Lögberg - 17.12.1914, Blaðsíða 1
idftef a.
27. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 17. DESEMBER 1914
NÚMER 51
SIGUR BRETA A SJO.
Brezk herskip ná8u fundi hins
þýzka sjóflota viö Falklands eyj-
ar, á þriöjudags morguninn þann
7. des. og söktu þremur skipunum,
en tvö flýðu. Admíráliinn þýzki,
von Spee að nafm, var á skipinu
Scharnhorst og fórst á skipi sínu
og allir hans menn. Af skipunum
Gneisenau og Lelpzig var nokkr-
um bjargað, en bæði liggja þau á
sjávarbotni. Af Bretum féllu fáir
menn. Það var kl. hálf átta um
morguninn, að hin þýzku hersk p
sáust koma, fimm i röð og tveir
koladallar með þeim, og þá tókst
orustan. Úr henni flýðu tvö hin
smæstu hersk.p þýzkra, Dresten
og Nurnberg, illa leikin.
Þessi floti þýzkra sökti tveim
brezkum skipum fyrir Chile strönd
þann i. nóv., og fórust þí um 1500
manns af hinum brezku skipum,
Monmouth og Good Hope. Strax
samdægurs og það spurðist, voru
herskip send að leita hins þýzka
flota, sum um Miklahaf, sum suð-
ur um Atlans haf. Hinum þýzku
skipum mun ekki hafa þótt ráð-
legt að biða í Kyrrahafinu og leit-
uðu suður fyrir Ameríku cg aust-
«r og noröur eftir AtlantshafL
Þar sátu hin brezku herskip fyrir
heim hjá Falklands eyjum og
þurfti ekki að sökum að spyrja úr
því. kvittur fylgdi tiðindasög-
unni, að Japanar hafi verið með
Bretum í orustu þessari, en ekki
reyndist hann á rökum bygður.
Hitt mun ef til vill vera nærri
sanni, að japanskir drekar hafi
leitað þeirra í Kyrrahafi og stugg-
að við þeim austur á bóginn.
Sturdee heitir sá, er stýrði
brezka flotanum, einn af æztu
mönnum í herstjóm Breta, sendur
að he:man, beint til að gera út af
við víkingaskip Þjóðverja. Þykir
Bretum för hans haía orðið
“drjúg og greið”, og fullheínt
vera fierskipa þeirra, er þeir mistu
fyrir Chile strönr.
Um hin þýziku skip er úr orustu
flýðu er sú fregn komin, að
Numberg var sökt, en hitt ,náði
inn fyrir landhelgis mörk í Pata-
goniu, þarsem heitir Fort Santa
Cruz, skamt fyrir norðan Magael-
han sund, og er þar innibyrgt.
Um sama leyti var þrem þýzk-
um gufuskipum sökt fyrir sunnan
Ameríku, er þar sveimuðu í skjóli
herskipanna og kolabyrðingar tekn-
ir, er flotanum fylgdu.
Nú eiga þýzkir oiðið fá för á
floti. Bremen heitir beitisnekk a
þeirra ein, sem einhvers staðar
felur sig í suðurhluta Atlans'.’afs,
önnur Prince Eitel, er menn halda
að send hafi verið með hálft ann-
að þúsund hermenn eitthvað suð-
ur höfin. Ennfremur hefir það
heyrzt, að drekinn von Tann hafi
læðst út úr Kílar skurði, strokið til
liafs og ætlað að ná saman við
flota þann, sem nú er eyddur, en
borið er það til baka af sumum.
Líka má vera að ein þrjú kaupf jr
eigi þeir á felustöðum, einhvers
staðar um höf heimsins, meö byss-
ur innanborð. En þá er lika hver
fleyta talin, sem þýzkir geta átt á
floti nú orðið, enda er tryggingar-
gjald á kaupskipum Breta og
bandamanna þeirra nú orðið svo
lítið, síðan orustan stóð, að mj"g
nærri stappar því, sem á friðartím-
vun gerist.
Bretnr hafa nú sökt eða sprengt
í loft eða innikróað þrettán bryn-
skip fyr-p Þjóöverjum, átta fall-
byssubátum hafa þeir sökt. átta
tundurbágum fdestroyers), einum
tundursendli og sex kafförum.
Auk þess sökt tveim stórskipum
er höfð voru til þess að le?gji
sprengidufl og tveim línuskipum
er byssur höfðu innanborðs, en
tekið eitt. Kaupskipa flotinn
þýzki, sem eftir er, liggur inni á
höfnum, í Þýzkalandi og í hlut-
lausum löndum, þarsem þau voru
stödd, þegar stríðið kom upp.
Skipshafnir á þeim stóru her-
skipum þýzkra, sem nú var sökt,
voru fjölmennar, og er talið lík-
legt. að um 2000 tnanns hafi farizt
af þeim.
Islands ráðherra úr völdum
Segir af sér, er kcnurgur fer sínu fram.
Samkvæmt símskeytt til enskra
blaða hér í borg, hefir ráðherra
fslands sagt af sér embætti. Því
fylgir sú skýring, að ráðher.ann
hafi neitað að leggja stjórnar-
ikrána fyrir konung til samþyk ar
eða undirskriftar af þeirri ástæðu,
að hann gæti ekki veriö þeirri
kröfu konungsins samjtykkur, að
ríkisráöið. hefði rétt til að “ræöa”
málefni Islands. Þarnæst neitaði
konungur. að samþykkja lög um
sérfána fslands, þartil hin ág ein-
ingsmálin væru til lykta ráðin.
Ráðherra sagði þá af sér völd-
um, en konungur tók til að leita
ráða hjá íslenzkum stjómmda-
mönnum, og reyna til að jafna
ágreininginn. Þannig hljóöar sím-
skeytið.
Þetta mun vera svo að skilja,
að forsætis ráðherrann danski hafi
ráðið konungi frá að staðfe ta
stjómar laga framvarp alþirgis,
Veizlu
nema í þvi væri be:nt tekið fram
að íslenzk lög verði borin upp fyr-'
ir konungi í ríkisráðinu, en þau
kveða svo á, að því oss er tjáð, að
lögin skuli borin upp fyrir kon-
ungi, þarsem hann vilji. Ágrein-
ingsefnið þetta: íslendingar viþa
meðferð sinna mála út ur ríkis-
ráði, hin:r dönsku ráðgjafar kon-
ungs standa i móti.
Það horfir því til nýrra deilu í
stjórrarskrár rnálinu. Flokkur
sá sem nú er við völd á fs-
landi, ætlar auðsjáanlega að gera
þetta ágrein:ngs efni að
kappsmáli. Ilvort konungur fær
nokkum islenzkan mann til að
taka völd, í því skyni að ganga í
móti þessari kröfu, er vanséð.
Hitt er ekki óliklegt, að e'nhver
fáist til að gegna embættinu fyrst
um sinn, og reynir þi á þaö, hve
fast almenningur vill fylgja mál-
inu fram, þegar til hans kasta
kemur.
gerðu milli 60 og 70 islenzk r
borgarar, karlar og konur, í þess-
um bæ, móti Jóhannesi Jó.efssyni,
hinum orðlagða k afta- og fim-
leikamanni, er hér dvaldi í nokkra
daga að sýna listir sínar, ásamt
tveim félögum sínum íslenzkum,
Jóni Pálssyni cg Magnúsi Ama-
syni. Samsæti það s óð á St.
Regis hóteli, og hófst m ð borð-
haldi. Að því loknu hélt Thos. H.
Johnson, M.P.P., ræðu fyrir skál
heiðursgestsins cg mint'st íþr t a-
mannsins, h'ns fyrsta er gert hefði
islenzka iþrótt kunna út um he m-
inn. Síðan héldu ýmsir ræður,
séra F. J. Bergmann, W. H.
Paulson, þingmaður í Sas’- atchew-
an, Magnús Matthíasscn, er mnt-
Herstjóri Bretaveldis
Stríðið.
Sóktt af hendi Serba.
Þar var síðast komið, er Serbar
leituðu til frænda sinna á Rúss-
landi og báðu þá liðs gegn ofur-
efli Austurrikis. Rússar brugð-
ust vel undir þá liðsbón, og sendu
Serbiu að sögn, liklega eftir
um 30 þúsundir einvalaliðs til
Svartahafi og Dóná, og þá lik'ega
gegnum lönd Rumenia eða Búlg-
ara. Tók þá þegar mótstaðan að
harðna af hendi Serba, og nokkra
síðar, í vikunni sem leið, s:gruðu
þeir allstóran her Austurríkis, um
hundrað þúsundir að tölu, tóku
vopn og farangur þess liðs og 20'
þúsundir fanga, náðu þá aftur
ýmsum stöðum. er þeir höfðu áður
orðið að yfirgefa. Jafnframt
sendti Rússar nýjar liðsveitir suð-'
ur yfir Karpatafjöll, er herjuðu á
Ungverja land. Svo er sagt, að J
forsætis ráðherrann þar, Ti-za
greifi, hafi gert ferð sina til
Þýzkalands og beimtað, að Þjóð-1
verjar hertu sókn á hendur Rúss-j
um og einkanlega veittu Ung-|
verjum lið gegn þeim. Er svoj
sagt af ferð hans, að allir ráðherr-j
ar og stórhöfðingjar, vísuðu hon-i
um frá sér. til keisarans. og fékk
hann af honum stórar átölur fyrir
heimtufrekju, en Tisza var hvergi
hræddur, og hafði i hótunum, að
sinir landsmenn mundu skerast úr
leik, nema keisarinn léti henclur
standa fram úr ermum í viður-
eigninni við Rússa og linaðist þá
keisarinn, og lofaði fögra.
Hhitdeild Ttaliu.
ftalir hafa lengi verið á báðum
.áttum, hvað gera skyldi; eitt liafa
þeir hugfast, að hafa það upp úr
stríði þessu, sem hægt er, halda
her og flota víghúnum. og láta ekki
óliklega við bandamenn, en drjúg-j
Iega við alla. Þegar Tyrkir fóru
á stað og prestar þeirra prédikuðu -
lcrossferð á hendur bandamönnum,
þá heimtuðu ítalir af Þjóðverjum,
að þeir létu Tyrkjastjóm hafa
hemil á múhameðs trúar mönnumj
í Tripolis, ella skyldi eitthvað
verða sögulegt. Þegar þe’r þýzku j
sendu tyrkneskan her áleiðis til
Egyptalands, lét Italíu stjórn!
Tyrki vita. að Suez skurðinn mættu
þeir ekki skemma, ella skyldi hún
skerast t vopnaleikinn. Nú hefir
Italíu stjórn lýst því á ný, að hún
vilji ekki þola að Austurríki leggi
undir sig Serbiu, né heldur að
Serbia leggi undir sig Dalmatiu,
nema ítalia hljóti líka væna sneið
af löndum viö Adria haf. Yfir-
leitt er auöséð, að Itölum er hi:gur
á, að ná í einhvern bita, þegar
skift verður eftir róðurinn.
Afdrif Beyers.
Uppreisninni meðal Búanna er
lokið. Höfuðmaðurinn i því upp-
þoti, Christian Beyeis, var eltur
með leyfarnar af liöi hans, af her-
Iiði stjórnarinnar, þartil hann
bauðst til að gefast upp. Því var
neitað, og er sund öll voru þrot’n,
snérust félagar hans til vamar og
varð skömm hríð áöur Bey-
ers flýði út á fljóíið Vaal
Hestur hans var skotinn á sund-
inu, og náði Beyer þá í tagl á
öðrum hesti; sá barst með straumi
fram eftir ánni að fossi eða flúð-
um nokkrum. Maðurinn sá vísan
bana sinn, nema honum væri
bjargað, og hrópaði hástöfum á
hjálp, en félagar hans gátu ekki
dugað honum. Nokkrir af þeim
munum, sem hann bar á sér, fun I-
ust eftir á, en líkið mun ekki hafa
fundist. Beyers var æzti fcringi
Rúahers, en sagði sig frá þeim
völdum, þegar stríðið byr'aði, og
hóf uppreisn skömmu síðar, ásamt
Maritz og De Wet. Maritz er flú-
inn á náðir Þjóðverja, en De Wet
situr í varðhaldi ásamt sjö sonum
sínum og er talið líklegt, að hann
verði skotinn. Þó eru sum blöð
því mótfallin, úr því að upprei n-
in er sefuð og að engu orðin, segja
þau það ekki nauðsynlegt, þó uni-
ið hafi hinn gamli hreystimaxur til
þess, enda óhyggilegt, með þvi að
hann verði með því gerður að
píslarvotti í augum margra fompa
birkibeina meðal Búanna. Má vel
vera. að hinum gamla samhe ja
hans, Louis Botha, og öðrum göm'-
um vinum hans, þyki mikið fyrir
því, að láta ráða hann af dögum,
og verði lífi hans þyrmt af þeim
sökum, þó að góðvildin gildi ekki
á þessum tímum, sízt ga?nvart
drottinsvikuram og upphlaups-
mönnum.
Hernaður Portugalsmanna.
Stjórnin í Portugal er að senda
liö til Afríku, 4000 manns i viðbót
við það sem þar var fyrir, og ætla
að berjast við llö þýzkra, sem þar
er nærgöngult Iöndum þeirra. Um
3000 manns höfðu verið sen !ir
þangað áður. Það er svo að sjá,
sem þýzkir hafi spanað upp svert-
ingja í landeignum Portugalsmanna
og fengið þeim skotvopn, jafnvel
fallbyssur, og fenglö þeim fyr:r-
liða, til að kenna þeim vopnaburð
og meðferð skothólkanna. Stjó nin
í Portugal álítur, að hún geti veitt
bandamönnum hagkvæmt liðsinni
með því, að herja á þá þýzku þar
syðra og fara með ófriði inn á
landeignir þeirra þar.
Prá Tyrkjum.
Fyrir sunnan Kákasus fjöll
glíma Tyrkjar og Rússar, ekki á
sinum löndum, heldur á persneskri
lóð. Þar hafa orðið orustur á
ýmsum stöðum, og er það víst
áreiðanlegt, að Tyrkinn hefir feng-
ið skelli á tveim stöðum að minsta
kosti, og látið bæði menn og far-
angur. Betur kvað þó Tyrkinn
vera til stríðs búinn nú, heldur en
oft áður, enda ráða þýzkir fyrir
liðinu, en óvinsælt mun það vera
meðal margra Tyrkja, er þykir
minktin að því, að standa undir
stjóm útlendra manna, og það
villutrúar manna, sem þeir álita, í
þokkabót.
I Damascus á Sýrlandi og i
Jerúsalem safna Tyrkir l'ði, er
sagt er að sé ætlað til herferðar á
Egiptaland. Af afrekum þess
l.ðs, sem þangað átti að vera kom-
ið, að berjast við Breta, hef r ekk-
ert heyrzt. Aftur a móti hafa
Bretar tekið þá Tyrki höndum,
sem móti þeirn vora sendir niöur
að botni persneska flóans í Arabiu,
eftir skamma viðureign.
Einu herskipi Tyrkja sökti en k-
ur kaffari í Dardanella su’idi,
gömlu að vísu en allstóru, 10 þús.
tons, með sex hundruð manns á.
Hinn brezki neðansjávar bátur
stakk sér undir sprengidufla tross-
ur, er þvergirtu sun lið á fjórum
stöðum og slapp óskemdur úr
ógurlegri kúlnahríð, og það þó
eltur væri af torpedo bátum. Eitt
sinn var hann níu stundir í kafi.
Liberal-
klúbburinn
heldur málfund næsta þriðju-
dagskveld 22. þ. m. í neðri sal
Good Templara hússins. Par
verða þessir ræðumenn:
Mr. F. J. L/ixon, M.F.P., um-
ræðuefni: Direct Legislation og
Mr. J. T. Thorson, lögmaður.
Munið eftir að fjölmenna.
Hvaðanæfa.
— I bænum Three Rívers í
Qubec fylki, fanst lögregluþjónn
rænulaus á auðum bletti í bænum
og var hann rotaður og mikið
skaddáður á höfði; hann dó á
spítala litlu siðar; það fylgdi sög-
i unni, að félagi hans einn hafi veitt
áverkann í ölæði.
. — Prófessor frá Svtssiandi het'ir
ferðast um Serbiu til að rannsaka
] um hervirki og grimd austurrískra
hermanna í því landi og segir
ófagrar sögur. Á einum stað vora
drepnir 1148 manns, er ekki heyrðu
hernum til, en 2280 höföu horfið,
flestir verið fangaðir og teknir í
gisling. Hann nefnir 109 s'íka
gisla, milli 8 og 82 ára aldurs er
vora bundnir saman í langri gröf
og síðan hleypt á þá af byssum,
síðan var rnokað yfir hópinn og
ekki aðgætt, hvort nokkur var með
lifi. Ofan af þessum líkum lét
prófessorinn moka og sá sjálfur
hvemig frá þeim var gangið.
JÓHANNES JÓSEPSSON
krafta- og glímumaður.
Þessi mynd sýnir hann eins og hann
kemur fram á leiksviði.
ist sérstaklega þeirrar þýðingar er
Jóhannes heföi haft fyrir u: g-
lingafélögin á Islandi; kvæði var
heiðursgestinum flutt af E. P.
Jónssyni, og er þetta siðasta er-
indið:
Gunnreifur jafnan
þú gekst til lcika,
lýstu langeldar
ljúfra vona.
Kom þú sigrandi
frá sennu hverri,
með hækkandi hróður
vors helga lands!
Glímufélagið “Sleipnir”, sem hér
var stofnað í haust með atbeina
hr. Guðm. Sigurjónssonar, gek t
fyrir samsætinu, og var því stjóm-
að af formanni félags.ns. hr.
Hannesi Péturssyni.
Auk félaga Jóhannesar hinna is-
lenzku, sat kona hans veizluna cg
tvö börn þeirra.
Jóhannes þakkaði með ræðu
sæmd og góðvild er sér væri sýnd,
og bauð að lokum öllu sam-ætis-
fólki með sér til leikhúss, þ°ss
hins nýja og skrautlega, þarsem
hann sýndi listir sínar.
KiTCHKNKK JAlUi
Hann hefir æztu hervöld ,á Bretlandi og hafa Bretar míkiö traust & dug
hans, forsjá, og herkænsku. Hann vinnur enn þ& sem ungur væri, þó komlnn
sé fast að hálf8jötugu. Hann er kunnugri herm&lum hvarvetna I rlki Breta,
cn nokkur annar maður og hefir gengrið ffá fyrirkomulagf herstjórnar & Ind-
landi og Egyptalandi. Hann er reyndur maður í herstjórn og landstjórn og
svo mikill fyrir sér, að það varður fram að ganga,,er hann vill vera láta, enda
hafa r&ð hans aldrei skeikáð.
— Fimm sinnum meiri snjór
hefir fallið það sem af er þessum
vetri, en á sama tímabili síðast
liðið ár. Þetta á við héruðin í
grend við Lethbridge. Era bænd-
ur þar því nú þegar farnir að von-
ast eftir góðri uppskeru næsta ár.
— Kosinn er þingmaður í kjör-
dæmi Sir James Whitney, hins
látna stjómarformanns í Ontario
og hlaut conservative kosningu,
með 76 atkvæða meir ihluta.
Herjað á
Bretland
Þrjár borgir á austurströnd Eng-
lands, Hartlepool á Norðymbralandi,
Whitby og Scarborough, nokkru
sunnar .’ jti önuinni, hafa orðið fyr-
ir skotum þýzkra herskipa, á þriðju-
dagskveld. Skaðinn á byggingum
allmikill, mannskaði lítill. Herskip-
in. fjögttr að tölu, læddust að landi í
þoku, að sögn. Landvamarskip
Breta hafa barist við þýzk herskip
á ýmsum stöðum. Þau sem á Hart-
lepool skutu, leituðu þaðan undan
landvirkjum. Samfastur sjóvarna-
múr var sagður fyrir austurströnd
Englands og hafa þýzkir læðst eða
brotist gegn um hann, og þá sjálf-
sagt ekki orustulaust. Bardagi stend-
ur nú yfir í Norðursjó. Lausafrétt
segir tvö þýzk herskip sokkin. Ttð-
indin vekja uppnám um Bretland.
Scarborough er nokkuð fyrir norð-
an borgina Hull, hefir 40 þús. íbúa
og mörg skrautleg hús; þar varð
mikill eignaskaði. Hartlepool telur
90 þúsundir, skamt þaðan eru sterk
vígi, sem varið hafa staðinn. — Eft-
ir frásögn, sem höfð er eftir frétta-
deild hinnar brezku stjórnar, hafa
þýzkir flota úti á Norðursjó, og
færa Bretar saman herskip sín til
bardaga.. Þau viðskifti standa yfir
þegar síðast fréttist, fyrir hádegi á
miðvikudag.
Minningarsjóður
Dr. Jobs Bjarnascifcr.
Aður auglýst ...........
Frá Brandon, Man.:
O. B. Olafsson.... .... „
E. Egilsson........... ~
O. W. Olafsson .... „
S. Bjarnason..'.í '....
Ragnar Smith ..........
G. Johi.son.... .... ....
Hclgi Stefánsson ........
Torfi Bjömsson .... ...
$38,186.00
. __ $25.06
. __ 25.00
._. 25.00
.._ 25.00
. „_ 25.00
.._ 10.00
. __ 4.00
__ 25.00
Verksmiðjur Edi-
sons brenna.
Fímm miljóna skaði.
Aðal verksmiðja Edisons félags-
ins gereyddist af eldi 9. desember.
Eygglngar og áhöld sem bmnnu,
eru tal.n $7,000,00x3 virði, en voru
vátrygð fyrir tveim miljónum.
Húsin sem brannu voru gerð úr
stáli styrktri steinsteypu og var
álitið að eldur mætti ekki granda
þeim. Efnarannsóknarstöð!n var
eirn hnsið þeim megin götunnar
sem þessi hluti verksmiöjunnar
st,óð, sem ekki brann.
Haldið er að þrjú þúsund manns
ver7i atvinnulausir um tíma vegna
brunans. Um sjö þúsurd maans
unnu alls á öllum verksmiðjum
Edisons. En þeim hluta 'hennar
sem andspænis stóð við götuna,
varð forðað. Fjórir úr eldliðinu
særðust til muna.
Edison lætur þetta ekki mikið á
sig fá. “Eg er meira en 67 á a
gamall”, mælti Edison þegar b-un-
inn var afstaðinn, “en eg hefst
handa strax á morgun og byrja á
að endurreisa verksmiðjuna.”
Verkamenn sem að vinnu vom,
komust allir heilir á húfi úr eld-
inum.
Frá Bantry og Upham, N. D.t
S. S. Einarsson (B.) .......$25.00
W. G. Hillman (U.J ......... 25.00
B. T. Benson ^U.J.... ...... 25.00
Geo. Fréiman (U).......... 100.00
W- F. Hannesson YU.; ....... 25.00
Jónas Goodman (B.)_______ __ 25.00
Björn Ásmundsson rU.J.... -_ 50.00
Guðbjartur Jónsson (\J) ____ 10.00
Th. Breiðfjörð (IJ) .._______25.00
Gúnnar Einarsson (B)________12 50
Einar Einarsson rBJ......... 25.00
Jno. M. Johnson (U) ...... .... 15.00
E. J. Sigurðsson (B) ....___ 50.00
Jacob Sigurðssan (U)....____25.00
Walter Goodman (U) _____ ___ 10.00
Óskar Thordarson (U) ...... 15.00
Walter Arnason (B)......... 10.00
Thorst. Jóhannsson (B)______ 6.00
O. S. Freeman ^UJ__________ 25.00
Áfni Goodman (U) .......... 25.00
Sveinn Vestford (B)........ 50.00
j. j. Phinips ru;........... 25.00
Sveinn Pétursson (U).........25.00
Gísli Freeman ruj .......... 25.00
Sigurður .Sveinsson (B;..... 25.00
John Asmundsson ^UJ ........ 15.00
J. F. Hannesson fU)......... 25.00
Jón Sigurðsson rU) ......... 25.00
! Victor Hannessón ^U) ..... 25 00
P. B. Hillman ^U) ....... 15.00
I B. Magnússon fU) ........ .... 25.00
1 S. Kristjánsson (U)....... 10.00
] J. E. Westford ^U) ...... 125.00
] G. E. Benediktsson (U).... 25.00
; Stephen Johnson (U) .... 25 00
M. Wm. Davidson fU) ...... 25.06
: T. H. Thorsteinson, Kramer 25.00
Frá Edinburg, N. D.:
Joseph Walter ....... ....$100,00
Stephen Eyjólfsson ......... 60.00
B. B. Haftson .............. 25.00
G. J. Erlendson............. 25.00
O. K. Ólafson .............. 25.00
Th. Sigmundson ............. 30.00
Halldór Árnason, Brú, Man. 10.00
B. J. Björnsson. Framnes P.O. 15.00
$39,57X50
Þjóðræknissjóður.
Áður auglýst ........... $1,898.00
Mrs. B. Guðnason, Yarbo, Sask 2.50
W. G. Guðnason, Yarbo, Sask 2.50
Ben. Hjálmsson, Winnipeg .... 1.00
Kvenfél. í Mikley, Man..... 10.00
Lestrarfél Fróði Swan River 63.40
S. Símonarson, Wpeg........ 10.00
Arni Johnson, Mozart..... .... 10.00
Mattias Bergsson, Selkirk .... 5.00
Jóhannes Magnússon, Tantallon 5.00
Th. G. ísdal, Cloverdale .....20.00
Símon Johnson, Winnipeg .... 60.00
$2,087.40
Svo hafa bændur i Þingvalla nýlend«
í Sask., lofað arði af uppskeru
sinni næstkomandi haust.
Th. E. Thorsteinsson.