Lögberg - 10.12.1914, Qupperneq 9
27. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER 1914
NOMER 50
Gunnar B. Björnsson.
Minnesota-ríki telur nær hálfa
þriöju míljón íbúa. Þar eru borgir
stórar og auöur mikill. Margt er
þar stórmenna og þeirra, er láta til
sín taka um landsmál. Fátt er þar
íslendinga og ekki eru þeir allir í
einni þinghá, svo ekki munar mjög
um fylgi þeirra viö kosningar til
hinna hærri embætta. Gefur því aö
skilja, að ekki er það áhlaupa verk
fyrir íslending aö komast til hárra
valda og metorða í svo stóru og auð-
ugu ríki. Þó er nú svo komið, að
einn þeirra manna, er mestu ráða i
stjórnmálum þess ríkis, er fslend-
ingur: Gunnar B. Björnsson, þing-
maður og formaður öflugasta stjórn-
málaflokksins í ríkinu.
Gunnar Björnsson er fæddur í
Márseli í Jökulsárhlíð í Norður-
Múlasýslu á Islandi 17. dag Ágúst-
mánaðar árið 1872. Faðir hans hét
Björn Björnsson, en móðir hans heit-
ir Kristín Benjamínsdóttir og er ætt-
uð úr Axarfirði. Hún er enn á lífi
við háan aldur (í. 3. des. 1837J og
til heimilis hjá Gunnari syni sinum í
Minneota. Móðirin annaðist ein um
uppeldi sv'einsins, og er hann var
fjögra ára gamall fluttust þau mæðg-
in til Vesturheims og settust að í ís-
lenzku nýlendunni í Lyon County í
Minnesota. Dvöldu þau fyrst út í
sveit hjá bændafólki, en rétt bráð-
lega tóku þau sér bústað í þorpinu
Minneota og hafa átt þar heima á-
valt síðan. Móðirin vann fyrir sér
og syni sínum af miklum dugnaði og
kom honum í barnaskóla. Lauk
Gunnar venjulegu lýðskóla-námi, en
i æðri skóla hefir hann ekki verið,
annað en einn vetur er hann nam
verzlunarfræði við skóla í Quincy,
Illinois. Snemma varð Gunnar að
ganga að erviðisvinnu. Gætti hann
hjarða á sumrum framan af, en er
hann þroskaðist, vann hann við húsa-
smíðar. Siðan var hann verzlunar-
maður um hrið og loks lærði hann
prentiðn.
Það gefur að skilja, að uppv'axt-
arár Gunnars hafi verið all-ervið.
En það hefi eg fyrir satt, að fyrir
erviðleika þá, er hann átti við að
stríða, hafi hann fengið líkams- og
sálar-þrek það, sem síðar auðkendi
hann. Gunnar mun hafa verið bráð-
þroska. Eg kyntist honum fyrst
rúmlega tvítugum ungling. Var hann
þá þegar búinn að afla sér óvenju-
lega mikillar þekkingar, enda var
hann sí-lesandi. Lífsskoðanir hans
voru þá enn ekki fastákveðnar orðn-
ar. Fór honum sem fleirum ungum
gáfumönnum, að hann vildi þar
ryðja sér brautir sjálfur, en ekki
krækja stigu annara hugsunarlaust.
Voru skoðanir hans á mannfélags-
málum heldur ekki við eina fjöl feld-
ar. Það var honum eðlisnauðsyn að
“rannsaka alt og halda hinu góða.”
Fyrir það varð hann og sjálfstæður
og stefnufastur maður.
Það mun hafa verið árið 1897, að
þeir Gunnar Björnsson og S. Th.
Westdal, sem nú er nýkosinn þing-
maður í N.-Dakota, eignuðust prent-
smiðjuna í Minneota og tóku að sér
útgáfu vikublaðsins “Minneota Mas-
cot”. Var það fátækleg prentsmiðja
þá og blaðið lítilfjörlegt. Nú er sú
prentsmiðja orðin myndarleg, með
flestum nýtízku-tækj um og blaðið
talið með helztu vikublöðum i Min-
nesota-ríki. Af bessu starfi lét Gunn-
A LEIÐ TIL VALDA 0G UPP-
HEFÐAR I M1NNES0TA-RIKI
'Ki
GUXNAR B. BJÖRNSSON,
Rltstjórl og þlngmaður, Minneota, Minnesota.
ar þó um stutt skeið og gegndi ýmis-
konar umboðsstöðum fram að alda-
mótunum. Keypti hann þá blaðið og
prentsmiðjuna einn—af S. Th. West-
dal, sem þá fór til Washington í
stjórnarþjónustu. Nú gerðist Gunn-
ar ritstjóri og hefir verið það síðan.
Brátt fór að bera á frábærum hæfi-
leikum Gunnars sem blaðamanna
Smám saman fór hið litla vikublað
í afskektum sveitar-bæ að vekja eft-
irtekt út um alt ríkið. Blaðið gat
hann stækkað meir og meir. Rit-
stjóragreinar hans voru teknar upp
í ótal blöð og þar á meðal í stórborga-
blöðin. Loks hafði Gunnar Björns-
son náð svo miklu áliti sinna starfs-
bræðra i Minnesota-ríki, að hann var
kjörinn formaður blaðamannafélags-
ins i ríkinu, og má það með afbrigð-
um telja, að hann væri það upphaf-
inn yfir ritstjóra hinna stóru dag-
blaða. Stöðu þessa hafði Governor
Johnson haft á undan Gunnari. Jafn-
framt blaðamenskunni hafði Gunnar
mörg bæjarstörf með höndum. Póst-
meistari var hann mörg ár og lengi
hefir hann verið formaður skóla-1
stjórnar. Átt hefir hann einnig mik-
inn þátt í félagsmálum.
Með blaði sínu komst Gunnar
Björnsson til mikilla valda í stjórn-
málum, fyrst í héraði og siðan i rik-
inu. Hann fylgir flokki Repúblíka,
og þeirri stefnu flokksins, sem miðar
að framsókn og umbótum. Lengi var
hann tregur til að taRast embætti á
hendur. Lét hann þó tilleiðast að
gefa kost á sér til þingfarar og var
hann kosinn þingmajður hauistið
1912, og varð enginn til að bjóða sig
fram á móti honum. Svo fór aftur
Við kosningar í síðasta mánuði, að
hann var endurkosinn mótstöðulaust.
Gunnar varð stórvirkur þegar á
fyrsta þingi og náði fljótt viður-
kenningu sem einhver atkvæðamesti
maður i fulltrúadeild ríkisþingsins.
í þeirri deild eru 130 þingmenn, en
i öldungadeildinni um 65.
Mest hefir Gunnar Björnsson lát-
íð til sin taka í stjórnmálum nú á
siðasta ári. Ólag nokkurt hefir ver-
ið með forystu í flokki Repúblíka i
Minnesota hin siðari ár. Kom það
greinilega í ljós við ríkisstjórakosn-
kosningar 1912. Og er leið að und-
irbúningi kosninga 1914 virtist sækja
ætla í sama horfið og fylkingin að
sundrast. Var þá af leiðtogum
flokksins stofnað til sérstaks flokks-
þings í Minneapolis síðastliðið vor til
að velja merkisbera í komandi kosn-
inga-Ieiðangri. Var á því þingi sam-
ankomið um þúsund manns. Átti
Gunnar Bjömsson mestan þátt í því
að korna þeim fundi á og fá mál þar
til lykta leidd þannig, að til einingar
og samvinnu horfði. Óx Gunnar
mjög af þeim málum. Litlu siðar
var hann kjörinn formaður í mið-
stjórn flokksins. Settist hann þá að t
i Minneapolis og stýrði kosninga-
leiðangrinum. Repúblíkar unnu mik-
inn sigur undir stjórn hans við þing-
kosningarnar síðustu en töpuðu rík-
isstjóra embættinu af óViðráðanleg- ;
um ástæðum. Sem venja er til eftir
kosningar, koniu þingmenn meiri-
hluta-flokksins sér saman um þing-
forseta, er formlega verður kosinn i
byrjttn þings eftir nýár. Bentu þá
blöðin einna helzt á Gunnar, sem for-
seta-efni, en er á flokksfund kom.
baðst hann ákveðið undan þeirri
sæmd, og var annar til nefndur, en
enginn maður hefir nú nieiri völd á
löggjafarþingi Minnesota-ríkis en
Gunnar Björnsson.
Gunnar Björnsson er mörgum
þeim eiginleikum gæddur, sem til for-
ystu heyra. Hann er hár maður
vexti og þrekinn, hefir og safnað
holdum til muna á síðari árum. Hann
er glæsimenni sem nafni hans á
Hlíðarenda og velur sér fatasnið
einkennilegt. Hann er hvatur á fæti
og hinn kempulégasti. Svipurinn er
mikilúðlegur og drengilegur, hárið
mikið og svart, augun skær og gáfu-
leg. Hvar sem hann fer, veita menn
honum eftirtekt.
Gunnar Björnsson er all-vel máli
farinn, en þó er hann meiri rithöf-
undur en ræðumaður. Kappræðu-
maður er hann með afbrigðum og er
því við brugðið á þingi. Orðhvass
getur hann verið og napur og sækir
enginn gull í greipar honum, þegar
því er að skifta. Skálmeistari er
hann nær óviðjafnanlegur sökum
fyndni, og er mjög sókst eftir honum
til þess vandaverks í veizlum og á
gleðimótum.
Ef eg ætti að láta í ljós álit mitt
um orsakir þeirra miklu vinsælda, er
Gunnar Björnsson nýtur, myndi eg
segja, að þær ætti hann drenglyndi
sínu mest að þakka örlyndur er hann
og skapstór nokkuð, en aldrei hefi eg
vitað hann vísvitandi bregðast sínum
betra dreng Þess vegna leita svo
margir til hans með vandræði sín;
þeir vita, að honum má treysta. Og
sá, sem orðið hefir vinur Gunnars,
býst naumast við að eignast nokkurn
tíma tryggari vin á lífsleið sinni.
Bókamaður er Gunnar mikill og á
ágætt bókasafn. Hann dáir mjög ís-
lenzkar rímur og kann utanbókar
fjölda mörg rímna-erindi. Uppá-
halds-skáldið hans er Hinrik Ibsen.
Hann er svo vel að sér í ritum skáld-
jöfursins norska, að eg efast um að
nokkur íslendingur sé honum þar
fremri. Fjöllesinn er hann og fróð-
ur.
Trúmaður er Qgpnar Björnsson
og eindreginn kirkjumaður. Hann er
formaður safnaðarráðsins i söfnuði
sinum og öflugur máttarstólpi kirkju-
félags v'ors, hins íslenzka og lúterska.
Af kirkjulegum starfsmálum hefir
hann látið heiðingja-trúboðið sig
ekki sizt varða, og hefir gefið meira
fé til þess en nokkur veit af. Ekki
er hann auðugur maður að fé, en
drengileea styður hann öll þarfleg
og kristileg mál og enginn getur ver-
ið fljótari en hann til hjálpar bág-
stöddum bræðrum.
Gunnar Björnsson er kvæntur
Ingibjörgu Agústu Jónsdóttur Hörg-
dal, ágætis-konu. Er hún ættuð frá
Hóli í Hörgárdal. Faðir hennar á
heima við Lundar, Manitoba, og er
hún uppalin hér í Winnipeg. Þau
hjón eiga fjögur börn á lífi: Eð-
varð Hjálmar, Kristján Valdimar,
Gunnar Björn og Helgu Sigriði.
I stuttu ágripi hefir hér sögð verið
saga Gunnars Björnssonar, svo langt
sem hún er komin, en verði honum
langra lifdaga auðið, má fullyrða, að
hið mesta og glæsilegasta sé eftir ó-
skráð enn, og verður þó eigi annað
sagt, en að mikið sé dagsverk það,
sem þegar er unnið.
B. B. J.
| FYRIR BÖRN OG UNGLINGA \
t Hvernig hann Egill litli Böðvarsson gaf jólagjafir. 1
Egill var fátækur; en oftast lá
honum það i léttu rúmi. Raunar gat
það stundum komið sér illa að verða
að vera án ýmsra hluta, sem aðrir
drengir töldu sér nauðsynlegt að
hafa; en vanalega gat hann fengið
nóg að gera hjá fólki, og fyrir það
sem hann innvann sér á þann hátt,
gat hann keypt sér föt og bækur, og
með þvi líka orðið mömmu sinni að
liði með að sjá fyrir heimilinu. Á
því voru þau mæðgin og Jón litli
bróðir hans.
En á jólunum var raun að vera fá-
tækur—þegar út af jólahugsaninni
löngunin til þess að gefa eins og ið-
aði í öllum fingurgómunum á hon-
um, en hann hafði ekkert cent af-
gangs, þegar hann var búinn að
kaupa jólagjafir handa mömmu
sinni og bróður sínum, en langaði þó
til að gefa fleirum.
Egill hafði unnið sér inn þessa
jólaföstu töluvert af peningum fyrir
að moka snjó af gangstéttum hjá
ríka fólkiu, sem heima átti á stræt-
inu hinum megin við húsið þeirra;
en þeir voru látnir ganga til þess að
fullnægja vetrarþörfunum mörgu.
Hann átti eftir bara nóg til þess að
kaupa fyrir fallegan vasaklút handa
henni mömmu sinni og eitthvað af
gullum handa honum litla bróður
sínum. En nú langaði hann svo
hjartanlega til þess að endurgjalda
nokkrum fátækum nágrönnum góð-
semi þá, sem þeir höfðu auðsýnt,
með því á einhvern hátt að hjálpa
til að gleðja þá á jólunum. En nú
virtist ekkert geta orðið úr því fyrir
honum, því engir voru peningarnir.
Um þetta alt talaði hann við mömmu
sína jólanóttina á meðan þau sátu
undir borðum. Hann sagði þá, að ef
hann væri ríkur, skyldi hann kaupa
fallegt jólatré og hengja á það fall-
egar gjafir og hlý föt handa börnun-
um hennar Helgu, sem allan liðlang-
an daginn vann baki brotnu við
þvottabalann til þess að geta borgað
húsaleiguna og keypt eitthv'að af mat
upp í litlu munnana. Og bara ef
hann hefði peninga, hvað mikið
hann kyldi gera henni gömlu Björgu
til þæginda, sem byggi ein sér og ætti
svo erfitt með að láta litlu eftirlaun-
in hrökkva til þess að bæta úr helztu
þörfunum I Og ef hann hefði pen-
inga, hvað mikið af góðum og fall-
egum bókum skyldi hann ekki kaupa
handa honum aumingja Bjarna,
kryplingnum, sem einu sinni hafði
verið einn af góðu kennurunum í
bænum, en út úr veikindum orðið
heilsulaus maður. En auðvitað var
ekki til neins að hugsa um þetta.
Hann var bara fátækur drengur og
gat því ekkert gert fyrir aðra.
Jóladagsmorguninn vaknaði Egill
við sköllin í litla bróður sínum, sem
var að tæma jólasokkinn sinn með
eins mikilli ánægju og börn sem rík-
ari voru. Egill reis upp við olnboga
í rúminu sínu og sá í gegnum glugg-
ann, að rnikill snjór hafði fallið um
nóttina. Þessi mikli snjór, sem sv'o
erfitt er að moka og sópa. Fyrsta
hugsunin hans var, að nú biði eftir
honum fólkið, sem hann var vanur
að moka fyrir af gangstéttunum, og
hann hentist fram úr rúminu. Hann
vaknaði þennan morgun miklu fyr
en vanalega, af því Jón litli bróðir
hans hafði sofið svo laust vegna
geðshræringar út af jólasokknum
hans, sem hann átti von á, og hafði
haft sig á kreik onúr rúminu undir
eins og birti. Hugsun ein greip Egil
alt í einu. Hann tókst eins og allur
á loft meðan hann var að klæða sig,
svo flýtti han nsér. Mamma hans
var þegar komin ofan og var í eld-
husinu að búa til morgunmatinn,
þegar hann kom fram og kallaði til
hennar með mikilli kæti: “Eg ætla
að fara út og færa nágrönnunum
okkar dálitlar jólagjafir.”
Hún sá ákafann í andlitinu á hon-
um og horfði á hann forviða og
sagði: “En , sonur minn! hvað hef-
ir þú til að gefa?”
“Eg ætla að gefa þeim snjólausar
gangstéttir,” sagði hann. “Ef það
er peningavirði fyrir rika fólkið að
fá gangstéttirnar sínar hreinsaðar,
þá hlýtur það að vera einhvers virði
fyrir fólk, sem ekki getur gert það
sjálft. Þetta er snemma morguns,
og fólkið, sem eg sópa fyrir, þarf
mín ekki enn þá. Eg ætla því að
flýta mér og fara til hennar gömlu
Bjargar og sópa hjá henni. Þú manst
ívað góð hún var við mig, þegar eg
lá í gigtinni, og gaf mér af gigtar-
áburðinum sínum til þess að smyrja
mig með. Og svo ætla eg að fara
og moka af gangstéttinni hjá aum-
ingjanum honum Bjarna kennara.
Hann hefir verið svo góður að ljá
mér bækur. Og þá er hún Helga,
sem engan hefir til þess að hjálpa
sér með börnin sin, sem ekki eru
mikið eldri en hann Nonni. Eg ætla
að vera búinn að sópa hjá henni áð-
ur en hún kemur út.”
“En þú bíður, þangað til þú ert
búinn að borða morgunmatinn
þinn, sagði móðir hans.
“Nei-nei! Eg hefi engan tíma af-
gangs. Eg þarf að vera búinn með
þessa þrjá staði áður en eg fer á
vanalegu plássin mín. Eg er ekkert
svangur og fæ bara betri lyt á mið-
dagsmatnum mínum. Og eg er nærri
viss um, mamma! að steikin þín
verður eins góð á bragðið og “jóla-
tyrki”, um það eg er búinn að ljúka
verkinn mínu.” Ög svo var hann
þotinn á stað.
Snjórinn var mikill og mokstur-
inn erfiður, svo að eftir lítinn tíma
var honum orðið svo heitt, að hann
þurfti að fara úr treyjunni sinni;
en hann mokaði áfram ötullega,
þangað til hann hafði lokið við
plássin þrjú. Þá tók hann upp úr
vasa sínum miða, skrifaði á hvern
þeirra: “Gleðileg jól I frá Agli Bárð-
arsyni,” lét einn á þrepið hjá hverri
hurð og flýtti sér svo á stað til næsta
strætis.
Þegar Björg gamla opnaði dyrnar
um morguninn og leit út og fann
miðann á þrepinu, tók hún eftir þvi
að búið var að moka snjóinn af stétt-
inni hjá hér og segir: “Guð blessi
hann I Hvað hann er góður í sér I”
Bjami kennari skjögraði til dyr-
anna með kústinn sinn. Honum
létti, þegar hann leit út, og hann
sagði: “Úr þeim dreng verður
maður, sem hún mamma hans verð-
ur stolt af.”
Helga með barnahópinn, þreytt og
kjarklítil orðin út af öllu striti sínu,
einmana í heiminum með börnin,
komst svo við að hún táraðist út af
hugsunarsemi hans og góðvild, og
fékk í sig nýtt hugrekki.
Hann var þreyttur, drengurinn sem
kom heim þennan morgun með skófl-
una sína, en ríka fólkið hafði borg-
að honum vel fyrir verkið hans, og
hann var glaður. Hann ætlaði að
komast fram hjá húsunum þar sem
hann hafði mokað fyrst, án þess að
tekið yrði eftir honum; en Helga
kom hlaupandi til dyranna og börnin
með henni, og þau þökkuðu honum.
Gamla Björg kallaði til hans með
skjálfandi rödd: ‘Guð blessi þig,
drengur minn!” Og Bjarni kennari
kom studdur staf sínum og lagði
aðra höndina á öxl Egils og sagði:
“Eg hefi lifað mörg jól, góði minn !
og hefi fengið hluta minn af gjöf-
um, en enga hefir mér þótt eins
vænt um og gjöfina þína, af því þú
gafst mér hluta af sjálfum þér, og
þú hefir líka gefið mér nýja hugsun.
Það var búið að bíta sig fast hjá
mér, að nytsemi æfi minnar væri
lokið; en nú finst mér að eg muni
geta gert eitthvað fyrir þig, sem
verði þér að liði. Ef þú vildir koma
inn til mín á kvöldin og lesa, þá
hefi eg nóg af bókum að lána þér,
Og það skal vera mér ljúft að hjálpa
dreng, sem svo fús er að hjálpa
sér og öðrum.”
“Er nú drengurinn minn of þreytt-
ur til þess að geta notið jólamatar-
ins síns?” spurði mamma hans, þeg-
ar hann var kominn heim.
“Já, eg er. þreyttur, mamma!”
, sagði Egill; “en eg er svo glaður!
Bjarni kennari segist skuli hjálpa
[ mér með lexíurnar mínar. Hann
segir að það sé jólagjöfin hans til
mín,. Og það er einmitt það sem eg
þarf. Eg hefi líka lært nýja, góða
lexíu í dag. Eg sé nú, að allir geta
gefið jólagjafir, hvað fátækir sem
þeir eru. Þeir geta gefið eitthvað til
hughreystingar og hjálpar, þótt ekki
sé nema gleðjandi orð eða hjálpar-
hönd, sem rétt er að einhverjum
þurfandi manni. Og það held eg sé
betri gjafir, en fallegu gjafirnar, sem
kosta mikla peninga, ef þær koma
ekki frá hjartanu.”
býtt af N. S. Th.
“Hafið þið farið fram að Grund?
Þið ætlið þó ekki að yfirgefa okkur
án þess að koma þar við ?” Þessar
og þvílíkar spurningar mæta ferða-
mönnum, sem koma til Akureyrar.
Því Akureyrarbúar eru stoltir af
framfaramönnum sýslunnar, hvar
sem þá er að finna. Þó mun þeim
vanalega verða fyrst fyrir, þegar þeir
vilja sýna ferðamönnum eitthvað
sérstaklega tilkomumikið, að vísa
þeim fram að Grund. Eg er þess
fullviss, að það er sameiginlegt á-
hugamál Akureyrarbúa, að fram-
faramönnum sýslunnar geti fjölgað
sem allra fyrst. Þeim þykir lítið til
þeirra manna koma, sem eru daufir
og ráðlitlir—um þá menn, sem “fara
hjá sér”, eins og haft var eftir
Grundarklrkja.
bónda í öxnadal, láta þeir sér fátt
um finnast. Þeim mundi vera sönn
ánægja að því að leiðbeina ferða-
mönnum frá einum framfarabónda
til annars, og þeir hafa sterka von
með að geta það síðar. En þeir eru
ekki ánægðir með lítið þar á Aknr-
eyri, þess vegna vísa þeir mönnum
fram að Grund, því þar finst þeim
að þeir finna hámark búnaðarfram-
faranna.
Eg heyrði talað um Magnús Sig-
urðsson á Grund í Eyjafirði, þegar
eg var svolitill drengur í Hörgárdal.
Það kom mjög fljótt fram á ung-
lingsárum hans, að hann var fram-
gjarn og stórhuga, útsjónarsamur og
áræðinn.
Við vorum svo óheppin, þegar við
komum að Grund, að Magnús var
ekki heima; var okkur tekið þar
mjög hlýlega, höfðum þar all-langa
viðdvöl og tókum myndir, og svo
urðum við vitanlega að þiggja kaffi
og súkkulaði.
Það ætti enginn Vestur-íslending-
maður getur dáðst að, og mætti rita
um það langt mál. Frágangur er
allur svo vandaður sem bezt má verða
og virðist ekkert vera til þess spar-
að, að gera alt eins trúlega og hagan-
lega eins og frekast er auðið. Stein-
steypan er sérstaklega vönduð og
veggirnir þykri en vanalega gerist
hér. Það er álit margra heima, að
steinsteypubyggingar séu of dýrar til
þess að geta verið almennar, en eg
held það sé rangur skilningur: þær
ðyggingar verða vitanlega að miklutn
mun dýrari, enn sem komið er, en
þær þyrftu að verða; verkalaunin
verða líklega í flestum tilfellum
tvisvar eða þrisvar sinnum hærri en
þau þyrftu að verða, af þvi það eru
svo fáir, sem kunna að búa til steyp-
una; en þó er ekkert meiri vandi að
búa til steinsteypu, en að búa til
brauð; enda er lítill vafi á því, að
innan skamms v'erður hver bóndi í
landinu búinn að læra að búa til
steinsteypu Það sem sumir hafa á
móti steypunni, er, að hún sé raka-
söm Vitanlega ættu steinsteypuhús
ætíð að standa sæmilega hátt, svo það
hallaði vel frá þeim; einnig væri
ráðlegt, að hafa lokræsi annað hvort
í kringum undirstöðuna eða í gegn
um hana; mætti hafa undirstöðuna
nokkru þykkri en vanalega, og hafa
lokræsi eftir endilöngum veggnum,
3 eða 4 þumlunga breitt; vitanlega
ætti það ekki að þurfa nema fyrir í-
búðarhús. Suma heyrði eg tala um
það heima, að hafa steypuna tvö-
falda, en þá held eg það yrði ódýr-
ara að hlaða holum múrsteini innan
i á röð; eru þá settar í steypuna
járnþynnur og látnar standa inn úr
veggnum; mætti hafa til þess ódýrt
gjarðajárn. Það er víst óhætt að
segja, að steinsteypubyggingar hafa
í flestum tilfellum gefist Vel heima á
íslandi; menn mega heldur ekki gef-
ast upp, þó þeim verði eitthvað á-
bótavant til að byrja með, því reynsl-
an mun verða sú, að þær verða kostn-
aðarminni, en ekki dýrari með ára-
fjöldanum, ef þær eru vel gerðar,
vegna þess að þær endast mörgum
sinnum lengur en byggingar úr
timbri eða torfi og grjóti.
Byggingarnar á Grund og frá-
gangur allur, eru líklegar til þess að
verða fyrirmynd annara langt fram
í ókominn tíma. Mér flaug í hug,
þegar við vorum að fara þaðan, að
sveitabvgðir íslands mættu vel við
una, ef byggingar fyrirkomulagið
verður komið i svipað horf alment
að 200 árum liðnum. Það meinar
auðvitað ekki, að bændur alment
verði eins efnaðir eða allir geti bygt
eins stórar og dýrar byggingar,
heldur að eins, að maður hefir á-
Bæjarliús á Grund.
1 miSiS: íbúSarhús og búS. Til vinstri: fjós.
_____________ ' komu- og vöruhús.
Til hægri sést á sam-
ur, sem ferðast heim, að láta það
bregðast að koma að Grund—enginn,
sem ann framförum í byggingum og
jarðabótum. Magnús hefir bygt
fimm dýrar og vandaðar byggingar:
Kirkju, víst eina þá allra vönduðustu
og stærstu á landinu; íveru- og verzl-
unarhús stórt og vandað; er bæði
kirkjan og verzlunar og íbúðarhúsið
úr timbri; svo hefir hann bygt þrjár
ðyggingar úr steinsteypu, samkomu-
og Vörugeymslu-hús, og gripafjós
stórt og mjög einkennilegt; eru grip-
irnir uppi á lofti; þó þurfa þeir
hvorki að fara upp stiga eða í “lyfti-
vél”, heldur er því svoleiðis háttað,
að það er ofurlítil brekka eða halli
upp að dyrunum, mjög laglega fyrir
komið; svo er safnhús undir Ioft-
inu, og er hægt að keyra þar inn
vagna. Svo var verið að byggja þar
í sumar fjárhús og hlöðu, með fjöl-
stöðulagi sem kallað er, sem munu
rúma allmargt, líklkega hátt á annað
hundrað fjár. Það er margt í sam-
, bandi við þessar byggingar, sem
stæðu til að vonast eftir, að bændum
smátt og smátt lærist að byggja hag-
anlega og með það augnamið fram-
undan, að byggingarnar geti haft
varanlegt gildi. Vitanlega hefir
miklu verið kostað þar til annara
bygginga, girðinga og jarðabóta, en
því miður gafst mér ekki tækifæri til
að kynnast því nákvæmlega, og kom
það sérstaklega til af því, að foringi
og frumherji framfaranna var fjar-
verandi.
“Góð er hún Grund að sjá,
guð veit hver hana á;
þar um jeg þenkja má,
þegar eg fer þar hjá.”
Það er sagt að þetta hafi verið
kveðið eftir mannfellisharðindi af
manni, sem hafi orðið að selja Grund
fyrir fáeina málsverði, og gömul
munnmælasaga segir, að Grund hafi
verið seld fyrir langlegg.
Maður bæði óskar og vonar, að
slikar landi>!águr gangi aldrei fram-
ar yfir þjóðina.
A. K.