Lögberg - 10.12.1914, Page 1
V.
7,
" ::
27. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER, 1914
7
NÚMER 50
GLEDILEG
JOL!
I
! v,
v.
7
c'1
JÓLAGLEDI verður víða engiu og á mörgum stöðum harmi
blandin í þetta sinn. Nítján aldir eru liðnar frá því að
boðskapur friðarins og kærleikans liófst í mannheimum,
og svo þótti, sem æ væri skemra til þess marks sem hann
stefndi til. En nú virðist svo, sem mannkynið sé fjær friðar-
ins takmarki en nokkru sinni áður, er flestar stórþjóðir heims-
ins berast á banaspjótum, hálfur heimurinn er vígvöllur og
flýtur í blóði hinna hraustustu af landanna sonum, en eymd
og harmur þeirra, sem eftir lifa, er meiri en nokkur geti gert
sér í hugarlund; Juer raunir, sem þessari skálmöld fylgir, getur
enginn rakið.
En varla sýnir sig nokkursstaðar betur, hversu ríkur sá
boðskapur er orðinn meðal mannanna, sem sérstaklega er við
jólin bundinn — boðorð friðar og góðvildar—, heldur en ein-
mitt nú. .Tafnvel þeir, sem stríðin heyja, kosta kapps um að
sannfæra sjálfa sig og aðra um það. að þeir beiti vopnunum,
ekki af ágirnd og ofmetnaði, heldur af þeim orsökum, sem á-
litnar eru sæmilegar. Þær gera það, sem aldrei hefir gert
verið fyrri, af þeim, sem ófrið hafa háð, að afsaka vígafar og
vopnabrak fyrir dómi almennings, og sú þjóðin, sem mest upp-
tökin átti til rómunnar og gerði sig bera að yfirgangi við aðra
saklausa, er hún átti allskostar við, hefir þegar tekið þau
gjöld, að vekja óhug og óvild annara siðaðra þjóða, hlutlausra.
+ + +
Þó að mörg svíði undin, þar sem þjóðirnar hafa haslað
hver annari völl í vígahug, þá er gert fleira þar en að vega
menn. Þangað stefna herskarar af öllum löndum, karlar og
konur, undir merkjum mannkærleikans, að líkna sjúkuin, hjúkra
sátum og veita banvænum hughreysting, og ekki sýnir það fólk
minni dug og dáð, heldur en þeir, sem með vopnum vega. Það
leggaii- fram krafta sína og leggur jafnvel lífið í sölurnar til
að lina þrautir meðbræðra sinna. Hvaðanæfa streyma frá
kristnum lönduni gjafir til þeirra, sem hafa mist alt sitt, og
standa uppi þjakaðir, harmsfullir, með hallæri fyiir dyrum og
örvænting í hjarta. Ekki gefa þeir einir, sem ríkir eru, eða
efnaðir, eða bjargálna; jafnvel þeir fátæku.leggja fram lítinn
skerf, flík eða fáa skildinga. Börnin gera sitt svo sem frægt
er orðið, að af þeirra hendi er frá Bandaríkjunum nýJega sent
skip, lilaðið jólagjöfum, til þeiira barna er eiga enga að, nema
allslausa og landflótta foreldra.
+ + + +
Um það eru allir sammála, ekki þeir eingöngu, sem friðinn
elska og vilja lielzt sjá það, sem að honum veitir, heldur einnig
þeir, sem að stríðinu standa, að langt muni til annars slíks,
og helzt, að það koini aldrei fyrir aftur. Þeasi hin mikla
rimma muni leiða til ]>ess, að þjóðirnar stofni til sátta og sam-
bands, taki ráðin sjálfar og liafni ráðum og völdum metnaðar-
fullra ofureflismanna. Eftir orrahríðina telja þeir vísan
Fróða-frið.
Fyrir því ber hverjum og einum, sem vex í augum sú
vargöld, sem nú gengur yfir, að h'ta einnig á hina bja tari lilið.
Ef hinar skæðu og óðu ástríður mannanna fá að svala sér
í svipinn, ])á skín liið ska'ra log mildi og mannúðar enn bjart-
ara en ella.
Ef heift og hatur “glotta móti grættum hjöi tum”, þá sýn-
ir sig hjartagæzkan og prúðir pislarvottar ka’rleilcans.
Móti ofsa og ójöfnuði rís réttlætistilfinningin þegar í stað,
öflug og ái”vrökur.
Og þeir, sem friðinn elska, segja til öruggra vona sinna
um sáttir og frið, svo snjalt, að það heyrist jafnvel gegnum
vopnabrak þessarar regin-stvrjaldar.
□
□
HmMmf.
Nú hermir það hver dagur eftir öðrum,
Sá elzti þeirra af sól það hefir lært,
Að hátta snennna undir élja-jöðrum
Á jólaföstu og sofa lengi og vært.
Og stormur hvín í blásnum fanna-fjöðrum,
Sem fjúka lausar út um svellið glært
Úr kólgn-va'ng og hlaðast yfir hólinn.—
Hver lmlda gleðst er leiðir í klettinn jólin.
Þær gleðja sig, því augu ei þær sjá
Og illir hugir ná til þeirra eigi,
Og blóð það, sem nú fellur fannir á,
Ei flvtur hörmung inn-á þeirra vegi.
En geislar stafa fiiðarheimi frá
Á fagra landið þeirra í kyrrum legi
Á hugar-landið, liringað djúpi strauma,
Og huldulandið mánaskins og drauma.
Við munum kvöldin: Fjöllin föl af mjöllu
I fagurblámann risu traust og liá,
Og máninn skein á heiða-ennin höllu
Og hraun og stapa, hjalla, fell og gjá.
En yfir dal og undirlendis-völlu
Barst öræfanna söngur liuldum frá;
Við heyrðum ’ann í stunu og strásins hjúfri
Og stökki fossins niðrí klettagljúfri.
Og þessar huldur eru ljúfar, léttar,
Þa'r líða eins og bíærinn til og frá,
Og spehna strengi á hörpur liandanettar
Og liugann lokka amsturs-störfum frá.
Og inni af Ijósum loga svartir klettar,
Því ljóð í geguum björgin farveg á.—
Við munum öll við heyrðum hljóminn þýða
Frá huldum voruin yfir dalinn líða.
Kr. Stefánsson.
□
□
□ jl[l
Hér í þessu landi hefir margur lifað glaðari jól en þau,
sein nú fara í hönd. Margur hefir áhyggjur um atvinnu sína,
sumir kvíða vetrinum og þrautatíðinni, allir finna að nú standa
yfir alvarlegir tímar. Fjöldamargir fá óríflegri jólagjafir í
ár, en að undanföinu. Þeir karlmenn, sem áður liafa gefið dýr-
mætar gjafir, ef til vill meir eftir velgengni sinni en því, hvað
hátíðinni hæfði, hafa nú samtök og ráðagerðir með sínum líkum
um forsjá og meðferð þess vanda, sem að hendi er borinn og
hver og einn fær að kenna á í einhverri mynd. Konur, sem
áður hafa þegið dýrindis gjafir um þetta leyti, verða nú í þess
stað að leggja á sig kvaðir og starf til liðsinnis landi og ríki,
sveit eða safnaðarfélagi, og víst munu þær ekki tapa á skift-
unum. Jólin í ár færa öllum kvaðir, frekari en venja er til,
gera harðari kröfur en ella, til þess hugarfars, sem hátíðinni er
samboðið. Þeir, sem mæta þeim kröfum með fullum vilja, hafa
sannarlega regluleg jól.
Það er eins víst, að alt landið í heild sinni græðir á þeirri
bieytingu, sem óvæntir og ógurlegir atburðir hafa gert á jóla-
haldinu.
NGINN er kominn í þennan heim til þess að njóta unaðar
og ánægju lífsins íýrirhafnarlaust, heldur er hver og einn
í siðuðu mannfélagi til þe^s kvaddur, að leggja fram
krafta sína, skyldaður til starfs í sínar þarfir og þjónustu við
annara heill. Jólunum fylgir sérstaklega brýning þess bróð-
urhugar, sein gengur glaðlega undir að liðsinna þeim, sem
hjálpar þurfa eru. Sú brýning er vafalaust skerpumeiri nú
heldur en þessi kynslóð liefir haft af að segja, en holl er hún
þeim, sem taka henni með réttum huga. Eitt dæmi sk,al nefna,
er gerðist nýverið á næstu grösum. Öldruð hjón bjuggust til
kirkju eitt kveld, en er þau luku upp útihurð stóðu tveir ó-
kunnugir menn úti fyrir í kuldanum; þeir sögðu til sinnar
þurftar, að þeir væru kaldir og svangir, nýkomnir úr fram-
andi landi. Þeim var strax boðið inn, og fór messutíminn til
að verma þá og seðja. Þessi varð kirkjuferð hjónanna það
sunnudagskveld. Þetta da'mi er ekki í frásögur fært, vegna
þess, að slík gerist ekki mörg meðal vorra landsmanna, sem
eru margir hverjir aldir upp við hjartagæzku, sem ekki sást
fyrir og örlæti og gestrisni, oft um efni fram. En hér í landi
er það óvanalegt, að fullhraustir menn þurfi að leita sér ó-
keypis saðningar. Því mun margur eiga kost á því, fremur
venju, að miðla öðrum af gnægt sinni eða fátækt — margir
eiga ófarna kirkjuferð í þeim skilningi og óhaldin jól. Þar af
mun þeim stafa heill og hamingja, sem verða fegin tækifærinu
til þess að verða öðrum að liði.
“Það er hart að lifa. Lífið er strangt og strrtt.” Þeir,
sem finna sárt til lífsins, þeir mótlættu og kjarklitlu, minnist
þess, að veröldin er hvergi næri i svo hörð og köld, sem hún er
sögð. Hver einn og einasti vegfarandi, liversu volkaður sem
vera kann í veraldar vastii, á viðkvæman stað í hugskoti sínu
og gerir greiða og góðverk, ef svo ber undir. Og heimurinn
er fullur af fólki, sem langar til að láta gott af sér leiða og
leggur öðrum lið, hvenær sem ]>að sér fa'ri til. Veröldin hefir
hefir verið n'dd úr öllu lagi af þeim, sem hafa verið fullir af
ohug og víli. En hver maður á í sér neista kjarks og táps, þó
falinn kunni að vera af kvíða eða framtaksleysi, sem orðið er
að vana. Að þeim neista ber hverjum að blása af öllu megni.
Menn taka svo til orða, að skapárinn elski þann, sem gefut*
fljótt og fúslega, en bæði Guði og mönnum þykir vænt, um þann,
sem er hugfullur og ótrauður að bjarga sór sjálfur.
+ + + +
A flestum heimilum landa vorra hér í landi, er Lögberg
tíðari gestur en nokkur annar. Að það sé mjög víða velkominn
og vel þokkaður gestur, um það bera vott þeir mörgu vinir,
sem blaðið hefir eignast, er sýna því stöðugt greið skil og
öniiur vináttu merki. Fyrir þeirra skilvísu viðskifti sjá þeir,
sem að blaðinu standa, sér fært, að gera lesendum þess daga-
mun. Fyrir dyr Jiessara traustu hollvina vilja þeir að það
gangi, ef ekki búið í gla'silegt skart, ])á sparibúið, og að það
flvtji öllum sínum lesendura orð uppörvunar og fagnaðar, sem
ársins mestu hátíð hæfa. Öllum, sem veittu liðsinni til þess,
er hér með kærlega þakkað, ]>eim sömuleiðis, sém sendu oss
af góðfýsi sinni snjallar ritgerðir í jólablað þetta, þó ekki séu
þær allar birtar hér vegna þess hve bráðan bug varð að vinda
að útkomu þess.
Að svo mæltu bjóðum vér Guðs frið og gleðileg jól, öllum
þeim, sem þetta lesa eða heyra.
T
K'.
£
•:N
r
•> -
• .. . I
T
, v
A 'Í
j!