Lögberg


Lögberg - 01.10.1914, Qupperneq 5

Lögberg - 01.10.1914, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1914. 5 The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG VIÐUR ”LATH“ ÞAKSPÓNN Fljót afgreiðsla. Abyrgst að kaupendur séu ánægðir KOL og VIDUR ALBERT GOUGH SUPPLY CO. "b'u.^SS"' Skjót afgreiðsla. Lægsta verð TALSIMI: M. 1246 Lawrence D'Orsay, sem hægt verður aiS sjá á Walker leikhúsi alla næstu viku i leiknum “The Ea rl of Pawtucket”. manna heldur málefna. Hann er ekki óvinur stjórnendanná, heldur stjórnarstefnu þeirra. Hann berst ekki gegn þeim sem störfin inna af hendi, heldur verkum þeirra. Þegar Hugh Gurthie berst, þá berst hann fyrir eöa gegn málum. ÓtrauSir vestanmenn. Vestlendingar vita hvað þeir vilja og er ant um aö verja rétt- indi sin. Þingmennirnir bera þaö meö sér inn í þingsalinn. Þeir eru flestir röskir menn og haröir af sér. Þeir liafa rutt sér brautir um ónumda skóga og sléttur; útivistin hefir brent þá marki sínu. Þeir eru fráhverfir öllu tildri og tepru-| skpa. Þeir eru rómsterkir og hvellróma og fvlgja fast sínu máli.1 Þeir sækja fast fram og eru gust- miklir. Þannig eru þeir allir nema einn. "Varið ykkur á þessum manni” sagöi Disraeli um Bismark, “hann meinar þaö sem hann segir”. Dr.1 Michael Clark frá Red Deer veit hvaö hann vill og meinar það sem hann segir. Ekki lætur hann augnabliks ástriöur leiöa sig í gönur. Hann klýfur bergið jafnt og þétt aö settu marki. Þegar Svíar unnu hvern sigurinn af öör- um á Rússum, þá hló Pétur mikli og sagði: “Þeir kenna okkur her- mensku áður en lýkur”. Dr. Clark þrífst þar helzt sem mótspyrnan er rnest. Þó að ráöist sé á skoöanir hans, veikir þaö ekki sannfæring hans. Hann vinnur því meira, leit- ar aö því betri ráöum, því aö þaö er hans óbifanleg sannfæring, aö réttlæti og sannleikur sigri jafnan aö lokum. Michael Clark er umbótamaður en ekki byltingamaður. Hann vinnur með hægö, gætni og — gletni. Hann reynir sjaldan aö leggja mótstöðumenn sína að velli meö haröri atlögu. Heldur leiöir hann athygli aö skoöunum þeirra meö brosi. ''Barnið” á jringi. Ef framsóknarflokknum yrðu skyndilega fengnir stjórnartaum- arnir í hendur, ver sennilegt aö George Henrv Boivin hlyti sömu stöðuna og Meighen hefir nú hjá conservatívum. Hann er rétt um þrítugt, lærdómsmaöur mikill, djarfur og haröskeytinn, mælskur vel 0g æskufjöriö svellur honum í æðum. Það er sagt að saga sem um hann gengur frá æskuárunum, hafi fyrst dregið athygli Lauriers aö honum. Móöir hans var af írskum ættum: hún dó skömmu eftir að hann fæddist. Þrem árum síðar i!ó faöir hans. Drengurinn varð eftirlætisgoð bæjarbúa; þeir voru flestir af írskum og skozkum ætt- unt. Einkum hændist hann að gamalli konu; hún gaf honum oft sætabrauð og ávexti, þegar hann fór fram hjá húsi hennar, á leiö úr skólanum. Árin liðu; Boivin komst í latínuskóla og þegar hann kom aftur var hann fullfleygur lögfræðingur. Skömmu seinna kom þessi kona til hans, og bað hann aö taka að sér flókið fast- eignamál. Boivin var tregur til að taka aö sér málið. En konan lagði svo hart aö honum, að hann lét tilleiöast og vann málið. Ef hann hefði tapað því, heföi konan oröiö eignalaus. Hún varð því svo glöö þegar hún heyröi úrslitin, aö hún baö hann um að senda sér ómaksreikring:nn sem fyrst. Boivin sendi henni reikning samdægurs. En á reikningnum stóð stórum stöfum “Borgað”. Konan mót- mælti þessu; en Boivin sagöi að þetta væri ekki nema lítill greiði fyrir alla góösemina, sem hún hefði sýnt sér á æskuárunum. Árið 1911 var Laurier að litast um eftir merkisbera úr framsókn- arflokknum fyrir Shifford kjör- dæmi. Það var talið ramconserva- tivt hérað. En Boivin bar sigur úr býtum í kosningahríðinni. Á þingi hefir hann sýnt svo víötæka laga- þekkingu, mælsku og orðfimi, aö honum hefir veriö trúað fyrir hverju vandamálinu á fætur öðru. Marga fleiri hrausta drengi og knáa kappa mætti telja, sem hafa skipað sér í fylkingarbrjóst fram- sóknarflokksins og hefja þar sig- ursæla baráttu, til blessunar landi og lýð. Vonir Póllands. Fyrir rúmum hundrað1 árum var rólland einn liðurinn í hinum flóknu pólitísku útreikningum Napóleons mikla. Þegar hann var úr sögunni vildu stórveldi Noröur- álfunnar ekki skafa þetta ríki, sem einu sinni var svo stórt og voldugt, út af landabréfinu. En þegar hetjan frá Corsiku sté aftur á fastaland Norðurálfunnar, uröu þau að hafa hraðan á borði. Úr- slitin uröu þau, aö Pólland varö ekki framar til sem frjálst ríki. En Kraká var viðurkent óháð lýðveldi. Friðrik Vilhjálmur konungur sagði Pólverjum i hinni opinberu yfirlýsingu sinni, að þó að landið félli undir Prússland, þá þyrftu Pólverjar ekki að hafna þjóðemi sínu. Þeir skyldu fá að njóía allra þeirra stjórnarfarslegu réttinda, sem hann ætlaði að veita öllum þegnum sínum, sem sýndu honum tilhlýðilega hollustu. Og þeir skyldu eins og allar aðrar nýlend- ur hans, fá sérstaka stjóm. Mönnum er kunnugt hvernig þessi loforð hafa verið haldin. Öll fyrirheit um sjálfstjórn hafa verið svikin. Alt sem mint getur á frelsi og sjálfstæði liðinna tima hefir verið troðið í saurinn, og Pólverjar hafa verið reknir til að hafna því, sem hverri þjóð er helgast og dýrmætast: rnáli sínu. Austurríkismenn hafa gert sitt til að kveikja ófriðareld á milli leigu- liða og landsdrotna. Þeir kveiktu ófriðareldinn, sem leiddi til hinn- ar blóðugu bændauppreisnar árið 1846. Rússar gáfu pólskum þræl- um frelsi árið 1863. Fyrir það urðu þeir Rússum hliðhollir. Fyrir það tókst þeim að bæla niður upp>- reisnina. Siðan hafa Pólverjar ekki átt viðreisnar von. Þeir hafa orðið að sætta sig við sifekla kúg- un og ánauð til þessa dags. Og á því herrans ári 1914, má sá bú- ast við fangavist eða útlegð, sem vinnur annað eins ódæðisverk og það að kenna fullorðnum manni að lesa og skrifa; sama hegning liggur við því, að segja fátæku barni til í lestri og skrift, ef það getur ekki borgað fyrir kgnsluna. Prússar hafa unnið hvert skammarstrykið á fætur öðru. Þeir 'hlífast ekki við að beita hin- um verstu brögðum, til að útrýma öllu sem er pólskt. Þeir berja börnin ef þau lesa bænir sínar á Pólsku. Þeir hafa eytt tugum miljóna til þess að setja Þjóð- verja niður í héruðum, sem verið hafa frá ómuna tíð bygð Pólverj-| um einum. Þeir hafa bannað I bændum að byggja hús á jörðum | sínum, svo að þeir hafa oft orðið ! að hafast við í vögnum eða tjöld-1 um. En þrátt fyrir alt þetta hefir þeim ekki tekist að neyða Pól- verja til þess að selja jarðir sínar, fara úr landi burt eða gleyma tungu sinni. Prússar hafa orðið fyrir hinum verstu vonbrigðum. Allar þvingunar tilraunir þeirra við Pólverja, hafa borið ávexti gagnstæða þeim, sem til var ætl-j ast. Kúgunin hefir kent Pólverj- j um að halda betur saman og fast- ■ ar við alt pólskt; hún hefir knúð j þá til að rækta jörðina enn betur, | spara fé, koma á allskonar sam- vinnu í sveitum og vernda alla þjóðlega menning; enda hefir hún j blómgast furðanlega, þrátt fyrir alla erfiðleikana. Pólverjar eru manna færastir á öllum sViðutn visinda og lista. Þeim hefir verið j neitað um pólitiskt frelsi. Það hefir að vissu leyti orðið þeim til blessunar. Fyrir það hefir þjóðin j beitt öllum hæfileikum sínum i þarfir vísinda og lista. í Póllandi er svo mikið af söngfræðingum, myndhöggvurum, málurum, vís- indamönnum og rithöfundum, að þeir rúmast ekki heima á ættjörð- inni. Þeir hafa því dreifst út um öll lönd Norðurálfunnar og skipa þar viða æðstu sæti í merkustu mentastofnunum annara þjóða, þar sem verðleikar, en ekki þjóð- erni, er látið ráða vali. Á siðasta áratugi hafa þrír Pólverjar skipað fjármáláráðlierra sætið í Austur- ríki. Þegar Prússar unnu sigur á Austurríki árið 1866, fengu Ung- verjar og Galicíumenn heimastjóm. Þá slakaði einnig á böndunum á þeim hluta Póllands, sem Austur- ríki laut. Pólsk menning tók að blómgast og nú er pólska aðal málið í öllum skólum, frá hinurn lægsta til hins æðsta. Þó að Pólverjar, sem nú búa í Galicin, séu fátækir og verði að bera þunga skatta, þá eru þeir hlyntir Austurríki. Þeir meta pólitískt frelsi meira en auðlegð. Hapsborgar ættin er líka sú eina, setn ekki hefir brugðið1 trúnaði við þá, hátt á annan mannsaldur. Styrjöldin, sem nú stendur yfir, er engin blind tilviljun. Hún er afleiðing stjórnarstefnu Rússa og Þjóðverja. Þeir hafa hrint ófriðn- unt á stað; hinar þjóðirnar hafa dregist inn í hann á eftir þeim. Austurríki mundi ekki hafa kveikt þetta bál, ef Þjóðverjar hefðu eklci skarað. í glóðimar og Rússar verið því þyrnir í augum. I Austurríki gekk á sífeldum æsingum og þar var fult af njósnurum. Pólverjar eru ekki hlvntir þe-s- um slavnesku æsingum. Þeir vita af hverju þær stafa, þeir vita hvert stefnir og þeir treysta ekki Rúss- um. Þeir bjuggust við þessu striði löngu áður en það gaus upp. Pólland átti að heita hlutlaust, en því er þannig í sveit komið, að innan landamæra þess hlutu óvin- imir að slást. Hvemig sem ó- friðnum lýkur, þá hljóta Pólverj- ar að missa mikið af eignum sín- um og þeir verða að berjast hver gegn öðnim í fylkingum þjóðanna, sem i ófriðnum eiga. Er það nú réttlátt, að Pólland beri ekkert úr býtum fyrir þennan missir? Getur það treyst réttsýni valdhafa þeirra þjóða, sem nú eru að berjast? Saga þeirra gefur litlar vonir um það. Vonir PóL verja hafa svo oft orðið árangurs- lausar. Nú verða þeir að treysta á sjálfa sig, ef betur á að fara en áður. Sumir stjórnmálamenn þykjast sjá fagra framtíð blasa við. Þeir halda að Pólland rísi upp á ný á rústum þeim, sem styrjöldin skilur eftir. , Það væra mikil vonbrigði fyrir Pólland, ef því auðnaðist ekki að bera neitt úr býtum, þegar reikn- ingarnir verða gerðir upp. Hvað á að gera fy rir Belgíu ? Allir dást að Belgíumönnum fyrir hreystilega vöm gegn ofur- efli og vorkenna þeim þær þungu búsifjar, er land þeirra hefir orðið að þola af yfirgangi og ofsa grimmra nágranna. Hvernig Bret- um er í þeli til þeirra má ráða af eftirfarandi grein, sem tekin er úr einu stórblaði þeirra í London. “Hvað eigum vér að' gera fyrir Belgíu — fyrir þá hugprúðu smá- þjóð, er troðin hefir verið járn- uðum fótum alveg saklaus, er ekk- ert hefir unnið til saka nema það, að verja hlutleysi sitt, að vilja ekki vera ánauðug þerna yfirgangs- mannsins. Þing vort hefir lánað eða gefið Belgiu tíu miljón sterling pund og látið fylgja fögur orð. Samskot til hjálpar nauðstöddum í Belgíu eru hafin um alt Bretland og nefndir settar til þess að sjá fyrir flóttamönnum þaðan, sem hingað leita. Látum oss gefa í þessa sjóði, alt sem vér getum; bjóðum velkomna og liðsinnum öllum sem leita til vor úr þessu þjáða og þrekaða landi, en — það er ekki nóg. Vér tókum ábyrgð á, að landið skyldi vera hlutlaust ef til stríðs kæmi, erum að berjast vegna þess að á það var gengið, og vegna þess aö vér viljum að gerðir sáttmálar haldist milli þjóðanna. Ef vér verðum undir og líðum undir lok sem sjálfstætt ríki, ásamt Belgíu. þá getum vér vitanlega ekki upp- fylt neinar skyldur sem á oss hvila gagnvart henni. Ef oss verður ekki komið á kné, þá hljótum vér sannarlega að taka því, sem ábyrgð vor hefir i för með sér og taka því drengilega. Vér getum ekki bætt fyrir þau mannslif, sem far- izt hafa, eymd og kvöl getum vér ekki linað með vorkunn, en því' sem mannlegur máttur orkar — að efla efnalega velgengni, getum vér látið framgengt verða. Sú skylda hvílir á oss og Frökkum og má ekki vanrækjast. Bezt er að heita þessu nú þegar, meðan hugur hvers manns í Belgíu er sár og sollinn og þarf á allri þeirri huggun að halda, sem unnt er að' veita. Ekki er hægt að vinna það verk, fyr en striðið er úti, eða búið er að hnekkja úr landinu þeim sem halda því und- ir hælnum, en svarið getur ein þjóð annari heit, hvaða huggun sem þvi kann að fylgja. Dreng- skapur vor liggur við að skuldin sé greidd. Því að gætið þessa: Alt landið var undir lagt, iðnaður eyddur, uppskera gerð að engu, hýbýli brend og sprengd til agna, borgir kúgaðar og þorp við velli lögð, að ógleymdum þeim óumræði- legu hervirkjum og níðingsverk- um, sem sjónarvottar hafa sagt heiminum frá. Alt þetta fór fram á þrem fyrstu vikunum, sem stríð- ið stóð, og er seint að telja það sem seinna gerðist og enn kann að verða gert. Gætið þess hvað þessi litla ]>jóð hefir orðið að þola, þó alsaklaus væri og þó að stórveldin hefðu ábyrgðst henni frið. Þó eitthvert annað stórveldi hafi látið drengskap sinn, þá verðum vér að gæta vors sóma, *hversu margar miljónir sem það kostar. Mjúkyrðin tóm ein ntils virði. Belgíumenn hafa getið sér ódauð- lega frægð. Þeir eiga af oss skil- ið meira en lofsvrðin og tíu miljón sterlings punda lán eða gjöf. Þá velgengni og efnalega vellíðan, sem yfir landinu var, verðum vér að hjálpa til að endurreisa. Þeir hafa þolað svo margt, að vér fá- um ekki fullgoldið. Vér skárumst í leikinn til að hjálpa þeim, en orkuðum ekki að bjarga þeim frá þeirn ógnum, sem yfir þá hafa dunið. Þeir urðu fyrstir til að þola kvalir helvítis; þeir ættu því að verða fvrstir til að fá hjálp og hughreysting. Það væri von til að Belgíumönn- Komizt átram. meS þvl aS ganga á Success Business College á Portage Ave. og Edmonton St., eSa aukaskólana i Regina, Weyburn, Moose Jaw, Calgary, Lethbrdge, Wetaskiwin, Lacombe og Vancouv- er. Nálega allir tslendlngar 1 Vestur Canada, sem stúdéra upp á verzlunarveginn, ganga á Success Business College. Oss þykir mikii5 til þeirra koma. pelr eru góClr námsmenn. SendiS strax eftir skólaskýrslu til skólastjóra, F. G. GAItiiUTT. President D. F. FERGXJSON, Principal. í sambandi við íslandsferðir Lágt fargjald og far útvegað með öllum Gufuskipalínum. WINNIPEG STEAMSHIP AGENCY 461 Main Street Phene Main 3326 Winnipee, Man. um væri sárt og þungt í skapi. Hugsum okkur, ef vort land hefði, alsaklaust, verið fótum troðið og l^ugað í blóði sona sinna og dætra, af voldugum ófriðarseggjum, er hefðu ábyrgðst því frið og hlut- leysi. Nú er timi til, að veita alla þá hjálp, sem í voru valdi stendur og lofa því staðfastlega að veita að endurreisn landsins af öllu megni, þegar ófriðnum er lokið. Ekki getum vér borgað fyrir mannslíf- in sem tapast hafa, né hörmung- arnar, sem fólkið hefir orðið að þola. Því meir verðum vér að leggja oss fram til að borga það, sem vér getum komið gjöldum fyrir. Frá íslandi. Reykjavík, 2. Sept. 1914. “Hver er maðurinn?” heitir bók, sem Einar Gunnarsson er að byrja að undirbúa. Hún kemur út ein- hvern tíma í vetur. Þetta er sams- konar bók fyrir ísland og aðrar höf- uðþjóðir hafa alllengi haft hjá sér ('svo sem “Who is Who?’’ og “Wer ist’s ?”ý og segir frá núlifandi mönnum landsins. Olgeir Friðriksson, samgöngu- ráðanautur er nýkominn úr ferð austur um sveitir. Var kallaður heim af stjórninni til að líta eftir móttöku skipanna sem stjórnin hefir fengið; var þetta áður en hann hafði lokið starfi sínu á Eyrarbakka og Vík í Mýrdal. Flydedokken í Kaupmannahöfn, sem hefir með höndum skipasmíðin fyrir Eimskipafélag íslands, hefir skrifað félagssíjórninni og tjáð henni að búast mætti við nokkurri seinkun á smíðun skipanna sökum stríðsins. Bæði höfðu þeir ekki ver- iö búnir að fá sér alt efnið áður en stríðið byrjáði og eins hefir allmikið af verkamönnum verið kallaðir í herinn. Eimskipafélagsstjórninni þótti þessi skýring ófullnægjandi samkvæmt samningnum og óskar eft- ir nánari skýrslu. — Vísir. CARADA' FiriESí THEATEii | VERID AD LEIKA — pESSA VIKU Mats. á MiSv.d. og Laugard. Geo. H. Colian’s dtilarfulla skoplcik “7 KEYS TO BADDPATE” AI.IjA vikua sem kemur Mats. Mið.d. og l>augard. LAWRENCE and BANDUSKY koma með LAWRENCE D’ORBAY hinn alþekta enska leikara er sýnir leikinn “THE EARL OF PANTUCKET” eftir Augustus Thomas “Árin geta ekki kastað skugga á I hina ótæmanlegu ánægju-lind sem leikurinn “The Earl of Pawtucket” frir meS sér, né tíminn rýrt hina 6- eftirhermanlegu fyndni hins ágæta gleSileikara Lawrence D’Orbay.” Pantið nú þegar með póstl. Kveld. ð2 til .5c. Mats. «1.50 til 25c. Sala byrjar I leikhúsi næsta föstudag klukkan 10 árdegis. sem þeir báðu um. Kaupafólk hefir aldrei fengið annað eins kaup í Húnavatnssýslu og nú gerist. í Víðidal er kaup karl- | manna nú orðið jafnvel 30 kr. um' vikuna. A Siglufiröi fór kolaskipið Val- halla á grunn 30. Ágúst og var ekki ( náð út er síðast fréttist.—Vísir. — Demókratar unnu sigur og! komu að sínum manni í ríkisstjóra | stöðu í Maine, þann 14. sept., og þykir það benda á, að Wilson for- seti og hann flokkur verði sigur- sæll i kosningum fyrsta kastið. — Sir Wilfrid Laurier hélt ræðu þegar sýning var opnuð í Toronto 12. sépt., og lauk henni á þessa leið: "Vér skulum vera reiðubún- ir og treysta drotni, sigur er i vændum; vér eigum sigurinn vís- an. Aðköst geta komið fyrir, bræður; mótlæti er okkur víst með köflum, en frelsið mun sigur vinna. Látum oss treysta drotni.” Auövitað. Alla tíð eins að gæðum og bragði DREWRYS REDW00D LAGER Tilvaegrar uppörfunar, naeringar og hressingar E. L. DREWRY, Limited Redwood Factories WINNIPEG, - MANITOBA J. J. BILDFELL fasteignasali Room 520 Union Bank - TEL. 2685 Selur hús og lóBir og aunast alt þar aðlútandi. Peoingalán Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Horni Toronto og Notre Dame Phone : Helmllís Qsxrry 2988 Qarry 899 Thorsteinsson Bros. &Co. Byggja hús. Selja lóðir. Útvegs lán og eldsábyrgð. Fónn: M. 2092. 815 Somersst Bidf Helmaf.: G .73«. Wlnnlpeg, M». Þetía erum vér The Coast Lumber Yards, Ltd. 185 Lombard St. Phone Main 765 I>rjú “yards” Vinna fyrir 60 menn Sextlu manns geta fengiS aógang aS læra rakaraiön undir eins. Tll þess aö vertSa fullnuma þarf að eins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgaö meðan verið er að læra. Nem- j endur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundr- uð af stöðum þar sem þér getið byrj- að á eigin reikning. Eftirspurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Skrlfið eftir ókeypis lista eða komið ef þér eigið hægt með. Til þess að verða góðir rakarar verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakai-afólaglnu. Internatlonal Barber College Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnipeg. Ókeypis Amcriskir silki 80KK *R fiom tcknirorui Á QYRGD Reykjavík, 31. Ág. 1914. Á fimtudagsnóttina sökk mannlaus mótorbátur í Þorlákshöfn og er hann talinn ónýtur. Sömu nótt strandaði mótorbátur á Eyrarbakka, einnig mannlaus. Honum var náð út aftur og er ekki mjög skemdur. í Húsavík er nú mesti þorskafli sem menn muna til að nokkru sinni hafi kornið þar. Menn fylla bátana svo að segja á svipstundu. Á Eyjafirði er síldarafli heldur lítill þessa dagana, en þorskafli sæmilegur. 15 kærur á hendur síldveiðaskipum fvrir ólöglega veiði liggja nú frammi á Akureyri. Sex eru nýsektaðir. Síld er nú orðið ilt að veiða á Siglufirði í herpinót en aftur geng- ur reknetaveiði vel. Á laugardagsmorgun fékk ráð- herra Islands frá konungi símskeyti á þessa leið flausl. þýttj: “Eg læt hér með í ljós hluttekning mína útaf “Skúla Fógeta ”slysinu.— Óska upp- lýsinga um efnahag aðstandenda hinna druknuðu. Kristján Rex.’.’— Ráðherra símaði þegar þakkir til konungs. Noniii litli var að lúka við þriðja púddings diskinn sinn. “Einu sinni var drengur” sagði móðir hans, “sem borðaði of mik- j inn púdding, svo að hann sprakk.” Nonni hugsaði sig um dálitla j stund. “Það getur aldrei orðið of j mikið af púdding” sagði hann. “Það hlýtur þó að hafa verið” sagði móðir hans, “annars hefði drengurinn ekki sprungið.” Nonni náði sér í fjórða skiftið á diskinn og sagði: “Jú, drengur- inn hefir verið of lítill.” Walker (Leikhúsið Geo. M. Cohan, höfundur “Seven Keys to Baldpate” hefir vakið mik- ið athygli á Walker þessa viku.! Éftir því að dæma, hvilíkur f jöldi j hefir sótt leikhúsið alla vikuna, þá ] virðist fólk taka hann fram yfir I alla aðra, sem þar hafa sýnt sig. Ilann hefir fléttað þennan leik svo lipurlega saman, að varla eru dæmi, til annars. “Matinee” á laugardags kveldið. Vér viljum, aS þér þekktð þessa sokka. þeir reyndust vel, þegar allir aðrir brugðust. þeir eru einstak- lega þægilegir við fót. A þeim'eru engin samskeyti. þeir pokast aldrei né vikka, þvi að sniðið er prjónað á þá, ekki pressað. þeir eru teknir i ábyrgð, að þeir séu vænir, fallegir á fæti, öðrum betri að efni og frágangi, alveg óblett- aðir og að þeir endist 1 sex mánuði án þess að gat komi á þá, ella verði annað par gefið I þeirra stað. Vort ókeypis tllboð. Hverjum og einum, sem sendir oss 50c. til burðargjalds, skulum vér senda alveg ókeypis, að und- anteknu tollgjaldi: þrjú pör af vorum frægu Ame- ríku karlmanna sokkum úr silki, með skriflegri ábyrgð, af hvaða lit sem er, eða: þrjú pör af kvensokkum vorum, gulum, svörtum eða hvitum, með skriflegri ábyrgð. Tefjið ekki. — Tilboðið stendur aðeins þargað til umboðssali er fenginn 1 yðar heimkynni. Nefnið lit og tiltakið stærð. The International Hosier Co. 21. Bittner Street Frek 3,000 símskeyti hafa verið send héðan þennan mánuð. Fosteck, 'skip Þórarinr Tuliniusar stórkaupmanns, fer um þessar mundir frá Kaupmannahöfnx hlaðið vörum til Austur- og Norður-lands bæði lianda hinum sameinuðu ísl. veralunum og kaupfélögum þeim sem skifta við Tulinius.—Því er við brugðið, hversu vel Tulinius hefir getað leyst af hendi pantanir þær itm nauðsynjavöru er honurn bárust og hefir hann getað sent öllum alt, Þeir sem leikhús sækja i þessari borg, munu fagtia yfir því, að Mr. Lawrence D’Orsay sýnir sig á Walker alla næstu viku. Þeir sem ekki liafa séð Mr. D’Orsay í “Earl j of Pawtucket, eru öfunds verðir. j Þeir ættu sannarlega að nota sér! tækifærið. Margir munu muna eftir hinum ágreta leik Mr. D’Orsays í “A Royal Family”. Þá ætlaði London og New York að ganga af göflun- um. En hann er heimsfrægur Dayton, Oliio, U.S.A. fyrir leik sinn í “Earl of Paw- tucket”. Mr. D'Osray er reglulegt enskt prúðmenni. Menn læra að skilja hvað sannur Englendingur er, með því að horfa á D.Orsay á leiksviði. Enginn ætti að missi tækifærið. Tekið á móti póst pöntunum nú þegar. Sæta sala byrjar á föstu- daginn kemur kl. io. f. h.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.