Lögberg - 02.10.1913, Blaðsíða 6
s
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. Október 1913.
Fátæki ráðsmaðurinn.
Saga eftir
OCTAVB FEULLET.
Eg hlýddi á þetta stundarkorn þegjandi, en lét
svo sem eg væri þreyttur og bauS góðar nætur.
Eg bað Alain gamla um a'S vísa mér til herbergja
minna; hann tók sér ljósker mikið i hönd og fylgdi
mér út í garSinn.
Innan skamms komum við aS trébrú, sem lá yfir
læk, og viS skin ljóskersins sá eg ramgert hlið, í
hvassboga stíl, og lítinn turn annarsvegar.
Þ^rna var inngangur í gömlu höllina.
Aldar-gömul eikitré og furubjarkir héldu hlifi-
skildi yfir þessum menjum frá miöölduniyn, og varpa
á þær undarlega dularfullum blæ. Þ|arna á eg að hafa
aSsetur.
Þjrjú herbergi á eg a5 hafa til íbúSar; þau eru
sæmilega búin húsgögnum og liggja milli turnanna.
Þessi rólega íbúS fellur mér vel í geö, og hæfir
vel stööu minni.
Eg var varla fyr búinn aS losa mig við Alain,
sem er mjög mæröarmikill, fyr en eg settist niSur til
aS rita þá mikilvægu atburSi, sem gerst höfSu í dag.
ÖSru hvoru hvíldi eg mig, til aS hlusta á niS læksins
litla, rétt utan viS gluggann minn, eSa á væl ugl-
anna, sem voru aö kalla á maka sina.
Nú er komiö mál til þess aS eg fari aS gera mér
ljóst, hvernig afstöSu minni á þessu heimili er háttaö;
síöastliöna tro mánuöi hefi eg veriS svo þreyttur, eft-
ir daglegu störfin, sem hafa orSiö mér erfiö af óvan-
anum, aö eg hefi vanrækt aS rita í dagbók mína.
Daginn eftir aö eg kom var eg snemma á fótum,
og varSi fyrri hluta dagsins til þess aö- skoöa skjöl
og reikningsfærslu fyrirrennara míns, herra Hivarts.
AS því búnu gekk eg heim til hallarinnar til aS
snæöa morgunverö meS fjölskyldunni, en þar hitti eg
fáa gesti þeírra, sem voru þar daginn fyrir.
Frú Laroque hefir mestan hluta æfi sinnar áítt
heima í París. Þár dvaldi hún þangaS til hún neydd-
ist til aS fara til tengdaföSur síns, sakir heilsubilunar
hans; eigi aS síöur hefir hún haldiö smekkvísi sinni
þarna uppi í sveitinni, og enn hefir hún áhuga á,' og
þykir mikiS koma til hinna íburSarmiklu og nautna-
ríku lifnaSarhátta í höfuöstað Frakklands. ÞjaS er
ennfremur svo aö heyra, sem hún hafi dvaliö í flest-
um stórborgum Evrópu, og viröist eins og hún hafi
flutt þaðan meS sér listfræSilegan auS og bókmenta-
legan, svo aS hún stendur á miklu hærra mentunar-
stigi en flestar nútíöar konur í París. Hún lætur
senda sér kynstur mestu af blöSum og myndabókum,
og hún reynir eftir megni aö fylgjast meS á öllum
menningar svæöum, bæöi í vísindum, bókmentum og
leiklist.
Meöan við sátum aS morgunverSi bar nýja tón-
leikinn á góma; frú Laroque veik þá spurningu nokk-
urri aS de Bévallan, viövíkjandi leiknum, en hann gat
ekki svaraö henni, jafnvel þó aö hann sé altaf, eftir
þvi sem hann segir sjálfur, meS annan fótinn á virk-
isstæöum Parísar, og hafi vakandi auga á öllu, sem
fram fer þar í borginni.
Frú Laroque snéri sér þá til mín, þó aö eg gæti
glögt séö á svip hennar, aö hún átti litla von á því,
aS ráðsmaöur hennar vissi mikiö um slíka hluti; en
nú vildi einmitt svo vel til, að þetta er hér um bil
þaö eina, sem eg veit nokkuð um.
Eg hafSi sem sé heyrt tónleik þenna á Italíu, er
nú var fyrst farið aö sýna á Frakklandi. Þó að eg
svaraði spurningunni mjög yfirlætislítið, vakti svarið
þó athygli frú Laroque; hún tók nú aS spyrja mig um
fleira, og lét jafnvel svo HtiS aS segja mér af ferö-
um sínum «og aS minnast margra atvika og endur-
minninga frá þeim tímum.
ViS rifjuðum smátt og smátt upp leikhús end-
urminningar okkar, og töluðum um þaS, hversu okk-
ur hefðu komiö fyrir sjónir helztu söfn í Evrópu, og
þegar við stóöum upp frá borðum, stóö viöræöa okk-
ar sem hæst, og líklega hefir það verið þessvegna,
aö frú Laroque tók um handlegg mér og viS leiddumst
fram í dagstofuna; þar héldum viö áfram þessu sam-
tali, sem við bæði höfSum svo mikla ánægju af, og
smátt og smáitt hvarf sá yfirlætisblær úr rödd frú
Laroque, sem hún hafði beitt gagnvart mér í
fyrstunni.
Meðal annars sagði hún mér að vitstola leikari
hefði bitið sig, og aö hana langaði ekki til margs
jafnmikið, eins og efnt væri til gamanleiks heima hjá
henni; baS hún mig nú aS ráðleggja sér hvernig því
yrði bezt komiö i kring. Eg sagði henni frá leik,
leiknum þannig í heimahúsum, sem eg haföi horft á
í Pétursborg, en meS því að eg var hræddur um að
henni fyndist eg gera mig of heimakominn, stóö eg
upp skyndilega, og færði fram þá afsökun, að eg
þyrfti þegar í staö að fara aö sinna störfum mínum;
kvaðst eg ætla rakleitt til leigubóls þess hins mikla,
er væri svo sem mílu vegar burtu frá höllinni, því
eg þyrfti að skoöa þaö.
Frú Laroque virtist furða mjög á því aS sam-
talinu skyldi ljúka meS þessum hætti; hún leit ein-
kennilega til mín, hagræddi sessunum sínum, teygSi
hendurnar yfir glóSarkerið og sagSi loks í lágum
hljóöum:
— Og þaS er víst ekki áríöandi! ÞaS liggur
varla á því.
En þegar eg hélt fast viS fyrirætlun mína, sagöi
hún meS gletni i röddinni;
— Þjér vitiS ekki hvaS vegirnir eru óskaplega
vondir! BíSiS þér nú heldur þangað til veSrið batnar!
— Nei, frú min góS, svaraði eg henni; eg get
ekki beSið nokkra stund. Annaö hvort er eg ráðs-
maður ellegar ekki!
I þessum svifum kom Alain gamli inn í dyrnar
og sagði:
— Sýnist frúnni ekki réttast að láta beita hest-
um fyrir veiöivagn Hívarts, handa herra Ódíot?
Þetta er reyndar ekki fjaöravagn, en hann er sterkur
og eins góður fyrir því.
Frú Laroque hvesti augun á aumingja Allain, er
hann dirföist aö bjóða ráösmanni jafnmikilhæfum og
mér, sem verið hafði í sjónleik hjá Helenu stórher-
togafrú, aö aka í veiSivagni fyrverandi ráSsmanns-
ins. *
— Ætli léttivagninn væri ekki hentugri? spurði
hún.
— Léttivagninn ? Nei, á hontrm væri ómögulegt
að komast gegnum elginn, sagði Allain. Hann sæti
fastur á miSri leiö . . . ef komist yrSi svo langt meö
hann.
Eg kvaðst vel geta komist þessa vegalengd
gangandi.
— Nei, alls ekki! ÞáS getur ekki komiö til
mála. Hvernig eigum við að ráða fram úr þessu?
......ViS eigum milli tíu og tuttugu reiShesta, sem
standa brúkunarlausir.........en þér eruS kannske
enginn reiðmaSur?
— Eg get setið á hesti, frú mín góö, en það væri
alveg óþarft, eg ætla nú aS fara ....
— Alain sjáiS þér um aö söSIaöur sé hestur
handa herra Ódíot! Hvaöa hest finst þér ætti aS
taka Margrét?
— Ljáiö honum Próserpínu, tautaöi de Bevallan
og glotti við.
— Nei, nei, ekki Próserpínu! sagöi ungfrú Mar-
grét með ákefð.
— Hversvegna má eg ekki fá Próserpinu, ung-
frú? spuröi eg.
— Af því hún setur yöur af sér,J| svaraSi hún
einarðlega.
— Setur mig af sér? HaldiS þér þaS?.............
FyrifgefiS ungfrú, mig langar til aö spyrja, hvort
þér riöiS nokkurn tíma þessu hrossi.
— Já, eg geri þaö, en eg á erfitt meS að ráða
við hana.
— Yöur gengur þaS kannske betur, eftir aö eg
er búinn að koma henni á bak nokkrum sinnum. Mig
er nú fariö aS langa til aS reyna hrossið. ViljiS þér
Allan, gera svo vel og láta leggja á Próserpínu?
Ungfrú Margrét hleypti brúnum, ypti öxlum og
settist niður; og átti þaö aB tákna, að hún bæri af sér
alla ábyrgð á slysi því, er aS öllum líkindum mundi
verða.
■— Ef þér þurfiö á Sporum að halda þá getið
þér fengiS þá hjá mér, sagði de Bévallan, sem var
þess fullvis aö eg mundi alls ekki komast ómeiddur
úr þessu ferðalagi.
Eg lét eins og eg sæi ekki ásakandij augnaráS
ungfrú Margrétar og þáSi boö hans.
Rétt á eftir heyrSist traðk og fnæs úti fyrir, er
tveir hesta-sveinar leiddu fram Próserpínu að emu
steinriðinu í garöinum.
Próserpína var dökkbrún hryssa af gæða-kyni.
Eg gekk hvatlega niður garðsriðiS. Tveir ungir
menn fylgdust meS mér. ásamt de Bévallan út í hall-
argaröinn. Þjá langaði víst til aS sjá hvernig færi.
Um leiS voru þrír dagstofugluggarnir opnaðir, til
þess aS kvenfólkiS gæti einnig notið ánægjunnar af
að sjá mig á hestbaki; eg hefði helzt viljaS komast
hjá öllu þessu uppnámi, en eg neyddist til þess að
gera mér þetta að góðu; aS visu var eg ósmeykur
um þaö, hversu reiö þessi mtfndi takast, því að þó
aö eg sé rýr í ráösmannsstööu, þá er eg margæfður
og þrautreyndur reiðmaöur.
Eg var varla alveg kominn á fót þegark faöir
minn setti mig á hestbak, móöur minni til mikils hug-
arángurs, og eftir þaö lét hann ekkert tækifæri ónot-
aö, til aö gera úr mér ágætan reiðmann, eins og hann
var sjálfur. Hann hafði jafnvel stundum látið mig
fara í þung herklæöi, til að venja mig viö aö sitja
vel á hesti, jafnvel í þeim þunga búningi.
Prósperína stóö grafkyr meðan eg var að laga
taumana og klappa henni um hálsinn, en ekki hafði
eg fyr snert ístaöiS meö tánni, en hryssan tók hart
viöbragö út á hliöina og sló með afturfótunum, svo
að hófarnir námu jafnhátt marmara-kerunum, sem
riðið var prýtt með. Því næst stóö hún upp á aftur-
fótunum og var svo grafkyr.
— ÞaS er ekki auöhlaupiS á bak á henni, sagöi
hestasveinninn kampakátur.
— Eg sé að það er hverju orSi sannara, en þó
skal hún finna að eg get ráöiö viö hana.
Um leiö sveif eg á bak án þess að snerta stig-
reipiö, og á meöan Próserpína var að átta sig, hafði
eg lagað mig vel á baki.
Innan stundar hurfum viS bæöi á fleygiferð inn
í kastaníutrjá-göng; á eftir okkur kvaö viS dynjandi
lófaklapp, og enginn klappaöi ffíeir en de Bévallan.
Þó aö atburöur þessi væri smávægilegur aö vísu,
þá varð eg þess þó var, strax kveldiö eftir, að hann
hafði oröið til þess aö auka álit hallarbúa á mér.
Ýmsar fleiri listir, sem eg hefi numið í aöalstíð
minni, hafa og orðiS til þess aS tryggja mér þá virS-
ing, sem eg óska eftir, og til aS halda uppi áliti mínu.
Húsbændur mínir hafa samt oröiS þess varir, að
það er síður en ekki ætlun mín, aS vanbrúka þá vin-
semd og'alúS, sem mér er sýnd á heimilinu, í því
skyni aS hreykja mér til upphefðar, er alls ekki hæfir
þeirri lítilmótlegu stöSu, sem eg hefi að rækja. þar
heima fyrir.
Eg held mig eins mikið og eg get í herbergjum
minum, en varast auðvitaS aS gera slíkt aS óánægju-
efni; eg hefi yfir höfuð hegöaS mér mjög gætilega,.
því að eg vil sem minst láta bera á mér.
Nokkru eftir að eg kom var mikil miðdegisveizla
haldin í höllinni, og var eg þar viðstaddur, en þær
veizlur eru tíðar um þetta leyti árs. I þessari veizlu
fór sýslumaður úr nágrannabænum næsta aö spyrja
um mig. SýslumaSurinn var afar holdugur maður og
sat við hægri hlið húsmóSur minnar.
Frú Laroque er oft eins og viðutan, og gleymdi
hún því augsýnilega, aS eg sat skamt frá, og hvort
sem eg vildi eöa ekki, hlaut eg að heyra það, sem hún
svaraöi, en þaö var þetta:
— Spyrjiö mig ekki um þetta herra sýslumaður,
því að okkur öllum er þessi maður sem óráSin gáta.
. . . Okkur hefir þótt líklegast aS hann sé prinz í
dularbúningi, sem sé að leita æfintýra .... það er
nóg til af þeim nú á tímum.........Hann er hvers-
kyns hæfileikum búinn: hann er frábær reiðmaöur,
leikur á píanó eins og listamaður og til dráttlistar
kann hann stórvel . . . . . Svona okkar á milli held
eg að lítiö fari fyrir ráðsmanns-hæfileikum hans, en
hann er fárra líki í samkvæmum.
Sýslumaðurinn er víst mesti ágætismaöur eSa
svo heldur hann sjálfur aö minsta kosti. Hann strauk
holdugri hendinni um vanga sér og sagði brosandi,
aö þaS væri nægilega margar fagureygar snótir í
höllinni til þess að ráSin væri þessi gáta, og ekki væri
annaS liklegra, en aö maðurinn gengi í biöilsbuxum.
Ástaguðinn væri eins og allir víssu verndari flónanna.
. . . Svo skifti hann alty einu um róm og sagði mjög
alvarlega:
— En ef frúin skyldi vera eitthvað kvíöandi út
af þessum náunga, þá skal eg láta herforingja yfir-
heyra hann í fyrra málið.
Frú Laroque flýtti sér aö afþakka þessa
greiöasemi og svo var ekki meira um mig talaö.
Mér hálf þótti þetta; eg þyktist ekki eiginlega viB
sýslumanninn, sem mér fellur mjög vel í geö, heldur
viö frú Laroque, er aS vísu lét heimsmanns hæfileika
mína njóta sannmælis, en geröi óhæfilega lítiö úr
dugnaði mínum í þeirri stööu, sem ég hafði á hendi.
Nú vildi svo til, aS daginn eftir átti eg að end-
urnýja leigusamning, er nam býsna miklu. Samning-
urinn var geröur viö gamlan og kænan bónda, sem
mér tókst aö gera orðlausan meS nokkrum háfleygum
lagamálssetningum og starfsmálamannslegri rósemi.
Þegar við vorum orönir sammála um meginatriðin,
lagöi bóndinn rólega fram þrjá bréfskika meS gull-
peningum í á skrifboröiö hjá mér.
Þó aS mér ekki skildist strax til hvers þessir
peningar áttu aö' fara, gætti eg þess þó að láta það
ekki á mér sjá, eöa aS mig furðaði á þessu, en um
leiö og eg opnaði stiklana og tók úr þeim peningana,
lét eg einhver þýðingarlaus orö falla þeim viðvíkjandi
og komst þá aS því, aö þetta fé var eins konar þokka-
bót sem leiguliðar greiddu samkvæmt gamalli venju
þegar leigusamníngur var endurnýjaöur.
Eg 'hafði hvergi séð slíkan teknaliö tilgreindan í
allri bókfærslu fyrirrennara mins, sem eg hafði þó
vandlega athugað, og þvi hafði mér ekki komið til
hugar að krefjast þess fjár.
Eg hugsaði samt ekki um þetta fyr en eg varS
var viö undrun frú Laroque, er eg rétti henni gull-
peningana.
— Hvaða peningar eru þetta? spuröi hún.
Eg skýrSi henni frá málavöxtum, en svo var aö
sjá sem hún skyldi mig ekki, því aS hún lét mig end-
urtaka ummæli mín þessu viövíkjandi.
— Er þetta venja? spuröi hún.
— Já, í hvert sinn sem leigusamningur er endur-
nýjaður frú mín góö.
— En síöastliðin þrjátiu ár hafa sjálfsagt þrjá-
tíu leigusamningar veriS endurnýjaöir, ög aldrei hefi
eg fyr orðið var viö slikar borganir fyrirfram.
— Mér er ókunnugt um þaö, frú min góð.
Frú Laroque starði hugsandi fram undan sér
um hríö, og má vera að fyrir hugskotssjónir hennar
hafi svifið mynd herra Hívarts i hæfilegri fjarlægö;
en er hún hafSi setiö þannig stundarkorn, ypti hún
ofurlítiS öxlum, leit á mig. siöan á gullpeningana, og
svo á mig aftur, eins og hún væri i vafa um hvaS
hún ætti að gera.
Þessu næst hallaöi hún sér aftur á bak í hæg-
indastólinn, stundi þnugan, og sagöi viB mig meö
þeim rólega og notalega málrómi, sem mér féll svo
vel:
— Jæja, það' er ágætt, herra Ódíot, þakka yður
fyrir.
Þessi sönnun fyrir ráövendni minni, sem hún
var nógu hyggin til aö fara ekki aö hrósa mér fyrir,
hefir líklega oröiö til þess aS frú Laroque hefir feng-
iS betra álit á dugnaði og forsjá ráðsmanns hennar.
Eg fékk frekara fullvissu um þaS nokkru síðar er
hún mintist á þetta efni viö dóttur sina. ,
Þaö er einlæg von mín, að mér auðnist aö ná
virðing og trausti húsbænda minna, m.eS svo miklum
grandvarleik ræki eg starf mifit, og góöar horfur eru
á því að þessi von mín ætli að rætast, því þegar eg
kom til Parisar nýskeð að finna systur mina, þakkaði
herra Laubépin mér innilega fyrir þaö, hve afbragðs
vel eg stæSi i stöSu minni, þeirri, sem hann hafSi út-
vegaö mér.
— HaldiS þér áfram eins og þér hafiö byrjaö,
herra Maxíme, mælti hann,, Helena litla hefir varla
orðiS nokkurrar breytingar vör, og þarf heldur aldrei
að fá neitt um hana aS vita; yðar sjálfs vegna skuluö
þér ekki vera áhyggjufullur, því að það sem hér í
heimi er talin hamingja, þaö hafiö þér öðlast, guði
sé lof, en þaS er góS samvizka og drengileg fullvissa
um að hafa gert skyldu yöar.
Þessi aldraöi, skynsami maður hefir víst rétt fyr-
ir sér. Eg er orðinn rólegur, en hamingjusaman get
eg alls ekki taliö mig. Eg er víst ekki enn oröinn
nógu þroskaður til aö njóta þeirra fórna, sem eg færi
fram, því aö ööru hvoru koma í mig hugleysis og
ráðaleysisköst. Ókominni æfi minni ætla eg að> verja
til baráttu, baráttu í .því skyni aö tryggja framtíS
veikbygðrar stúlku, og því gefst mér hvorki tóm til
aö hugsa um sjálfan mig eða mitt gagn. Hugur
minn skal vera önnum kafinn, og hjarta mitt slá til
stuönings vellíðunar annara, og ef eg get aðeins gert
Helenu litlu hamingjusama, þá er því marki náö, sem
eg hefi sett mér.
En er þegar farinn að finna ellimörkin, en eg
vildi að eins aö ár fylgdu árum sem allra hraöast;
þess óska eg af heilum hug.
Að öSru leyti get eg ekki kvartað yfir stöðu
minni; hún er langtum betri en eg gat gert mér von
um, óg kvíSi minn í því efni hefir reynst ástæöulaus.
Starf mitt og tíðu ferSalög út i yztu jaðra land-
eignanna, ásamt einveru-þráar minnar, tálmar því aS
eg sé tiöur gestur í höllinni, en þar reyni eg aö lenda
ekki í stórum samkvæmum.
ÞaS er kannske því aS þakka hvað sjaldan eg
kem, aö mér er. altaf svo vel tekiö.
Frú Laroque er einkanlega mjög vingjarnleg viS
mig, og mér trúir hún fyrir sínum furSulegu hugleiö-
ingum um þaS, hvað ákjósanlegt þaS væri fyrir hana
aö vera fátæk, og hve fús hún mundi vera aö leggja
mikiS í sölurnar fyrir aSra; þetta viröist dálítið þros-
fcgt, þegar gætt er aö þeim háu kröfum, sem kulvísa
kreóla-kona gerir til lífsitis.
ASra stundina öfundar hún Zígeuna-konur, er
aka um þjóðvegu í lélegum fjalavög'num fullum af
organdi krökkum, — konur, sem verSa aS sjóöa mat-
inn ofan í sig og hyski sitt í skjóli viS útgaröa — en
hina stundina eru það hjúkrunarkonur og matsölu-
konur i her, sem hún dáist aS, og vildi gjarnan skiflta
lífskjörum viS.
Þessu næst tekur hún til aS ákæra mann sinn
látinn fyrir hans góöu heilsu, er aldrei veitti konu
hans færi á að sýna þá ágætu hjúkrunar-hæfileika,
sem hún er viss um aS hún er búin.
Jafnframt þessu hefir hún látið gera nokkurs
konar kví umhverfis hægindastól sinn, til verndar henni.
fyrir dragsúg. Þegar eg kom inn til hennar í fyrra
dag, hreykti hún sér í þessu tjaldbirgi, biðandi þess,
aö aö þeim tímamótum drægi, er hún gæti framkvæmt
sín frægöarverk.
Sama er aö segja um hina hallarbúana, þeir sýna
mér allir einstaka vinsemd.
Ungfrú Margrét er aö öllum jafnaði sokkin niö-
ur í fjarsýnis dagdrauma, eins og egiptskt meyljón,
er jafnvel svo tilhliSrunarsöm aö syngja fyrir mig
uppáhalds söngva mina. Hún 'hefir einkar fagra
millirödd, sem hún beitir efltir listarinnar reglum, en
hún kryddar söng sinn meö svo miklum kulda og
kæruleysi, aö helzt lítur út fyrir aS hún geri þaS
viljandi. Stöku sinnum er þó eins og hún gleymi sér,
og þá legst óvanalegur ylur og varmi í róminn,, en
jafnskjótt og hún verður þess vör, er eins og hún
blygSist sín og fyllist gremju yfir því aö hafa komiö
upp um sig, og þá hraðar hún sér aö hjúpa sig aftur
sínum jökulskrúða.
Nokkrum sinnum hefi eg spilað piquet viS
Laroqud gamla, og af því eg 'hefi altaf veriS svo
kurteis við hann að tapa, vona eg að hafa náS hylli
hans. Stundum starir þessi aldraði aumingi svo at-
hugull á mig, að engu er líkara, en aS einhver end-
urminning frá löngu liSnum tima, eða hemjulaus
líking láti á sér bóla í draumaheiminum þeim, sem
sennilega svífur í sundurleitri fylking fyrir sálar-
sjónum gamla mannsins.
En sér er nú hvaö! Þ'au ætluðu aS afhenda mér
aftur skildingana, sem eg tapaði í spilum við hann!
Eftir því sem eg kemst næst, þá kvaö frú Aubry,
sem jafnaðarlegast spilar við gamla manninn, ekki
hika við' að taka aftur við því, sem hann græöir af
henni, þó að hún vinni oft af honum og deitti aldrei
í hug aö skila þeim skildingum, enda slá þau þá oft
alvarlega brýnu.
Laubépin lýsti þessari frú Aubry alt of vel í
skýrslu sinni, og eg hefi á henni mesta ýmigust.
Samt sem áSur hefi eg fjölskyldunnar vegna,
reynt að ná hylli þessarar konu, og hefir mér hepn-
ast það meS því móti aS hlusta á kvennavols-klögu-
mál hennar um þau kjör, sem hún eigi viS aö búa,
ýkjur hennar um auð þann er hún hafi átt, húsgögn:,
silfurborðbúnað, kniplinga og glófa.
Eg skal játa það, aö þaö er góður skóli sem eg
geng í hér til aS læra aö fyrirlíta þau gæði, sem eg
hefi mist. Allir hér á heimilinu hafa mestu fyrir-
litningu á auöi, og sfeppa engu tækifæri til aö færa
rök fyrir þeirri skoSun sinni.
Fyrst og fremst er að telja frú Aubry, er ílkja
má viS matháka þá sem eru svo gráðugir, aS maður
hlýtur aS missa matarlyst og fá viðbjóS á þeim rétt-
*Um„ er þess kyns fólk mælir mest meS.
Þá er næst aö telja aumingja kafteininn, sem
deyr langvinnum dauða innan um miljónir sinar, jafn-
óhamingju-samur eins og Job í eymd sinni.
Þessu næst er aS nefna mína ágætu„ kærulausu
og sérlyndu frú Laroque, er mitt í öllum sinum tak-
markalausa auð, blaSrar. um þann skort og fátækt,
sem henni er neitað um — og að endingu er aö geta
hinnar yndisfögru ungfrú Margrétar, er ber eins og
þyrnikróna væri þaö ennishlað auðs og friöleiks, sem
guð hefir skreytt hana meö.
Hún er myndarleg kona.
Lögbergs-sögur
FÁST GEFINS MEÐ ÞVf
AÐ GERAST KAUPANDI AÐ
BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI
Dr.R. L. HUR5T,
Member of Royal Coll. of Surgeons,
Eng., útskrlfaður af Royal College of
Physicians, London. SérfræSingur í
brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. —
Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage
Ave. (k móti Eaton’sj. Tals. M. 814.
Timi til viötals, 10-12, 3-5, 7-9.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
íslenzkir lógfrægingar,
Skrifstofa:— Room 811 McArthur
Building, Portage Avenue
Áritun: P. o. Box 1650.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
BJÖRN PÁLSSON
YFIRDÓMSLÖGMENN
Annast Iögfræðisstörf á Islandi fyrir
Ve.tn.I.Und'nga Utvega jarðir og
hus. Spyrjið Lögberg um okkur.
Reykjavik, . iceland
P. O. Box A 41
♦ ♦♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦'♦♦ » ♦ M M
Dr. B. J.BRANDSON
Office: Cor. 8herbrooke & William
Telephone gapxy 320
OwcB-TfMAR: 2-3 Og 7-8 e. h.
Hbimili: 620 McDbrmot Avb.
Tslbprons qarry 381
Winnipeg, Man.
Dr. O. BJ0RN80N
Office: Cor, Sherbrooke A Willhi.
rBLBPBONKl GARRY 32«
Office-tímar: 2—3 og 7—8 e. h,
Hbimili: 81 O Alverstone 8t
telephonei garry rea
Winnipeg, Man.
Vér leggjum sérstaka áherzlu ft
selja meðöl eftir forskriptum lækna.
Hin beztu meðöl, sem hægt er að fft,
eru notuð eingöngu. pegar þér komiB
með forskriptina til vor, megið þér
vera viss um að fft rétt það sem lækn-
irinn tekur til.
COLiCtiEUGH & CO.
Netre Dame Ave. og Sherbrooke St.
Phone. Garry 2690 og 2691.
Giftingaleyfisbréf seld.
Dr. W. J. MacTAVISH
Ofpick 724J ó'argent Ave.
Telephone iherbr. 940.
l ,0'12 í- m-
Office tfmar -l 3-5 e. m.
( 7-9 e. m.
— Heimili 487 Toronto Street _
WINNIPEG
tklbphone Sherbr. 432.
Dr. R. M. Best
Kverjna og barna læknir
Skrifstofa: Union Bank.
horni Sherbrooke og Sargent
Tímar: 3—5 og 7—8.
Heimili: 605 Sherbrooke Street
Tals. Garry 4861
J. G. SNŒDAL
TANNLŒKNIR.
ENDERTON BUILDNG,
Portage flve., Cor. Hargrave 8t.
Suite 313. Tal*. main 5302.
Dr, Raymond Brown,
Sérfræöingur í augna-eyra-nef- og
háls-sjúkdómum,
326 Somerset Bldg.
Talsími 7262
Cor. Donald & PortageAve.
Heima kl. io— 12 og 3—5
A. S. Bardal
843 SHERBROOKE ST.
selur líkkistur og annast
om útfarir. AUur útbún-
aður sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann allskonar
minnisvarSa og legsteina
Oarrjr 2152
*- *■ WOUHPnow Tals. Sherbr, 2786
S. A. SICURÐSSON & CO.
BYCCIfiCAtyEfiN og FflSTEICNflSALflR
Skrifstofa: TalsímiM 4463
208 Carlton Blk. Winnipeg
J. J. BILDFELL
FASTEIGm A8ALI
Room 520 Union Bank - TEL. 2695
Selur hús og lóðir og annast
alt þar aðlútandi. Peningalán