Lögberg - 10.12.1914, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER 1914.
Bjarga.
('Framh. frá 3. blsj
unum frá sér og henni tókst það furðu vel.
Beið ekki móðir hennar oftast eftir henni
með bros á vör? Borguðu ekki margir
henni meira en hún setti upp? Gerðu ser
ekki margir erindi úl hennar til þess að
spvrja hvernig móður hennar liði? Letu
ekki margir hana sitja fyrir því, sem þeir
þurftu að láta sauma? Var þa ekki oþarti
fyrir hana að vera óánægð með kjör sin.
Það virtist henni. Hún hafði aldrei van-
ist á að hugsa mikið og sízt um sjálfa sig;
æfikiörin höfðu sveigt hugann í aðra att.
Því veittist henni furðu auðvelt að bema
huganum frá sjálfri sér og hinu ömurlega
lífi, sem sjálfsagt beið hennar fyr eða
seinna. Hún festi því hugann enn betur
við það, sem lengi hafði legið henm þyngst
á hiarta og fastast rótgróið í huga henn- ;
ar — að annast móður sína sem bezt hun
gat. Þegar ský hjúpuðu sál hennar, eyddi
hún þeim með því, að endurnyja það heit.
Mörg ár voru liÖin frá því að móSir
Björgu varð blind. Hún var orðin hvi
fvrir hærum og svo ellihrum, að hun var
ekki í fötunum nema stutta stund daglega
og fór alls ekki í þau þegar kalt var i veðn
á vetrum. , „
Bjarga og kofi þeirra mæðgna hotou
einnig elzt, en á því bar minna. Að oðru
leyti var alt í sömu skorðum.
Það var nálægt viku fyrir jol. Sa siður
hafði lengi tíðkast í þessu héraði eins og
mörgum öðrum, að um það leyti toru
sveitamenn hópum saman í kaupstaðinn.
Flestir fóru til að sækja nauðsynjar sin-
ar, sumir til að ná í jólagjafir og fyrir enn ;
öðrum var það aðalermdið, að fa ser a i
jólapelann. , !
Veturinn hafði venð snjoþungur og
illviðrasamur. Fáir höfðu því fram að ;
þessum tíma verið á ferðinm. Nu hofðu ,
staðið stillur í nokkra daga og notuðu
menn sér það. Færð var svo slæm, að ekki
var viðlit að fara með liesta. ^ Voru menn
því gangandi og báru böggla sína á bakmu.
Laugardagsmorguninn næsta tyrir
jól var þykt loft og þungbúið. Margir ,
ferðamenn höfðu verið um nóttma í kaup-
staðnum og héldu heimleiðis næsta dag. i
Litlu eftir hádegi gerði akafa logndrifu,
en frost var lítið. Þegar á leið daginn
herti bæði frost og vind. Um kvöldið þotti
varla fært á milli húsa.
Bjarga kafaði heim í ófærðmm og !
bylnum um kvöldið. Hún hitaði kvöld-
kaffið á ofninuin til þess að spara eldivið. !
Að því loknu strauk hún gólfið með votn j
rýju; það gerði hún jafnan á laugaidags- ^
kvöldum. Þá settist liún við sauma sína |
og ætlaði nú lengi að vaka, því að jólaosin
var fyiir löngu byrjuð hjá henm. ,
Hún sat þegjandi og saumaði í aketð, ;
nema þegar móðir hennar bylti sér í rum-
inu og spurði um eitthvað smávegis. Moð- ,
ir hennar virtist vera í þungu skapi og þa |
varð jafnan lítið úr samræðum.
Vindurinn hamaðist á kofanum. Það
hvein í glugganum og söng í reykháfnum
og snjóflyksurnar virtust vera að sma
skafa af honum þakið. Einu sinm þegar
Björgu virtist ein stormhviðan ætla að
brjóta gluggann, lyfti hún gluggatjaldinu
Htið eitt til hliðar og gægðist undir það.
Rúðurnar voru allar óbrotnar, en þær voru
þaktar svo þvkku og gömlu lagi af hrími
og ís, að ekkert sást til rósanua, sem undir
voru. Ilún lét tjaldið falla aftur sem
fljótast.
‘ ‘ Ósköp ætlarðu núna að sitja lengi
uppi, Bjarga mín,” sagði gamla konan
‘‘Það er laugardagskvöld og eg hefi
svo mikið að gera. Það er ýkki framorðn- ,
ara en oft endranau-.” sagði Bjarga.
Djúpar fellingar komu á enni gömlu
konunnar. Hún ranghvolfdi augunum
nokkrum sinnum, síðan staðna’mdust |>au;
hún virtist stara út í horn. Eitthvað var
að brjótast um í huga hennar.
“Þú leggur of mikið á þig,’ sagði hún.
“Eg er ekki þreytt, mamina, ekki vit-
und,” sagði Bjarga og horfði alvöru-
þrungnum aumkunai augum á móður sma.
“Þú finnur það ekki; áliuginn er svo
mikill.”
Björgu flugu snöggvast í hug sumir
æsku dagdraumarnir. Henni lá við <ið
taka í sama strenginn. En hún hætti við
það.
“ Er það ekki nóg?” sagði hún glað-
lega, “ Þreytan er ekki mikil á meðan. ”
“Það getur verið, Bjarga mín,” sagði
móðir hennar og andvarpaði þungt.
Bjarga svaraði engu.
“Þú leggur alt þetta á þig mín vegna”
sagði móðir hennar litlu seinna. ílún
vildi bersýnilega halda áfram að tala um
þetta.
“Legg hvað á mig?” sagði Bjarga og
reyndi að láta undrunarhreim hevrast í
rómnum. “Mér finst eg ekkert leggja á
mig.”
“Eg veit hvað lengi þú vinnur daglega,
og hve mikið þú keppist við. Þú leggur of
mikið á þig. Eg veit það. Það hefnir sín
seinna. Og eg veit, að þú gerir þetta alt
fyrir mig. En þú ættir ekki að gera það
lengur. Þú eyðileggur heilsuna. Heilsan
er j)ó það dvrmætasta. Eg er á förum.
Þú átt langt líf eftir ólifað. Þú ættir að
láta sveitina taka við mér.”
“Viltu virkilega losna við mig,
mamma?” sagði Bjarga.
“Nei, elsku Bjarga. Þú mátt ekki taka
það svoleiðis. Eg vildi hvergi fremur eyða
síðustu æfistundunum en í vængjaskjóli
þínu. ”
“Eg veit eg get ekki látið þér líða eins
vel og þyrfti.”
“Þú misskilur mig, Bjarga mín, eða
vilt ekki skilja mig. Eg segi þetta vegna
þess, að þú spillir þinni eigin framtíð með
því að leggja svona mikið á þig. Þú gerir
það til að hjálpa mér. En þú ættir ekki að
leggja þitt unga líf í sölurnar fyrir mig,
skarið á grafarbakkanum. Eg veit, að
það mundi stytta æfi mína, að skilja við
þig. En hvað gerir það til? Sá bíður mín
hinumegin, sem eg þrái mest að hitta aft-
ur.” Síðustu orðin köfnuðu í grátstaf.
Hún snýtti sér, tók rekkjuvoðarhornið og
strauk úr augunum.
Auðbjörg stóð upp, gekk að rúminu og
hagræddi kodddanum undir höfði móður
sinnar.
Gamla konan þreifaði fyrir sér þangað
til hún fann hönd Björgu. “Mér líður
svo vel hjá þér,” sagði hún og þrýsti
hönd Björgu ó milli handa sér. “En eg
hefi svo oft verið að hugsa um, hvað það
va;ri rangt af mér, að leggja þessa þungu
bvrði á þig.’”
“Það er engin byrði,” sagði Bjarga.
“Og þó það væri byrði, þá hefir þú ekki
lagt hana á mig. Þú gætir enn unnið fyrir
þér, ef þú hefðir ekki orðið blind. Ekki átt
þú sök á blindunni. Það er ráðstöfun þess
alvalda og algóða. Aldrei hefir þú heldur
beðið mig að hjálpa þér, ef hjálp skyldi
kalla. Mér fyndist mér blátt áfram vera
hrint út á eyðihjarn, ef eg ætti að yfirgefa
þig blinda og liggjandií rúminu. Eg gæti
ekki til þess hugsað. Eg er líka viss um,
að ef til er nokkur réttlátur og miskunn-
samur drottinnn, þá ætlast hann til að eg
annist þig.
“Þú hefir gert meira fyrir mig, en þú
hefir verið fær um, elsku Bjaga. Það er
svo sárt að þiggja þann velgjörning. En
eg þakka guði fj rir, að hann gaf mér
þig.”
Auðbjörg strauk hárlokk frá enninu á
móður sinni. Hún var að hugsa um það,
að ekkert væri jafn sjálfsagt og það að
hjúkra og hjálpa móður sinni, og ekkert
var jafn indælt og hugðnæmt.
Gamla konan lagði aftur augun og
svefn færðist yfir hana. Bjarga losaði
liðlega hendina og læddist í sæti sitt. Hún
tók sauma sína og keptist nú við af öllum
mætti til þess að leiða hugann frá samtal-
inu og óveÖurs gnýnum.
Þannig leið góð stund.
Þegar minst varÖi hrökk gamla konan
við í rúminu, lyfti höfðinu frá koddanum
og sagði: “Hvað var þetta? Mér heyrð-
ist einhver koma við gluggann.”
“Það er ómögulegt,” sagði Bjarga.
Þær hlustuðu báðar og heyrðu ekkert
nema hríðar hvininn. Það gat ekki hafa
verið annað en snjóflyksur eða skararbrot
sem \ indurinn hafði rifið upp og slengt á
gluggann.
Auðbjörg fór aftur að sauma. Enn leið
góð stund.
“Jú, Bjarga; það er einhver við glugg-
ann; heyrirðu það ekki? Nú kom hann við
rúÖuna; eg held, að hann liggi í snjónum;
mér heyrðist hann síga niður með glugg-
anum. Hver getur verið svona seint á
ferð í þessu veðri?”
Bjarga gat ekkert heyrt, og það kom
geigur í hana. En móðir hennar var svo
alvarleg og áköf, að því var líkast sem hún
vissi og sæi, að einhver væri fyrir utan
gluggann. Hún starði áfergjulega út í
bláinn og augun kvikuðu órólega. Var hún
að verða brjáluð?. Bjarga forðaðist að
líta á hana, en keptist við vinnu sína af
öllum mætti.
Eftir örlitla stund kiptist Bjarga
snögglega við. Nú heyrðist það glögt.
Ekki var um að villast; það var barið á
gluggann. Gamla konan reis upp við dogg
með hálfgerðum æðissvip. “Eg vissi það,
eg heyrði það fyrir löngu,” sagði hún.
Auðbjörg þreif í gluggatjaldið ósjálf-
rátt og leit út. Auðvitað sá hún ekkert
fyrir hríminu og myrkrinu.
Aftur var fikrað við gluggann.
“Heyrirðu það ekki nú?” sagði gamla
konan.
“Jú, eg heyri það,” sagði Bjarga.
Hún hikaði við og leit vandræðalega í
kring um sig. Svo rauk hún upp, þaut að
dyrunum og opnaði þær. Hvinurinn í
vindinum heyrðist enn betur og snjókóf
rauk inn á gólfið. Auðbjörg nam staðar.
Enn var komið við rúðuna. Þá var eins
og rafstraumur færi um Björgu. Ilún hélt
niðri i sér andanum, dróg sig saman í kút,
hljóp út og rak liurðina aftur á eftir sér.
Við kofahornið var vindurinn svo næmur,
að liún gat með mestu naumindum haft
stjórn á sjálfri sér og staðið á fótunum.
Vinduiinn hafði hlaðið við húsgaflinn
dálitlum skafli, sem náði upp undir glugga.
Auðbjörg beitti augunum, sem bezt hún
gat. V’ið bjarmann sem skein í gegn um
gluggann, sá hún dökkan blett á fönninni.
Bletturinn hrærðist ofurlítið.
Bjarga hljóðaði upp yfir sig af
hræðslu. Það var maður liggjandi í
snjónum. í dauðans ofboði færði hún sig
þó nær. Hann lá á hliðinni. Nú hreyfði
hann aðra hendina; fálmaði eftir gluggan-
um. Hún greip handlegginn áður en hann
hné aftur niður. Handleggurinn var mátt-
laus, svo að hún slepti honum, en þreif í
herðar mannsins og tókst að reisa hann
upo til liálfs. Þá hné hann aftur niður.
Hún reisti hann upp mörgum sinnum, en
hann hné niður jafn oft. En í hvert skifti
gat hún þokað honum í áttina. Loks tókst
henni að koma honum inn úr dyrunum og
þar lá hann hreyfingarlaus á gólfinu.
Auðbjörg sagði móður sinni í fám orð-
um hvernig ástatt var. Þó að hún vaui
búin að liggja margar vikur í rúminu, þá
reis hún nú upp og áður en Auðbjörg tæki
eftir, var hún komin niður á gólf. TTún
íalmaði fvrir sér og spurði hvar maður-
inn væri. En áður en Bjarga fengi svarað
því, var hún komin að höfði mannsins.
ITún fálmaði um andlitið og hárið. And-
litið var þrútið og ískalt og hárið fult af
snjó.
“Við verÖum að færa hann úr fötun-
uiu,” sagði hún og fór að reyna að losa um
efsta jakkahnappinn. En hún gat það
ekki; jakkinn var svo freðinn.
“Skerðu hnappana af fötunum þar sem
þau eru frosin,’ sagði hún. Auðbjörg
gerði það og þannig tókst þeim að af-
klæða hann. Því næst tóku þær fötin úr
rúmi Auðbjargar og bjuggu um hann á
gólfinu. Þær treystu sér ekki til að lyfta
honum upp í rúmið, en þær héldu að heit-
ar sængur væru hollustu meðulin til að
kalla með hálffrosinn mann aftur til lífs-
ins.
Klukkan sló eitt. Auðbjörgu sýndist
lítið lífsmark með manninum, en gamla
konan sagði, að hann mundi hjarna við.
Skömmu eftir þetta færðust snöggir kippir
um l'kama lians, og skömmu seinna setti
að honum skjálfta. Auðbjörg varð hrædd,
en móðir hennar varð rólegri og kvað
þetta órækt lífsmerki. Enn leið löng stund.
Skjálftinn minkaði og varirnar bæiðust.
Eitt og eitt orð kom á stangli slitið út úr
öllu sambandi. Eftir því sem þeim skild-
ist, var liann að segja þeim, að hann hefði
skilið við þrjá samferðamenn sína, þegar
þeir gátu ekki lengra komist; þeir hlytu
að vera mjög nálægt, því að ljósiÖ höfðu
þeir séð.
Gömlu konunni félst hugur við þessa
fregn; hún andvarpaði og bað guð að
hjálpa sér.
“Við verðum að ná í þá, áður en þeir
deyja,” sagði Auðbjörg.
Móðir hennar hlustaði; veðrið hamað-
ist eins og áður. Henni fanst ekkert vit
í því fyrir Auðbjörgu að reyna að leita
þeirra í slíku veðri og litlu hægara að kom-
ast niÖur í þorpið til að fá mannhjálp.
Leiðin þangað var hættuleg ef nokkru
munaÖi. Það hafði komið fyrir, að menn
höfðu vilst þar niÖur af hömrunum. Ekki
þurfti hún heldur að búast við að sjá þar
neitt ljós svo seint á nóttu. Henni virtist
öll sund lokuð.
Auðbjörg kvaðst engan glaðan dag
mundi lifa framar, ef þrír menn yrðu úti
svo að segja undir húsvegg þeirra án þess
reynt væri að hjálpa þeim. Þær vissu, að
þeir voiu þar.
Móðir hennar maldaði í móinn. En á
meÖan því fór fram, tíndi Auðbjörg saman
öll skjólbeztu fötin, sem hún hafði og fór
í þau. Hún sagðist verða að reyna. Móð-
ir hennar varð að láta sér það lynda og
hað guð að hjálpa henni. Svo fór Auð-
björg út.
Veðrið var engu betra en áður. Auð-
björg hafði ætlaÖ sér að fara niður í þorp-
ið og fá hjálp. En þegar hún kom út sner-
ist henni hugur. Hún mintist þess, að
maðurinn hafði sagt, að þeir hefðu séð
ljósið áður en hann skildi við þá. Þeir
hlutu að vera rétt hjá steinunum, sem hún
hafði kallað brúðuhúsin. Henni fanst hún
sjá þá. Hún hlaut að geta fundið þá. Hún
kafaði ófærðina í áttina að steinunum. En
áður en hún var komin miðja vegu að þeim
að því er hún hélt, rak hiín fótinn í eitt-
hvað. Hún þreifaði fyrir sér og fann, að
það var maður.
Auðbjörg sneri við tafarlaust. Mað-
urinn var of langt frá húsinu til þess að
hún gæti komiÖ honum heim hjálparlausL
En þennan blett gat hún alt af fundið frá
húsinu, hvernig sem veðrið yrði. Hún
fann ekki vitund til kuldans og allir erfið-
leikar virtust hverfa á svipstundu. Hún
hljóp aftur heim að húsinu, sagði móður
sinni af létta og þaut svo aftur út í myrkr-
ið og hríðina. Hún nam staðar örlitla
stund fyrir utan dyrnar, setti á sig stefn-
una og þrammaði svo af stað. Svo mörg
hundruð sinnum sem hún hafði farið
bessa leið, þá hafði henni aldrei fundist
hún jafnlöng og nú.
ÞorpiÖ var í fasta svefni. Ilenni tókst
bó að vekja nokkra hrausta karlmenn;
beir voru boðnir og búnir til að hjálpa
henni. TTún réði ferÖinni og þeir fylgd-
ust á eftir./"
Þó að heiðbjartur sumardagur hefði
verið, |)á liefði AuÖbjörg ekki getað farið
hiklausara og liitt fljótar á blettinn, þar
sem maðurinn lá. Hinir tveir voru þar
rétt hjá. Ekkert viðlit var að flytja þá um
nóttina lengra en í kofa mæÖgnanna. Sinn
var lagður í hvort rúm þeirra, en um tvo'
var búið á gólfinu. Þegar birti af degi
voru rúmföt flutt til þeirra eftir þörfum.
Hríðin stóð í næstu tvo daga, svo að
ekki náðist í lækni. Mennirnir hjörnuðu
við; en alla hafði þá kalið til stórskemda.
Enginn hafði heldur kunnað að búa um þá
á iéttan hátt. Þegar bylnum slotaði voru
þeir fluttir niður í þorpið. Þá hafði Auð-
björg ekki sofiÖ nema sex klukkustundir í
sex dægur.
Mennirnir, sem viltust, höfðu verið á
leið úr kaupstaðnum. Dót þeirra fanst
þegar birti upp. Menn voru samstundis
fengnir til að bera boð upp í sveitina og
koma dóti þeirra til skila. Þannig komust
jólanauðsynjar þeirra og jólagjafir í rétt-
ar hendur í tæka tíð. En hvorki þeim né
neinum öðrum kom til hugar að senda Auð-
björgu neina sérstaka jólagjöf.
Mörg ár eru liðin síðan þeir atburðir
gerðust, sem nú hefir verið frá sagt.
Móðir AuÖbjargar er dáin. AuÖbjörg er
farin úr litla þorpinu og vinnur nú í
saumastofu í einum af stærri kaupstöðum
landsins. Ekki hefir hún enn orðið ginn-
ingarepli piltanna og verður það líklega
aldrei, því að árin eru mjög farin að fær-
ast yfir hana. Síðan hún kom í stóra
kaupstaðinn, hefir hiín komist að því að
margar stúlkur þar fá oft stórar hrúgur
af gyltum munum og gullfögrum orðum
l jólagjöf. Hún hefir einnig fengið marg-
ar dýrmætar jólagjafir síðan húq kom
þangað. En enga jólagjöf hefir henni enn
fundist jafnmikið til um og hröktu vegfar-
endurna ,sem forðum bar svo óvænt að
garði.
Og óvíst er hvort nokkurn tíma hafa
hjartnæmari, heitari og einlægari hugar-
hræringar veriÖ bundnar við nokkra stúlku
en þær, sem stigu upp frá brjóstum for-
eldra, barna og eiginkvenna hinna hröktu
manna og báru Björgu á vængjum sér um
hin löngu liðnu jól.
e
f
\
JOLAGJAFIR
fyrir alt heimilisfólkið.
Hér eru valdar viðeigandi gjafir —
hentugar, skynsamlegar, nytsamlegar
gjafir, sem mmna á gefendann löngu
eftir að vanalegar jólagjafir eru gleymd-
ar- Gœtið vandlega að þessum sér-
stöku kjörkaupum, því þetta er búðin
þar sem jóladalurinn kaupir I 00 cents
virði af skynsamlegum jólagjöfum.
BKt'ÐUHt’M
Alt tlr við (eins og sýnt er
á myndinni) með dýnu og
koddum. gljáandi af stein-
ingu. or
Jólaverð........ðu. J J
Sama lag (alt úr látúni)
Jóla- 4 rj r
verð...........<P*L * ♦)
KIj tosto
Steikir tvær sneiðar af
brauði eða tepott má halda
heitum 4 logan- ri»y* pA
um. Jólaverð, . y **oo
MUSIC CABISET
Birki, mahogany, vel fág-
að; 4 2 þml. á hæð, 18 þml.
á breidd. Selst vanalega
fyrir $9.00. tí»£ Qr
Jólaverð......
£(Ófoztovoy
KIj GUOSTOVO
7 þuml. glóðarstó af sömu
stærð, en gefur sterkari
hita frá hverju lampa-
falsi. Brúka má hvaða
diska sem er.
Jólaverð . . . .
$6.50
STOFUSTÓUIj
Birki, mahogany, fagur-
lega fágaður, með góðri
Filk
stoppuðu baki Vanaverð-
ið er $13.60.
Jólaverð
..$10.25
BHÚt)UUC'M
Smáfóikinu mundi llka eitt þeirra.
Rúm, eins og myndin, með öllu
tilheyrandi, dýnu og koddum. öll
úr Járni, með látúnsprýði og fjaðra
dýnu.
Sérstakt jólaverð . .
$2.35
Make it an “Electric Christmas”
KAI’MAGNSAIIÖIjI)
til jólanna. Borga sig fljótt
nieð því sem sparast.
Nokkur Hot-point áhöld,
sem hita má með venju-
legum lampakrafti, eru
hér sýnd; öll hafa beygj-
anlegan streng, og 'plug’ I
larnpa fals og sneril til að
snúa af straumnum eða á,
við áhaldið.
EIj GRIIjUO
Rafmagns steikaragrind,
er steikir bæði brauð og
ket, og sýður bæði ofan á
og undir loganum. Steikir
llka ‘corn' tí»/» ro
Jólaverð........«PO.DU
Soon pays for Itself by its Savings
RUGGUIIESTAR
Hér er úrval, sem hentar hverjum
smekk og hverjum vasa. (Hestur-
inn eins og myndin). Vanaverðið
er $9.00,
Jólaverð .........
$6.75
V
J. A. BANFIELD
492 MAIN
Þriðji herinn í safnaði.
HermálaráSgjafinn hefir gefitS
út skýrslu um liðsafnatS hér i
landi, bæði þann sem þegar er
fram farinn og fyrirhugatSur er,
og skulu hér birt helztu atriðin.
Þessu litSi er þegar búiö aS safna:
Þeim 33.000 sem til Englands eru
komnar og liggja þar i herbúðum
við æfingar á Sahsbury völlum,
8.000 sem ti1 gæzlu eru hafðar við
landamæri og ýms mannvirki til og
frá um landið, og loks 23.000 sem
þegar er bú 8 a8 safna saman ogl
hefir setu í ýmsum borgum vest-
anlands og austan. Þetta er alt til
samans 64.000 hermanna.
Vi8 þetta er nú fyrirhugaS a8
bæta 31 700 manns. Af því eru 9
riddarasve:tir, 5.500 manns, 19
sveitir fótgöngu1i8s e8a 20,000
manns, vistali8 2,000. hjúkrunarli8
1500, sex stórskota sveitir me8
1200 manns, verkfræ8inga sveit
me8 iooó manns, þarnæst sveit
hjólamanna og sendisveina sem 500
manns eru í.
Me8 þessu ver&ur allur her
Canadalands 94,700 aS tölu.
Moltke tekur herstjcrn
Moltke greifi, sá er æztu hervöld
hafSi í hinurn þýzka her i byrjun
stríSsins, en slefti þeim eftir
nokkrar vikur, er sagSur líklegur
til a8 taka vi8 þeim á ný. Ymsar
sögur hafa gengiS af orsökunum
til þess a8 hann fór frá, helzt þær,
aö krónprinsin n og hans félagar
hafi ekki veriS ánægBir meS stjóm
hans og fengiS keisarann á sitt
mál. Sumir sög8u hann veikan,
og svo segja þýzkir nú sjálfir, aB
hann hafi legi8 vi8 böSin, í Hom-
burg, sé nú brattur orBinn á ný
og muni taka viS sínum hervöld-
um aftur, mjög hráSlega.
—Margir stúdentar, sem nám
stunda viS Oxford háskólann, em
farnir til meginlandsins til a8 H8-
sinna sjúknm og þjáSum.