Lögberg - 02.10.1913, Blaðsíða 1
Pegar nota þarf
LUMBER
Þá REYNIÐ
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
WINNIPEG, MAN.
Furu Hurdir, Furu Finish
Vér höfum birgðirnar
THE EMPIRE SASH & DOOR CO.. LTD.
WINNIPEG, MAN.
26. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 2. OKTÖBER 1913
NÚMER 40
Samband gegn Grikkj-
um.
Þiess var, getiö í síöasta blaSi ab
Búlgarar og Tyrkir væru ásáttir
orönir. Nú er haft eftir sendi-
herra nokkrum í Miklagaröi, aö
mjög líklegt sé, aö bandalag og
samningar séu á komnir þeirra á
meðal, að ráðast á Grikki, svo
framarlega, sem hinir síöarnefndu
verði ekki við kröfum þeirra. Blað
Tyrkja stjórnar flytur ávæning af
þessu, en Savoff, hinn trægi hers-
höfðingi Búlgara og sendimaður
þeirra til Miklagarðs, vildi hvorki
segja af né á um hvort satt væri.
Hver veit nema bráðlega logi upp
aftur á Balkanskaga. Albania og
Servia eru farnar á stað og má vel
vera að fleiri komi á eftir. Balk-
anþjóðirnar eru svo harðar og her-
skáar, þar hjá grimmar og ótrvgg-
ar, að vel má vera, að orrahríð
þeirra hefjist á ný áður langt um
líður.
Varð ánœgður með
greifa.
— Auðugur klæðasali í Nevv
York átti dóttur unga og fríða.
Henni kyntist ungur piltur, ljóm-
andi fallegur, lokkaprúður, dökk-
eygur og vel vaxinn. Stúlkan feldi
strax hug til hans og hann til
hennar, en með þvi að pilturinn
var katólskur en klæðasalinn Júða
ættar, þá aftók hinn síðarnefndi að
samþykkja ráðahaginn. En unga
parið lét það ekki á sig festa, held-
ur giftust þau einn góðan veður-
dag og fóru að búa. Eftir viku-
tíma kom Júðinn til dóttur sinnar,
var þá blíður og sagði henni að
amma hennar vildi finna hana, og
keyrði hana í bifreið heim til sín,
en þegar þar kom, lokaði hann
hana inni og vildi með engu móti
sleppa henni. “Þú ert ekki ennþá
19 ára rýjan mín’’, sagöi hann, “og
ekki undan föðuraganum enn.
Bíddu þangað til þú verður mynd-
ug!” Þegar ungi fcóndinn kom
heim til sín um kveldið af skrif-
stofu sinni, fullur elsku og til-
hlökkunar, þá greip hann í tómt;
heimilið var snautt og konulaust.
Hann fór hamslaus að leita, áttaði
sig þó fljótt á því, hvar hún væri
niður komin, stökk til dómara og
kærði tengdaföður sinn um konu-
rán. Varð þar mikil deila. Loks-
ins varð ungi bóndinn að segja frá
ætt sinni og uppruna, en það var
eitt, sem tengdafaðir hans hafði á
móti honum, að hann hafði lítil
sem engin deili sagt af sér. Kom
þá upp úr kafinu, að hann var
ítalskur greifi, er fór til New York
í erindagerðum fyrir félag nokk-
urt, fyrir afarmikið gjald. Skifti
nú um hljóð í strokknum. J;úðinn
tók í hönd dóttur sinnar og leiddi
hana til ektamannsins, tók þau
síðan fagnandi í faðm sinn. Lauk
svo því æfintýri með gleöi og góð-
um fagnaði.
Tókst ekki að hengja sig.
— Su'ður i Philadelphia var
kona nokkur staðin að hnupli í
búð, var sett í hald og beið dóms.
Móðir hennar kom til hennar til
viðtals og skömmu eftir að hún
var farin tók konan af sér beltið
og snéri að halsi sér; fangavörð-
ur heyrði korra í henni og fór inn
í klefa hennar og tók beltið af
henni. Ekki mjög löngu seinna
heyrðist í henni á ný og er að var
gáð, hafði hún snúið treyju sinni
um hálsinn og fest henni með ein-
hverju móti; var konan helblá í
framan og meðvitundarlaus er hún
var skorin niður. Hún vildi ekk-
ert segja um hagi sína, en lögregl-
an komst að því, a'ð hún hafði ver-
ið gift aðeins í þrjár vikur; hún
var vel búin, ung og fríð og bar
á sér gullskart til eitt þúsund dala.
Má af slíku sjá, að m’argur freist-
ast, án þess þörfin knýi hann.
— Þá daufustu af sinum mörgu
daufu ræðum hélt ráðgjafi Borden
fyrir skömmu í Halifax. Hann
mintist þar ekki einu orði á loforð
sín fyrir kosningarnar 19x1, held-
ur var aðalefni ræðu hans, að segja
frá, að greiðari póstgöngur milli
Canada og Vestindia mundi kom-
ast á í þessum mánuði. Hverjum
skyldi ekki standa á sama?
Fari hann vel.
Sá af ráðgjöfum Bordens, sem
einna lakast hefir gefizt, er verka-
rnála ráðgjafinn T. W. Crothers.
Að vísu var það vandaverk, að
setjast í sæti Hon. Mackenzie
King’s sem því embætti gegndi
næst á undan, með mikilli snild.
Eigi að síður er það almannaróm-
ur að Mr. Crothers hafi tekist að
stjórna embætti sinu eins klaufa-
lega og frekast var unt. Einkan-
lega er það landfrægt, hversu stak-
lega óeðlilega honurn hefir farizt
í deilum verkamanna við auðfélög-
in. Seinasta dæmið gerðist vestúr
á strönd. Þegar deilan hófst þar
milli námumanna og námueiganda,
sem voru Mackenzie og Mann, þá
hirti hann ekki um eða jafnvel
neitaði að gera sitt til að miðla
málum, og þegar alt fór í bál og
brand, svo að eignum og lífi var
ekki óhætt, þá setur hann félaga
sinn i lögmanns störfum til að
sjá hvernig gengur — fyrir há
laun úr landssjóði jvitanlega, en fer
sjálfur heirn til Englands að
skemta sér. Á fulltrúa fundi
verkamanna þessa lánds, kom
fram svo megn óánægja með þenn-
an ráðgjafa, að stjórnin varð
smeyk og er nú farin að útvega sér
annan mann í staðinn. Mr. Croth-
ers kvað eiga aö verða dómari.
Hvort senr sú staða lætur honum
vel eða ekki, þá er það áreiðanlegt,
að í þá stöðu sem hann nú gegnir
er hann alls ekki hæfur.
Skólafréttir.
Hvernig lizt íslenzkum almenn-
irgi hér vestra á skólahugmyndina ?
Eftir því hefi eg verið að komast.
Tvo opinbera málfundi á virkum
dögum hefi eg\haft með mönnum
um skólann, fyrri fundinn í Sel-
kirk (25. Sept.J, hinn, siðari á
Gimli daginn eftir. Á báðum
stöðum voru umræður, nokkrir
nienn tóku til máls og létu vel yf-
ir skólahugmyndinni, sérstaklega
yfir þeirri deildinni, sem vill veita
almenna fræðslu. Sú deild hefir
fengið mest hrós eftir því sem eg
veit. Menn sem eg hefi hitt) á
ýmsum stöðum hafa minst á þá
deild og talið hana mjög góða.
En þá er fyrir almenning að nota
hana. • Fyrstu nemendur á skóla
Vestur-íslendinga. hverjir, hvað
rnargir vilja vera í þeim hóp? Um
að gera aö hópurinn sé stór. Hlut-
taka almennings í þessu máli er
alls ekki æskileg nema hver ein-
asta islenzk bygð í nærliggjandi
ríkjum sendi að minsta kosti einn
nemanda. Þeir, sem kenna við
þennan skóla verða ekki ánægðir
með það eingöngu að draga kaup
sitt úr skólasjóði. Þeír verða ekki
ánægðir nema þeir fái stóran hóp
af nemendum.
Sumir ritstjórar blaöanna hafa
mælt sérstaklega með fyrirtæki
þessu. Enginn hefir tekið til máls
opinberlega á móti því. Sumir eru
víst tæplega farnir að trúa því að
skólinn sé fyrir alvöru að komast
á fót. En með drottins hjálp
byrjar skólinn á tilteknum tima.
Mjög áríðandi er að allir nemend-
ur verði komnir fyrsta kensludag-
inn. Það er mánudaginn 3. Nóv.
En tekið verður á móti þeim sem
innritast i skólann laugardaginn 1.
Nóv. Ef allir eru komnir í tíma
og vel er haldið áfram í sex mán-
uði, mega nemendur vera vissir
um góðan árangur af vetrarnám-
inu.
Winnipeg, 30 September, 1913.
R. Marteinsson,
493 Lipton St.
Oargadýr leggjast á
búfé.
— í einu fylki í Austúrriki eru
há fjöll og stórir skógar fyrir of-
an mannabygð. f því fjalllendi
hafa bygðarmenn smala á sumrum.
Nú er þar kotninn vogestur í garð,
Ijón með tveim ungum, hýenur
margar og úlfar, og leggjast þessi
villidýr á búsmalann. Þáu hafa
drepið yfir 200 nautgripi og 400
kindur og þegar lögreglumaður fór
á þær slóðir til rannsóknar, þá
réðust þau á hann og drápu. Villi-
dýr þessi höfðu sloppið úr dýra-
garði í borg nokkurri í Austurríki.
Hvaðanæía.
— Kona dó á Englandi nýlega,
sem hafði fyrir atvinnu að skrifa
í blöð. f erfðaskrá sinni mælti
hún svo fyrir, að bóndi hennar
skyldi fá einn dollar eftir sig, “en
ástæðuna veit hann sjálfur. Hann
hefir orðið mér til harma og
ógæfu og einskis annars.” Hún
arfleiddi vinafólk sitt að öllum
eigunum, og lagði svo fyrir, að
föður sínum skyldi gefa 50 dala
gullhring til minja.
— Svo er sagt, að Dr. Sun Yat
Sen sé nú staddur í British Colum-
bia og fari huldu höfði, með því
að Kinverjar hér í landi hafa betri
hug til forsetans Yuan Shi Kai’s
heldur en hans. Missögn mun það
vera, að fé sé lagt til höfuðs hon-
um af Kína stjórn.
— Hansa bankanum í Hamburg
á Þýzkalandi var lokað um nokkra
daga nýverið. Tveir af stjórnend-
um bankans höfðu misfarið með
fé hans, og mun sú upphæð nema
775 þúsund dölum, er bankinn tap-
aði við óráðvendni þeirra.
— f Neapel á ítalíu er geymt
storknað blóð þess dýrlings, sem
kallast hinn heilagi Jannarius.
Dagur hans er helgur haldinn á
hverju ári með mikilli viðhöfn,
með því að hann er verndar dýrð-
lingur borgarinnar og gefur merki
eða spásögn, sem borgarbúum er
mikið áhugamál. Það er í því
falið, af ef blóð dýrðlingsins —
sem er rautt duft í gulli lögðu
glerskrini verður að legi og
byrjar að vella' og sjóða, þá tákn
ar það, að engin stórslys henda
borgina og sérstaklega verður hún
þá laus við skakkafall af völdum
eldfjallsins Vesuviusar. Ártíð
dýrlings þessa var í fyrra mánuði,
og sá þá fjöldi rnanns “jarteikn”
þessa verða í einni kirkju borgar-
innar. Söfnuðurinn klappaði lof
í lofa og kallaði hástöfum af gleði,
en kirkjuklukkum var hringt um
alla borgina. Kraftaverkanna öld
er svo sem ekki fyrir bí meðal
þcirra katólsku.
— Stórhöfðingjar á Bretlandi
eru farnir að selja sínar viðu
lendur; hertoginn af Cranton hef-
ir auglýst allar landeignir sínar til
sölu, nema það sem hann á í Nor-
folk og hertoginn af Newcastle
hefir selt jarðir fyrir meir en
h'álfa miljón dala.
— Canadian Manufacturers
Association, eða félag verksmiðju-
eigenda i Canada, hélt fund nýlega
í Halifax. Þeir eru aðalmennirn-
ir í þvi, að halda tollum á iðnaðar
varningi eins háum og mögulegt
er, og þeir lögðu einna drýgstan
skerf til kosninga sigurs conserva-
tive við kosningarnar síðustu. Það
er því engin furða þó að Mr.
Borden þyrfti að koma á fund
þeirra og gratúlera þeim og sjálf-
um sér.
— Suður í Mississippi ríki urðu
tveir menn ósáttir út af viðskift-
um; annar var viðarsali, hinn
læknir og þingmaður i öldunga-
deild ríkisþings. Þeirra deilu
lauk svo, að viðarsalinn greip öxi
og hjó til þingmannsins, en þing-
maðurinn tók skambyssu og skaut
á hinn. Stóð öxin í heila læknisins
þegar að var komið, en viðarsalinn
var skotinn gegnum hjartað og
lágu þeir dauðir hvor við annars
hliö.
— Fundur stóð í Wiuuipeg und-
anfarna viku með því fólki, sem
starfar að og stendur fyrir alls-
konar líknar og umbóta verkum
meðal þeirra sem fátækir eru og
varla geta séð sjálfum sér far-
borða, og sérstaklega barnanna.
Af því fólki lét einna mest til sín
taka á fundinum, Miss Anna
Neufeld,, sú er mest stendur fyrir
slikum hlutum í Toronto borg.
Hún mælti á þá leið, sem frægt er
orðið, og öll blöð hafa skýrt frá:
“ ‘Social Service’ er ekki hentugt
starf fyrir meyjar í sárum eða
ekkjur í sorg, er snúa sér að því
í því skyni að gleyma hörmum sín-
um. Prestar kunna Mtið sem ekk-
ert til þeirra hluta. Þeir halda að
þeir séu færir i þann sjó, en að
setja þá í þann starfa er álíka og
að setja þá yfir spítala af því að
þeir séu vænir menn. f kirkjun-
um er alla tíð verið að tala um
hvað gera beri í því skyni, en úr
framkvæmdunum verður lítiö sem
ekkert. Kirkjurnar eru lokaðar
alla vikuna, sunnudaganna á milli
og mygla að innan, í stað þess að
þar ætti að fara fram lifleg og
öflug starfsemi, söfnuðunum og
borgarfélaginu til þrifa og heilla,
andlegra og líkamlegra, á hverjum
virkum degi vikunnar.” Ekki hef-
ir boriö á því að stúlku þessari,
sem er, viðurkend fyrir kapp, dugn-
að og stjórnsemi i starfi sinu, hafi
verið svarað.
— Gufuskip danskt var á hraðri
ferð fyrir austan Newfoundland;
sáu skipverjar þá hvar hvalur kom
vaðandi með gevsihraöa beint
móti skipinu. Hann bar svo brátt
að, að ekki var tóm til að víkja
við skipinu, rak hvalurinn sig á
það svo fast, að stórt gat brotnaði
á kinnunginn. Hvalurinn mun
hafa drepist, því að hann sökk
strax, en sjórinn litaðist blóði á
stóru svæði. Skipið náöi höfn við
illan leik og er í viðgerð.
— W. H. Taft, fyrrum forseti
Bandaríkja, nú próíessor í lögum
við Yale háskóla, hefir lagt svo
mikið af, að hann er nú 80—áttatíu
- pundum léttari, heldur en þeg-
ar hann lagði niður völd. Ekki er
þó hægt að segja að hann sé mag-
ur eða grannvaxinn, þrátt fyrir
þetta. Hann er ennþá 240 pund
á þyngd og ber þá fitu vel, með
því að hann er manna mestur
vexti. í sumar var hann lengi í
Canada, og hafðist við úti á víðá
vangi við leiki og sjávarböð. Við
það fékk hann matarlyst ærið
stóra, að sögn, en lét sig hafa það
að svala henni ekki, og með því
móti tókst honum að léttast um
átta fjórðunga.
— Ræningjar stöðvuðu hraðlest
þá sem rennur milli New York og
New Orleans, einhvers staðar í
Alabama riki, kúgfðu lestarstjóra
til að taka tvo vagna frá, sem
böggulsendingar voru í og flytja
þá tvær mílur á brott frá lestinni.
Þeir stálu þar 100 þúsund dölurm
í peningum og létu svo eimreiðina
renna mannlausa, hvert sem hún
vildi.
— Aðfaranótt föstudagsins
brunnu átta börn inni i Quebec
borg. Faðir þeirra komst út ó-
skemdur, móðir þeirra svaf með
þeim upp á lofti, komst út að
glugga með elzta drenginn 15 ára
og kastaði honum ofan. Þrír
menn stóðu niðri á götunni og
vildu grípa hann á lofti, en samt
skaddaðist hann svo mikið á höfði,
að honum er ekki ætlað líf. Þégar
eldliðiö kom, voru öll börnin
brunnin til bana og móðir þeirra
víða brend, er þó ætlað lif.
staddar eru, svo og hafa eftirlit
með sjúkum, meðan þeim er að
batna, eftir að þeir eru komnir út
af spítalanum. Arið sem leið fóru
þar til settar hjúkrunarkonur meir
en þúsund slikar eftirlitsferðir,
mikið af hlýjum fatnaði var út-
vegað þurfandi og margt annað
gert fyrir þá. Almenm spitalinn
var ,þá fyrsti hér i landí til að
byrja á þessu.
Þessi nýja viðbót við spítalann
er að allra dómi frábærlega vel
gerö, skrautlaus að utan að visu,
en allur umbúnaður innanhúss sá
fullkomnasti sem verða má, svo
að hvergi finst betri hér í álfu og
þó víðar sé leitað. að dómi þeirra
sem kunnugir eru. Þess vegna
hefir byggingin orðið dýr. Úr
bæjarsjóði var lagt til hennar 400
a þúsund dalir, einstakir menn gáfu
230 þúsund dali og þar að auki
sýndu nokkrir borgarar mikinn
Einar Þorvaldsson
Dalmann.
Hann dó að heimili sínu að
Selkirk Man., þann 24. Sept. síð-
astliðinn, tæpra 79 ára gamall.
Hann var jarðsunginn þ. 26. s.
m. af séra Steingrími Þorlákssyni
að viðstöddu mörgu fólki.
Einar sál. var fæddur 4. Okt.
árið 1834 að Laxárholti í Mýra-
sýslu. Foreldrar hans voru þau
hjónin Þorvaldur Hannesson og
Astríður Hallbjörnsdóttir, þau áttu
13 börn, sem öll eru nú dáin. Ein-
ar sál. fluttist ungur með foreldr-
höfðingskap i framlögum. Til
dæmis lét Eaton búa út uppskurð-
arstofuna á sinn kostnað og kost-
aði það um 25 þús. dali. Alt um
það hafa stjórnendur spítalans
orðið að taka lán til þess að stand-
ast byggingarkostnaöinn og biðja
nú bæinn um 275 þúsund dali í
viðbót, og verður greitt atkvæði
um það í dag fmiðvikudagj, af
skattgreiðendum borgarinnar.
Or bœnum
Héðán Iögðu upp á laugardaginn, j
áleiðis til San Francisco, Cal., þeir
Christian Thejll og Þórður Einars-
son smiður hér úr borginni.
Einar Eorvaldsson Dahnann.
Herra J. T. Bergmann kom úr um sínum að Krossholti í Kolbeins-
fslandsferð sinni á ]iriðjudags- staðahrepp, og þar ólst hann upp.
kveld. Eigi höfum vér haft tal af
honum, en frétt að meö honum
hafi komi'ð tíu eða ellefu isjenzkir
innflytjendur.
Árið 1862, þann 4. Okt., giftist
hánn Guðriði Magnúsdóttur, ætt-
aðri úr Reykholtsdal í Borgarfirði.
Einar sál. bjó með. konu sinni
-r,, TTJ TT ! ,, , i eitt ár á Ifofstöðum í Miklaholts-
gærmorgun vestur til Argyle í þarfir \rePP’ J,aöan f'uttu þau hjon að
skóla kirkjufélagsins. í næstu viku 1 somu svelb Eftir fimm ara
hefir hann ráðgert að fara til Dakota j 4völ þar fluttu þau að Kolbeins-
stöðum og biuggu þar 3 ár; fluttu
síðan að Oddastöðum. Þaðan
í sönui erindagerðum.
Herra Albert Johnson er nýkominnj fóru þau hingað vestur árið 1883.
heim aftur með dætrum sínum úr Þegar hingað kom, fluttu þau til
skemtiferð vestan frá Kyrrahafi. j Nýja lsiands. þar bjuggu þau II
Kom við í Victoria Portland og ár- fluttu þaSan til Selkirk, þar
fleiri stoðum vestra. Fagurt og blitt
á Ströndinni
þetta leyti árs.
eins og jafnan er um
Frá íslandi.
Spítalinn stækkar.
Vígð var á laugardaginn hin
nýja viðbót við almenna spítalann
hér i borg, með ræðuhöldum af
hálfu aðal stjórnenda hans, undir
forsæti borgarstjóra, Mr. G. F.
Galt, sem er forseti stjórnarnefnd-
arinnar, sagði sögu hans frá upp-
hafi vega, næsta fróðlega, frá því
hann byrjaði með fáeinum sjúkra
rúmum þartil nú, er spítalinn er
orðinn næst stærstur í öllu Can-
ada. Einkanlega var fróðlegt að
heyra hann segja frá, hversu mikl-
um framförum meðferð og að-
hjiikrun sjúklinga hefir tekið á
spítalanum. Hann hefir ekki ein-
göngtn stækkað, lieldur batnað.
Hver sjúklingur liggur þar rœir en
helmingi skemur að meðaltali, held-
ur en áður. Fjórum sinnum færri
sjúklingar devja þar nú, heldur
en fyrir nokkrum árum, að meðal-
tali. Þetta er að þakka þvi, að
spitalinn er betur út búinn, að
kensla hjúkrunar meyja hefir
stórum batnað og að læknislistinni
hefir farið mikið fram. Nú sem
stendur stunda um fjörutíu lækn-
ar sjúklinga á almennu deildinni,
hinir beztu, sem í borginni finn-
ast, og gera það með öllu ókeypis.
Hjúkrunar stúlkur, setti kennt er
á spítalanum, hafa fngið orð -já)
sig viðsvegar um landið og fengið
góðar stöður á ýmsum spítölum,
bæði utanlands og innan., Eitt af
því sem Almenni spítalinn hefir
tekið upp, er það að hafa eftirlit
með fjölskyldum heimilisfeðra, út-
vega þeim nauðsynjar, ef bág-
Revkjavík 20. Ágúst.
Brezkur botnvörpungur strand-
aði við Hjörsey á Mýrum seint í
vikunni sem leið. Allir skipverjar
komust af, með naumindum þó, og
komu hingað á Ingólfi í gærmorg-
un að taka sér far á Sterling þann
24. Ágúst.
Skipið sökk von bráðar.
Gönguför austur að Odda fóru
þeir Jón Helgason prófessor og
Sig. Sívertsen dócent í fyrri viku
og eru nú nýkomnir aftur.
Karl Kiichler hefir nýlega ritað
grein um Færeyjar og ísland i
þýzka timaritið “Natur” og fylgja
þar myndir. Greinin heitir “Zwei1
nordische Zauberwelten” ftveir
norrænir töfraheimarj.
Doktorsritgerð Guðm. Finn-
bogasonar kemur út á frönsku í
Október í haust i Bibliothéque de
philosophié contemporaine, er gefið
er úr af F. Alcan i París. A.
Courmont sér um útgáfuna.
Reykjavik 27. Ágúst.
Einhverri danskri konu, frú
Palline Bagger hefir orðið mjög
um það, hve vel hefir verið mælt
til Islands á kvenréttindaþinginu
í Budapest af frú Catt, í formála-
ræðu hennar á öndverðu þingiinu.
Ritar hún um það i Berling 10.
Ágúst og bætir þar við æöi kulda-
legum og reiðiþnmgnum orðum
um ræðu, sem jungrfú Laufey
Valdimarsdóttir hélt þar um ís-
land. Þykir henni Laufey hafa
borið Dönum þar illa söguna i af-
skiftum þeirra af íslandi og lýkur
grein sinni á þvi, að hún búist við
að mörgum Dönum þyki fróðlegt
að heyra “hvemig komið sé fyrir
Danmerkur hönd af íslandi af
heimsþingum”.
Hvílík einfeldni, að halda að
Danmörk hafi haft nokkuð með
framkomu fulltrúa vorra í Buda-
pest að gera!
—Isafold.
sem þau hafa dvalið síðan. Einar
sál. og Guðriður eignuðust 6 börn,
þar af eru 3 dáin; hin sem lifa
eru Bjarni Dalman bæjarráðsmað-
ur í Selkirk, Guðleifur Dalman,
einnig búsettur i Selkirk; hann
hefir um langan tima rekið verzl-
un og er mörgum íslendingum vel
kunnur. Guðrún systir þeirra
bræðra er gift hr. Ásgeiri Bjarna-
syni, sem nú býr i Selkirk. Einar
sál. var maður allvel greindur,
hygginn og ráðhollur í garð vina
sinna. iðjumaður hinn mesti og
búnaðist vel; hann var mjög greið-
vikinn og alúðlsegur við alla og
átti marga góða vinf og kunningja.
Hann var fremur hraustbygður
maður og naut jafnan góðrar
heilsu þar til siðastl. vetur að hann
fékk slag. Eftir það náði hann
sér ekki með heilsu, en hnignaði
smám saman, þar til hina síðustu
stund bar að höndum.
Hans er sárt saknað af ekkju
hans og börnum, sem nú blessa og
gevma minningu hans.
Blessuð sé minning hins látna.
M. M.
Sökt á mararbotn.
— Auðugur maður dó nýlega í
Boston, lagði svo fyrir að lík sitt
skyldi brenna og skyldi sökkva
öskunni í mararbotn í lystisnekkju
sem hann átti og honum hafði þótt
mjög vænt um. Þetta fór fram.
Kona hans og tveir vinir sigldu
skútunni tíu mílur frá landi og
höfðu mótorbát aftan í, en á borði
í káetunni stóð krukkan með jarð-
neskum leifum skipseigandans.
Þau stigu í mótrobátinn ásamt
skipstjóra, gat var höggvið á
skipshliðina og sökk skútan til
botns með öllu saman, rá og raiða
og þöndum seglum.
— I fyrra voru 9.758.400 ekrur
undir hveiti í Canada, og það ár
fluttust burt úr landinu 64.466.286
bushel af hveiti. Það ár var minna
flutt út af skepnu afurðum, keti,
skinnum o. s. fr. heldur en,að und-
anfömu, fyrir liðlega 50 miljónir
dala, mest til Bretlands og Banda
ríkja.
Til íslands.
fEftir 15 ára burtuveruj
Þeir segja þú sért svo lítil,
að sé þér ei nokkur vörn,
og helzt ætti að flytja frá þér
í fjarlægðir öll þín börn;
en segi þeir hvað þeim sýnist
og syngi þér eyðispár,
mér nægir þín sjón og saga
um síðustu fimtán ár.
Þeir segja þú hafir sofið
■og svikist un? flest þín störf,
en Vesturheimsgyðjan vakað
í vörnum og sóknum djörf;
en beri þeir sögur saman, *
og sanngirni kalli til,
og dragi svo, ef þeir dirfast,
úr dæminu sér í vil.
Þeir segja þú börn þín sveltir
og sitjir á röngum stað,
og lifir ei hálfu lífi
—því ljúga þeir, guð veit það;
þú veittir þeim afl og orku
í æsku við brjóstin þín,
þeir kasta’ að þér klaka’ í staðinn
—þeir kunna’ ekki’ að skammast
sín.
Eg veit að hún Vesturálfa
fer vel með sín tökubörn,
þótt bein þeirra margra mali
hann Mammon í aura-kvörn.
Já, segi þeir hvað þeim sýnist,
eg syng þér mitt barnaljóð,
því móðir er manni kærust,
þó mörgum sé fóstra góð.
Þá hár mitt er orðið héla
og hugurinn sól og ský,
sem grætur og gleðst af öllu
og gerist ég barn á ný,
hve ljúft væri þá að lifa
og leika við gullin sín,
og þegar mig syfjar síðast
að sofna—við brjóstin þín.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Til Dóru.
fVið heimkomu frá íslandi.J
Eg sá fram i dalinn þinn, Dóra,
mig dreymdi um barnsárin þin;
mér fanst eins og Brekkan þín
brosti
og benti mér upp til sín.
Hún hafði’ aldrei yrt á tnig áður
þó ætti’ eg við hlið hennar braut;
nú talaði’ hún við mig sem vinur—
eg vissi þar hvers eg naut.
Þar birtist mér svipurinn sami
og sá, er eg fölskvalausl ann;
mér hitnaði sál og hjarta,
eg huga minn klökkna fann.
Hún sagði mér söguna þína;
hún sýndi mér hvernig þú lást
í fanginu á fóstru þinni
svo falin, að vart þú sást.
Hún sagði'mér söguna þína;
hún sýndi mér einmana barn,
])á hugur er fús til ferða,
en fóturinn veltugjarn.
Hún sagði mér söguna þína, ,
hún sýndi niér hvernig þú lékst
að sandi og sauðaleggjum
—í sveitinni’ ei annað fékkst.
Húr. sýndi mér sorgina þína
—því sorg eiga líka börn—
sem bældi sig bak við þúfu
svo bogin og felugjörn.
Hún mynd þína brent hafði’ á
brjóst sér
með bros þín og æskutár,
við árstíða grát o.g gleði,
og geymt hana’ í þrjátíu ár.
A vorin er veðri.i h'ýna,
hún vekur upp blómin sín
fiá bænum í allar áttir
sem ímynd um sporin þín.
Hún hlátpr þinn tók í hreiminn
í hjalandi gilið sitt,
hver sólgeisli’ á sillum hennar
er saklausa brosið þitt.
Hún bað ntig þess liljótt, en hug-
fast,
er hvarf hún mér, Brekkan þfn,
að flytja þér kæra kveðju
og kyssa þig, Dóra mín.
Sig JÚI. Jóhannesson.
— í Birmlngham hefir staðið
fundur brezkra vísindamanna und-
anfarna daga, og þarf ekki frá því
að skýra, að Sir Oliver Lodge óð
þar elginn, þó vitanlega með miklu
minna fasi, heldur en i spíritista
blöðum. Eitt sem kom fram á
þessum fundi var ræða manns, sem
stundar mannfræði. Hann sagði
á þá leið, að ef maður gengi í
kirkju eða á annan samkomustað,
þarsem konur og karlar sitja sam-
an, þá tæki hann strax eftir því,
hversu kvenfólkið yfirleitt sé frítt,
en karlmennirnir yfirleitt ljótir.
Ástæðuna sagði hann vera þá, að
karlfólkið hefði frá upphafi sóst
eftir fríðum konum, en kvenfólkið
hirt minna um, hyort makar þeirra
væru laglegir ewekki.