Lögberg - 21.01.1915, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.01.1915, Blaðsíða 4
4 LÖGBEBG, ELMTUDAGINN 21. JANÚAK 1915. LÖGBERG Gefl8 út hvern íimtudag af The Columbla Press, I,td- Cor. WiUlam Ave & Sherbrooke Street. Wlnnlpeg. - - Manitoba. KRISTJÁN SIGURÐSSON Editor J. J. VOPNI. Business Manager Utanáskrift til blaSslns: The COLUJIBIA PRESS, Ltd. P.O. Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: KDITOR LÖGBERG, P.O. Box 3172, Wtantpeg, Manitoba. TALSIMI: GARRY 215« Verð blaðsins : $2.00 mn árið Liðsinnum drengjunum. Þaö má vel vera, að mörgum lesendum vorum liggi í léttu rumi, sú fregn, aö “Falcons” leiki móti “Strathconas” á mánudagskveldiö. Þaö er aö vissu leyti eðlilegt. Tiltölulega fáir af rosknu fólki vor á meðal eru kunnugir “hockey” leikjtim af sjón eöa raun og skoða þá, sem aðra leiki, ungra manna gaman, er þeim einum henti aö stunda eðh sjá. En ungra manna gaman er vissulega þess vert, aö hinir eldri gefi því gaum, og örfi þá til þess að stunda það ef það er holt og farsaelt. “Hockey” er eirin af hinum karlntannlegti leikjum þessa lands og margir af hinum ungu mönnum sem nú eru frumvaxta, hafa sótt knáleik sinn til þetrra Ieikja, sem svo mjög reyna á fræknleik og þol og skjótleik þeirra sem iðka þá. Meðal jteirra mörgu leik- flokka setn reyna sig hér árlega, er einn skipaður íslenzkuijt piltum, og er sá kallaður “Falcons” eða “Haukar”. Þeir hafa í vetur sigrað alla flokka, sem við þá hafa reynt, þangað til á mánudag- inn var, að einn flokkur, forkunn- ar vel æfður, bar hærra hlut, þó að Haukar hefðu áður sigrað þann er þeir reyndu með sér. Þessi ó- sigur íslenzku piltanna hefir kent þeim sjálfum og öðrum, sem þeim vilja vel, að þó að fræknir séu, verða þeir aðf kosta kapps um að æfa sig og fá til mann að stjórna æfingum, sem kann vel til slíks. Blöðunum hér og öllum áhorfendum kemur sam- an um, að leikur jæirra sé með köflum svo góður, að yndi sé á að horfa, en ekki er það nóg til sigurs móti þaulæfðum mönnurn, er notið hafa himiar beztu tilsagn- ar. Nú stendur svo á, að Hauk- ar hafa unnið fleiri sigra en nokk- ur annar flokkur í því sandiandi fLeague) seitt [»eir lieyra til, og ef þeir halda þvi sæti, þá ná þeir því að lokum að ganga á hóltri við garpaflokk annars samhands, en þeirri hólmgöngu fylgir bæði fé og frami. Drengjunum er hugur á, að láta ekki draga sig úri þeim öndvegis sessi, sem . þeir hafa haldið hingað til á þessum vetri. Þeir eru viljugir að leggja fiart á sig í þvi skyni, og j»að er. vel }>ess vert. að styrkja }>á til þess. Flokk- um j>eim, sem Haukar glíma við, >er venjulega fyigt á Ieikvöll af stórum vinahóp, sem eggja þá og liðlsinna sem rnest. Vinasveit Hauka hefir stundum verið þunn- skipuð. Leikmót verðti r ltaldið á mánu- dags kveldið kemur, þarsem Hauk- ar þreyta við einn flokk hérlendra sveina. AHur ágóðinn af þeim leikfundi rennur t félagssjóð ís- lenzku piltanna. Þeinj liggur á að hafa saman fé til nauðsynlegra útgjalda. Þeim sem vilja veita ís- lenzku drengjunum lið, er þarmeð gefið gott tækifæri til að sýna það í verkinu, með því að fjölmenna á leikmótið og láta þá skilja, að þeir eigi góðan bakhjall, ef á reynir. Mál Þingvallasafnaðar Dómur í málinu um eignarrétt til kirkju Þingvalla safnaðar er upp kveðinn í yfirrétti N. Dak. ríkis, sem áður er gctið hér í blaðinu. í yfirrétti þeim eru fimm dómend- ur, þrír þeirra dæmdu þann úr- skurð sem öllum er kunnur, en tveir, og annar þeirra var háyfir- dómarinn sjálfur, voru á öðru máli. Með því að' mikill fjöldi af lesendum Lögbergs er þessu máli kunnugur og með því að dóminum er á loft haldið fyrir almenningi, þykir hlýða, að birta dómsatkvæði Jteirra lögvitringa, er ganga svo ákveðið móti dóminum.. í þessu blaði birtum vér ágrip af dómsorði Bruce yfirdómara; tilvitnunum í dóma og upptalning á þeim, er víðasthvar slept, svo og vitnis- burðum útaf guðfræðilegum efn- um, en reynt er, að 'halda þræðin- um í hinni röksamlegu hugsun og fella ekki neitt úr, sem máli skift- ir. Dómarinn kveður svo á, í stuttu máli sagt, að það- nái engri átt, að borgaralegir dómstólar skeri úr guðfræðilegpim ágreinings efnum, heldur sé hér eingöngu um rétt til eignar að ræða, er dæmast beri þeim málsaðila, er viðurkend- ur sé sem hinn rétti söfnuður af viðkomandi kirkjuféiagi. Dómsatkvœði Bruce’s. Fylkisþing kvatt saman Boð er út gengið að fylkisþing skuli koma saman mánudaginn 9. febrúar næstkomandi. Svo er sagt, að lögin um frest á skulda- greiðslu, (moratorium) verði að- almálið, sem fyrir það verði lagt. “Eg get ekki verið samþykkur skoðun rrieiri hluta dómenda í þessum rétti, Máím var sama eðl- is og venjuleg Iögsókn til útburðar af eign og þó að málið væri dæmt af dómara en ekki kviðdómi, þá hlýtur niðurstaða hans um vita- gerðir (fact) að hafa sama gildi og kraft eins og kviðdóms væri. Sömuleiðis er ágreinings málið ekki það, sem tilgreint er í áliti meiri hluta dómenda, hvort stefndu hafa horfið frá hinni upphaflegu lútersku trú íslendinga, heldur hvort þeir hafi horfið frá hinni upphaflegu tm Þingvalla safnað- ar eða ekki og brotið sín grund vallar lög. Úrslit málsins virðast vera komin undir því, hvernig þau grundvallarlög ber að skilja. svo og að lokmn og einkum og sér í lagi, hvort söfnuðurinn hafi — hver sem trú I.úters eða hinnar ís- lenzku tkirkju hefir upphaBcga. verið — með }>eim safnaðarlögum viðurkent fyrir sitt leyti biblíuna sem fullkomlega og algerlega inn- blásna og gert þaö trúar atriöi bindandi grundvailar atriði i sinni trú. Þessar spumingar áhræra “fact” öllu fremur en “law”, (margar til- vitnanir í lagastaði eða dómaj eða í hæsta lagi hvorttveggja, og eiga þá að koma undir kviðdóm eða dómara með kviðdóms valdi (margir lagastaöir til sönnunar) og í málsskjölunum finnast full- gild sönnunar gögn með niðurstöðu undirdómsins, þá höfum vér ekk- ert vald til að hrinda þeirri niður- stöðu jafnvel j>ó mörg sönnunar- gögn kunni að finnast og j>að jafn- vel fult eins öflug, mótl henni.” Þetta er fyrsta atriðið. Máls- efnið er ummerkt og dæmt af und- irdómara með kviðdóms valdi. og því má ekki hagga, nema yfir- gnæfandi gögn séu i móti. Hér er bygt á enskum rétti um “ fact” og “law”. Næst segir svo: “Hinn lærði undirdómari dæmdi á þessa leið: “Þingvalla söfn- uður var stofnaður árið 1889, sem lúterskur söfnuður, með1 kenn- ingum og tniarjátningum hins lút. kirkjufélags. Kenningin um al- gerðan (plenary) innblástur b’blí- unnar var ein aðalkenningin i trú- arbrögðum Þingvalla safnað.ir, }>egar hann var stofnaður, safn- aðarlögin hafa alla tið gert ráð fyr- ir jæirri kenningu og gera svo enn; vamaraðilar i sökinni (c: meiri hluti safnaðarins) viðurkenna ekki algerðan innblástur biblíunnar, heldur játuðu, þegar þetta mál var byrjað, alt aðra konningu og gera svo enn, þá sem sé: að hver og einn megi fyrir sitt leyti velja og hafna köflum úr ritningunni sem imi- blásnum eða ekki innblásnum; vamar aðilar hafa vikið stórlega og gagngert (fundamentally) frá þeirri trú scm söfnuðurinn játaði þegar hann var stofnaður 1889, og hann hefir síðan játað og játar enn, að þeir hafa horfið frá kenn- ingu og trúargreinum sem til- greindar eru í lögum safnaðarins. Þetta er málsefnið, og um það á yfirdómurinn að fjalla og ber ekki að fara þar út fyrir, segir þessi dómari. “Þó að vamarliðar hafi beitt sér til að sýna með vitnisburðum, hvemig Marteinn Lúter og hin íslenzka kirkja hafi litið á kenn- inguna um algerðan innblástur, þá ber eingöngu að ákveða hvemig Þingvalla sofnuður stóð í því efni, þegar hann samdi lög sín árið 1889, hvort söfnuðurinn og það kirkjufélag er hann heyrði til, trúði j>á á algerðan innblástur og áleit trúna á það atriði nauðsyn- legt undirstöðuatriði. Það eru mörg sönnunargögn í málsskjölunum tii stuðnings þess- ari niðurstöðu undirdómarans, þó að vitnisburðir finnist þar henni gagnstæðir, og með því að svo er, þá getur þessi dómstóll, sem að- eins er áfrýjunar réttur “in a law case” ekki haggað henni. ix. grein þeirra laga segir svo: “að guðs orð, eins og það er opin- berað i hinum kanónisku bókum er hin sanna uppspretta og algild lög safnaðarins um kenningu, tni og siðu. 2. Söfnuðurinn viður- kennir kenningar helgrar ritningar samkvæmt játningarritum hinnar lútersku kirkju á Islandi. 3. Söfn- uðurinn skal tilheyra hinu lúterska, íslenzka kirkjufélagi í Vesturheimi sem viðurkennir hin sömu trúar- brögð og söfnuðurinn.” Árið 1889, tveim vikum eftir að þessi lög vom samþykt, gekk Þingvalla söfnuður í kirkjufélagið, en lög þess tiltaka meðal annars að “Kirkjufélagið trúir að heilög ritning, það eru hinar kanónisku bækur hins gamla og nýja sátt- mála séu guð's opinberaða orð og hin eina sanna og áreiðanlega mælisnúra fyrir trú, kenningu og breytni mannanna .... Hver lút- erskur söfnuður íslendinga í Vesturheimi, sem ganga vill í fé- lagið, verður að hlíta lögum þess.” Það var játað af málflytjanda áfrýjanda undir meðferð málsins, og vissulega em mörg sönnunar- gögn fram komin, sem styðja það, að áfrýjendur viðurkenna ekki kenninguna um algerðan innblást- ur. Sterk sönnunargögn em og fram komin er sýna, að í lögum kirkjufélagsins og í lögum Þing- vailasafnaðar sé gengið út frá þeirri kenningu.” Þamæst rekur dómarinn framburð Dr. Halfyard, en vísar honum frá vegna þess, að hér sé ekki um skoðanir Lúters að ræða, heldur bitt, hver merking fylgi hinum umgetnu lagagreinum kirkjufélagsins og ÞmgvaHa safn- aðar, og sama máli sé að gegna um vitnisburð Dr. Robertsons. Dóm- arinn segir það fráleitt (absurd) að halda því fram, að undirréttar dómarinn "hafi ekki við næga vitn- isburði að styðjast. Hann nefnir þvínæst mörg vitni og rekur vitn- isburði þeirra og segir svo: “Eftir því sem eg lít á hin fram- komnu sönnunargögn í málinu, Iét meirihlutinn ser það ekki nægja að hafna kenningunni um algerðán innblástur vissra orða í hinum viðurkendu bókum biblíunnar, heldur hafnaði hann heilum setn- ingum og jafnvel heilum bókum.” Dómarinn nefndi því til sönnun- ar framburð séra F. J. Bergmans, og tilfærir ýms atriði úr honum. Segir því næst; Auk alls þessa er eg þeirrar skoðunar, að alt sem Tcenningunni viðkemur sé til lykta ráðiö og úr- skurðað af hinu evangeliska lút. kirkjufélagi í Amerílcu og að þess- um dómstól beri að staðfesta þann úrskurð. Úrskurður kirkjuþings var á þessa leið: “Það virðist því augljóst að meirihluti Þingvalla- safnaðar (hér varnaraðilarý eru sekir orðnir um beint brot á safn- aðarlögum sínum og lögum kirkju- félagsins og að þess vegna beri að samþykkja beiðni þá sem minni- hluti þess safnaðar hefir lagt fyrir }>etta þing, og viðunkenna minni- hlutann sem hinn rétta Þingvalla söfnuð.” “Þessi úrskurður (segir dómar- inn) er ef til viU ekki fullnaðar dómur í iagalegum skilningi, en hann er og á að' vera sannfærandi sönnunargagn (persuasive evi- denoe), hið allra gildasta. Þegar söfnuðurinn gekk í kirkjufélagið, þá undirgekst hann með berum orðum “að kirkjufélagið á sínum árlega fundi hafi æzta úrskurðar- vald í öllum kirkjulegum ágrein- ingsmálum, er upp kunna að komaj miili safnaða jiess innbyrðis eða innan jæirra. (11. gr. í lögum kirkjufélagsins). “Söfnuðurinn samþykti sömu- leiðis 13. gr. laga kirkjufélagsins, er svo hljóðar: “Hver lúterskur söfnuður íslendinga í Vesturheimi, sem æskir upptöku í kirkjufélagið verður að samþykkja grundvallar- lög þess”. Ennfremur undirgekst söfnuðurinn 3. grein laga kirkju- félagsins, sem kveður svo á að “Félagið trúir að hei'lög ritning, það er hinar kanónisku bækur hins gamla og nýja testamentis séu guðs opinberaða orð og hin eina sanna og vissa mælisnúra fyrir trú, kenningu og breytni mann- anna.” “Með því að gerast meðlimur kirkjufélagsins (segir dómarinn) samþykti söfnuðurinn kenningu (doctrine) þess, því að 2. grein safnaðarlaganna tiltekur beinlínis að “söfnuðurinn skal vera meðlim- ur hins lúterska ísl. kirkjufélags í Vesturheimi, sem hefir hina sömu trúarskoðun og söfnuðurinn.” Að vísu gerir félagið ekki út um mál- ið fyr en 21. júní 1910, er það samþykti nefndar álit fimm manna, ei; kosnir voru til að íhuga málið Að vísu hafði meiri hluta flokkur Þingvalla safnaðar engan fulltrúa á því þingi, og enga sérstaka til- kynning um nefndarskipun eða um að áiit hennar skyldi fyrir tek.ð. Að visu hafði hinn neindi meiri- hluti Þingvalla safnaðar tilkynt kirkjufélaginu úrsögn sína fyrir ]»ann fund, eða þann 6. júní 1910. En hitt er og augljóst, að ágrein- ingurinn reis upp löngu áður en söfnuðurinn gekk úr félaginu, hann var tilefni til úrsagnarinnar og þann 9. júní 1910, sendi forseti félagsins vamaraðila og áfrýjanda bréf um það að málið verði tekið fyrir á kirkjuþingi eftir fáa daga, og ráðið þar til lykta, og tilkynti hann þetta til þess að “hlutaðeig- endur hafi tækifæri til að skýra þinginu frá málavöxtum ef þeir vilji”. Það er sömuleiðis sannað undir málinu, að 11. gr. laga kirkjufé- lagsins kveður svo á, að “hið árlega þing félagsins hafi'æzta úrskurð- arvald um kirkjuleg ágreinings efni er rísa kunna meðal safnað- anna eða innan þeirra.” “Af öllu jæssu er augljóst, aðl hinn rétti dómstóll til að skera úr ágreinings efni útaf kenningunni var kirkjuþingið, og jx> að enginn fulltrúi meirihlutans væri viðstadd- ur á þinginu, þá veikir það í engan stað gildi úrskurðarins sem sönn- unargagns. Að vísu var hann upp kveðinn eftir að tilkynning um úr- sögn kom fram, en hann var kveð- inn upp meðan }>essi úrsögn var tii meðferðar og áður en hún hafði verið tekin gild. Lög félagsins gera einmitt ráð fyrir að slík mál skuli útkljáð á kirkjuþingum og með því að úrsögn meirihlutans kom að miklu leyti til af skoðana- mun á kenningunni og með því að söfnuðurinn var meðlimur félags- ins, [>egar ágreiningurinn korm upp, þá virðist tæplega- rétt að álíta, að menn megi gera samning, gangast 'undir dómstól sem úr- skurðir viðvíkjandi ágreiningi út- af þeim samningi heyra undir, og skjóta sér svo undan úrskurði þess dómstóls, eftir að samningurinn er rofinn, með því að neita vaidi hanS til úrskurðar. Vér vitum víst, að hver dómstóll verður að leggja dag og heyra sök, og að engin lög- leg málsmeðferð getur farið fram án j>ess. En lögleg málsmeðferð ú(heimtir ekki æfinlega að til sé tekin dggur og stund er mál skuli fyrir tekin og þegar tilkynt er að málið skudi tekið fyrir á fundí og tækifæri gefið til að senda fulltrúa á þann fund, þá virðist reglum um löglega málssókn hæfilega full- nægt.” Þamæst segir dómarinn að þau kenningar atriði, sem fyrir liggi í málinu, eigi að útkljást fyrir kirkjulegum dómstóli en ekki borgaralegum og segir málið lög- lega meðhöndlað af réttum kirkju- legum dómstóli, c: á ársþingi hins íslenzka kirkjufélags í Vestur- heimi. Hann tilfærir skíran laga- staf sem segir að borgaralegir dómstólar skuli byggja dóma sína í málum um rétt til safnaðar eigna er rísa útaf ágreiningi um kirkju- legt efni, á úrskurði viðkomandi kirkjufélags, um það sama kirkju- lega atriði, og hagga honum ekki. Hann ákveður þamæst kirkjulegt dómsvald með annari tilvitnun í skíra lagagrein. Hann segir að til mála geti komið, ef um augljóst ranglæti sé að ræða, að borgara- legur dómstóll rannsaki dómsgjörð kirkjulegs félagsskapar, en i þessu máli hafi lögdagur verið lagður og færi' gefið til sóknar og varnar í málinu, enda sé hver kirkjufund- ur bær um að dæma hvort mál sá þar réttilega upp borið eða ekki, og eigi enginn borgaralegur dóm- stóll “að ógilda, breyta né í nokk- um máta hnekkja aðgerðum hans í þvi sem aðeins varðar kirkjulcg málefni”; þann lagastaf styður hann með tilvitnunum í fjölda marga dóma er dæmdir hafa verið víðsvegar um Bandaríkin. En jxi að því sé 'haldið fram, að úrskurðir kirkjuþinga séu ekki með öllu bindandi (res adjudicataý fyrir borgaralega dómstóla, þá séu jæir svo öflug sönnunargögn, að borgaralegir dómstólar verði að fara mestmegnis eftir þeim (con- trolling influence). Hæstiréttur í Indiana hefir kveðið svo á, að jæir hljóti að hafa þann krapt, ef þeir séu ekki beinlínis bindandi fyrir borgaralega dómstóla. Og hæsti réttur Bandaríkja byggir dóm sinn á samskonar máli og þessu, á þvi atriði, að kirkjuþing Baptista hafði viðurkent söfnuð nokkurn sem tilheyrandi kirkjufélagi þeirra í Philadelphia; “sú viðurkenning skar ekki úr rétti til eignar, en það, að áfrýjendur sóttu um viður- kenningu sem sérstakur söfnuður og að kirkjufélag (Baptista) við- urkendi þá sem söfnuð, er sann- færandi sönnunargagn (persua- sive evidence) fyrir því að þeir hafa ekki gengið úr félagsskapn- um (voru ekki “seceders”) og að þeir hafa ekki fyrirgert rétti sín- um. Þarnæst segir i dómsatkvæðinu, að málið hafi verið tvívegis með- höndlað af kirkjuþingi, og sé þ.í ekki haldið fram, að sóknaraöilar né Þingvalla söfnuður í heild sinni hafi þá staðið utan kirkju- félagsins. “Þetta var i júní 1909 er samþykt var tillaga Friðriks- sons, en með henni voru skírö lóg félagsins og tiltekin aðstaða kirkju- félagsins og meðflima þess eða safnaða til þess deilumáls sem hér er um að ræða, en lög Þingvalla safnaðar óg kirkjufélagsins voru i því tilfelli samhljóða. Satt er það, að eftir að sú tillaga var sam- þykt gengu fulltrúar Þingvalla safnaðar af fundi. en ui staðar voru þeir er tillagan var borin upp og samþykt og tóku þátt í umræð- um og atkvæðagreiðslu um hana og ekki er því haldið fram, að söfnuðurinn hafi gengið úr félag- inu, sem söfnuður, eða að jafnvel fulltrúarnir sjálfir hafi gengið úr félaginu, sem félagi, fyr en löngu eftir að klofningurinn í Þingvalla söfnuði var upp kominn og sókn- araðilar höfðu gengið af kirkju- þingi, það er að segja 5. júní 1910. Ályktun sú sem kend er við Frið- rikson var þannig; “Þingið lýsir yfir þvi, að stefna sú. sem málgagn kirkjufélagsins, Sameiningin, hefir haldið fram á liðnu ári, sé réttmæt stefna kirkju- félagsins, en mótmælir þeim árásum á þá stefnu, sem komið hafa fram innan kirkjufélagsins frá séra F. J. Bergmann í tímariti hans. Breiðablik- um. Og út af þeim árásum gerir þingið eftirfylgjandi þingsályktanir: 1. Kirkjuþingið neitar, að trúar- játningar kirkjufélagsins séu að eins ráðleggjandi en ekki bindandi, eins og haldið hefir verið fram af séra F. J. Bergmann í Breiðablikum. Trúar- játningar eru bindandi þar til þær eru af numdar. 2. Kirkjuþingið neitar því, að kennimenn kirkjufélagsins hafi rétt til að kenna hvað sem þeim lízt, jafn- vel þó þeir geti sagt að þeir séu að kenna eftir beztu sannfæring. Þéir hafa ekki leyfi til að kenna innan kirkjufélagsins nokkuð er kemur í bága við það, er- þeir hafa skuldbund- ið sig til að kenna sem prestar kirkju- félagsins. 3. Kirkjuþingið neitar, að trúar- meðvitund mannsins hafi úrskurðar- vald yfir heilagri ritningu, og inegi hafna orði hennar eftir v'ild, og þeirri niðnrstöðu, sem af þessu flýtur, að biblían sé óáreiðanleg bók. Aftur á móti lýsir kirkjuþingið yfir því, að það haldi fast við þá játningu kirkju- félagsins, að öll ritningin sé guðs orð, áreiðanlegt og innblásið, og að hvað eina beri þar að dæma eftir mæli- kvarða biblíunnar sjálfrar.” “í viðbót við það sönnunargildi sem ályktun kirkjuþingsins veitir, er vitnisburður allmargra merkra presta, er styðja niöurstöðu undir- réttardómsins og málstað vamar- aðila. Við þetta bætist vitnisburð- ur Sigurbjöms Guðmundssonar er bar, að hann hefði verið einn af stofnendum safnaðarins og með- limur þeirrar nefndar sem samdi lögin, að tilætlun þetrra sem lögin sömdu, með 1. tölulið 11. greinar laganna, væri “að söfnuðurinn skal viðurkenna biblíuna alla í heild sinni sem hið æzta lögmál og inn- blásið guös orð og að hann geti ekki hafnað neinum parti eða pört- um biblíunnar sem ekki innblásn- um.” Þessi vitnisburður var, að minni hyggju, fullgildur og ábyggi- legur.” (Tilvitnanir í lagastaði). “Þvert ofan í öll j>essi sönnun- argögn, sem fram eru konin í málinu, get eg ekki álitið að undir- réttar dómurinn sé ekki bygður á lögmætum, gildum og sannfærandi rökum og virðist mér þvi bera að staðfesta hann. Alt málið er í rauninni undir þvi komið, hver skilningur er lagður í 3. grein laga kirkjufélagsins og 1. og 2. lið hinnar 11. laga greinar Þingvalla safnaðar, er aldrei virðist hafa breytt verið, og álitið er, að minsta kosti af sumum vitnum að inni- THE DOMiNION BANK um«MD b. u6Lxii, m. e„ i‘m w. u. matthkws C. A. BOGEKT, General Manuger. nw-rra. Borgaður liöfuðstóll..............$6,000,$0* Varawjóður og óskiftur ábati . . . $7,300,000 SPARISJÓÐSDEILD er ein deildin í öllum útiböum bankans. j>ar m& ávaxta $1.00 eða meira. Vanalegir vextir greiddlr. paS er óhultur og þægilegur geymslustaSur fyrir spari- skildinga y8ar. Xotre Dame Branch: W. M. HAMILTON, Manager, SEI.KIKK BBANCH: J. OBINDALE. HuMa. haldi kenninguna um algerðan inn- blástur.” Það sem málsfærslu- menn hafa sagt um vissar aðrar sagngreinir og lagabreytingar er viðurkenna játningarrit hinna ís- lenzku og lútersku kirkna, hnekkir í engan stað 2. og 3. grein laga fé- lagsins og safnaðarins. Þamæst vísar dómarinn frá nokkrum réttarkröfum, útaf form- göllum og segir þvínæst: “Hin kænlega krata áfrýjanda, að meirihlutinn, er lögskráði sig eftir úrgönguna, hafi með því lög- skráð minnihlutann, úr því safn- aðarlög tiltaka að meirihlutinn skuli ráða. Málið snýst um kirkju- eignina og kirkjueignina eingöngu. Það er játað, að lögskráning fór ekki fram fyr en 12. ágúst 1910, en þann 5. júní gekk meirihlutinn úr félaginu og lýsti því að hann hafnaði eða forkastaði kenninig- unni um algerðan innblástur. All- ar framkvæmdir til úrgöngu, ef úrganga fór fram, voru fram- kvæmdar áður en lögskráning fór fram, og ef þessar athafnir voru nægilegar til úrgöngu, einsog und- irréttardómarinn réttilega áleit, þá hvarf eignin undir sóknaraðila (c: minnihluta safnaðarinsj sam- kvæmt 11. grein laganna er svo segir: “Ef söfnuöur klofnar, þá skulu eignir hans til'heyra þeim hlutanum, serfi heldur fast við lög þessi”. Þessi regla hefði gilt, þó að þessi lagastafur hefði ekki ver- ið til. Það virðist sannarlega vera gild og góð regla að “þó að nokk- ur hluti safnaðar lima segi sig úr söfnuði, þá er hann ekki afmáður fyrir það, og ekki minkar réttur þeirra, sem kyrrir eru í félags- skapnum fyrir það, en þeir með- Jimir sem úr söfnuði ganga, fyrir- gera með því öllum rétti ftil kirkjueigna, og ef til úrskurðs borgaralegra dómstóla kemur, þá skulu þeir dæma eignina og öll þartil heyrandi réttindi, þeim sem halda áfram að standa stöðugir við kenninguna, fyrirmæli og regl- ur kirkjunnar eins og þær voru áður en til skilnaðarins kom, eðá ef um kirkjufélag er að ræða, þá skulu eignirnar dæmast }>eim sem æzta úrskurðarvald kirkjufélags- ins viðurkennir sem söfnuð.” Þessa reglu stvður dómarinn með tilvitn- unum í marga lagastaði. Þamæst telur hann upp ýmsa flóma í kirkjumálum er hnigu á annan veg, og segir svo: “í engum af }>essum málum var til staðar lagagrein um hvert kirkjueignir skyldu hverfa, ef til sundrungar kæmi, en í þessu máli var slík lagagrein fyrir hendi, heldUr ekki fór fram lögskráning1 eftir úrgöngu án samþykkis og aðstoðar hins reglulega safnaðar, eða þeirra meðlima sem stöðugir stóðu í honum. Eg álít að nndirréttardóminn beri að staðfesta. Íí Á heljarslóðum. Það er hvorki þytur fyrstu kúl- unnar, né hvellurinn þegar fyrsta sprengikúlan brotnar í ótal mola, sem minnir á, að vér eigum i styrjöld, heldur særðu 'hermenn imir, sem fluttir eru dauðvona af vígvellinum. Margir þeirra hafa ekki staðið nema einn eða tvo daga í éldrauninni, en liggja sárþjáðir í margar vikur og ganga örkumla alla sína æfi. Sjúkravagnamir ganga stöðugt, hlaðnir særðum nönnum, úr kúlna- hríðinni til jámbrautarstöðvanna. Þeir nema staðar við jámbrautar- lestina, sem bíður þar alþúin. Vagnarnir eru gripa eða flutn- ingavagnar. En á báöúm hliðum er málaður hvítur blettur fyr- hymdur, skorinn sundur af rauð- um krossi. Þessar lestir, eins og öll önnur á'höld, menn og skepnur, sem bera þetta merki, eru aS minsta kosti í orði kveðnu frið- helg. Þegar sjúkravagnamir koma eru hinir særðu menn fluttir úr þeim og inn í jámbrautarVagnana, Oft em rúmin sem þeir em lagðir í ekki annað en hálmlag, sem jafnað er um gólfið. Á suma vagnana er skrifað með krít “eldhús”, “umbúðir”, “vistir”. í sumum lestum eru örfáir annárs flokks vagnar. Þar er þeim ætlað að vera, sem eru svo hressijy að þeir geta setið uppi og þurfa ekki mikils eftirlits með. Þegar alt er tilbúið hvín í eim- reiðinni, hart er kipt í og vagn- amir rekast hart á. Alt þetta veldur hinum særðu mönnum hinna mestu þjáninga. Loks verða hreyfingamar reglubundnari og skarkalinn jafnari; lestin er kotnin á jafna ferð. Lestin nemur öSru hverju stað- ir. Þá vitja læknar sjúklinganna. laga umbúSir og hreinsa sár þeirra sem lengst eru leiddir. Þá er og sjúklingunum borið heitt te, kjöt- flísar og braut, eða annað sem fyrir henda kann að vera matar- kyns. Ferðalag á jámbrautum er sjaldan skemtilegt og síst fyrir þá, sem verða að liggja á gólfinu í gripavögnum, með kúlubrot í lík- amanum og hlusta á iátlausar stun- ttr og harmakvein hillna sem & gólfinu liggja. Með sjúkralest. “En }>að sem mesta athygli vektir”, segir einn fréttaritari, “em skki kvalimar, sem hinir særðu menn verða að líða, heldur hitt, hve dásamlega er fyrir því séð, að j>eir þjáist scm minst. Einu sinni þegar staðar var numið, fór eg af forvitni inn í eldhúsið, sem ekki var annað en vöruflutninga- vagn með eldstó í miðju og pottum og pönnum og öðrum eldhúsgögn- ttm hangandi á snögumi alt um kring. Matreiðslumaðurinn stóð á miðju gólfi með logheita pönnu í hendinni og cg spuiði haim hvemig þeim liði. Hann kvaðst ekki hafa undan neinu að kvarta. í fjóra daga hafði hann mtareitt handa 500 manns í þessum vagni og enginn hafði kvartað. Lestin sem hér er um að ræða, var á Frakklandi. Hjálpar fótk sem býr í grend við jámbrautar- stöðvar á allan hátt til að seðja sjúkJingana sem um fara. Jafn- vel í strjálbygðum útkjálkahérað- um bíður fólk i stórhópum á stöðvunum með diska fulla af brauði og kjöti og körfur fullar af ávöxtum, súkkulaði og vindlingum. Jólakveðja Jólakveðja [til Herdísar, húsfreyju í Flatey, á aðfangadagskvöld tu Herdísar húsfreyjn í Flatey, á aðfangadags- 1859.—J6n Thor. kvæ'Bi, bls. 177. Khöfn 1871.] kvöld 1859. Sister, that hast in life so constantly Þú, sem um daga dúki hefir tíðum Shed true love’s tears, that trembled like the dew, daggfögur strokið tár af sárum hvörmum Whene’er dread death from thy dear bosom drew þegar að dauðinn dró úr þinum örmum Thy darlings fair, at last from fevers free. dáfríðu börnin, sóttar örmædd hríðum, On this good aften may’st thou gladden’d be,— á guma’ og engla gleðiaptni fríðum Glad are the angels, glad is all mankind.— gleðstu nú, systirl—þreyttum fyrir anda May the wide heavens, to thy wearied mind, ljósanna faðir láti opinn standa Open théir portals, that thou mayest see himininn — sjá þar sjónum trúar blíðum Thy soul’s sweet bevy ’neath the sacred boughs: hópinn þinn allan,*j helgum undir meiði: Our fairest Yuletide tree on earth is sown jólatré því á jörð er fegurst runnið Of Jesse’s seed, but blooms in heaven’s bower af Jesse rót, en himinblómgað stendur, And there widebranching, wondrous shelter og dýrðlegar limar böm þín yfir breiðir; shows. þá muntu segja: “á sorg eg hefi unnið Then wilt thou say: “My sorrow’s overthrown; sigur, minn Guð! og fel mig þér á hendur.” I bow, great Lord, before Thy gpiiding power.” Skúli Johnson. *) pau Brynjólfur höf8u mist 11 böm sfn í æsku. , J ■

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.