Lögberg - 02.10.1913, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. Október 1913.
Steingrímur Thorsteinsson,
---o--
FÆDBCR 19. MAt 1831
DAINIÍ 21
KVEÐJA.
Hljóð og fögur, harmi lostin.
hneigir listagyðjan þér,
yfir skæru augun brostin
engilmild hún hallar sér, —
Eins og ljóö til ljóssins sala
líður stilt í kvöl.dsins ró, —
himinkveðja hljóðra dala,
hugumljúfa skáldið dó.
Ást og sól og sumarfriðinn
söngst þú inn í þennan stað.
Grætur dýra daginn liðinn
döggum slungið liljublað.
Eins og mænir hljótt til hæða
heiðarrós, er ljósið dvín,
snortin hreimi haustsins kvæða,
hnípir döpur ástin þín.
Klökk hún þakkar, þrungin trega,
þína blíðu, fasta tryggð,
brosið hlýa, hjartanlega,
himinborna rækt og dygð. —
Sorgin bifar brjóstin ungu
barna þinna nær og fjær, —
þegar bindur treginn tungu,
talar hvarmadöggin skær.
Andi þinna ljúfu ljóða
líða finnst oss inni hér,
eins og hinst þín gígjan góða
góðar nætur bjóði þér. —
Heim að drottins helgidómi
hljómsins vængir lyfta sál, —
um þig svífi sumarljómi,
Sólarljóð og Hávamál!
MINNINGARLJÓÐ.
I.
Svanurinn þagnaður. Hljóðnaður söngur á heiðum.
Harmur og b'ókk faðmast grátandi á almannaleiðum.
Fríðgrænum frá
frjódölum angurvær þrá
líður að brimsölum breiðum.
Hnigin er göfgasta gígjan úr meistarans hendi,
guðamál listar og snildar er þjóð vorri kendi.
Huggeislinn hans
hjarta hvers einasta manns
unun og sólblíðu sendi.
Harmfögur tregar því hjartfólgna þjóðskáldið góða
hreimgöfug Fjallkonan, móðir hans síungu ljóða.
Bjartasta bar
brúðartign hennar um mar
mál hans til menningar þjóða.
Nú er hann seztur að söngvum með Jónasi’ og Bjama,
samstiltum listhreimi bifast hver einasta stjarna!
Heiðskír og hljóð
haustkvöldin bera þann óð
dýpst inn í brjóst vorra barna.
II.
í “Unadal” söng hann um elskunnar frið,
svo æskan komst dreymin í sakleysi við, —
hann lýsti’ inn í Huldulands heima.
Um lundinn og dalina, lautir og mó,
um ládauða vogana’ í blíðkvöldsins ró
með skáldinu sælt var að sveima.
Og gott var með Steingrími’, er glampaði sið
á Gilsbakka skógdrög og Laugardals hlíð,
að aftni hin sífagra sunna!
Hver blettur varð ljúfari’, er ljóðdísin hans
þar lagt hafði skínandi minningarkrans.
Og gott er svo góðum að unna!
AGC'ST 1913
III
Með Aladíns lampann í hægri hönd,
að hásæti Persa landa,
um æfintýranna Austurlönd
að Eldorado og Gósenströnd
hann lýsti með eldi’ og anda.
Með dísum Ijósum í léttum blæ
vér liðum í veldi drauma
um Himinfjallanna heiðan snæ
og heilaga Ganges strauma.
Hann túlkaði sál vorri söngva þá,
er svífa’ undir pálmum á Austurvegi.
Hann beindi til ljóssins barnsins þrá,
við börnin sín skilið gat hann eigi
fyrri’ en þeim auðnaðist sólina að sjá
og sviptign af ljósum degi.
Þá grjetu’ yfir Úndínu íslands-fljóð,
er “íslands riddarans” frásögn dýra
á fegursta málinu ’ann færði þjóð
sem fleira listanna gullið skíra.
og svimháan Byron’s og Shakespeare’s anda
hann sál vorri fyrir lét skýran standa.
Oss hefir hann dýrustu demanta sótt
úr tlraumlöndum Heine’s og Goethe’s sölum,—
og frætt oss um heilaga himindrótt
á hæðunum Olymps, — þann snildar þrótt
í litskrúði’ og marmara’, er mænir hljótt
frá musterum hrundum í Grikklands dölum,
og talar þó skýrar en tungan snjalla
um tignarmark andans og fegurð alla!
Hann leiddi’ oss og fræddi’ um lindigöng
ljóðheimsins, hvar sem hann talaði’ og söng.—■
Af sólskinslöngun var lífsþrá hans sprottin,
í listinni hvíldi’ ’ann sig, mælti við drottinn.
Þar átti’ hann sinn himin og aðals-skjöld
fram á æfinnar hinsta kvöld.
IV.
Og frjálsari’ og göfgari ættjarðarást
er óvst að neinn hafi borið;
þann taldi’ hann sinn fjandmann er fósturjörð
og fetaði’ í kúgarans sporið . [brást
Fyrst geystist hann ólmhuga’ og glóð brann í sál
unz gætnin með reynslunni lægði það bál.
En sama var vonin hans, víðsýn og há,
um viðreisn á komandi dögum, —
og hamingju daginn í hylling hann sá,
er heimtum vér rétt vorn að lögtlm.
Þá varð hann sem brúðgumi blíður og hýr,
er brosandi faðmi að unnustu snýr.
V.
Svo kveðjum vér þig síðasta sinn,
vort sólskins barnið kæra!
Vér þökkum hlýja hreiminn þinn
og hjartans gullið skæra.
Þú hefir gefið oss þann arf,
sem æðri’ er dýrum seimi.
Það lifir alt þitt æfistarf
í ódauðleikans heimi.
Þér opnast dýrðar ómhvolf víð,
þar ymja gullinstrengir,
er roðnar lyng í rjóðri’ og hlíð
og rökkrin hjá oss lengir.
Er faðmar þig hið “fagra haust”
og fóstran söngs og ljóða,
vér teigum yndi endalaust
úr ómlind skáldsins góða!
Guðm. Guðmundsson.
Um brú á Jökulsá
á Sólheimasandi.
Vart mnn nokkur maður fara
yfir Jökulsá á Sólheimasandi, að
ekki standi honum ótti af henni,
þegar hún er í fullum vexti, en
þeð er hún lielzt um þennan tíma
ársins, sem mest er ferðast yfir
hana, sem sé frá því í Maí og til
Októberloka. Eftir þann tíma fer
hún vanalega að smáþverra, nema
altaf eiga menn víst, að í hana
komi “hlaup”, sem kallað er, og
vex hún þá mjög brátt og getur
verið ófær til yfirferðar í fleiri
daga.
Það er engum vafa bundið, að
ekkert eitt einasta mál, sem alþingi
nú væntanlega hefir með höndum,
er eins viðkvæmt þeim, sem búa í
austurhluta Rangárvallasýslu og
Vestur-Skaftafellssýslum, og það,
að fá brú á Jökulsá á Sólheima-
sandi. Fyrst og fremst af því, að
hún er einn hinn allra skæðasti
morðvargur landsins, og svo af
þvi, að hún hindrar ferðir manna,
auk þess sem hún veldur eigna-
tjóni, bæði með þvi, aS menn missa
oft af klyfjahestum í hana og svo
sauðfé úr rekstrum, og alls ekki
dæmalaust að rrtenn missi hesta
sína í hana.
Á síðastliðnu hausti lágu við
Jökulsá fimm fjárrekstrar úr V.-
Skaftafellssvslu, með nær 3000
fjár, frá 5 mönnum, sem hlut eiga
að máli, miklu eignatjóni, bæði
beinlínis og óbeinlínis, er ekki
þægilegt að reikna út, en það, sem
fljótlega verður séð, er það, að
eftir íslenzkum mælikvarða er það
stórfé, sem þarna hefir verið offr-
að, einmitt vegna þess, að áin er
brúarJaus.
Eftir því, sem sögur fara af,
hefir Jölculsá orðið 40 mönnum að
bana. Býður nokkur betur? Getur
nokkur Jslendingur bent á vatns-
fall í voru landi, sem entt er óbrú-
að, en hefir orðið 40 mönnurn að
bana Talan getur verið miklu
hærri, því nú á síðastliðnum 30
árum hafa fimm menn druknað í
henni; það er sem svarar eitt
mannslíf fyrir hver 6 ár.
Þjað er þung móðgun fyrir þá,
sem búa næst ánni og mest tjón
liða af völdum hennar, að sjá í
öðrum héruðum saklausar ár og
læki brúaða, en sjá Jökulsá velta
fram kolmórauða og syngja sinn
dimma og drungalega sigursöng
yfir þvi, að vera hið langskæðasta
vatnsfall á íslandi. Þetta má ekki
langur svo til ganga.
Það er gamalla manna mál, að
Jökulsá á Sólheimasandi og Duf-
þefja í Vestmannaeyjum sætu á
seiðhjallinum og mettust hvor við
aðra að verða sem flestum mönn-
um að bana. Nú upp á siðkastið
er svo að sjá sem Dufþefja hafi
gerst undirlægja Jökulsár, hafi séð
að hún hafði ekki bolmagn við
slíku ofurefli, enda hefir hún slak-
að til upp á síðkastið, því á sið-
astliðnum 30 árum niun Dufþefja
ekki hafa orðið nema einum manni
að bana.
Eg minnist þess í sambandi við
druknanir manna í Jökulsá, að á
síðastliðnum vetri kom fram uppá-
stunga um, að koma á björgunar-
bát við ísland, eða öllu heldur við
Faxaflóa, sérstaklega með tilliti til
slyssins mikla við Viðeyjartanga
7. Apríl 1906. Þetta var falleg
hugsun og mjög mannúðleg, og
væri náttúrlega sjálfsögð, ef hún
gæti komið að tilætluðum notum.
En eftir umsögn Hjalta skipstjóra
Jónssonar á ekki slíkt tilfelli sem
þetta — á Viðeyjartanga — að eiga
sér stað, nema sem svaraði einu
sinni á hverjum þúsund árum. Ef
að gengið væri nú út frá því, að
bátur væri bygður sérstaklega með
tilliti til þessa áminsta slyss, og
með tilliti til umsagnar Hjalta
skipstjóra, þá væri báturinn bygð
ur fyrir sem svaraði rúmlega eitt
mannslíf á hverjum fimtíu árum.
Mundi þá ekki öll sanngirni mæla
með því, að byggja brú á Jökulsá
fyrir eitt mannslíf á hverjum sex
árum, þó ekki væri tekið tillit til
annars en aðeins lifshættunnar ?
Þþssu liggur þeim næst að svara,
sem andstæðir eru brúnni.
Heyrt hef eg, að einstöku menn,
sem andstæðir eru brúnni, slá því
fram, að brú mundi ekki geta
haldist við á ánni vegna straum-
hörkunnar. Þetta er fjarstæða,
sem ekki getur komið til nokkurra
mála, enda mun okkar gætni og
góði landsverkfræðingur, Jón Þor-
láksson, ekki telja nein vankvæði
á því; vil eg því, sem kunnugur er
öllum staðháttum, lýsa afstöðu ár-
innar.
Upptökin eru þannig, að hún
kemur undan Mýrdalsjökli milli
Skógaijalls og Hvítmögufells.
Fyrir framan upptökin er stórt
gljúfur, en fyrir framan það er
annar jökull, afsprengi Mýrdals-
jökuls, nefndur fremri jökull.
Þessi jökull liggur þversum yfir
gljúfrið, Fyrir framan Skógafjall
og Hvítmögufell, og liggur þann-
ig haft á fulla framrás alls þess
vatns, sem kemur undan inri jökl-
inum. Myndast þannig með köfl-
um afarmikil uppistaða fyrir inn-
an fremri jökulinn, en sá jökull er
skriðjökull, og er þvi háður afar-
miklum breytingum og fer sem
annar víkingur ekki að neinum
lögum, stoppar ána um lengri eða
skemri tima, og veitir henni fulla
framrás með köflum, og koma þá
hin svonefndu hlaup í ána. Þjessi
hlaup eru ókunnhgir hræddir við
að geti grandað brú á ánni, en það
þarf ekki að óttast, eins og eg hefi
áður drepið á.
Væri það hlutverk Jökulsár á
Sólheimasandi að skera í sundur
Kjósar- og Gullbringusýslu frá
Ámessýslu, mundi hún hafa orðið
með fyrstu vatnsföllum þessa lands
sem brúuð hefðu verið, en af því
hún liggur svona langt út til
sveita, er hún látin sitja á hakan-
um.
Að síðustu vil eg beina þeirri
alvarlegu ósk til hinna háttvirtu
þjóðfulltrúa, sem nú um þessar
mundir eru að meta og vega í
sundur hvar þessar og þessar þús-
undir, sem þeir hafa til miðlunar
úr forðabúri landssjóðsiris, eigi að
lenda, að þeir minnist þess, að Jök-
ulsá á Sólheimasandi er allra skæð-
asta vatnsfallið á íslandi, sem enn
er óbrúað, sem tekur eitt mannslíf
til jafnaðar á hverjum 6 árum,
sem hindrar ferðir manna um lang-
an tima, og síðast en ekki síst, að
Eyfellingar eiga að vitja læknis,
hvernig sem á stendur, yfir þetta
voða-vatnsfall.
í einu orði sagt; það er þjóðar-
smán, að hafa Jökulsá á Sólheima-
sandi óbrúaða.
—Lögr.
Níðingslegasta verzlun
í víðri veröld.
Hvernig margt sjúkt kvenfólk
er prcttað.
Stúlka nokkur hefir skrifað eft-
irfarandi ritgerð í eitt Bandaríkja
tímarit;
Á hverju ári eyðir fólk í Ame-
ríku hátt upp i 100 miljón dala
fyrir svika lyf. Hávaðanum af
þeirri geysimiklu upphæð er eytt
af kvenfólki í þá hrappa sem selja
læknisdóma gegnum póstinn. Eg
skal nú segja ykkur lítið eitt af
I þessum tröllauknu svikum og sýna
fram á nokkra þá krókavegi, sem
farnir eru til þess að svíkja útúr
kvEnfólki bæði heilsu og hamingju
og jafnvel oft og tíðum svifta þær
lifi.
Það er ekki langt siðan Banda-
ríkja stjórn lét rannsaka stórmik-
ið auglýsta heima lækning fyrir
kvenfólk með þessari merkilegu
niðurstöðu;
Auglýst var, að þessi læknis-
dómur væri upp fundinn af konu,
sem hefði læknað riig sjálfa. Við
rannsóknina kom í ljós, að sá
kvenmaður sem til nefndur var í
auglýsingunum, hefði aldrei komið
nálægt meðali þessu, heldur var
bóndi hennar höfuðpauri í prangi
þessu, en læknisdómana sendu
skrifarar og hraðritarar, því að
enginn læknir var í nokkurn máta
við þetta riðinn.
Það var sömuleiðis í prentaða
skruminu um læknisdóm þennan,
að þessi kona væri að “gefa burt
stórfé” til þess að hjálpa “nauð-
stöddum systrum”. En í stað þess
að gefa burtu, þá græddi þetta fé-
lag svo mikið, að hver meðala
stokkur, sem það seldi á $1, var
aðeins tæplega sex centa virði.
Var nokkurt lið að þessum lækn-
ingum ?
Sá sem rannsakaði málið af
stjórnarinnar hendi, tók 31 sjúk-
ling til rannsóknar, er auglýstir
höfðu verið sem albata. Af þeim
reyndust 28 engu bættari eftir
lækninguna; tveir voru veikir af
einhverjum óljósum veikindum,,
Jíklegast innbillingum, en sú þrít-
ugasta og fyrsta uppástóð, að hún
hefði losnað við stóra bólgu mein-
semd við það að brúka meðalið;
læknir hennar neitaði að hún hefði
nokkurn tíma haft hana.
Innihaldið í meðalinu var; fita,
lítið eitt af bórsýru og tannín!
Mál var höfðað höfðað gegn fé-
lagi þessu fyrir svik og það svift
rétti til að senda bréf og bögla
með pósti. En hvað skieði? Fé-
lagið breytti um nafn, seldi svo
sama sex centa stokkinn og áður,
fyrir $1 og græðir á tá og fingri,
rétt'eins og ekkert hefði í skorizt.
Annað samskonar lélag hefir
aðra aðferð. Það lætur sem það
hafi fengið framúrskarandi góðan
kvenlækni í sína þjónustu, mjög
svo kænan að lækna kvensjúk-
dóma. Þegar rannsakað var,
kom það í ljós að þessi kvænlæknir
var útskrifuð af svo lítilfjörlegum
læknaskóla, að hvorki lækna sam-
bandið viðurkennir hann né heldur
er hann talinn að nokkru nýtur í
skýrslum Carnegies nefndar um
lækna fræðslu.
Hún var sögð hafa “stórmikla
reynslu, meiri en flestum konum
hlotnast”. Hún tók próf sitt sama
ár og þetta kynjalyfs félag komst
á laggirnar. Hún hafði þann sið,
að senda sjúklingunum sem til fé-
lagsins leituðu, lista yfir þá kvilla,
sem hún fann hjá sjálfri sér, og
hnýtti þar við þessu “og þar með
fylgjandi veikindi”! Ráðlegging-
ar hennar og meðöl voru sögð al-
gerlega ókeypis. En með hverri
“ókeypis ráðlegging” var send
önnui;, er. sögð var gersamlega
nauðsynleg, en hún kostaði $3.
Ef nú sjúklingurinn neitaði að
borga svo mikið, þá fór prísinn
smám saman minkandi, ofan í
$2,50, $2,00, $1,50 og loks $1,00.
Ábatinn af sölu þessa lyfs var
afar mikill, ekki síður en hins fyrr
talda.
Þessi “specialisti” lézt taka hvert
sjúkdómstilfelli fyrir sig til yfir-
vegunar. Ein tegund bréfa, sem
hún notaði, byrjar þannig;
“Eg hef fjarskalega mikið að
gera í dag, en samt fynst mér eg
mega til með að taka mér tíma til
að skrifa þér til”. Þessi bréfa
form voru prentuð með ritvélar
stíl, til þess að láta líta svo út,
sem hvert væri ritað út af fyrir
sig. þó að mörg þúsund eintök af
því væru send út á hverjum degi.
Allsherjar félag lækna í Ameríku
kom svikum þessa félags á loft.
En hvað gerði það til. Félagið
skifti aðeins um nafn. kvenlæknis-
ins og heldur áfram prettum sln
um alveg einsog áinw.
Mörg önnur félög eru þessu lík,
mörg lmndruð, vil eg segja. Þau
raka öll saman fé til þess að nota
sér veikleika og hugleysi sjúkra og
hugsunarlausra kvenna. Þau ná
sérstaklega i þrenna flokka kven-
fólks; Þær sem eru svo uppburðar-
lausar og feimnar, að þær forð-
ast að láta lækni skoða sig; þær
sem eru svo fákænar, að þær
halda skurðlækningar einskis virði
eða jafnvel verk hins vonda, og
loks þær fátæku, er ætia að spara
sér læknis kostnað, með því að eiga
við þessi svika lækninga félög.
Með því að telja konunni trú
um, að hægt sé að lækna hana
heima fyrir, þá halda þessi félög
henni frá þvi að láta skoða sig og
þar með frá því að fá þann lækn-
isdóm, sem sjúkdóm’ hennar hent-
ar. Þáu' selja henni sull, sem
enga verkan hefir, eða þá deyf-
andi meðöl, eða hvorttveggja; það
svíar undan þeim í svip ef til vill;
jafnframt gefa þau henni hvort-
tveggja, lýsingu af “blóðvelli”
skurðlæknanna og hræða hana
með þvi frá <jð leita nauðsynlegr-
ar læknishjálpar, svo mánuðum
eða árum skiftir, þartil meinsemd
hennar er orðin ólæknandi eða erf-
ið viðfangs, þó vel læknandi hafi
verið í upphafi. Með því að taka
af henni einn dal í einu eða fáa
dali i einu, með nokkurra vikna
eða mánaða millibili, þá narra
þau hana til að halda, að hún
borgi þeim miklu minna heldur en
hún mundi þurfa að borga lækni.
Áður en hún skilur við þau, er
hún oftlega búin að borga þeim
miklu meira fyrir sull sem er alv-
eg ónýtt, eða jafnvel skaðlegt,
svo sem hressingarlyf eða “tonics”
(sem eru mestmegnis alkohol; og
með þessu móti hjálpar hún þjóf-
um til að raka saman fé.
Aðrar blóðsugur finnast, er nota
sér kvíða þeirra, sem eiga bams-
fæðingu í vændum.
Eitt slíkt félag skrumar þannig
af sulli sínu, að það “stytti fæð-
ingar þjáningar”, “sefi kvalir sem
fæðingunni eru samfara”„ og
“komi í veg fyrir að vöxturinn
aflagist”, eftir að fæðingin er af
staðin. Þetta mikla kynjalyf
reyndist að innihalda tvö efni —
oliu og dálitið af sápu!
Annað félag, sem kennir sig við
læknir nokkurn, auglýsir undur-
samlegt jurtalyf. er það ábyrgist
að gera barnsfæðing “algerlega
kvalalausa”. Það var fengið efna-
fræðing til rannsóknar og segii
svo í skýrslu hans, að í því sé
“nokkrar jurtir, helzt trjálauf,
rætur og börkur” og aðeins ein
lyfjategund, er læknar séu alment
hættir að brúka!
Kostnaður við að búa þennan
hégóma til, er enginn annar en sá,
a'ð safna ruslinu saman og búa
um það; eigi að síður kostar lítill
pakki af þvi heilan dal.
Ennþá verri heldur en þessir
prettir við kvenfólkið eru þeir sem
beitt er við þær, og niður koma á
börnunum. Þessi félög selja mik-
ið af meðölum handa bömum, sem
alment eru nefnd “baby killers”
eða barnamorðingjar. Þeir sem
þau meðöl selja, græða á tá og
fingri. Það er látið í veðri vaka,
að þau eigi við flestalla barna-
sjúkdóma, jafnvel barnaveiki, en
hitt hafa þau öll sameiginlegt, að
verkanir þeirra stafa frá því alko-
holi sem í þeim er, eða öðrum
deyfandi «meðölum — opium, mor-
phin eða kloroform. Ef ofmikið
er tekið af þeim í einu, þá eru þau
bráðdrepandi. Ef notuð eru eftir
fyrirsögn, sem þeim fylgir, þá
verða þau smámsaman nauðsynleg
fyrir barnið, til þess að því líði
vel, og þá fer svo að foreldramir
hafa, áður en þau vita af, vanið
barn sitt á að’ neyta áfengis, eða
annara engu óskaðlegri deyfu-
lyfja, en þann vana eiga þau erf-
itt eða alls ómögulegt með áð losa
sig við, þegar þau vaxa upp.
Stjórn Bandaríkja lét rannsaka
sjö tegundir af þessum barnameð-
ölum nýlega, og urðu þá þessi
svik uppvís og alkunn. En engin
lög voru til að hefta sölu þeirra;
stjórnin gat ekki annað gert en
þvingað þessa hrappa til að taka
orðið “skaðlaus” burt af miðunum
og setja á þá, hvaða efni væru í
meðalinu.
Þetta hefði verið nóg til að að-
vara almenning; en þeir 'sem
bjuggu til og seldu meðölin sáu við
þvi. Þeir hættu að nota morfin
og opium og önnur hættuleg efni,
sein almenningur þekti deili á, og
settu í jæirra stað önnur alveg eins
skaðleg, sem almenningi var ókunn
ugt um, svo sem codein og heroin,
og öll hin sömu meðöl, þannig
grímuklædd, eru seld þann dag í
dag!
Eitt af þeim er auglýst á þá
leið. að það “sefi og dragi úr alls-
konar verkjum”, að það sé “alger-
lega hættulaust”, svo að maður
“þurfi ekki að hika við að gefa jiað
kombörnum, með ]>ví að engar
illar verkanir stafi af því, þó að
lengi sé brúkað”. Samkvæmt
skýrslum lækna höfðu tólf börn
sýkst hættulega af því á fyrsta ár-
inu eftir að farið var að selja það,
og af þeim höfðu níu dáið.
Annað af þessum barnameðöl-
um Var selt á Englandi; heilbrigð-
is stjórnin þar í landi skarst strax
í leikinn og þvingaði félagið, sem
seldi það, til þess að setja á mið-
ana, að eitur væri i meðalinu. Þá
hætti það vitanlega að seljast, og
tók félagið það ráð, að taka úr
því morfinið og setja annað
hættuminna efni í staðinn. Þegar
j>að meðal verður sett á lyfjaskrá
landsins, verður félagið að setja
annað enn óskaðlegra efni í stað-
inn fyrir það. En að hugsa sér,
að þurfa að aftra mönnum með
lögum frá j>ví að skemma heilsu
ungbarna eða jafnvel ráða þeim
bana!
Mjög svo áþekk þessum “barna
morðingjum” eru höfuðverkjar
lyfin, sem hið taugaveiklaða kven-
fólk í Ameriku er svo sólgið i.
Þau eru líka kölluð “óskaðleg” og
innihalda “engin eitruð eða skað-
leg efni”. En þgear stjórnin lét
rannsaka unt þetta fyrir fám ár
um„ þá kom í ljós, að þau höfðu
valdið mörg hundruð dauðsföllum,
og að um fimtíu þúsund kven-
menn hefðu eitrast og orðir veikir
af þeim; aðalefni allra höfuðverkj-
ar meðala reyndust vera acetanilid,
antipyrin og phenacetin.
Þau lyf eru hættuleg fyrir hjart-
að, og hinir beztu læknar eru hætt-
ir við að brúka þau. Þeir læknar,
sem bezt fylgjast með og eru sam-
vizkusamastir, teljast hættir við að
nota þau við sina sjúklinga, enda
er það alment viðurkent, að verk-
anir þeirra: séu næsta hættulegar,
þegar til lengdar lætur. Stærsti
skamtur af acetanilid, sem ráð-
lagður er af lærðum læknum, er
hálft þriðja grain, ekki oftar en
með þriggja klukkustunda milli-
bili. í mörgum af hinum umræddu
meðölum finst acetanilid í skömt-
um sem nema sex til tíu grains og
á forskriftinni stendur að sjúk-
lingar megi nota þau með einnar
stundar og jafnvel fimtán mínútna
millibili! Hvaða kvenmaður mundi
ganga í aðra eins nættu, ef hún
vissi af henni?
Eg skal nefna eitt eða tvö dæmi,
er sýna hve hættuleg er brúkun
þessara “meðala”. Eg veit af
konu, sem tók inn eitt sýnishorn
af meðaladufti, sem kastað var inn
um dyrnar hjá henni; hún fékk
krampa kvalir von bráðar, og eftir
eina klukkustund var hún liðið lík.
Af öðru slíku meðali voru þrjár
plötur gefnar stórum .rakka af
skozku fjárhundakyni (colliej, en
honum varð svo við að hann
/lrapst eftir litla stund. Jáínvel
þó J>essi kynjafullu höfuðverkjar
meðöl séu ekki lífshættuleg, þá
fylgir J>eim þó sú hætta, að sá sem
brúkar þau um stund venjist á
þau, og geti ekki losað sig við
þann ávana. Þau eiga að því
leyti sammerkt við barna meðölin
eða “baby killers”. Þér konur og
stúlkur, sem hafið reynt þau til
muna, skuluð lita í spegilinn og
skoða ykkur vel. Er hörundslitur
ykkar grágulur, með dökkleitum
blæ kringum augu og munn, og
pokar skinnið kringum augun?
Ef svo er, þá eru hættumerkin
komin i ljós. Eina rétta aðferðin
er, að taka þessi “skaðlausu með-
öl” og fleygja þeim í ruslaskrín-
una og lofa höfuðveknum að eiga
sig. “Lækningin” er verri en
veikindin.
Þessi eitruðu meðöl eru allstað-
ar til sölu! Og gróðinn á þeim!
Frá fjögur til sex hundruð per
cent í ágóða sagðist eitt slíkra fé-
laga hafa nýlega, er það gaf út
boðsbréf til hlutafjárkaupa, og er
vel líklegt, að sum þeirra græði
ennþá meira.
Hættuminni heldur en höfuð-
verkjar meðöl eru “taugastyrkj-
andi lyf”, sem fjölda margt kven-
fólk í Ameríku sækist eftir, en
þau eru þó engu stður svikin en
hin. Eitt af þeim, svo kallað
“nerve food”, er ráðlagt af fimtán
þúsund læknum, eftir því sem á
umbúðunum stendur, en er þó
ekkert annað en hlaupin mjólk eða
skyr, er hefir sama sem ekkert
næringar gildi í þeim smáu skömt-
um, sem það er selt í; eigi að síð-
ur kosta þeir skamtar einn dollar
hver!
Gróðamest allra svikameðala eru
þau, sem seld eru kvenfólki í j>ví
skyni að halda fegurð sinni eða
hörundslit. Til dæmis um þau
meðöl skal eg nefna eitt, sem rann-
sakað var ekki alls fyrir löngu af
þar til settum mönnum af Banda-
ríkja stjórn.
Kvenmaður stændur fyrir þvi
félagi og selur smyrsli, sem hún
kallar “hörunds fæðu”, — “aðdá-
anlega næringarmikið efni, sem
seitlar inn um svitaholurnar og
nærir hörundið”, og “er ábyrgst
að það taki burtu allar hrukkur og
ellimörk af andlitinu”. Rannsókn
sýndi að þetta smyrsli var nálgea,
eintóm feiti — og má það heita
dálaglegur áburður á andlit og
hársvörð. Krukkan sem feitin
var í, var seld á $1.50, en ekki var
hún meir en þriggja centa virði.
Sami kvenmaður seldi líka
“hressingar meðal handa kven-
fólki” ftonicj, er hún sagði áreið-
anlega lækna hver þau veikindi,
sem að kvenfólki gætu gengið. 1
því “meðali” reyndist vera vatn,,
sykur, alcohol og meinlaust og
gagnslaust efni, til að setja lit á
blönduna. Meðalstórt glas af
þesku samsulli kostaði einn dollar.
Ennfremur selur þessi sama
kona, eða það félag, sem kennir
sig við hana, meðal til að “bleikja”
hörundið; skrumið sem því fylgir
ségir að “það taki áreiðanlega alla
galla og öll óhreinindi úr hörund-
inu”, að j>að “framleiði náttúr-
lega hörundsprýði” og “styrki
taugar, vöðva og sinar”. Frúin
segir að samsetningur þessa kynja-
lyfs sé “leyndarmál”, en efna-
fræðingar stjórnarinnar voru ekki
lengi'að finna út, að í því var
mestmegnis vatn með buris og
meinlausum efnum til að gera
blöndunina fallega á litinn og
þægilega á bragð og lykt. Glasið
af j>essu kynjalyfi kostar 2 dali
en er aðeins sex centa virði.
Um andlits vatn sitt segir hin
sama frú, að J>að sé “hressandi
eins og morgundögg”; að það geri
sviþinn andlegri . . . gefi útlitinu
prýði, Jx>kka og fegurð æskunnar
og varðveiti æskuljómann óendan-
lega.” Þessi blanda, sem á að
vera jafnsnjöll eplum Iðunnar,
inniheldur ekkert annað en vatn,
alkohol og glycerin með litarefni
og ilmvatni. Hún er seld á $3,
En kostar að eins niu cent.
Um hármeðal sitt skrumar hún,
að það “taki fyrir hárlos, væru,
alla kvilla í hársverði og sömuleið-
is fyrir það að skalli og hærur
gangi í erfðir”. Níutiu og sjö per
cent af þessum vökva reyndust
vera vatn og ilkohol ásamt dálitlu
af glycerine og ilmsmyrsli!
Glasið er selt fyrir 50 cent, en er að
eins fimm centa virði.
Sum af þeim lyfjum sem seld
eru til að lita hár með, eru mjög
hættuleg. Eitt þeirra sem rann-
sakað var, meðal margra annara,
reyndist innihalda eitrað litunar-
efni. Á níu mánuðum skýrðu
fimtán læknar frá J>vi, að 23 kon-
ur hefðu orðið veikar af að nota
hárlitunar efni. Fjöldamörg önn-
ur efni eru seld til hárlitunar, flest
meir og minna eitruð og öll
skreyta þau sig með lánuðum
fjöðrum og lognu lofi.
Eitt mikið brúkað augnvatn er
notað af fjöldamörgu kvenfólki,
með því að það á að gera augun frán
og bj‘rt. Við rannsókn J>ess kom
í ljós, að ekkert var í því nema
vatn og buris! Það kostar ekki
nema 5 cent að búa til eitt gallon
af því; en Jx> er það selt á $1
unzan. Ágóðinn af sölunni er 256
þúsund per cent!
Forsetinn í félaginu sem býr
Jxetta augnvatn til. er formaður í
skólanefnd eins stórbæjar í land-
inu! Það þarf ekki að geta þess,
að hann og hans félagar eru stór-
auðugir orðnir af að pretta kven-
fólk.
— Þann 23. September féll
snjór i Duluth, Minn. og hefir
það ekki fyrir komið í þeim bæ
siðan 1884, að farið var að halda
veðurbækur þar. Árið 1907 kom
snjór í Duluth þann 24. Sept. í
þetta sinn kom snjór víða með
fram Lake Superior, og var sagt
vetrarlegt í Port Arthur.
Nýjustu tæki
GERA OSS MÖGU-
LEGT AÐ FRAM-
LEIÐA PRENTUN
SEM GERIR VIÐ-
SKIFTAVINI VORA
ANÆGÐA
The Columbia Press,
Lyimiteci
Book, and Commeccial
Printers
Phone Garry2156 P.O.BoxH72
WINNIPKG