Lögberg - 02.10.1913, Blaðsíða 5
iuGBKxíO * ^.MTUDAGlNi'l
2. Október 1913.
5
Gullbrúðkaupsvísur
til Einars og Sigrí'ðar Thórarinsson
29. September 1913.
Árin sveima i alda skaut,
«orð og hljómur símans,
-en fimtíu ára farin braut
fetst í umgjörð tímans.
Sígur í vestur sólin klár,
sendir kveðju boða.
Fimtíu ára breiði á brár
bjartan aftanroða.
Þið hafið fundið brosið bjart,
og blíðast vina gengið,
hafið séð og sannast margt,
■ og sigurlaunin fengið.
Oftast gæfan lék við lund,
og ljósin ástúðlegri,
en giftinganna gullna stund
gulli heims er fegri.
Hrygð þeim guð í hepni snú
heims á vegastæðum.
eilífðina upp þeim bú
efst á dýrðarhæðum.
Þeim þó ekki þanki mínn
þreyti dyninn fjaðra.
Fyrir þakka sama sinn
sjálfan mig og aðra.
K. Asg. Benediktsson.
á köldum vetrardegi; sú sjón
gengur öllum mönnum til hjarta,
sem tilfinning hafa; hún táknar
vcturinn.
Þáð er mikið í þessari mynd,
þ>egar ljós ihugunarinnar fær að
skína á hana. Eg býst við að ein-
hverjum detti í hug, hversvegna
maðurinn hafi ekki látið árstíð-
irnar koma í annari röð. Hvers-
vegna lét hann ekki veturinn koma
fyrst og myndina enda með vor-
inu? Þetta á að tákna árstíðir
lífsins ekki síður en hinar veru-
legu árstíðir og mörgum fellur það
betur aö láta “söguna enda vel”,
eins og sagt er; hvers vegna gerði
hann það ekki ? Svarið er auð-
sætt, hann var of mikill listamaður
til þess; hann var of mikið skáld
til þess, hann var of sannur of
trúr og of sjálfstæður til þess,
I fyrsta lagi er það jafn óskáld-
legt og jafn-óeðlilegt að láta það
enda með vorinu, byrjun lífsins;
eins og það er (áeðlilegt að hvílast
fyrstu stund dagsins eða fyrsta
dag vikunnar fþótt það sé gjörtý.
í öðru lagi er það veturinn, ellin
og loks dauðinn, sem endar æfi
hvers manns, en vorið byrjar hana.
Árstíðirnar eru þvi i réttri röð. séu
þær aðeins teknar í sinni eiginlegu
merkingu og þær eru einnig í
réttri röð, séu þær látnar tákna
mismunandi tímabil mannsæfinnar.
En svo er það vel mögulegt að
skáldið hafi haft annað í huga
meðfram — og ef til vill hvað
helzt —; það er mannlífið í heild
sinni. Einar er fremur þunglynd-
ur maður, og stór sál í baráttu við
erviðleika með glöggu auga fyrir
k’jörum meðbræðra sinna; sér oft
skuggahliðar tilverunnar og dreg-
ur þær fram. Hvað er eðlilegra?
Hver veit um allar þær þungu
öldur sem rísa og falla í huga
listamannsins, þegar höndin gerir
það sýnilegt sem hugsunin skapar?
Hver veit um alt það sem gerst
hefir í huga skáldsins þegar hann
orti þessa mynd?
Alda thnanna.
2. “Alda tímanna” fWave of
timesý, heitir önnur myndin. Hún
hefir ef til vill stærstar hugsjónir
og kenningar i sér fólgnar. Það
er hávaxin kona, fögur og aðlað-
nndi. 1 kringum hana og upp með
henni sogast geysimikil alda með
straumkasti; kemst hún hærra og
hærra og með straumnum sogast
aragrúi af mannverum; sést á höf-
uðin i vatninu; sum eru neðarlega
og sum ofar, sum auðsjáanlega
druknandi en önnur með öllum
einkennum lífs og fjörs. Straum-
urinn eða aldan er mannlífið, en
konan táknar hið ósýnilega og ó-
skiljanlega afl, sem laðar og lokk-
ar mannsandann og mannssálina
upp og áfram að einhverju hærra
takmarki en mannlegur hugur í
faun og veru getur skýrt eða gert
grein fyrir. 1 þessari straumöldu
tilverunnar og baráttunnar komast
kynslóðirnar áfram, hærra og
hærra, lengra og lengra, et fyrir
fet, á öllum svæðum fram-
þróunarinnar; en fjöldi þeirra
ferst á leiðinni, þó gefast þeir
aldrei upp. Þarna er storfengileg
heimspekiskenning og stingur al-
gerlega í stúf við árstíðagyðjum-
ar. Þarna er bjartsýniskenning i
sinni fegurstu og fullkomnustu
mynd. Skáldin eru eins og börn-
in, það er þeirra sæla að þeir eru
meiri börn en fólk gerist flest;
þau eiga hægara með að gráta og
stundum hægara með að hlægja,
og þau njóta i fyllra mæli gráts
og hláturs. Sorgir og þungar
hugsanir opna þeim hugi annara
manna og auka þeim skilning;
sýna þeim alla leið niður í helviti
eymda og óréttlætis, en gleðin
bendir þeim líka alla leið upp í
himnariki sælunnar þegar heiður
blettur sést á lofti, og svo hefir
verið með Einar þegar hann orti
"öldu tímanna”.
Útilegumaðurinn
3. “Útilegumaðurinn” f'f'he
outlawj heitir þriðja myndin, og
má vera að hún sé mönnum kunn.
Maður sem dæmdur hefir verið
útlægur og lagst á fjöll út, eins og
Fjalla-Eyvindur, hefir numið konu
úr bygð. Þau eiga barn; konan
dey.r, en því hefir hann heitið
henni að grafa hana i vígðri mold.
Myndin sýnir manninn með þeim
karlmensku og hörku svip, sem
þess konar líf hlýtur að setja á
andlit manna, A baki sér ber
hann lik konunnar sinnar, í fangi
sér heldur hann á ungbarni, sem
hún hefir alið honum; í annari
hendi heldur hann á skóflu til að
taka með gröfina og hundur geng-
ur við hlið hans. Hver sem horft
getur á þessa mynd og ihugað alla
þá sögu, sem hún segir, án "þess
að vikna, hann er ekki menskur
maður. Hún er svo sanntrú mynd
af islenzku jijóðlifi, að það er van-
virða ef hún verður ekki keypt
heima og sett þar á viðeigandi
stað.
Maður og kona.
4. “Maður og kona” (man and
womaný er nafn á einni myndinni.
Eru það tvær persónur í fullri
stærð allsnaktar og tilgerðarlaus-
ar, eins og maður og kona frá
hendi náttúrunnar. Þau falla á
kné og eru í faðmlögum. Maður-
inn heldur konunni upp að sér og
er eins og hann segi með svipnum:
“komi hvað sem koma vill, eg á
nóga krafta, hana skal eg verja
hvað sem á dynur; meðan eg á
hana get eg alt”. Og konan hall-
ar höfði sínu að brjósti hans með
öruggu trausti og óblandinni á-
nægju. Þessi mynd er ólík öllum
öðrum myndum, sem Einar hefir
gert og sú eina sem nokkuð svipar
til annara mynda eftir aðra höfunda
að hugmyndinni til. Því annars er
hann alveg sérstakur og gagnólík-
ur öllum öðruni. Eg vildi sjá
þessa mynd höggna í marmara í
mátulegri stærð til þess að vera á
borði og keypta á hverju íslenzku
heimili þar sem efni leyfa. Þótt
um kaldan marmara væri að ræða,
mundi streyma út frá henni sann-
ur heimilis- og friðarandi og á því
er ekki vanþörf sumstaðar.
Höndin.
5. “Höndin” fThe Handjý
heitir listaverk eitt eftir Einar,
sem á talsverða sögu að baki sér
og verður ekki skýrt nema hún sé
stuttlega sögð. Færevstur maður
dó 1801. Hann hét Nólsoyarpáll.
Flann var nokkurs konar Jón Sig-
urðsson síns lands; hann var ágætt
skáld, orti liann frægt kvæði sem
hann nefndi “Fuglakviðu. Voru
þar yfirvöldin látin vera ránfugl-
ar en smáfuglarnir fólkið. Er því
átakanlega lýst hvernig ránfugl-
arnir leika smáfuglana og hafði
kvæðið afarmikil áhrif. Maður
þessi barðist líkt og Skúli fógeti
á móti verzlunarófrelsi og lagði
hann af stað á skipi er hann bygði
sjálfur i8o'i til Englands, til þess
að sækja vörur fyrir lægra verð
en einokunarkaupmenn vildu selja
fyrir. Úr þeirri ferð kom hann
aldrei aftur og leikur það orð á
a* mótstöðumenn hans hafi látið
ráða honum bana. 1901 reistu
Færeyingar honum. minnismerki
og til þess gerði Einar “Höndina”.
Er það mannshönd, hún er upp-
rétt og snýr lófinn upp; á lófanum
hvílir stór steinn sem höndin er
að lyfta upp til þess að kasta brott;
•mikill þungi steinsins hvílir á
þumalfingrinum, en undir honum
stendur skáldgyðjan með hörpu
sína, styður hann og gefur honum
afl.
Dögun.
6. “Dögun” fDaylightý er
stórfengleg mynd og er hún tekin
úr íslenzkum þjóðsögum. Nátt-
tröll nemur konu úr bygð, en
kemst ekki með hana alla leið því
dagur ljómar áður, og verður
tröllið þá að steini. Konan réttir
út höndina mót geislum dagsins
og fagnar frelsi sínu, en tröllið
yglir sig við þá sýn og breytist í
stein um leið og það missir tök á
konunni. Þó þetta sé þjóðsaga og
ekki merkilegt, þá er þar afar-
mikill lærdómur að baki eins og
reyndar víða í þjóðsögum vorum.
Gamlar venjur og fornir siðir, sem
haldið hafa ólosanlegu tröllitaki á
þjóðinni, ygla sig við geislum þeirra
daga, sent flytja nýja siði og nýjar
skoðanir. En geislarnir styrkjast
smámsaman þangað til gömlu sið-
irnir — fornu tröllin — blindast af
ofbirtu og verða virkilega að and-
legum steingjörfungum, en þjóðin
fagnar frelsi sínu og ljósi, þegar
dagur nýrrar og heilbrigðari skoð-
ana rennur upp og lýsir henni.
Mynd þessi er bjartsýnis pré-»
dikun og fyllir huga manns eld-
móði til þess að berjast fyrir og
ryðja braut nýjum skoðunum og
siðbótastörfum, þrátt fyrir alla
erfiðleika, með þeirri vissu von,
að sigur sé í vændum.
Mold.
7. “Mold” fEarth) sýnir konu
sem situr flötum beinum og held-
ur á dánu barni. Liggur það upp
í loft í kjöltu hennar með kross-
lagðar liendur á brjósti, þannig að
höfu'ðið snýr upp að fangi konunn-
ar en fæturnir frá henni; en hún
teygir fram heridurnar svo að
.handleggirnir hvíla sinn á hvoru
læri, sinn hvoru megin við dána
barnið og spennir hún greipar fyr-
ir neðan yljar þess. Mynda hand-
leggirnir ’ þannig líkkistulag, þar
sem barnið liggur í. Sjálf horfir
konan alvarlega en blíðlega niður
á andlit barnsins, rétt eins og ást-
fangin móðir sem horfir á sofandi
barn i faðmi sér. Táknar þetta
jörðina eða moldina móður alls er
veitir börnum sinum eilífa hvíld
og fullan frið í skauti sínu, eftir
stríð og baráttu þessa lífs. Mynd-
in er einkar áhrifamikil.
8. “Vond samvizka” CBad con-
cieincej er mynd af mannsandliti,
er lýsir þvilíkri angist, óþreyju og
kvölum, að orð eru einskis virði til
að lýsa því. Andi hvislar einhverju
i eyra hans með glettnisglotti, en
hann reynir að reigja hofuðið sem
lengst til hinnar hliðarinnar til
þess að komast undan- Annar
andi klifrar upp eftir baki hans,
teygir upp andlitið og réttir hend-
urnar fratn yfir höfiðið á honum
til þess að reyna að opna á honum
augun, en hann reynir einnig að
stríða á móti því og hafa augun
aftur. Honum ógna illverk hans og
vill hvorki lieyra ]tau né sjá, en
samvizkan veitir honum engan
frið. Þessi mynd er hræðileg, en
hún er lærdómsrik.
Eg skal ekki þreyta menn á lýs-
ing fleiri mynda — eg segi þreyta
menn, ekki af því að eg haldi að
menn mundu þreytast af þvi að
skoða þær ef menn hefðu tækifæri
til; nei langt frá, en lýsingin hlýt-
ur að verða svo ófullkomin að hún
getur þreytt, alveg eins og það get-
ur verið þreytandi að heyra farið
með kyæði. sem í sjálfu sért er
listaverk, ef illa er með farið.
Við skoðuðum allar þessar
myndir og höfðum unun af; svo
kvöddum við Einar með heillaósk-
um. Hann rétti okkur Öllum hend-
ina að skilnaði, með þessu ein-
kennilega, þétta. vinfasta handtaki,
sém skilur eitthvað eftir hjá manni
meir og öðruvisi en handtök gera
alment. Þegar við gengum burtu
litum við aftur til þess að virða
fyrir okkur húsið sem geymdi ís-
lenzka listamanninn og verk hans,
og ef marka má svip manna óg til-
finningar þær, sem í, látbragði
birtast, þá datt okkur vist öllum
það sama í hug: “Að undarleg
væri tilhögun náttúrunnar að hún
skyldi geta þolað það að svona
menn og svona verk ættu heima í
svo afskektum og þeim/ ósam-
boðnum stað”. Og svo komum við
út í fagra og fjölfarna götu með
stórum og dýrum byggingum, sem
sumar hverjar höfðu ekkert inni
að halda annað en fánýtt glingur
og jafnvel verra en það.
Daginn eftir fundum við bræð-
urnir Einar aftur og var þá hjá
honum unnusta hans; er hún af
þýzkum ættum, systir konu Gunn-
ars Gunnarssonar skálds; geðsleg
stúlka og gáfuleg.
íslendingar eiga ekki að láta það
við gangast að Einar verði að haf-
ast við þarna úti á náströndum.
Kaupmannahafnar. Hann hefir þar
ekkert, tækifæri til að sýna lista-
verk sín og þar af leiðandi ekki til
að selja þau. Hann er þar sama
sem grafinn í jörð og alt hans
stóra pund. Alþingi á að bjóða
honum ókeypis húsnæði og það
sómasamlegt, fyrir sýningarsal
listaverkanna og fyrir vinnustofu;
því fé væri vel varíð og skynsam-
lega.
Og Vestur-íslendingar ættu að
sýna Einari hversu mikils þeir
virða hann með því að kaupa af
honum nokkur listaverk. Eg vildi
sjá nokkra islenzku auðmennina
héy kaupa af honum fjórar mynd-
ir og gefa sina hverri kirkjunni
og eina Goodtemplarahúsinu; það
væri kirkjunum prýði, auglýsing
Islendingum, sómi þeirra er legðu
fé fram og listmanninum styrkur.
Pasteignasalana í Winnipeg mun-
aði ekkert um að gjöra þetta, ef
þeir eru eins auðugir og orð fer
af.
Thorwaldson tapaðist íslending-
um að mestu leyti. við megum ekki
við því að' tapa Einari lika — eða
grafa hann lifandi..
Sig. Júl. Jóhannesson.
Frá íslandi.
Reykjavík 6. Set.
Þeir Karl Löve, Jón Pálsson og
Magnús Vagnsson skipstj. komu
hingað á mánudaginn var frá Frið-
rikshöfn á nýjum mótorbát, er
hefir verið smíðaður þar i sumar.
Bátur þessi er allstór, 25 smálestii
að stærð með 40 hesta vél, allur
úr eik, nema þilfar og þiljur, og
kostar rúmar 18 þús. kr. hingað
kominn.
Þeir félagar voru 8 daga frá
Friðrikshöfn.
Eigendur bátsins eru þeir Karl
Löve, Axel Ketilsson kaupm. og
verzlunarmenn Björn Hallgríms-
son og Sigurður Hafliðason. Mælt
er að von sé á tveim bátum af
sömu stærð hingað í haust.
Gæzlustjóri Landsbanknas var
kosinn í gær af efri deild Alþingis:
Jón- Gunnarsson, samábyrgðarstj.,
með 8 atkv. Á hann að taka við
starfinu 1. Júli að ári og hafa það
á hendi til 30. Júni 1918.
Gæzlustjóri söfnunarsjóðsins vari
kosinn í gær af efri deild alþingis I
Julius Havsteen amtmaður fyrir |
tímabilið 1. Jan. næstk. til 31. Des.
1917.
Yfirskoðunarmaður landsreikn-|
inganna fyrir árin 1912 og 1913 j
var kosinn af efri deild alþingis í
gær séra E. Briem próf. Neðri
deild hafði áður kosið Skúla
Thoroddsen.
Revkjavik 7- Sept.
Séra Friðrik Friðriksson fer til j
Vesturheims seint í þessum mán- j
uði og ætlar að dvelja þar um tvö |
misseri. Er för þessi farin fyrir }
beiðni Vestur-Islendinga og til
þess að koma á K. F. U. M. viðs-
vegar um íslendinga-bygðir vestra.
Mun séra Friðriks vera saknað
hér mjög, enda þótt ekki sé um
lengri tíma að ræða en þetta. ,
Samsæti var Sig. Júl. Jóhannes-
syni lækni haldið í dag á Hótel j
Reykjavík af ýmsum kunningjum j
hans hér í bæ. Hann heldur heim- j
leiðis aftur með Ceres á morgun.
EHiðaey á Breiðafirði er sögð
seld nýlega canadisku félagi sem
ætlar að liafa þar tóurækt.
Dr. Helgi Péturss er nýkominn
úr rannsóknarför sinni áð austan.
Meðal annars, er hann uppgötvaði
í þessari ferð, er að skriðjökull er
á Heklu. Margir vísindamenn
hafa rannsakað Heklu, en enginm
komið á þær stöðvar fyr, sem
skriðjökullinn er.
Botnvörpuskip þýzkt strandaði á
Garðskagaflös í gærmorgun.
Björgunarskipið Geir fór þangað
og kom aftur. kl. 7 í morgun.
IJafði náð mönnunum ur skipinu
við illan leik — sökum brims — en
skipið sjálft er tahð ónýtt.
Reykjavík 5. Sept.
Þann 3. Sept. brann á Akureyri
hús Kristjáns Helgasonar þurra-
búðarmanns. Eigandi var ekki
heima og enginn í húsinu. Brunnu
þar allir innanstokksmunir, en alt
er sagt vátrygt. Enginn veit um
upptök eldsins fremur en vant er
á þeim stað.
Jón Borgfjörð söðlasmiður dó
á Akureyri i fyrradag, 59 ára,
hafði verið borgari á Akureyri í
30 ár. Hann var ættaður úr Borg-
arfirði, bróðir Jakobs sál. á Varma-
læk.
Bezti þurkur á Eyjafirði, allir
hafa alhirt hey sín. — Síldarlaust
er nyrðra sem stendur.
—Vísir.
Reykjavík 6. Sept.
Lækningastofa, ætluð fátækum
CpolyklinikJ verður í vetur í gamla
prestaskólanum. Þar er verið að
gera viö húsið nú sem stendur,,
enda varla vanþörf á. Háskólinn
gerir stofuna út.
Kristján Jónasson, sem fyrir
mörgum árum var kaupmaður á
Akureyri all-lengi, en nú um nokk-
ur ár hefir átt heima hér í bænum,
hefir nýlega gefið hinum gamla
dvalarstað sínum myndarlega gjöf.
Hann hefir sett í sjóð 3000 kr.,
og ákveðið að vöxtum hans skuli
varið til þess að gleðja fátæk börn
í Akureyrarkaupstað.
Þetta er fallega gert og eftir-
breytnisvert. Auðlegð skyldar —
ekki síður en aðall En þessu
gleyma menn of oft. Sjaldgæft
er að menn gefi hér stórgjafir í
lifanda lifi. Eiga þeir menn því
þökk vora skilið, sem eins og
Kristján Jónasson brjóta eitthvað
ísinn., Einnig finst oss Kristján
hafi hugsað vel, er hann hugsaði
um að gleðja börnin. Því að
gleðin og bernskan eiga að fylgjast
og oft hvílir þeirra hrygð þungt
á öðrum.
Kr. Jónasson sigldi til útlanda ný-
lega. Ekki vitum vér hvort hann
hugsar heim til Islands aftur.
Hann á einmanaleg efri ár æfi
sinnar, og er einasta barn hans —
dóttir er Anna heitir — í Vestur-
heimi, og hefir verið þar í mörg
ár.
—Reykjavík.
Reykjavík 3. Sept.
Dáinn er 27. Ágúst Guðmundur
Sigurbjörnsson á Þorkelshóli í
Húnavatnssýslu, nálægt 70 ára að
aldri, einn merkasti bóndi þar um
slóðir.
Við barnaskólann a lsafirði er
nýráðinn kennari Baldur Sveins-
son kand.
Skip brann nýlega úti fyrir
Ólafsvík, mótorkútter, sem ‘Ágúst’
hét og Brillouin fyrv. Frakka-kon-
CANADA'S
riMESI
THEATRE
Matinee Miövlkud. og og Laugard.
SHEEHAN and BEKC sýna þá
anmnleik t'rá l’arís í þrem þáttum
The Girl
from Mumms
sem leikin er af
—OI.IVE VAII.—
og ágætum söngflokk söfnuðum saman
—AEI.A NÆSTC VIIvU—
The Whitney Opera Company sýna
—“TIIE KETUKN OF MY IIERO”—
THE
Chocolate Soldier
MUSfK EFTIK OSCAK STRAUSS
— 60 LEIKENDUR I HÓPNUM 60 —
Sérstakur músíkl'lokkur
Tjöld o” allur útbúuaður hið fegursta.
Tickets seld 3. Okt.
Kveld $2 til 25c.; Mats. §1.50 til 25c.
Fáið ánægju
af skóakaup-
um með því
að kaupa þá í
Quebec Shoe Store
639 Main Street, Winnipeg
Rétt fyrir norðan Logan Ave.
súll átti. Skipverjar höfðu með
naumindum bjargast til lands.
“Prosperó” hefir legið í lama
sessi rétt fyrir utan Akureyri nú
í nokkra daga. Hafði rekist þar
upp í sand er hún var að fara út,
og voru vörur bornar úr henni til
þess að ná henni á flot afur. Talið
að hún sé ekki skemd til muna.
Annað skip “Norðby”, frá Duus-
verzlun hér, er var* 1 * * * á leið út með
fisk, rakst upp í sand á Seyðisfirði
en er ekki beldur talið skemt til
muna. Björgunarskipið “Geir” er
hú á leið austur og norður.
Reykjavík 3. Sept.
Stefán Eyólfsson prentari lézt i
sjúkrahúsi í Khöfn 8. f. mán.
Hann var fæddur 25. Des. 1859 á
Horni í Homafirði. souur Eyólfs
trésmiðs Sigurðssonar, er þar bjó.
—Lögrtéta.
Thorsteinson Bros. & Co.
Eru að byggja, og hafa nú til sölu <h O C AA
nýbygð hús, sem J>eir selja fyrir ^ -s kJ v/
og þar yfir, — eftir stœrð og gæðum húsanna.
Aðeins $ 1 00 út í hönd og $30 á mánuði
Ef kaupandi óskar að Kúsið sé bygt eftir hans
eigin fyrirskipan, fæst það einnig. Þeir taka
einnig að sér húsabyggingu fyrir aðra.
o”nJ 815-81/ Somepset Building, WinnK
TAUSÍMAR—Skrlfstofa: Main 2992. Heimili: Garry 738
NOTIÐ IDEAL CLEANSER
til að hreinsa og þvo sink, baðker, og innviði,
í
| Ideal
Cleans E*
REDUCES
WOB|(
Stór kanna með síugötum
3 könnur fyrir 25c
Búið til í Winni i e
BLAÐIÐ ÞITT!
I
SJÁLFSAGT ánægjulegra
að lesa Lögberg ef búið
er að borga fyrir það.
Viltu aðgæta hvernig sakir
standa með blaðið þitt?
Athugaðu litla miðann sem
límdur er á blaðið þitt, bann sýn-
ir upp að bvaða tíma þú befir
borgað Lögberg.
Leikhúsin.
“The Girl from Mumms” verður
sýnd í fyrsta sinn í Winnipeg, á
Walker leikhúsi þessa viku, með
matinees á miðku og laugar dög-
um. Það er kátlegur söngleikur,
sem allir hlægja sig mattlausa að.
“The Chocolate soldier” verður
sýndur á Walken leikhúsi alla
næstu viku með matinees á miðku
og latigardögum. Músikin í þess-
um leik er meistara verk Oscar
Strauss en Whitney Opera Con>
pany syngur og spilar, hið fræg-
asta félag sinnar tegimdar hér í
álfu.
“The Pink Lady” gerði feikna
lukku í New York og London.
Sá leikur verður bráðum sýndur á
Walker.
— Á Þýzkalandi er upp komin
trú á það, aö efni nokkurt sem
kallað er Mesothorium, sé óyggj-
andi meðal við krabbameini. Efn-
ið er ekki óskylt radium, en miklu
ódýrara heldur en sá dýri málmur.