Lögberg - 02.10.1913, Blaðsíða 3
LiÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. Október 1913.
3
bORSTEINN £>. ÞORSTEINSSON.
GAMLIR NEISTAR.
X. I VORSKÓGINUM
fStælt úr norsku—1901J
Þú ungmærin Ijúfa, sem huldum af harmi
í hjarta grézt blóöugum sorgartárum
af sviknum vonum á æskuárum
meö örvænting málaöa á brún og hvarmi —
Þú ættir i vorskóginn, vina, aö halda,
þars viökvæmu, litfögru blómin spretta,
og kórónur glitrandi gullnar flétta,
og guðvefjarklæðin meö sólþræði falla.
En stíg þú meö fjálgleik til liljanna lágu„
og lífsdrykk úr bikurum teigaðu án kvíöa.
Það læknar bezt meinin og sárin, er svíða,
og svölun þér færir und meiðunum háu. •
Og líttu upp í greinanna laufguðu tjöldin,
þars ljósenglar röðuls í hvirfingu dansa —
af dýrustu perlum og demöntum glansa,
er drotningin, Sól, hefir ríkið og völdin.
Og hérna í lundinum kranA skaltu knýta—
þann krans áttu á höfuð þér, vina, að láta
og seinustu tárunum sorgar að gráta
og sárustu tálvonir hinzta sinn líta.
í>vi nú áttu vetrirtum grimma að gleyma,
sem gróf undir helskafli lifs þíns blómin,
en hlusta á töfrandi, hreimfagra óminn,
sem hljómar í vorlofti um alföðurs geima.
Þá íinnur þú lífið, sem áttir þú eina,
með æskuþrá, vonum og draumum kærum
og verður það fegursta af skrautblómum skærum
í skóginum græna með andvarann hreina.
og gaktu svo hugrökk til heimkynna þinna,
frá helgidóm vorsins og þeirra, sem leita, —
með kransinn, er gimsteinar gullblóma skreyta
og guðdóminn réttskilda lætur þig finna.
Og hann mun þér yndi og ánægju færa
og ált af þig minna á vordaginn bjarta,
þars náttúran sérhverju svalar því hjarta,
sern sólrúnir hennar vill þýða og læra.
Nokkur orð um raf-
magnslýsingar.
Á öðrum stað hér í blaðinu, er
situtt greini tekin úr K.hafnar blað-
inu Pólitiken um raflýsingar. Af
henni fá menn hugmynd um hvað
25 kerta rafmagnsljós kostar þar í
borginni um klukkutímann, og fá-
menn fjölskylda þarf að kosta til
ljóss um árið. Blaðið fullyrðir að
þetta sé ekki ódýrara annarstaðar
í Danmörku, né í stórborgunum
Lundúnum og Berlin. Eins og
Kaupmannahöfn hefir stórtekjur
af að selja rafmagn til ljósa og
annars, er allliklegt að bæjarfélög-
in í Danmörku, sem ffcst hafa tek
ið að sér raflýsingar, sem þar eru
komnar á fót, selji almenningi
ljósin með nokkrum hagnaði, svo
engan veginn er víst, að rafljósin
í Khöfn, eða öðrum dönskum bæj
um, koslti í raun og veru eins mik-
ið og almenningur gefur fyrir þau,,
þó verður alstaðar í Danmörku að
framleiða rafmagnið með kolavél-
um eða hráolíumótorum, því hug-
mynd eins af elztu eðlisfræðingum
Dana la Cours um að fram leiða
rafmagnið með vindmylluútbúnaði,
hefir enn lítið komist þar í fram-
kvæmd.
Þessi árin er að komast hreyf-
ing á raflýsingamálið í sjávarþonp-
um á íslandi, og það er búist við
að hægt verði að selja rafljósin
hér á landi jafnvel með lægra verði
en skýrt er frá að ljósin kosti í
Kaupmannahöfn.
Myndarlegasta raflýsingarstöð
landsins, sem enn er, tekin til
starfa, er á Eskifirði. Hún hefir
starfað á annað ár og reynst vel.
Sá sem' þeftta skrifar hefir leit-
að sér upplýsingar um starf þess-
arar stöðvar, sem stendur í miðju
þorpinu á Eskifirði og er rekin
með vatnsafli. Hún er bygð og
starfrækt fyrir reikning hreppsfé-
lagsins, og hefir hreppsnefndin
skipað sérstaka nefnd til að stjóma
fyrirtækinu.
Formaður þeirrar nefndar hefir
gefið' þá skýrslu: Stöðin með
vatnsleiðslu og leiðslun um þorpið,
mun kosta upp undir 20 þúsund,
hún mun hafa orðið okkur eitthvað
dýrari en þurft hefði, ef maður
með meiril verklegri þekkingu,
hefði staðið fyrir húsbyggingunni
og vatnsleiðslu últbúnaðin.um, sem
hefði getað verið betri. Við höf-
um láspennufyrirkomulag og því
er minni vandi að starfrækja stöð-
ina, og höfum við því getað feng-
ið mann til þess yfir ljóstímabilið
fyrir 500 kr. Við höfum 40 hesta
vatnsafl, sem getur framleitt rúm-
lega helmingi meira rafmagn en
við þurfum til ljósa, þegar við
getum notfært okkur þennan kraft
sem eg vona að verði innan
skamms, mun fyriritækið bera sig
betur. Við seljum nú 25 kerta
ljós á 9 kr. yfir veturinn og hlut-
fallslega dýrara stærri ljósin.
Minstu ljós okkar eru 16 kerta og
kosta 6 kr. fyrir veturinn. Þeir
sem kaupa mörg ljós fá nokkum
afslátt. Hafnarsjóður hefir lagt
nokkuð til lýsinga á bryggjum og
meðfram Strandveginum, og við
hugsum að fyrirtækið' geti borið
sig, þótt ljósin séu ekki seld dýr-
ara en þetta, einkum ef við getum
fengið eitthvað fyrir þann kraft,
sem við höfum nú umfram. Hér
um bil hver einasti húsráðandi í
þorpinu, hefir fengið sér ljós í sitt
hús, og allir viðurkenna yfirburði
þeirra yfir steinolíuijósin.
Vér hittum svo húsráðanda þar
í þorpinu, sem átti mörg börn,
hafði sjálfsagt 10 manns í heimili.
Hann bjó í portbygðu húsi, voru
3 stofur og eldhús niðri, en svefn-
herbergi á lofti fyrir fólkið. “Eg
hefi samið um 32 kr. borgun fyrir
ljósaltímabilið fyrir nægileg ljós í
húsið til heimilisþarfa bæði niðri
og uppi, sagði hann, enl sjálfur
kosta eg ljósahjálmana, sem þó
eru ekki eins dýrir og lamparnir
voru. Eg hefi bæði ódýrari og
betri lýsing, en meðan eg hafði
olíuljós, og kvenfólkið er laust við
fyrirhöfnina við lampana.” Yfir-
feitt var ekki hægt að sjá annað en
að raflýsingarfyrirtækið væri mik-
il framför fyrir þorpið. Það ein-
asta sem viðurkent var að olíu-
ljósin hefðu framyrir rafljósin.
var að þau hituðu herbergi meira
Seyðfirðingar eru, eins og kunn-
ugt er, að undirbúa hjá sér raf-
lýsingu, og hefir nefnd þar í kaup-
staðnum verið að undirbúa það mál
í meira en ár. Vér áttum tal um
málið í vetur við einn nefndar
manna. Hann segir eitthvað á
þessa leið: “Leiðslan hjá okkur
verður um 2 kílómetra inn í kaup-
staðinn, því vatnsframleiðslan er
inn hjá Fjarðarseli. Við hugsum
oss að hafa háspennufyrirkomulag,
og geta framleitt miklu meira raf-
magn, en þar-f til ljósa nú sem
stendur. Við viljum hafa alt sem
vandaðast og ráða tvo erlenda sér-
fræðinga til að koma fyrirtækinu
á, (rafmagnsfræðing og kænan
mann á notkun vatnsafls, ^ þvi
þetta tvent fer ekki samanj
Við búumst ekki við að
selja ljósin til einstakra manna
ódýrara en á Eskifirði. Við höf-
um góða von um,. jafnvel vissu að
geta fengið að láni, nægilegt fé til
fyrirtækisins.”
Siglfirðingar hafa útvegað sér
áætlun um hvað muni þosta að
koma á raflýsing þar í þorpinu
með vatnafli, og hljóðar sú áætlun
upp á 18 þúsund, mun þeim eigi
vaxa það í augum, ef þeir gætu
fengið lán til fyrirtækisins,
Norðfirðingum liefir komið til
hugar að setja hið bráðasta upp
raflýsing í kaupstaðarþorpi sinu,
sem hefir um 600 íbúa, og fram-
leiða rafmagn með mótor, þar sem
þeir hafa ekki hentugt vatn nær-
lendis.
Það er engum efa bundið að
hepnist raflýsing á Seyðisfirði vel,
sem líklega verður sett upp að
sumri, þá fara bráðlega fleiri og
fleiri sjávarþorp landsins að
brjótast i að fá sér raflýsing, t. d.
Akureyri, ísafjörður, Akranes,,
Eyrarbakki o. fl.É>g koma raflýs-
ingunni af stað annaðhvort með
vaitnskrafti eða mótorkrafti, hvor-
tveggja áðferðin á að vera fær,
þar sem þorpin eru eigi of smá,
eftir því sem erlend reynsla er
i farin að sýna. ,
Það er samt ekki einhlýtt, þó
sjávarþorpin óski eftir að koma á
raflýsingu, og jafnvel vilji eitt-
hvað á sig leggja til þess, þau hafa
fæst efni á að kösta slíkt fyrir-
tæki nema að taka lán ti 1 þeirra,
en það getur dregið úr öllum fram-
kvæmdum hér að lútandi, hve erf-
itt er þessi árin að fá lán til allra
stærri fyrirtækja, oft ómögulegt,
enda þótt sýslur og kaupstaðarfél-
ög vilji ganga i ábyrgð. Vér höf-
um heyrt að Siglfiröingar hafi
leitað fyrir sér með lán til raflýs-
inga, en enn ekki getað fengið.
Litlar horfur eru til að úr því
rætist að sjávarþorpin geti fengið
lán til raflýsinga, nema þing og
stjórn taki það mál að sér, og
beiti sér fyrir að útvega, þorpun-
um slík lán. Þingið hefir lika, þeg-
ar stigið inn á þessa braut, með því
að heita Seyðfirðingum 40 þús. kr.
lán til raflýsinga. Það ætti eigi að
vera ofætlun fyrir þing og stjórn,
að útvega þeim þorpum, hvert
fjárhagstímabil, lán tii raflýsingar,
enda gæti það sett sín skilyrði fyr
ir henni. Með því móti yrði hægt
að raflýsa 10 þorp á 19 árum auk
Seyðisfjarðar, Eskif. og Hafnar-
fjarðar, þar sem telja má að raf-
ýsing sé sama sem komin á stofn.
Vextir og afborgun slíkra lána
kæmu beint i staðinn fyrir önnur
gjöld, sem nú hvíla á almenningi i
þorpunum, og þá hyrfu, svo hér
yrði uni engar nýjar álögubyrðir
að .ræða, heldur fremur léttir, þar
sem meira ljósmagu mundi fást
fyrir sama gjald sem áður var.
Árleg atvinna við raflýsingar
myndi fyllilega samsvara þeirri
atvinnu, sem ljósmenn hafa nú
við sölu og flutning ljósolíunnar.
Svo gæti og verið að hreppamir
eða bæjarfélögin, þar sem raflýs-
ingin væri, gætu haft nokkrar tekj- inu
ur af fyrirtækjunum, án þess að
íþyngja almenningi og létt með þvi
aðrar álögur á gjaldendum. Það
er eftirtektavert að sagt er að
borgarsjóður Kaupmannahafnar .
hafi 3/2 miljón kr. tekjur af raf- a Þessa
magnsleiðslu. Vitaskuld mun raf-
magn vera notað þar til fleiri hluta
en lýsingar.
Ef t. d .Akureyrarbær kæmi á
stofn rafmagnsleiðslustofnun og
hagnaðist á henni, þó ekki væri
nema helmingur á við Khöfn að
tiltölu eftir fólksfjölda, væri það
þó laglegur skildingur i bæjarsjóð,
sem eitthvað mætti gera með.
Það verður ef til vill talað eitt-
hvað meira um raflýsingamél
Akureyrar hér í blaðinu innan
skamms.
—Norðri.
Komizt áfram
meS því að ganga á Success Business College á Portage Ave. og Ed-
monton St. eða aukaskólana í Regina, Moose Jaw, Weyburn, Calgary,
Letbridge, Wetaskiwin, Lacombe og Vancouver. Nálega allir Islend-
ingar í Vestur Canada, sem stúdéra upp á verzlunarveginn, ganga á
Success Business College. Oss þykir mikið til þeirra koraa. Þeir eru
góðir námsmenn. Sendið strax eftir ókeypis skólaskýrslu til skólastjóra,
F. G. GARBUTT.
þeim degi, sem náttúran sjálf sér
ekki um að hreinsa loftið'. Þjetta
ráð mundi ekki koma allstaðar að
haldi. Það mundi tæplega henta
hér í Winnipeg, né í öðrum stöð-
um, þarsem mikill mismunur er
hita og kulda, jafnvel á sama sól-
arhring.
— Öldruð hjón, nýgift, lögðu
upp í brúðkaupsferð kringum
jörðina, nýlega. Brúðguminn var
67 ára en brúðurin 57. Þau giftust
fyrir tveim vikum, í Norwich,
Conuecticnt, og var brúðurin auð-
ug ekkja.
— 1 Vancouver var nýlega tek-
inn fastur maður að nafni Miller,
fyrrum bæjarfulltrúi þar í borg.
Honum var gefið að sök, að hafa
átt tvær konur í einu. Hann fór
til Seattle og fékk þar skilnað við
konu sína, giftist síðan hinni, Því
er haldið fram, að hjónaskilnaður,
fenginn í Bandaríkjum, sé ógildur
í Canada.
Samskot.
Fyrir nokkru birtist hér i blað-
þakkarávarp frá ekkjunni
Marenu Johnson, en þar var fyrir
vangá ekki birt skrá yfir gefendur
er réttu henni hjálparhönd, og
ætlast hafði verið til í þakkar-
ávarpinu að birt væri. Sú skrá er
leið:
Gjafir til Mrs. Marenu Johnson.
frá Wild Oak búmn, haustið 1909.
Ólafur Ólafsseon.........$ 3
Einar ísfeld............. 3
Davíð Valdimarsson .... 1
B. S. Thomson............ 2
Hverju öndum við að okkur?
Á stofnun nokkurri í Paris eru
nú gerðar tilraunir til að rannsaka
það loft, sem íbúar stórborganna
lifa í og anda að sér. . Aðferðin
sem notuð er er mjög einföld.
Pípu er snúið í vindinn, og leikur
loftið, sem fer í gegnum hana um
glerpípu, sem á er klínt seigum
vökva. Þær smáu agnir, sem
loftið hefir að geyma, setjast á
plötuna, og er hún síðan skoðuð
með sjónaukum eða smásjá.
Það sem á henni sést er fyrst
og fremst smá agnir af dauðum
hlutum, sandkom, kristalla kom
af allskonar efnum, söltum
margskonar, einkum álúni og jafn-
vel gulli og öðrum málmum.
Sömuleiðis smáagnir af lifrænum
efnum, svo sem bómull og upp-
þornuðum jurtafrumlum og þar á
ofan mesta mergð sóttkveykju
agna, allra sem nöfnum tjáir að
nefna.
Ef engin hreyfing væri á loftinu
þá mundu sandkornin og annað
ryk vitanlega falla til jarðar, en
hversu lítill vindblær sem er, getur
þyrlað þeim upp. Þjví hærra sem
kemur upp í loftið, því minna er
um rykið, einsog allir vita. Á ein-
um tindi Alpafjalla fundust 200
smá agnir í kubik centimeter af
lofti, en x dölunum fyrir neðan
10—15 þúsundir í sama rúmmáli,
en 150 þúsundir í London og 210,-
000 í Parísarborg. Á hæsta hús-
þaki í Paris eru aðeins 200 lifandi
sót%veikjur í kubik centimeter, á
götum borgarinnar 3000*. en í Alpa-
fjöllunum fanst ekki ein einasta
sóttkveikja í kubik feti lofts.
í borginni Lyon hefir læknir
nokkur fundið út, meo kænlegri
aðferð, á hverjum klukkustundum
sólarhringsins rykið er mest, og
hversu mikið á hverri klukkustund.
Munar það geysimiklu hve rykið
er meira í loftinu að deginum til,
meðan umferð er sem rnest,, hús
sópuð, teppi barin o. s. frv., held-
ur en að nóttu til.
Allir hafa veitt því eftirtekt,
hversu loftið hreinsast við rign-
ingu. Regnið er hin dýrmætasta
gjöf fyrir borgarbúa, því að drop-
arnir taka með sér úr loftinu ryk,
sóttkveikjur og óhreinindi, svo að
loftið má kallast hreint og holt eft-
ir væna skúr. Því hafa merkir
menn komið með þá uppástungu,
að Ieiða vatp í pípum upp á húsa-
þök í borgum og láta þær spúa
1 úðaregni yfir göiturnar, á hverjum
Guðmundur Árnason .... 1
Jóh. Jóhannesson, eldri .. 5
Halldór Danielsson .... 2
S. A. Josephsson........ 1
1
1
2
00
00
00
00
Jón Finnsson............. 2 00
Magnús Kaprasíusson .. 3 00
Bjarni Tómasson........... 2 00
00
OO
00
00
00
00
00
00
00
00
OO
00
00
00
OO
50
00
00
00
00
50
00
OO
00
00
00
OO
00
00
00
J. Josephsson.............
Hannes Erlindsson . . . .
Friðfinriur Þorkelsson . .
Jóni Þórðarson............. 5
I
I
• 5
• 5
1
1
1
Þorsteinn Jónsson .. ..
Ólafur Egilsson.........
Erlindur Erlindsson .. .
Ingimundur Ólafsson . .
Björn Sigfússon.........
Frímann Jósepsson .. .
Björn Halldórsson ..
Erlaugur Guðmundsson
Ólaftir Þorleifsson ....
Jakob Jónasson........ 1
Gísli Jónsson............
Magnús Gíslason..........
Ben. Bensson gefin skuld
Þiðrik Eyvindsson .. ..
Bjarni Thorarinsson .. ..
Bjarni Ingimundsson ....
Jóhann A. Jóhannsson ..
Bjarni Austmann........ 3
2
I
. I
• 7
Miss G. Guttormsson
Miss Þ. Þorkelsson
Kári Bensson .. ..
Frá Mr. & Mrs. Gey
Samtals $87 00
Til veitinganna við jarðarförina,
sern alls nam 6 dollurum, gáfu
þessar konur:
Guðrún IngimRundsson .. $1 00
Katrin Ólafsson ....... .. 1 00
Ingibjörg Thorarinsson .., I 00
Guðbjörg Valdimarsson ... 50
Guðbjörg Thorleifsson .. 50
Margrét Erlindsson............ 5°
Þuríður Thorkelsson .. .. 50
Jónina ísfeld................. 5°
Sigríður Bensön............... 25
Steinunn Thomson.............. 25
Þúsundir
manna, sem oröiö hafa
heilsulitlir, hafa haft stór-
mikið gagn af hófsamlegri
brúkun á
DREWRYS
Redwood Lager
Hreinasta malt-tonic
Æfinlega eins á bragö
iö og jafn góöur.
REYNIÐ ÞAÐ
ROBINSON
& Co.
Limited
Kvenbúningur
Haustkápur ungra stúlkna
$4.50
YfirKafnir úr klœði Kanda
kvenfólki, verð . . . $10.00
Svört nærpils úr - moire,
KeatKerbloom og satin, 36
til 42 þml. á lengd . . $1.25
Hvítar treyjur, fyrirtaks
vel sniðnar og saumaðar,
úr bezta efni |..$2.50
Náttklæði úr bezta efni,
vel sniðin og saumuð 85c.
Drengja-buxur af ýmsum
lit og gerð á
29c, 55c og 95c
-áhöld
Þessi mynd sýnir
Milwaukee
steinsteypu
Vjel
Spyrjið eftir verði
THE STUART MACHINERY
COMPANY LIMITED.
764 Main St., - - Winnipeg, Man
Lífið er fallvalt
...líf trébala eða
t r é f ö tu
Sparið tima — skap----skildinga----
rþví að nota áKöld sem aldrei virðast sKtna
Búin til úr
Spyrjid kaupmenn
Eddy'b trefjavöru
Alveg eina gott og
Eddy's eldspitur
R0BINS0N *
Co.
mited
KARLMANNA BUXUR
Hentugar á vorin.
Hentugar til daglegs brúks
Hentugar til vinnu
Hentugar til spari.
Hver sem kaupir buxur Kér,
verður ánægður með kaupin.
Þær eru þokkalegar og end-
ast vel, seldar sanngjarnlega.
Venjiö yöur á aö koma til
WHITE & MANAHAN
500 Main Street,
dtlbiisverzlun i Kenora
WINNIPEQ
Dominion Hotel
523 MalnSt. Winnipeg
Björn B. Halldórsson, eigandi
Bifreið fyrir gesti
Simi Main 1131. Dagsfæði $1.25
Eyþór Arnfinsson . . IO
J. H. Johnsson ..
Herdís Runólfson . .... I OO
P. R. Peterson . . .... 3 OO
Kristján Peterson . . .. 3 OO
Harry Davíðsson ..
Guðm. Goodmann . .... 40
Ónefndur . . . . . . .... 50
Th. E. Jónasson......... 1
00
Alls $6 00
Dog Creek.
J. K. Jónasson .. .... $ 2 00
Guðrún Jónasson............ 2 00
G. F. Jónasson.......... 50
Ólafur Jónasson ...... 25
Guðlaug Jónasson........ 20
Jónína G. Jónasson ..... 15
Snorri Jónasson ...... 15
Olavía Jónassoni........ 15
Guðm. Finnbogason .... 1 00
Andrés Gislason .. .... 1 00
Ónefnd.................. 25
Ólavía ísberg.............. 2 co
Ólafur Björnsson ...... 1 00
Stephan Stephansson .... 1 00
Susanna Stephanson .... 1 00
Íngiríður Stephanson .. .., 25
O. S. StEphanson........ 25
Asgar Sveistrup............ 1 00
Jón G. Johnsson............ 1 00
Jónin Johnsson .. .... 1 00
A. J. Arnfinnsson ... ... 1 oð
' Sveinbjörn Arnfinnsson .. 50
Alls $28 65
Siglunes.
W. S. Johnson...........$
B. J. Mathews.........
Guðrún Mathews
Jón Mathews.............
Stephanih Mathews .. ..
Ragnh. J. Mathews .... 1
Jón Jónsson frá Sleðbrjót
Jón J. Jónsson............. 1
Guðm. Jónsson.............. 1
Guðm. Hávarðson......... 1
Sigurðr Hávarðson . . . .
Eggert Sigurgeirson .... 1
F. J. Eyford............... 2
Ónefndur ...............
Jón Hávarðsson.........
Jón Jónsson fHörgsJ .
B. J. Arnfinsson.......
Helgi Johnson..........
Theodor Rasmusen .. .
Haraldur Fríman........
00
00
00
00
50
oa
50
00
00
00
25
00
00
50
00
00
00
00
50
50
THOS, JACKSON & SON
BYGGINGAEFNI
AÐALSKRIFSTOFA og birgðaból 370 COLONY ST
TALS. Sherbr. 62 off 64 WINNIPEG, MAN.
GEYMSLUPLÁSS:
Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63
í Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498
I Ft. Rouge: Pembina HigKway og Scotland,
Vér seljum þessi efni í byggingar:
Múrstein, cement, malað grjót,'
(allar stærð.), eldtraustan múrstein,
og eldleir, Flue Lining, möl, Hard-
wall Plaster, hár, Keene’s Cement,
hvítt og grátt kalk, hydrated kalk,
viðar og málm lath, gyps, Rubble
stone, Sand, ræsapípnr, weeping
drain Tile, Wood Fibre Plastur,
Einnig Mortar, rautt, gult, brúnt,
standard og double strength black.
Tuttugu menn
óskast strax.
Vér skulum borga
kaup meðan þeir eru
Alls $22 75
Narrows.
Bjarni Helgason......... $2 00
Ben. Helgason........... 1 00
J. B. Helgason........... 50
B. B, Helgason .. .... 2 00
Sigurgeir Pétursson .... 1 00
Geirfinnur Pétursson .... 1 00
Mat Hall............. .. 1 00
Páll Kernested........... 1 00
Gústaf Kemisted.......... 1 00
Margrét Sigfússon .... 1 00
Jón Thorlacius........... 1 00
Guðm. Sigurðsson .... 50
Davíð Gíslason........... I 00
þeim gott
í Moler’s j
Rakara skóla. Vér kennum rakara *
iðn til fullnustu á tveim mánuðum
og útvegum lærisveinum beztu
stöður að afstöðnu námi meö $15
til $35 kaupi um viku. Gríðarleg
eftirspurn eftir Moler rökurum
sem hafa Moler vottorð. Varið
ykkur á eftirhermum. Komið og
skoðið stærsta Rakara Skóla í
heimi og fáið fagurt kver ókeypis.
Gætið að nafninu Moler á homi
King og Pacific stræta, Winnipeg
eða 1709 Broad St: Regina.
J. J. Swanson & Co.
Verzla með fasteignir. Sjá um
leigu á húsum. Annast lán og
eldsábyrgðir o. fl.
1 ALBERTA BL0CK- Portage & Carry
Phone Main 2597
FORT ROUGE
THEATRE
Alls $14 00
FURNITURE
Ul<
0VERLAND
» Ut»AN0í«
Pembina and
Corydon
Hreyfimynda leikhús
Beztu myndir sýndar
J. JÓNASSON, eigandi.
Eg hefi 320 ekrar af landi nálægt
Yarbo, Sask. (V* sect.J, sem seljast á
með góðum skilmálum; eign í eða um-
hverfis Winnipeg tekin f skiftum. A
landinu eru um go ekrur plægðar og af
þeim 50 undir akri nú. Alt landið inn-
girt og á því um þúsund doll. virði af
húsum ásamt góðu vatnsbóli.
S. SIGURJÖNSSON,
689 Agnes Stræti, Winnipeg,