, og flutti erindi, sem
hann nefndi “tímabæra prédikun”,
og var þar ítarleg grein gerð fyrir,
hversu slík prédikun ætti að vera;
tar að því erindi gerður ágætur
rómur að maklegleikum, og lang-
ar umræður á eftir, er f jölda marg-
ir tóku þátt í, en húsfyllir, svo að
trautt fengu allir sæti, er til höfðu
sótt. 1 !
Bar aðsóknin við guðsþjónust-
urnar og við síðast talda sam-
komu, það með sér, að Dakota-bú-
arteljaþað ekki eftir sér, að sækja
kirkjulegar samkomur, og að áhugi
þeirra á þeim málum er mikill, og
félagslíf fjörugt og gott. Allir
verður undir, eigi annaðhvort að
taka þegjandi við ósigri sínum,
ella láta dómstólana skerast í leik- j
inn. Þieir conservativar, sem vinna ;
í kosningum vita vel, hversu lítils j
virði sú vörn er, þó þeir beiti henni j
fvrir sig. en hinum af þeirra liði, j
er ekki vilja né geta trúað, að
slíkt háttalag eigi sér stað í sið-
uðu landi, skal það sagt, að ástæð-
an til þess, að laganna er ekki leit-
að, er sú, að engum lögum verður
komið yfir conservativa kosninga
sntala í þessu fylki, né þeirra brall
í kosningum. Þeir bera allir á sér
syndakvittan er staðfestir og fyrir-
1 gefur allar þeirra gjörðir, hversu
óhæfilegar og frekjufullar sem þær
eru.
í Macdonald kosningunum i
haust leið, gerði þingmaður á
Manitoba fylkisþingi það, að hann
lagði undir sig drykkjustofu i einu
hóteli, um 40 mílur á burt frá j
Winnipeg, og byrjaði þar drykkju |
er stóð alla nóttina og öllum rút- J
um úr grendinni var boðið í. Með
þessu braut hann bæði kosninga I
lög landsins og tróð vínveitinga lög j
fylkisins undir fótum. Þ.essi at-
burður komst upp og varð al-
ræmdur. Var maðurinn settur
undir rannsókn? Vitanlega alls
ekki. Hvaðan stafar sú hlífð?
Þegar hann braust inn í drykkuj-
stofuna, vildi hótelhaldarinn sporna
við þvi, og tjáði honurn að slikt
væri lagabrot, en fékk ekki annað
en þetta drembilega svar: “Lögin!
Lögin eru eg!” Það reyndist og
svo sem hann sagði. 1 þeirri sömu
kosningu var vín flutt inn í “local
option” hérað, og ekki farið leynt
með, og skenkt út frá opinberri
byggingu svo allir sáu, af lærðum
rnanni, sem er góður borgari utan
kosninga. Þietta vissi nálega hvert
mannsbarn í þorpinu, yfirvaldið
þar líka, lögregluþjónn þorpsins,
og annar, sem þangað hafði verið
sendur til að ögra mótflokknum,
og þeim sem unnu í þágu hans.
Það er vel líklegt, að sóknarprest-
urinn hafi vitað það líka. En
ekkert var því máli hreyft né það
rannsakað.
Ef liberalar höfðuðu einkamál út
af þessum aðförum, þá mundu þeir
hafa hlaup en engin kaup. Frá
upphafi niundu þeir finna að eitt-
hvað hulið og harðskeytt vald ynni
á nióti þeim í laumi, og þar á með-
al þeir, sent lögunum eiga að stýra,
ekki síður en löggæzlumenn og
tindirdómarar. Ef málið snérist
um nokkuð rninna en mannsmorð,
með yfirgnæfandi sönnunum, þá
mundi það líklegast stranda á leið-
inni, áður en það kæmist frá þeirri
dómnefnd, sem dómsmála stjóri
fylkisins ræður yfir, þó leynt fari,
og færi fyrir yfirdóm, þarsem
hlutdrægnislaus dómur vitanlega
fengizt. Ljóst dæmi þess, hvernig
réttarfarið í fylkinu er nú komið,
er mál þeirra tveggja kosninga-
svikara, sem st-aðnir voru að því
að kjósa undir annara nafni í
Macdonald. Frá þeirri stundu,
er þeir voru teknir fastir, var öllu
opinberu valdi beitt, ekki til þess
að refsa þeim, heldur til þess að
hnekkja tilraunum Iiberala til
þess að fá lögum komið yfir þá.
Þeim var sleft lausum gegn veði,
þvert í móti lands lögum, af dóm-
ara, er fór eftir því, sem flokkur
hans vildi vera láta, og voru loks
frikendir í leynilégu réttarhaldi,
ólöglegu, gegn lítilli sekt, sem
borguð var fyrir þá. Ef þessir af-
NORTHERN CROWN BANK
AÐALSKRIFSTOFA í WINNIPEG
Höfuðstóll (löggiltur) . . . $6,000,000
Höfuðstóll (greiddur) . . . $2,746,000
STJÓRNENDUR:
Formaður................Sir D. H. McMillaD, K. C. M. G,
Vara-formaður - - - - - - - Capt. Wm. Robinson
Jas, H. Ashdown H. T. Champion Frederick Nation
Hon.Ð.C- Cameron W, C. Leistikow Sir R. P, Roblin, K.C.M.G,
Allskonar bankastörf afgreidd.—Vérbyrjum reikninga við eiustaklinga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir.—Avísanir seldar til hvaða staðaar
sem er á slandi. — Sérstakur gaumur gefinn sparisjóðs innlögum, sem hægt
er að byrja með einum dollar. Reulur lagðar við á bverjum 6 mánuðum,
T. E. THORSTEINSON, Ráðsmaður.
Cor. Willim Ave. og Sherbrooke St. Winnipeg, Man.
brotamenn hefðu verið teknir fyrir
í opinberu réttarhaldi, lögum sam-
kvæmt, þá hefði líklegast verið unt
að komast fyrir hverjir á bak við^
,stóðu og réðu því, að um tvö
hundruð atkvæði voru fölsuð í St.
T|ames við þá kosningu. Við
þessu várð að sporna fyrir alla
muni, og við því var spornað með
þeim ráðum, er réttarfarinu var
smán að.
Ekkert nema öflug samtök
borgara, með fimtíu til hundr-
að þúsund dala sjóð og ör-
' uggasta lagavit í broddi, sem
til er í þessu fylki, mun með mál-
; sókn nokkurn tíma vtnna bug á
! þeirri traustu og skæðu svínfylk-
ing, með' kjólklædda höfðingja yfir
sér og leynilegt samband við hvert
smávíti í fylkinu. Sá félagsskap-
ttr lætur sér á sama standa.um lög
og rétt; hann veit 'vel hvernig með
þau skal fara. Hann hefir ekki
beyg af neinu nema þvi, að hann
sé dreginn fram í dagsljósið. Þjað-
an stafar sú heift, sem beitt er í
árásum á þau blöð eða einstaka
menn, er gera athafnir hans að
umtals efni.
Liberalar geta vitanlega mötmælt
kosninga úrslitunum í Gimli kjör-
dæmi; en löng reynsla er fengin
fyrir því, hversu ónóg sú aðferð
er til að koma upp ólöglegu at-
ferli í kosningum. Slíkt kann að
bíta á mann í mótflokki stjórnar-
innar, en ef hennar. flokksmaður
á í hlut, þá gerir hann ekki nema
kýma að því. Það þarf ekki mikla
lagakróka til að þæfa slíkt mál í
eitt eða tvö ár, og á þeim tíma má
koma miklu af þeim sönnunar-
gögnurn, er ntálið hvílir á, fyrir
kattarnef. Og ef slíkt ekki tekst,
þá losna við málið með þvi að
rjúfa þing, eða setja viðkomandi
þingmann i opinbera stöðu, og er
þá þeirri rannsókn lokið.
Sá dómstóll, er sækja megi að-
farirnar í Gimli til Iaga, svo sem
Mr. Woodsworth fer fram á, er
ekki til. En slíkan dómstól má
skipa . Hver veit nema kirkjuþing
Methodista ráði nokkru við stjórn-
ina i Manitoba. Ef svo skyldi
vera, þá væri æskilegt, að það
heimtaði dómara rannsókn, hlífð-
arlausa, á aðförum beggja flokka
í nefndum kosningum. Stjórnin
hefir vald til að skipa slíka dóm-
nefnd. Ef henni er gefið nægilegt
vald og hæfilegar fyrirskipanir til
að rannsaka til fullnustu alt um
kosninguna, þá gæti slík nefnd,
með dálítilli rögg og dugnaði, lagt
fyrir ljósan dag, hvernig kosning-
ar vinnast og tapast. Sú skýrsla
mundi vekja jafnvel hina sljóv-
ustu samvizktt í þessu fylki. Oss
BLAÐIÐ ÞITT!
SJÁLFSAGT ánægjulegra
að lesa Lögberg ef búið
er að borga fyrir það.
Viltu aðgæta hvernig sakir
standa með blaðið þitt?
Athugaðu litla miðann sem
límdur er á blaðið þitt, hann sýn-
ir upp að hvaða tíma þú hefir
borgað Lögberg.