Lögberg - 24.09.1914, Blaðsíða 1
idftef 6.
27. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGÍNN 24. SEPTEMBER 1914
NÚMER 39
STYRJÖLDIN MIKLA.
Orustan irið Marne.
Bardagar "í þessari styrjöld eru
ekki kendir viS þorp eöa borgir.
einsog fyr á dögum, heldur eru i
vígvellirnir nú svo víöir um sig,
aö þeir ná yfir hálf þjóölönd.
Orusta sú hin mikla, er stóö í viku
og lyktaöi meö því, aö Þjóðverjar
létu undan síga, er kend viö elfuna
Marne, sem rennur austur úr
Frakklandi og í Signu, skamt frá
Parísarborg; í þeim langa árdal
stóö höfuðorustan og á sléttunum
noröur af, þarsem heita Kabalániu-
vellir og frægir eru aö fornu og
nýju af orustum er þar hafa staö-
iö. Þar var hnekt sigurför Atla
Húnakonungs í fomöld og á þeim
slóöum baröist Napoleon viö ofur-
efli liös f}’rir einni öld síöan og
varö undan aö láta. Sú tíu daga
orusta sem nú var þar háö, er
sjálfsagt sú mesta, er háö hefir
veriö í vesturlöndum, aö mann-
fjölda og mannfalli. Mörg dæmi
eru sögð af því, hve grimmlega
var barizt. Á einum staö höföu
Þjóöverjar hlaðiö sér vígi af
mannabúkum, sex feta háan garö,
en hraktir voru þeir þaöan og
flestir drepnir, en 7000 lík lágu þar
eftir. í slóö Þjóðverjanna var
þykkur valur af dauðum og sár-
um mönnum, vopnum allskonar og
farangri. Rigning var mikil þá
dagana og færö svo íll, aö varla
varö stórbyssum komið með liöinu,
en menn og hestar gáfust upp og
uröu handteknir. Um mannfall
ganga ýmsar sögur, ein sú, aö af
Þjóðverjum hafi fallið 100,000
manns og hálfu minna af hinna
liði, Frakka og Breta. Getið er
þess aö hinir síöarnefndu hafi mist
þar um 15 þúsundir, og má þar af
ráða hversu mannskæð orustan
var. Þó fylgir þaö sögunni. að
Þjóöverjar sæki jafnan harðast
þar á, er þeir vita af Bretum fvr-
ir og vilji fyrir hvern mun vinna
þeim sem mestan mannskaöa, af
megnu hatri er þeir beri til þeirra.
Orustan við Aisne.
Noröan til á Frannlandi rennur
á til vesturs, er nefnd er Aisne.
Fyrir norðan hana eru upptök
Ardenna fjalla, lágir hálsar, höfð-
ar og múlar, flestir skógi vaxnir.
Á þeim stöðvum námu Þjóðverjar
staöar á flóttanum, enda er sagt,
aö þeir hafi þar fyrir búizt áður
og hugsaö sér að leita þangaö, ef
þeir biðu hnekki sunnar í landinu,
hafi látið þar eftir sumar stór-
byssur sínar og vistir, á suðtirför-
inni og dregið óþreytt lið þangað,
jafnskjótt og á þá fór að hallast
við Marne. Nokkuö er, að þegar
bandamenn gerðu þar áhlaup á,
var viötakan svo hörð, aö lítið eða
ekki vann á. Bandamenn héldu
djarflega norður yfir fljótiö og er
styzt frá að segja. aö síðan hefir
bardaginn staöið þar 1 ruma Viku,
stundum bæði dag og nótt. Stór-
byssurnar liafa þrumað og sent
sinar banvænu kveöjur úr beggja
liði. en öðru hvoru hefir fótgöngu-
lið veriö sent fram til atlögu.
Hvorugir virðast hafa unnið á,
svo nokkru verulegu nemur. Þjóö-
verjar halda enn þeim siö. aö
senda fram stórmik iöliö í þykkum
fylkingum, hiröa ekki um mann-
fallið, heldur þaö eitt, aö alt veröi
undan að láta í svipinn. Með því
móti er sagt, að sumar frægar her-
sveitir þeirra hafi nálega stráfall-
iö. Fyrir vestasta fylkingar armi
Þjóðverja ræður sá, hershöföingi
er nefnist von Kluck. Á hann hafa
bandamenn leitaö haröast, til þess
aö hrekja lið hans austur á bóg-
inn og bægja honum frá liðsafn-
aði úr Relgíu, en hann hefir varizt
þeim til þessa. Spurzt hefir til liðs
bandamanna fyrir vestan hann, á
austurleið, en af vopnaviðskiftum
segir ekki þar, fremur en annars
staöar i þessari stórorustu. Aust-
ur araiur hins þýzka hers, undir
foustu krónprinsins, hefir aöal-
stöövar nálægt Verdun, austarlega
á Frakklandi, noröantil, og nær
þaðan suður og austur, þaðan hafa
engar fregnir borizt, nema að sá
her fór á hæli um stund. Um or-
ustu þessa hina miklu verður ekki
annað sagt aö þessu, en aö hvorir-
tveggja berjast af öllu megni, ogi
veitir ýmsum betur á ýmsum stöö- j
um, þann og þann daginn, en hvor-J
ugir bera af öðrum y11 rleitt. Báðir.
safna liöi, enda er Þjóðverjumj
Hægt um vik, því aö allar járn- j
brautir hafa þeir á sínu valdi fyrir
norðan sig, bæði frá Belgíu og
Luxemburg og sínu eigin landi.
Þeir standa vel að vígi að því
leyti, að auðvelt er að verjast frá
þeim stÖðvum, er þeir hafa náð,
en erfitt að sækja á þær. Banda-
menn draga lið að sér, bæði sunn
an af Frakklandi og af Bretlandi.
Ekki reyndist þaö satt, að Bretar
hefðu flutt þangað rússneskt lið,
enda var það ótrúlegt, en liö all-
mikið er þangað komið af Ind-
landi, um 70,000 að sögn sumra
blaöa og von á stórmiklu meira frá
Bretlandseyjum, jafnóöum og það
venzt vopnaburði. Rigningar hafa
geysaö á vígvelli, svo að skotgrafir
hafa fylzt, en hermenn liggja í
vatni og hafa illa búð. Svo er
sagt, aö veriö sé aö bæta öll vígi
Þjóðverja í Rinardal, flytja að
vopn og vistir og skotfæri, ef til
þess skyldi koma aö Þjóðverja her
verði hrakinn burt af Frakklandi.
í Belgíu hafa þeir saman lið sitt
og láta undan síga, meö því að
þaðan hafa þeir sent margar her-
sveitir til liðs við sina menn á
Frakklandi.
Auðvaldiö, Italía og keisarinn.
Það kom upp, eftir að Þjóðverj-
ar biðu lægra hlut í orustunni' við
Marne, að fjármálamenn í hinum
enskumælandi heimi höföu lifað
við óhug mikinn, meðan banda-
menn fóru á hæli. Þeir búast ekki
við aö ófriði veröi bráölega slitið,
en þegar þaö sýndi sig, að Þjóð-
verja her var ekki ósigrandi, þá
létti af þeim þungum steini. Þeir
líta svo á, að bandamenn séu aö
minsta kosti jafnvígir sínum mót-
stöðumönnum, og þess vegna muni
þaö með tímanum riða baggamun-
inn, aö þeir eiga graiðan aðgang
að vistuin og öðrum nauðsynjum,
en Þjóðverjum veröi það bannað,
þegar stundir líða. Því sé áreið-
anlegt, að sigurinn sé bandamönn-
um vís á endanum, af þeirri á-
stæðu einni ef ekki öðrum, og það
því fremur, sem Austurríki er
lamað og ítalía líkleg til að sker-
ast í leikinn meö Frökkum. Er
síðan miklu léttari brúnin á þeim
sem peningana hafa og láta í veöri
vaka, að lán verði ríflegri og við-
skifti líflegri smátt og smátt. —
I Rómaborg hafa orðiö uppþot,
vilja sutnir ákaft aö herjað sé á
Austurríki þegar í stað og af því
tekin þau lönd, sem italskir menn
búa i og undir þaö ríki liggja enn-
þá. Var þvi upphlaupi sundraö af
herliði, en mjög er stjórn ítala
snúin til liðveizlu við bandamenn,
og lausafregnir segja þar liðsafn-
að í kyrþey. Vilhjálmur keisari
kvað vera Itölum ævareiður, og
tjáist hafa sent stjórninni þar
stuttleg skilaboð á þá leið, að
hvort sem hann yrði sigraður eða
kæmi þeim á kné, sem hann væri
að berjast við, þá skyldi hann
muna Itöum svikin.
Andinn í þýzka hernum.
Keisarinn er sagður eiga mik-
inn hlut í herstjóm, bæöi á Frakk-
landi og eystra. Hann heldur
ræður og gefur út boðskap til hers
og þjóðar og kernur ávalt í einn
stað niður: að drottinn sé í verki
meö sér og sínu Iiði. Einn af
sonum hans varö sár og skrifaöi
bréf frá spítala í Brussel, þarsem
hann lá, einhverri tiginni frænku
sinni. Hann sagðist aldrei hafa
lifað eins sælan dag á æfi sinni,
sem daginn þann, er hann fékk
sárið, og sé guði af hjarta þakk-
látur fvrir það. Þetta þykir sýna
móöinn i þeim þýzku og öðruvísi
hugarfar en annað fólk hefir.
Þeir þýzku eru herskáari og
grimmari, að því er virðist, heldur
en vænta mátti á þessari siöfág-
unar öld, og þykir mega rekja það
til hins hrottalega hernaöaranda,
sem meiri hluti þjóöarinnar hefir
verið alinn upp viö í meir en
mannsaldur. -t- Tvær herdeildir af
þýzku liði, um 80 þúsund manns,
lögðu upp frá Brussel í Belgíu
suður á Frakklandi, það sem eftir
var tók aö búast um i borginni og
viggirða hana, gegn væntanlegu
áhlaupi af belgisku herliði meö
hjálp Breta. Herskatt hafa þýzk-
ir lagt á borgir í Belgíu og þann
hluta Frakklands er þeir hafa vað-
ið y^ir, er nemur 144 miljónum
dala, en aöeins lítill hluti þess
mikla fjár er enn greiddur.
Hvorir tveggja þykjast liafa
unnið sigur, Austurríkismenn cg
Serbar, sem liklega er að skilja
þannig, að Serbar vinni á í Bosniu,
en hinir veiti viðnám austantil,
þarsem Serbar höfðu áður barið á
þeim og elt þá noröur yfir Doná.
Rcttarbœtur Rússastjórnar.
Af óförum Austurríkismanna
fyrir Rússum eru fregnir óljósari
en búast mátti við. Þeir böröust
i nálega þrjár vikur á Póllandi og
i Galizíu, og á þeim tima hörfuöu
hinir fyrnefndu undan yfir 125
mílur. Hversu mjög kjarktir var
barinn úr þeim má ráða af því, að
á einum stað gáfust þrír herfor-
ingjar og 19 liösmenn upp fyrir
einum kózakka. Herlið er Þjóð-
verjar sendu til liðs við banda-
menn sína varð að hörfa undan og
urðu um 5000 herteknir af því
liði, en austurríski herinn skildi
eftir flestallar fallbyssur og annan
farangur, sem fyr getur. Þjóð-
verjar sendu svo mÍK'ið lið til aust-
ur Prússlands, að Rússar fengu
ekki rönd við reist, enda er svo
sagt, að sú herferð Rússanna hafi
verið gerð eingöngu í því skyni,
að láta þýzkara skifta liði sínu,
svo aö þeir gætu ekki beitt því öllu
móti Frökkum. Það tókst,, en nú
hafa þeir aftur flutt 320 þúsundir
hermanna af austur Prússlandi til
Frakklands, og fór þá að verða
sókn af þeirra hendi á vígvelli við
fljótiö Aisne.
Blöð herma, að auk þess sem
Rússakeisari hafi heitið Pólverj-
um sjálfstæði, þá hafi Finnum
einnig verið gefin von um ívilnun
á stjórnarhögum. Þar á ofan hef-
ir pólitískum afbrotamönnum verT
iö gefnar upp sakir um endilangt
keisaradæmið, og hafa svo tugum
þúsunda skiftir af slíkum orðið
frjálsir menn, bæöi á Rússlandi og
í Síberíu. Gyöingum, sem háð
hafa óvægan ófriö við Rússastjóm
með samsærum og leyni samtök-
um, um mörg ár, og því þolað
þungar búsifjar af stjómarinnar
hendi, hefir verið lofað réttarbót,
])ar á meðal því, aö þeir megi
hverfa heim aftur og setjast að
óáreittir, þó flúið hafi land. en
áður var jafnvel þeim Gyðingtun
ekki leyft að koma aftur til Rúss-
lands, sem fhrtt höfðu burt án þess
að vera sakbitnir. Svo þungt var
stjórninni í þeli til þeirra. Allir
þegnar Rússakeisara, af slafnesku
kyni, eru honum hollir og trúir,
J með því að þeir eru ólmir í ófrið
I við Þjóðverja.
tíu daga sem orustan hefir staðið,
fyrir látlausa aðsókn Frakka og
Breta, og er vonast eftir, að þar
verði framhald á, og bandamenn
fái brotið á bak aftur þann fylking-
ar arm innan fárra daga. Hervirki
Þjóðverja hið síðasta er það, að
þeir skutu á dómkirkjuna í Rheims,
fomt og frægt musteri, og skemdu
mikið. Þar lágu mni þýzkir
menn í sárum og biðu sumir bana
af skotum sinna lan’smanna. —
Austurríkismenn hafa enn veitt
viðnám með leyfum hins sigraða
hers og stórmiklu nýju liði og
halda orustur við Rússa í Galiciu,
ekki mjög langt frá landamæmm
Þýzkalands, styðjast þar við sterk
vígi, er Rússar eru nú farnir að
sækja að. — Þrjú herskip Breta,
af þeim eldri og smærri, voru
sprengd upp af neðansjávar bát-
um í Norðursjó. en 700 manns af
skipshöfnum þeirra varð bjargað,
tveir neðansjávar bátar Þjóðverja
fórust og ]iar. — Þýzkt herskip
handsamaöi sjö ensk verzlunar-
skip í Bengal flóa, sökti sex, setti
alla skipsmenn á það sjöunda og
sendi þaö svo búiö tli næstu hafn-
ar á Indlandi. — Skipsmenn voru
að gera við enska beitisnekkju í
höfn fyrir Austur Afríku, kom þá
þýzkt herskip að þeim óvörum.
eyöilagöi snekkjuna og fórust þar
menn. Ensk herskip eru send til
aö hreinsa þann sjó. Línuskipið
Carmania var gert að herskipi af
Bretum, hitti verzlunarskip þýzkt
fyrir austan Suöur-Afríku, sem
líka var til hernaðar búiö og sökti
því. — Japanar sækja á vigstöðv-
ar Þjóöverja í Kína og verður
nokkuð ágengt með sprengikúlum
frá loftförum'.
SlysáSt. LawrenceiTS^'yragír'Nonhefnjhlenzku kenshn við
Crown
I
j Ýmsar fréttir.
Blöðin flytja ekki aðrar fréttir
; en þær, sem stjómir landanna vilja
| vera láta, og gerast rnörg söguleg
1 tíðindi bak við tjöldin, sem ekki
| korna upp fyr en löngu eftir að
| þau liafa skeð. Það er víst, að
Þjóðverjar hafa haft njósnir ótrú-
lega miklar í öðrum löndum og
hafa enn. Á Bretlandi hafa marg-
ir slíkir njósnarmenn verið teknir
og aflífaöir, að þvi er ráða má af
því sent fréttaritarar Bandaríkja
gefa í skyn. Til dæntis hversu
vandlega þýzka stjómin hefir látið
starf a að njósnum þessuni, má
geta þess að þýzk kenslukona var
I á skozku ríkisheimili, búin aö vera
þar í 25 ár, í hávegum og miklu
afhaldi, en þegar rannsakað var
um hagi hennar, eftir aö 'stríðið
byrjaði, kom þaö upp úr kafinu,
aö hún haföi verið á njósnum fyr-
ir þýzku stjórnina í öll þessi ár.
Af Frakklandi em mörg dæmi
sögö af áleitni þýzkra spæjara, all-
ir þykjast þeir vera enskir, sumir
amerískir blaðamenn, sumir brezk-
ir sendimenn og þar tram eftir
gotunum, en þeir koma upp um sig
með hnýsni sinni um þaö sem að
herbúnaði og liðsafnaði lýtur.
Slíkir eru af lífi teknir umsvifa-
lítiö, og hinir, sem gmnsamlegir
þykja, settir í varðhald. Af þeim
síðarnefndu er nafnkendastur rit-
höfundurinn Max Nordau. Af
ítalíu kemur sama sagan um þýzka
njósnarmenn og úr Danmörku
sömuleiðis, en i þeim löndum eru
þeir sem nást, handsamaðir en
ekki teknir af lífi.
Síðustu stríðsfréttir.
Alt herlið Canada lands sem nú
er í Valcartier, veröur sent í einu
til Englands, nijög bráðlega.
Orustan viö Aisne-fljótiö stend-
ur enn. Þarsem það fljót kemur
saman við Oise-fljótið og upp með
þeinn fljótsdal, er vestur armur
Þjóöverja hers á breiðum og löng-
um múla; þar er orustan höröust
og þar hafa Þjóðverjar þokast
aftur á bak um nokkrar mílur, þá
Fjórtán manns farast.
í afturelding 18. þ. m. rákust
tvö skip á, skamt frá Crane
Island í St. Lawrence fljótinu.
Sökk annað skipiö inran fjögra
mínútna eftfr að slysið bar að
höndum. Hitt skipið komst hjálp-
arlaust til hafnar.
Skipið sem sökk hét Montmagny
og var hlaöið nauðsynjum til
hinna ýfnsu vita í og fram með
Lawrence fljótinu og firðinum.
Hitt var kolaskip, á leið frá Sydney
til Montreal.
Veður var kyrt og heiður him-
in. Rakst kolaskipið á Montmagny
bakboröa, litlu fyrir aftan stjórn-
arpall. Féll sjór svo ort inn að'
ellefu börn druknuðu, tvær konur
og einn karlmaöur. Mörg af
börnunum hefðu þó komist af, ef
þau hefðu viljað skilja við mæöur
sínar.
Bank, Winnipeg.
B. L. Baldu’insson
ritari.
Manitoba-háskclann.
Úr bréfi frá Reykja-
vík.
De La Roy bíður bana.
Yfirforingi Búa hers í Suður-
Afríku, De La Rey að nafni, misti
lífið einn daginn, með þeim hætti,
að lögreglu menn skutu hann til
bana. Hann var á leið út á búgarð
sinn, í bifreið. ei; -kígreglan var á
sveirni þarsem leið hans lá, og
vildi handsama glæpamenn, er hún
vissi að voru í bifreiö mjög líkri
þeirri, sem hershöfðinginn ók í.
Lögreglumenn kölluðu til hans að
standa við ella vera skotinn, en
hann mun ekki liafa heyrt þaö eöa
skilið hvað við lá, og hélt áfram.
Skullu þá á hann skotin, og hitti
ein kúlan hann í hjartastaö. Hinn
látni hershöfðingi fékk góöan orö-
stír í Búastríðinu og átti mikinn
þátt í friðargerð ásarnt De Wet og
Botha. Hann var rúmlega hálf-
sjötugur að aldri.
Farmur nœst.
Meðal annars sem sökk meö
“Empress of Ireland” voru um 14.-
000 pund af skíru silfri. Er hvert
pund nálægt $8,80 virði. Nú er
búið að ná rúmum helming af
þessum dýrmæta sjóöi aftur.
Tekist hefir einnig ao ná í fjár-
hirzlur skipsins. En þar var ekki
um auðugan garð aö gresja, þvi
slysið vildi til áður en farþegar
höfðu verið búnir að afhenda
fjármuni sína til geymsut.
Ennfremur hefir fundist mikiö
af bréfum og póstsendingum,
sem í skipinu vom. Er sagt aö
sumt muni mega þurka og senda
áleiðis til viötakenda.
Um 120 lík hafa fundist og má
búast við að fleiri finnist seinna.
Shackleton til Suður
heimskautsins
Shackleton er lagöur af stað til
Suöurheimskautsins. Heldur hann
liöi sinu í tvennu lagi. Annar
helmingurinn, sá er Shackleton
sjálfur veitti forustu, fer fyrst til
Suður-Ameríku. Hinn helmingur-
inn heldur til Nýja Sjálands og
heldur þaöan suöur á bóginn. Býst
Shackleton viö aö mæta þeim í
April næsta ár, eða í marz 1916.
Sá flokkurinn sem heldur vestur
um haf hefir sjötíu hunda og
mótor sleöa; hinir hafa tuttugu
og sex hunda.
Shackleton átti erfitt meö aö út-
vega þati áhöld er meö þurftu til
fararinnar til vísindalegra rann-
sókna. Þau höföu verið pöntuö
frá Þýzkalandi, en voru ekki
komin þegar ófriðnum laust upp.
Eftir þaö voru öll verzlunar sam-
bönd lokuð á milli landanna og
varö aö búa þau til á Englandi.
Shackleton býzt við aö fara frá
Bueons Aires 18. október.
Eimskipafélag Islands.
að
Vesturheims og íslands. En hvað sem
því líður, má svo gera ráð fyrir, að
á þeim vörum, sem keyptar verða,
Vestur ísl. nefndinni hefir bor-
ist skeyti frá Stjórn Eimskipafé-
lagsins, dags. 29. ágúst s. 1. Er
þar meðal annars komist svo að arar, og að hún megi verða til þess,
orði:
“Eftir því sem um var talað
milli Stjórnar Eimskipafélagsins
og fulltrúa yðar Vestur-Islendinga,
átti önnur afborgun af hlutafé því,
sem safnast hefir til félagsins
meðal Vestur-íslendinga, að greiö-
ast þann 1. júlí þ. á.”
“Þar sem nú eru Iiðnir nær tveir
mánuðir fram yfir, og greiðsla
þessi ekki enn komin, leyfum vér
oss virðingarfylst að rnælast til
þess að þér gerið ráðstafanir til
þess að þessi önnur greiðsla veröi
send oss hið fyrsta.”
“Oss er það mikið áhugamál að
fá greiðslurnar reglulega, með því
að vér höfum gert ráð fyrir reglu-
legum greiðslum í áætlunum vor-
uúi um útgjöld félagsins til skipa-
smíða o. fl”
Skeyti þetta er undirritað af
formanni og ritara Eimskipafélags
íslands og sýnir það sem Vestur
Isl. nefndin hefði fegin ekki vilj-
aö þurfa aö auglýsa, að innheimta
hlutafjárins hér vestra, hefir geng-
iö miklu lakar en æskilegt heföi
veriö, og átt hefði aö vera.
Þeir eru nokkrir sem ennþá ekki
hafa greitt fyrstu afborgun af
hlutafé sínu, og nokkru fleiri þó
þeir, sem ekki hafa ennþá greitt
aðra afborgun af hlutafé þeirra.
Vestur Isl. nefndin hefir því á
fundi degs. 21. þ. m. falið mér að
minna hluthafana á ástandið eins
og það er og að mælast alvarlega
til þess að allir þeir sem ennþá
skulda fyrstu og aöra afborgun
hluta sinna i félaginu, vildu nú
bregða skjótt við og hafa útvegi
til þess að greiða þessar afborgan-
ir að fullu til féhiröis vors hér,
I Af samningum hefir orðið á milli
1 Wesley College og Jóns Bjarnasonar
j skóla um það, að síðarnefndur skóli
taki að sér alla kenslu í íslenzku bæði
i undirbúningsdeildinni og College-
deildinni við háskólann. Um þetta
var fyrst munnlega samið af séra
Rúnólfi Marteinssyni fyrir hönd Jóns
Bjarnasonar skóla og Dr. Stewart af
hálfu Wesley College, og svo sendi
séra Rúnólfur skriflega boð það, er
hann áður hafði borið fram munn-
lega. Dr„ Stewart, er var aö leggja
upp í ferð, fól Próf. R. F. Argue að
svara bréfinu fyrir skólans hönd.
Bréfin fylgja hér á eftir og útskýra
þetta frekar.
493 Lipton St.,
WinnipeK, Sept. 19th, 1914.
Dr. A. Stewart,
Principal Wesley College,
Winnipeg,
Dear Dr. Stewart:—
To put into definite. tangible form
what we arranged this morning I
hereby agree, on behalf of my institu-
tion, Jón Bjarnason Academy, to furn-
ish all instruetion in Icelandic indicated
in the Matriculation course of the De-
partment of Education and the Arts
eourse of the University of Manitoba,
koma á beinum''viðskiftum millí I on the condition of receiving the pro-
1 portionate fees for Icelandic for those
! stud|ents receiving this instruction
who ar registered at Wesley College
or at the University. The instruction in
Reykjavík, 29. Ágúst 1914.
Herra ritstjóri!
Eg sendi yður þessar línur, ef ske
kynni að þér hefðuð gaman af að fá
bréf héðan með skipinu, er flýtur
póst beint frá íslandi til Veturheims.
Það er eimskipið “Hermod”, sem nú
fer eftir fáar stundir héðan beint til
New York. Á því taka sér far tveir
umboðsmenn landstjórnarinnar og
' velferðarnefndar'’ þeir Ólafur John-
son konsúll og Sveinn Björnsson yf-
irdómslögmaður. Er erindi þeirra
að útvega í Bandaríkjunum kornvör-
ur og fleiri nauðsynjar handa lands-
mönnum og halda síðan heim með
]xer á sama skipi. sem landsstjórnin
hefir tekið á leigu í Noregn. Þriöji
farþeginn er Gísli J. Ólafsson síma-
stjóri, sem fer vestur skemtiför.
Skipið flytur héðan talsvert af ull,
sem þeir félagar Ólafur Johnson og
Kaaber hafa keypt af kaupmönnum
hér, og þeir eiga vísa kaupendur að
vestra.
Margir hyggja gott til ferðar þess-
fáist eins góð kjör sem þau, er lands- pt- 1 Icelandic will be given at our
r own quarters only; but other classes
menn verða nú að sæta í Kaupmanna-
höfn. Hefir verð hækkað þar stór-
um, síðan ófriðurinn byrjaði. Frá
öðrum Norðurálfulöndum fást alls
engar vörur, enda eru millilandaskipin
hætt aö koma við í Skotlandi. Ein-
hverju hafði verið skipaö út í síðasta
skipið, sem kom til Leith. en var tek-
ið upp úr því aftur, jafnvel togleð-
urshringar á bifreiðar hér, svo aö þær'
eru nú að veröa farlama.
Reglulegar póstferðir eru nú hætt-
ar milli íslands og Bretlands. Til
Jjess aö ráöa bót á því, hefir póst-
meistari gert ráðstafanir til þess, aö
póstur sé sendur héðan og hingað á
bomvörpunguin, þegar þeir fara út
með fisk til sölu í Englandi. Póst-
böglar eru með öllu hættir að koma
hingað, aðrir en danskir. Frá' Þýzka-
landi kemur nauðalítiö af bréfum.
Þau fáu, sem koma, eru auðvitað
send yfir Danmörku og eru flest opin.
I fyrra kveld kom hingö skeyti um
að "Skúli Fógeti” hefði rekist á tund-
urdufl t Englandshafi og sokkið.
Fjórir menn biöu bana. 1 blöðunum
(sent eg sendi yðurj er nánara sagt
frá þessu slysi, sem er afleiðing ó-
friðarins og einna mest bein áhrif
hefir haft á íslendinga og snert þá
nteira en annað, sem gerst hefir ti!
þessa í styrjöldinni. í gær símar
Helgi Zoega kaupntaður, sem stadd-
ur er í Englandi, að fimm skip hafi
sprungið í loft upp á sömu stöðum
sem Skúli Fógeti, og eigi sé ráðlegt
að fara þá leið. Munu íslenzku botn-
vörjiungarnir eigi hætta sér að svo
stöddu til Austurstrandarinnar. Sá
[>eirra, sem síðast fór, hélt til Fleet-
wood á vesturströndinni, og ætlar að
selja aflann þar.
Hér er alls ekki hörgull á nauð
wlll, with your kind permission, most
likely be conducted in Wesley College.
Sincerely
R. Marteinsson.
Wesley College,
Sept. 22nd, 1914.
Rev. R. Marteinsson_
4 93 Lipton St.,
Winnipeg, Man.
Dear Mr. Marteinsson:—
Your letter of the 19th inst. to hand.
It gives me pleasure, acting on be-
half of Wesley College, to accept your
proposal regarding teaching of Ice-
landic as made in your letter of the
19th inst. I feel quite sure that such
an arrangement will prove most satis-
factory. Wishing you all good suc-
cess in yoiir eollege work. I am,
Very sincerely yours,
R„ F. Argue.
Sýna þessi bréf, að sama tækiíæri
er nú til íslenzku náms viö háskól-
ann og verið hefir að undanförnu.
K. K. ÓLAFSSON,
skrifari skólanefrtdarinnar.
hið allra bráðasta, svo aö sending synjavörum. Öll viðskifti ganga likt
áfallinna skulda ekki þurfi að
dragast fram yfir 10. október n. k.
Sending annarar afborgunar,
sem átt hefði að gerast 1. júlí síð-
astliðiiyi, varð þá að dragast,
vegna þess hve lítið hafði inr.-
heimst fram að þeim tima, og síð-
an hefir lítið innborgast. Vér
vitum að stjórninni á íslandi er
þetta bagalegt, þar sem hún i
samningum um smíði skipanna,
hefir bygt á þeirri tiltrú til vor, aö
vér nuindum standa í skilum. Eg
verö því hérmeð aö biðja alla
vestur ísl. hluthafa að gera sitt
ítrasta til þess að það fé alt, sem
þeir skulda á keypta hluti sína í
Eimskipafélagi íslands, borgist til
féhirðis vors hér, svo fljótt sem
hægt er. Eg skal taka fram, að
með samhljóða atkvæöum beggja
þingdeilda íslands, hefir verið
samþykt að 2 Vestur-íslendingar,
kjörnir af hluthöfum hér, skuli
eiga sæti i stjórn félagsins og
fara með öll Vestur Isl. atkvæði
á aðalfundum félagsins. Þaö er
vonað aö þessi ráöstöfun veröi
mörgum Vestur-íslendingum, sem
ennþá liafa ekki keypt hluti í fé-
laginu, hvatning til þess aö gjöra
og áður og hér er heldur gott í ári.
Tíð ágæt; heyskapur víöa meö bezta
móti. Afli á þilskip og botnvörp-
unga góöur og síldarafli ágætur.
Bankar reka viðskifti sín alveg fyrir-
hafnarlaust. Forvextir 7%, sem, að
vísu, er hærra en vanalega. Eitthvað
Úr íslandsferð.
Mr. og Mrs. Aðalsteinn Kristjáns-
son konm aftur til borgarinnar á
þriðjitdagsmorgun úr skemtiferð
sinni til íslands. Þau lögðu upp það-
an 2. Sept. ineð skipinu “Hermod”,
er sagt er frá ýtarlega í bréfi frá
Reykjavík, sem lesa má annarsstaðar
i blaðinu, og stigu á land i St. John,
Newfoundland eftir 8 daga ferð.
Skipið var fullfermt síld, en hafði og
meðferðis sýnishon áf ull og saltfiski.
Það kom til New York 17. þ.m og
leggur upp þaöan undir lok mánað-
arins, eftir því sem haft er eftir
hr. Sveini Björnssyni í New York
Evéning Post, þar sem löng grein,.
bæði gaman og alvara, er birt urn þá
nýlundu, að stjórn Islands sendir
vöruskip þangað til kornkaupa. Jón
Bergsveinsson, síldarmatsmaður á Ak-
ureyri, var með skipinu. fulltrúum
stjórnarinnar, þeim Ólafi Johnson og
Sveini Björnssyni, til væntanlegrar
bar á aðsúg að íslandsbanka eina j aöstoöar. Símskeyti viðvíkjandi póst-
kveklstund, en þá voru gull-lögin í1 Butningi með skipinu frá New York
smíðum. Bankinn var lokaður næsta!1'1 ísIands. er Mr. Kristjánsson sendi
ísl. vikublöðunum hér jafnskjótt og
hann kom við land, kom ekki fram.
dag, en á öðrum degi voru lögin kom-
in í gildi og síðan er alt rólegt.
Dagblöðin gera víst góð viðskiíti
þessa dagana,, eða síðan ófriðurinn Söngkensla
hófst. Morgunblaðið fær nú 100 orð *
frá Reuter á dag og Vísir ætlar að Söngkensla barnanna tilheyrandi
láta "Central News” í London síma Fyrsta lút- söfnuSi, verður nú tekin
sér 120 orð daglega eftirleiöis. Auk UPP á ný- Fyrsta söngæfingin hefst
þess kemur eitthvert fréttahrafl frá i næstkomandi sunnudag kl. M/2 síöd. í
Danmörku. ! samkomusal kirkjunnar. Önnur æf-
Eitiar Gunnarsson hefir selt dag- J inS a miðvikudaginn næstan á eftir
blaðið “Vísi” frá 1. n.m. Kaupandi1 kl- 7 aS kveklinu, og verða æfingar
er Gunnar Sigurðsson frá Selalæk.' framvegis á hinum sömu dögunt og
Má vera, að Björn Pálsson lögntaður rtímum’ nema ÖSru vísi se auglvst-
verði honum eitthvað til aðstöðar.
Halastjarna á ferðinni.
Fyrir rúmum fjórum árum var
halastjarna í grend við jörð vora.
Var þá uggur og ótti meðal fólks
víða um heim. Sögöu þeir sem
vitrir þóttust vera, aö jörðin mundi
þaö nú, og með því að enn þttrfa j rekast á þessa stjömu og brotna.
að seljast hér vestra um 25 .þús. j Nú er ný halastjarna á feröinni
króna virði af hlutum, þá biðurjog færist miljónir mílna daglega
vestur íslenzka nefndin landa vora nær oss. Hún sést á kveldin frá
hér í álfu að hafa nú samtök til j kl. 9 til 10. Fyrsta október verö-
þess að kaupa þetta hlutamagn,
sem allra fyrst. Nefndinni er þaö
ur hún næst jörðu og skærust; þá
verður hún að eins í 147,000,000
áhugamál að vér hér vestra leggj-jmílna fjarlægö. Stjarna þessi
um i hlutafé Eimskipafélagsins j fanst í desember síöast liðinn vet-
þær 200 þús. krónur, sem um var ur og hefir alla stund síðan veriö
! beöiö þegar i bvrjun. Féhiröir að nálgast jörö vora.
Kenslunni stjórna í félagi þeir Brynj-
ólfur Þorláksson og S. K. Hall. —
Ettginn vafi er á því, að kenslan
verður góð, og eru þvi foreldrarnir
hér með hvattir til þess að senda börn
sín þangað sem flest, og það jafnvel
þótt þau ætli aö einhver þeirra séu
ekki gædd söngrödd; úr því eiga
kennararnir að skera. Þaö hlýtur
öllum að vera ljóst, er sönglist ttnna,
að hér er um talsvert frantfara spor
að ræða. Börnin læra aö beita rödd-
inni og syngja frá blaðinu. Þessi til-
raun getur orðið til ntikillar nytsemd-
ar sönglifi vór Vestur-íslendinga í
framtíðinni, og ætti það aö vera öll-
um áhugamál. Einnig má benda á,
að viö það að börnin syngja islénzk
ljóð. glæðist hjá þeim áhugi og þekk-
ing á hinni fögru feðratungu vorri.
Öll börn á fermingaraldri og vngri
eiga kost á að sækja þessar æfingar
endurgjaklslaust.