Lögberg - 10.12.1914, Page 2

Lögberg - 10.12.1914, Page 2
2 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER 1914. □ D i o □ u o Saga eftir Egil Erlendsson. 0 □ 0 D D Fullu nafni hét hún Auðbjörg og var Arnadóttir. En jafnan var hún kölluð Bjarga á Hólnum. Svo rótgróið var það nafn við hana, að óvíst er hvort þorpsbú- ar, sem höfðu þekt hana að minsta kosti að nafninu fiá því hún var í knésíðum kjól og með hárið flaxandi eins og fax á flóka- trippi, hefðu kannast við rétta nafnið. Auðbjörg hafði átt heima í sama hús- inu frá því hún fyrst mundi eftir sér. Það stóð á lítilli hæð eða bala, eins og nafnið henti til, út með firðinum, góðan tíu mín- útna gang frá sjálfu þorpinu. Faðir henn- ar hafði bygt það sama árið og hún sá ljós þessa heims. Hóllinn hafði verið einn af mörgum urðarhólum með fram firðinum. Endur fyrir löngu höfðu fuglar valið hann öðrum fremur til að hvíla sig á. Hvort þeir hafa valið hann vegna þess, að á honum voru giastór, eða gras festi þar rætur fyrir komu þeirra, er bágt að segja. En þegar Arni bygði þar, voru þar laglegir gras- blettir og 8 til 12 þumlunga þykt moldar- lag á milli stórgrýtisins sem upp úr stóð. Alt umhverfis var gróðurlaus auðn, brim- barin björg og sjávarhamrar fyrir neðan, en urð og skriður fyrir ofan upp til fjalls- ins. Árni hafði verið sjómaður, eins og all- ir aðrir þorpsbúar. En Ægir reyndist honum stopull matgjafi eins og mörgum öðrum. Hann þóttist því þurfa að beita annara bragða til að framfleyta fjölskyldu sinni, ef duga skyldi. Þessi hóll var því nær eini grasi vaxni bletturinn, þótt lítill væri, í grend við þorpið. Þar sá Árni að hann gat komið sér upp dálítilli kálgarðs- holu og því bygði hann þar skýli yfir sig. Alt var þetta um garð gengið áður en Auðbjörg mundi eftir sér. Síðan hafði ekkert brevzt. Hún gat talið og bent á naglahausana og kvistina í ómáluðu borð- unuro í súðinni með lokuðum augum. Svo var Arni ófengsæll, að ekki var hann nærri hálfnaður að borga húsið, þeg- ar fyrstu fúarákirnar fóru að sjást á veggjum þess. Hann hafði orðið að láta sér nægja óvandað og ódýrt efni og þó var það ekki skuldlaust, þegar hann dó. . Heilsulevsi hafði einnig lagt marga þunga steina á leið hans. Þarna hafði Auðbjörg alið allan aldur sinn. Hún var yngst þriggja svstkina. Hún átti tvo bræður:. Var annar átta, en hinn tíu árum eldri en hún. Þegar hún komst á legg, voru þeir því báðir upp úr því vaxnir, að leika sór við hana. En niður í þorpið gat hún ekki farið, fyr en liún var orðin talsvert stálpuð; það var svo langt í burtu. Hún fór því algerlega á mis við vordaggagróður æskuleikjanna. Þar kom þó að lokum, að hún gat kom- ist niður í jiorpið til að leika sér. En þá tók b'tið betra við. Krakkarnir, sein fyrir voru, þektu liana ekki. Þeir spurðu og smrðu. hvaða stelpa þetta væri. Þeim smáfjölgaði, sem vissu það, og eftir fáar vikur vissu allir, bæði ungir og gamlir, að þetta var hún Bjarga á Hólnum. Bjarga ávann sér litla athygli og því rninni hylli leikfélaga sinna. Hún kunni lítt til íeikja og var ný í hópnum. Hin liöfðu þekst frá því þau fyrst komu út fyr- ir húss dyr. Hún gat því ekki brotið upp á neinu nýju og lír engu skorið. Börn leiðast ósjálfrátt að þeim, sem hvatir eru og fráir, þeim, sem bera merkið í broddi fylkingar og láta til sín taka. En Bjarga bar ekki af neinum í neinu. Hún barst að eins með straumnum eftir föngum og var þó oft langt á eftir. Enn var það eitt, sem liratt leiksvstr- unum frá henni; ba'turnar voru að inun fleiri og mislitari á kjólnum liennar. en nokkurra hinna. Það er furða, livað telp- ur taka fljótt eftir þessu og fá ýmugust á öllum ófögrum búningum. Bjarga fann því fljótt, að hún átti ekki heima í flokki barnanna og naut sín þar ekki. Þetta varð til þess, að hún var oft kvr heima og hjálp- aði mömmu sinni á ýrosan hátt, þó að gott væri veður og hana sá’langaði niður í þorpið, þegar hún heyrði hlátursköll barn- anna bergmála frá fjöllunum. Bjarga óx og eltist, var fermd eins og lög geia ráð fvrir og breytti þá um bún- ing. Ekki fjölgaði kunningjuin hennar við það, því að þá kom það enn greinilegar í ljós, hve illa hún var vaxin ; að minsta kosti var meira um það talað. Og hún hafði ekki þá andlegu yfirburði, sem þarf til þess að geta laðað þó að maður sé ljótur. Bjarga var talsvert meira en meðal- lagi há vexti, en minna en meðallagi þrek- in; samsvaraði sér því mjög illa. Hún var jafn gild eða gildari um mittið, en upp undir höndunum, og bakið hlykkjótt um skör fram. Frá a<sku hafði hún vanist við að lyfta fótunum hátt þegar hún hreyfði sig úr sporunum, til þess að reka tæmar ekki í steinhnullunga og nihbur umhverfis húsið og á götunni niður í þorpið. Þessi varfærni hafði komist upp í vana, svo að hún varð í göngulagi eins og hún væri alt af að hnjóta um eitthvað. Þegar hún var búin að setja upp sjalið, sýndust herð- arnar vera mjóstar. Gárungarnir kölluðu hana því strokkinn; en það fór aldrei margra í milli. Flétturnar varð hún að hylja; þær voru svo mjóar og stuttar. Ekki bætti andlitið heldur úr skár; það var langt og mjótt, kinnarnar fallnar inn, skarð í neðii vörinni, ennið eins og þil, sem slútir af elli, nefið lítið og flatt eins og kefli hefði verið dregið yfir það. Bjarga gekk því ekki í augun á piltun- um, og þær stúlkur, sem héldu að þær væru fegurii á að líta — og það héldu þær flest- ar - og höfðu efni á að búa sig betur, vildu ekki láta sjá sig í fylgd með henni. En af einu hefðu þær mátt öfunda hana og þær gerðu það margar, þótt lágt færi. Það voru hendurnar. Mörgum sýndust þær vera hreinasta furðuverk. Úlfliðirn- ir, handabökin, fingurnir, neglurnar, alt var svo hæfilega langt, þykt og breitt, og hún bar höndurnar og fingurna svo lið- lega, að langt bar af öllum öðrum í þorp- inu. Sárfáir létu sér mikið um þessa feg- urð finnast. En þeir, sem halda að listin sú að leika vel á hljóðfæri liggi einkum í fingrunum, héldu að hljóðfærasláttur þess- ara fingra hlyti að lyfta hugum manna á hærra stig, en þeir höfðu átt að venjast. En þessum fingrum var aldrei beitt við hljóðfæraslátt. Vegur þeirra lá um aðrar og argari leiðir. Börnum og unglingum er ekki lagið að vera aðgerðalausum. Það gat Bjarga ekki heldur. Hún hafði enga leikfélaga og undi sér því lítt að leikjum. Snemma kendi móðir hennar henni því að prjóna. Ekki leið á löngu áður hún færi að fara með nál og enda. Eftir það fækkaði mis- litu bótunum óðum bæði á hennar eigin fötum og fötum foreldra hennar. Það var yndi og eftirlæti Bjargar um langt skeið, að bæta föt og láta sem minst bera á bótunum. En henni nægði þetta ekki til lengdar. Hana langaði til að sauma nýjar flíkur. Það gat hún ekki til- sagnar og hjálparlaust; en hvorugt gat móðir hennar veitt henni. Með aðstoð föður síns fékk hún því tilsögn og vinnu hjá Margiéti saumakonu. Þá var Bjarga því nair sextán ára gömul. Margrét var eina saumakonan í þorp- inu. Hún saumaði því nær hverja nýja flík, sem saumuð var í þorpinu, bæði á karla og konur. Og sveitabændurnir komu með stóra vaðmálsstranga á vorin og létu hana að minsta kosti sauma sparifötin á sig og það af skvlduliði sínu, sem kost átti á að komast í kaupstaðinn. Það sannaðist brátt á Björgu, eins og flestum öðrum, “að engum er alls varn- að.” Aldrei liafði Margrét áður þekt unglings stúlku, sem var jafn námfús og skyldurækin og lagvirk og Bjarga. Mar- grét hélt öllu lofi um Björgu mjög á loft fyrst framan af, en þegar fram í sótti hætti hún því. Hún hélt að sá tími kynni að koma, að Bjarga yrði keppinautur sinn. En á því var lítil hætta. Bjarga var ekki vön að láta mikið á sér bera, enda hafði fátt hvatt hana til þess. Þarna vann hún í þrjú ár. Þá var svo komið, að Margréti fanst hún varla geta án hennar verið; hún stóð henni fyllilega á sporði um alt og tók henni fram í sumu. Þó var kaupið lágt, sem Bjarga fékk, en hún átti eins víst að fá það greitt einu sinni á mánuði og að dagur kemur eftir nótt. Faðir Bjargar vildi láta hana sauma fyrir eigin reikning; hélt að hún mundi hafa meira upp úr því. En Bjarga treysti sér ómögulega til þess; henni fanst hún ekki vera svo “fullkomin”. Yor nokkurt, þegar von var á vaðmálunum úr sveitinni, var liann þó því nær búinn að telja henni hughvarf. En þá breyttust hagir þeirra, svo að ekkert varð úr því. Veturinn hafði verið illviðrasamur, sjaldan gefið á sjó og lítið sem ekkert fiskast. Gæftaleysið hélzt langt fram á vor, en grun höfðu menn þó um það, að fiskur mundi kominn á djúpmið. For- maður Arna var sjóhetja hin mesta og hugði að reyna til hlítar ef nokkurt viðlit væri veðursins vegna. Eftir nokkra daga virtist tækifærið bjóðast. Hæg gola stóð af hafi. undiralda lítil og lágdauður sjór. Allir réru til fiskjar. Þegar leið á daginn gerði ofsaveður með fannkomu á fjöllum. P',lestir náðu landi við illan leik. En til bátsins, sem Arni var á, spurðist aldrei framar. Nú voru mæðgurnar tvær einar eftir í húsinu á hólnum. Bræðrurnir voru báðir farnir fyrir nokkrum árum. Þeim hafði þótt þröngt um sig í firðinum og vildu freista liamingjunnar þar sem meira var um að vera. [ þeim fáu bréfum, sem þeir sendu, höfðu Jieir lítið sagt. Þeir höfðu farið úr einu fiskiverinu í annað eftir því sem aflaðist. En svo mikið höfðu þau komist á snoðir um eftir afspurn og anda bréfanna, að krónuinar mundu ganga þeim jafnliarðan úr greipum og þær komu, eða hraðar. Nú vissu þær ekki, hvar þeir voru niður komnir. Eftir langa leit tókst þeim þó að finna þá. Hvorugur þóttist vilja koma, því að meiri aflavon væri annars- staðar. Þeir sendu fáeinar krónur og þótt- ust kennske koma seinna. Ekkert varð úr því, að Auðbjörg færi að vinna fvrir eigin reikning. Framfæri beggja mæðranna hvíldi nú eingöngu á hennar höndum. Hún mátti því ekki eiga það á hættu, hvort hún fengi nokkurn skilding eða engan, og var því fegin að fá að vinna þar sem hún var. Svo kærkomn- ir urðu henni nú aurarnir, sem hún fékk hjá Margréti, að hún knýttist við hana nýjum og traustari böndum. Fyrir móður Björgu opnaðist nýr heimur. Hún hafði aldrei áður sint nein- um reikningsskilum; það hafði Arni gert. Nú bárust henni ýmsir skuldareikningar; þar á meðal var hún mint á eftirstöðvarn- ar af hússkuldinni. Hún sá, að þó að hún seldi alt sem hún hafði handa á milli, þá mundi það trauðla hrökkva fyrir skuldun- um. Hún var orðin gömul og farin að heilsu og kröftum. Ekkert gat hún gert, sem arðsvon var að. Hún var því alger- lega upp á náðir Björgu komin. fFramh. á 3. bls.ý til allra okkar mörgu viðskiftavina fjær og nær, er okkar innileg ósk. Við höfum nú til sýnis meira en nokkru sinni áður af jólavarningi: • Jólakortum, íslenzkum og enskum; jólagjöfum fyrir yngri og eldri, til að gleðja hver annan með um jólin. Það er svo margt úr að velja, að það yrði of langt mál að telja það ait upp hér. Komið og sjáið! KomiÖ og sjáið! Þið vitið, að við bjóðum ykkur að eins hið allra nýjasta og zezta, í gómsætum kræsingum, sem þið þurfið að hafa á borðuni um jólin. Svo höfum við falleg föt, skó og yfirhafnir, skyrtur, hálsbindi o. m. fl., svo að enginn þarf að “klæða kött- inn” um jólin. Svo óskum við, að hið nýja ár, sem fer í hönd, verði ykkur farsælt og gleðiríkt! Við þökkum ykkur fyrir gamla árið, fyrir viðskift- in, fyrir traustið, sem þið hafið sýnt okkur í hvívetna, fyrir samvinnuna, sem okkur verður enn meiri gleði að taka þátt í með vkkur, eftir því sem við kynnumst ykkur að meiru góðu. I Peningar. Steinson & Hjálmarson Kaupmenn Kandahar, - - Sask. Peningar eru einskisvirSi í sjálfu sér. MaSur getur ekki boröaö' þá, ekki drukkiö þá, og ekki klætt sig í þá- MaSur getur haft fulla vasa af peningum og þó dáiö úr hungri, þorsta, eSa kulda, ef ekki væri mat, drykk e$a klæöi aS fá. Pen- ingar eru langt frá því að vera það bezta og ekki hsldur næst því bezta, sem maður getur átt. En þeir eru samt góðir fyrir þá, sem brúka þá réttilega. Alt fæst fyrir peninga, segja rnenn. Nei, svo er ekki. Ámi Garborg segir, að fyrír peninga megi fá: mat, en ekki matarlyst; inntöku, en ekki heil- brigði; sængurfatnað, en ekki svefn; lærdóm, en ekki vit; skart, en ekki yndi; skemtun, en ekki ánægju; félaga, en ekki vini; þjóna, en ekki trygð; hæga daga, en ekki rósemi. Hýðið af öllum hlutum má fá fyrir peninga, en kærleikur fæst ekki keyptur fyrir peninga. —N. Kbl. Margir bœndur að ári. Hér fór nýlega um sá maður, sem lítur eftir innflutningi fó ks til þessa lands frá Bandaríkjum, og sagði hann það, sem allir bjugg- ust við, að færra fólk mundi koma hingað þaðan fyrsta kastið, heldur en að undanförnu, en pað telur hann bót í máli, að þartil striðið er á enda kljáð, flytjast engir hing- að sunnan að, nema þeir sem ætla sér að búa út á landi. Með því að færra gerist um ókeypis bú- lönd eftir því sem tímar líða, þá verða fleiri til þess af Bandaríkja þegnum, sem hingað flytja, að kaupa sér ábúðar jarðir, enda eru margir þeirra allvel efnum búnir. Mótspyrna er allmikil í Bandarikj- um gegn því, að fólk flytjist þaðan til þessa lands, og birtast oft í biöðum þar tröllasögur um Can- ada, einkum um hernaðarskyldu, en svo segir þessi maður, að erind- rekar Canada stjórnar, sem starfa að innflutningi, vinni vel og trú- lega að því að reka aftur slíkar sögur, sem líklegar séu til að hnekkja fólksflutningi hingað, enda reynist blaðstjórar í Banda- rikjum sanngjarnir og fúsir til að taka leiðréttingar á ósönnum kvik- sögum um þetta land. Smá herðir á. Frá Ottawa er útgengm sú skip- un, að allir útlendingar hér í landi, sem hafa ekki fengið sér borgara- bréf, skuli segja til sín á stöðum, sem seinna verða til teknir, og l\ta skrásetjast. Þegnar h’ut- lausra landa eru ekki undan þegn- ir þessari skrásetningar skyldu. SmartFollowers fp£*'OK 1 Know us. WE WOULD BtKNOWN VANDLATIR OG UKttO TO MORE. PiJÍkw (jaiRNS WinnipeSÍ’Expert Tailors VEL BUNIR MENN ÞEKKJA OSS. VJER OSKUM AD FLEIRI KYNNIST OSS. McFarlane & Cairns HINIR BETRI SKRADDARAR WINNIFEG BORGAR I næstu dyrum við Winnipeg leikhúsið 335 Notre Dame Avenue, :: :: Winnipeg, Manitoba Js

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.